Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

Enn eitt ríkisgjaldþrot Argentínu -- Groundhog Day

Við lesningu á greiningum á ástandi Argentínu árin sem Macri hefur stjórnað frá 2015. Þá birtist mynd af landi er stóð efnahagslega á brauðfótum. Eftir niðurfærslu skulda, stóðu þær sannarlega í ca. 40% af þjóðarframleiðslu - mestu í eigu útlendinga, 70% í bandarískum dollurum.
--Hallarekstur ríkisins var mikill - rúm 30% íbúa taldist fátækir.

Argentina - the crisis in six charts

  • Eins og sést, hallareksturinn brjálæðislega mikill.

Government deficit

Verulegur hluti halla-rekstrarins, stafaði af -- margvíslegum niðurgreiðslum á brýnum nauðsynjum, sem fyrri forseti frú Kirchner hafði sett inn.
Þær niðugreiðslur voru vinsælar -- en afar kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð.

Macri skar þær nokkuð niður - það skapaði óvinsældir, hefur aukið nokkuð fátækt, minnkað neyslu. Þetta olli einnig nokkuð hækkaðri verðbólgu, því minnkaðar niðugreiðslur þíddi þær vörur hækkuðu í verði - og er hluti samdráttar í hagvexti þ.s. hækkanirnar bældu neyslu.

Hinn bóginn voru þetta samt - nauðsynlegar aðgerðir, því niðurgreiðslurnar voru stór hluti vandans, sem viðheldur skuldastöðu ríkisins í síhækkandi skulda-spíral, því endurteknum gjaldþrotum. Hagvöxtur búinn til - til skamms tíma þannig, er ósjálfbær auðvitað.
-----------------
Hinn bóginn bendir allt til þess að næst ríkisstjórn og forseti, muni hækkar niðurgreiðslurnar að nýju -- til þess að kaupa sér skammtímavinsældir, á kostnað ríkisins!

From Dry Run Election to Quasi Default :Opposition presidential candidate Alberto Fernandez told Dow Jones today that the country was in a virtual default and that he was unwilling to support the government’s debt plan. By contrast, he would look to boost consumption and wouldn’t ask permission from the IMF to do it.

Algerlega galin stefna, en vart hægt að sjá annað en að -- hraðinn á uppsöfnun skulda vaxi frekar við slíkar ákvarðanir.

  1. En þrátt fyrir nokkurn niðurskurð.
  2. Hafa skuldir ríkisins samt hækkað hratt undir Macri - standa nú nærri 90% af GNP.

--Eftir að hafa í rúm 40% við valdatöku - rétt að benda á að við fyrra gjaldþrot Argentínu kringum 2000, hafði stórfelld afskrift farið fram.
--Vextir á þessum skuldum voru líklega háir - vegna uppsafnaðs vantrausts.

Alveg mögulegt að það hafi kostað svipað miðað við þjóðartekjur að borga af þeim, eins og það kostar Ítalíu miðað við þjóðartekjur að borga af 130% skuldum þess lands. Það þarf einungis að vextir Argentínu séu 3-svar sinnum hærri að meðaltali.

Rétt að taka fram, að þ.s. mikið af þessu er í dollar -- skiptir gengisfall Pesósins um rúm 50% á sl. ári miklu máli í þessari hækkun skuldanna samanborið við landsframleiðslu.
Hinn bóginn, er viðvarandi hallarekstur að sjálfsögðu - stórum hluta hin ástæðan.
Þ.e. hallarekstur sem Kirchner tók í arf frá fyrri ríkisstjórn!

  • Stórum hluta um það gengisfall, virðist hafa ráðið að á sl. ári hóf Seðlab.Bandar. að hækka vexti að nýju - eftir þeir höfðu staðið í núll um nokkurt árabil.
  • Það hafi leitt til þess, fjármagn leitaði frá mörgum löndum - Argentína virðist hafa orðið verst úti.

--Þetta var óheppni fyrir Macri, ekki atriði sem hann gat stjórnað.
En auðvitað, þeir brauðfætur sem Argentína stendur á, viðvarandi hallarekstur og hættuleg skuldasöfnun, einnig stór ástæða fyrir því einnig -- af hverju fjárfestar misstu svo snöggt áhugann á Argentínu.

  1. Ef á að kenna Macri um e-h, er það að hafa ekki verið mun harðari í umbótum.
  2. Þær voru það varfærnar, að hallareksturinn hélt áfram vera mikill - skuldasöfnun samt hröð, en þó skar hann nægilega mikið -- til þess að fá marga íbúa upp á móti sér.

Hinn bóginn, sé ég ekki hvernig sú útkoma að Perónistar komist aftur til valda, standi án vafa við loforð að auka enn við halla-reksturinn.
--Geti leitt til annars, en -- enn eins messy þjóðargjaldþrots Argentínu.

  • Málið er, Macri tekur við ósjálfbæru búi.
  • Tekst ekki að snúa því við gera það sjálfbært.

Við tekur sá flokkur sem skapaði það ástand, og ætlar sér greinilega að kæra sig kollótta, þó landið sé kaffært eina leiðina enn -- miðað við svör forsetaframbjóðanda Perónista.
--Er allt Macri og AGS að kenna!

Greinilega ekkert athugavert við að keyra ríkissjóð á stórfelldum hallarekstri - viðhalda viðskiptahalla -- og ástandi er rökrétt leiðir fram, þjóðargjaldþrot ca. á 20 ára fresti.

  • Útflutningurinn í dag virðist stærstum hluta vera maís og soija.
    --Ekki lengur sem áður var, nautakjöt.

Land sem fær enga fjárfestingu að utan, á afar litla von.
Fast að virðist í fátæktargildru -- sjálfskapaðri.

Yfirlýsing Standard&Poors: Argentina Downgraded To 'SD' On Maturity Extension Of Short-Term Debt; Long-Term Issue Ratings Lowered To 'CCC-'.

This has immensely stressed debt dynamics amid a depreciating exchange rate, a likely acceleration in inflation, and a deepening economic recession. - The heightened vulnerabilities of Argentina's credit profile stem from the quickly deteriorating financial environment, the absence of confidence in the financial markets about policy initiatives under the next administration--elections are not until October--and the inability of the Treasury to roll over short-term debt with the private sector.

Þeir meta sem sagt skuldir Argentínu -- mjög viðkvæmar, líkur á því að endurgreiðsla fari ekki fram háar. Mér skilst að 100 ára skuldabréf Argentína seldi fyrir tveim árum -- standi nú í 40% af upphaflegu söluvirði.

 

Niðurstaða

Argentína land sem virtist einu sinni hafa allt með sér, eitt auðugasta land í heimi - í dag með 40% íbúa sem skilgreinast fátækir, verðbólgu eina ferðina á leið í að verða stjórnlaus. Hratt versnandi skuldastöðu vegna hallarekstrar sem ríkisstjórn sem líklega fellur fljótlega fékk í arf frá fyrri ríkisstjórn -- fyrir stjórnarflokkur tekur líklega aftur við, og virðist ljóst að sér einungis það sem lausn að auka enn hraðann á söfnun skulda með því að auka hallarekstur enn frekar. Miðað við orð frambjóðanda Persónista, ætlar hann að kenna fráfarandi forseta og AGS um allt -- og láta sem ekkert sé athugavert við brjálæðislegan hallarekstur.
Síðan má reikna með - er yfirvofandi gjaldþrot landsins fer fram, þá verði þjóðinni sagt að allt sé að kenna því vonda fólki sem keypti af argentínska ríkinu skuldabréf. Og auðvitað eina ferðina enn, verður þeim aðilum boðið -- að megnið af þeim bréfum verði afskrifuð.
--Mér virðist niðurstaðan sú, að aðilar eigi að hætta að fjármagna sukk stjórnvalda þessa lands, með kaupum þeirra bréfa - þó þau séu boðin gegnt háum vöxtum.
--En það virðist alltaf enda í næsta gjaldþroti ca. 20 árum síðar. Og eina ferðina enn verði þeir sem keyptu skuldabréf, snuðaðir að stærstum hluta um sína eign.

Ef enginn mundi kaupa, hvernig gætu Persónistar haldið sömu hringavitleysunni áfram?

Kv.


Ákvörðun Boris Johnson að í heilar 5 vikur verði tekið þinghlé í Bretlandi virðist árás á lýðræðisfyrirkomulag Bretlands

Það er hægt að rífast aftur og bak - og fram, hvað er lýðræði. En þingmenn eru einnig kjörnir af kjósendum. Þeir ekki síður en ríkisstjórnin -- hafa umboð kjósenda. Rétt að taka fram að ríkisstjórn Bretlands þess fyrir utan, hefur ekki - öruggan þingmeirihluta. Þarf að taka því að njóta stuðnings annars flokks, til að ná málum í gegn.
Rétt auk þess að taka fram, að síðast þegar kosið var til þings - var loforð stjórnarflokksins, að ná sem bestri niðurstöðu í samningum við ESB.

Hard-Brexit þar af leiðandi, eins og nýja ríkisstjórnin keyrir á það.
Er ef út í það er farið, gegn kosningaloforðum Íhaldsflokksins.
Því vel rökstyðjanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki umboð kjósenda til slíkrar ákvörðunar!

Boris Johnson’s suspension of parliament is an affront to democracy

Uproar as Boris Johnson shuts down parliament to protect Brexit plan

  1. Þinghléið á að gilda frá 2. viku í september til 14. október.
  2. 17. október á að vera leiðtogafundur innan ESB - draumur Borisar að þá fái hann sitt fram, og hafi rétt svo nægan tíma til að fá þingið til að greiða atkvæði um þann -drauma-samning.-
  3. 30. október fellur Bretland út úr ESB án samnings, ef ekki semst fyrir þann tíma eða ESB veitir framlengingu á Brexit.

Þetta skilur eftir mjög stuttan tíma fyrir þingið, ef eins og líklega fer -- för Borisar til Brussel verður árangurs-laus.

--Þinghléið er óvenjulegt, vegna lengdar.
--En einnig tímasetningin, mikilvægasta mál seinni áratuga í Bretlandi í gangi.

Tilgangurinn virðist vera á, hindra þingið í því að trufla ríkisstjórnina, meðan hún segist ætla að gera tilraun til að semja við ESB.
Plott Borisar - að hámarka trúverðugleika Hard-Brexit hótunar segir hann, ef þingið truflar þá minnkar sá trúverðugleiki!

Vandinn við þetta er - að þ.e. lýðræðislegur réttur þingmanna, að einmitt gera sitt til að taka þátt í þeirri atburðarás sem er í gangi -- ekki síður en ríkisstjórnarinnar sjálfrar.
Bretland er þingbundið stjórnarfar -- forsætisráðherra er ekki einræðisherra kjörinn 4-hvert ár.

  • Það sem blasir við er að líklega hefði þingið fellt -- Hard-Brexit.

Þ.s. ítrekað hefur komið fram að þingið er sammála um að vera andvígt þeirri útgáfu.
Það versta sem þá gerðist er, að Brexit gæti dregist frekar á langinn.

--Í því skyni að gera tilraun til að hafa betur í hæpnu - gambli.
--Þá ætlar Boris að svipta þingmenn sínum lýðræðislega rétti til að hafa áhrif á Brexit yfir þetta mikilvæga tímabil.

Að sjálfsögðu mundi þingið hafa áhrif á hugsanlegar viðræður Borisar við ESB.
En þ.e. einnig þess lýðræðislega réttkjörni réttur!

  1. Málið er að ég stórfellt efa að Boris þvingi ESB til undangjafar með Hard-Brexit hótun sinni.
  2. Þannig að þessi aðferð hans, þess í stað stórfellt auki líkur á þeirri útkomu.

Ég efa að meirihluti Breta sé raunverulega fyrir -- Brexit hvað sem það kostar.
En Hard-Brexit mun sannarlega kosta mjög verulega í lífskjörum Breta.

 

Niðurstaða

Það sem Boris Johnson er að reyna virðist mér augljóst tilræði við þingbundið stjórnarfar. Mjög varasamt fordæmi, að víkja þinginu til hliðar - stjórna með tilskipunum á meðan. En Boris er ekki sá eini er gæti hugsanlega nýtt sér slíkt fordæmi. Aðrir koma aftir hann.

Ef marka má fréttir, ætlar fjöldi þingmanna að gera tilraun til að koma ríkisstjórninni frá með yfirlýsingu um vantraust. Ríkisstjórnin hefur látið í það skína, að stjórnin muni samt sitja.

If MPs pass a no-confidence vote next week, then we won’t resign, -- We won’t recommend another government. We’ll dissolve parliament call an election between November 1 and 5.

Ef atkvæðagreiðslan í nk. viku fer gegn ríkisstjórninni, sjálfkrafa skv. breskum lögum er þingi slitið eftir 14 daga. Það væri þannig séð frábært tækifæri fyrir breskt lýðræði.

Ef Boris mundi hafa betur, væri hann með óskorað umboð. Á hinn bóginn, hefði þjóðin einnig tækifæri til að skipta um skoðun. Slíkar kosningar væru í eðli sínu önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit - þ.s. Brexi mundi klárlega skyggja á allt annað.

Greitt væri atkvæði um framtíð Bretlands, engar kosningar gætu verið mikilvægari í bresku samhengi.

 

Kv.


Stealth orrustuvél virðist loksins við það að komast í notkun í Rússlandi!

Framleiðsla á að hafa hafist seint í júlí á þessu ári, þ.e. því hugsanlegt að fyrstu framleiðslu-eintök séu komin í formlega notkun. Vegna vandræða við þróun hreyfla hefur að virðist verið ákveðið að vélin verði fyrst í stað framleidd með eldri gerð hreyfla í uppfærðri mynd. En stefnt að því að sá hreyfill sem fyrirhugað er að verði notaður taki yfir í framleiðslu síðar!

Samanburður á Su57 og F22

Sukhoi Su57

SU57 Sch.jpg

Lockheed Martin F22 Raptor

Höfum í huga að það getur verið flókið að átta sig á hvað er betra/verra.

  1. Skv. óháðum sérfræðingum - virðist Rússland hafa valið að fókusa stealth eiginleika að framan-verðu, sætta sig við að þeir eiginleikar séu lakari frá öðrum sjónarhornum.
  2. Su57 virðist hafa getu til að bera stærri vopn - annaðhvort langdræga eldflaug til að skjóta niður stærri flugvélar, eða stóra stýriflaug til að beita gegn skipum. Með því að rými til slíks staðsett milli hreyfla virðist stærra, lokað rými.
  3. Það geti bent til þess að fókus Rússa sé annar en Bandaríkjamanna, sem virðast hafa fókuað á - stealth - og verið til í að vélin hefði mjög takmarkaða getu til vopnaburðar.
    --En fókus F22 virðist á - air superiority - eingöngu.

Ef ég ætti að tjá tilfinningu mína - er F22 líklega meira - stealthy.
En hvað sem því líður, þá væntanlega getur Su57 komist mun nær t.d. bandarískum skipum, eða t.d. AVACS radar-vélum, áður en radar nær að nema hana - en eldri rússn. vélar.

Það auðvitað einnig, gerir henni væntanlega mögulegt að komast einnig nær F35 --

F-35A off the coast of Northwest Florida

áður en flugmaður slíkrar vélar nær að sjá hina rússnesku. Auðvitað svo fremi að rússneska vélin nái að sjá F35 vélina fyrst.

Rússar segja Su57 liprari í loftinu en F22. Vegna þess að vendi-knýr þeirra hreyfla sem stendur til að verði á endanum notaðir -- þó fyrstu vélarnar verði framleiddar með öðrum eldri hreyflum -- sé stýranlegur í fleiri áttir.

Hinn bóginn til þess að það skipti máli, þarf rússneska vélin fyrst að finna bandarísku vélina.
Báðar virðast hafa svipaðan hámarks-hraða, svokallaður - super cruise - hraði svipaður einnig.
Rússneska vélin er yfir langdrægari væntanlega vegna stærri eldsneytistanka. Munurinn er þó ekki mikill.

--Rétt að benda á að bandaríska vélin var framleidd á árunum 2006-2011, 187 framleiddar.
--Það eru m.ö.o. 13 ár síðan F22 var fyrst tekin í notkun.

Bandaríkin hafa ekki metið að þörf sé fyrir fleiri framleiddar vélar.
Hugmyndir um að smíða nýjar útgáfur af henni, hafa ekki verið fjármagnaðar.
En vélar í notkun hafa þó verið margsinnis tæknilega uppfærðar.

  • Skv. lögum er allur útflutningur á F22 bannaður.
  • Meðan Rússar hyggjast selja Su57 sem víðast.

Þ.e. sennilega óhjákvæmilegt fyrir Rússa - enda hagkerfi þeirra dvergur miðað við Bandaríkin, m.ö.o. þeir þurfa örugglega á peningunum að halda, fyrir prógrammið.
--Líklega þíðir það að mun fleiri Su57 verða fyrir rest framleiddar.

Einungis ef Rússar lentu í slag við Bandaríkin, gæti það gerst að F22 og Su57 tækjust á.
Mun meiri líkur á að F35 og Su57 lendi saman.

Enda ætla Rússar að selja þær væntanlega sem víðast.
Meðan Bandaríkin ætla sér það sama með F35.

  1. Rétt að benda á, F35 er töluvert smærri vél, er með einn hreyfil.
  2. Hún hefur greinilega minni hraða, líklega ekki eins lipur í loftinu og töluvert minna drægi.

Hinn bóginn, skiptir það ekki rosalegu máli - fyrr en rússnesk smíðuð vél getur fundið hana.

  • Rússneska vélin virðist ekki hafa eins öflugan infrarauðan búnað og F35, en á F35 horfir búnaðurinn í allar áttir - meðan að á rússnesku vélinni fókusar hann fram, á smáum turni við hliðina á stjórnklefanum.
  • Rússneska vélin hefur mjög öflugan radar er getur skipt ört um tíðni til að minnka líkur á - jamming - auk þess að vera öflugur, afl einnig minnkar líkur á - successful jamming.

Gallinn við að beita radar - er sá að þ.e. sama og segja -- hér er ég.
M.ö.o. ef Su57 vél væri að leita að F35 vél, og hefði ekki enn fundið F35 vélina - kveikti á radarnum, samtímis hefði F35 vélin ekki heldur enn fundið Su57 vélina. Mundi flugmaður F35 vélarinnar sjá Su57 vélina nákvæmlega hvar hún er strax og radarbylgjurnar eru numdar af þar til gerðum nemum. Ef F35 vélin væri í nægilegri fjarlægð - vegna þess að hún er - stealth - vél þarf sú fjarlægð ekki endilega vera mjög mikil, mundi radar Su57 vélarinnar líklega samt ekki sjá hana! Í slíku tilviki mundi F35 vélin líklega skjóta Su57 niður.

Hinn bóginn, greinilega á flugmaður Su57 betri möguleika á - kill.
En flugmaður nokkurra af hinum eldri gerðum rússnesk smíðuðum enn í notkun.

  • Indland var um hríð samstarfsaðili í Su57 prógramminu, en hætti því á sl. ári - opinber skýring að - stealth - eiginleikar væru ónógir.

Þó ímsir velti því upp að annað hafi hugsanlega komið til, að Rússar hafi að mati Indverja ekki boðið Indlandi, næga möguleika til að framleiða sjálfir - Rússar hafi á enda ekki verið til í að heimila Indlandi að framleiða hana sjálfir.
--Indverjar séu enn að leita að framtíðarvél fyrir Indland, samtímis vill byggja upp flugvélaiðnað.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað óþekkt hversu gott - stealth - Su57 raunverulega er. Ekki ástæða til annars en að taka fullyrðingar frá Rússlandi - með saltkornum. Þeir vilja auðvitað selja sem víðast, eins og sölumönnum háttar - gætu verið nokkrar íkjur á ferð.

Spurningin hvaða - stealth - vél er betri. Þegar menn eru að tala um þann feluleik sem framtíðar loftbardagar fela væntanlega í sér. Þá væntanlega verða gæði - stealth - eiginleika jafnvel lykilatriði. Þegar vopn sem vélar bera, eru líklega það öflug. Að sá sem fyrst sér er líklega nærri alveg öruggur að skora fyrsta - kill.

Drægi er sennilega mikilvægt, rússneska vélin er langdræg. En vél skýtur ekki niður þ.s. hún sér ekki - það gildi burtséð frá hvaða vél á í hlut.

--Mig grunar að F35 þrátt fyrir allt, hafi enn forskot vegna infrarauðs myndavélabúnaðar, er gerir mögulegt að sjá andstæðing óháð hvaða átt sá nálgast.
--Án þess að radar sé beitt, og samtímis miða með þeim búnaði án þess að radar sé beitt.

Kannski síðar mun Rússland uppfæra sína vél með jafn góðum infrarauðum leitarbúnaði.
En það er atriði sem síðari tími leiðir í ljós, og auðvitað eru Kanar stöðugt að uppfæra þær vélar sem þeir hafa þegar framleitt - og selja uppfærslur einnig til allra þeirra sem hafa keypt af þeim.

Staðan er því alltaf á hreyfingu!

 

Kv.


Trump virðist ekki ætla að kæla viðskiptastríðið við Kína

Þetta má lesa út úr Twítum eftir hann yfir helgina!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23 As usual, the Fed did NOTHING! It is incredible that they can “speak” without knowing or asking what I am doing, which will be announced shortly. We have a very strong dollar and a very weak Fed. I will work “brilliantly” with both, and the U.S. will do great...

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23 ....My only question is, who is our bigger enemy, Jay Powell or Chairman Xi?

--Ákvað að setja þetta hinn, því samanburður Trump á Xi og Powell er svo spes.
--Það fyrir það, að bandar. seðlab. lækkaði ekki vexti fyrir helgina!

Skv. yfirlýsingum seðlab.Bandar. undanfarið - er viðskiptastríðið ógn við hagvöxt.
Sem bendir til þess - að ef Trump hefur áhyggjur af hagvexti.
Gæti hann sjálfur kælt niður viðskiptastríðið!
--Hinn bóginn, virðist Trump ekki á þeim buxunum!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23 Our Country has lost, stupidly, Trillions of Dollars with China over many years. They have stolen our Intellectual Property at a rate of Hundreds of Billions of Dollars a year, & they want to continue. I won’t let that happen! We don’t need China and, frankly, would be far....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23....better off without them. The vast amounts of money made and stolen by China from the United States, year after year, for decades, will and must STOP. Our great American companies are hereby ordered to immediately start looking for an alternative to China, including bringing..

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23....your companies HOME and making your products in the USA. I will be responding to China’s Tariffs this afternoon. This is a GREAT opportunity for the United States. Also, I am ordering all carriers, including Fed Ex, Amazon, UPS and the Post Office, to SEARCH FOR & REFUSE,....

Ég er fullkomlega ósammála Trump varðandi fyrirbærið viðskiptahalli:

  1. Málið er að innflutningur - stjórnast stærstum hluta af neyslu í því landi sem flytur inn.
  2. Þannig séð, sé þetta fyrirbæri neysla umfram framleiðslugetu eigin hagkerfis.
  3. Mér finnst persónulega - kjánalegt að tala um viðskiptahalla sem, tap/jafnvel þjófnað.
    --Eins og bandar.hagkerfið virkaði eins og fyrirtæki.
  4. Þetta sé - val bandar. neytenda, milljóna frjálsra einstaklinga, sem ekkert utanaðkomandi stjórnar -- nema þeirra kaupgeta; er ráðist af þeirra launum og hins vegar gengi Dollars.
  5. Málið er að þegar bandar. hagkerfinu gengur vel -- styrkist dollarinn alltaf, og innflutningur því vex.
    --Þetta hafi alltaf verið þannig síðan dollarinn var búinn til í fyrsta sinn.
  6. Kaldhæðna er því, með áherslu á hagvöxt -- hlaut gengi dollars að hækka, þar með viðskiptahalli Bandar. að vaxa.
    --Þetta sýna einmitt hagtölur í Bandar. Nefnilega að þrátt fyrir tolla, er viðskiptahalli Bandar. í ár - meiri en á sl. ári.
  • Rétt að nefna, atvinnuleysi i dag er komið niður fyrir 4% --> Ef Kínaa hefur verið að stela störfum, eins og sumir tala um --> Er algerlega á tæru, miðað við lágar atvinnuleysistölu nú í Bandar.
  • Að það væri ekki mannskapur á lausu innan Bandar. til þess að maanna þau framleiðslustörf - sem fullnægja þeirri eftirspurn sem er flutt inn frá Kína!

Þetta virðist algerlega blasa við - að ábending mín sé rétt, að það sem knýi viðskiptahallann í Bandaríkjunum, sé eftirspurn bandar. neytenda -- sem sé umfram framleiðslugetu eigin hagkerfis.
Það sé m.ö.o. ekki mögulegt að fullnægja henni, innan ramma Bandar. sjálfra!
--Eins og Trump virðist greinilega samt gera kröfu til.

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23...For many years China (and many other countries) has been taking advantage of the United States on Trade, Intellectual Property Theft, and much more. Our Country has been losing HUNDREDS OF BILLIONS OF DOLLARS a year to China, with no end in sight....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23....Sadly, past Administrations have allowed China to get so far ahead of Fair and Balanced Trade that it has become a great burden to the American Taxpayer. As President, I can no longer allow this to happen! In the spirit of achieving Fair Trade, we must Balance this very....

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23...unfair Trading Relationship. China should not have put new Tariffs on 75 BILLION DOLLARS of United States product (politically motivated!). Starting on October 1st, the 250 BILLION DOLLARS of goods and products from China, currently being taxed at 25%, will be taxed at 30%...

Donald J. Trump@realDonaldTrump Aug 23...Additionally, the remaining 300 BILLION DOLLARS of goods and products from China, that was being taxed from September 1st at 10%, will now be taxed at 15%. Thank you for your attention to this matter!

Eins og þarna kemur fram, virðist Trump hafa hækkað tolla á Kína -- aðeins.
Sem svar við tolli sem Kína lagði á Bandaríkin -- er var svar við tolli sem Trump hafði lagt á Kína á undan. Væntanlega á eftir að koma fram svar Kína -- við þessari síðustu hækkun Trumps.

  1. Trump ítrekar þarna - hómílíu um ósanngjarna viðskiptasamninga!
  2. Ég ítreka punkt minn - að bersýnilega miðað við innan við 4% atvinnuleysi.
  3. Séu ekki til nægilega margir starfandi Bandaríkjamenn.
  4. Til að fullnægja þeirri eftirspurn - sem leitar út fyrir landsteina.

--Því virðist mér Trump vera heimta það ómögulega!
Bendi á að eina tæknilega lausnin, væri að flytja inn fleira fólk.
En Trump, er einmitt að berjast við að minnka aðstreymi fólks sem vill vinna innan Bandar.

Fyrir utan þá lausn, sem væri að krassa bandaríska hagkerfinu.
En það mundi virka sannarlega til þess, að minnka viðskiptahallann!

  • En kannski gerist það einmitt, að tollastríðið flýti fyrir næstu kreppu innan Bandaríkjanna!

 

Niðurstaða

Mín sín á tolla-stríð ríkisstjórnar Bandaríkjanna, með áherslu á þá sýn að viðskiptahalli sé sönnun þess að viðskiptasamningar Bandaríkjanna séu ósanngjarnir -- m.ö.o. að aðrar þjóðir græði á þeim; m.ö.o. viðskiptahallinn sé tap Bandaríkjanna!

Er sú að sú sýn í grundvallar-atriðum misskilji fyrirbærið viðskiptahalla!

Ítreka að það virðist ekki hreinlega vera nægilega margt starfandi fólk innan Bandaríkjanna, til að fullnægja allri þeirri eftirspurn sem er til staðar þar í landi.
Ef maður tekur mið af núverandi stöðu á vinnumarkaði með innan við 4% atvinnuleysi.

Þess í stað sé málið það, að eftirspurnin innan Bandaríkjanna sé slík, að hún sé umfram framleiðslugetu Bandaríkjanna sjálfra -- það sé hreinlega ekki pláss fyrir alla þá framleiðslu innan Bandaríkjanan sjálfra!

Það er auðvitað ein leið til að segja, bandarísku þjóðina lyfa um efni fram!
--Þessi halli hefur ekki verið efnahagslega hættulegur hingað til.
--Vegna þess að öll viðskiptin fara fram í dollurum, sem Bandar. búa sjálf til.
Bendi á að bandar. bankar selja síðan úr landi, mikið af þeim skuldabréfum er verða til, er bandar. almenningur tekur margvísleg lán - m.a. til að borga fyrir neyslu.

Þ.e. ekki bara bandar. ríkið sem býr til erlenda skuldastöðu.
--Það má eiginlega segja, viðskiptahallann birtingarmynd þess að lífskjör innan Bandaríkjanna, séu í reynd umfram getu bandar. hagkerfisins.

  • Kannski til lengri tíma litið þurfa þau að fara niður.
    --En það væri ekki vinsæl ábending.
  • Því það geti vel verið að á einhverjum enda sé skuldasöfnun þjóðarbúsins ekki sjálfbær, þó hún sé öll í eigin gjaldmiðli.

 

Kv.


Grænlandsdraumar Trumps vitfyrring eða misskiling speki?

Rétt að hafa í huga að Grænland hefur í raun um áratugaskeið verið nokkurs konar bandarískt -protectorate- þ.s. Danmörk mundi í reynd í stríðsátökum fyrst og fremst leggja áherslu á varnir Danmerkur. Meðan að herstöð Bandaríkjanna á N-Grænlandi þaðan sem rekin er flugsveit, og er staðsett ákaflega öflug radarstöð er horfir yfir pólinn, hefur síðan í kringum 1950 verið þungamiðja varnarvígbúnaðar á Grænlandi.

Túle-herstöðin nyrst á Grænlandi!

File:Aerial Picture Of Thule Air Base.jpg

Bandaríkin virðast í seinni tíð hafa vaxandi áhyggjur af aðgengi að verðmætum málmum.
Grænland virðist hafa málma í jörðu í verulegu magni, þá einmitt af því tagi sem teljast til sjaldgæfra og afar verðmætra tegunda!

Á Grænlandi eru afar gömul berglög yfir milljarð ára gömul í tilvikum!

Geological map and mineral occurrences in southern Greenland. Source: Bureau of Minerals and Petroleum , Goverment of Greenland.

Greenland, mineral & exploration outlook

Eins og þarna kemur fram, er fjöldi rannsóknar-verkefna í gangi, þ.s. leitað er málma í vinnanlegu magni - af fulltrúum málmleitarfyrirtækja.
Ef vinnanlegt magn finnst, sem talið er vinnanlegt með hagkvæmum hætti.
Virðist mér að líkur væru góðar að vinnsla mundi hefjast.
Enda möguleikar þá á að Grænland geti haft tekjur af.
--Það virðist ekki augljóst, að Trump þurfi að hafa nokkrar áhyggjur.

Bandaríkin geta beitt áhrifum sínum, að augljóslega getur Danmörk ekki varið Grænland gegn ásælni öflugra 3-ju ríkja, og þrýst á að t.d. kínversk fyrirtæki fái ekki verkefni í Grænlandi.

T.d. virðist að þrýstingur Bandaríkjanna á Dani, hafi verið megin ástæða þess - að Grænland hætti á sl. ári við verkefni, þ.s. kínverskur aðili ætlaði að reisa flugvelli.

  1. Punkturinn er sá, að það blasir ekki endilega við að Bandaríkin þurfi að eiga Grænland.
  2. Þar sem að veikleiki Dana, að þeir eru algerlega háðir Bandaríkjunum um varnir þess, ætti rökrétt að þíða - að Danir ættu ávalt að vera til í að beita sér fyrir hagsmuni Bandar. innan Grænlands í þeim tilvikum, sem utanaðkomandi 3-ja land sem Bandar. vilja ekki sjá koma sér fyrir á Grænlandi, ber víurnar í Grænland eða Danmörku.

Bandaríkin geta auðvitað vel haft efni á að kaupa Grænland!
Þar sem að landið hefur sjálfræði - þyrfti að senda Grænlendingum sjálfum tilboð!
Comment - sem ég sá á vefnum part grín og alvara, var stungið upp á milljón dollurum per haus.
Vegna fámennis íbúa Grænlands, væri það ekki nema nokkur prósent af því sem Bandar. verja til hermála á einu ári.

  • Megin spurningin: Er hvort nokkur þörf sé fyrir Kana að eiga Grænland?
    --Þ.s. Danir rökrétt væru Könum alltaf svo þægir, þ.s. þeir eiga allt undir Könum þegar að Grænlandi kemur.
  • Mér hefur virst að fyrirkomulagið sé þægilegt fyrir Kana, þ.e. Danir reka Grænland - Kanar reka herstöð, sjá um varnir Grænlands.
    --Þó Grænland hafi heimastjórn, njóti hún verulegs fjárstuðnings af hálfu Danmerkur.

Danir séu m.ö.o. enn með Grænland -- on US sufferance.

 

Niðurstaða

Ég tek fram að sjálfsagt sé það mögulegt fyrir Dani - Grænlendinga og Bandaríkjamenn, að semja sín á milli um að -- forsjá yfir Grænlandi færist yfir til Bandaríkjanna. Og það þarf ekki endilega vera slæm útkoma fyrir Grænlendinga -- það fari eftir því akkúrat hvernig mundi semjast. Það geti vel verið að Bandar. mundu setja meiri kraft í málmleit og hugsanlega vinnslu á Grænlandi. Ef semdist með hagstæðum hætti fyrir Grænlendinga um það hvernig tekjum þeirra af slíkri vinnslu yrði háttað, gæti útkoman bætt hag landsmanna þar.
--Hinn bóginn er það algerlega óvíst, fer eftir hvernig semdist.

Hinn bóginn eins og ég bendi á, séu Danir rökrétt Könum það þægir, þ.s. þeir eiga allt undir því að Kanar verji Grænland -- fyrir 3-ju löndum.
--Að líklega sé alger óþarfi fyrir Kana að breyta núverandi ástandi í Grundvallaratriðum.

Áhugi Kínverja á Grænlandi, geti bent til þess að vaxandi áhugi á Grænlandi sé ekki einungis til staðar í Bandaríkjunum. Danir mega auðvitað ekki vera steinsofandi í þeim málum.
--Það gæti auðvitað hugsanlega verið að Könum þyki Danir ekki nægilega á varðbergi.

Sem gæti legið að baki þeim óvænta áhuga á að kaupa Grænland er hafi sprottið fram skyndilega.

 

Kv.


Trump segist íhuga skattalækkanir - hafnar því að stefni í kreppu!

Umræða innan Bandaríkjanna um hugsanlega kreppu hefur verið í vexti nokkrar sl. vikur, eftir að hagtölur sýndu mun minni hagvöxt á 2. ársfjórðungi þessa árs, og tölur frá fyrirtækjum sýndu mun lakari rekstrarhorfur -- fyrir liðlegri viku urðu verulegar verðbréfalækkanir út af þessu.

Frétt frá CNN: Takið eftir orðum Trumps sjálfs!

  1. Hann segist vera íhuga að lækka skatta á launatekjur -- en í hinu orðinu segir hagkerfið sterkt.
  2. Hann getur ekki staðist freystinguna að hníta í Seðlab.Bandar -- segir að ef hann spilaði með, væntanlega ef hann lækkaði vexti frekar - jafnvel hæfi prentun; þá hefðu Bandaríkin frábæran vöxt.
  3. Hann m.ö.o. ítrekað heimtar að vextir séu lækkaðir enn frekar, ásakar seðlabankann fyrir að standa ekki nægilega með hagkerfinu -- en þó hafnar hann því að nokkur ástæða sé til að hafa áhyggjur af efnahagsmálum.

--Ég held það sé frekar augljóst, að hann hafi áhyggjur!

We're looking at various tax rate deductions but I'm looking at that all the time ... that's one of the reasons we're in such a strong economic position. We're, right now, the No. 1 country anywhere in the world by far as an economy,

Óneitanlega sérstök setning -- hagkerfi númer eitt, í hvaða skilningi?

Payroll tax is something that we think about and a lot of people would like to see that, and that very much affects the workers of our country, -- not looking to do anything at this moment...

Vandamál Trumps er auðvitað að Demókratar í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings munu hafna öllum slíkum skattalækkunarhugmyndum.

 

Niðurstaða

Það sem klárlega skín í gegn að ráðgjafar Trumps og Trump hafa áhyggjur af þeim möguleika að það hægi frekar á hagvexti í Bandaríkjunum á næstunni, þó svo Trump í hinu orðinu tönnslist stöðugt á því að efnahagurinn sé frábær -- grefur hann sjálfur undan þeirri sýn, með því reglulega sl. 2-3 mánuði heimta að seðlabanki Bandaríkjanna - kyndi frekar undir hagkerfinu.
Nú talar hann fyrir skattalækkunum, þó hann hafi enga möguleika til að koma þeim hugmyndum í gegnum þingið -- m.ö.o. hljómar þetta ekki eins og menn sem hafa engar áhyggjur.

Auðvitað hefur Trump áhyggjur af kosningum 2020.
Hann er ekki með það sterka fylgisstöðu að hann sé viss um sigur.
Og ef bjartsýni minnkar þá hefur hann það ekki lengur með sér.
--Þó það hægi frekar á hagkerfinu er þó ekki víst það sé á leið í kreppu.
--Rétt þó að benda á að Þýskaland skv. nýlegum tölum er komið í mínus.

Það virðast vísbendingar að viðskiptastríðið sé eftir allt saman að skaða efnahaginn, tja eins og margir hagfræðingar vöruðu við.
--Trump gæti því með viðskipta-átökum verið að naga greinina undan sínum endurkjörs möguleikum.

 

Kv.


Langur armur Sáms frænda virðist ekki ná til Gibraltar! Beiðni bandarískra stjórnvalda um lögtak á írönsku olíuskipi hafnað!

Deilan um olíuskipin tvö tók áhugaverða stefnu fyrir sl. helgi, er dómur í Gibraltar hafnaði lögtaki sem bresk stjórnvöld höfðu áður gert í írönsku olíuskipi og fært það til hafnar í Gibraltar. Tæknilega hefur íranska skipið getað siglt, en hefur þess í stað býður eftir nýrri áhöfn og skiptstjóra.
--Það sem virðist hafa gerst er að Panama þar sem skipið var skráð, afskráði það líklega vegna þrýstings bandarískra stjórnvalda - það virðist hafa leitt til þess að sá aðili er rak skipið og skaffaði áhöfn, hefur ekki lengur áhuga á því: Grace 1 no longer Panama-registered.
--Bandarísk yfirvöld síðan heimtuðu að skipið yrði gert upptækt fóru formlega þess á leit við yfirvöld í Gibraltar fyrir helgi, en nú virðist því formlega svarað með neitun!

Gibraltar rejects US request to seize Iranian tanker

Gibraltar rejects US request to detain ship

Gibraltar rejects US legal bid to seize Iranian tanker

The government said it had considered the US’s requests with great care in order to be able to assist the United States in every way possible...EU law, however, does not help in facilitating Gibraltar in giving the US mutual legal assistance,

Gibraltar’s authorities said Washington’s request to seize the Grace 1 related to the US’s punitive measures but said there were no - equivalent sanctions against Iran in Gibraltar

--Sem sagt, þó svo að tilteknar refsiaðgerðir gildi í Bandaríkjunum.
--Gildi þær ekki í Gibraltar, því ekki hægt að framfylgja beiðni bandarískra stjórnvalda.

Bresk stjórnvöld hafa fullyrt að mál hafi fylgt réttum löglegum ferlum.
M.ö.o. að þau hafi ekki haft nokkur afskipti af málinu!

Ég skal samt segja, að það sé freystandi að túlka mál svo að bresk stjórnvöld séu að tjalda-baki að leitast við að leysa málið sem tengist skipunum tveim - skipinu sem bresk stjórnvöld létu taka og er enn í Gibraltar, og breska skipinu sem írönsk stjórnvöld létu taka í Hormus-sundi.

--En hver veit, kannski er það eins og bresk stjórnvöld segja, að málið hafi fylgt ferlum í samræmi við lög, m.ö.o. engin opinber afskipti hafi haft áhrif á ákvörðun dómara.

  1. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvað á endanum gerist, eftir að Íranar loks geta komið nýrri áhöfn og skiptstjóra til að sigla með skipið.
  2. En það má ímynda sér þann möguleika, að bandarísk skip taki skipið eftir að það siglir út fyrir lögsögu Gibraltar - færi það til hafnar t.d. í flotastöð sem Bandaríkin reka á Spáni.

Mig grunar að Íranar bíði þess hvort skipið fær að sigla óáreitt burt.

 

Niðurstaða

Freystandi á álykta að bresk stjórnvöld séu að gera tilraun til að losna úr óþægilegri klemmu. Hinn bóginn hef ég engar upplýsingar til að beinlínis kasta rýrð á fullyrðingar breskra stjórnvalda, að ákvarðanir dómara á Gibraltar hafi verið þeirra eigin - m.ö.o. opinber afskipti hafi ekki verið til staðar.

Hvað sem satt er þar um, er áhugavert að sjá beiðni bandarískra stjórnvalda um lögtak pent hafnað, með vísun til þess að lagaheimildir skorti til að framfylgja þeirra beiðni.

Mig grunar að dramað um skipin tvö eigi enn einhverjar sögur eftir.

 

Kv.


Er Xi Jinpin að undirbúa blóðbað í HongKong? Gerfihnattamyndir sína kínverskan liðssafnað nærri HongKong

Alþjóða-fjölmiðlar hafa birt myndir sem sýna að kínverskur her er að safna liði í borginni Shenzhen nærri HongKong. Stór leikvangur í Shenzhen virðist notaður.

This satellite image appears to show Chinese security force vehicles inside the Shenzen Bay sports centre.

Þetta virðist staðfesta ótta margra að Xi Jinping hyggist brjóta með valdi niður fjölmenn götumótmæli í HongKon er staðið hafa yfir í 3 mánuði -- fram til þessa hefur lögreglan í HongKon ekki tekist að brjóta þau niður.

Margir óttast, að skotvopnum verði beitt, fyrst að herlið sé kallað til verks.

Satellite photos show Chinese armoured vehicles on border of Hong Kong

Satellite Photo Shows China's Military Buildup in Response to Hong Kong Protests

China masses troops in stadium near Hong Kong

Mögnuð þessi tækni sem leyfir fjölmiðlum að nálgast myndir úr gerfihnöttum hvaðan sem er.
Sú tækni þíðir að sjálfsögðu að þ.e. ekki lengur hægt að fela slíkan liðssafnað, ef fyrir beru lofti. Að nota leikvang, er nokkurs konar - feluleikur klárlega. En augað uppi í geimnum sér.

Ég endurtek þ.s. ég bloggaði síðast: Væru mistök hjá Xi Jinping að beita kínverska hernum gegn mótmælum í Hon-Kong!.

Að ég hugsa að Xi Jinping sé að gera mistök!

  1. Eins og ég benti á, þá hefur Donald Trump hingað til ekki tekist að fá bandamenn Bandaríkjann í Evrópu og Asíu, til að ganga til liðs við viðskiptastríð sitt við Kína.
  2. En enginn vafi er að blóðbaði í HongKong yrði mjög illa tekið í lýðræðisríkjum Evrópu og Asíu -- álit á Kínastjórn mundi bíða stórfelldan hnekki í samtímis V-Evrópu og meðal lýðræðisríkja Asíu.

Það sé a.m.k. hugsanlegt að í kjölfarið tækist Trump að sannfæra þær þjóðir að ganga til liðs við sig gegn Kína í viðskiptastríði.

Bandaríkin klárlega einsömul eru ekki nægilega sterk, til að brjóta efnahag Kína á bak aftur.
En með V-Evrópu og bandamenn sína í Asíu í liði með sér -- gæti slíkt verið hægt.

  • A.m.k. ljóst, að efnahagslega séð yrði áfall Kína stórt, ef V-Evrópa og bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu -- mundu slást í för í því viðskiptastríði gegn Kína.

Þess vegna meina ég að Xi - verði sekur um alvarleg mistök, ef hann skipar hernum að láta blóðið renna á götum HongKong.

 

Niðurstaða

Því miður virðist margt benda nú til þess að blóðbað í HongKong sé yfirvofandi. Ef Xi skipar hernum að skjóta á óvopnaða borgara, þá á hann alla þá fordæmingu sem hann fær skilið.
Xi gæti tekist þ.s. áður virtist fátt benda til að af yrði, að sannfæra V-Evrópu og bandamenn Bandaríkjanna í Asíu, að ganga til liðs við Donald Trump í viðskiptastríði við Kína.
Til samans er nefnilega hugsanlegt að Bandaríkin ásamt bandamönnum geti brotið Kína.
A.m.k. yrði efnahagslegt áfall Kína án vafa stórfellt, þegar það hingað til hefur greinilega virst vera viðráðanlegt með Bandaríkin ein í viðskiptastríðinu gegn Kína.

 

Kv.


Væru mistök hjá Xi Jinping að beita kínverska hernum gegn mótmælum í Hon-Kong!

Tek fram að engin vitneskja er til staðar að Xi hyggist beita hernum. Hinn bóginn, vakti Jima Anderlini hjá Financial Times athygli á því að kínverskir ríkismiðlar viðhafa þessa dagana ákaflega neikvæða umfjöllun um þá fjölmennu mótmælahreyfingu sem er bersýnilega til staðar í HongKong, er hefur viðhaldið nú stöðugum fjöldamótmælum í liðlega 3. mánuði.
Allar tilraunir lögreglu HongKong að berja þau niður hafa komið fyrir ekki!
--Anderlini ályktar að Xi hljóti að líta mótmælin - beina áskorun á sitt vald. Skoðun Anderlini er sú, að meiri líkur en minni séu á því að Xi beiti hernum!

Hong Kong’s future hangs by a thread

Image result for hong kong protests

Af hverju mistök?

Bendi á að það er algert lykilatriði fyrir Xi - að Donald Trump takist ekki að sannfæra bandalagsþjóðir Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu, að ganga til liðs við ríkisstjórn Bandaríkjanna í viðskiptastríði Bandaríkjanna við Kína.
Meðan Bandaríkin eru í reynd ein í þeim átökum, hefur Kína lítt efnahagslega að óttast.
En ef V-Evrópa, Japan o.flr. ríki bættust við. Yrði sú staða allt önnur.
--Ásamt bandamönnum sínum, gætu Bandaríkin raunverulega brotið Kína efnahagslega.
--Án þeirra, séu líkur þess nær engar!

En það getur ekki verið nokkur vafi, að ef þúsundir jafnvel tugir þúsunda létu lífið í herför gegn mótmælum í HongKong, mundi það skapa mikla úlfúð meðal almennings í löndum V-Evrópu og meðal lýðræðisríkja sem til eru í Asíu - gegn Xi Jinping.
--Sú andstöðubylgja gæti einfaldlega orðið það sterk, að stjórnvöld V-Evrópuríkja og hugsanlega einnig bandalagsríkja Bandaríkjanna í Asíu, væru nauðbeygð vegna almennings álits - að styðja aðgerðir Bandaríkjanna.

Tjón Kína í efnahagslegum skilningi, gæti orðið óskaplegt - ef bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu, gengu í lið með Donald Trump.

Hversu óvinsæll Donald Trump sé í V-Evrópu og hugsanlega meðal bandalagsríkja Bandar. í Asíu, þá yrðu óvinsældir Xi til mikilla muna mun meiri - ef Xi léti blóðið renna stríðum straumum í HongKong.

Hugsanlega nægilega miklar, til að bylgja almennings álits - þvingaði ríkisstj. þeirra landa til að skipa sér við hlið Trumps gagnvart Kína.

 

Niðurstaða

Mig grunar að það gæti reynst vera herfilegur afleikur hjá Xi, ef hann mundi láta verða að því að beita hernum gegn stórfelldum fjöldamótmælum í HongKong. Þar sem ef verulegur fjöldi mundi láta lífið segjum þúsundir jafnvel tugir þúsunda, þá sé ég ekki hvernig það gæti haft aðra útkomu en þá að skapa bylgju mótmæla gegn Kínastjórn í löndum V-Evrópu, og líklega einnig í lýðræðislöndum Asíu. Það væri a.m.k. hugsanlegt að svo sterk yrði sú bylgja, að þau lönd mundu ganga í lið með Donald Trump gagnvart Kína.
Eins og ég bendi á, ef slíkt gerðist gæti það dugað til þess að brjóta Kína stórum hluta efnahagslega niður! En meðan Trump hefur ekki bandalagríki Bandaríkjanna með í för í viðskiptastríðinu við Kína, geti Kína langsamlega líklegast haldið sjó.
Þannig væri það líklega mistök eða afleikur hjá Xi, ef hann léti blóð mótmælenda renna stríðum straumum í HongKong.

 

Kv.


Hagtölur í Bandaríkjunum og Kína virðast ekki benda til yfirvofandi sigur Trumps í viðskiptastríði

Skv. birtum tölum á 2-ársfjórðungi þessa árs: US-China trade war data belie Donald Trump’s bragging.

Hagvöxtur í Bandaríkjunum Q2 var: 2,1%.
Í Kína mældist hagvöxtur Q2: 6,2%.
--Í báðum löndum hefur hagvöxtur minnkað nokkuð upp á síðkastið.
--Möguleiki að viðskiptastríð hafi þar um einhver mælanleg áhrif.

Tölur um utanríkisviðskipti eru enn áhugaverðari:
Frá júlí 2018 - júlí 2019, mælist aukning í innflutningi frá Kína til Bandaríkjanna!

...Chinese exports to the US grew by $4bn, or 1 per cent...

Á sama tíma, varð verulegur samdráttur í innflutningi Kína frá Bandaríkjunum.

US exports to China slumped by $33bn, or 21 per cent of the total.

Þetta heitir á mannamáli - að viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína, hafi snarlega vaxið.
Þetta er augljós stórfelld aukning á viðskiptahalla!

In this year’s first seven months, the surplus stood at $168bn in China’s favour.

Kína hefur á meðan, lækkað tolla á varning frá Evrópu - Japan - S-Kóreu og Kanada. Greinileg tilraun Kína til að - hvetja þau lönd til að láta vera að veita aðgerðum Bandar.stjórnar stuðning.

While Trump shows other countries nothing but his tariff stick, China has been offering carrots...Beijing has repeatedly cut its duties on imports from America’s commercial rivals, including Canada, Japan and Germany.

Á sama tíma hafa þau sömu lönd, verið beitt þrýstingi af Bandaríkjastjórn að breyta viðskiptum Bandaríkjunum í hag.
--Skv. þessu virðist mér viðbrögð Kína ekki heimsk.

Huawei fyrirtækið virðist hafa tekist að auka sína hnattrænu markaðshlutdeild í snjallsímum á Q2 - þó það geti auðvitað verið skammtímahreyfing.

--------------------

Punkturinn í þessu er að ekki er unnt að lesa út úr þessum tölum, yfirvofandi líklega uppgjöf Kína. Hinn bóginn auðvitað, hefur Trump hótað að innleiða tolla á allt innflutt frá Kína. En á móti, virka tollar þannig -- að neytendur í landi sem tollar greiða þá.

Þó verið geti að ef Trump hækkar sína tolla, að þeir fari að hafa áhrif á hegðan bandarískra neytenda, þá er svo hátt hlutfall vinsælla tækja sem fólk kaupir samsett af verksmiðjum innan Kína -- að óvíst sé að neytendur hafi í reynd val.

Meðan að neytendur geta ekki, svissað í vöru annars staðar frá.
Þá borga þeir hina álögðu tolla í hærri verðum!

--Það getur vel verið að tollastefnan sé þegar farin að hægja á neyslu innan Bandar. En neytendur þurfa þá að mæta hærri kostnaði með sparnaði einhvers staðar.

 

Niðurstaða

Tollastríð eru að sjálfsögðu ekki - auðvinnanleg. Með því að beita bandalagsríki sín einnig þrýstingi um að færa viðskipti í átt til hagsbótar fyrir Bandaríkin. Þá tryggði Trump líklega að þau ríki mundu ekki ganga í lið með Bandaríkjunum í þeirra tollastríði við Kína.

Það virðist alveg klárt, að Kína er a.m.k. ekki enn undir nokkrum þeim þrýstingi að Kína sé ómögulegt að halda sjó. Jafnvel þó hagvöxtur Kína bognaði eitthvað til viðbótar ef Trump stighækkar sína tolla -- virðist afar ósennilegt að Kína takist ekki að viðhalda hagvexti ofan við þann ca. 3% vöxt sem Bandar. sáu á sl. ári og Trump líkti við afrek stórmenna.

Fyrir bragðið sé ég engar verulegar líkur á því að Trump takist ætlunarverk sitt, að þvinga Kína til einhvers konar uppgjafar -- eiginlega nánast fullkomlega óhugsandi.

Líklega komi það í hlut næsta forseta að semja um málin.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband