Ekki sammála Eiríki Bergmann að Ísland hefði komið betur úr hruninu sem meðlimur að ESB!

Fyrst, að lýsing Eiríks Bergmann á atburðarás þeirri sem leiddi til Icesave deilunnar er almennt séð ágæt, og áhugaverð aflestrar. Það eru einungis ályktanir sem hann dregur sem ég fetti fingur út í.

Sjá grein Eiríks Bergmann: The Iceave Dispute!

Ég er algerlega sammála honum í því að "árás Breta og Hollendinga" á Ísland, hann kallar þetta árás sjálfur, hafi verið mjög óvenjuleg í milliríkjadeilum milli "vinaþjóða."

Tala ekki um þjóðir sem voru meðlimir í Nato, OECD o.flr. alþjóða stofnunum.

Þ.e. einnig mjög gott að hann nefnir að ekki var flugufótur fyrir ásökunum Brown, að fé væri að streyma ólöglega til Íslands úr Singer&Friedlander bankanum, sem var af Brown notað sem hluti af ástæðu fyrir meintri þörf fyrir því að frysta allar ísl. eignir í Bretlandi, sem um leið þíddi að síðasti bankinn uppistandandi - Kaupþing Banki eigandi Singer&Friedlander var þar með einnig fallinn.

Í kjölfarið lenti Ísland á lista Fjármálaráðuneytis Bretlands yfir ríki sem studdu hryðjuverk og hryðjuverkasamtök; og dagana - mánuðina þaðan í frá, skullu á allsherjar vandræði í milliríkjaviðskiptum fyrir Ísland.

En Ísland glataði öllu "kredit" - jafnt ríkið sem ísl. einkaaðilar.

Hryðjuverkalögin alveg örugglega, sköpuðu umtalsvert viðbótar efnahagstjón - - en þegar ákvörðunin var tekin, var KB banki að leitast eftir að selja alla starfsemina sína í Bretlandi til Deutche Bank, sem hefði átt að vel vera mögulegt.

Einungis Bretland beitti slíkum ofsa, KB banki var þá sömu daga enn í viðskiptum við Seðlabanka Svíþjóðar sem dæmi, Holland frysti ekki eignir ísl. fyrirtækja - né ríkisins.

Ég efa að nokkur viti almennilega hvað Gordon Brown gekk til!

 

Hefði verið betra að vera meðlimir að ESB?

Það er mat Eiríks að Íslandi hefði farnast betur sem meðlimur að ESB, sem ég hef við að athuga. En þ.e. sannarlega rétt athugað hjá honum, að Bretum tókst að loka afskaplega hressilega á Ísland - á utanríkisviðskipti Íslands.

Það þarf ekki að deila um, að Ísland hefði sannarlega haft allt annan aðgang að stofnunum ESB sem meðlimur!

Á hinn bóginn, þó það sé rétt að Ísland hefði haft e-h áhrif innan þeirra stofnana; þá þarf að muna að árif Breta hefðu verið mun meiri.

Það er rétt að Norðurlönd, tóku þá afstöðu - - að styðja ekki Ísland, þegar árás Breta á Ísland var í gangi. 

Meðan að Bretar töfðu afgreiðslu á AGS láni til Íslands, með stuðningi Hollendinga.

Þ.s. þau gerðu, var - - að hvetja Ísland til að "semja við Breta" þ.e. láta eftir kröfum þeirra.

  • Það þarf líka að hafa í huga, hverslags aðstoð stofnana ESB hefði verið í boði.

Sannarlega er það rétt, að Ísland hefði haft meiri rétt til aðgangs að Seðlabanka Evrópu - - ef það hefði verið meðlimur að evrunni.

Hugsanlega, hefði því Seðlabanki Evrópu veitt lausafjárlán til ísl. banka, ívið lengur. Á hinn bóginn, hefði það ekki komið í veg fyrir hrun KB banka - - er Bretar frystu eignir KB banka í Bretlandi. Né hefði það komið í veg fyrir hrun Landsbanka og Glitnis, þegar þá banka þraut - - nothæf veð.

Ég sé ekki af hverju, Bretar hefðu ekki fryst eignir KB banka, ef Ísland hefði verið meðlimur að ESB?

  1. Síðan veitir Seðlabanki Evrópu ekki lausafjárlán án takmarkana, þegar Ísland lenti í vandræðum voru enn í gildi fremur stífar reglur sem kváðu um að bankar yrðu að vera "solvent" þ.e. með jákvætt eigið fé, og að auki krafðist hann fremur góðra trygginga.
  2. Síða meir í evrukrísunni tónaði "ECB" töluvert niður kröfuna um gæði trygginga, en er Ísland var í vandræðum hafði "ECB" ekki gert slíkt, og ég stórfellt efa að hann hefði gert slíkt fyrir dvergríkið Ísland. En á þeim tíma, var enn rúmt ár í að evrukrísan hefðist. 
  3. Sama á við, að hann lokar í raun og veru á land, t.d. er hann lokaði á Kýpur - en ég á við er hann skilgreindi ríkisbréf Kýpur ekki lengur nothæfa pappíra. Þegar Ísland var í vanda, hafði "ECB" ekki enn slakað á þeim reglum sem hann síðar hefur gert að nokkru leiti, það þarf ekki að efa að "ECB" hefði lokað á Ísland, um leið og sérfræðingar "ECB" töldu sjálfir ekki lengur ríkisbréf Íslands örugga pappíra.
Ég sé ekkert sem bendir til þess að hvaða gjaldmiðill var hér starfandi hafi haft nokkuð með það að gera, að Ísland gat ekki fjármagnað sig - - í kjölfar hruns bankanna.

En um leið og bankarnir voru hrundir, ég stórfellt efa að Bretar hefðu ekki krafið Ísland um svokallaðar "Icesave greiðslur" ef það hefði verið meðlimur; þá stóð Ísland frammi fyrir mjög erfiðum fjármögnunar vanda.

Nær allt lausafé Seðlabanka Íslands var uppurið!

Tæknilega gat "ECB" afhent evrur sannarlega, en um leið og "ECB" hefði lokað á ísl. ríkisbréf, þá hefði um leið lokast á þá fjármögnunarleið ísl. ríkisins.

Ísl. ríkið hefði því líklega staðið frammi fyrir algerlega sömu fjárþurrðinni, sem ísl.stjv. stóðu frammi fyrir veturinn 2008-2009, þ.e. í gjaldeyri.

Lánstraust Íslands hefði einnig hrunið sem meðlimur að ESB - - og landið ekki haft aðgang að lánum á markaði, á verði sem var viðráðanlegt.

  1. Ísland, hefði orðið að leita að neyðarláni!
  2. Hvort sem það var innan ESB, eða utan. 
  • AGS eða aðildarþjóðir ESB.

 

Hefðu mál verið með öðrum hætti innan ESB?

Það hefði áfram gilt, að fyrir Norðurlönd - - hefði verið mun mikilvægara að viðhalda góðum samskiptum við Breta og Hollendinga.

  1. En augljóst hafa Bretar miklu flr. atkvæði innan stofnana ESB.
  2. Það þíðir, að áhrif Breta í atkvæðagreiðslum innan stofnana sambandsins eru miklu meiri.
  3. Sem þíðir, að hótun Breta um andstöðu við mikilvæg mál t.d. Svíþjóðar eða Danmerkur eða Finnlands. Hefði töluvert að segja.
  4. Fyrir utan, að ef Svíþjóð eða Danmörk eða Finnland; vilja koma máli áfram - - vigtar stuðningur Breta, miklu meira.
  • Ég var að skoða atkvæðaregluna innan ESB, og fæ ekki betur séð en að með teknu tilliti til fólksfj. hafi Bretar meira atkvæðavægi en Svíþjóð + Finnland + Danmörk.

Hver sú aðildarþjóð sem hefði beitt sér fyrir hönd Íslands, hefði tekið þá áhættu - - að Bretar beittu sér innan sambandsins gegn áhugamálum þeirrar þjóðar í atkvæðagreiðslum um þau mál innan stofnana ESB.

Þó það sé sannarlega tæknilega mögulegt að búa til nægilega sterkt bandalag á móti, þá væri það verulegt vesen - - fyrir utan að þá þyrfti sú þjóð að nota upp sennilega sitt "pólitíska" kapítal þ.e. þau loforð/greiða sem hún á inni gagnvart þriðju ríkjum, og getur þá ekki nota það síðar meir.

Þ.s. ég er að segja, að er að stuðningur við Ísland hefði ekki verið þess virði!

Ísland hefði með engum hætti getað bætt þeim þjóðum upp þau vandræði eða missi á slíkum inneignum.

Þess vegna tel ég eðlilegt að ætla að engin aðildarþjóð hefði komið Íslandi til varnar.


Hvernig hefði þá staða Íslands verið innan stofnana ESB?

Það er sannarlega rétt að meðlimaþjóðir sem í evrukreppunni hafa lent í vanda t.d. Írland, hafa fengið aðstoð meðlimaþjóða ESB.

En enginn þeirra þjóða - - leitaði aðstoðar.

Á sama tíma, og hún átti í alvarlegri milliríkjadeilu við öfluga meðlimaþjóð.

  • Ég er algerlega viss um, að þetta hefði skipt miklu máli.

En það skiptir einnig máli fyrir stofnanir ESB að viðhalda góðum samskiptum við meðlimaþjóðirnar, en einnig stofnanirnar vilja koma sínum málum í gegn.

Þ.e. gjarnan misjafnt hvaða þjóðir styðja einstök mál sem stofnanirnar vilja ná fram, því skiptir máli fyrir þær stofnanir - - að skapa sér ekki "illvilja" einstakra þjóða.

Sérstaklega ekki einnar af stóru þjóðunum.

  • Ég vil því meina að sama ályktun eigi einnig við um stofnanir sambandsins.

Vegna þess að Ísland er dvergríki - - þess hrun skapaði enga hættu fyrir peningakerfi ESB, hefði ekki skapast þau rök, að hjálpa Íslandi eins og t.d. í tilviki Grikklands, að hrun Íslands væri kerfisleg ógn.

Ef við bætum við þann vanda sem milliríkjadeilan skapaði, þá held ég að Ísland hefði mætt mikilli stífni.

Túlkun Framkvæmdastjórnarinnar var á sínum tíma, að ísl.ríkið væri skuldbundið að tryggja greiðslu lágmarksupphæðarinnar, sem ísl. ríkið í miðju hruninu taldi ekki óhætt.

Það sé yfirgnæfandi líklegt að túlkun hennar með Ísl. sem meðlimaríki hefði verið sú hin sama, þ.s. þrýstingur Breta og Hollendinga, hefði líklega meira en dugað til að tryggja þá útkomu áfram. Mótáhrif Ísl. innan þeirrar stofnunar hefðu verið það lítil að engu máli hefði skipt.

 

Svo má ekki gleyma fiskveiðistefnu ESB!

Eins og allir ættu að vita, þíðir aðild að fiskimið meðlimaþjóðar tilheyra öllum meðlimaþjóðum jafnt.

Hin formlega regla, á móti kemur að til staðar er regla um "veiðireynslu" - og líklega er nægilega langur tími liðinn til þess að einungis ísl. fiskiskip hafi hér slíka veiðireynslu.

Aðild þíðir því ekki endilega sjálfvirkt að erlend fiskiskip streymi hingað - - en punkturinn sem ég er að horfa á er annar!

  • Nefnilega það, að ákvörðun um afla hér við land er þá óhjákvæmilega tekin í Ráðherraráði ESB, þegar þ.e. skipað landbúnaðarráðherrum flestra aðildarríkja.

Það er sú hefð í gangi, að fylgja vilja þess aðildarríkis sem á "veiðirétt" um ákvörðun afla.

Hingað til er sú "hefð" órofin, aldrei verið brotin.

  • En það þíðir ekki að, ekki sé mögulegt að rjúfa þá reglu eða brjóta.
  1. Þ.e. einmitt punkturinn stóri - - fyrst að Bretar og Hollendingar voru til í að hóta Íslandi gjaldroti, en er þær þjóðir töfðu afgreiðslu á neyðarláni til Íslands frá AGS fólst í því ekki smærri hótun, en um ríkisþrot. 
  2. Þá sé engin leið að útiloka, að Bretar og Hollendingar hefði hótað að beita sér þegar ákvörðun um afla væri tekin á Íslandsmiðum.

Með miklu meira atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins, ef Bretar hefðu beitt sér með slíkum hætti er erfitt að sjá hvað í ósköpunum við hefðum getað gert okkur til varnar.

Þarna er til staðar mjög öflug viðbótar hótun sem a.m.k. er tæknilega mögulegt fyrir Breta og Hollendinga að hafa beitt okkur.

Munum auk þess, að þegar Bretar beittu Ísland frystingu eigna, frystu þeir ekki bara eignir ísl. bankanna í Bretlandi, heldur einnig eignir Seðlabanka Íslands og ísl.ríkisins í Bretlandi.

Höfum grófleika aðgerðarinnar gagnvart Íslandi í huga - þegar við íhugum hvort það sé virkilega óhugsandi, að Bretar hefðu beitt fyrir vagn sinn þeirri hótun að skipta sér af ákvörðun um afla á Íslandsmiðum!

 

Niðurstaða

Ég þakka Eiríki Bergmann fyrir góða yfirferð yfir helstu þætti Icesave deilunnar. Ég er á hinn bóginn ósammála honum eins og ég rökstyð að staða Íslands sem meðlimur að ESB hefði verið styrkari. Þvert á móti grunar mig, að innan sambandsins hefðu Bretar og Hollendingar átt ennþá auðveldar með að beita Ísland þrýstingi af því tagi, sem Ísland hefði ekki getað vikið sér undan. Staða landsins hefði með öðrum orðum verið veikari.

Þ.e. sannarlega rétt hjá honum, að það lagakerfi er ESB hefur búið til. Hafi á endanum komið Íslandi til bjargar.

Á hinn bóginn, hafi Icesave deilan sýnt fram á að staða Íslands akkúrat eins og hún er, þ.e. meðlimur að EES og því reglukerfi ESB um innra markaðinn, en ekki meðlimur að "sameinuðu sjávarútvegsstefnunni" eða landbúnaðarstefnu þess - - sé í reynd styrkari.

En ef Ísland væri fullur meðlimur.

Ég bendi einnig á hvernig deilan um makríl hefur þróast, ef Ísl. væri meðlimur hefði sú deila ekki staðið lengi - - þ.e. verið afgreidd í einni atkvæðagreiðslu þ.s. Ísl. hefði alltaf fæst atkvæði.

Með því að vera utan sambandsins, hafi Ísl. möguleika á að standa uppi í hárinu á stærri meðlimaþjóðunum, geti hugsanlega þó það sé ekki öruggt enn knúið fram hagstæðara samkomulag fyrir Ísland. Það eru þegar líkur á að slíkt standi til.

Innan sambandsins væri Ísland alltaf í þeirri klemmu, að mál væru afgreidd með vegnum meirihluta!

Þeim málum þ.s. til staðar er neitunarvald, fer sífellt fækkandi. 

Veltum fyrir okkur, t.d. er neitunarvald innan NATO! Er líklegt að Ísl.geti raunverulega beitt því? Svari hver sem vill. Öflugar þjóðir geta beitt svo miklum þrýstingi. Sama á um innan ESB.

Beiting Frakklands á neitun er eitt, beiting Íslands er allt - allt annað!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öll ríki bera ábyrgð á sínum kenntölum gagnvart öðrum Ríkjum, þetta er innfalið í orðinu Ríki. EU er með skilgreinda lögsögu í tilteknum sameiginlegum efnis og orku grunni inn á ESS.  Meðlima Ríki er með ábyrgð á sínum kenntölum. Tilskipun 94 , gerir ráð fyrir að heim-regluverk Meðlima ríkja séu í bókhaldslegu  og því laglegu fjármálashengi eins í grunnforsendum.     Íslendingar geta ætlast til að útlendingar skilji að til sé eitthvað annað bókhaldslaga regluverk.    Sum aðildar ríki EES , mun hafa reynt að svindla út reiðufé  til fjármagna heima afleiðumarkaði.   Svindl í Ríkja  [elíta] í vöruviðskiptum er hefðbundið vandmál síðustu ára þúsundir. Endar oft með blóðugum stríðum.   Ríki sem svindla heimagengið meta það hærra en það er og skrá raunvirði vitlaust.   5 flokks olívur er skráðar sem 1 flokkur.    

Júlíus Björnsson, 16.12.2013 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 488
  • Frá upphafi: 847143

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband