Evópusambandið nær samkomulagi um hvernig Kýpur aðferðin verði notuð sem regla um banka í vandræðum í framtíðinni innan ESB!

Það sem var sérstakt við Kýpur, er að þegar bankarnir þar komust í vandræði. Var ekkii hluthöfum, né ótryggðum innistæðum, né eigendum skulda þeirra; bjargað frá tjóni. Heldur var hlutafé núllað, það sama var gert við skuldir, og að lokum voru ótryggðar innistæður færðar niður. En tryggðar innistæður eiga að vera öruggar! Skv. lágmarkstryggingu upp á 100þ.€.

Nú verður þetta að meginreglu fyrir Evrópusambandið í heild - - nema að eftir mikið japl, jaml og fuður.

Hafa aðildarríkin og Evrópuþingið komist að samkomulagi, um - - undantekningartilvik.

EU reaches landmark deal on failed banks

  • Betur stæðu aðildarríkin, vildu fá það í gegn - - að heimilt væri þrátt fyrir meginregluna, að láta ríkissjóði bjarga bönkum, sem taldir væru "viðbjargandi" í undantekningartilvikum. 

"While a minimum bail-in amounting to 8 per cent of total liabilities is mandatory before resolution funds can be used, countries are given more leeway to shield certain creditors from losses with approval from Brussels."

8% afskrift eigna virðist vera gullin regla er gildi um allar undantekningar. Brussel virðist hafa tekist að fá það í gegn.

"After the minimum bail-in is implemented, countries are additionally given an option to dip into resolution funds or state resources to recapitalise the bank and shield other creditors. The intervention is capped at 5 per cent of the bank’s total liabilities and is contingent on Brussels’ approval."

Slík björgun má ekki fara yfir 5% af áætluðu verðmæti eignasafns, og sérstök heimild þarf að fá frá Brussel, til að beita þeirri undantekningu.

"A precautionary recapitalisation of a solvent bank that meets minimum capital requirements will be possible after an EU approved stress test. The rules for such interventions will be set by the European Banking Authority. Brussels has previously indicated that losses would still be forced on junior creditors, even if the taxpayer intervention is precautionary."

Um þennan seinni punkt var víst mikið deilt, en áhrifamikil aðildarlönd vildu fá það í gegn, að ríkissjóðir gætu aðstoðað banka sem teldust standa lágmarks kröfur um eigið fé, en sem væru í skammtíma vandræðum um að útvega aukið fjármagn til að uppfylla skilyrði um lágmarks lausafé. Þeir þurfa þá að standast þolpróf Seðlabanka Evrópu.

Það verður að koma í ljós, hvort að 8% afskriftar reglunni verður beitt í það skipti!

Ég get séð fyrir mér að Frakkland og Þýskaland hafi viljað slíka reglu. En ef það verða í framtíðinni töp vegna lána í S-Evr. þá gætu bankar í þeim löndum lent í "tímabundnum" lausafjárvandræðum sannarlega. En bankar rúlla einmitt ef lausafé þrýtur

  • Galli við fyrirkomulagið, er að neyðarbjörgunarsjóðir eru áfram á ábyrgð einstakra ríkja - - og ég verð að segja sem svo, að fyrir fátækari löndin gæti það verið vandamál að safna upp í nægilega styrka sjóði, en bankarnir eiga sjálfir að fjármagna þá.
  • Höfum einnig í huga að lámarks upphæðin í dag er 100þ.€ eða milli 4-5 föld sú upphæð er var í gildi þegar ísl. bankarnir féllu en þá var það rúml. 20þ.€. Og þó gat "TIF Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta" ekki greitt, fyrr en að þrotabú gömlu bankanna voru gerð upp, eignir seldar - ferli sem gat ekki hafist fyrr en tveim árum síðar.  
  • Þetta getur því sett upp stórt spurningarmerki um öryggi fjármagns í litlum löndum með yfirstærðar bankakerfi, bendi t.d. á að Malta hefur bankakerfi um 8 föld þjóðarframleiðsla Möltu að umfangi. Malta er töluvert fátækara land en Ísland. Malta hefur ekki eins og Ísland gjöful fiskimið sem "backup" ef allt fer til fjandans í bankakerfinu. Né hefur malta orkurýkar auðlyndir á landi. Þar er töluverður "túrismi" eins og hér, sem sé þá þeirra megin atvinnuvegur B.
  • Ég á erfitt með að sjá t.d. Maltverska ríkið vera fært um að fjármagna lágmarkstrygginguna, þannig að fyrirkomulagið yrði líklega vera það sama og var hér, þ.e. að "TIF" greiddi fyrir rest lágmarkstryggingu þegar sala eigna úr þrotbúum Landsbanka Hf, Glitnis og KB Banka fór fram. Ferli sem tók 2 ár áður en það gat hafist. Og rétt að áminna, að ég stórfellt efa að ef tryggingaupphæðin hefði verið 100þ.€ að nægt fé hefði verið í þrotabúum ísl. bankanna.
Því miður nær eftirlit hins nýja Bankaeftirlits Evrópu undir stjórn Seðlabanka Evrópu, einungis yfir svokallaða "kerfislega mikilvæga" banka!

Líkur virðast miklar á því að undantekningar þ.s. ríkissjóðir fá að endurfjármagna banka, verði fyrst og fremst notaðar af betur stæðu ríkjunum í N-Evr. - - meðan að "bail in" eða afskriftar reglan er líklegri að bitna af fullum þunga á fjármagni bundið í bönkum í hinum skuldugu og fátækari ríkjum S-Evrópu.

Hið nýja fyrirkomulag gæti því - - > ítt undir hvata fyrir fjármagn, að leita frá S-Evr. í hið tiltölulega skjól í N-Evr.

 

Niðurstaða

Það er verið að reyna að setja kjöt á beinin í framtíðar fyrirkomulag bankamála innan ESB.

  • Eins og hefur komið fram, á Seðlabanki Evrópu að sjá um eftirlit nú með stærstu bönkum álfunnar.

Hann er ekki með þá alla. Aðildarríkin sjá enn sjálf um eftirlit með bönkum sem teljast ekki "kerfislega mikilvægir."

Rétt að árétta, að ísl. bankarnir hefðu þá líklega ekki farið undir eftirlit Seðlabanka Evrópu ef þetta fyrirkomulag hefði verið til staðar. Þeir hafi aldrei verið það stórir að þeir líklega féllu undir þá skilgreiningu að vera kerfislega mikilvægir

Þetta er auðvitað galli, að svokallað "banking union" hafi einungis með stærstu bankana að gera. En það hefur verið sýnt fram á, að stór kerfishætta getur stafað frá "millistórum" bönkum. Eins og t.d. lánasjóðir á Spáni sem sérhæfðu sig í húsnæðislánum, og bönkum sem voru stórir hve á sínu svæði en ekki með starfsemi í flr. en einu landi en tóku virkan þátt í húsnæðisbólu sl. áratugar í sínu landi.

  • Síðan hefur ekki náðst samastaða um það meðal aðildarríkjanna, að setja upp sameiginlegan "björgunarsjóð" fyrir banka - - þess vegna kemur í staðinn "bail-in" eða  afskriftar reglan.
  • Þ.s. að líkur eru á því að það sjóðafyrirkomulag sem á að vera til staðar, þ.e. fjármagnað af bönkunum sjálfum, en í samhengi hvers lands fyrir sig eins og hefur verið hingað til, muni ekki duga til þegar á reynir. Eins og kom m.a. í ljós á Íslandi.

Það fyrirkomulag virðist mér óhjákvæmilega undirstrika núverandi ástand, að fjármagn sé öruggara í betur stæðu löndunum í N-Evr. en hinum skuldugu og fátækari löndum  S-Evr.

Þannig að rökrétt ætti staðfesting "afskrifta fyrirkomulagsins" að gefa viðbótar hvatningu fyrir fjármagn statt í bönkum í S-Evr., að leita Norður.

------------------------------------

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist á evrusvæði nk. vor, þegar Seðlabanki Evrópu ætlar að vera búinn að birta - - þolpróf á banka innan ESB.

En þetta próf á að vera alvöru þolpróf skv. ströngustu reglum. Og þ.e. reiknað með því, að við þetta muni koma í ljós þörf fyrir viðbótar afskriftir í fj. banka innan ESB, og augljóslega er möguleiki á nýrri fjármálakrísu innan ESB í kjölfarið - - skv. orðum Peter Praet stjórnarmanns í "ECB" er vitað af þeirri hættu:

Seðlabanki Evrópu ætlar að þrengja að kaupum evrópskra banka á ríkisbréfum eigin landa!

En hann lofaði því að Seðlabankinn mundi dæla fjármagni inn í bankakerfi Evrópu, eins og gert var 2012. Ef þannig ástand skapast - - "If the health check were to choke off lending to eurozone households and businesses then the ECB would provide another round of cheap loans, Mr Praet said."

  • En þ.e. samt ekki algerlega fyrirfram víst að Seðlabankinn geti forðað því að það verði a.m.k. takmarkað bankahrun innan ESB í kjölfarið.

En "ECB" ætti að geta varið megin bankana falli a.m.k. þannig að bankahrun takmarkist einungis við þá banka sem eru viðkvæmastir fyrir, og hugsanlega lönd þ.s. ríkisstj. hafa minnsta möguleika til að koma til bjargar.

Það geti verið ástæða að horfa t.d. til Portúgals og Möltu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Þýðir þetta ekki að bankar á svæðum þar sem vandræði eru mikil munu hrynja fyrr. Vegna þess að hin almenni borgari mun bara taka út peninganna. Er þá ekki nýtt bankahrun í uppsiglinu?

Ómar Gíslason, 12.12.2013 kl. 17:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að möguleiki sé á því að þolpróf "ECB" í samhengi við hinar nýju reglur, skapi bankahrun. Höfum í huga að "ECB" virðist ætla að endurtaka peningadælu þá sem framkv. var fyrri hl. árs 2012 svokölluð "LTRO" lán. Það getur samt verið að aðstæður fari úr böndum í einhverjum af smærri jaðarlöndunum. Mig grunar að veikustu hlekkirnir geti verið Portúgal og Malta. Líklega verði lögð áhersla á að verja spænsku bankana nánast hvað sem kostar þ.s. bankahrun þar gæti haft of stórar kerfislega afleiðingar, þannig að "ECB" líklega breyti reglum um ásættanleg veð svo þeir geti dregið sér drjúgum af neyðarlánsfé. Þetta kemur auðvitað í ljós.

En "ECB" virðist sannarlega vera að taka áhættu með þessi nýju þolpróf. Sem ekki er unnt líklega að átta sig á hve stór er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2013 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 488
  • Frá upphafi: 847143

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband