Seðlabanki Evrópu ætlar að þrengja að kaupum evrópskra banka á ríkisbréfum eigin landa!

Eitt af því sem er vandamál innan fjármálakerfis Evrusvæðis er gríðarleg eign banka á ríkisbréfum eigin landa. Það sem þarna er í gangi, er að það hentar stjórnvöldum að hafa fastan öruggan kaupanda. Það m.a. þíðir stöðugari verð fyrir ríkisbréf. Og það væntanlega einnig að ríkið er ekki eins háða duttlungum fjármálamarkaða um fjármögnun á eigin hallarekstri.

Á móti fylgir þessu sú áhætta, að ef ríkið kemst í vanda - og ríkisbréfin verðfalla. Þá lendir bankinn líklega í vanda, þegar eiginfé bankans rýrnar við verðfall ríkisbréfanna. 

Og á móti, skapar þetta bönkunum væntanlega mikil áhrif innan landsmála pólitíkur þeirra sömu landa, og innan stjórnkerfa þeirra - - sem líklega framkallar hið þekkta ástand að hvor er hinum háður.

Ríkissjóðirnir virðast alltaf ákveða að bjarga þeim ef þeir mögulega geta.

Takið eftir því hve eign ítalskra og spænskra banka hafa aukist mikið á ríkisbréfum eigin landa!

 

Seðlabanki Evrópu er að íhuga aðgerðir til að skera á þetta samband!

ECB poised to get tough on sovereign bond risks

Eftirfarandi er haft eftir Peter Praet, stjórnarmanni í Seðlabanka Evrópu.

  • "A top official at the European Central Bank has signalled it will try to force eurozone banks to hold capital against sovereign bonds, in an attempt to stop weak lenders using its cash to hoover up the debts of crisis-hit countries."

Peter Praet er að segja, að til standi að neyða bankana til að fara með ríkisbréf sem "áhættusama pappíra" í stað þess að þau hafi fram að þessu verið meðhöndluð sem áhættulaus.

  • "Mr Praet said if sovereign bonds were treated “according to the risk that they pose to banks’ capital” during the health check, then lenders would be less likely to use central bank liquidity to buy yet more government debt."
  • "If the health check were to choke off lending to eurozone households and businesses then the ECB would provide another round of cheap loans, Mr Praet said."
  • "He said monetary policy would be used “without hesitation” if the ECB’s data on money and credit showed banks were continuing to shrink their loan books."

Gott og vel, ef stóra "heilsutékkið" á evr. bönkum sem Seðlabanki Evrópu ætlar að standa fyrir á næsta ári, dregur úr lánveitingum - - vegna þess að líklegt er að bankar muni neyðast til að afskrifa meir af lélegum eignum.

Þá mun Seðlabanki Evrópu aftur bjóða svokölluð "LTRO" neyðarlán, eins og 2012. 

Þ.e. lán á 1% vöxtum til 3. ára - - fé sem var a.m.k. að hluta til prentað.

  1. En getur ekki verið að til staðar sé einn hugsanlegur veikleiki á þeirri áætlun?
  2. Málið er, hvað gerist á markaði fyrir ríkisbréf, ef ítalskir - spænskir og portúgalskir heima bankar draga verulega úr kaupum á ríkisbréfum, vegna þess að "ECB" hefur gert það dýrara fyrir þá en áður að eiga þau? 

En þ.e. ekki ólíklegt að hin miklu kaup ítalskra banka og spænskra á ríkisbréfum í kjölfar "LTRO" lánveitinga "ECB" 2012, hafi átt umtalsverðan þátt í því að lækka vaxtakröfu fyrir ítölsk og spænsk ríkisbréf á seinni hluta þess árs, og áframhaldandi kaup þeirra séu enn að halda kröfunni niðri.

En krafan fyrir bréf þeirra landa var orðin afskaplega há um tíma, en t.d. nú fara ítölsk 10 ára ríkisbréf á milli 4-5% vöxtum. Spænsk eru komin víst nú í milli 3-4%.

Ef dregur verulega úr kaupum heima bankanna, þá ættu fyrir bragðið ríkissjóðir Ítalíu og Spánar aftur að verða háðir ákvörðun fjármálamarkaða um vaxtakröfuna.

  • Þessa dagana lítur Spánn betur út en Ítalía, en það væri áhugavert ef þessi ákvörðun leiðir til þess t.d. að krafan fer upp í milli 5-6% fyrir 10 ára ítölsk.

Vegna þess að ítalska ríkið skuldar nú um 133% stefnir í átt að 140% á nk. ári, nema auðvitað að ítalska ríkið selji ríkiseignir á móti - - en það hefur verið e-h umræða um slíkt af hálfu fjármálaráðherra Ítalíu í erlendum fjölmiðlum nýverið.

En jafnvel þó að ítalska ríkið selji e-h af eignum, til að láta skuldastöðuna aftur nálgast 120%, þá verður það ákaflega þungt að fjármagna svo miklar skuldir - - ef vaxtakrafan verður aftur þetta há.

En það eru einhver takmörk fyrir því hve háan rekstrarafgang ítalska ríkið er líklegt að geta knúið fram. Höfum í huga "kaosið" í stjórnmálum á Ítalíu.

Hliðaráhrif gætu orðið þau að Ítalía neyðist til að samþykkja björgun í gegnum tilboð "ECB" um kaup án takmarkana, sem væri þá í reynd björgunarprógramm þ.e. rekið með "þrenninguna" hangandi yfir Ítalíu, það væru tékk og eftirfylgni alveg eins og í hinum björgunarprógrömmunum, eini meginmunurinn væri fjármögnun í gegnum "ECB."

 

Niðurstaða

Ég held áfram að pæla í því hvað geta verið hugsanleg ófyrirséð hliðaráhrif aðgerða sem embættismenn á vegum ESB ákveða að beita. Það er til sú skoðun innan "ECB" að hækkun vaxtakröfu af slíku tagi sem ég nefni sem möguleika, ef það verður af aðgerð "ECB" í þá átt að þrengja að kaupum evr. banka á ríkisbréfum eigin landa; sé af hinu góða. Þ.e. að það mundi þvinga ríkissjóðina til að skera meira niður. Minnka umfang ríkisvaldsins. Skera niður þjónustu o.s.frv. 

Það verður áhugavert að fylgjast með því - - hvort að við þetta hækki vaxtakrafa þeirra ríkja sem vitað er að eru enn í miklum hallarekstri og hratt vaxandi skuldavanda, þurfa því stöðugt að gefa út ný ríkisbréf.

En sú þróun gæti skapað nýja hræðslu um stöðu þeirra landa, en eftir allt saman var það einmitt skortur á getur hjá tilteknum löndum að fjármagna sig á viðráðanlegum kjörum, sem hratt af stað óttabylgjunni á sínum tíma um hugsanleg ríkisþrot í nokkrum aðildarríkjum evrusvæðis.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 489
  • Frá upphafi: 847140

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband