Ákvörðun Trumps að hafna þátttöku í, öðru einvígi hans við Biden, virðist ganga gegn eigin hagsmunum Trumps!

Málið er það, Trump já er ekki einungis undir fylgislega og vel það - bilið vex minnkar ekki.
Meðal-talsbilið hefur nú vaxið í 9,2% skv. kosningavef Financial-Times.
Er notast við aðferðir - Real Clear Politics - nokkurs konar vegið meðaltal kannana.
--Vandi Trumps ekki einungis sá að hann er undir, bilið vex, það hefur verið mikið og samtímis lítt hreyfst -- síðan seint í Júní.
--Þ.e. ekki síst, sá stöðugleiki þess bils -- sem Trump ætti að óttast!
Það bendi til þess, að nær flestir kjósendur hafi þegar ákveðið sig.

  • Verstu fréttirnar þó líklega eru, 6,6 milljón Bandaríkjamenn, þegar hafa kosið:  More than 6.6 million Americans have already voted, suggesting record turnout.
    Af hverju bendir það til, met-kosningaþátttöku?
    Því aldrei áður í sögu Bandaríkjanna, hafa svo margir kosið þetta snemma!
  • Met kosninga-þátttaka eru slæmar fréttir fyrir Trump, því fylgi hans hefur haldist nokkurn veginn - nagl-fast síðan seint í Júní. Sveiflan mest í 44% - nú kringum 42%.
    Meðan er Biden nú í tæplega 52% - skv. vegnu meðaltali kannana.
    --Hefur hann risið töluvert sl. daga, þ.s. úr tæpl. 49% í nú tæpl. 52%.
    --Skv. þessu, vegna meðaltali kannana.
  • Þ.e. þessi hreyfing til Biden vs. það svo margir þegar hafa kosið; er ætti að slá köldum svita á enni -- Trumps.

Þess vegna verður það -- enn skrítnara að hann hafni að mæta í einvígi!

Vegna þess, að Trump hefur allt til að vinna. Hann sé þegar það langt undir, að einfalt áhættumat segir, hann ætti að mæta -- út á þann séns að hann nái að snúa einhverjum kjósendahópum við.
--Meðan að í almennu árferði, sé það áhætta fyrir þann sem er yfir að mæta, þ.s. sá hafi allt til að tapa.

Trump gekk ekki svo vel í síðasta einvígi, en það gæti gengið skárr næst.
En nú slær hann hendi í boð -- segist ekki mæta!

Donald Trump’s baffling debate boycott

Trump rejects virtual debate with Biden

Donald Trump says he will not participate in virtual debate

Frank Luntz, the veteran Republican consultant and pollster: I don’t see how he catches up to and passes [Joe] Biden without two more debates, -- While an online debate is clearly problematic, no debate at all is worse.

Doug Herman, who was a lead mail strategist for Barack Obama's 2008 and 2012 campaigns: Every campaign in the world that is behind always wants to debate the frontrunner, at every level, for any race, especially for president,

Paul Maslin, a top Democratic pollster who worked on the presidential campaigns of Jimmy Carter and Howard Dean: Seriously, he’s losing. Maybe pretty big. Why the hell would he not debate?

--------------------

Rétt að benda á, kappræðurnar áttu að fara fram með öðrum hætti - svokallað Townhall Format.
--M.ö.o. það er ekki formlegur spyrill.
--Heldur koma almennir kjósendur fram með eigin spurningar.
Þeir sem hafa séð þannig, þá mega viðkomandi spyrja báða eða annan-hvorn.

  1. Má varpa fram þeirri kenningu, að Trump telji hann ekki fynna sig í þess lags fyrirkomulagi.
  2. Þetta sé ekki verndaður hópur, þ.e. leitast sé við að hafa spyrla sem eru frá báðum fylkingum -- þannig að Trump mundi þurfa að glíma við harðar spurningar.
    Ekki síður en mótherji hans!

Trump: I’m not gonna waste my time on a virtual debate, -- That’s not what debating is all about.

  1. Að sjálfsögðu er Trump langsamlega líklegast - enn smitandi.
  2. Rétt að benda á, að nú geisar míni faraldur í Hvíta-húsinu og stofnunum þess.

Trump: You sit behind a computer and do a debate, it’s ridiculous, -- And then they cut you off whenever they want.

--Jamm, hann fengi ekki að tala umfram sínar 2-mínútur í hvert sinn.
Kannski sé það hvað hann sé reiðastur yfir.

Mini faraldur hefur geisað í Hvíta-Húsinu síðan Trump greindist smitaður!

Virðist Trump sjálfur hafa smitað marga - síðan þeir næstu, o.s.frv.
--Virkilega ekki hægt að finna að því, með faraldurinn í Hvíta-húsinu fyrir augum.
--Þá taki menn, rökréttar öryggis-ráðstafanir, að hafa smitandi Trump ekki á staðnum.

En skv. yfirlýsingu frá kosningaherferð Trumps, er látið sem að sú rökrétta eðlilega aðgerð; sé einhvers konar árás beint að Trump persónulega -- algerlega absúrd.

Bill Stepien (Trump campaign): For the swamp creatures at the presidential debate commission to now rush to Joe Biden’s defence by unilaterally cancelling an in-person debate is pathetic,

--Algerlega ógeðsleg orð, Bill Stephien til fullkominnar skammar.
En orð sem slík, eru alltaf þeim er láta þeim frá sér sjálfum til háðs.

Það að gæta þess að Trump - smiti ekki enn fleiri en orðið er; snúist um margt fleira en það að eðlilega verja Biden gegn smiti - þó Trump virðist ekki kippa sér upp við að smita fj. starfsmanna í Hvíta-Húsinu - þá vonar maður að þeir sem skipuleggja kapp-ræðurnar hafi a.m.k. einhvern smá vott af sómakennd, þó herra Stephien virðist nákvæmlega enga slíka hafa.

  1. En líf fólks er í húfi. Kófið hefur þegar drepið vel yfir 210þ. í Bandar.
    Að sjálfsögðu á að verja líf Bidens - andstyggileg hugsun að láta sem það sé tortryggilegt.
  2. En þarna eru einnig starfsmenn og aðstoðar-fólk af margvíslegu tagi.
    Sem ekki er hægt að fullyrða, að geti ekki verið í nokkurri hættu.

Þegar Trump - er dreifari á lífshættulegum sjúkdóm.
Væri það glæpsamleg vanræksla - að taka ekki fullt tillit til sjúkdóms-varna.

  • Trump er ekkert fórnarlamb í þessu - hann veiktist, sem ekki er vitað nákvæmlega hvernig; en það gerðist og það hefur rökréttar afleiðingar.
    Að sjálfsögðu á að taka fullt tillit til þeirrar hættu, sem smit Trumps getur verið fyrir aðra.
    Ef það væri ekki gert, þá væri hægt að tala um - nær glæpsamlega vanrækslu.

Það sem mörgum finnst einkar þó subbulegt við orð Trumps nýverið!
Ekki síst, Trump virðist kenna - hermanna-fjölskyldum um smitið.
En Trump tók nýlega þátt í athöfn, með fjölskyldum látinna hermanna!
--Er hann íjar að því, að smitið sé þeim að kenna!

  • Þá verður mörgum Bandaríkjamönnum heitt í hamsi!

Trump: I figured there would be a chance that I would catch it. Sometimes I’d be with . . . for instance gold-star families. I met with gold-star families,

--Goldstar families - eru fjölskyldur látinna hermanna er hafa farið í átökum fyrir Bandaríkjaher, það þykir alltaf sérdeilis sóðalegt að - ráðast í nokkru að þeim.

  • Það gæti skemmt fyrir Trump, slík ummæli að íja að því - að hermanna-fjölskyldur í nýlegri athöfn, hafi borið smitið í hann.
    --Bendi fóliki á, Repúblikanar sögulega eru yfirleitt yfir meðaltali stuðningsmanna hersins. Herinn sé klassískt í hávegum hafður, og þ.e. ástæða af hverju fjölskyldur látinna hermanna er fórust í átökum -- séu nefndar goldstar.

Trump virkilega má ekki við að - reita hluta Repúblikana-kjósenda til reiði.

 

Niðurstaða

Mér virðist Trump vera á fullu í því að eyðileggja fyrir sjálfum sér. Hann íjar að því að fjölskyldur látinna hermanna nýverið er Trump var viðstaddur athöfn með þeim, hafi hugsanlega borið kófið til Trumps. Enda notuðu Demókratar strax tækifærið - að fordæma þau ummæli.
Og daga þegar bilið í könnunum vex Trump í óhag, hafnar Trump þátttöku í fyrirhuguðum kappræðum, vegna þess að -- í ljósi hættunnar af smiti Trumps fyrir aðra.
Var gripið til þess ráðs, að ákveða að kappræðurnar væru - virtual - netspjall.
Skipuleggjendur kappræðnanna fá óþvegið frá kosningastjóra Trumps, alveg án vafa með blessun Trumps -- þegar gerð er tilraun til að gera það tortryggilegt; að skipuleggjendur ákveði að verja líf þeirra sem eru á svæðinu, gegn mögulegu smiti.
--En líf eru sannarlega í húfi, enginn með réttu getur efast um það.

En með slíkum viðbrögðum - sem og orðum um fjölskyldur látinna hermanna, skemmir Trump einfaldlega enn frekar fyrir sjálfum sér, en orðið er.
Hefur hann þó gert sjálfum sér ærið mikinn óskunda á þessu ári.
Að Biden hefur vart nokkuð þurft að hafa fyrir, Trump hafi séð um að smala fylginu til hans.
--Trump virðist halda því áfram, kæmi það því mér ekki á óvart ef bilið í könnunum vex áfram.

Svona anstyggileg viðbrögð geta ekki verið verðlaunuð - þá væri allt réttlæti farið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir bjálfann búið spil,
Biden minni sau
ður,
milli
þeirra breikkar bil,
en Biden n
æstum dauður.

Þorsteinn Briem, 9.10.2020 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Glimrandi limra.

Guðmundur Böðvarsson, 9.10.2020 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 407
  • Sl. sólarhring: 446
  • Sl. viku: 880
  • Frá upphafi: 848152

Annað

  • Innlit í dag: 396
  • Innlit sl. viku: 855
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband