Bloggfærslur mánaðarins, október 2020

Meir en 80 milljón þegar kosið í Bandaríkjunum, líklega mesta bylgja af greiddum atkvæðum fyrir kjördag í sögu Bandaríkjanna!

Skv. spurningum fjölmiðla, virðast kjósendur er hópast til að greiða atkvæði fyrir kjördag - óttast órólegan kjördag 3. nóv. nk., að auki að atkvæði þeirra verði ekki virt.
Útbreiddur ótti um - vote suppression - gæti verið lykil-hvatning.
Að sjálfsögðu er hræðsla við kófið einnig sterkur meðfylgjandi þáttur:
9 questions about 2020’s record-breaking early vote.

Eins og sést, sum fylki að nálgast 80% eða þegar yfir 80%

Þetta eru nokkur fylki sem - hvorki eru örugg Repúblikana- né Demókratamegin.
--Sveiflu-fylki, eins og þau eru gjarnan kölluð.

We’re seeing a very energized, interested electorate, and we’re seeing a public, I think, that is responding to a message that you need to cast that ballot early this year, -- Paul Gronke, a professor of political science at Reed College...

Prófessorinn bendir á, að fólk meti það - ákveðna lágmörkun áhættu, að kjósa snemma.

People are responding — thankfully, not by not casting a ballot, but by casting an early ballot, -- Gronke added...

Hættur sem fólk hefur í huga, ekki síst -- kófið.
En 3ja kófbylgja er nú að ganga í gegnum Bandaríkin.

Sterkar líkur fólk muni greiða atkvæði gegnum póst meira mæli en áður!

 About two-thirds of early votes have been through mail-in ballots

Demókratar virðast í meirihluta þeirra - er hafa ákveðið að kjósa snemma!

Democrats are more likely to have voted early

Eins og sést hafa samt fjölmargir Repúblikana-kjósendur þegar greitt atkvæði.

According to the US Elections Project, in the 20 states that report party registration, Democrats have turned out early to vote at nearly twice the rate of Republicans.

Heilt yfir, virðist þó Demókratar 2-falt líklegri að kjósa snemma þetta ár.
Það er einnig hægt að mæta á kjörstað, en þeir virðast hafa opnað í Bandar. um sl. helgi.

Over 16 million people voted already who didn’t vote in 2016, -- Those are the people who have the ability to change the composition of the electorate relative to 2016.

Töluverður hópur kjósenda er ekki kusu 2016 -- mæti nú til að kjósa. Einungis 1/3 yngri en 30 ára, m.ö.o. ástæðan ekki ungur aldur hjá flestum þeirra - að þeir kusu ekki síðast.
--Ekki vitað hvað þeir völdu að kjósa.

In Texas, for example, more than 750,000 voters aged 18 to 29 voted early in this election, as of last week, compared to just a little more than 100,000 who voted early in 2016.

Það séu vísbendingar í þeim hópi er hafa kosið snemma þetta ár -- vísbendingar þess, að yngri kjósendur hugsanlega mæti mun betur þetta ár, en 2016.
--Hvað sem það akkúrat þíðir.

Election workers examine mail-in ballots for irregularities at the Los Angeles County Registrar Recorders’ mail-in ballot processing center in Pomona, California.

Varðandi póstsend atkvæði er áhætta einna helst, ógild atkvæði!

In 2016, slightly less than 1 percent of the 33.4 million mail-in ballots submitted were rejected. But the number of people voting by mail this year is much higher — more than 51 million people have turned in mail ballots in 2020 — and that likely includes many voters who’ve never cast ballots by mail before.

Öfugt því Trump heldur fram, sé helsti vandinn -- mistök kjósenda, er t.d. setja atkvæðið sitt ekki í - sérstakt umslag, eins og á að gera - eða gleyma að skrifa undir meðfylgjandi blað, a.m.k. í einu fylki á að vera vitni við undirskrift.

  1. Ég á afar erfitt með að ímynda mér - að útbreitt svindl sé yfir höfuð mögulegt.
  2. OK - hvernig gengur fólki að falsa undirskrift sem það hefur aldrei séð?
  3. Kjörseðlarnir hafa -bar code- eru unnir þannig að það á að vera erfitt að falsa þá.
  4. Alltaf er hægt nálgast viðkomandi er sendi atkvæði gegnum póst - þ.s. alltaf er vitað hver kaus, þó ekki sé vitað hvað sá kaus; og undirskrift viðkomandi er til staðar.
    --Gangi fólki vel að falsa þúsundir undirskrifta sem viðkomandi hefur ekki séð.
  5. Fullyrt er að fullt af atkvæðaseðlum hafi fundist í rusla-tunnum.
    --En alvöru, hvaða máli skiptir það?
    --Það þarf alltaf að vera undirskrift - aftur hvernig ætla menn að falsa fullt af undirskriftum, er þeir hafa aldrei séð áður?

--Eins og bent var á, helsti vandinn - mistök kjósenda! Atkvæði dæmd ógild.
En eins og bent er á, voru einungis 1% póstsendra atkvæða ógild 2016.

Best að túlka gríðarlegan fjölda snemm atkvæða varlega!

Það þarf ekki endilega sanna að kjörsókn verði gríðarleg þetta ár!

I do caution people, we shouldn’t read the tea leaves about early voting too much. Because, of course, you could see many people showing up early, and then the other people don’t show up later — and then we don’t have higher turnout.

Fólk geti einfaldlega hafa ákveðið - að greiða atkvæði snemma.

Á hinn bóginn, mundi maður halda að fylki sem hafa um eða yfir 80% er þegar hafa greitt samanborið við 2016 -- eigi líklega eftir að hafa meiri kjörsókn i ár en 2016.

  • Þó Demókratar virðast greiða frekar atkvæði snemma - er líklegt að Repúblikanar á móti mæti vel þann 3. nóv. nk.

 

Niðurstaða

Út frá skiptingu snemm atkvæða - að Demókratar virðast frekar hafa kosið snemma. Er í sjálfu sér engin örugg sönnun þess, að Trump sé að stara fram á öruggt tap.
Hinn bóginn, þurfa þá Repúblikanar að mæta virkilega vel þann 3ja. nk.
Ef þeir ætla að vega upp það forskot sem snemm mætandi Demókratar virðast byggja upp.

Um daginn, var haft eftir Trump: 

Donald J. Trump@realDonaldTrump Oct 28
Covid, Covid, Covid is the unified chant of the Fake News Lamestream Media. They will talk about nothing else until November 4th., when the Election will be (hopefully!) over...

Spurning hvernig maður á að túlka þau Twít-viðbrögð.
Ein möguleg túlkun er auðvitað að - þetta bendi til taugaveiklunar.
Því hann viti að það sé ekki gott fyrir hann persónulega að umræðan haldi sig stöðugt við kófið.

  • En sl. 2 daga hafa skoðana-kannanir í nokkrum fylkjum þ.s. Trump vann 2016, sínt minnkandi fylgi við Trump -- virðist það fara saman við það; að 3ja bylgja kófsins er í hraðri sókn í þeim sömu fylkjum.

Það getur því vel verið, hröð útbreiðsla kófsins undanfarið, sé að grafa undan möguleikum Trumps. Það getur vel dugað til að leiða fram - pyrruð skrif frá Trump.

--------------
Fyrirfram-greidd atkvæði í Texas kvá nú komin yfir 100% sbr. við greidd atkv. 2016: Early votes in Texas surpass total ballots cast in 2016. Fyrirfram-greidd atkvæði komin í 9 millj. sem er meir en 8,97 er greidd voru samanlagt í Texas 2016

 

Kv.


Demókratar eru farnir að kaupa skotvopn, áhugaverð umfjöllun -- tónlystarmessías í Bandaríkjunum með vaxandi vinsælar tónlystarsamkomur er mótmæla opinberum aðgerðum gagnvart kófinu

Fyrst staðan í Bandaríkjunum: United States Coronavirus Cases: 8,835,191 Deaths: 230,104.
Ef Bandaríkin væru Ísland, ef maður flytur íslenskar tölur yfir á íbúatölu Bandaríkjanna.
Væru tölurnar ca: 4.000.000 smitaðar og ca.: 10.000 látnir.
--Stóri árangur Íslands eru lágar dánartölur.

Hvers vegna Bandaríkin hafa svo miklu fleiri látna hlutfallslega, er sennilega vegna innbyggðra kerfislægra galla innan Bandaríkjanna -- ekki síst það að tugir milljóna Bandaríkjamanna eru utan heilbrigðis-kerfisins að flestu leiti, því þeir hafa ekki - heilbrigðis-tryggingar.

  1. Heilbrigðis-tryggingar virka eins og bifreiða-tryggingar, þ.e. ef þú lentir nýlega í tjóni, verða tryggingar dýrari lengi á eftir.
  2. Þannig að kófið eðlilega veldur almenningi í Bandaríkjunum miklum áhyggjum.
    Þar eð, ef maður tekur einungis þá er hafa tryggingu, að tryggingarnar verða dýrari á eftir til líklega margra ára, hjá þeim fjölmörgu er munu þurfa að nota sína tryggingu til að fá þjónustu - vegna kóf-tengdra-veikinda.
  • Þeir sem eru utan trygginga, eru enn verr staddir - því þeir eru rukkaðir fyrir öllum kostnaði, er getur numið milljónum - ef viðkomandi varð alvarlega veikur.
    Þ.s. þeir sem ekki eru með tryggingar eru yfirleitt - fátækir, þá að sjálfsögðu lenda þeir í persónulegum skuldum er þeir geta aldrei svo langt er þeir lyfa, borgað.

--Þannig að fólk sem er svo statt, að vera utan trygginga - gæti einfaldlega leiðst til að velja að deygja heima fyrir, svo fjölskyldur þeirra lendi ekki í ómögulegri skuldasúpu.
--Þetta fólk, getur ekki almennt heldur nálgast almenna heilsu-þjónustu, þ.s. það þarf þá alltaf að borga fullt verð, er því yfirleitt lakara heilsu - líklegra til að deygja af völdum heilsutengs sem er auðlæknanlegt.

Hin djúpa ósanngyrni er byggð er í bandaríska kerfið, auðvitað birtist fólki nú.

  • Þess vegna er góð spurning, hver verða viðbrögð íbúa Bandaríkjanna orðum Trumps, í síðustu kappræðunni við Biden.
    Er hann lofaði að -- afleggja Obama-care, þar eð þau lög eru aldrei vinsælli en nú, einmitt er 3ja alda kófsins hefur sig hátt í Bandaríkjunum þessa dagana.
    --Mig grunar að þetta loforð Trumps, að loka Obama-care hljóti að skaða hann loka-dagana.
  • Þess fyrir utan er Trump með pólitíska útifundi nú, þ.s. fólk stendur þétt í 40-60 mínútur, Trump er einmitt að fara um mörg sömu fylkin og þessa dagana eru að tilkynna stærstu aukningar tölur kóf sýkinga til þessa, síðan kófið fór að herja á Bandaríkin.
    --Þannig að þeir fundir eru sannarlega tví-eggjaðir fyrir Trump.
    Því hann fær slatta af gagnrýni innan þeirra fylkja nú í sérhvert sinn, þ.s. þeim útifundum fylgja einnatt -- nýjar kóf-dreifingar.


Tónlystarmessíassinn eini og sanni!

Sean Feucht - og neðar aðdáendur syngja með: A Christian Rocker’s Covid Protest Movement.

Christian musician and activist Sean Feucht performs as people worship | Tamir Kalifa for Politico Magazine

Ásján aðdáenda minnir margt á tilbeiðslu - enda er boðskapur Feucht trúarlegur.

  1. Getur vart verið annað en þetta séu dreifingar-atburðir.
  2. Þó fullyrðir Feucht enginn hafi sýkst.

Sem eiginlega getur ekki verið rétt!

Sandy Marek wears a “Protected by Christ” face mask | Tamir Kalifa for Politico Magazine

Skv. mínu minni - lestur Biblíunnar, þá kenndi Jesús aldrei -- andstöðu við yfirvöld.
Einu sinni svaraði hann -- gjalda guði þ.s. guðs er, keisaranum þ.s. keisarans er!

En þessi hreyfing herra Feught er -- hrein og tær óhlýðnis-hreyfing við opinberar aðgerðir!

  1. Ef maður vill skýringu á því, af hverju Bandaríkjunum gengur herfilega illa að takmarka útbreiðslu kófsins -- þá má hugsanlega a.m.k. einhverju leiti rekja þær ástæður til.
  2. Trúar-hreyfinga sem slíkra, sem taka beina afstöðu gegn opinberum kóf-aðgerðum.

--Ekki heyrt að nokkur kirkja í Evrópu taki þess-lags afstöðu, að hvetja fylgismenn til að hundsa nálægðar-takmarkanir sem og takmarkanir við þéttum fjölmennum hópum.

 

Demókratar farnir að kaupa skotvopn!

Þetta virðast viðbrögð við hvatningu Trumps - til vopnaðra hægri-sinnaðra vigilanta hópa, sem hafa verið að skipta sér af - mótmælum, og einnig nýlega verið með hótanir um afskipti af fólki sem ætlar að fara til að kjósa.
--Óttinn við ótryggt ástand nærri kjörstöðum, og innan hverfa þ.s. kjörstaði er að finna.
Virðist baki ákvörðun margra, er virðast Demókrata-megin línunnar, til að kaupa skotvopn og réttindi til að bera þau innan-klæða:
They’re Afraid. They’re Buying Guns. But They’re Not Voting for Trump.

Þetta auðvitað krystallar hættuna í tengslum við kosningarnar.
Að ef vopnaður hægri-sinnaður hópur mæti, undir yfirskyni kosninga-eftirlits.
--Er líklegt að fjöldi þeirra sem eru að bíða í röð, dragi upp eigin skotvopn.

  • Hættan á skotbardögum er augljós.

AUSTIN, TX - OCTOBER 15, 2020 - Michael Cargill teaches a student how to aim and fire a handgun during the range qualification test portion of a Texas License to Carry a Handgun course at the Central Texas Gun Works range near Austin, Tex.

Michael Cargill -- er kennir meðferð skotvopna segist sjálfur ætla kjósa Biden.
En það hafi orðið snörp breyting á því hverjir mæta til kennslu, er áður voru þeir hægra megin séu flestir í seinni tíð eins og hann, þeir sem ætla að kjósa Biden.

Hann segist fylgja öllum varúðar-ráðstöfunum vegna kófsins!

Michael Cargill teaches a Texas License to Carry a Handgun course at Central Texas Gun Works in Austin, Tex., on Oct. 15, 2020. | Tamir Kalifa for Politico Magazine

  1. Það er einmitt þetta er veldur áhyggjum, hið sérstaka bandaríska ástand.
  2. Er gríðarlegur fjöldi meðal almennings á eigin skotvopn.

Það þíðir, vegna þess að margir nú upplyfa ástandið ótryggt, verða líklega mjög margir með skotvopnin á sér -- er getur boðið hættunni heim á afar varasömum útkomum nærri kjörstöðum innan Bandaríkjanna síðustu 10-dagana fram að 3ja. nóv. sem er almennur kjördagur og einnig þann kjördag -- heitar tilfinningar minnka ekki líkur á slæmum útkomum.

  • Kjördagur gæti átt eftir að reynast blóðugur - hversu getur enginn vitað.

 

Niðurstaða

Ég sé ekki að kristnir geti borið - Jesús fyrir sig, í mótmælum gagnvart almennum varnar-aðgerðum ætlað að lágmarka tjónið sem kófið veldur; hinn bóginn virðast tilteknir hægri sinnaðir trúar-hópar innan Bandaríkjanna, fylgja þeirri afstöðu að -- samkomu takmarkanir og hópastærðar takmarkanir, séu árás á þeirra rétt til trúar-iðkunar.
--Hinn bóginn sé ég ekki að þau rök standist, enda er trú alltaf persónuleg þess er hefur hana, það að geta ekki komið saman í hóp, hindri engan að stunda trú sína með fáeinum eða með fjölskyldu, eða einsamall -- hvergi stendur í nokkru riti að trúariðkanir verði að vera fjölmennar, eða tiltekið fjölmenni.

Síðan er kemur að vopnun Demókrata sjálfra, þá kemur þetta mér ekki á óvart -- Trump hefur verið að hvetja margvíslega hægri sinnaða vopnaða hópa.
Það rökrétt kallar á mótviðbrögð hópa sem eru honum andstæðir, að vopnast líka!
--Þannig - tit for tat - gengur í gegnum gervalla sögu mannkyns.

  • Þannig með óbeinum hætti, hefur Trump hvatt fólk til að vera vopnað líklega í stærri stíl en áður hefur tíðkast í tengslum við kosninga-hegðan.
    Að fjöldmennir hópar Repúblikana og Demókrata mæta til að kjósa.
    Báðir líklega með skotvopn undir klæðum.

Það hljómar eins og sprenging er einungis bíður eftir litlum neista.

 

Kv.


Yfirvofandi gjaldþrot Trumps staðfest? Trump campaign á einungis 63m.$ eftir við upphaf október, Trump 2016 varði hann 66m.$ af eigin fé, einungis 800þ.$ fram til þessa 2020!

Merkileg staðreynd, 2016 varði Trump 66millj.$ af eigin peningum -- 2020 800þús.$.
--Sama tíma, skv. fréttum á kosninga-sjóður Trumps einungis 63millj.$.
Í september, varði kosninga-sjóður Trumps 100m.$ í auglýsingar.
En við upphaf október, á kosningasjóðurinn sem sagt ekki meir en 63 millur.

  1. Við upphaf skv. frétt Bloomberg: Trump weighs putting up to $100 million of his cash into race. Var haft eftir Trump, hann íhugaði að verja 100 millum af eigin fé.
  2. En fram til þessa, hefur hann notað einungis 800þús.$.

Augljósi punkturinn er sá, að ef ástand fjármála Trumps er það sem hann hélt fram um daginn, í svokölluðu Town-Hall, að hann væri enn ofsalega ríkur.
--En við það tækifæri staðfesti hann, að NYT hefði rétt fyrir sér að hann skuldi 422millur.
En Trump fullyrti að það væri barasta titlinga-skítur samanborið við eignir hans.

  • Eins og ávalt með Trump, á maður ekki að hlusta á hans orð, heldur fylgjast með hans gerðum!
    --Hann hefur varið einungis 800þ. 2020.
    --2016 voru það 66 millur.

Hvar eru m.ö.o. allir þessi miklu peningar sem hann segist eiga?

Sjá umfjöllun mína um frétt NYT um fjármál TrumpsGæti Donald Trump orðið gjaldþrota innan nk. 4-ára? Svar við þeirri spurningu virðist - Já, kannski! Þessar upplýsingar komu fram sl. helgi í stórri opinberun er kynnt var í helstu fjölmiðlum heims!

En þ.e. afar freystandi að líta það staðfestingu á ályktun fréttarinnar.
Um slæma fjárhagslega stöðu Trumps!
--Að tveim vikum fyrir kjördag, með framboðið í peningakröggum, sé hann ekki að dæla milljónum af eigin fé í þá kosningabaráttu!
--Heldur fram til þessa, einungis tiltölulegum tittlingaskít 800þús. 

Til samanburðar er framboð Bidens með 177 milljón.$ við upphaf október!
--Nærri þrefalt þ.s. Trump framboð á eftir við upphaf október!

Trump’s cash woes mount as Biden laps him

How Joe Biden is spending his huge fundraising haul

Það sem gríðarlegt fjárhagslegt forskot kosningasjóðs Biden þíðir.
Að framboð hans getur varið fé til kosninga-auglýsinga!
--Meira að segja til fylkja, sem Demókrata-framboð vanalega verja ekki fé.

T.d. hafi framboð Bidens varið stórfé í kosningabaráttu í Texas.
Skv. könnunum í Texas -- hefur Trump 4% fylgisforskot á Biden þar.
--En Biden hafi unnið þar verulega á sl. 2-mánuði.

  • Framboð Bidens, sé farið að dreyma um að hala inn - Texas.

Fyrir 2-lokavikur kosningabaráttunnar: 

Biden is has reserved $63.8 million in TV ads across 20 states, while Trump has booked $31.9 million, and the deficit could get worse as the campaigns adjust their ad buys. 

--Skv. því mun Biden verja 2-falt meira fé síðustu 2. vikurnar.

 

Niðurstaða

Það getur eiginlega ekki verið annað en afar slæmar fréttir fyrir möguleika Trumps, að það halli svo mikið á framboð hans miðað við framboð Bidens - í fjárhagslegum skilningi.
Höfum í huga að enn er bilið milli Bidens og Trumps að meðaltali 8,6%.
--Framboð Bidens mun verja 2-svar sinnum því fé fram til kosninga, sem Trump framboð ætlar að verja.

Eins og ég bendi á efst, síðan frétt NYT fór í loftið um slæma fjárhagslega stöðu Trumps.
Hef ég velt því fyrir mér, hvort staðfesting þeirrar fréttar mundi koma fram!
--Í Town-Hall, staðfesti Trump að skulda vissulega 422 millur.

Spurning hvort það að Trump hafi einungis varið 2020 800þús.$ eigin fé.
Meðan 2016 hann varði 66 millj.$ af eigin fé.
--Staðfesti ályktun fréttar NYT á þann veg, að Trump sé sannarlega í fjárhagskröggum.

En ef einhverntíma Trump ætti að verja fé, þá er það núna - síðustu dagana til kosninga.
Að hann virðist ekki birtast með fulla vasa fjár, bendi einmitt sennilega til þess að allar ályktanir fréttar NYT um slæma stöðu Trump-veldisins séu sannar!

 

Kv.


Ný könnun Financial-Times sýnir almenning í Bandaríkjunum vaxandi mæli ósammála viðhorfum sem Trump heldur á lofti í sinni kosningabaráttu!

Financial-Times birti könnun sem er gerð í félagi við Peter G Peterson Foundation, sú könnun sýnir að þau viðhorf Trump heldur á lofti varðandi sennilega þróun efnahags Bandaríkjanna á næstunni, og margvíslegt annað - svo sem líklega þróun kófsins; og mat Bandaríkjamann á því hvort Trump sé betri vs. verri fyrir efnahagshorfur nk. árs njóta minnkandi álits.
--Það eru auðvitað slæmar fréttir fyrir Trump.
Að Bandaríkjamenn séu í minnkandi mæli, sammála Trump eða því Trump heldur fram!

  1. Hvort er Trump - að bæta efnahaginn, eða gera hann verri!
    46% telja nú hann hafi heilt yfir gert hann verri.
    44% að hann hafi heilt yfir gert hann betri.

    Þetta getur bent til þess, Trump sé að missa það forskot hann hafði, er fólst í því, að meirihluti Bandaríkjamanna - hefur trúað því að Trump sé sterkur fyrir efnahaginn.
    **Ef sú tiltrú er að snúast við, þá væntanlega hefur hann minna fylgi að sækja, út á yfirlýsingar -- kjósið mig, því ég er svo góður fyrir efnahaginn.
    En það er einmitt hvað hefur sjálfur talið sinn mesta styrk.

  2. Einungis 32% segjast hafa það betra fjárhagslega en áður en Trump varð forseti.
    Lægsta talan sem regluleg könnun FT og Peterson Foundation hefur mælt sl. 12 mánuði.
    36% segjast meta að staða sín sé svipuð eða sú sama og áður.

  3. Einungis 31% aðspurðra, var sammála því að hagkerfið mundi rétta við sig á innan við ári. Sem einnig er minnsti stuðningur við þá fullyrðingu síðan FT og Peterson hófu reglulegar mælingar fyrir 12 mánuðum.
    69% töldu að hagkerfið tæki a.m.k. ár eða lengur að rétta við sér.
    Bandaríkjamenn eru sem sagt að verða -- skeptískari á hraða uppsveiflu.
    **En Trump heldur enn áfram að lofa, mjög hröðum hagvexti á nk. ári.
    **Skv. því, trúa færri þeim loforðum Trumps.
    Þar af væntanlega á hann erfiðara en áður með að fá kjósendur inn á sitt band út á þau loforð.

  4. Athygli vekur, 26% töldu heilbrigðis-kostnað mestu ógnina við hagvöxt.
    Meðan að 28%, töldu alþjóða kreppu mestu ógnina.
    --Þetta lísir sennilega vaxandi áhyggjum almennings, um það að lenda í kostnaði vegna veikinda.

  5. 20% Bandaríkjamanna telja það muni hratt draga úr kófinu yfir nk. mánuð.
    Trump hefur ítrekað sl. daga sagt á kosninga-fundum, einnig í frétta-viðtölum.
    Að Bandaríkin séu við toppin á kófinu - það fari fljótt að draga úr því.
    **Þar fyrir utan, lofar hann trekk í trekk, að lyf séu rétt við hornið.
    **Það er því áhugavert, hversu skeptískir Bandaríkjamenn eru orðnir.
    Reynd er ég hissa - þ.s. Trump hefur enn 42% mælt fylgi heilt yfir í könnunum, þannig að ég bjóst við að ca. sami fj. mundi taka undir fullyrðingar Trumps um kófið.
    --En greinilega eru þá ca. helmingur líklegra kjósenda Trumps, sjálfir farnir að vera skeptískir um þróun þess.

  6. 65% telja að - social distancing - og aðrar takmarkanir ættu að standa yfir nk. 3 mánuði.
    Eru þar með ákveðið ósammála yfirlýsingum Trumps - að láta ekki kófið stjórna lífi sínu, og ákalli Trumps sl. 2-vikur að, opna hagkerfið sem snarlegast.
    **Þarna eru viðhorf Trump greinilega komin -- á skjön við vilja meirihluta almennings.


  7. 61% svarenda sögðust: Annaðhvort ætla að mæta á kjörstað fyrir kjördag/eða póstleggja atkvæði sitt!
    --Þegar hafa 29 milljón Bandaríkjamanna greitt atkvæði sitt, skv. kosninga-yfirvöldum.
    39% einungis -- sögðust ætla að kjósa í eigin persónu 3. nóv. nk.
    **Áhugavert að svo stór meirihluti kjósenda, ætli ekki að mæta í eigin persónu á kjörstað þann 3. nóv. nk. -- heldur kjósa með öðrum hætti.

US voters turn against Donald Trump’s economic policies

Könnunin var unnin dagana 8. - 11. nóv.
Ónákvæmni áætluð 3%.
Þátttakendur 1000.

Niðurstaða

Mjög forvitnilegt, könnunin er gerð eftir fyrsta einvígi Trumps og Biden, og þess fyrir utan eftir að ný bylgja af kófi er greinilega hafin innan Bandaríkjanna. Ný bylgja rökrétt gerir fólk skeptískara á fullyrðingar Trumps - að kófið sé að ná hámarki, muni dala hratt á næstunni. Þar fyrir utan, hafa borist neikvæðar efnahagsfréttir innan Bandaríkjanna nýverið - störfum hefur fækkað ca. milljón síðan mánuðinn á undan, lokunum í fylkjum og borgum fjölgað aftur; efnahags-horfur almennt dökknað að nýju. Það rökrétt gerir fólk skeptískara nú en áður, á fullyrðingar Trumps um hraða efnahags-uppbyggingu hann lofar að verði undir hans stjórn strax snemma á nk. ári. Það að horfur eru að dökkna, gæti einnig valdið neikvæðara mati kjósenda á -- gæðum efnahagsstjórnar hans og þar með skýrt neikvæðari viðhorf gagnvart því hvort hann hefur verið góður fyrir efnahaginn eða ekki.
--Þetta geti bent til þess, að Trump eins og hann talar nú - leitast við að lyfta upp bjartsýni á horfur framundan, sbr. um þróun kófsins og efnahags - resoneri ekki til kjósenda.

Þetta getur skýrt, en ég hef fylgst stöðugt með stöðunni milli Trumps og Biden, að fylgi Trumps hefur ekkert sjáanlega skánað sl. 2-vikur.
--M.ö.o. Trump er fastur ca. meðatali 9% neðan við meðalfylgi Bidens.

Og einungis 2-vikur til kosninga nú.
Með almenning vaxandi skeptískan gagnvart málflutningi Trumps.
--Trump þarf kannski, að íhuga snarlega að - gera breytingar á þeim málflutningi.

Greinilega ekki að virka, að segja stöðuna með öðrum hætti.
En fólk upplyfir hana í eigin daglega lífi í kringum sjálft sig.
--Það sé erfitt fyrir Trump, að vinna gegn vaxandi vantrú á það - að allt verði betra innan skamms, vera enn einmitt að lofa slíku; er fólk upplyfi allt versnandi.

 

Kv.


Einhverjar líkur ásakanir gegn Hunter Biden - skaði Joe Biden? Sannast sagna stórfellt efa ég það, þar að mjög auðvelt er að benda á margvíslegar efasemdir þeim tengum!

Ef einhver man enn eftir E-mail skandal þeim sem Hillary Clinton barðist við, er afar sennilegt að sá skandall hafi haft mjög skaðleg áhrif á hennar möguleika!
Sérstaklega bendi ég á seinni rannsókn Director Comey er hefst lokavikur kosningabaráttunnar og líkur ekki fyrr en -- nokkrum dögum fyrir kosningar!

  1. Það sem gerði þær ásakanir trúverðugar:
    --Clinton neitaði aldrei að hafa gert mistök, sbr. að hafa notað eigin E-mail þjón undir til að taka á móti, viðkvæmum E-mailum er gátu innihaldið viðkvæm ríkis-leyndarmál.
    --Rannsóknin var framkvæmd af FBI.
  2. Þ.s. rannsókn Comey snerist um, var hvort viðkvæm ríkis-leyndarmál hugsanlega láku.
    --Ef svo var, þá hefði Clinton staðið frammi fyrir dómsmáli og líklega fangelsi.
  • Rannsókn Comey lauk, þar af FBI tókst ekki að sanna - ríkisleyndarmál hefðu lekið.

--Clinton sem sagt, aldrei hafnaði því að hafa gert rangt.
--FBI stóð að baki rannsókninni!

Þetta var þar af leiðandi, alltaf svokallað alvöru-mál!

 

Hinn bóginn, falla áskanir gegn Hunter Biden undir fyrirbærið - ósannað og óstaðfest! Hvað á ég við, veikleikar?

Áskanir birtar í Washington Post!

Flatskjár-talva á að hafa borist til aðila er gerir við tölvur.
Er talvan er ekki sótt - athugar aðilinn er sér um það verkstæði, efnisinnihald tölvunnar - segir síðan hafa leitað til FBI og gert tilraunir til að ná í þekkta aðila m.a. Rudy Guilani og Steve K. Bannon.
--Inni á tölvunni eiga vera upplýsingar, e-mailar með skaðlegu efni tengt Hunter Biden.

Þær upplýsingar kvá berast Washington Post, með aðstoð Rudy Guilani og Stephen K. Bannon.

  • Spurning hvort það hringi varúðarbjöllum, að skaðlegt efni á Biden, kvá fundið af þeim tveim félögum.
  • Sagan um tölvuna, vægt sagt sérkennileg.

 

Úkraína gerði sjálf rannsókn á málum tengdum Hunter Biden, rannsókn sem Trump sjálfur óskaði eftir fyrir rúmu ári!

Ukraine found no evidence against Hunter Biden in case audit: former top prosecutor

Þar sem alltaf er stöðugt verið að - endurtaka ásakanir tengdar þeim tíma er Hunter Biden sat í stjórn Burisma orkufyrirtækisins í Úkraínu.
Og eins og þekkt, og umdeilt einnig var - Trump bað Zelensky forseta Úkraínu í símtali er síðar varð umdeilt, að rannsaka Hunter Biden sérstaklega.
Að Zelensky varð að þeirri ósk/kröfu.

Niðurstaða þeirrar rannsóknar, virðist aldrei hafa verið - gert mjög hátt fyrir höfði.

Ukraine's Prosecutor General Ruslan Ryaboshapka -- After taking office, Ryaboshapka in October announced an audit of old cases he inherited, including those related to the energy company Burisma, where Hunter Biden was a board member between 2014-2019. -- The audit was intended to probe whether cases Ryaboshapka had inherited from his predecessors had been handled properly, given the reputation of the prosecution service as being riddled with corruption and influence-peddling.

  • I specifically asked prosecutors to check especially carefully those facts about Biden’s alleged involvement. They answered that there was nothing of the kind,

Sem sagt, niðurstaða rannsóknarinnar Trump bað um -- fann ekkert óeðlilegt.
---------
Hmm, að sjálfsögðu veikir þetta ný-framkomnar ásakanir, er m.a. beinast að því að ryfja upp Burisma málið.

 

Rudy Guilani starfaði lengi með einstaklingi sem fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur formlega sett undir refsiaðgerðir fyrir að vera rússneskur njósnari!

US accuses Giuliani ally of being ‘active Russian agent’

Guilani er búinn að vera nokkurs konar sendimaður Trumps - í því að leita uppi óhreint á Joe Biden, varið til þess a.m.k. tveim heilum árum.
--Það er því merkilegt í þessu samhengi, að einn hans helstu samverkamanna Úkraínumaður er hjálpaði honum að leita uppi gögn gegn Hunter Biden, skuli bannfærður sem rússneskur njósnari.

Steven Mnuchin: Andrii Derkach and other Russian agents employ manipulation and deceit to attempt to influence elections in the United States and elsewhere around the world. 

The Treasury described Mr Derkach as an active Russian agent for over a decade, maintaining close connections with the Russian intelligence services.

Skv. því er Guilani naut aðstoðar Derkach við gagnaöflun, þá var Derkach allan tímann - rússneskur njósnari.
--Nú veit enginn hvort að Guilani vissi að Derkach væri rússneskur njósnari.

En Guilani hefur varið miklum tíma í leit að óhreinu á Joe Biden.

 

Nokkur leið að ásakanir á Hunter Biden geti skaðað Joe Biden?

Augljóslega hafa þær ásakanir -- trúverðugleika-vanda!
Ekki einungis tengsl Guilani við Rússneskan njósnara við gagna-öflun, enginn veit hvort Guilani veit að er rússneskur njósnari eða ekki!
--Hinn bóginn, þarf maður a.m.k. að hafa þann möguleika í bakgrunni, að kannski vissi Guilani að svo væri -- jafnvel kannski, Trump forseti.

Síðan hitt atriðið, að rannsókn yfirvalda í Úkraínu -- staðhæfði að ekkert athugavert hafi fundist tengt veru Hunter Biden í stjórn Burisma.
--Rannsókn sem Trump sjálfur óskaði eftir, og Zelensky forseti lét framkvæma.

Sagan að baki tölvunni -- vægt sagt sérkennileg.

  • Mér finnst það mörg rauð ljós í þessu.
  1. Ekki má gleyma því, að allir vita að Trump stendur tæpt.
  2. Og nú eru ca. 3-vikur í kosningar.

--Þannig þetta hljómar kannski sem, fremur örvæntingarfull tilraun.

Ekki nokkurt atriði getur talist staðfest af nokkrum óháðum rannsóknar-aðila.
Hvernig í ósköpunum ætti vera hægt að sanna að tölvan hafi verið í eigu Hunter Biden?
--Ef skírar sannanir þar um væru til, væru þær líklega komnar fram þegar.

Aftur, ekki gleyma tengslum Guilani við rússneska njósnara!
Og niðurstöðu úkraínskra stjórnvalda.

 

Niðurstaða

Ég lít svo á að ásakanir er blossa rétt vikum fyrir kosningar, séu á svo veikum grunni trúverðuglega, að afar ótrúlegt sé að nokkur maður taki þær alvarlega -- sem ekki sé þegar núna sannfærður Trumpari.

Rannsókn úkraínskra yfirvalda, var sú að Hunter Biden hefði ekki gert neitt rangt í Burisma.
Og Rudy Guilani hefur unnið nærri 2 ár með úkraínskum aðila sem var fyrr á árinu fordæmdur sem rússneskur njósnari af -- fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Þessar ásaknir höfðu lítil áhrif er rætt var um þær fyrir ca. ári.
Nú þegar þær eru ryfjaðar upp aftur, eftir meinta afhjúpun í Washington Post, í tengslum við gögn er eiga hafa fundist í tölvu - gögn sem Rudy Guilani og Stephen K. Bannon kvá hafa komið á framfæri.

Þá eru þeir aðilar eins óhlutlausir og hugsast getur. Og að sjálfsögðu verður maður að íhuga hvað var í gangi er Rudy vann með þessum rússneska njósnara -- allan þennan tíma.

--Eiginlega er mitt svar, risastórt - geisp.

---------------Áhugaverðir hlekkir:

Donald Trump’s accusations about Hunter Biden

Rudy Guilani: Only ‘50/50’ Chance I Worked With a ‘Russian Spy’ to Dig Dirt on Bidens

 

US authorities investigating if recently published emails are tied to Russian disinformation effort targeting Biden

 

Kv.


Staða Bidens afar sterk 22-dögum fyrir kosningar þann 3ja. nóv. nk. Ef kosið væri nú, virðist Biden nær alfarið öruggur um sigur. Vonlítið úr þessu fyrir Trump að snúa spilum við!

Skv. Real-Clear-Politics, og Financial-Times; virðist Biden með örugga 190 kjörmenn.
En svo öruggt er forskot Biden, að Biden hefur a.m.k. 10% forskot í fylkjum með slíkan fjölda kjörmanna -- þar fyrir utan, með a.m.k. 5% forskot í fylkjum með 89 kjörmenn.
--Samtals 279, ath. 270 þarf til sigurs.

Á móti hefur staða Trumps veikst aftur miðað við stöðu hans í september.
M.ö.o. hann hefur einungis 83 örugga kjörmenn í fylkjum þ.s. hann hefur a.m.k. 10% forskot.
Og einungis 42 líklega kjörmenn að auki, þ.e. í fylkjum er hann hefur a.m.k. 5% forskot.

Rétt að taka fram að - Trump hóf ekki forseta-slag sinn fyrr en eftir miðjan Júlí!
Þannig að seint í Júní - var ekki farið að gæta áhrifa - Trump-campaign.
--Þrátt fyrir það, er áhugavert hve - lítið Trump hefur tekist að dempa fylgi Bidens.

Í september virtist Trump vera aðeins lítið eitt að klóra í Bakkann.
En frá október virðist - stríðsgæfa Trumps kulna að nýju!

Nú að Biden hefur aftur aukið nokkuð fylgi sitt, fylgi Trumps aftur minnkað nokkuð á móti -- virðist bilið einfaldlega of mikið fyrir Trump, að hann eigi nokkurn möguleika eftir!

  1. Staðan nú:
    Biden 190 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    89 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 279 örugga og líklega.

    Trump með einungis 83 örugga kjörmenn.
    Og einungis 42 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 125.

    Svokallað -toss-up- 134 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.


  2. Staðan þann 7/9 sl:
    Biden 203 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    66 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 269 örugga og líklega.

    Trump með einungis 80 örugga kjörmenn.
    Og einungis 42 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 122.

    Svokallað -toss-up- 147 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.


  3. Staðan þann 25/6 sl:
    Biden 197 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    109 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 306 örugga og líklega.

    Trump með einungis 106 örugga kjörmenn.
    Og einungis 26 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 132.

    Svokallað -toss-up- 100 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.

Vel sést á tölum - hve lítið í reynd Trump tókst að saxa á Biden.
Áður en gæfa Trumps snerist aftur við í september og október!

Biden tops 270 in POLITICO's Election Forecast

Biden vs Trump: who is leading the 2020 US election polls?

 

Niðurstaða

Er forskot Biden er þetta mikið sem það er nú 22 dögum fyrir kosningar, er erfitt að sjá nokkra raunhæfa sviðsmynd fyrir Trump sigur!
Til eru þeir sem telja sig sjá einhverja von í útnefningu Amy Coney Barrett í Hæsta-rétt.
Þvert á móti er ég á því að sú útnefning - skaði Trump enn frekar en orðið er.

Það komi til af - afar extreme viðhorfum Barrett!
Þau viðhorf er Demókratar munu hamra á, er andstaða hennar gegn -- Obama-care.
Á sl. ári stóðst Obama-care atlögu innan dómskerfis Bandaríkjanna með minnsta mögulega mun.
Barrett skrifaði þá gegn afstöðu hægri-sinnaðs dómara, er ákvað á síðustu stundu að verja Obama-care þannig að meirihluti myndaðist ekki í dómnum gegn Obama-care í það skiptið.
Það virðist því algerlega ljóst, að með skipun hennar -- verður Obama-care fellt.

Þó ákveðinn hópur Repúblikana muni líta það stórsigur!

  1. Þá verður afleiðing þess sú, að milljónir Bandaríkjanna þá missa heilbrigðis-tryggingar.
  2. Í miðju kófinu, með milljónir atvinnu-lausa -- Bandar. enn í djúpri kóf-kreppu.

--Þá kem ég ekki auga á nokkurn möguleika, að kjósendur sjái gleði-tíðindi í slíku.
Demókratar munu nota það í kosninga-baráttunni, beint að verka-fólki í Bandaríkjunum.
Að Repúblikanar ætli að taka af þeim, aðgengi að heilbrigðis-þjónustu.

  • Það einfaldlega er satt!

Trump væntanlega við þetta, missir einna helst atkvæði - verkafólks.
Og þar með má þess vænta, að Biden taki með öryggi - fylki þ.s. Trump tók 2016, í þeim tilvikum að atkvæði verka-fólks skiptu máli.

Við þetta reikna ég með, að Trump missi heilt yfir fylgi - niður fyrir núverandi meðalstöðu 41,7%. Jafnvel gæti hann dottið niður fyrir 40% múrinn.
--Við það innsiglaðist sigur Bidens -- enn líklega stærri en tölurnar ofan sýna!

 

Kv.


Ákvörðun Trumps að hafna þátttöku í, öðru einvígi hans við Biden, virðist ganga gegn eigin hagsmunum Trumps!

Málið er það, Trump já er ekki einungis undir fylgislega og vel það - bilið vex minnkar ekki.
Meðal-talsbilið hefur nú vaxið í 9,2% skv. kosningavef Financial-Times.
Er notast við aðferðir - Real Clear Politics - nokkurs konar vegið meðaltal kannana.
--Vandi Trumps ekki einungis sá að hann er undir, bilið vex, það hefur verið mikið og samtímis lítt hreyfst -- síðan seint í Júní.
--Þ.e. ekki síst, sá stöðugleiki þess bils -- sem Trump ætti að óttast!
Það bendi til þess, að nær flestir kjósendur hafi þegar ákveðið sig.

  • Verstu fréttirnar þó líklega eru, 6,6 milljón Bandaríkjamenn, þegar hafa kosið:  More than 6.6 million Americans have already voted, suggesting record turnout.
    Af hverju bendir það til, met-kosningaþátttöku?
    Því aldrei áður í sögu Bandaríkjanna, hafa svo margir kosið þetta snemma!
  • Met kosninga-þátttaka eru slæmar fréttir fyrir Trump, því fylgi hans hefur haldist nokkurn veginn - nagl-fast síðan seint í Júní. Sveiflan mest í 44% - nú kringum 42%.
    Meðan er Biden nú í tæplega 52% - skv. vegnu meðaltali kannana.
    --Hefur hann risið töluvert sl. daga, þ.s. úr tæpl. 49% í nú tæpl. 52%.
    --Skv. þessu, vegna meðaltali kannana.
  • Þ.e. þessi hreyfing til Biden vs. það svo margir þegar hafa kosið; er ætti að slá köldum svita á enni -- Trumps.

Þess vegna verður það -- enn skrítnara að hann hafni að mæta í einvígi!

Vegna þess, að Trump hefur allt til að vinna. Hann sé þegar það langt undir, að einfalt áhættumat segir, hann ætti að mæta -- út á þann séns að hann nái að snúa einhverjum kjósendahópum við.
--Meðan að í almennu árferði, sé það áhætta fyrir þann sem er yfir að mæta, þ.s. sá hafi allt til að tapa.

Trump gekk ekki svo vel í síðasta einvígi, en það gæti gengið skárr næst.
En nú slær hann hendi í boð -- segist ekki mæta!

Donald Trump’s baffling debate boycott

Trump rejects virtual debate with Biden

Donald Trump says he will not participate in virtual debate

Frank Luntz, the veteran Republican consultant and pollster: I don’t see how he catches up to and passes [Joe] Biden without two more debates, -- While an online debate is clearly problematic, no debate at all is worse.

Doug Herman, who was a lead mail strategist for Barack Obama's 2008 and 2012 campaigns: Every campaign in the world that is behind always wants to debate the frontrunner, at every level, for any race, especially for president,

Paul Maslin, a top Democratic pollster who worked on the presidential campaigns of Jimmy Carter and Howard Dean: Seriously, he’s losing. Maybe pretty big. Why the hell would he not debate?

--------------------

Rétt að benda á, kappræðurnar áttu að fara fram með öðrum hætti - svokallað Townhall Format.
--M.ö.o. það er ekki formlegur spyrill.
--Heldur koma almennir kjósendur fram með eigin spurningar.
Þeir sem hafa séð þannig, þá mega viðkomandi spyrja báða eða annan-hvorn.

  1. Má varpa fram þeirri kenningu, að Trump telji hann ekki fynna sig í þess lags fyrirkomulagi.
  2. Þetta sé ekki verndaður hópur, þ.e. leitast sé við að hafa spyrla sem eru frá báðum fylkingum -- þannig að Trump mundi þurfa að glíma við harðar spurningar.
    Ekki síður en mótherji hans!

Trump: I’m not gonna waste my time on a virtual debate, -- That’s not what debating is all about.

  1. Að sjálfsögðu er Trump langsamlega líklegast - enn smitandi.
  2. Rétt að benda á, að nú geisar míni faraldur í Hvíta-húsinu og stofnunum þess.

Trump: You sit behind a computer and do a debate, it’s ridiculous, -- And then they cut you off whenever they want.

--Jamm, hann fengi ekki að tala umfram sínar 2-mínútur í hvert sinn.
Kannski sé það hvað hann sé reiðastur yfir.

Mini faraldur hefur geisað í Hvíta-Húsinu síðan Trump greindist smitaður!

Virðist Trump sjálfur hafa smitað marga - síðan þeir næstu, o.s.frv.
--Virkilega ekki hægt að finna að því, með faraldurinn í Hvíta-húsinu fyrir augum.
--Þá taki menn, rökréttar öryggis-ráðstafanir, að hafa smitandi Trump ekki á staðnum.

En skv. yfirlýsingu frá kosningaherferð Trumps, er látið sem að sú rökrétta eðlilega aðgerð; sé einhvers konar árás beint að Trump persónulega -- algerlega absúrd.

Bill Stepien (Trump campaign): For the swamp creatures at the presidential debate commission to now rush to Joe Biden’s defence by unilaterally cancelling an in-person debate is pathetic,

--Algerlega ógeðsleg orð, Bill Stephien til fullkominnar skammar.
En orð sem slík, eru alltaf þeim er láta þeim frá sér sjálfum til háðs.

Það að gæta þess að Trump - smiti ekki enn fleiri en orðið er; snúist um margt fleira en það að eðlilega verja Biden gegn smiti - þó Trump virðist ekki kippa sér upp við að smita fj. starfsmanna í Hvíta-Húsinu - þá vonar maður að þeir sem skipuleggja kapp-ræðurnar hafi a.m.k. einhvern smá vott af sómakennd, þó herra Stephien virðist nákvæmlega enga slíka hafa.

  1. En líf fólks er í húfi. Kófið hefur þegar drepið vel yfir 210þ. í Bandar.
    Að sjálfsögðu á að verja líf Bidens - andstyggileg hugsun að láta sem það sé tortryggilegt.
  2. En þarna eru einnig starfsmenn og aðstoðar-fólk af margvíslegu tagi.
    Sem ekki er hægt að fullyrða, að geti ekki verið í nokkurri hættu.

Þegar Trump - er dreifari á lífshættulegum sjúkdóm.
Væri það glæpsamleg vanræksla - að taka ekki fullt tillit til sjúkdóms-varna.

  • Trump er ekkert fórnarlamb í þessu - hann veiktist, sem ekki er vitað nákvæmlega hvernig; en það gerðist og það hefur rökréttar afleiðingar.
    Að sjálfsögðu á að taka fullt tillit til þeirrar hættu, sem smit Trumps getur verið fyrir aðra.
    Ef það væri ekki gert, þá væri hægt að tala um - nær glæpsamlega vanrækslu.

Það sem mörgum finnst einkar þó subbulegt við orð Trumps nýverið!
Ekki síst, Trump virðist kenna - hermanna-fjölskyldum um smitið.
En Trump tók nýlega þátt í athöfn, með fjölskyldum látinna hermanna!
--Er hann íjar að því, að smitið sé þeim að kenna!

  • Þá verður mörgum Bandaríkjamönnum heitt í hamsi!

Trump: I figured there would be a chance that I would catch it. Sometimes I’d be with . . . for instance gold-star families. I met with gold-star families,

--Goldstar families - eru fjölskyldur látinna hermanna er hafa farið í átökum fyrir Bandaríkjaher, það þykir alltaf sérdeilis sóðalegt að - ráðast í nokkru að þeim.

  • Það gæti skemmt fyrir Trump, slík ummæli að íja að því - að hermanna-fjölskyldur í nýlegri athöfn, hafi borið smitið í hann.
    --Bendi fóliki á, Repúblikanar sögulega eru yfirleitt yfir meðaltali stuðningsmanna hersins. Herinn sé klassískt í hávegum hafður, og þ.e. ástæða af hverju fjölskyldur látinna hermanna er fórust í átökum -- séu nefndar goldstar.

Trump virkilega má ekki við að - reita hluta Repúblikana-kjósenda til reiði.

 

Niðurstaða

Mér virðist Trump vera á fullu í því að eyðileggja fyrir sjálfum sér. Hann íjar að því að fjölskyldur látinna hermanna nýverið er Trump var viðstaddur athöfn með þeim, hafi hugsanlega borið kófið til Trumps. Enda notuðu Demókratar strax tækifærið - að fordæma þau ummæli.
Og daga þegar bilið í könnunum vex Trump í óhag, hafnar Trump þátttöku í fyrirhuguðum kappræðum, vegna þess að -- í ljósi hættunnar af smiti Trumps fyrir aðra.
Var gripið til þess ráðs, að ákveða að kappræðurnar væru - virtual - netspjall.
Skipuleggjendur kappræðnanna fá óþvegið frá kosningastjóra Trumps, alveg án vafa með blessun Trumps -- þegar gerð er tilraun til að gera það tortryggilegt; að skipuleggjendur ákveði að verja líf þeirra sem eru á svæðinu, gegn mögulegu smiti.
--En líf eru sannarlega í húfi, enginn með réttu getur efast um það.

En með slíkum viðbrögðum - sem og orðum um fjölskyldur látinna hermanna, skemmir Trump einfaldlega enn frekar fyrir sjálfum sér, en orðið er.
Hefur hann þó gert sjálfum sér ærið mikinn óskunda á þessu ári.
Að Biden hefur vart nokkuð þurft að hafa fyrir, Trump hafi séð um að smala fylginu til hans.
--Trump virðist halda því áfram, kæmi það því mér ekki á óvart ef bilið í könnunum vex áfram.

Svona anstyggileg viðbrögð geta ekki verið verðlaunuð - þá væri allt réttlæti farið.

 

Kv.


Trump segir COVID-19 flensu, oft farist yfir 100.000 vegna flensu, landinu sé ekki lokað -- skv. CDC fórust 61.000 manns í einni verstu flensu seinni ára 2017-2018: Trump greinilega vill ekki samúðaratkvæði!

Afar sérstakt að Trump virðist ekki ætla að gera hina minnstu tilraun til að afla sér samúðar-atkvæða í tengslum við veikindi sín, en þau voru augljóst tækifæri fyrir mann - sem er nú vel undir í skoðanakönnunum - að tala til fólks sem einnig hefur fengið veikina!
--En Trump virðist ekki ætla sér, að tala til þeirra fjölmörgu Ameríkumanna er hafa misst ástvini, eða veikst alvarlega þurft langan tíma til að ná sér!

Það eru margir sem benda á að þarna sé Trump að glutra niður tækifæri.
Bent á að Boris Johnson hafi kjölfar þess hann veiktist, tekist að afla sér umtalsverðs samúðar-fylgis!
--Hinn bóginn er lykill að samúðar-fylgi, að auðsýna samúð og hluttekningu.
--Það er kannski hvað Trump einfaldlega getur ekki, þ.e. að höfða til fólks með hluttekningu og samúð!

Eins og upplýsingar sýna frá - US Centers for Disease Control and Prevention - er fullyrðing Trumps að reglulega farist 100.000 manns í flensu; hrein og tær lýgi af grófasta tagi.

Þannig hefur Trump alltaf verið, hann fullyrðir hluti út í bláinn - maður er ekki alltaf viss hvort hann ljúgi vísvitandi eða trúi þvælum hann oft fullyrðir; en í þetta sinn er ég sæmilega viss að Trump veit fullkomlega að hann laug!

  1. Twitter setti upp varúð við Twít Trumps, er hann staðhæfði sína lýgi -- þ.s. varað var við því að Trump - eiginlega væri að ljúga!
  2. En með þessu -- er Trump búinn að hafna tillögum hann fékk frá sínu eigin - campaign team - sem lagði til það einmitt, að Trump gerði tilraun til að höfða til Ameríkumanna með öðrum hætti, þ.e. með því að tala til þeirra er hefðu gengið í gegnum veikindi - jafnvel misst ástvini.
    --En Trump virðist ekki ætla að gera það!
  3. En Trump - campaign - eðlilega hefur áhyggjur af því að Trump er ekki að minnka bilið yfir til Biden -- þvert á móti að það hefur vaxið sl. daga!
    Og nú er ca. mánuður til kosninga!
    --Þeir sáu þetta hugsanlega tækifæri, sem Trump greinilega ætlar sér ekki að taka.

This is a case where he would help himself politically by using even a little bit of nuance when talking about [the virus], -- said a strategist close to the Trump campaign, adding that he worried the president had already squandered any sympathy he might have garnered from his hospital stay.

There is a way to run against the lockdowns while still taking the virus seriously, -- said the strategist, -- adding the president could still warn that Covid-19 can be serious for older people and people with underlying conditions.
Trump hefur greinilega enga samúð til að gefa!

--Verulegur fj. aðila er styðja Trump tóku undir orð Trumps, og skv. Financial-Times hefur heyrst meðal þeirra, háð og spott gagnvart fólki er -- gengur með grímur fyrir vitum.

Sama tíma heldur Kófið áfram að dreifast um Hvíta-Húsið, og meðal þeirra er nýlega hafa hitt Trump!

  1. Trump virðist vísvitandi brjóta allar þær reglur sem hafa verið settar til að varna smitum, sbr. skv. reglum er gilda skv. fyrirmælum hans eigin ríkisstjórnar -- skal sérhver sá sem er stiginn upp úr veikindum vegna kófsins; að vera í einangrun í 10 daga á eftir!
    --Trump hundsar það!
  2. Þar fyrir utan, gengur hann nú aftur um grímulaus - þó vitað sé hann sé enn, smitandi að flestum líkindum.
    --Þannig grefur undan viljastyrk fólks, sem fær fyrirmæli heilbrigðis-yfirvalda, m.a. í krafti fyrirmæla hans eigin ríkisstjórnar -- að nota grímur þegar sannarlega er vitað viðkomandi er enn smitandi.

Ég eiginlega man ekki eftir nokkru dæmi þess, að sitjandi forseti Bandaríkjanna - auðsýni verri dómgreind en þá sem Trump auðsýnir!

--Það er víst farið að selja veifur og merki, þ.s. sagt er að Trump hafi sigrað veiruna!

Dr Fauci: He looks fine [but] the issue is that it is still early enough in the disease. Sometimes when you’re five to eight days in you can have a reversal.

Hann bendir á að -- Trump sé ekki úr hættu, þ.s. algengt sé að sjúklingum slái niður aftur bilinu milli 5-8 dags, eftir smitun -- þó þeir hafi góðan dag/daga á milli.
--Trump ætti að fara varlega með sig m.ö.o. - ekki vera kærulaus.

--En nú er eins og Trump ætli að sýna frat í alla sérfræðinga!
--Hann viti nú betur en allir aðrir!
Áhugaverður hroki, en veiran er örugglega enn til staðar!

Ef það er einhver - method in Trump's madness - þá er það eftirfarandi:
Sú hugmynd, að þeir rúmlega 40% Trump hefur, dugi honum til sigurs!
Eiginlega, er það eina leiðin til að tengja lógík við nýjustu hegðan Trumps.

  • Í dag hefur Trump: 42,6% / Biden: 51%.
    Ef marka má kosninga-vef Financial-Times, er notar meðal-tal kannana.

Fylgi Trumps hefur minnkað um nærri prósent sl. daga, Bidens vaxið um nær prósent á móti.
--Sannarlega hljómar þetta - örvæntingar-full hugmynd!

  • Vegna þess, að bilið milli Trumps og Biden, er nú mun breiðara en það var milli Trumps og Clinton 2016.

David Tamasi, a Republican donor: Either you think this race is going to be won by independents and swing voters or turbocharged by who can turn their bases out to vote, -- [Trump’s] base is responsive to what he did [on Monday night] and his Twitter activity over the weekend. That’s what this race comes down to.

Ef þetta er kosninga-stefna Trumps nú, þá ætlar hann að treysta á að mæting sinna fylgismanna verði svo miklu betri en mæting - þeirra er mæta til að kjósa Biden.
Að hann hafi sigur samt, þrátt fyrir 8,4% meðal-tals mun skv. vef FT.

  1. Þetta gengur að sjálfsögðu gegn - dæmigerðri kosninga-venju.
  2. Er snýst um að afla sér sem mest fylgis - ekki um það, að hvetja sinn stuðnings-hóp sem mest, samtímis tilraunum til að breikka fylgis-grunn er alfarið sleppt.

--Öll von sett á það, að fylgismenn Trumps séu svo áhugasamir að þeir mæti miklu miklu betur.
Ef þetta er svo, þá væntanlega er tónninn fyrir -- restina af kosninga-baráttu Trumps settur.
Þ.e. engin málamiðlun af nokkru tagi, engin tilraun til að tjúnna tóninn niður!

  • Ef Bandaríkin væru með fjölflokkakerfi og Trump væri leiðtogi flokks - er hefði mjög afmarkaðan fylgis-grunn; þá væri slík stefna rökrétt!
  • En þegar við erum að tala um; landskjör á forseta Bandaríkjanna -- virðist mér þessi ekki vera rosalega rökrétt, eiginlega.

Bendi á Worldometers: United States Coronavirus: 7,714,932 Cases and 215,670 deaths.

  1. Rétt að benda á skv. gögnum, CDC segir 61.000 farast úr einni verstu flensu seinni ára 2017-2018 í Bandaríkjunum.
  2. Þá er COVID-19 meir en 3-svar sinnum banvænni sjúkdómur en flensa.
    Ef kófið fer yfir 240þ. dauðsföll, það örugglega gerir, verður Kófið 4-sinnum banvænna en sú flensa!

--Þetta er svar við fullyrðingu/lygum Trumps - reglulega farist yfir 100þ. af flensu, og landið sé ekki mikið að fárast út af því.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við, Trump ætlar sér nú að keyra framboðið á kröfu um að opna landið - þó að tölur yfir útbreiðslu kófsins sýni, að hröð útbreiðsla þess sé sannarlega í gangi!
--Öfugt við fullyrðinga-lýgi Trumps, nálgast kófið að vera 4-sinnum banvænna, en flensa er skók Bandaríkin veturinn 2017-2018.

Að sjálfsögðu, þá grefur Trump undan vilja fólks til að hlíða sóttvarnar-aðgerðum, sem er án mikils vafa -- a.m.k. verulegur hluti þeirrar skýringar, að þær hafa ekki virkað sérdeilis vel innan Bandaríkjanna.
--Sóttvarnar-aðgerðir sem fólk hundsar, virka ekki mikið að sjálfsögðu.

Þannig stuðlar Trump - að fleiri dauðsföllum meðal Bandaríkjamanna, þ.s. hann með því að hvetja fólk til að hundsa sóttvarnar-aðgerðir - veldur þar með aukinni útbreiðslu og því þá að flr. verða veikir -- hluti veikra deyr!
--Þannig að röksamhengi er til staðar, að Trump sé að stuðla að fjölgun ótímabærra dauðsfalla.

  1. Trump hefur klárlega hafnað því, að auðsýna samúð með veikum.
  2. Þess í stað, eru orð hans - eins og grjótkast fyrirlitningar til veikra Bandaríkjamanna, og einnig þeirra Bandaríkjamanna er hafa misst ástvini.

Það verður að koma í ljós, hvort svo skelfi-lega andstyggileg stefna getur haft árangur.
Hinn bóginn, virðist Trump með henni - gefa upp á bátinn, allar frekari tilraunir til að breikka sinn fylgis-grunn!
--Þétta raðir þeirra sem þegar hvort sem er styðja Trump, séu skilaboðin.

  • Nú verður forvitnilegt að sjá, hvort fylgisleki Trumps er hefur verið hægur - heldur áfram, og samtímis hvort fylgis-aukning Bidens á móti heldur áfram.

Það virðist afar erfitt að trúa því -- að hægt sé fyrir Trump yfir-höfuð að vinna með slíkri kosninga-stefnu!
--Einhvern veginn þyrfti hann að tryggja, rosalega lélega mætingu kjósenda Bidens!

Það sé einmitt ótti til staðar, að til standi að beita margvíslegum bola-brögðum til þess einmitt, að hindra fólk í að kjósa á tilteknum svæðum - allt gert til að ógilda atkvæði þá fókusað á einungis sum svæði; spurning hvort flr. meðulum en yrði beitt.
--Líklegt þykir, að Demókratar séu með eigin undirbúning í gangi - til að mæta slíku. Sem gæti þítt, að það gætu hreinlega orðið átök hér og þar milli - fylkinga vigilanta á kosningadag.

  • Kosningadagurinn gæti jafnvel orðið blóðugur.

 

Kv.


Trump virðist hafa útskrifað sig af hersjúkrahúsinu - aftur til Hvíta-hússins, meðan að læknateymi hans viðurkennir forsetinn sé enn ekki úr hættu!

Ég hef á tilfinningunni, að Trump sé þannig - það sé nær ómögulegt að hafa nokkra stjórn á honm, ef hann vill eitthvað tiltekið þó það sé ekki endilega skynsamlegt. Trump auðvitað veit af því að kannanir sl. daga hafa farið niður, meðan keppinautur hans hefur farið upp.
--Mig grunar að - það sé afar sterkt í Trump, að komi ekki til greina að tapa!
--Og hitt, hann virðist alltaf hafa haft -- gambler spirit.

M.ö.o. afar áhættusækinn, að fara heim nú eftir að hafa verið að virðist hættulega veikur yfir helgina - fengið öndunar-aðstoð laugardag og sunnudag!

  • Meðan læknir hans viðurkennir, að þeir séu staddir á ókortlögðum slóðum!

Það verður að koma í ljós hvað gerist, en læknarnir vita af því, að sjúklingar sem hafa veikst svo alvarlega -- getur snögg hrakað aftur, þó sá hafi góðan dag - geti næsti verið verri.

Sean Conley --: He may not be entirely out of the woods yet -- the team and I agree that all our evaluations — and most importantly his clinical status — support the president’s safe return home, where he’ll be supported by world-class medical care 24/7.

  • Hver veit, það má vera að íbúð forseta í Hvíta-húsinu, hafi verið breytt í nýtísku-hátækni-sjúkrahús þá daga sem Trump var í burtu.

Hver heilsa hans raunverulega er -- virðist mér afskaplega óljóst.
Eina sem virðist öruggt, hann hefur aldrei misst meðvitund!
--Eftir allt saman Twítaði hann alla helgina, þó Twítin hans væru ekki eins mörg og vanalega.

Þetta er það sem menn hafa áhyggjur af!

Some patients see sharp declines about seven to 10 days after infection, and the Centers for Disease Control and Prevention recommends that Covid-positive patients continue to self-isolate for 10 days after symptoms begin to emerge.
Trump, whose age and weight increase his risk of severe disease, announced his diagnosis early Friday — four days ago.

  1. Ef miðað er við föstudag er Trump sagði frá veikindum.
    Er þriðjudagur 5. dagur veikinda.
  2. En ef, Trump raunverulega veiktist á miðvikudag - þá væri þriðjudagur 7. dagur.

--Ég held það sé því óhætt, að mikill fjöldi fólks, muni fylgjast mjög vel með öllum fréttum af heilsufari Trumps - nk. daga, a.m.k. út þessa viku á enda og fram yfir nk. helgi.

On Monday, the physicians said that Trump‘s blood oxygen level had risen to 97 percent, and that the president was not having respiratory issues. He is also no longer running a fever, they said.

Höfum í huga, þetta er líklega mikið með þau lyf að gera sem forsetinn hefur fengið.
Það sé hægt að lækka hita með lyfjum - og hluti af lyfjakúr Trumps, var steralyf sem gefið er fólki sem lendir í and-nauð.
Þar fyrir utan, lyf enn á rannsóknastigi, sem á að efla ónæmiskerfið.
Þriðja lyfið, á að bæta batalíkur.

Hinn bóginn er töluvert bratt, fara heim af spítala - þó Hvíta-húsið hafi lengi ráðið yfir sjúkradeild; og það má ætla að Trump líklega hafi farið beint þangað.
--Þegar margt bendi til þess, Trump hafi verið hættulega veikur 2-dagana á undan.

En sjálfsagt rekur pólitíkin sterkt eftir!

Trump virðist ætla að gera tilraun til að nota veikindi sín, eins og að Trump sé nokkurs konar - Herkúles - sem ekkert geti beigt eða brotið.

Trump: Don’t be afraid of Covid, -- Don’t let it dominate your life. -- We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. -- I feel better than I did 20 years ago! (Spurning hvort stera-lyfið er örvandi)

--Sama tíma og Trump segir þetta, hefur fjöldi af starfsliði sem hefur verið nærri Trump, þjónað Trump -- verið greint með kófið; og verið skv. reglum sett í einangrun.

  1. Trump: ...his diagnosis had been a very interesting journey -- learned a lot about Covid. -- I learned it by really going to school, -- This isn’t the ‘let’s-read-the-book’ school. And I get it. And I understand it. And it’s a very interesting thing. And I’m going to be letting you know about it.
  2. Trump campaign spokesperson Erin Perrine took that message a step further: He has experience now fighting the coronavirus as an individual, -- Those first-hand experiences, Joe Biden, he doesn’t have those.

Skv. þessu, gæti verið útlit fyrir að Trump og Trump herferðin ætli að nota reynslu Trumps á sjúkrahúsinu - með einhverjum hætti. Kannski ætlar Trump að segjast, nú vita allt um kófið.

Hinn bóginn er kálið ekki endilega sopið þó í ausuna komið!

Ég stórfellt efa, að það sé nokkur möguleiki á að Trump - raunverulega sé orðinn góður. Þó liðið í kringum Trump - sé með spinn í þá átt, að fljótlega megi eiga von á Trump aftur til baka í kosningabaráttuna!
Þá er Trump 74 ára, hann var hættulega veikur í 2-daga, slíkt skilur eftir sig.
Hann er að sjálfsögðu enn, líklega afar veikur -- þó honum sé hjúkrað í Hvíta-Húsinu.

Það getur varla verið annað, en að staðan í könnunum spili e-h inn í!

  1. Það fer enginn að segja mér, 74 ára maður -- eftir að hafa verið hættulega veikur í a.m.k. 2 daga.
  2. Sé daginn eftir, nærri að nýju -- full heilsu.

Mun sennilegra það taki Trump -- vikur að ná sér! 
--Fólk mun yngra en Trump, þarf vikur að ná sér af kófinu -- ef það varð virkilega veikt.

 

Niðurstaða

Ég ætla að reikna með því, ekkert verði af annarri kappræðu Trumps og Biden. Ef aftur á móti Trump slær ekki niður að nýju, er á raunverulegum bata-vegi eftir líklega hættuleg veikindi helgarinnar. Má alveg hugsa sér hann mæti á seinni tvær kappræðurnar!
Hann hlítur að algeru lágmarki, ef einhver skynsemi er í honum er heilsu varðar, að halda sig algerlega inni fyrir út vikuna og fram yfir helgi, eiginlega ætti hann að bæta þar við vikunni þar á eftir.
--En enginn segir mér, að ekki sé hægt að slá aftur niður af kófinu - ef viðkomandi gæti sín ekki nægilega vel dagana á eftir verstu veikindin.
Ég hef heyrt þá þumalfingursreglu, að bæta a.m.k. við viku til - við þá viku sem einstaklingur er verður veikur en ekki hættulega veikur, skal vera heima eftir að hiti er horfinn!
--Trump varð meira en smávægilega veikur!

  • Ef hann fer of bratt af stað, gæti hann raunverulega drepið sig.

 

Kv.


Stunt á sunnudag, er Trump var keyrður í bifreið fyrir ásýnd stuðningsmanna Trumps fyrir framan hersjúkrahús þ.s. Trump var lagður inn; vekur fleiri spurningar en það svarar! Var Trump veikur á Miðvikudag, vissi Trump af því?

Það virðist augljóst, Trump var að þessu til að -- efla ímynd þá að hann væri á batavegi. En vitum við hvert ástand hans er? En sá lyfjakokteill honum er gefið, vekur spurningar. Það sama á við viðurkenningu lækna að Trump hafi á tímabili á Sunnudag og Laugardag, verið veitt öndunar-aðstoð; það hljómar meir í þá átt að Trump sé raun í -- gjörgæslu.
Trump er þó greinilega með meðvitund, Trump er líklega ekki persóna er -- hlíðir fyrirmælum.

Stuðningsmenn Trumps fyrir utan Walter-Read hersjúkrahúsið á Sunnudag!

Trump supporters gather outside Walter Reed National Military Medical Center in Bethesda, Md., on Oct. 4, 2020.

Trump í bifreiðinni á Sunnudag meðan ónefndir óku honum

Trump LEAVES Walter Reed during his COVID treatment to greet MAGA fans |  Daily Mail Online

Ein mikilvæg spurning uppistandandi -- hvenær Trump vissi hann var veikur: Læknir Trumps segir COVID greiningu Trumps 72klst. gamla, frammi fyrir blaðamönnum á laugardag --> Risahneyksli gæti blasað við, var Trump ofurdreifari í 2 daga áður hann lét vita? Væri glæpsamlegt!.

Trump tilkynnir sig veikan rétt fyrir 5 á föstudagsmorgun - um kvöldið var hann færður á Walter-Read!

What we know — and still don't know — about Trump's fight with coronavirus

Former Baltimore Health Commissioner Leana Wen, a well-known public health expert, said Trump’s rapid progression from diagnosis to severe symptoms is highly unusual:

  1. The average time between symptom onset and having shortness of breath and other respiratory symptoms, it's five to eight days,
  2. For that to happen all within one day, either the President had an extraordinarily high viral load, or there's something about the time course that is off.

Nákvæmlega, þetta styður það að Trump hafi verið orðinn veikur á miðvikudag!
Það sé annars afar sérkennilegt, ef það ætti vera svo - fyrstu einkenni komi fram á föstudag, hann sé færður á sjúkrahús sama dag um kvöld.
--Sú skýring gangi eiginlega ekki upp, eins og bent er á.

Hvað þíði það, ef Trump mætti - vísvitandi veikur á fund með stuðningsmönnum, síðan visvitandi veikur á fund fjár-aflamanna?
--Ef einhver þeirra deyr, ef hægt er að sanna Trump -- mætti á þá fundi, vitandi hann væri dreifandi hættulegri veiru; þá er hægt að gera hann skv. lögum bandar. a.m.k. að einhverju leiti persónulega ábyrgan - fyrir dauða sérhvers þeirra, hægt væri að tengja við að hafi smitast af hans völdum.

Var Trump að anda frá sér sýklum í hverjum andardrætti er hann talaði við stuðningsmenn?
Myndin er tekin á Trump-rally í Minnesota

President Donald Trump speaks at a campaign rally at Duluth International Airport, Wednesday, Sept. 30, 2020, in Duluth, Minn.

Ökuferð með Trump hefur verið gagnrýnd - út af því, að ef þeir sem voru með honum voru ekki full-varðir sbr. í nokkurs konar geim-búningum, þá voru þeir mjög líklegir að hafa smitast; þá vaknar sú spurning hvort Trump fyrirskipaði þeim að aka sér - eða buðust þeir til þess?

Trump criticised for drive-by visit to thank supporters

  1. Every single person in the vehicle during that completely unnecessary presidential ‘drive-by’ just now has to be quarantined for 14 days,
  2. They might get sick. They may die. For political theatre. Commanded by Trump to put their lives at risk for theatre. This is insanity.

--Orð höfð eftir Dr. James Philipps, sem er einn af starfandi læknum við - Walter-Read. Einnig prófessor við George Washington University.

  • En þetta stunt er greinilega ekkert meira en -- pólitískt leikrit.
    Og þ.e. augljóslega rétt, að þeir sem voru með honum í bifreiðinni.
    Settu sig hugsanlega í persónulega hættu, í tengslum við pólit. leikrit.

Lyfjakokkteill sá er Trump fær hefur vakið athygli: Trump's medical team briefing reveals things are worse than we knew.

  1. Hann fær Remdisivir - sem er ekki sérdeilis óvenjulegt, en er gefið á sjúkrahúsum til að bæta bata-horfur sjúklinga sem eru verulega veikir af kófinu. Hinn bóginn ekki sannað óhyggjandi það minnki dánarlíkur.
  2. Trump fær, Dexamethasone -- þessi steri er notaður ef sjúklingur er í öndunarnauð eða í hættu á öndunarnauð - þ.e. varað við því að nota hann í öðrum tilvikum af Lyfjaeftirliti Bandar., því honum fylgja hugsanlegar aukaverkanir er geta skaðað lungnastarfsemi. Því ekki gefinn, nema brín ástæða sé til.
    --Læknar Trumps hafa viðurkennt, hann hafi fengið öndunar-aðstoð, en ekki er vitað nákvæmlega hve lengi og akkúrat hvenær.

    En ef Trump hefur verið að fá öndunar-aðstoð, þá hljómar þetta ákaflega alvarlegt, eða hvað?
  3. Það var viðurkennt á sunnudag, Trump hafi fengið -- tilrauna-lyf sem ekki hefur enn verið viðurkennt, framleitt af Regeneron Pharmaceuticals. Að sögn lyfjafyrirtækisins, er lyfinu ætlað að styrkja ónæmiskerfið.
    --En hvenær byrja menn að gefa forseta-Bandaríkjanna, lyf sem ekki er enn fullprófað?

    Það hljómar eins og örvænting, að gera forsetann að -- lab-rat. Ég meina, það hljómar ekki vel.

Það hefur verið tal um að hleypa forsetanum heim hugsanlega í dag: Sjálfsagt er tæknilega hægt að breyta forseta-íbúðinni í Hvíta-Húsinu í hátækni-sjúkrahús, ef menn punga í það nægum peningum.

  1. En ef hann er í normal-tímalínu sjúkling er hefur farið á sjúkrahús vegna kófsins.
  2. Þá tekur það margar vikur að ná sér - þannig viðkomandi sé raunverulega nægilega hress, til að geta hafið vinnu.
  • Þar fyrir utan, er alltaf einhver hópur sem er mun lengur að ná sér.

Sama tíma tek ég eftir: Biden er að auka fylgi sitt þessa dagana, fylgi Trumps að minnka!
--Sveiflan er ekki neitt risastór - þetta auðvitað ítir á Trump!

Spurningar vakna einnig um hlutverk: Pence.
En honum ber að taka yfir ef forsetinn getur ekki gegnt embættis-skildum!
En Trump getur verið tregur til að gefa embættis-hlutverk eftir!
--Ætti þá Pece, að fremja hallar-byltingu í Hvíta-húsinu?

  • Það gæti komið að þeirri spurningu -- ef Trump er rökrétt áfram óvinnufær dag eftir dag eftir dag, og ef það þíðir -- að fylgis-leki heldur áfram, meðan ef það einnig þíði Biden sé samtímis að bæta sitt fylgi.

En varaforseta ber að taka yfir - ef forseti er sannarlega óvinnufær!
Hann væri þá einungis í - cartaker role - ef búist væri við forseti næði sér síðar.

 

Niðurstaða

Dramað í tengslum við forsetatíð Trumps hefur magnast í hæstu hæðir síðan Trump var færður á Walter-Read. Nú ganga vangaveltur um allar jarðir. Sérfræðingar benda á að yfirlýsingar lækna stangast á. Samtímis virðist tímaramminn uppgefinn - ekki heldur ganga upp.
--Það styður það að Trump hafi raun orðið veikur á miðvikudag.

  • Eins og læknir Trump sagði, er síðar var borið til baka: Pres. Trump's physician says he is "extremely happy" with Trump's progress, 72 hours into COVID-19 diagnosis.
    Einmitt atriðið með 72klst. er vakti athygli, þ.s. það þíðir Trump varð veikur á miðvikudags-morgun, þá að hann mætti veikur á Rally síðar sama dag í Minnesota, síðan að hann mætti veikur á fjáröflunarmálsverð í Bedminster!
    --Sérstaklega Bedminster, var Trump án grímu nær 2 metrum í ca. klukkutíma margvíslegum aðilum, ræddi við nokkurn fjölda þeirra einslega: Það virðist næsta öruggt ef Trump mætti þar veikur, hann hafi smitað fjölda manns þar.
  • Það eru ekki fátæklingar er þar mættu, þ.s. það kostaði 250þ.$ að sitja við háborðið með Trump -- ef einhverjir þeirra veikjast alvarlega eða jafnvel deygja; gæti þetta því haft afleiðingar fyrir Trump.

Eins og ég benti á, væri glæpsamlegt athæfi.

Ég skil gangrýni á stund Trumps - að láta aka sér í ásýnd aðdáanda er mætti fyrir utan Walter-Read, en þ.e. að sjálfsögðu rétt gagnrýni. Ef enginn í bílnum var þannig búinn, að þeir væru alveg einangraðir frá Trump. Var Trump hugsanlega að stofna lífi þeirra í hættu.
--Fyrir bersýnilegt stunt. Þess vegna tek ég undir orð James Philipps: Madness.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband