Er Xi Jinpin að undirbúa blóðbað í HongKong? Gerfihnattamyndir sína kínverskan liðssafnað nærri HongKong

Alþjóða-fjölmiðlar hafa birt myndir sem sýna að kínverskur her er að safna liði í borginni Shenzhen nærri HongKong. Stór leikvangur í Shenzhen virðist notaður.

This satellite image appears to show Chinese security force vehicles inside the Shenzen Bay sports centre.

Þetta virðist staðfesta ótta margra að Xi Jinping hyggist brjóta með valdi niður fjölmenn götumótmæli í HongKon er staðið hafa yfir í 3 mánuði -- fram til þessa hefur lögreglan í HongKon ekki tekist að brjóta þau niður.

Margir óttast, að skotvopnum verði beitt, fyrst að herlið sé kallað til verks.

Satellite photos show Chinese armoured vehicles on border of Hong Kong

Satellite Photo Shows China's Military Buildup in Response to Hong Kong Protests

China masses troops in stadium near Hong Kong

Mögnuð þessi tækni sem leyfir fjölmiðlum að nálgast myndir úr gerfihnöttum hvaðan sem er.
Sú tækni þíðir að sjálfsögðu að þ.e. ekki lengur hægt að fela slíkan liðssafnað, ef fyrir beru lofti. Að nota leikvang, er nokkurs konar - feluleikur klárlega. En augað uppi í geimnum sér.

Ég endurtek þ.s. ég bloggaði síðast: Væru mistök hjá Xi Jinping að beita kínverska hernum gegn mótmælum í Hon-Kong!.

Að ég hugsa að Xi Jinping sé að gera mistök!

  1. Eins og ég benti á, þá hefur Donald Trump hingað til ekki tekist að fá bandamenn Bandaríkjann í Evrópu og Asíu, til að ganga til liðs við viðskiptastríð sitt við Kína.
  2. En enginn vafi er að blóðbaði í HongKong yrði mjög illa tekið í lýðræðisríkjum Evrópu og Asíu -- álit á Kínastjórn mundi bíða stórfelldan hnekki í samtímis V-Evrópu og meðal lýðræðisríkja Asíu.

Það sé a.m.k. hugsanlegt að í kjölfarið tækist Trump að sannfæra þær þjóðir að ganga til liðs við sig gegn Kína í viðskiptastríði.

Bandaríkin klárlega einsömul eru ekki nægilega sterk, til að brjóta efnahag Kína á bak aftur.
En með V-Evrópu og bandamenn sína í Asíu í liði með sér -- gæti slíkt verið hægt.

  • A.m.k. ljóst, að efnahagslega séð yrði áfall Kína stórt, ef V-Evrópa og bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu -- mundu slást í för í því viðskiptastríði gegn Kína.

Þess vegna meina ég að Xi - verði sekur um alvarleg mistök, ef hann skipar hernum að láta blóðið renna á götum HongKong.

 

Niðurstaða

Því miður virðist margt benda nú til þess að blóðbað í HongKong sé yfirvofandi. Ef Xi skipar hernum að skjóta á óvopnaða borgara, þá á hann alla þá fordæmingu sem hann fær skilið.
Xi gæti tekist þ.s. áður virtist fátt benda til að af yrði, að sannfæra V-Evrópu og bandamenn Bandaríkjanna í Asíu, að ganga til liðs við Donald Trump í viðskiptastríði við Kína.
Til samans er nefnilega hugsanlegt að Bandaríkin ásamt bandamönnum geti brotið Kína.
A.m.k. yrði efnahagslegt áfall Kína án vafa stórfellt, þegar það hingað til hefur greinilega virst vera viðráðanlegt með Bandaríkin ein í viðskiptastríðinu gegn Kína.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Usa er einfaldl að verki þarna rett likt ig annrstaðar likt og i Russlandi.

Þ er enginn tilvilj að motmæli upphefjast a sama tima og þ ma benda a að Usa hefur langa sigu af þessum verknaði og mað seinasta hvað hing kong varðar að þa naðist USA starfsmaður a mynd þar sem sa var a fundi með HOFUÐ PAURUM BYLTINGARINNAR I HONG KONG aður en þau foru i gang.

Usa hefur hinsv sagt að allt se FULLKOML EÐLILEGT VIÐ ÞAÐ.

Synir i raun hversu mikil skemmd er kominn i Usa sem samfelag og er usa farið að minna a land sem telur það allt i lagi að svifast einskyns i DAUÐA TEYGJUNUM.

Lárus Ingi Guðmundsson, 16.8.2019 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 846662

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband