Trump segir COVID-19 flensu, oft farist yfir 100.000 vegna flensu, landinu sé ekki lokað -- skv. CDC fórust 61.000 manns í einni verstu flensu seinni ára 2017-2018: Trump greinilega vill ekki samúðaratkvæði!

Afar sérstakt að Trump virðist ekki ætla að gera hina minnstu tilraun til að afla sér samúðar-atkvæða í tengslum við veikindi sín, en þau voru augljóst tækifæri fyrir mann - sem er nú vel undir í skoðanakönnunum - að tala til fólks sem einnig hefur fengið veikina!
--En Trump virðist ekki ætla sér, að tala til þeirra fjölmörgu Ameríkumanna er hafa misst ástvini, eða veikst alvarlega þurft langan tíma til að ná sér!

Það eru margir sem benda á að þarna sé Trump að glutra niður tækifæri.
Bent á að Boris Johnson hafi kjölfar þess hann veiktist, tekist að afla sér umtalsverðs samúðar-fylgis!
--Hinn bóginn er lykill að samúðar-fylgi, að auðsýna samúð og hluttekningu.
--Það er kannski hvað Trump einfaldlega getur ekki, þ.e. að höfða til fólks með hluttekningu og samúð!

Eins og upplýsingar sýna frá - US Centers for Disease Control and Prevention - er fullyrðing Trumps að reglulega farist 100.000 manns í flensu; hrein og tær lýgi af grófasta tagi.

Þannig hefur Trump alltaf verið, hann fullyrðir hluti út í bláinn - maður er ekki alltaf viss hvort hann ljúgi vísvitandi eða trúi þvælum hann oft fullyrðir; en í þetta sinn er ég sæmilega viss að Trump veit fullkomlega að hann laug!

  1. Twitter setti upp varúð við Twít Trumps, er hann staðhæfði sína lýgi -- þ.s. varað var við því að Trump - eiginlega væri að ljúga!
  2. En með þessu -- er Trump búinn að hafna tillögum hann fékk frá sínu eigin - campaign team - sem lagði til það einmitt, að Trump gerði tilraun til að höfða til Ameríkumanna með öðrum hætti, þ.e. með því að tala til þeirra er hefðu gengið í gegnum veikindi - jafnvel misst ástvini.
    --En Trump virðist ekki ætla að gera það!
  3. En Trump - campaign - eðlilega hefur áhyggjur af því að Trump er ekki að minnka bilið yfir til Biden -- þvert á móti að það hefur vaxið sl. daga!
    Og nú er ca. mánuður til kosninga!
    --Þeir sáu þetta hugsanlega tækifæri, sem Trump greinilega ætlar sér ekki að taka.

This is a case where he would help himself politically by using even a little bit of nuance when talking about [the virus], -- said a strategist close to the Trump campaign, adding that he worried the president had already squandered any sympathy he might have garnered from his hospital stay.

There is a way to run against the lockdowns while still taking the virus seriously, -- said the strategist, -- adding the president could still warn that Covid-19 can be serious for older people and people with underlying conditions.
Trump hefur greinilega enga samúð til að gefa!

--Verulegur fj. aðila er styðja Trump tóku undir orð Trumps, og skv. Financial-Times hefur heyrst meðal þeirra, háð og spott gagnvart fólki er -- gengur með grímur fyrir vitum.

Sama tíma heldur Kófið áfram að dreifast um Hvíta-Húsið, og meðal þeirra er nýlega hafa hitt Trump!

  1. Trump virðist vísvitandi brjóta allar þær reglur sem hafa verið settar til að varna smitum, sbr. skv. reglum er gilda skv. fyrirmælum hans eigin ríkisstjórnar -- skal sérhver sá sem er stiginn upp úr veikindum vegna kófsins; að vera í einangrun í 10 daga á eftir!
    --Trump hundsar það!
  2. Þar fyrir utan, gengur hann nú aftur um grímulaus - þó vitað sé hann sé enn, smitandi að flestum líkindum.
    --Þannig grefur undan viljastyrk fólks, sem fær fyrirmæli heilbrigðis-yfirvalda, m.a. í krafti fyrirmæla hans eigin ríkisstjórnar -- að nota grímur þegar sannarlega er vitað viðkomandi er enn smitandi.

Ég eiginlega man ekki eftir nokkru dæmi þess, að sitjandi forseti Bandaríkjanna - auðsýni verri dómgreind en þá sem Trump auðsýnir!

--Það er víst farið að selja veifur og merki, þ.s. sagt er að Trump hafi sigrað veiruna!

Dr Fauci: He looks fine [but] the issue is that it is still early enough in the disease. Sometimes when you’re five to eight days in you can have a reversal.

Hann bendir á að -- Trump sé ekki úr hættu, þ.s. algengt sé að sjúklingum slái niður aftur bilinu milli 5-8 dags, eftir smitun -- þó þeir hafi góðan dag/daga á milli.
--Trump ætti að fara varlega með sig m.ö.o. - ekki vera kærulaus.

--En nú er eins og Trump ætli að sýna frat í alla sérfræðinga!
--Hann viti nú betur en allir aðrir!
Áhugaverður hroki, en veiran er örugglega enn til staðar!

Ef það er einhver - method in Trump's madness - þá er það eftirfarandi:
Sú hugmynd, að þeir rúmlega 40% Trump hefur, dugi honum til sigurs!
Eiginlega, er það eina leiðin til að tengja lógík við nýjustu hegðan Trumps.

  • Í dag hefur Trump: 42,6% / Biden: 51%.
    Ef marka má kosninga-vef Financial-Times, er notar meðal-tal kannana.

Fylgi Trumps hefur minnkað um nærri prósent sl. daga, Bidens vaxið um nær prósent á móti.
--Sannarlega hljómar þetta - örvæntingar-full hugmynd!

  • Vegna þess, að bilið milli Trumps og Biden, er nú mun breiðara en það var milli Trumps og Clinton 2016.

David Tamasi, a Republican donor: Either you think this race is going to be won by independents and swing voters or turbocharged by who can turn their bases out to vote, -- [Trump’s] base is responsive to what he did [on Monday night] and his Twitter activity over the weekend. That’s what this race comes down to.

Ef þetta er kosninga-stefna Trumps nú, þá ætlar hann að treysta á að mæting sinna fylgismanna verði svo miklu betri en mæting - þeirra er mæta til að kjósa Biden.
Að hann hafi sigur samt, þrátt fyrir 8,4% meðal-tals mun skv. vef FT.

  1. Þetta gengur að sjálfsögðu gegn - dæmigerðri kosninga-venju.
  2. Er snýst um að afla sér sem mest fylgis - ekki um það, að hvetja sinn stuðnings-hóp sem mest, samtímis tilraunum til að breikka fylgis-grunn er alfarið sleppt.

--Öll von sett á það, að fylgismenn Trumps séu svo áhugasamir að þeir mæti miklu miklu betur.
Ef þetta er svo, þá væntanlega er tónninn fyrir -- restina af kosninga-baráttu Trumps settur.
Þ.e. engin málamiðlun af nokkru tagi, engin tilraun til að tjúnna tóninn niður!

  • Ef Bandaríkin væru með fjölflokkakerfi og Trump væri leiðtogi flokks - er hefði mjög afmarkaðan fylgis-grunn; þá væri slík stefna rökrétt!
  • En þegar við erum að tala um; landskjör á forseta Bandaríkjanna -- virðist mér þessi ekki vera rosalega rökrétt, eiginlega.

Bendi á Worldometers: United States Coronavirus: 7,714,932 Cases and 215,670 deaths.

  1. Rétt að benda á skv. gögnum, CDC segir 61.000 farast úr einni verstu flensu seinni ára 2017-2018 í Bandaríkjunum.
  2. Þá er COVID-19 meir en 3-svar sinnum banvænni sjúkdómur en flensa.
    Ef kófið fer yfir 240þ. dauðsföll, það örugglega gerir, verður Kófið 4-sinnum banvænna en sú flensa!

--Þetta er svar við fullyrðingu/lygum Trumps - reglulega farist yfir 100þ. af flensu, og landið sé ekki mikið að fárast út af því.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við, Trump ætlar sér nú að keyra framboðið á kröfu um að opna landið - þó að tölur yfir útbreiðslu kófsins sýni, að hröð útbreiðsla þess sé sannarlega í gangi!
--Öfugt við fullyrðinga-lýgi Trumps, nálgast kófið að vera 4-sinnum banvænna, en flensa er skók Bandaríkin veturinn 2017-2018.

Að sjálfsögðu, þá grefur Trump undan vilja fólks til að hlíða sóttvarnar-aðgerðum, sem er án mikils vafa -- a.m.k. verulegur hluti þeirrar skýringar, að þær hafa ekki virkað sérdeilis vel innan Bandaríkjanna.
--Sóttvarnar-aðgerðir sem fólk hundsar, virka ekki mikið að sjálfsögðu.

Þannig stuðlar Trump - að fleiri dauðsföllum meðal Bandaríkjamanna, þ.s. hann með því að hvetja fólk til að hundsa sóttvarnar-aðgerðir - veldur þar með aukinni útbreiðslu og því þá að flr. verða veikir -- hluti veikra deyr!
--Þannig að röksamhengi er til staðar, að Trump sé að stuðla að fjölgun ótímabærra dauðsfalla.

  1. Trump hefur klárlega hafnað því, að auðsýna samúð með veikum.
  2. Þess í stað, eru orð hans - eins og grjótkast fyrirlitningar til veikra Bandaríkjamanna, og einnig þeirra Bandaríkjamanna er hafa misst ástvini.

Það verður að koma í ljós, hvort svo skelfi-lega andstyggileg stefna getur haft árangur.
Hinn bóginn, virðist Trump með henni - gefa upp á bátinn, allar frekari tilraunir til að breikka sinn fylgis-grunn!
--Þétta raðir þeirra sem þegar hvort sem er styðja Trump, séu skilaboðin.

  • Nú verður forvitnilegt að sjá, hvort fylgisleki Trumps er hefur verið hægur - heldur áfram, og samtímis hvort fylgis-aukning Bidens á móti heldur áfram.

Það virðist afar erfitt að trúa því -- að hægt sé fyrir Trump yfir-höfuð að vinna með slíkri kosninga-stefnu!
--Einhvern veginn þyrfti hann að tryggja, rosalega lélega mætingu kjósenda Bidens!

Það sé einmitt ótti til staðar, að til standi að beita margvíslegum bola-brögðum til þess einmitt, að hindra fólk í að kjósa á tilteknum svæðum - allt gert til að ógilda atkvæði þá fókusað á einungis sum svæði; spurning hvort flr. meðulum en yrði beitt.
--Líklegt þykir, að Demókratar séu með eigin undirbúning í gangi - til að mæta slíku. Sem gæti þítt, að það gætu hreinlega orðið átök hér og þar milli - fylkinga vigilanta á kosningadag.

  • Kosningadagurinn gæti jafnvel orðið blóðugur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einar! Trump gerir ekki út á samúðaratkvæði. Hann veit nefnilega að hann er svo svakalega ósympatískur að það myndi ekki virka.

Hann gerir út á þá ímynd að hann sé sterki leiðtoginn sem hristir af sér þessa "flensu" eða "kvef" eða hvað sem hann vill kalla það. Kínaveiruna.

Bandaríkjamenn eru veikir fyrir ofurhetjum. Þeir eiga Kóngulóarmanninn. Þeir eiga Leðurblökumanninn. Og nú eiga þeir Kórónaveirumanninn!

Hann veit alveg hvað hann syngur kallinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.10.2020 kl. 00:28

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson -- Trump er vond persóna, það er hvað kemur betur og betur í ljós - vont fólk hefur ekki samúð, því vont hjarta skortir allt slíkt. Vont fólk getur ekki gefið að sér með jákvæðum hætti, það getur einungis alið á því öfuga - tortryggni og andúð. Það eiginlega lísir allri forsetatíð Trumps, sbr. hann hefur aldrei gert nokkra tilraun til málefna-legrar gagnrýni eða málefnalegra mótsvara -- sbr. gagnrýni verður alltaf í hans orðum að persónulegum árásum eða lýgi, fjölmiðlar sem gagnrýna hann ljúga skv. hans orðum --> Andstæðingar eru sem sagt, aldrei að misskilja. Hann velur sem sagt, alltaf verstu túlkanir þegar vægari eru til. Þannig hefur hann alla sína tíð, sjálfur elft sundrung og tortryggni --> En þegar fólk er sakað um lygar, verður það reitt - er það einungis er annarrar skoðunar. Trump virðist einungis þekkja þá einu aðferð -- að skapa meiri og meiri reiði.
"
Hann gerir út á þá ímynd að hann sé sterki leiðtoginn sem hristir af sér þessa "flensu" eða "kvef" eða hvað sem hann vill kalla það. Kínaveiruna." Hann gerir út á furðusögur og mítur.
"
Bandaríkjamenn eru veikir fyrir ofurhetjum. Þeir eiga Kóngulóarmanninn. Þeir eiga Leðurblökumanninn. Og nú eiga þeir Kórónaveirumanninn! -- Hann veit alveg hvað hann syngur kallinn."Ef skilningur fólks á veruleikanum er svo veikur orðinn - að furðusögur og mýtur, fjarri öllum veruleika-tengslum -- virka. Þá væri búið að full sanna að bandar. skóla-kerfið hafi algerlega brugðist í því að mennta lýðínn þar. Þetta er þ.s. Trump gerir út á -- furðusögur og mýtur. Meðan aðrir halda á lofti -- köldum veruleikanum. Þú heldur því fram, að Bandaríkjamenn muni frekar velja furðusögur og mýtur -- en kaldann veruleikann.

Ég ætla að leyfa mér að trúa, að íbúar Bandar. séu ekki það djúpt sokknir orðnir -- að furður séu leiðin til sigurs; og veruleikanum sé hafnað. Ekki síst, þegar veruleikinn ber svo hart að dyrum. En, Kófið er enn í hraðri útbreiðslu í Bandar. -- 9. nóv. nk. gætu látnir Bandaríkjamenn verið orðnir kringum 220.000. Þ.e. nærri 4-sinnum sá fj. er lést úr flensunni er gekk yfir 2017-2018. Þ.e. einmitt veikleiki furðusagna og mýta -- að þegar veruleikinn ber svo hart að dyrum, þegar hann er að drepa svo marga - ekki gleyma því að baki einstakling er deyr er fjölskylda, líklega einnig vinir og önnur skilmenni -- 200.000 geta þannig virkað 10-falt ef tekið er tillit til alls fj. er líklega þekkir viðkomandi eða er ættingi eða fjölskylda viðkomandi.
Þar fyrir utan, þá berst óttinn varðandi vitneskjuna að fólk sé að deygja, um samfélagið.
--Sannarlega er það svo, að þegar ótti ber að dyrum - er það alltaf val einhverra, að leita til mýta og furðusagna, ca. það að setja kíkinn fyrir blinda augað. En slíkt val, er einungis val þeirra -- er hafa ekki hugrekki að tækla veruleikann. Ég ætla að leyfa mér að hafa meiri tiltrú á íbúum Bandar. -- en sú skoðun ber með sér að þeir falli fyrir mann-vonsku og furðusögum. Sérstaklega þegar veruleikinn -- er svo sjáanlegur út um allt, veiran greinilega fylgir ekki vilja furðusagna heldur fer fram skv. eigin eðli -- þannig sjá margir hver veruleikinn er! Síðan er Trump ekki úr hættu, eins og Foci bendir á -- á veikjast margir er fá hana, aftur harkalega. Þar fyrir utan, er Trump 74. ára - það fer enginn að segja mér, hann sé ekki verulega eftir sig, eftir að hafa verið nær dauðveikur um helgina -- slíkt skilur eftir sig spor í yngra fólki. Rökrétt tekur það hann vikur aftur að ná fullri heilsu! Þannig, þá þarf hann að gæta sín á -- að það sjáist ekki hve veikburða hann líklega er.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.10.2020 kl. 12:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ....Og Rocky (Stalone)- smá tímaflakk. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2020 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 846720

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband