24.12.2013 | 01:50
Hræðsla innan fjármálageirans í Kína!
Innan um jákvæðar fréttir um aukna bjartsýni um hagvöxt í Bandaríkjunum, að "US Federal Reserve" hafi loks hafið sitt "taper" þ.e. þá aðgerð að smá minnka prentun; hafa borist fréttir um vaxandi spennu innan fjármálakerfis Kína.
Seðlabanki Kína er þegar búinn að bregðast við, með því að dæla neyðarlánum inn í bankakerfið.
Og það getur verið, að sú aðgerð muni duga!
Þ.s. þetta er ef til vill þó skýr vísbending um, er að kínverska hagkerfið sé farið að spenna bogann afskaplega hátt.
Það geti verið að nálgast þann punkt, ef þ.e. ekki þegar komið af honum, að snögglega geti átt stað einhvers konar - - krass atburður!
Hvað var að gerast?
Það sem hefur verið í gangi sl. tvær vikur, er hröð hækkun á vöxtum - - á millibankamarkaði innan Kína.
Það þíðir, að bankar voru í hratt vaxandi mæli - - hræddir um að lána hverjum öðrum fé.
Það sem slíkt er - - > Er augljóst hættumerki.
- Fyrir tveim vikum, kostaði það banka að fá skammtíma peningalán á kínv. millibankamarkaðinum - -> 4,3%. Sem er reyndar afskaplega mikið.
- En sl. föstudag, rauk vaxtakrafan upp í 7,6%.
- Kínv. seðlabankinn brást við á mánudag með 300ma.júan tilboði til bankanna, á skammtímalánum á mjög hagstæðum kjörum, skv. frétt Reuters: China benchmark money rate opens sharply lower.
- Skv. sömu frétt, lækkaði vaxtakrafan á millibankamarkaðinum í Kína á mánudag í 5,57%.
- Í annarri frétt Reuters: Shanghai shares halt 9-day losing streak, large financials rebound. Kemur fram, að aðgerð Seðlabanka Kína, leiddi til þess að verðfall undanfarinna daga á verðbréfamarkaðinum í Shanghæ, snerist við og verð bréfa hækkaði.
- Skv. þriðju frétt Reuters, virðist í upphafi dags á mánudag, millibankavaxtakrafan hafa hækkað í 9,8%. Áður en fréttir bárust af aðgerðum Seðlabanka Kína: Asia shares inch ahead, China money rates spike anew.
Það sem þetta virðist sýna, er að kínv. einka-hagkerfið sé orðið afskaplega viðkvæmt.
En skuldir hagkerfisins eru komnar yfir 200%. Stærsti hluti skuldir annarra aðila en ríkisins og hins opinbera. Líklega er í dag mikið af mjög skuldsettum fyrirtækjum.
Þ.e. ekkert sérstaklega óvenjulegt hagsögulega séð, að efnahagslegur uppgangur í ríkjum sé brokkgengur, vegna þess að atvinnulífið á endanum - - þenji bogann of hátt.
Þannig að - - krass atburður verði fyrir rest. Slíkir atburðir eru ekkert endilega slæmir, en öll vel stæð hagkerfi í dag hafa gengið í gegnum margar kreppur.
Þ.s. kreppur gera fyrir hagkerfi, er að þurrka út "ofurskuldsett" fyrirtæki sem hafa veðjað of hátt. Fjárhagslegt tap er vanalega mikið, en oftast nær - - veldur það engum langtímaerfiðleikum.
Skuldug fyrirtæki verða gjaldþrota, fjármálakerfið þá afskrifar skuldir gjaldþrota fyrirtækja, við taka önnur minna skuldsett fyrirtæki. Eftir snöggt krass, hefst hagvöxtur að nýju - - líklega innan 2. ára frá upphafi krass.
Þannig eru kreppur sögulega séð í hagkerfum sem eru í vexti!
Bandaríkin gengu í gegnum margar slíkar skammtímakreppur, á leið sinni til velmegunar frá því að efnahagsleg uppbygging þar hófst á fyrri hl. 19. aldar.
- Það virðist afskaplega líklegt - að Kína sé nálægt slíkum "kreppupunkti."
Bendi á skemmtilega frétt er sýnir áhyggjur kínv. stjv. af ástandinu!
China presses media to tone down cash crunch story
"Chinese propaganda officials have ordered financial journalists and some media outlets to tone down their coverage of a liquidity crunch in the interbank market,..."
Mér finnst þetta sérstaklega skemmtilegt "touch" hjá kínv. yfirvöldum.
Og ég er viss að það hafi akkúrat - - þveröfug áhrif.
Að auka á hræðsluna! Því af hverju annars væru yfirvöld að þessu? En vegna þess, að full ástæða sé til að hræðast hið undirliggjandi ástand? Eða þannig þykir mér líklegt að margir muni hugsa.
Það verður því áhugavert að halda áfram að fylgjast með fréttum frá Kína.
Niðurstaða
Kína gæti verið stóra efnahags fréttin á næsta ári. En kínverska hagkerfið virðist sýna augljós hættumerki. Sem benda til þess að krass atburður geti átt sér stað - - þá og þegar. Í dag er kínverska hagkerfið það stórt innan heimshagkerfisins. Það þegar orðið það mikilvægur þáttur í eftirspurn innan heimshagkerfisins. Að krass þar - - og kreppa. Þó svo að líklegast standi sú kreppa ekki mjög lengi. Þ.e. líklega ekki lengur en 2-3 ár. Þ.e. dæmigerð kreppulengd fyrir hagkerfi í vexti, séð frá hagsögunni. Þá mundi það eigi síður koma sér illa fyrir heimshagkerfið - miðað við þá stöðu sem vesturlönd enn eru í.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.12.2013 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.12.2013 | 21:33
Franska ríkinu gengur ekki vel að minnka atvinnuleysi ungs fólks
Mjög áhugaverð umfjöllun Wall Street Journal: France Tries Subsidizing Jobs for YouthAgain. Frakkland er eitt af þeim Evrópulöndum sem hafa tvískiptan vinnumarkað. Þ.e. til staðar er nokkurs konar "elíta" af fólki í öruggum störfum. Sem mjög erfitt er að reka. Sem hafa mikil réttindi.
Síðan er það fólkið í "skammtímastörfum" þ.e. skv. 6 mánaða reglunni.
Sífellt vaxandi hópur er fastur í því fari. Meðan að smám saman fækkar í hinum hópnum.
6 mánaða hópurinn, hefur eins og gefur að skilja einungis ráðningu til 6 mánaða í senn. Þarf síðan að fá nýjan samning. Sem er upp og ofan hvort að fæst. En getur vel verið að fáist.
Þessi hópur hefur ekkert starfsöryggi - yfirleitt lægri laun oft svo um munar - og að auki gjarnan til mikilla muna lakari réttindi.
- Í núverandi kreppu, hefur þó fjölgað í þriðja hópnum, þ.e. þeim sem hafa ekki einu sinni skammtímastarf. Með öðrum orðum, ekkert starf og litla möguleika á því að fá starf yfirleitt.
- Eins og sést á myndinni að ofan - - endurtekur Frakkland reglulega sama leikinn, þ.e. prógrömm þ.s. franska ríkið borgar að verulegu leiti fyrirtækjum fyrir það að ráða ungt fólk til vinnu.
Galli við slíkt prógramm, er það - - að líklega ráða fyrirtæki þá sem þau hvort sem er hefðu ráðið. En nú borgar ríkið stórum hluta þau laun.
Þau hafa eftir allt saman ekki hvatningu til að ráða aðra en þá, sem þau telja helst hafa gagn fyrir.
- Nú stendur til af hálfu ríkisstjórnar Hollande, að læra af fyrri "prógrömmum" og leitast við að komast framhjá því vandamáli, þannig að fólk sem á raunverulega erfitt með að fá vinnu - - fái starf í gegnum aðstoð ríkisins.
- "the government plans to spend 5.3 billion by the end of 2014 to subsidize more than one million jobs across different age groups,...
- "...mainly at nonprofit organizations."
- "Paris says 85,000 youth jobs have already been created since late spring. "
-----------------------------------------
Ég verð að segja eins og er, að ég er afskaplega skeptískur á slíka nálgun á það að búa til störf.
Dæmi í frétt WSJ er tekið af ungri konu sem fær starf á elliheimili, þó svo hún hafi ekki hina minnstu þekkingu né reynslu á slíku starfi.
- En ég stórfellt efa að slík störf endist lengur, en peningagjöfin frá ríkinu - - endist.
Fyrir utan að líklega eru öll störf slíkra stofnana borguð a.m.k. óbeint af ríkinu eða því opinbera, en hér á Íslandi eru einnig sambærilegar stofnanir reknar alveg sjálfstæðar, en með þjónustusamning við ríkið eða nærstatt sveitafélag.
Það sé með öðrum orðum ekki framtíð í því að útrýma atvinnuleysi ungs fólks, með því að ríkið búi til störf fyrir það!
Niðurstaða
Til að undirstrika að líklega er ekki framtíð í þessari aðferðafræði Hollande forseta. Þá bendi ég á að á 3. ársfjórðungi var Frakkland í 0,1% efnahagssamdrætti. Ef maður skoðar trend innan franks atvinnulífs. Er hnignun alls staðar í augsýn - í samhengi samdráttar innan einkahagkerfisins. Þarfar franska ríkisins fyrir að hægja á skuldasöfnun. Fyrir það að endurreisa vöxt innan franska einkahagkerfisins. Sé bersýnilega ekki framtíð í reddingum af þessu tagi.
Kv.
22.12.2013 | 00:27
Kjarasamningar virðast bæta verulega kaupmátt lægri launa!
Það þarf að hugsa þetta í samhengi við útspil ríkisstjórnarinnar. En fyrir utan 9.750kr. hækkun lægstu launa. Kemur frá ríkisstjórninni, að efri mörk neðsta skattþreps eru hækkuð í 290þ.kr. úr 256þ.kr.
Útspil ríkisstjórnarinnar skiptir umtalsverðu máli fyrir láglaunaða, því það þíðir að þeir lenda síður í skattþrepi 2. Þegar þeir taka - - aukavinnu.
Skattkerfið letur þá síður láglaunaða, til að bæta við sig vinnu - til þess að hafa það ívið betra.
Auðvitað skiptir lækkun skatthlutfalls miðþreps úr 25,8% í 25,3% máli. Þó líklega í krónum talið fyrir hvern og einn, munar líklega ekki mikið ef yfirvinnan fer einhverja þúsund kalla upp í miðþrep.
Sjálfsagt hefðu margir kosið að persónuafslátturinn væri hækkaður - - sem ríkisstjórnin hafnaði.
En á móti er ASÍ einungis að bjóða 12 mánaða kjarasamninga!
Þetta er því útspil er getur komið síðar!
- 2,8% kauphækkun síðan yfir línuna!
Fyrir bragðið munu kjarasamningarnir óhjákvæmilega auka verðbólgu!
Það er einfaldlega vegna þess að þar með hækka kjarasamningarnir - - launakostnað fyrirtækja.
Þegar kemur að þjónustufyrirtækjum og verslunum, þá eru það tekjur af sölu þjónustu eða varnings, sem greiða fyrir launahækkanir.
Þess vegna fer almenn kauphækkun alltaf í verðlag!
Á hinn bóginn er prósentuhækkunin ekki það há, að líklega fer verðbólgan ekki í aukningu umfram ca. 2% ofan á núverandi verðbólgu.
Það er, gæti náð 5% ca. er sveiflan toppar.
Það þíðir að lán landsmanna hækka!
- Þetta er ástæða þess að ég talaði fyrir því, að farin yrði önnur leið við kjarasamninga, en sú - - að hækka laun!
En þ.e. vel hægt að auka kaupmátt án kauphækkana.
- Skattbreyting ríkisstjórnarinnar er ein leið.
- Aðgerð Framsóknarflokksins í skuldamálum heimila er önnur.
- Síðan má nefna hækkun persónuafsláttar.
- Lækkun á virðisaukaskatti.
- Jafnvel hækkun á gengi krónunnar!
Ég velti fyrir mér af hverju verkalýðshreyfingin - - er svo áfram um að beita þeirri leið, sem veldur ávallt gersamlega óhjákvæmilega aukningu verðbólgu?
Er það vegna þess, að ASÍ rekur lífeyrissjóði - - og er kannski meir umhugað um að láta verðtrygginguna, hækka þær upphæðir sem reknar eru innan þess sjóðakerfis?
En að bæta kjör launamanna?
----------------------------
Auðvitað eru allar aðferðir til að bæta kjör - - háðar þeirri takmörkun!
Að raunverulega séu til peningar fyrir þeirri kjarabót!
Skiptir þá engu hvaða aðferð er beitt!
- En gengishækkun getur einungis að sjálfsögðu staðist - - ef þ.e. aukning gjaldeyristekna fyrir henni. En þá gæti hún alveg gengið! En mundi krefjast þess, að rekin væri "fastgengisstefna."
En gengishækkun, öfugt við kauphækkanir - - lækkar verðbólgu!
Þetta virkar alveg öfugt við - - gengisfall!
Niðurstaða
Ég vona að fyrir næstu kjarasamninga. Verði mögulegt að koma inn aukinni skynsemi. Svo að kjarabót raunverulega geti virkað alfarið án verðbólgu. En tæknilega séð er ekkert ómögulegt við það. Svo fremi auðvitað að til sé peningur í formi aukinna gjaldeyristekna. En sú frumforsenda þarf ætíð að vera til staðar á Íslandi, ef kjarabætur yfirleitt eiga að ganga upp - - án kollsteypu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2013 | 00:33
Lánshæfi Evrópusambandsins lækkað!
Þetta er ákvörðun Standards&Poors, að lækka lánshæfi stofnana ESB úr "AAA" í "AA+" þ.e. um eitt þrep. Þó þetta líklega muni pirra einhverja, er þetta sennilega rökrétt ákvörðun. Enda eru nú miklar fjárhagslegar skuldbindingar í rekstri á vegum stofnana ESB. En á sama tíma, fer skuldsetning eiganda þeirra stofnana þ.e. aðildarríkjanna sjálfra, stöðugt versnandi. Á sama tíma hefur jafnt og þétt fækkað þeim aðildarríkjum er hafa lánshæfi upp á hæsta stig þ.e. "AAA."
Það sé með öðrum orðum, hin versnandi staða eigenda ESB, sem sé að bitna á trúverðugleika lánshæfis ESB.
Og á sem hliðarafurð versnandi stöðu eigendanna, minnkandi vilji aðildarríkjanna til að standa að baki þeim kostnaði, sem hefur hlaðist upp - - vegna fyrri ákvarðana aðildarríkjanna sjálfra, að fela stofnunum ESB sívaxandi og gjarnan sífellt meir krefjandi hlutverk.
-------------------------------------
Long-Term Rating On EU Supranational Lowered To 'AA+'; Outlook Stable
S&P cuts EU's AAA rating, European officials dismiss move
S&P strips EU of triple A rating
S&P cuts EU long-term rating to AA+
- "Rationale: The downgrade reflects our view of the overall weaker creditworthiness of the EU's 28 member states. We believe the financial profile of the EU has deteriorated, and that cohesion among EU members has lessened."
- ""In our view, EU budgetary negotiations have become more contentious, signaling what we consider to be rising risks to the support of the EU from some member states.""
- "S&P said cohesion among EU members had lessened and that some might baulk at funding the EU budget on a pro-rata basis."
- "S&P has had a negative outlook on the EU since January 2012 and has since cut its ratings on members France, Italy, Spain, Malta, Slovenia, Cyprus and The Netherlands."
- "The EU is not a sovereign but it can borrow in its own name. As of this month, it had outstanding loans of 56 billion euros ($76.5 billion), according to S&P."
- "The credit-rating agency said its downgrade of The Netherlands last month left the EU with six 'AAA'-rated members."
- "Since 2007, revenues contributed by 'AAA'-rated sovereigns as a proportion of total EU revenues nearly halved to 31.6 percent, it added."
-------------------------------------
Ég tel að það séu algerlega gild rök, að lækka lánshæfi stofnana ESB um einn flokk, í ljósi þess að einungis 6 aðildarríki þess hafa nú - - "AAA" lánshæfi, þannig að einungis 31,6% skatttekna þess koma frá þeim aðildarlöndum sem hafa mest traust.
Sjálfsagt eru mótbárur Ollie Rehn réttar, að það séu litlar líkur á því að ekki verðið staðið við allar skuldbindingar.
Og örugglega rétt að auki, að ávallt hafi stofnanir ESB fengið sitt skattfé greitt á réttum tíma, fram að þessu.
En aðilar eins og S&P miða ekki lánshæfi einungis út frá því hvað hefur gerst fram til dagsins í dag, heldur einnig út frá mati þeirra á því - - hvað líklegt sé að gerist í framtíðinni, og að auki hvað sé sennilegt eða jafnvel mögulegt að gerist í framtíðinni.
Að auki tel ég að það séu gild rök, að aukin harka í deilum milli aðildarríkjanna um fjárlög ESB, séu varúðarmerki og hugsanlegt hættumerki.
S&P meira að segja bendir á þ.s. raunhæfan möguleika að aðildarríkjum geti fækkað á næstu árum, þar með þeim fækkað sem standa undir skuldbindingum stofnana ESB. Þó þeir séu ekki endilega að halda því sterkt fram að slíkt sé líkleg útkoma. Eru þeir að benda á að það sé nægilega líklegt til að vera orðið að þætti sem vert sé að íhuga.
Niðurstaða
Þessi lækkun á lánshæfi Evrópusambandsins, þíðir ekki að það sé í gjaldþrotshættu. Þarna sé um að ræða ábendingu um það. Að meðal staða meðlimaríkjanna hafi versnað á sl. árum. Þau með öðrum orðum séu ekki lengur eins fjárhagslega sterk og áður.
Það er ekkert órökrétt við það að versnandi staða eigenda sé endurspegluð í mati á þeirri stofnun eða þeim stofnunum sem sé eða séu í þeirra eigu. Þannig t.d. lækkaði lánshæfi Landsvirkjunar er lánshæfi ísl. ríkisins féll harkalega um árið þó að tekjustaða LV og því greiðslugeta hafi ekkert vernsað við hrunið er varð hér á landi - staða eigandans samt réð mati á lánshæfi LV.
Með sama hætti, þegar einstök aðildarlönd hafa lækkað í lánshæfi, hefur það einnig haft neikvæð áhrif á lánshæfi sjálfstæðra rekstrareininga í þeirra eigu eins og t.d. ríkisjárnbrauta, póstfyrirtækja og annarra slíkra sjálfstætt rekinna þjónustueininga.
Þannig séð er ákvörðun starfsmanna S&P ekkert órökrétt eða óeðlileg í því samhengi.
Kv.
19.12.2013 | 23:20
Pútín ætlar að náða Khodorkovsky!
Fyrir þá sem ekki muna eftir Mikhail Khodorkovsky þá var hann aðaleigandi stórs rússneks olíufélags er hét Yukos. Það félag var leyst upp, eignum þess skipt upp milli félaga sem stjórnvöldum þ.e. Pútin voru meir þóknanleg. Á sínum tíma var þetta talið best rekna rússneska fyrirtækið. Og var fram að þeim tíma í hröðum vexti.
Putin Says He Will Pardon Jailed Tycoon Khodorkovsky
En Mikhail Khodorkovsky varð það á að styðja með fjárframlögum flokka stjórnarandstæðinga, með svipuðum hætti og fyrirtæki á vesturlöndum gjarnan skipta sér þannig með óbeinum hætti af pólitík.
Í augum Pútín var þetta ófyrirgefanlegt, varð til þess að Pútín skipulagði herförina gegn Khodorkovsky sem lyktaði með því að fyrirtæki hans var tekið til gjaldþrotaskipta, þó það væri þá fjárhagslega sterkt - - en rússnesk stjv. virðast alltaf geta hagað því hvernig reglum er beitt eftir vild til að búa til þá niðurstöðu sem er fyrirfram ákveðin.
Síðan var hann sjálfur dæmdur í fangelsi til langs tíma, í reynd virðast slíkur dómar litlu máli skipta í Rússlandi, þ.s. rússnesk stjv. virðast alltaf geta lengt þá með því að koma fram með nýjar "meintar" sakir, og rússneskir dómstólar eins og í tíð Sovétríkjanna virðast fylgja skipunum frá stjv. um dómsniðurstöðu - - þó formlega séu dómstólar sjálfstæðir, skv. lögum sé það þannig.
En einhvern veginn virðist það litlu máli skipta hvað lögin akkúrat segja eða reglugerðir!
Valdið virðist aðal atriðið - - þeir sem fara með völdin virðast ætíð geta fengið það fram sem þeir vilja.
Tímasetningin er áhugaverð!
Konurnar tvær í Pussy Riot hafa einnig verið náðaðar skv. mjög nýlegum fréttum. Síðan á nú að náða Kodorkovsky einnig.
Áhugavert að íhuga þetta í samhengi við fyrirhugaða vetrarólympíuleika í Sochi. En undanfarið virðist að hreyfing sé að skapast á þá stefnu - - að leiðtogar vesturlanda hundsi leikana "persónulega" þó svo að íþróttamennirnir mæti.
En forseti Þýskalands hefur sagst ekki muna mæta. Margir stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa kvatt Angelu Merkel, til að taka þá ákvörðun - - að mæta ekki til Sochi þegar leikarnir verða settir. Obama og Biden, hafa þegar sagst ekki munu mæta á setningu leikanna. Það hefur Hollande einnig ákveðið.
Það hefur fyrst og fremst táknræna merkingu, ef leiðtogar landanna mæta ekki á setningarathöfn vetrarólympíuleikanna.
En það getur vart verið annað en að Rússland sjái það sem snuprun.
-----------------------------
Síðan má velta fyrir sér hvort að Pútín sé ekki að tjá það, að hann sé - - fastur í sessi. Þannig að Khodorkovsky sé ekki lengur hættulegur fyrir hann.
Það getur einmitt gefið þau skilaboð, að völd Pútins séu traust!
Pútín hafi valdið - - hafi efni á því að sýna miskunn!
Hann sé Tsar!
Niðurstaða
Það eru þær tveir meginhliðar sem ég sé á ákvörðun Pútíns, að náða Khodorkovsky. Hann sýni fram á að hann hafi valdið. Sé traustur og öruggur í sessi, stafi engin hætta af Khodorkovsky. Út frá þeim sjónarhóli sé náðun Khodorkovsky ákveðin tjáning á því valdi - að Pútín sé nútíma Tsar.
Á hinn bóginn geti verið að Pútín vilji bæta ímynd sína, nú þegar vaxandi hreyfing er í gangi meðal leiðtoga vesturlanda að hundsa persónulega fyrirhugaða vetrarólympíuleika í Sochi. En Pútín og Rússum gremst örugglega slík hjáseta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2013 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2013 | 21:13
Þjóðverjar samþykkja í prinsippinu nýjan slitasjóð fyrir "bankasamband" ESB!
Það sem er áhugavert við samkomulagið - má segja, að sé - hve litlu er í reynd lofað.
Fram að þessu hafði ekki verið til staðar samkomulag um einn sameiginlegan slitasjóð. Heldur átti hver þjóð fyrir sig að fjármagna sinn slitasjóð með álögum á banka í eigin landi. Eins og mál litu út, þá átti kerfið að taka til starfa eftir 10 ár - - þ.e. þá skildu sjóðirnir vera fullfjármagnaðir.
Stóra hugmyndin að baki kerfinu, var það - - að bankarnir sjálfir fjármögnuðu það. Þannig að skattgreiðendur þyrftu mun síður, leggja bönkum til fé - ef og þegar þeir standa frammi fyrir hruni.
- Skv. nýja samkomulaginu ef marka má fréttir, þá renna sjóðirnir saman í einn, og sameiginlegur slitasjóður tekur til starfa í síðasta lagi jan. 2025.
- Fram að þeim tíma, er þó hver þjóð fyrir sig með eigin sjóð. Þ.s. kerfið á að vera fullfjármagnað eftir rúm 10 ár, þá væntanlega eru þeir sjóðir smám saman að stækka ár frá ári.
Euro zone agrees on bank closure funding; banking union in sight
Eurozone agrees backstop for failing banks
Banking union: the limits of the backstops deal
Áhugi vekur hve sjóðurinn á að vera "lítill"!
55 milljarðar evra hljómar auðvitað sem dágóð summa! En gjaldþrot Anglo Irish bankans eins og sér kostaði írska ríkið 30ma.. Og það eru til töluvert stærri bankar en þetta innan aðildarríkja ESB.
Síðan er heildar umfang fjármálakerfis evrusvæðis e-h um 3 þjóðarframleiðslur aðildarríkja þess. 6 stærstu frönsku bankarnir samanlagt eru ca. 3 þjóðarframleiðslur Frakklands að umfangi.
Það virðist því augljóst að kerfið geti skort fjármagn! Ekki síst í millitímanum, áður en þ.e. fullfjármagnað.
- Mér skilst að meðan kerfið er enn starfandi á ábyrgð hvers ríkis fyrir sig, áður en árin 10 eru liðin, og stórt babb kemur á bátinn - þá séu valkostir eftirfarandi ef meira fé þarf:
- Ríkissjóður aðildarríkis megi lána eða afhenda eigin slitasjóð fé, ef umráðafé sjóðsins klárast. Líklega valkostur einna helst í boði fyrir fjársterkari aðildarríkin.
- Næsti kostur sé að land í vanda, með þurrausinn sjóð, óski eftir láni frá slitasjóði annars aðildarlands. Ekki fylgir sögunni hvaða skilyrði geta verið. Líklega samningsatriði milli lands A og lands B, ef til kemur. Eða tæknilega milli stjórnenda sjóðanna.
- Eða að aðildarland með þurrausinn slitasjóð, óskar eftir neyðarláni til björgunarsjóðs evrusvæðis. Gæti verið lán á svipuðu formi og Spánn fékk fyrir rúmu ári þ.e. um 30ma..
Höfum í huga hverju ekki hefur verið lofað!
Engu fjárframlagi aðildarríkjanna sjálfra. Þetta er sennilega lykilatriðið. Angela Merkel eina ferðina enn hefur staðið vörð fyrir hagsmuni þýskra skattgreiðenda. Og tekist að sleppa við að verja viðbótar skattfé - til að byggja upp enn einn sjóðinn.
Þjóðverjar hafa óttast, að lenda í því að borga fyrir óráðsíu annarra. Og fimlega eftir megni, virðast í hvert sinn - gefa eftir eins lítið og þeir geta komist upp með.
Þeir sannarlega gáfu lítið eftir!
Eftirgjöfin virðist einungis samþykki á prinsippinu að það verði starfandi sameiginlegur slitasjóður í síðasta lagi 2025.
Engu fjárframlagi lofað - ekki einni einustu evru af þýsku skattfé. Og það á eftir að ganga frá flestum þáttum tengdum því akkúrat hvernig slíkur sjóður á að starfa.
Niðurstaða
Þó svo að Þjóðverjar hafi í reynd litlu lofað í þetta sinn. Þíðir það ekki endilega að sjóðurinn verði akkúrat eins og samkomulagið lítur út í dag árið 2025. En þangað til getur margt gerst. Maður getur fastlega gert ráð fyrir því að Ítalía - Frakkland og Spánn. Muni áfram beita Þýskaland þýstingi um frekari eftirgjöf. Það má því vel vera að sjóðurinn fyrir rest verði stærri. Og að aðildarríkin muni stækka hann með fjárframlögum skattborgara!
Á sama tíma muni Þýskaland fyrirséð halda áfram stefnu sinni, að gefa eins lítið eftir í hvert sinn og stjv. Þýskalands framast komast upp með.
Svo verður einnig að koma í ljós hvort að kerfi byggt upp með smáskrefa aðferðinni, komi til með að duga í þeim hremmingum er geta verið framundan á milli dagsins í dag og jan. 2025!
Kv.
18.12.2013 | 00:08
Pútin deilir og drottnar, meðan að smám saman fjarar undan Rússaveldi!
Seinni hlutinn er hinn eiginlegi sannleikur. Rússland er í hnignun - Pútin hefur alls ekki tekist að stöðva það ferli, þó sterkviljaður og að mörgu leiti snjall. Þá er hann sjálfur hluti af vandanum, og sú elíta sem hann hefur búið til af fyrrum KGB mönnum.
En upp á síðkastið hefur gengið tiltölulega vel!
Fyrir tveim árum hratt Pútín af stað áætlun um nokkurs konar tollabandalag undir stjórn Rússlands, þ.s. flest þau lönd er áður tilheyrðu Sovétríkjunum er ætlað að tilheyra. Undanfarnar vikur hafa deilur um Úkraínu vakið athygli. En Úkraína stóð frammi fyrir "auka-aðildarsamningi" að ESB.
Það sem maður verður að skilja um ráðandi öfl meðal Rússa og sérstaklega Pútín, er að þar hugsa menn enn í "yfirráðasvæðum" alveg eins og í "kalda stríðinu."
Þetta er einnig "zero sum" hugsun, þ.e. þinn gróði er mitt tap, minn gróði þitt.
Það var með öðrum orðum engin leið fyrir Pútín að samþykkja, að stórfelld dýpkun samskipta Úkraínu og ESB, annað sem sem form af ógn við "hagmuni" Rússlands.
Eftir því sem best verður séð - - þá bera viðbrögð Pútín öll merki slíkrar hugsunar.
Der Spiegel - How Putin Outfoxed the West
- Mynd Der Spiegel - sýnir vel hvað Pútín og aðrir rússneskir stórveldissinnar, eru líklegir að álíta - stöðuga sókn vesturveldanna inn á yfirráðasvæði Rússlands!
- Pútín hefur örugglega litið á samning Úkraínu við ESB, sem tilraun til að færa "yfirráðssvæði" vesturveldanna, alla leið að landamærum við Rússlands.
- OK, sannarlega eru Eystrasaltlöndin meðlimir í NATO og ESB, en Úkraína er miklu mun - - bitastæðara land. Fyrir utan að landamæri þess, liggja beint að "hjarta" Rússlands - þeim svæðum í Rússlandi sem eru hvað þéttbýlust, þ.s. landgæði eru hvað mest o.s.frv.
- Þ.s. kallað er á ensku "The Russian Heartland."
Svo að Pútín leggur allt í sölurnar til að hindra að Úkraína samþykki samkomulag, sem hefði líklega skapað mikla dýpkun samskipta Úkraínu og ESB.
--------------------------------------
- "In the summer, the Russians blocked duty-free exports of pipes from Ukraine, as well as shipments by Ukrainian candy maker Roschen, claiming deficient quality of the goods."
- "In October, not long before the Vilnius summit, Russia suddenly introduced new regulations for the transit of goods, causing long backups of trucks waiting at the Russian-Ukrainian border."
- "Then it suspended imports of meat and railroad cars from Ukraine."
- "Finally, the Russian state-owned energy company Gazprom demanded payment of a 1.3 billion ($1.8 billion) debt for gas that it had delivered at some point in the past."
- "President Putin dispatched his economic adviser Sergei Glazyev, a man with extremely nationalistic views, to Ukraine. He painted a disastrous scenario for the Ukrainians if they signed the agreement with the EU."
--------------------------------------
- Pútin sem sagt, setur af stað - - röð viðskiptahindrana sem skaða efnahag Úkraínu.
- Hann herðir þumalskrúfurnar stig af stigi.
- Síðan sendir hann einn helsta ráðgjafa sinn, til að hóta stjórnvöldum öllu illu.
- Lagt til samans, líklega stefndi Úkraína í þjóðargjaldrot! Hvorki meira né minna.
ESB má líklega kenna um að hafa verið svifasein, en forseti Úkraínu - - leitaði eftir efnahagsaðstoð.
Þetta var túlkað af vestrænum fréttaskýrendum, sem svo að Yanukovych væri að notfæra sér ástandið, til að kreista fjármagn út úr ESB.
En ég held þvert á móti, að svo alvarlegar hafi hótanir Rússa verið fyrir Úkraínu og úkraínska ríkið, að án þess að fá snögga fjárinnspýtingu frá Evrópu, hafi Úkraína ekki átt neinn valkost annan en að - hætta við samkomulagið við ESB.
Það hafi verið mistök þjóða Evrópusambandsins, að skilja ekki að án slíkrar snöggrar aðstoðar svo að efnahagsáfallið af refsiaðgerðum Pútíns væri þannig mildað, mundi líklega undirritun samkomulags við ESB og staðfesting - - líklega ekki forða því að aðgerðir Pútíns ýttu úkraínska ríkinu í þrot.
Vestrænir fjölmiðlar virðast gjarnan álíta, að spillt mafía tengd Yanukovych hafi ákveðið að "plotta" með Pútín gegn hagsmunum eigin þjóðar - - en þó svo að full ástæða sé að ætla Yanukovych spilltan.
Þá held ég að flestir sem halda að Yanukovych hafi tekið þessa ákvörðun, til að þjóna skammtímahagsmunum eigin "krónía" eingöngu, líklega átti sig ekki á því hve hættulegar efnahagslegar refsiaðgerðir Pútíns voru fyrir úkraínskan efnahag.
- Endurtek, Yanukovych átti líklega ekki annan raunhæfan valkost, eftir að ESB skaut niður beiðni hans um fjárstuðning - - svo úkraínska ríkið gæti haldist á floti þrátt fyrir aðferðir Pútíns.
Málið er að Rússland þarf á Evrópu að halda!
Og því má einnig snúa við, segja - að Evrópa þurfi Rússland!
En það mun þurfa algerlega nýja kynslóð ráðamanna í Kreml. Sú núverandi er enn föst í hugsunarhætti Kalda Stríðsins. Og ekkert mun fá því breitt.
Eins og kemur fram í grein Der Spiegel, beitti Pútín þumalskrúfum á flr. lönd, þ.e. einnig á Moldavíu. Þar tókst aðgerðin ekki og Moldavía hefur ákveðið að framtíð sín sé með V-Evrópu.
Sem þannig séð er ekki furðulegt, enda um sömu þjóð að ræða og býr í Rúmeníu. Sjálfsagt, vill það fólk aftur tengjast sinni gömlu þjóð - þó ekki endilega í ríkjasambandi. En náið viðskiptasamband og efnahags, er sjálfsagt nægilega nærri.
Armenía fékk einnig að kenna á þumalskrúfum, þar hafði Pútín erindi sem erfiði.
Kákasus svæðið er mikilvægt svæði í augum Rússa, en fjalllendið þar býr til mjög verjanleg landamæri þar í Suðri fyrir rússneska herinn.
Þó Pútín hafi þannig tekist að verja - þannig mun hann sjá það - Úkraínu og Armeníu.
Þá er sannleikur mála að hann er hröðum skrefum að missa "Mið Asíulýðveldin."
Þar gætir hratt vaxandi áhrif Kína! Og við Kína til lengri tíma litið, sé ég ekki að Rússland geti mögulega keppt. Það sé fullljóst að Mið Asíulýðveldin muni fara af yfirráðasvæði Rússa.
Þegar eru Kínverjar orðnir langsamlega mikilvægustu fjárfestarnir á því svæði, fjárfesta mikið fé í samgöngum - í olíu og gasvinnslu - í lagningu nýrra gas- og oliuleiðsla.
Það verða líklega ekki mjög mörg ár í það að megnið af olíunni og gasinu þar streymi til Kína.
--------------------------------------
Vandamál Rússlands er að við það missa þá Rússar miklar tekjur, en þeir hafa verið að græða mjög mikið á því að "arðræna" Mið Asíulýðveldin þ.e. kaupa af þeim olíu og gas á undirverði, og flytja í gegnum eigin olíu- og gasleiðslur, koma á markaði, selja á miklu mun hærra verði.
Á meðan spara þeir eigin gas og olíulyndir svo þeir eigi meir af þeim síðar.
Það kemur líka af því, að mun ódýrar er að vinna olíu og gas í Mið Asíu. En rússneskar lindir eru flestar í ísköldu freðmýrinni í N-Síberíu.
Þeir græða meir á að svindla á Mið Asíu lýðveldunum, en að ná upp eigin oliu og gasi, og selja á mörkuðum.
- Skv. nýlegum hagtölum, hefur hagvöxtur í Rússlandi fjarað út!
- Ekki lengur í kringum 6%, heldur 1,5% skv. áætlun fyrir þetta ár.
- Líklegur framtíðar vöxtur ekki betri.
- Að auki séu útgjöld stjórnvalda slík, að olíuverð þurfi að haldast í 100 dollurum svo að rússneska ríkið lendi ekki í hallarekstri.
Skv. þessu, um leið og Rússar glata Mið Asíu olíunni og gasinu, mun Rússland lenda í djúpri efnahagskreppu.
Þetta virðist mér algerlega óumflýjanlegt!
Við skulum ekki gleyma því að Rússar eru ein af mikilvægustu þjóðum Evrópu!
Það í öllum skilningi, þeir hafa verið mikilvægir gerendur í Evrópusögunni um aldir. Þegar en ekki ef Rússland glatar áhrifum í Mið Asíu.
- Þá mun Rússland verða miklu mun háðara Evrópu en áður!
- Rússland þarf að uppfæra!
- Breyta - bæta og endurnýja.
Mig grunar að sú efnahagskreppa sem mun koma í Rússlandi, verði einnig tækifæri til breytinga.
Líklega endanlega leiði hún til þess að núverandi stjórnendur tapi tiltrú, og á endanum völdum.
Þá muni tækifærið til breytinga blasa við - - því má ekki gleyma að Rússar hafa um aldir verið ein af mikilvægustu menningarþjóðum Evrópu.
Þeir hafa sögulega séð átt mjög færa vísindamenn!
Ég sé það ákaflega vel sem möguleika, að Rússland geti átt eftir að rísa upp í kjölfar slíkrar endurnýjunar!
Líklega lýðræðislegra þjóðfélag!
Ég sé ekki Rússland sem meðlim að NATO, né sem meðlim að ESB - - nokkru sinni.
- En í þessari framtíð, ættu Rússar að sjá Evrópu sem andstæðing.
- Heldur sem hugsanlegan bandamann.
Það er einmitt málið, að Evrópa og Rússland eru mög rökréttir bandamenn!
Ef og þegar Rússland hefur tekið þeim breytingum sem ég er að tala um.
- Með alvöru nútímavæðingu, gæti rússneskt þjóðfélag farið í mjög öfluga endurreisn.
Rússland í kjölfarið gæti orðið - - þungamiðja Evrópu.
Rússar eru eftir allt saman áfram, langsamlega fjölmennasta þjóðin í Evrópu.
Með efnahaglegri uppsveiflu og nánum viðskiptaböndum, yrði Rússland mjög digur viðbót við evrópskan markað.
Að auki, hafa Rússar alltaf haft sterka áherslu á hernaðarmátt.
Þannig að Rússland yrði óhjákvæmilega þá megin herveldi Evrópu, hugsanlega það sterkt ef maður setur það í samhengi við alvöru efnahags uppbyggingu, að Evrópa mundi alveg örugglega óhjákvæmilega viðhalda nánum samskiptum við Bandaríkin. Til að verða ekki of háð Rússum.
Eftir að hafa misst Mið Asíulýðveldin, þá mundu Rússar líklega þó fókusa á Kína sem - ógn.
Óttast að glata eigin landsvæðum yfir á kínv. áhrif í Austri.
Þeirra samskipti við Bandaríkin, yrðu þá líklega ekki lengur "adversarial" heldur öllu vinsamlegri en það.
Það má jafnvel vera, að Rússland - Evrópa og Bandaríkin; yrðu nokkurs konar þríeiki.
Niðurstaða
Ég á ekki von á því að núverandi "adversarial" stefna Rússlands endist í mörg ár til viðbótar. Það sé þegar hratt að fjara undan áhrifum Rússa í A-svæðinu. Ég á ekki von á því að Rússland geti komið hagvexti af stað að nýju undir núverandi stjórnendum.
En "Siloviki" sem elítan hans Pútíns er kölluð, sé í fáu minna spillt en fyrri elítur Rússa. Óskapleg spilling og óstjórn, standi landinu fyrir þrifum. Rússland sé einfaldlega komið að endimörkum þess sem unnt sé að ná fram undir núverandi stjórnarfari.
Rússland verði nokkurn veginn í efnahagslegri stöðnun næstu misserin, á þeim endimörkum mögulegs hagvaxtar - sem aðstæður núverandi stjórnarfars leiða fram.
Þær breytingar sem þarf að gera, séu ekki mögulegar í því stjórnarfari.
Að einhverju leiti minnir þetta mann á Brasilíu undir stjórn herforingjanna er sátu á 8. áratugnum fram á þann 9. Á fyrri hluta stjórnartíðar þeirra var hraður vöxtur í Brasilíu - síðan nam hann staðar, eins og landið hefði náð að vegg.
Þannig sé ástand Rússlands. Veggurinn sé núverandi stjórnarfar, og sú gríðarlega lamandi óskilvirkni sem spillingu þess fylgi.
Þessu verði ekki breytt nema í kreppu - - en kreppan sem Brasilía lenti í á sínum tíma. Hafi orðið herforingjastjórninni að falli, en eins og með Pútín var hún bærilega vinsæl um tíma meðan vel gekk í efnahagsmálum. Líklega mun það sama gerast, að eftir því sem efnahags stöðnun ágerist í Rússlandi mun draga úr vinsældum Pútín stjórnarinnar. Og þegar kreppan loks hefst, mun það stjórnarfar hrynja.
Þó það sé langt í frá öruggt - - þá a.m.k. mun þá Rússland fá nýtt tækifæri til að verða lýðræðisríki fyrir alvöru, eins og Brasilía fékk og eftir það hefur lýðræði þar fest rætur sem í dag líklega eru djúpar.
Því sama á ég von á eins og hefur átt við Brasilíu, að undir lýðræðislegri stjórn - muni nútímavæðing loks komast á legg í Rússlandi fyrir alvöru.
En Rússland er þrátt fyrir allt land mikilla tækifæra sem enn eru til staðar, ef þau eru bara nýtt.
Ég á því von á því að endurreisn Rússland þegar og ef þetta gerist, geti orðið virkilega sjón að sjá!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2013 | 23:36
Evrusvæði virðist ekki ætla að enda árið með nýjum efnahagssamdrætti!
Þetta sýna glænýjar tölur MARKIT sem reglulega birtir svokallaða, pöntunarstjóravísitölu. Hún er áhugaverð vegna þess að hún mælir ris og hnig innan atvinnulífsins sjálfs. Þ.e. aukning eða minnkun pantana, gefur vísbendingar um aukningu eða minnkun umsvifa í atvinnulífinu. Og því vísbendingu um stöðu hagkerfisins.
MARKIT hefur birt bráðabirgðatölur fyrir desember!
Meira en 50 er aukning - minna en 50 er minnkun!
- Eurozone PMI Composite Output Index (1) at 52.1 ( 51.7 in November ). Three - month high.
- Eurozone Services PMI Activity Index (2) at 51.0 ( 51.2 in November ). Four - month low.
- Eurozone Manufacturing PMI (3) at 52.7 ( 51.6 in November ). 31 - month high .
- Eurozone Manufacturing PMI Outpu t Index (4) at 54.8 ( 53.1 i n November ). 31 - month high .
Samanlögð pöntunarstjóravísitala þjónustugreina og iðnaðar á evrusvæði, sýnir viðsnúning nú til meiri aukningar eftir að mánuðina 2 á undan hafði virst að afturkippur væri kominn og hagkerfið farið að hægja á sér.
Þetta er ekkert stór sveifla þ.e. 0,4% en þó sýnir að "afturkippur" hefur numið staðar hið minnsta, sem bendir til - - áframhalds á "löturhægum" hagvexti heilt yfir. Líklega nærri 0,2% segir hagfræðingur MARKIT.
Þ.e. samt áhugavert, að afturkippurinn í pöntunum til þjónustufyrirtækja sem var til staðar á evrusvæði og var að drífa öfugþróunina er gætti í heildartölunni mánuðina 2 á undan, hefur haldið áfram. Og heldur áfram 4. mánuðinn í röð.
Í staðinn kemur nokkuð kröftug sveifla innan iðngeirans á evrusvæði, þ.e. uppsveifla um 1,1%. Það verður að koma í ljós hvort sú tala er "fluke" þ.e. útlagi.
- Þetta virðist liggja fyrst og fremst í aukningu á útflutningspöntunum í desember.
Kannski á maður frekar að taka mark á tölum yfir neyslu, en þ.e. áhugavert hve slök aukningin í neyslu er, sem ekki virðist gefa vísbendingu um mikla bjartsýni neytenda.
Að aukning sé þar minni mánuð eftir mánuð samfellt nú í 4 mánuði.
----------------------------------
Spurning hvort að útflutningur geti virkilega haldið uppi öllu evruhagkerfinu - - tja, eins og Japan tókst að lafa í gegnum 10. áratuginn í gegnum sinn tínda áratug, í krafti öflugs útflutnings?
En eftirspurn innan Evrópu virðist ekki vera líklega að duga til slíks.
Frakkland vs. Þýskaland!
Frakkland er nú virkilega "silakeppurinn" í Evrópu: Markit Flash France PMI®
- France Composite Output Index (1) fall s to 47.0 ( 48.0 in Novem ber ), 7 - month low.
- France Services Activity Index (2) drops to 47.4 ( 48.0 in Novem ber ), 6 - month low.
- France Manufacturing Output Index ( 3 ) slips to 45.3 ( 48.0 in Novem ber ), 7 - month low.
- France Manufacturing PMI ( 4 ) falls to 47. 1 ( 48.4 in Novem ber), 7 - month low.
3% fall í samanlögðu vísitölunni, þ.e. langsamlega versta útkoman nú sem mælist í samanburðarrannsókn MARKIT í þetta sinn, þar með talið í sbr. v. Grikkland.
2,6% fall í pöntunum til þjónustugreina.
4,8% fall í pöntunum til iðngreina.
Þetta er hrein vísbending um efnahagssamdrátt. Sá mældist á 3. ársfjórðungi í Frakklandi. Flest bendi til að aftur mælist samdráttur lokamánuði ársins. Þannig að opinberlega verði Frakkland aftur í samdrætti.
Þetta er áhugavert í ljósi fullyrðinga efnahagsráðherra Frakklands í liðinni viku, að viðsnúningur væri víst hafinn í Frakklandi.
Meðan að Þýskaland leiðir: Markit Flash Germany PMI®
- Germany Composite Outp ut Index (1) at 55.2 ( 55.4 in Novem ber ) , 2 - month low.
- Germany Services Activity Index (2) at 54. 0 ( 55.7 in Novem ber ), 2 - month low.
- Germany Manufacturing PMI (3) at 54.2 ( 52.7 in Novem ber ), 30 - month high.
- Germany Manufacturing Output Index ( 4) at 57.5 (54.9 in Novem ber ), 31 - month high
Kröftug aukning í samtvinnuðu vísitölunni þ.e. 5,2%. Samt tveggja mánaða lægð.
4% aukning í pöntunum til þjónustufyrirtækja vísbending um aukningu í neyslu, samt tveggja mánaða lægð.
4,2% aukning í pöntunum til iðnfyrirtækja.
Skýr vísbending um öruggan ef ekki leifturhraðan hagvöxt í Þýskalandi.
Niðurstaða
Heilt yfir líta tölur MARKIT betur út fyrir Evrópu alla, kemur fram í greiningu MARKIT. En ég verð að taka undir varnagla sérfræðinga MARKIT. Að staða Frakkland sé "hættumerki." En Frakkland er eitt af löndunum sem ekki má "bila."
Frakkland virðist statt í annarri hagsveiflu en hin ríkin þessa stundina, þ.e. niður - - meðan að hin eru frekar en hitt að fara upp. Jafnvel Grikkland þó það sé enn í samdrætti virðast tölu sína að hagkerfið þar sé núna loks að nálgast botn. Samdráttur geti verið við það að nema staðar.
Það þarf að muna að Frakkland á virkilega risabanka, þeir 6 stærstu eru kringum 3-þjóðarframleiðslur Frakklands að umfangi samanlagt.
Frakkland hefur ekki efni á að lenda í raunverulegri kreppu - - óttabylgja í fjármálakerfinu þar, gæti sett meir eða minna allt fjármálakerfi Evrópu á hliðina.
Skuldir Frakkland eru ekki litlar, eða nærri 90% af þjóðarframleiðslu - - gætu mjög fljótt náð 100% ef efnahagssamdráttur festir rætur.
Eftir það gæti neikvæði spírallinn orðið hraður. Honum þarf að snúa því við - sem fyrst!
- Kannski er það Frakkland - sem maður á að horfa á!
Kv.
15.12.2013 | 20:26
Ekki sammála Eiríki Bergmann að Ísland hefði komið betur úr hruninu sem meðlimur að ESB!
Fyrst, að lýsing Eiríks Bergmann á atburðarás þeirri sem leiddi til Icesave deilunnar er almennt séð ágæt, og áhugaverð aflestrar. Það eru einungis ályktanir sem hann dregur sem ég fetti fingur út í.
Sjá grein Eiríks Bergmann: The Iceave Dispute!
Ég er algerlega sammála honum í því að "árás Breta og Hollendinga" á Ísland, hann kallar þetta árás sjálfur, hafi verið mjög óvenjuleg í milliríkjadeilum milli "vinaþjóða."
Tala ekki um þjóðir sem voru meðlimir í Nato, OECD o.flr. alþjóða stofnunum.
Þ.e. einnig mjög gott að hann nefnir að ekki var flugufótur fyrir ásökunum Brown, að fé væri að streyma ólöglega til Íslands úr Singer&Friedlander bankanum, sem var af Brown notað sem hluti af ástæðu fyrir meintri þörf fyrir því að frysta allar ísl. eignir í Bretlandi, sem um leið þíddi að síðasti bankinn uppistandandi - Kaupþing Banki eigandi Singer&Friedlander var þar með einnig fallinn.
Í kjölfarið lenti Ísland á lista Fjármálaráðuneytis Bretlands yfir ríki sem studdu hryðjuverk og hryðjuverkasamtök; og dagana - mánuðina þaðan í frá, skullu á allsherjar vandræði í milliríkjaviðskiptum fyrir Ísland.
En Ísland glataði öllu "kredit" - jafnt ríkið sem ísl. einkaaðilar.
Hryðjuverkalögin alveg örugglega, sköpuðu umtalsvert viðbótar efnahagstjón - - en þegar ákvörðunin var tekin, var KB banki að leitast eftir að selja alla starfsemina sína í Bretlandi til Deutche Bank, sem hefði átt að vel vera mögulegt.
Einungis Bretland beitti slíkum ofsa, KB banki var þá sömu daga enn í viðskiptum við Seðlabanka Svíþjóðar sem dæmi, Holland frysti ekki eignir ísl. fyrirtækja - né ríkisins.
Ég efa að nokkur viti almennilega hvað Gordon Brown gekk til!
Hefði verið betra að vera meðlimir að ESB?
Það er mat Eiríks að Íslandi hefði farnast betur sem meðlimur að ESB, sem ég hef við að athuga. En þ.e. sannarlega rétt athugað hjá honum, að Bretum tókst að loka afskaplega hressilega á Ísland - á utanríkisviðskipti Íslands.
Það þarf ekki að deila um, að Ísland hefði sannarlega haft allt annan aðgang að stofnunum ESB sem meðlimur!
Á hinn bóginn, þó það sé rétt að Ísland hefði haft e-h áhrif innan þeirra stofnana; þá þarf að muna að árif Breta hefðu verið mun meiri.
Það er rétt að Norðurlönd, tóku þá afstöðu - - að styðja ekki Ísland, þegar árás Breta á Ísland var í gangi.
Meðan að Bretar töfðu afgreiðslu á AGS láni til Íslands, með stuðningi Hollendinga.
Þ.s. þau gerðu, var - - að hvetja Ísland til að "semja við Breta" þ.e. láta eftir kröfum þeirra.
- Það þarf líka að hafa í huga, hverslags aðstoð stofnana ESB hefði verið í boði.
Sannarlega er það rétt, að Ísland hefði haft meiri rétt til aðgangs að Seðlabanka Evrópu - - ef það hefði verið meðlimur að evrunni.
Hugsanlega, hefði því Seðlabanki Evrópu veitt lausafjárlán til ísl. banka, ívið lengur. Á hinn bóginn, hefði það ekki komið í veg fyrir hrun KB banka - - er Bretar frystu eignir KB banka í Bretlandi. Né hefði það komið í veg fyrir hrun Landsbanka og Glitnis, þegar þá banka þraut - - nothæf veð.
Ég sé ekki af hverju, Bretar hefðu ekki fryst eignir KB banka, ef Ísland hefði verið meðlimur að ESB?
- Síðan veitir Seðlabanki Evrópu ekki lausafjárlán án takmarkana, þegar Ísland lenti í vandræðum voru enn í gildi fremur stífar reglur sem kváðu um að bankar yrðu að vera "solvent" þ.e. með jákvætt eigið fé, og að auki krafðist hann fremur góðra trygginga.
- Síða meir í evrukrísunni tónaði "ECB" töluvert niður kröfuna um gæði trygginga, en er Ísland var í vandræðum hafði "ECB" ekki gert slíkt, og ég stórfellt efa að hann hefði gert slíkt fyrir dvergríkið Ísland. En á þeim tíma, var enn rúmt ár í að evrukrísan hefðist.
- Sama á við, að hann lokar í raun og veru á land, t.d. er hann lokaði á Kýpur - en ég á við er hann skilgreindi ríkisbréf Kýpur ekki lengur nothæfa pappíra. Þegar Ísland var í vanda, hafði "ECB" ekki enn slakað á þeim reglum sem hann síðar hefur gert að nokkru leiti, það þarf ekki að efa að "ECB" hefði lokað á Ísland, um leið og sérfræðingar "ECB" töldu sjálfir ekki lengur ríkisbréf Íslands örugga pappíra.
En um leið og bankarnir voru hrundir, ég stórfellt efa að Bretar hefðu ekki krafið Ísland um svokallaðar "Icesave greiðslur" ef það hefði verið meðlimur; þá stóð Ísland frammi fyrir mjög erfiðum fjármögnunar vanda.
Nær allt lausafé Seðlabanka Íslands var uppurið!
Tæknilega gat "ECB" afhent evrur sannarlega, en um leið og "ECB" hefði lokað á ísl. ríkisbréf, þá hefði um leið lokast á þá fjármögnunarleið ísl. ríkisins.
Ísl. ríkið hefði því líklega staðið frammi fyrir algerlega sömu fjárþurrðinni, sem ísl.stjv. stóðu frammi fyrir veturinn 2008-2009, þ.e. í gjaldeyri.
Lánstraust Íslands hefði einnig hrunið sem meðlimur að ESB - - og landið ekki haft aðgang að lánum á markaði, á verði sem var viðráðanlegt.
- Ísland, hefði orðið að leita að neyðarláni!
- Hvort sem það var innan ESB, eða utan.
- AGS eða aðildarþjóðir ESB.
Hefðu mál verið með öðrum hætti innan ESB?
Það hefði áfram gilt, að fyrir Norðurlönd - - hefði verið mun mikilvægara að viðhalda góðum samskiptum við Breta og Hollendinga.
- En augljóst hafa Bretar miklu flr. atkvæði innan stofnana ESB.
- Það þíðir, að áhrif Breta í atkvæðagreiðslum innan stofnana sambandsins eru miklu meiri.
- Sem þíðir, að hótun Breta um andstöðu við mikilvæg mál t.d. Svíþjóðar eða Danmerkur eða Finnlands. Hefði töluvert að segja.
- Fyrir utan, að ef Svíþjóð eða Danmörk eða Finnland; vilja koma máli áfram - - vigtar stuðningur Breta, miklu meira.
- Ég var að skoða atkvæðaregluna innan ESB, og fæ ekki betur séð en að með teknu tilliti til fólksfj. hafi Bretar meira atkvæðavægi en Svíþjóð + Finnland + Danmörk.
Hver sú aðildarþjóð sem hefði beitt sér fyrir hönd Íslands, hefði tekið þá áhættu - - að Bretar beittu sér innan sambandsins gegn áhugamálum þeirrar þjóðar í atkvæðagreiðslum um þau mál innan stofnana ESB.
Þó það sé sannarlega tæknilega mögulegt að búa til nægilega sterkt bandalag á móti, þá væri það verulegt vesen - - fyrir utan að þá þyrfti sú þjóð að nota upp sennilega sitt "pólitíska" kapítal þ.e. þau loforð/greiða sem hún á inni gagnvart þriðju ríkjum, og getur þá ekki nota það síðar meir.
Þ.s. ég er að segja, að er að stuðningur við Ísland hefði ekki verið þess virði!
Ísland hefði með engum hætti getað bætt þeim þjóðum upp þau vandræði eða missi á slíkum inneignum.
Þess vegna tel ég eðlilegt að ætla að engin aðildarþjóð hefði komið Íslandi til varnar.
Hvernig hefði þá staða Íslands verið innan stofnana ESB?
Það er sannarlega rétt að meðlimaþjóðir sem í evrukreppunni hafa lent í vanda t.d. Írland, hafa fengið aðstoð meðlimaþjóða ESB.
En enginn þeirra þjóða - - leitaði aðstoðar.
Á sama tíma, og hún átti í alvarlegri milliríkjadeilu við öfluga meðlimaþjóð.
- Ég er algerlega viss um, að þetta hefði skipt miklu máli.
En það skiptir einnig máli fyrir stofnanir ESB að viðhalda góðum samskiptum við meðlimaþjóðirnar, en einnig stofnanirnar vilja koma sínum málum í gegn.
Þ.e. gjarnan misjafnt hvaða þjóðir styðja einstök mál sem stofnanirnar vilja ná fram, því skiptir máli fyrir þær stofnanir - - að skapa sér ekki "illvilja" einstakra þjóða.
Sérstaklega ekki einnar af stóru þjóðunum.
- Ég vil því meina að sama ályktun eigi einnig við um stofnanir sambandsins.
Vegna þess að Ísland er dvergríki - - þess hrun skapaði enga hættu fyrir peningakerfi ESB, hefði ekki skapast þau rök, að hjálpa Íslandi eins og t.d. í tilviki Grikklands, að hrun Íslands væri kerfisleg ógn.
Ef við bætum við þann vanda sem milliríkjadeilan skapaði, þá held ég að Ísland hefði mætt mikilli stífni.
Túlkun Framkvæmdastjórnarinnar var á sínum tíma, að ísl.ríkið væri skuldbundið að tryggja greiðslu lágmarksupphæðarinnar, sem ísl. ríkið í miðju hruninu taldi ekki óhætt.
Það sé yfirgnæfandi líklegt að túlkun hennar með Ísl. sem meðlimaríki hefði verið sú hin sama, þ.s. þrýstingur Breta og Hollendinga, hefði líklega meira en dugað til að tryggja þá útkomu áfram. Mótáhrif Ísl. innan þeirrar stofnunar hefðu verið það lítil að engu máli hefði skipt.
Svo má ekki gleyma fiskveiðistefnu ESB!
Eins og allir ættu að vita, þíðir aðild að fiskimið meðlimaþjóðar tilheyra öllum meðlimaþjóðum jafnt.
Hin formlega regla, á móti kemur að til staðar er regla um "veiðireynslu" - og líklega er nægilega langur tími liðinn til þess að einungis ísl. fiskiskip hafi hér slíka veiðireynslu.
Aðild þíðir því ekki endilega sjálfvirkt að erlend fiskiskip streymi hingað - - en punkturinn sem ég er að horfa á er annar!
- Nefnilega það, að ákvörðun um afla hér við land er þá óhjákvæmilega tekin í Ráðherraráði ESB, þegar þ.e. skipað landbúnaðarráðherrum flestra aðildarríkja.
Það er sú hefð í gangi, að fylgja vilja þess aðildarríkis sem á "veiðirétt" um ákvörðun afla.
Hingað til er sú "hefð" órofin, aldrei verið brotin.
- En það þíðir ekki að, ekki sé mögulegt að rjúfa þá reglu eða brjóta.
- Þ.e. einmitt punkturinn stóri - - fyrst að Bretar og Hollendingar voru til í að hóta Íslandi gjaldroti, en er þær þjóðir töfðu afgreiðslu á neyðarláni til Íslands frá AGS fólst í því ekki smærri hótun, en um ríkisþrot.
- Þá sé engin leið að útiloka, að Bretar og Hollendingar hefði hótað að beita sér þegar ákvörðun um afla væri tekin á Íslandsmiðum.
Með miklu meira atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins, ef Bretar hefðu beitt sér með slíkum hætti er erfitt að sjá hvað í ósköpunum við hefðum getað gert okkur til varnar.
Þarna er til staðar mjög öflug viðbótar hótun sem a.m.k. er tæknilega mögulegt fyrir Breta og Hollendinga að hafa beitt okkur.
Munum auk þess, að þegar Bretar beittu Ísland frystingu eigna, frystu þeir ekki bara eignir ísl. bankanna í Bretlandi, heldur einnig eignir Seðlabanka Íslands og ísl.ríkisins í Bretlandi.
Höfum grófleika aðgerðarinnar gagnvart Íslandi í huga - þegar við íhugum hvort það sé virkilega óhugsandi, að Bretar hefðu beitt fyrir vagn sinn þeirri hótun að skipta sér af ákvörðun um afla á Íslandsmiðum!
Niðurstaða
Ég þakka Eiríki Bergmann fyrir góða yfirferð yfir helstu þætti Icesave deilunnar. Ég er á hinn bóginn ósammála honum eins og ég rökstyð að staða Íslands sem meðlimur að ESB hefði verið styrkari. Þvert á móti grunar mig, að innan sambandsins hefðu Bretar og Hollendingar átt ennþá auðveldar með að beita Ísland þrýstingi af því tagi, sem Ísland hefði ekki getað vikið sér undan. Staða landsins hefði með öðrum orðum verið veikari.
Þ.e. sannarlega rétt hjá honum, að það lagakerfi er ESB hefur búið til. Hafi á endanum komið Íslandi til bjargar.
Á hinn bóginn, hafi Icesave deilan sýnt fram á að staða Íslands akkúrat eins og hún er, þ.e. meðlimur að EES og því reglukerfi ESB um innra markaðinn, en ekki meðlimur að "sameinuðu sjávarútvegsstefnunni" eða landbúnaðarstefnu þess - - sé í reynd styrkari.
En ef Ísland væri fullur meðlimur.
Ég bendi einnig á hvernig deilan um makríl hefur þróast, ef Ísl. væri meðlimur hefði sú deila ekki staðið lengi - - þ.e. verið afgreidd í einni atkvæðagreiðslu þ.s. Ísl. hefði alltaf fæst atkvæði.
Með því að vera utan sambandsins, hafi Ísl. möguleika á að standa uppi í hárinu á stærri meðlimaþjóðunum, geti hugsanlega þó það sé ekki öruggt enn knúið fram hagstæðara samkomulag fyrir Ísland. Það eru þegar líkur á að slíkt standi til.
Innan sambandsins væri Ísland alltaf í þeirri klemmu, að mál væru afgreidd með vegnum meirihluta!
Þeim málum þ.s. til staðar er neitunarvald, fer sífellt fækkandi.
Veltum fyrir okkur, t.d. er neitunarvald innan NATO! Er líklegt að Ísl.geti raunverulega beitt því? Svari hver sem vill. Öflugar þjóðir geta beitt svo miklum þrýstingi. Sama á um innan ESB.
Beiting Frakklands á neitun er eitt, beiting Íslands er allt - allt annað!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.12.2013 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2013 | 16:07
Írland ætlar að yfirgefa björgunarprógramm nk. sunnudag!
Financial Times er með mjög áhugaverða umfjöllun um Írland. Og þ.s. er merkilegt við þá umfjöllun, er hve margt er líkt með Írlandi og Íslandi. Til dæmis er þar eins og hér, verulegur brottflutningur hæfileikafólks - eins og hér, vandræði að halda í lækna og hjúkrunarfólk sem er fullmenntað.
Ireland poised to exit EU bailout
Irish exodus casts shadow on recovery from financial crisis
Eins og sjá má á mynd, eru hugmyndir ríkisstjórnar Írlands um framtíðar hagvöxt, lygilega líkar hugmyndum t.d. Seðlabanka Íslands, um framtíðar hagvöxt Íslands!
Til samanburðar má sjá mynd sem tekin er af síðu "Central Statistics Office" þ.e. Hagstofu Írlands.
Eins og sjá má á þeirri mynd, gefur Írland bæði upp tölur fyrir "Gross National Product" og "Gross Domestic Product."
Það er áhugavert hvað þær tölur geta verið afskaplega misvísandi.
Samt á heildina virðist til staðar löturhægur hagvöxtur á Írlandi.
Það má segja að sama sagan sé um Írland og Ísland, að ekki liggur fyrir augljós skýring um það - af hverju framtíðar vöxtur á að vera meiri.
Nema helst að það liggi í bjartsýni um stöðu nágranna landa í framtíðinni beggja vegna Atlantshafsins.
Um þá bjartsýni, ef þ.e. ástæða fyrir bjartsýni um aukinn framtíðar hagvöxt, get ég einungis sagt - - það kemur í ljós.
Mér hefur a.m.k. ekki virst neitt augljóslega benda til umtalsverðs hagvaxtar í Evr. á næstu árum, kannski getur hún lötrað upp í svo hátt að nálgast 1% heildar hagvöxt, ef allt gengur sem best verður á kosið.
Bandaríkin hafa fram að þessu ekki sýnt nein augljós einkenni, að ætla að fara hærra í hagvexti en kannski rúm 2%.
Írland hefur þó það forskot, sem liggur í óvenju lágri skattheimtu til atvinnulífs eða 12%.
Kannski leiðir það til þess að hagvöxtur þar verði hærri en í Evrópu að meðaltali.
Svo kannski rætist þessi spá! Ég ætla ekki að halda því fram að svo geti ekki verið.
Takið eftir myndinni að neðan er sýnir - nettó brottflutning fólks frá Írlandi!
----------------------------------------------------------------------------------------------
"Emigration has reached record levels, with 75,800 people between 15-44 leaving last year."
"Ireland once experienced the highest net immigration in Europe (per 1000 population). Now, it is experiencing greater levels of net emigration than any other European country."
"Almost half of Irish doctors are working abroad the highest rate in the OECD group of countries that aims to promote sustainable growth forcing authorities to recruit hundreds of foreign medical staff to plug gaps. Doctors historically have left Ireland for a year or two to work abroad but now many are setting up home abroad and are not returning, says Dr John Donnellan of the Irish Medical Organisation, which represents doctor in the country."
"Unemployment remains stubbornly high. 6,000 people received letters from a Government department encouraging them to search for jobs abroad."
"Unemployment levels are worst among Ireland's young cohort; one in four under 25 are unemployed."
"Unemployment benefits for the under-25s have been halved, while dole for older people and state pensions remain largely untouched."
"The Consistent poverty rate has spiked since the crisis began in 2008. Children have suffered more than most, with the percentage of under 17-year-olds living in consistent poverty rising from 7.4 per cent before the crisis to 9.3 per cent in 2011."
"Much of Ireland's private debt relates to the housing crisis. Nearly 100,000 households are more than 90 days in arrears with their mortgage payments."
"Dublin has introdcuced 28bn in tax hikes since 2008 in an effort to close its fiscal deficit."
----------------------------------------------------------------------------------------------
Mælt atvinnuleysi er farið úr 15,1% í 12,8%. Og það augljósa blasir við að kenna "brottflutningi" um.
Spurning hvort að ísl. stjv. fara að leita í smiðju Írlands, en eins og fram kemur - þá hefur alvarlegur skortur á læknum og hjúkrunarfólki leitt til þess, að írsk stjv. hafa auglýst þau störf á evr. efnahagssvæðinu gervöllu, og samþykkt í fj. tilvika að ráða fólk frá fátækari hl. Evrópu.
Það verður þá eins og í verslunum á Íslandi, þ.s. hátt hlutfall afgreiðslufólks er af erlendu bergi brotið og kann litla íslensku oft á tíðum, að læknar og hjúkrunarfólk verði einnig aðfluttir útlendingar?
Svo er áhugaverð sú stefna, að minnka um helming atvinnuleysisbætur til þeirra sem eru yngri en 25 ára, hugmyndin virðist að ýta þeim aldurshóp aftur inn í nám, en þetta getur einnig verið öflug hvatning fyrir þann hóp - að flytjast af landi brott. En sá hópur á einmitt líklega auðveldast með einmitt það.
Það er einnig áhugavert, að írsk. stjv. sendu nýlega 6000 bréf til einstaklinga er líklega höfðu verið atvinnulausir lengi, þ.s. þeim var kurteislega bent á að sækja sér vinnu utan landsteina
- It made me feel like I was being pushed out of my own country, says Mr Douglas, 26, from Bray, near Dublin." - "One jobseeker was sent details of a job as a bus driver in Malta, which paid just 250 (£209) a week but came with a Mediterranean climate."
Það er áhugaverð stefna að hvetja fólk beinlínis til að flytja úr landi!
- Rétt að nefna, að skuldir írska ríkisins eru enn í vexti.
- írska ríkið þrátt fyrir mikinn niðurskurð og skattahækkanir, er enn rekið með halla!
Það er viðsnúningur hagkerfisins yfir í hagvöxt - - að fjárfestingar eru aftur hafnar í landinu sem skapar þá bjartsýni sem þó er til staðar.
Menn með öðrum orðum eru að veðja á það að Írlandi takist að komast upp úr þeim skafli, en hagvöxtur er nánast eina vonin um að það takist.
Niðurstaða
Það er ávallt áhugavert að gera sbr. á Írlandi og Íslandi, bæði löndin eru eilönd. Írland er þó nær Evrópu en Ísland. Írland er einnig töluvert fjölmennara þó írar teljist vera smáþjóð.
Þ.s. gerir samanburðinn samt sérdeilis áhugaverðan er áhugi hluta Íslendinga á því að Ísland gangi inn í ESB og taki upp evru. Írland hefur báða hina meintu kosti fram yfir okkur þ.e. aðild og evru.
Hvað sem má segja um Írland, þá a.m.k. virðist því ekki ganga með neinum augljósum hætti betur - nema auðvitað um það atriði að á Írlandi eru ekki höft, en í fjölda annarra atriða eru aðstæður ótrúlega svipaðar. Í nokkrum atriðum er ástand Írlands bersýnilega lakara.
Írland er einnig eins og við með alvarlegan skuldavanda ríkisins sem og hallarekstur. Þar er einnig alvarlegur skuldavandi meðal húsnæðiseigenda. Brottflutningur eins og hér, er alvarlegt vandamál - - alveg eins og hér, er blóðtakan meðal þeirra er hafa sérfræðimenntun hvað alvarlegust.
Það er aftur farið að gæta áhuga fjárfesta á Írlandi - - þ.e. kannski eitt atriði sem Írland hefur sem við ættum raunverulega íhuga að taka upp, þ.e. hinir lágu írsku fyrirtækjaskattar, þ.e. 12%.
En það má vel færa rök fyrir því, að hið lága skattaumhverfi sé að auka áhuga fjárfesta á Írlandi.
En Írland er bersýnilega engin paradís - - þó það sé meðlimur að ESB og hafi evru.
Ég bendi á mjög áhugaverða samanburðargreiningu EUROSTAT á fátækt í Evrópu!
- En Ísland kemur mun betur úr þeirri mælingu en Írland.
Önnur rannsókn EUROSTAT á fátækt barna í Evrópu!
- Þar kemur Ísland einnig mun betur út en Írland. Áhugavert að niðurstöður EUROSTAT mæla miklu meiri fátækt barna, en tölur írskra stjv. nefndar í textanum að ofan!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 113
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 866550
Annað
- Innlit í dag: 105
- Innlit sl. viku: 128
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar