Staða Bidens afar sterk 22-dögum fyrir kosningar þann 3ja. nóv. nk. Ef kosið væri nú, virðist Biden nær alfarið öruggur um sigur. Vonlítið úr þessu fyrir Trump að snúa spilum við!

Skv. Real-Clear-Politics, og Financial-Times; virðist Biden með örugga 190 kjörmenn.
En svo öruggt er forskot Biden, að Biden hefur a.m.k. 10% forskot í fylkjum með slíkan fjölda kjörmanna -- þar fyrir utan, með a.m.k. 5% forskot í fylkjum með 89 kjörmenn.
--Samtals 279, ath. 270 þarf til sigurs.

Á móti hefur staða Trumps veikst aftur miðað við stöðu hans í september.
M.ö.o. hann hefur einungis 83 örugga kjörmenn í fylkjum þ.s. hann hefur a.m.k. 10% forskot.
Og einungis 42 líklega kjörmenn að auki, þ.e. í fylkjum er hann hefur a.m.k. 5% forskot.

Rétt að taka fram að - Trump hóf ekki forseta-slag sinn fyrr en eftir miðjan Júlí!
Þannig að seint í Júní - var ekki farið að gæta áhrifa - Trump-campaign.
--Þrátt fyrir það, er áhugavert hve - lítið Trump hefur tekist að dempa fylgi Bidens.

Í september virtist Trump vera aðeins lítið eitt að klóra í Bakkann.
En frá október virðist - stríðsgæfa Trumps kulna að nýju!

Nú að Biden hefur aftur aukið nokkuð fylgi sitt, fylgi Trumps aftur minnkað nokkuð á móti -- virðist bilið einfaldlega of mikið fyrir Trump, að hann eigi nokkurn möguleika eftir!

  1. Staðan nú:
    Biden 190 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    89 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 279 örugga og líklega.

    Trump með einungis 83 örugga kjörmenn.
    Og einungis 42 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 125.

    Svokallað -toss-up- 134 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.


  2. Staðan þann 7/9 sl:
    Biden 203 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    66 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 269 örugga og líklega.

    Trump með einungis 80 örugga kjörmenn.
    Og einungis 42 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 122.

    Svokallað -toss-up- 147 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.


  3. Staðan þann 25/6 sl:
    Biden 197 örugga kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 10% forskot.
    109 líklega kjörmenn sbr. í fylkjum með a.m.k. 5% forskot.
    --Samanlagt 306 örugga og líklega.

    Trump með einungis 106 örugga kjörmenn.
    Og einungis 26 líklega kjörmenn.
    --Samanlagt 132.

    Svokallað -toss-up- 100 kjörmenn, m.ö.o. fylki þ.s. hvorugur hefur a.m.k. 5% forskot.

Vel sést á tölum - hve lítið í reynd Trump tókst að saxa á Biden.
Áður en gæfa Trumps snerist aftur við í september og október!

Biden tops 270 in POLITICO's Election Forecast

Biden vs Trump: who is leading the 2020 US election polls?

 

Niðurstaða

Er forskot Biden er þetta mikið sem það er nú 22 dögum fyrir kosningar, er erfitt að sjá nokkra raunhæfa sviðsmynd fyrir Trump sigur!
Til eru þeir sem telja sig sjá einhverja von í útnefningu Amy Coney Barrett í Hæsta-rétt.
Þvert á móti er ég á því að sú útnefning - skaði Trump enn frekar en orðið er.

Það komi til af - afar extreme viðhorfum Barrett!
Þau viðhorf er Demókratar munu hamra á, er andstaða hennar gegn -- Obama-care.
Á sl. ári stóðst Obama-care atlögu innan dómskerfis Bandaríkjanna með minnsta mögulega mun.
Barrett skrifaði þá gegn afstöðu hægri-sinnaðs dómara, er ákvað á síðustu stundu að verja Obama-care þannig að meirihluti myndaðist ekki í dómnum gegn Obama-care í það skiptið.
Það virðist því algerlega ljóst, að með skipun hennar -- verður Obama-care fellt.

Þó ákveðinn hópur Repúblikana muni líta það stórsigur!

  1. Þá verður afleiðing þess sú, að milljónir Bandaríkjanna þá missa heilbrigðis-tryggingar.
  2. Í miðju kófinu, með milljónir atvinnu-lausa -- Bandar. enn í djúpri kóf-kreppu.

--Þá kem ég ekki auga á nokkurn möguleika, að kjósendur sjái gleði-tíðindi í slíku.
Demókratar munu nota það í kosninga-baráttunni, beint að verka-fólki í Bandaríkjunum.
Að Repúblikanar ætli að taka af þeim, aðgengi að heilbrigðis-þjónustu.

  • Það einfaldlega er satt!

Trump væntanlega við þetta, missir einna helst atkvæði - verkafólks.
Og þar með má þess vænta, að Biden taki með öryggi - fylki þ.s. Trump tók 2016, í þeim tilvikum að atkvæði verka-fólks skiptu máli.

Við þetta reikna ég með, að Trump missi heilt yfir fylgi - niður fyrir núverandi meðalstöðu 41,7%. Jafnvel gæti hann dottið niður fyrir 40% múrinn.
--Við það innsiglaðist sigur Bidens -- enn líklega stærri en tölurnar ofan sýna!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2020 (síðastliðinn fimmtudag):

How the Democrats can pack the Supreme Court

Þorsteinn Briem, 12.10.2020 kl. 20:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Biden hefur verið með meira fylgi en Trump í nær öllum skoðanakönnunum síðastliðin ár: cool

Donald Trump vs. Joe Biden

Þorsteinn Briem, 12.10.2020 kl. 21:08

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, 1866 fordæmið - krefst þó meirihluta í báðum deildum Bandar.þings. Kannski næst sá meirihluti.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2020 kl. 23:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.10.2020 (í dag):

"Ríflega tíu milljónir manna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. cool

Þetta kemur fram í gögnum sem U.S. Elections Project hefur safnað saman og telja sérfræðingar þar á bæ þetta vera vísbendingu um að kjörsókn verði mikil.

Samkvæmt gögnum þeirra hafa 10,4 milljónir manna nú greitt atkvæði utan kjörfundar en á sama tíma fyrir síðustu kosningar árið 2016 hafi 1,4 milljónir manna verið búnar að kjósa. cool

Í Minnesota, Suður-Dakóta, Vermont, Virginíu og Wisconsin sé fjöldi atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni orðinn meiri en sem nemi fimmtungi af heildarkjörsókn í ríkjunum fimm árið 2016."

Þorsteinn Briem, 13.10.2020 kl. 08:46

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, ég skal viðurkenna að það lítur nokkurn veginn allt út eins og Joe Biden muni vinna kosningarnar og verða næsti forseti Bandaríkjanna - sem myndi hafa gríðarleg áhrif á heimsmálin og heimspólitíkina - þetta kemur öllum við - Bandaríkin verða enn að teljast voldugasta ríkið á jörðinni, en eitt verður ekki tekið af Donald Trump, hann hefur gjörbreytt umræðuhefðinni og komið ýmsum jaðarhópum á kortið, samsæriskenningasmiðum, "hægriöfgamönnum", þjóðernissinnum og fleiri. Þetta hefur allt fengið miklu meiri athygli í stjórnartíð hans, og ég held að þær breytingar séu viðvarandi en ekki tímabundnar. 

Allar þessar lokanir á samfélagsmiðlunum, ritskoðunin og reglurnar til að hefta tjáningafrelsið í nafni einhvers sem á að vera yfir það hafið - þetta er mjög grunsamlegt og hlýtur að virka í báðar áttir - efla einnig öfgahópana og gera einhvern hluta almennings reiðan. 

Sem sagt, ég er að segja að sigur stuðningsmanna Joe Bidens er ekki í höfn þótt hann vinni kosningarnar. Við lifum í síbreytilegum og spennandi heimi.

Donald Trump er mjög merkilegur maður, sama þótt fólk geti verið ósammála stefnu hans eða mislíkað við hann sem persónu. 

Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að skárra sé að Joe Biden vinni þessar kosningar, hann verður tæplega vinsæll við að reisa Bandaríkin við eftir þessa kreppu, og þá getur einhver eins og Trump tekið við næst á eftir honum, miklu öflugri en Trump.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta fer, ýmislegt óvænt hlýtur enn að geta gerzt.

Ingólfur Sigurðsson, 13.10.2020 kl. 17:39

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég er á því að næstu sólarhringar séu ráði þessu fyrir trúðinn.

Ef hann nær ekki að snúa Pennsilvaníu á sitt band á næstu dögum, að því gefnu að skoðunarkannarnir séu áreiðanlegar.

Er búinn að vera rýna þær nokkuð og sér í lagi þær sem eru með úrtakið stærri en 1000 og frávikin innan 5%. Eins með N-karólinu.

Lítið að marka heildarfylgið á landsvísu.

Sýnist núna baráttan núna snúast um hvor flokkur trúðsins sé að fara tapa senetenu. Líklega er þetta hæstarétta-rugl að fara langt með að klúðra Senetinu fyrir flokki trúðsins.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.10.2020 kl. 20:10

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

2016 fékk Trump  304 kjörmenn af 534, þá var um 55% kjörsókn og Demokratar mættu mjög illa á kjörsta þó þeir gætu þá kosið fyrsta kvennforseta bandaríkjanna.   Það er líka vitað að það hefur fjölgað nokkuð í hópnum sem mum mæta á kjörstað og kjósa Trump. 

Til að Biden vinni þarf þetta að breytast, en flest bendir til verri kjörsóknar demokrata (less enthusiasm ) en í 2016  en betri kjörsókn Trumpara.

Trump mun því að líkindum vinna stærra núna en 2016. 

Guðmundur Jónsson, 13.10.2020 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 388
  • Frá upphafi: 847029

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 366
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband