Stealth orrustuvél virðist loksins við það að komast í notkun í Rússlandi!

Framleiðsla á að hafa hafist seint í júlí á þessu ári, þ.e. því hugsanlegt að fyrstu framleiðslu-eintök séu komin í formlega notkun. Vegna vandræða við þróun hreyfla hefur að virðist verið ákveðið að vélin verði fyrst í stað framleidd með eldri gerð hreyfla í uppfærðri mynd. En stefnt að því að sá hreyfill sem fyrirhugað er að verði notaður taki yfir í framleiðslu síðar!

Samanburður á Su57 og F22

Sukhoi Su57

SU57 Sch.jpg

Lockheed Martin F22 Raptor

Höfum í huga að það getur verið flókið að átta sig á hvað er betra/verra.

  1. Skv. óháðum sérfræðingum - virðist Rússland hafa valið að fókusa stealth eiginleika að framan-verðu, sætta sig við að þeir eiginleikar séu lakari frá öðrum sjónarhornum.
  2. Su57 virðist hafa getu til að bera stærri vopn - annaðhvort langdræga eldflaug til að skjóta niður stærri flugvélar, eða stóra stýriflaug til að beita gegn skipum. Með því að rými til slíks staðsett milli hreyfla virðist stærra, lokað rými.
  3. Það geti bent til þess að fókus Rússa sé annar en Bandaríkjamanna, sem virðast hafa fókuað á - stealth - og verið til í að vélin hefði mjög takmarkaða getu til vopnaburðar.
    --En fókus F22 virðist á - air superiority - eingöngu.

Ef ég ætti að tjá tilfinningu mína - er F22 líklega meira - stealthy.
En hvað sem því líður, þá væntanlega getur Su57 komist mun nær t.d. bandarískum skipum, eða t.d. AVACS radar-vélum, áður en radar nær að nema hana - en eldri rússn. vélar.

Það auðvitað einnig, gerir henni væntanlega mögulegt að komast einnig nær F35 --

F-35A off the coast of Northwest Florida

áður en flugmaður slíkrar vélar nær að sjá hina rússnesku. Auðvitað svo fremi að rússneska vélin nái að sjá F35 vélina fyrst.

Rússar segja Su57 liprari í loftinu en F22. Vegna þess að vendi-knýr þeirra hreyfla sem stendur til að verði á endanum notaðir -- þó fyrstu vélarnar verði framleiddar með öðrum eldri hreyflum -- sé stýranlegur í fleiri áttir.

Hinn bóginn til þess að það skipti máli, þarf rússneska vélin fyrst að finna bandarísku vélina.
Báðar virðast hafa svipaðan hámarks-hraða, svokallaður - super cruise - hraði svipaður einnig.
Rússneska vélin er yfir langdrægari væntanlega vegna stærri eldsneytistanka. Munurinn er þó ekki mikill.

--Rétt að benda á að bandaríska vélin var framleidd á árunum 2006-2011, 187 framleiddar.
--Það eru m.ö.o. 13 ár síðan F22 var fyrst tekin í notkun.

Bandaríkin hafa ekki metið að þörf sé fyrir fleiri framleiddar vélar.
Hugmyndir um að smíða nýjar útgáfur af henni, hafa ekki verið fjármagnaðar.
En vélar í notkun hafa þó verið margsinnis tæknilega uppfærðar.

  • Skv. lögum er allur útflutningur á F22 bannaður.
  • Meðan Rússar hyggjast selja Su57 sem víðast.

Þ.e. sennilega óhjákvæmilegt fyrir Rússa - enda hagkerfi þeirra dvergur miðað við Bandaríkin, m.ö.o. þeir þurfa örugglega á peningunum að halda, fyrir prógrammið.
--Líklega þíðir það að mun fleiri Su57 verða fyrir rest framleiddar.

Einungis ef Rússar lentu í slag við Bandaríkin, gæti það gerst að F22 og Su57 tækjust á.
Mun meiri líkur á að F35 og Su57 lendi saman.

Enda ætla Rússar að selja þær væntanlega sem víðast.
Meðan Bandaríkin ætla sér það sama með F35.

  1. Rétt að benda á, F35 er töluvert smærri vél, er með einn hreyfil.
  2. Hún hefur greinilega minni hraða, líklega ekki eins lipur í loftinu og töluvert minna drægi.

Hinn bóginn, skiptir það ekki rosalegu máli - fyrr en rússnesk smíðuð vél getur fundið hana.

  • Rússneska vélin virðist ekki hafa eins öflugan infrarauðan búnað og F35, en á F35 horfir búnaðurinn í allar áttir - meðan að á rússnesku vélinni fókusar hann fram, á smáum turni við hliðina á stjórnklefanum.
  • Rússneska vélin hefur mjög öflugan radar er getur skipt ört um tíðni til að minnka líkur á - jamming - auk þess að vera öflugur, afl einnig minnkar líkur á - successful jamming.

Gallinn við að beita radar - er sá að þ.e. sama og segja -- hér er ég.
M.ö.o. ef Su57 vél væri að leita að F35 vél, og hefði ekki enn fundið F35 vélina - kveikti á radarnum, samtímis hefði F35 vélin ekki heldur enn fundið Su57 vélina. Mundi flugmaður F35 vélarinnar sjá Su57 vélina nákvæmlega hvar hún er strax og radarbylgjurnar eru numdar af þar til gerðum nemum. Ef F35 vélin væri í nægilegri fjarlægð - vegna þess að hún er - stealth - vél þarf sú fjarlægð ekki endilega vera mjög mikil, mundi radar Su57 vélarinnar líklega samt ekki sjá hana! Í slíku tilviki mundi F35 vélin líklega skjóta Su57 niður.

Hinn bóginn, greinilega á flugmaður Su57 betri möguleika á - kill.
En flugmaður nokkurra af hinum eldri gerðum rússnesk smíðuðum enn í notkun.

  • Indland var um hríð samstarfsaðili í Su57 prógramminu, en hætti því á sl. ári - opinber skýring að - stealth - eiginleikar væru ónógir.

Þó ímsir velti því upp að annað hafi hugsanlega komið til, að Rússar hafi að mati Indverja ekki boðið Indlandi, næga möguleika til að framleiða sjálfir - Rússar hafi á enda ekki verið til í að heimila Indlandi að framleiða hana sjálfir.
--Indverjar séu enn að leita að framtíðarvél fyrir Indland, samtímis vill byggja upp flugvélaiðnað.

 

Niðurstaða

Það er auðvitað óþekkt hversu gott - stealth - Su57 raunverulega er. Ekki ástæða til annars en að taka fullyrðingar frá Rússlandi - með saltkornum. Þeir vilja auðvitað selja sem víðast, eins og sölumönnum háttar - gætu verið nokkrar íkjur á ferð.

Spurningin hvaða - stealth - vél er betri. Þegar menn eru að tala um þann feluleik sem framtíðar loftbardagar fela væntanlega í sér. Þá væntanlega verða gæði - stealth - eiginleika jafnvel lykilatriði. Þegar vopn sem vélar bera, eru líklega það öflug. Að sá sem fyrst sér er líklega nærri alveg öruggur að skora fyrsta - kill.

Drægi er sennilega mikilvægt, rússneska vélin er langdræg. En vél skýtur ekki niður þ.s. hún sér ekki - það gildi burtséð frá hvaða vél á í hlut.

--Mig grunar að F35 þrátt fyrir allt, hafi enn forskot vegna infrarauðs myndavélabúnaðar, er gerir mögulegt að sjá andstæðing óháð hvaða átt sá nálgast.
--Án þess að radar sé beitt, og samtímis miða með þeim búnaði án þess að radar sé beitt.

Kannski síðar mun Rússland uppfæra sína vél með jafn góðum infrarauðum leitarbúnaði.
En það er atriði sem síðari tími leiðir í ljós, og auðvitað eru Kanar stöðugt að uppfæra þær vélar sem þeir hafa þegar framleitt - og selja uppfærslur einnig til allra þeirra sem hafa keypt af þeim.

Staðan er því alltaf á hreyfingu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Það er ýmislegt hægt að segja um þetta mál. Rétt eins og SU-27 var smíðuð til höfuðs F-15 þá er SU-57 smíðuð til höfuðs F-22 og F-35. Fyrsta tilraun Rússa með smíði torséðra flugvélar var Mig 1.44 eða Project Mikoyan 1.44 sem hófst á Sovét tímanum. Frumgerð þeirrar vélar flaug tvö tilraunaflug en síðan var það verkefni lagt á hilluna. Sjónarmið Pútíns var að Rússar þyrftu ekki á torséðri orrustuvél að halda meðan slíkar vélar væru ekki staðsettar í Evrópu. Sú staða breyttist með F-35 verkefninu. Bandaríkin hafa hins vegar verið býsna iðnin við að smíða misheppnaðar orrustuflugvélar en eiga þó góða spretti inn á milli eins og A-10, F-15, F-16 og F-18 eru dæmi um. Þetta eru allt þotur sem hafa verið mikið notaðar og enst vel. F-22 og F-35 áttu að taka við af þessum þotum og leysa þær af með tímanum. Hvað F-22 varðar þá hefur sá leiðangur algerlega misheppnast. Aðeins um 120 af þeim 187 sem framleiddar voru eru í nothæfu ástandi. Þessar þotur eru viðkvæmar og útheimta óheyrilegt viðhald en það var einmitt vandi F-14 sem flotinn er fyrir löngu búinn að taka úr notkun. USAF hefur um áratugaskeið byggt á svokallaðri high/low mix theory í orrustuvélasmíði sem í stuttu máli er byggð á stórri öflugri orrustuþotu til að tryggja yfirráð í lofti og svo minni og léttari til að sinna fjölþættari verkefnum. Þetta endurspeglast í F-15 og F-16 og síðan F-22 og F-35. F-35 var því aldrei hönnuð til að tryggja yfirráð í lofti og þetta hefur F-35 flugmaður staðfest. Talsmenn vélarinnar sögðu að „stealth“ eiginleikar hennar tryggðu „first look first kill capability“ og þessar fréttir notaði Obama til að leggja F-22 verkefnið á hilluna. Stærsti vandi F-35 er að hún á að gera allt fyrir alla og er því í raun þrjár flugvélar þar sem 1/3 íhluta er sameiginlegur, ein fyrir USAF, önnur fyrir US Navy og sú þriðja fyrir US Marines. Hitt sem er fáránlegt við hana er hve lítið af vopnum hún getur borið innanklæða. F-35 var hönnuð til að komast í gegnum nútíma loftvarnir óvinarins. Það hefur ekki enn reynt á hvort það markmið hefur náðst en það verður mikið áfall fyrir Bandaríkin verði hún skotin niður. Ég hef verulegar efasemdir um að F-35 komist óséð í gegnum nýjustu loftvarnir Rússa. Eitt er að geta séð óvinaflugvél og annað að geta skotið hana niður en til þess þarf hátíðniratsjá. F-35 verður ekki mætt af SU-57 fyrr en hún reynir að troðast í gegnum rússneskar loftvarnir, reyndar segir amerískur hershöfðingi að F-35 verði aldrei einar og sér á ferðinni heldur alltaf hluti af stærri aðgerðarflota. SU-57 er svo á öðrum stað í lífinu en F-35 og þarf ekki að bera eins mikla ábyrgð. Rússneskir hershöfðingjar hafa haft efasemdir um að hún sé peninganna virði en þeir hafa nefnilega kost á að kaupa SU-35 í staðinn sem er ódýrari og gerir að mörgu leyti sama gagn. Pútín er hins vegar byrjaður selja vélina og sýndi Erdogan hana um daginn. Erdogan fékk meira að segja að sjá flugstjórnarklefann sem mikil leynd hefur hvílt yfir. Hann er búinn að kaupa S-400 lofvarnarkerfi og fá þau afhent sem þýðir að hann fær ekki að kaupa F-35 eins og til stóð. Þýskaland hefur líka hafnað því að kaupa F-35. Ég á ekki von á því að sorgarsaga þessarar vélar taki nokkurn tíma enda og að aldrei muni stafa dýrðarljóma af henni í orrustu né af SU-57. Nýjasta vopnatækni mun brátt gera herþotur og flugmóðurskip úrelt og þá verður erfitt að heyja stríð og vinna lönd sem er gott.

Helgi Viðar Hilmarsson, 28.8.2019 kl. 20:22

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helgi Viðar Hilmarsson, "Eitt er að geta séð óvinaflugvél og annað að geta skotið hana niður en til þess þarf hátíðniratsjá." Ekki rétt, myndavélabúnaður F35 veitir þá getu án radars.
"
Ég hef verulegar efasemdir um að F-35 komist óséð í gegnum nýjustu loftvarnir Rússa." Getgátur. Hafðu í huga að þessar vélar hafa skynjara sem sjá hvernig radar-geislinn liggur, og forrit sem ráðleggja þeim um bestu nálgun á það að fljúga án þess að radarinn fái næga svörun. Kanar vita mæta vel að torséðar vélar eru ekki ósýnilegar - trixið er ekki bara að radarinn sjái þær ílla, heldur einnig í Því að skynjarar um borð sýna flugmanninum hvernig geislinn liggur og flugmaðurinn fær leiðbeiningu um það hvernig hann getur flogið þannig að - minnstar líkur séu á skynjun.
"
Hvað F-22 varðar þá hefur sá leiðangur algerlega misheppnast." Get ekki verið sammála því - þeir voru lengi í vandræðum með sérstaka mállingu sem átti að veita þeim aukna stealth eiginleika, það hafði tilhneygingu að endast afar illa - það tók þá margar tilraunir og langan tíma, að koma sér niður á efni sem endist betur -- að sjálfsögðu meðan þau vandræði stóðu yfir, var svokallað -readyness- lágt, jafnvel afar lágt. Þ.e. alltaf vandamál þegar menn eru að leitast við að -- teygja á tækninni þannig séð. Ég lít ekki á að F22 sé í nokkru misheppnuð, það að Bandar.þing enn bannar útflutning þeirra bendir sterklega til annars -- sennilega sé málið einfaldlega eins og þ.e. sagt, að ákveðið var að 189 væri nægur fjöldi. Ef maður skoðar hvað annað þeir hafa átt sömu ár, hafa þeir ekki verið í nokkrum vandræðum -- þeir virðast virkilega ekki þurft flr. F22 en þær sem hafa verið smíðaðar. Að sjálfsögðu skipti máli, að hinar vélarnar eru ódýrari í notkun - t.d. F15 er getur gert nær allt það sama. F22 er þá einungis notuð ef þ.e. sérstök ástæða talin til þess. Það hafi ekki verið það íkja oft -- miklu hafi ráðið að aðrir hafi ekki hingað til fyrr en nú með Rúslandi, sett í framleiðslu - Stealth - vél. Það verður auðvitað breyttur heimur, ef Rússar setja Su57 í alvöru fjöldaframleiðslu. Þá reikna ég með því að afstaða Kana til F22 hljóti einnig að breytast.
--M.ö.o. að þrýstingur á að framleiða fleiri verði það öflugur að líklega verði ný kynslóð þeirra fjármögnuð. Það liggur ekki enn fyrir, og það á eftir að koma í ljós hvenær kínv. stealth vélin birtist - hversu vel Rússum gengur með SU57.
--Þannig að ég á alls ekki von á þannig ákvörðun nærri strax. En ef þeir þurfa á því að halda, verður örugglega ný kynslóð F22 framleidd. Það gæti verið þær fengu annað nafn, eða þær yrðu kallaðar F22 eitthvað - t.d. eins og F18 er kölluð F18 II.
"
Rússneskir hershöfðingjar hafa haft efasemdir um að hún sé peninganna virði en þeir hafa nefnilega kost á að kaupa SU-35 í staðinn sem er ódýrari og gerir að mörgu leyti sama gagn." Algerlega rétt, sama dilemma og Kanar stóðu frammi fyrir með F22 - þ.e. eldri týpur mun ódýrari í rekstri, það hjálpaði að enginn annar hefur haft stealth vélar - svo ég skil vel að þingið hafi stoppað framleiðslu við 189. Sérstaklega er haft er í huga, vandræðin sem lengi stóðu yfir með efnið eða málinguna sem notuð er og á að minnka radarsvörun enn frekar. 
--Það á eftir að koma í ljós, hversu margar Su57 verða í reynd framleiddar, hvort einhver vandamál koma fram - sem flækja notkun þeirra, barnasjúkdómar dúkka örugglega upp -- og við vitum ekki enn hvernig Pútín gengur að selja hana. Enginn hefur enn keypt.
"
Þýskaland hefur líka hafnað því að kaupa F-35." Svokölluð sorgarsaga - er hæpuð slatta. Hún inniber slatta af nýrri tækni, barnasjúkdómar voru óhjákvæmilegir - ég reikna með því að smám saman nái menn að leysa þá. Þetta er alls ekki fyrsta vélin sem Kanar hafa átt erfitt með. Ég hugsa að slík vandamál aukist í framtíðinni - ef e-h er, vegna þess hve flóknari kerfin eru stöðugt að verða. Tölvukerfin eru ekki síst vandinn, komast fyrir alla böggana -- maður kannast við slíkt bara í afgreiðslukerfum sem eru miklu minna flókin. Þetta tekur eðlilega tíma, og ég reikna með því fyrir rest verði þetta ágæt vél. Ég sé a.m.k. ekkert sem augljóslega bendi til annars.
--Ef maður ber hana við þær vélar sem í dag eru til -- stenst engin henni snúning. Þá meira segja borið við Su-57 ef sú vél uppfyllir allt sem Rússar segja hana eiga að geta. Stóra málið sé þetta -- infrarauða myndavéla-kerfi, sem geri henni mögulegt að miða á vélar án þess að nota radar. Þetta er fyrsta vélin sem getur skotið í allar áttir - skynjað samtímis í allar áttir - notað þær upplýsingar, miðað og skotið út frá þeim upplýsingum -- ath, án radars. Þetta án þess að senda frá sér merki af nokkru tagi -- einungis með búnaði sem er gríðarlega næmur er skynjar hita.
--Þessi vél getur skotið vélar niður án þess að þær eigi möguleika að átta sig á því hvaðan eða það augljóslega auki stórfellt líkur á að andstæðingur finni hana - því -detection- getur farið fram án þess að nokkur merki séu send frá vélinni.
**Þetta er alger nýung í hernaði. Þetta er megin ástæðan af hverju þessi vél hefur algert forskot þessa stundina.
"
Nýjasta vopnatækni mun brátt gera herþotur og flugmóðurskip úrelt" Algerlega viss að hvorugt gerist. Það sem gerist þess í stað, sennilega sé að vígvöllurinn breytist í feluleik - kerfið í F35 og stefnt að því hjá NATO að öll kerfi starfi þannig -- er sú að þ.s. eitt kerfi sér sjái þau öll. Svokallað -fusing- þú munt sjá þann frasa oft. Upplýsingar sem sagt samþættaðar - öll kerfin látin tala saman, skiptast á upplýsingum. Þannig að t.d. F35 eða hvaða annað tæki, geti fengið upplýsingar t.d. frá hermönnum á niðri - frá þyrlu - annarri flugvél - drón.
--Ég á von á að drónar starfi með herflugvélum - verði fórnað - - þá á ég við, drón noti radar -- sendi strax upplýsingar til næstu flugsveitar hvað drón sér, drón skotinn niður -- en flugsveitin fær samt -targeting data- og sendir flaugar til að skjóta niður þ.s. dróninn sá. Meðan að flugsveitin flýgur án þess að nota radar eða gefa frá sér nokkur merki.
--Síðan sé næsti drón notaður eða fórnað, og síðan koll af kolli -- auðvitað getur óvinur gert það sama.
En með þessum hætti hefði -stealth- flugsveit óskaplegt forskot. Þ.s. drón er miklu líklegri að sjá vélar sem ekki eru með stealth eiginleika og þannig með velheppnuðum hætti að senda -targeting data- áður en sá er skotinn niður. Ef annar aðilinn væri með stealth vélar hinn ekki - væru leikar mjög ójafnir ef framtíðar loftbardagar fara fram eins og ég tel líklegast.
--Sé litlar líkur á að flugmóðurskip verði úrelt. Vinsælt að spá þessu - en það hefur ekki gengið eftir. Fólk íkir oft hversu viðkvæm þau eiga vera.
**Algerlega viss að orrustuvélar verða ekki úreltar -- með skynsamri notkun dróna í samvinnu við mannaðar vélar, ættu líkur verða frekar litlar á því að mönnuð vél sé skotin niður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.8.2019 kl. 21:41

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Bæði SU-27 og Mig-29 voru útbúnar með IRST kerfi sem tengt var við hjálm flugmannsins og var samhæft við innrauðar stýriflaugar vélanna. Þessi búnaður hafði þá um 20km drægni og gerði flugmönnum kleyft að skjóta innrauðri stýriflaug undir 45 gráðu horni meða Nato vélar urðu að sætt sig við radar og um 15 gráðu skothorn. Nato flugmönnum var því fyrirskiptað að skjóta þessar vélar niður áður en þær kæmu of nálægt, mistækist það var voðinn vís. Bandaríkin ákváðu að nota F-22 í Sýrlandi, hershöfðingi úr þeirra röðum sagði að það hefðu verið stórmistök því þar gafst Rússum tækifæri til að mónitora þá vél sem og þeir gerðu og hafa því mun meiri upplýsingar um hana en þeir höfðu. Til mynd úr SU-35 þar hún er að monitora F-22 með sínu innrauða kerfi. Ég hef líka upplýsingar um að Rússar hafi komist yfir upplýsingar um F-35 í gegnum Tyrki. Þegar Bismark var sökkt var tími stóru herskipanna liðinn. Þegar nýtísku flugmóðurskipum verður sökkt er tími þeirra liðinn. Þegar herþotur komast ekki lengur í gegnum loftvarnir er tími þeirra liðinn. Bandaríkin fóru ekki inn í Venesúela og munu ekki fara inn í Íran.

Helgi Viðar Hilmarsson, 29.8.2019 kl. 07:49

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Bæði SU-27 og Mig-29 voru útbúnar með IRST kerfi sem tengt var við hjálm flugmannsins og var samhæft við innrauðar stýriflaugar vélanna." Þ.e. rétt að Rússar voru aðeins á undan með - helmet mounted display - en þetta er standard í dag, gerir flugmanni mögulegt að snúa haus miðir vélarinnar fylgir því hvert hann lítur. Þú virðist e-h misskilja þann búnað - en hann skannaði ekki í infrarautt - hann studdist við radarbúnað Su-27 og Mig-29, miðir vélarinnar var sleivaður við hjálminn - en targeting data byggðist á radar upplýsingum -- -- þar um var Mig-29 og Su-27 ekkert öðruvísi en Vestrænar vélar.
--Allt kalda-stríðið voru flaugar tvenns konar, þ.e. flaugar sem elta hita og flaugar sem hafa radar, þurfa radarlás.
--En þú miðar samt flaug sem eldir hita með radar, svo þú sért a.m.k. að miða henni í rétta átt, þó þú skjótir án miðunarlæsingar.
" Þegar nýtísku flugmóðurskipum verður sökkt er tími þeirra liðinn." -- Þau verða ekki úrelt fyrr en slagurinn milli stórþjóða verður kominn upp í geim, þ.e. þjóðir hafa vopnakerfi staðsett þar -- með getu til að eyðileggja skotmörk niðri.
"Þegar herþotur komast ekki lengur í gegnum loftvarnir er tími þeirra liðinn." -- Þetta þegar kemur líklega aldrei. Þú stórfellt ofmetur loftvarnir, getu til þess að trufla þær með margvíslegum hætti. Það að loftvarnir hafa sinn eigin - akkílesarhæl, sem er radarinn - ef sá er truflaður verða loftvarnir blindar. Milli radars og truflunarbúnaðar er stöðugt kapphlaup - það verður aldrei sá radar sem ekki er mögulegt að trufla, þannig opna glufur í loftvarnir. Þannig að það verður líklega aldrei mögulegt að útrýma eins og þú ímyndar þér.
"Bandaríkin ákváðu að nota F-22 í Sýrlandi, hershöfðingi úr þeirra röðum sagði að það hefðu verið stórmistök...." Jafnvel þó Rússar hafi radar signature F35 og F22 - þá þíðir það ekki að þeirra stealth sé úrelt, þ.s. þær eru samt áfram með smærri radar signature en aðrar vélar. Það þíðir að radar þarf jafnvel þó hann hafi skrá yfir þeirra radar signature - að vera nær þeim en öðrum vélum.
--Megin breytingin er ekki að gera stealth ónýtt, heldur að minnka forskotið. Þ.e. samt forskot, því stealth vélin kemst áfram nær þeim vörnum sem hún er að glíma við en aðrar vélar, á því betri möguleika á að senda af stað fire and forget flaugar -- eða beita truflunarbúnaði á radar til að seinka enn frekar miðunarlás til að komast enn enn nær.
**Mér finnst merkilegt að þú nefnir ekki -- HARM flugskeyti, sem flugvélar geta skotið beint á radar. En HARM flugskeyti eru með nema sem skynja radarbylgjur og elta þær eins og hitasækin flaug eltir hita, eina leiðin til að verjast HARM er að slökkva á radar og færa radarinn strax en HARM flugskeyti man hvar radarinn er -- því eina leiðin hafa radar á farartæki.
--Þetta gefur samt verðmætan tíma þegar loftvarnakerfi -- er slökkt þar með óvirkt. Meðan er hægt að varpa sprengjum á loftvarnastöðvar. Með þessum hætti eyðilögðu Kanar skipulega loftvarnakerfi Saddams Hussain.

HARM flugskeyti eru enn til - í samhengi við multispectrum truflunarbúnað, eru þau mjög öflug tæki í því að eyðileggja loftvarnarkerfi. Það virðist sem að þú haldir að loftvarnarkerfi hafi eitthvert risa-forskot, svo er alls ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.8.2019 kl. 11:48

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helgi Viðar Hilmarsson,  varðandi F22 í Sýrlandi, skilst mér megintilgangur hafi verið intelligence m.ö.o. þær hafi verið að safna upplýsingum um radar S400 radarkerfisins -- þegar Kanar eyðilögðu S300 radarkerfi Saddams Hussain, beittu þeir orrustuvélum er höfðu radartruflunarbúnað og HARM flugkeyti, með í för aðrar vélar með sprengjur. Þú greinilega horfðir einungis á aðra hliðina á myndinni - það að S400 kerfið sá F22, en samtímis á hina hliðina gat F22 lesið í radarbylgjur S400 kerifsins og safnað upplýsingum um radar þess kerfis. Það þíðir, að Kanar líklega eru nú að uppfæra sinn truflunarbúnað og HARM flugskeyti -- næst, verða þeir tilbúnir með trlufnarbúnað er virkar á S400 svo þeir geta endurtekið leikinn hvernig þeir fóru með radarkerfi Saddams Hussain.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.8.2019 kl. 12:11

6 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

IRST stendur fyrir Ifrared Seach and Tracking, enginn radar kemur þar við sögu. Serbar ætluðu sér að nota þennan búnað á Mig-29 til að skjóta niður vélar NATO, flúgja láflug í myrkri til að komast nálægt þeim og skjóta svo á þær án þess að vart yrði við þá og komast svo undan. Ég held reyndar að það hafi allt mistekist. Svona búnaður er í mörgum nýrri orrustuþotum eins og t.d. Rafale. Þegar honum er beytt þýðir það "Radar Silence".

Rússar hafa búnað til að verja loftvarnarkerfin sín gegn flaugum eins og HARM, þeir hugsa fyrir öllu, eru með bæði nær og fjær varnir. Það er almennt viðurkennt að mjög erfitt er að granda þessum kerfum. Stealt vélarnar voru þróaðar vegna þess að hefðbundnar vélar eru orðnar of auðveld skotmörk og hægt orðið að granda þeim á færi sem skiptir hundruðum kílómetra.

Pútín kynnti á dögunum fjögur ný byltingarkennd vopn. Kjarnorkuknúna stýriflaug, kjarnorkuknúnið tundurskeyti, Avangard (hypersonic glide vehicle)sem getur gjöreytt borgum og Kinzhal (Air launched ballistic missile) sem þeir hafa ítrekað sýnt og eru byrjaðir að æfa notkun á og geta grandað skipum.

Síðan eru þeir að hleypa af stokkunum 5. kynslóð kafbáta sem getur eytt heilli flotadeild. Í raun er ekkert hægt að fullyrða um getu vopna fyrr en þeim hefur verði beytt í raun.

Helgi Viðar Hilmarsson, 29.8.2019 kl. 13:35

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Svona búnaður er í mörgum nýrri orrustuþotum eins og t.d. Rafale. Þegar honum er beytt þýðir það "Radar Silence"." Vegna þess þú fullyrðir svo stórt - tékkaði ég á staðreyndum mál, einfaldir infrarauðir skynjarar voru notaðir frá 6. áratugnum -- Rússar hafa einfaldlega sleivað skynjarann sem væntanlega var á litlum turni nærri stjórnklefa við hjálminn, eins og önnur kerfi vélarinnar.
--En þetta voru ekki öflugir skynjarar, ekkert á við þ.s. þekkist í dag.
--Eins og ég benti á, eru hjálmar með skynjurum standard í dag, að sjálfsögðu eru infrarauðir skynjarar sem radar upplýsingar þar.
"
Rússar hafa búnað til að verja loftvarnarkerfin sín gegn flaugum eins og HARM" Þú ert farinn að babbla - þegar radar er truflaður þá skýtur hann ekki niður nokkurn hlut, ekki flaugar svo sannarlega frekar enn annað. Eins og bent var á, þá fylgir radar sá galli að radar er hægt að trufla -- þegar radar er truflaður með heppnuðum hætti, verður kerfið - blint. 
--Þ.e. þá sem flaugum eins og HARM er skotið, til að eyðileggja radarinn.
"
 Stealt vélarnar voru þróaðar vegna þess að hefðbundnar vélar eru orðnar of auðveld skotmörk og hægt orðið að granda þeim á færi sem skiptir hundruðum kílómetra."
Það stenst ekki alveg -- flaugar með svo mikið drægi geta einungis grandað stærri vélum, því þær flaugar eru sjálfar það stórar og þungar, þær hafa ekki lipurð í lofti fyrir orrustuvélar.
--Þess vegna er S400 kerfið með 4-mismunandi flaugar, þ.e. stórar langdrægar í von um að geta grandað stórum vélum -- og minni miklu liprari samtímis miklu skammdrægari flaugar ætlað að granda orrustuvélum.
--Uppgefin maximum range er einungis praktísk fyrir stærri vélar.
**Stealth vélar ef kerfið getur yfirleitt miðað á þær, geta þá komist töluvert nær en orrustuvél sem ekki er með stealth jafnvel þó slík beri truflara.
**Stealth vél getur einnig borið truflara og HARM skeyti, truflari væri þá virkjaður einungis er flugmaður veit að hann kemst ekki mikið nær án þess að radarlás líklega náist.
------------
Ég á fastlega von á að Kanar séu að vinna úr þeim upplýsingum sem F22 vélar þeirra söfnuðu yfir Sýrlandi um S400 radarinn, þegar þeir hafa uppfært sinn truflunar-búnað, geta þeir alveg örugglega endurtekið leikinn sem þeir léku með S300 kerfi Saddams.

"Kinzhal" Fyrst hún er ballístísk - hafa skipin ekkert að óttast. En þú mundir vita það ef þú vissir hvernig ballístískar flaugar fljúga -- en þ.e. nær ómögulegt að miða slíkum á hreyfanleg skotmörk. Þ.s. þær fljúga í parabólu.

Kem ekki auga á nokkra ástæðu að missa svefn yfir kjarnorku-knúnu stýriflauginni, en Rússar eru hreinlega bilaðir ef þeir framleiða þær - vegna þess að þ.e. engin leið að kjarnorkuhreyfill þetta smár hafi geislahlífar - þá verður allt dæmið hágeislavirkt meðan það flýgur, og þeir dreifa geislavirkum úrgangi.
--Málið er að þ.e. ekkert ómögulegt að sjá slíkar flaugar á lofti, þ.e. mörg ár síðan að radarvélar fengu radar sem gat litið niður og séð skotmörk í lágflugi, allar orrustuvélar í dag hafa look-down shoot-down radara, þ.e. geta flogið hátt en samt skotið lágfljúgandi skotmörk niður.
--Þetta er ekkert undur.

Kjarnorkuknúið tundurskeiti er enn stærri bilun. Ætla að dreifa geislavirkni um höfin.
----------------
Hinn bóginn, óska ég þess að þeir smíði sem mest af þessu drasli.
Því hvert þeirra mun kosta svipað og a.m.k. 50 venjulegar flaugar eða tundurskeiti -- fljótleg leið fyrir Rússl. að verða gjaldþrota.

--Málið er að þessar yfirlýsingar eru fyrst og fremst -- áróður. Þessi tæki eru það dýr - jafnvel þó smíðuð, að þeir hefðu aldrei efni á að smíða margar.

Þeir yrðu ekki vinsælir ef þeir færu að dreifa geislavirkum úrgangi út um allt.

"Síðan eru þeir að hleypa af stokkunum 5. kynslóð kafbáta sem getur eytt heilli flotadeild. "

Þú ert að lesa of mikið af rússn. áróðri -- allir kjarnorkukafbátar geta tæknilega sökkt heilum flota, ef maður gæfi sér að þær gætu óáreittir fengið að skjóta.
--Svona fullyrðingar eru einungis for public consumption - maður á aldrei að trúa orði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.8.2019 kl. 02:27

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Kinzel er ekki ballitísk. Hún er í raun uppfærð Iskander flaug,,með meira drægi og meiri hraða.

Henni er skotið frá Mig 31 þotu og hefur um það bil 2800 Km upphafshraða. Hún eyðir því litlu eldsneyti í hröðun,en eins og við vitum fer mesta orkan í hröðun.

Af því að hún er hypersonic og hefur óreglulgt flugmynstur er engin leið að skjóta hana niður.

Mesta snilldinn hjá Rússum er ekki hypersonic hraðinn,heldur að þeir einir geta stýrt flaugum sem eru á hypersonic hraða.

.

Það er ekki víst að Kanarnir hafi aflað mikila auka upplýsinga um S 400 kerfið,af því að það var aldrei notað í Sýrlandi.

Sýrlendingar eiga ekkert slíkt kerfi og Rússar skutu aldrei neinu frá slíku kerfi.

S 300 kerfi Sýrlendinga er enn að mestu óskemmt,þrátt fyrir loftárádir Ísraelsmanna.
Það segir mér að það gæti verið snúið að eiga við S 400 eða S 500 sem nú er að komast á götuna.

Hér hefur svo ekki verið minnst á besta loftvarnakerfi Rússa sem er Thor kerfið. ÞÓ að það sé afkastaminna en S400 eða 500 er það öflugasta kerfið.

.

Í dag er ekkert erfitt að koma auga á stelth vél.

S 57 notast ekki eingöngu við eigin radar til að finna bráð,heldur fær hún upplýsingar frá jörðuniðri um staðsetningu. Þessir radarar eiga í engum erfiðleikum meða að staðsetja svona vélar ,enda veitir stelth aðeins vernd fyrir takmörkuðu sviði bylgjulengda.

Af því að SU 57 hefur langdrægari radar og langdrægari flaugar en bandarísku vélarnar ,auk þess að hafa tvöfalt fleiri en F35, er hún alls ekki í slæmri aðstöðu.

Annars eru líkurnar á að skjóta niður nútíma herþotu með langdrægri air to air flaug,sáralitlar.

Það eru því mestar líkur á að það komi til beitingar skammdrægari flauga eða jafnvel fallbyssu. 

Í þessari stöðu hafa Rússnesku vélarnar algera yfirburði af því að Bandarísku vélarnar eru svifaseinar og hafa litla flughæfni miðað við Sukhoy eða Mig.

Hérna ereum við að sjálsögðu að tala um loftbardaga milli Rúsneskra og Bandarískra véla.

Bandaríkjamenn eiga að sjálfsögðu ágætis möguleika gegn minni þjóðumm sem eiga ekki besta búnaðinn. 

.

 Rússar hafa mí dag mikla yfirburði varðandi nýtingu kjarnorku. Enginn kaupir í dag annan búnað til raforkuframleiðslu,nema af pólitískum ástæðum.

Jafnvel hafa sum ríki keyft slíkann búnað þrátt fyrir mikinn pólitískann þrýsting frá Bandaríkjamönnum.

Má þar nefna Tyrkland og Ungverjaland.

Það er því ekki gott að segja hvaða getuþeir hafa í þessum efnum.

Mínar heimildir segja að slysið sem varð nýlega í Rússlandi hafi orðið þegar þeir voru að gera tilraunir með að hita hefðbundið eldflaugaeldsneyti með kjarnorkuknúnu batteríi.

Tilgangurinn með þessu er að koma fyrir eldflaugum á sjávarbotni sem bíða þar skipunar árum og jafnvel áratugum saman.
Tilgangurinn með kjarnorkuknúna batteríinu er að halda réttu hitastigi á eldsneytinu.

Hafi þeim tekist að útbúa slíkt bettery er það meiriháttar afrek. 

Borgþór Jónsson, 30.8.2019 kl. 09:10

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, "Af því að hún er hypersonic og hefur óreglulgt flugmynstur er engin leið að skjóta hana niður." Þ.e. ekki til neitt sem ekki er hægt að skjóta niður -- fyrir utan að flaug getur ekki verið hypersonic í andrúmslofti nema skamman tíma, af eðlilegum ástæðum - þ.s. hitinn af núningi við loft verður það mikill að flaugin fer fljótlega að bráðna - stýrifletir t.d.
--Ef hún á að fljúga hypersonic allan tímann -- þarf annaðhvort flaugin vera gerð úr ofurdýrum ofurhitaþolnum efnum, hafa í huga þau efni samt bráðna en gera það við hærra hitastig - sem gerði flaugina einnig ofur dýra - þíddi Rússland gæti ekki haft efni á að framleiða margar; meira að segja Bandar. framleiða ekki hypersonic stýriflaugar því kostnaður er alltof mikill, enginn fer að segja mér Rússland hafi efni á því sem Bandar. telja sig ekki hafa efni á.
--Eða flugtími flaugar þarf að vera skammur t.d. nokkrar mínútur!
----------------
Þ.e. engin lausn til framhjá þessu hitavandamnáli - önnur en ofurdýr efni eða að flaug sé hypersonic bara í skamman tíma.

Það þíðir ef þetta er Cruice flaug, þá getur ekki annað gengið upp en að lengst af fljúgi hún á hraða minni en svo að hiti hlaðist of hratt upp og byrðingur og stýrifletir fari að bráðna.
--Þá að sjálfsögðu er það mjög viðráðanlegt að skjóta hana niður.

Jafnvel í hypersonic flugi, væri hún ekkert óniðurskjótanleg. Að sumu leiti gerir sá hraði það - eiginlega auðveldara. En málið er að sá sem vill skjóta hana niður er á flugleið hennar. Þegar hlutur er kominn á mikla ferð -- er árekstur við hvað sem er catastrophic. M.ö.o. þyrfti ekki annað en að flaug sem reyndi að skjóta hana niður væri sprengd rétt fyrir framan, nokkur sprengjubrot á slíkum hraða hefðu slíkt afl - að þau mundu eyðileggja slíka flaug auðveldlega.

"Sýrlendingar eiga ekkert slíkt kerfi og Rússar skutu aldrei neinu frá slíku kerfi."

Rússar komu slíku kerfi upp þar til að vernda flugvöllinn sinn þar - þetta atriði var vel auglýst. Þeir seldu ekki Sýrlandsstjórn slíkt kerfi.

"Þessir radarar eiga í engum erfiðleikum meða að staðsetja svona vélar ,enda veitir stelth aðeins vernd fyrir takmörkuðu sviði bylgjulengda."

Þú veist greinilega ekkert um stealth.

"Annars eru líkurnar á að skjóta niður nútíma herþotu með langdrægri air to air flaug,sáralitlar."

Þetta var eina atriðið sem er rétt hjá þér - langdrægar flaugar eru stórar og þungar, því auðvelt fyrir orrustuvélar að sveigja framhjá þeim.

"Í þessari stöðu hafa Rússnesku vélarnar algera yfirburði af því að Bandarísku vélarnar eru svifaseinar og hafa litla flughæfni miðað við Sukhoy eða Mig."

Um leið og rússn. vélin kveikir á radar - skjóta bandar. vélarnar hana niður. En kveikja á radar er sama og segja - hér er ég, skjóttu mig niður. Radar-skynjarar bandar. vélanna mundu gefa strax upp nákvæma staðsetningu rússn. vélarinnar áður en rússn. vélin hefði náð að staðsetja þær bandar. nákvæmlega.
Stealth þíðir algeru lágmarki radar signature er mjög smá - jafnvel þó rússn. radarinn hafi þeirra radar signature á lista, þarf hann vera mun nær þeim vélum en vélum sem ekki eru stealth - til að geta staðsett þær nákvæmlega, en áður en rússn. vélin næði því væri hún skotin niður.

"Rússar hafa mí dag mikla yfirburði varðandi nýtingu kjarnorku. Enginn kaupir í dag annan búnað til raforkuframleiðslu,nema af pólitískum ástæðum."

Enginn hefur fundið upp nýja eðlisfræði - ef þú ert með kjarnorkuhreyfil -- þarftu kjarna-ofn, ef þú ert með slíkann, þarfu geisla-hlífar. Enn er blý besta efnið - vegna þéttni þess, bestu hlífðar-efnin eru þéttustu efnin því þyngstu efnin sem til eru.

Ef flaugin hefur mörg tonn af geisla-hlífum, er hún hrikalega stór -- á stærð við sprengjuþotu á við t.d. Tu-160.
Og auðvitað hrikalega dýr og sjálfsögðu auðvelt að skjóta niður.

Þess vegna klárlega er ekki um annað ræða en að geislahlífum um kjarnaofn sé sleppt -- sem þíðir fljótlega eftir kveikt er á honum verður allt dæmið geislavirkt. Auðvitað er flaugin samt mörgum mörgum mörgum sinnum dýrari en aðrar flaugar.

Rússar yrðu ekki vinsælir færu þeir að dreiga um allar jarðir geislavirkum úrgangi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.8.2019 kl. 11:48

10 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Tyrkir eru búnir að kaupa S-400 kerfi af Rússum og fá þau afhent. Nú eru þeir að spekúlera hvernig þeir ætli að verja þau. Langdræg loftvarnarkerfi eru varin með skammdrægum kerfum.

Pútín hefur sagt að það sé miklu ódýrara að þróa og smíða loftvarnarkerfi sem sjá við stealth flugvélum en að smíða svoleiðis flugvélar. S-500 kerfið er komið í framleiðslu hjá Rússum og næstu kynslóðir eru í þróun. Kaninn ætlar að reiða sig á F-35 fram til 2050. Spurnig hvaða loftvarnarkerfi Rússar verði komnir með þá.

Helgi Viðar Hilmarsson, 30.8.2019 kl. 11:58

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Bandaríkjamenn hafa alveg efni á slíkri flaug,þeir vita bara ekki hvernig á að búa hana til.

Eins og við höfum farið yfir áður ,minnir mig, eru erfiðlekarnir við að skjóta svona eldflaug niður fólgnir í því að hún getur breytt um stefnu margsinnis í hverju flugi.

Iskander ferðast tvo kólómetra á sekúndu ,en fer á 2,6 km á sekundu í aðflugi að skotmarkinu. (5,9 Marc og 7,2 í aðflugi)

Kinzel fer aftur á móti á marc 10 í aðflugi.

Ef þú vilt skjóta niður Kinzel ,þarftu að miða 50 til 100 Km fyrir framan hana,annars ertu búinn að missa af henni.
Gallinn við þetta er að hún mun breyta um stefnu og verður alls ekki á staðnum sem þú hélst að hún yrði. Hún getur tekið allt að 45 gráðu beygjur.

Þá er ekkert annað en að reyna að elta hana uppi.

"Good luck with that"

Þess má til gamans geta að það er líka hægt að skifta um skotmark á flugi. Þessi skemmtilegi fítus gerir kleyft að hætta við að gera árás á Berlín og gera árás á Varsjá í staðinn í miðju kafi.

Líklega yrði þetta ekki mikið notað,en það er gaman að hafa þennan möguleika.

Það er því alger heppni ef þér tekst að skjóta niður svona eldflaug.

.

Iskander og Kinzel sameina í raun kosti hefðbundinna stýriflauga eins og Kalibr og stóru ballistiku flauganna eins og Satan.

Þær hafa stýrimöguleika Kalibr og hraða Satans auk þess að hafa svipað varnarkerfi og Satan.
Þessar flauga ferðast í svipaðri hæð og stóru ballistísku og flaugarnar og eru því utan marka varnarkerfa nema í aðflugi

Þessar flaugar eru stórkostlegt tækniafrek sem er ekki búið að jafna enn þrátt fyrir að Iskander sé búinn að vera á götunni frá því 2006.

.

Rússar eiga á annað hundrað Iskander flauga og eitthvað af Kinzel flaugum þrátt fyrir lítil fjárútlát til varnarmála. Það virðist því vera að verðið sé ekki vandamál.

Hér þarf líka að hafa í huga að Rússneski vopnaiðnaðurinn er ekki sundur rotinn af spillingu eins og sá Bandaríski.

.

Ég veit náttúrlega ekkert hvernig kjarnorkuknúin eldflaug virkar,en mér finnst nokkuð augljóst að hún er ekki gufuknúin eins og kjarnorkuver.
Það er einhver önnur aðferð notuð sem við þekkjum ekki.

.

Þó þú efist um að Rússar eigi kjarnorkuknúna eldflaug efast Bandarískir sérfræðingar ekki,enda hafa þeir oft séð hana í reynsluskotum.
Þeir segja jafnframt að þeir hafi engar varnir sem ráða við slíka flaug.

.

Það er töluverður munur á Rúsneskum hergögnum og Bandarískum.
Rúsnesk hergögn eru annaðhvort ætluð til að verja Rússland með öllum ráðum,eða til að viðhalda ógnarjafnvæginu.
Bandarísk vopn eru hinsvegar ætluð til að ráðast á önnur ríki fyrst og fremst.

Borgþór Jónsson, 30.8.2019 kl. 22:24

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ástæðan fyrir að ég er svona ánægður með þetta er ekki að mig langi til að Putin sprengi mig í tætlur.
Ástæðan er sú að þetta slær algerlega út af borðinu allar hugmyndir sem Bandaríkjamenn hafa ítrekað verið að gæla við ,sem ganga út á kjarnorkuárás í skjóli eldflaugavarna sem Rússar geti ekki svarað.

Þetta ætti líka að letja Bandaríkjamenn til að nota mini kjarnorkusprengjur sem þeir hafa verið að gæla við að nota.Putin hefur sagt að hann geri engann greinarmun á lítilli og stórri kjarnorkusprengju. Þeir sem noti litla slíka sprengju fái stóra í hausinn ,punktur.

Borgþór Jónsson, 30.8.2019 kl. 23:26

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helgi Viðar Hilmarsson, enginn heilvita maður hlustar á rausið í Pútín. Milli radarkerfa og truflunarkerfa hefur verið stöðugt arms-race frá Seinni-styrrjöld, en Bretar voru þeir sem fyrst tókst með heppnuðum hætti að trufla radar.
--Þ.e. aldrei þannig að -- einhver ein tækni-lausn virki endalaust.
--Heldur er þarna stöðugt keppni, þ.e. þeirra sem leitast við að bæta radarkerfin, og þeirra sem leitast við að brjóta þau.
Þú getur ekki fundið stærri lygara á Plánetunni en hann Pútín. Ég trúi aldrei nokkru sem hann segir.
--------------
Hvernig sem radar þróast, þá verður stealth vél alltaf með forskot á vél sem ekki er stealthy. Vegna smærri radar-signature. Slík vél alveg hvernig radar þróast í framtíð, kemst alltaf nær en vél sem ekki er stealth.

Ég legg til við hættum þessum viðræðum.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.8.2019 kl. 23:58

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, óskaplegur þvættingur er þetta -- það hefur enginn verið að planleggja kjarnorkuárás á Rússlan, í skjóli eldflauga-varna.
Málið er að eldlaugavarnir eru gagnslausar gagnvart kjarnorku-vopnum Rússa!
--Rússar geta drepið alla Ameríkana -- án þess að senda eina einustu sprengju á Bandaríkin.
--Vegna þess að svo margar sprengjur eiga Rússar, það skipti engu máli hvaða lönd væru sprengd.
Rússar gætu sprengt alla Afríku - S-Ameríki - Indland o.s.frv.
Og þeir mundu samt ná öllum Ameríkönum, með kjarnorku-vetrinum.
Þeir mundu einnig drepa alla Rússa.
--Enginn á hnettinum mundi lyfa af.

Þetta tal sem þú ítrekar kemur fram með um ímynduð samsæri um að ráðast á Rússl. af fyrra bragði -- eru allra vitlausustu samsærisruglhugmyndir sem þú flíkar. Það er einfaldlega ómögulegt að verjast því ef Pútín ákveður að drepa alla Jarðarbúa -- varnarvopn NATO geta í engu komið í veg fyrir það, sama hversu margar gagnflaugar væru settar upp til að verja Evrópu eða Bandar.
--Því Pútín gæti samt drepið alla á Jörðinni með því að sprengja allar sínar sprengjur annars staðar á Jörðinni en í Evr. og N-Ameríku. Þ.s. það skiptir engu máli hvar þú ert ef svo margar sprengjur eru sprengdar -- allir enda dauðir.

"Ég veit náttúrlega ekkert hvernig kjarnorkuknúin eldflaug virkar,en mér finnst nokkuð augljóst að hún er ekki gufuknúin eins og kjarnorkuver.
Það er einhver önnur aðferð notuð sem við þekkjum ekki."

Við erum ekki að tala um eignlega eldflaug - heldur róbótíska flugvél, en þ.e. hvað stýriflaugar eru í reynd. Kanar bjuggu einu sinni til tilrauna vél er var kjarnorkuknúin -- prófuðu hana í nokkur ár. Þ.e. útkoma þeirra tilrauna sem gerir mig 100% confident að -- tal Pútíns um kjarnorkuknúnu vélina séu stórfelldar íkjusögur.
--Þú greinilega tekur illa eftir. En vandinn er geislavirkni. Ef þú ert með kjarnorkuknúið tæki ertu með kjarnorku-ofn. Þá þarftu mörg tonn af blýi, ef geislavirkni á ekki að leka út. Þá ertu annaðhvort með -- mjög stóra flugvél, Kanar prófuðu þetta með sinni stærstu flugvél þá; eða þú sleppir öllum tilraunum til að takmarka geislun frá kjarna-ofninum, sem þíddi allt verður hágeislavirkt á stuttum tíma.

Pútín væri gríðarlega óábyrgur ef hann setur tæki í fjöldaframleiðslu -- sem mundi í notkun verða hágeislavirkt síðan dreifa geislavirkni hvar sem það mundi springa, burtséð frá því hvort tækið sjálf bæri kjarnasprengju eða ekki.

--Síðan auðvitað yrði slíkt tæki afar kostnaðar-samt í framleiðslu.
--Því vona ég næstum því Pútín framleiði þessi tæki -- því kostnaðurinn mundi líklega keyra Rússland á kaf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.8.2019 kl. 00:15

15 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ert í grófri afneitun.

Það er ekkert launugarmál að það hafa verið gerðar og hafa sennilega allt til þessa verið gerðar áætlanir um "preemtive strike" í Bandaríska hernum.

Þær eru til hvernig sem þú berð hausnum við steininn.

Uppsögn gagneldflaugasáttmálans var liður í slíkri viðleitni.
Gagneldflaugunum í Póllandi og Rúmeníu var ætlað að taka niður Rússnesku eldflaugaranr í flugtaki auk þess sem sá búnaður er ætlaður til að skjóta stýriflaugum sem voru bannaðar þar til í ár. Þessi búnaður hefur aftur á móti aldrei virkað sem skyldi,en það vantar ekki viljann. Hugmyndin kviknaði hinsvegaar á árunumm sem Rússar voru aumastir allra og Bandaríkjameenn töldu að þeir myndu aldrei rísa aftur úr öskustónni. "the end og history" og allt það kjaftæði.

Þú tekur ekki nægilega vel eftir.
Kjarnorkuknúnar eldflaugar eru til og það hafa verið framkvæmd 13 tilraunaskot ,sem ég veit um. Enginn efast um þetta lengur.

Poseidon kjarnorkuknúna tundurskeitið er líka til. Núna er verið að smíða fjóra kafbáta sem er ætlað að bera slík tundurskeiti.

Á næstu árum eru Rússar að minnka útgjöld til hermála þrátt fyrir þetta og að snúa sér að bættum innviðum og öðru í ríkari mæli. Putin telur að Rússneski herinn sé komiinn í það horf sem þarf til að verja landið. og það þurfi ekki að auka í. Þér verður líklega ekki að ósk þinni í þessum efnum.

Þetta geta Rússar af því að þeir eru ekki árásargjörn þjóð og hafa engar grillur um heimsyfirráð og af því að hergagnaiðnaðurinn þar er ekki notaður sem mjólkurkú fyrir gjörspillta stjórnmálamenn og iðnjörva,heldur til að framleiða. 

.

Nú er hafið nýtt vopnakapphlaup og það virðist sem Rússar hafi orðið verulegt forskot í þeim efnum ,með hófsömum útgjöldum. 

Í dag erum við svo heppin að Rússland hefur afar friðsamann og taugasterkann forseta.Það er því miður ekki víst að svo verði alltaf. Það er ekki loku fyrir það skotið að einhverntíma fáum við Rússneskann forseta sem er jafn blóðþyrstur og Obama.Eða Hillary Clinton. Það verða ekki góðir tímar fyrir okkur. Það sem gerir þetta líklegra eru stöðugar ofsóknir vesturlanda gegn Rússum. Vesturlönd voru til skamms tíma afar vinsæl hjá Rússneskum almenningi. Þau eru það ekki lengur. Þú aflar þér ekki mikilla vinsælda hjá fólki með því að eyðileggja lífskjör þeirra.

Líklega er þó ennþá hægt að bjarga þessu með að hætta þessu rasisma sem viðhafður er gagnvart þessari þjóð.

Borgþór Jónsson, 31.8.2019 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 863
  • Frá upphafi: 846619

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband