Bloggfærslur mánaðarins, október 2019

Þingkosningar í Bretlandi 12. des, eina kosningamálið augljóslega Brexit - fólkið þá ákveður hvað það vill!

Hef sagt það um nokkurt skeið að réttast væri að þing í Bretlandi sé rofið áður en Brexit er um garð gengið - og nú stefnir einmitt í það!
--ESB hefur frestað Brexit fyrir sitt leiti til 31/1 2020.

Image result for boris corbyn

  1. Þannig, hvort sem kjör fer fram 12/12 nk.
    Fer kosning fram áður en Brexit hefur farið fram.
  2. Þetta álít ég ákaflega sanngjarnt, því þá verður kosningin að -de facto- þjóðaratkvæði um Brexit, þ.s. vart kemst nokkurt annað að.
    Svo mikið hefur gerst síðan þjóðaratkvæði fór fram, að ég lít svo á að rétt sé að menn sæki sér nýtt umboð frá kjósendum.
    Rétt að muna niðurstaða þess þjóðaratkvæðis að mjótt var á munum.
  • Þetta þíðir auðvitað, Boris Johnson fær sitt tækifæri til að sækja óskorað umboð.
    Og samtímis, andstæðingar fá sitt loka-tækifæri til að fá þjóðina til að skipta um skoðun.
  • Á endanum er það lýðræðið sem ræður.

Ég er mjög sáttur með það að mál fóru með þessum hætti.
Að þjóðin fær annað tækifæri til að ákveða framtíð sína.
Þar sem þetta er eftir allt saman ákaflega örlagarík ákvörðun.

Það má vel vera þjóðin velji Brexit - eins og Brexiterar álíta.
Ef svo fer, þá er það réttur þjóðarinnar að velja með þeim hætti.
Eða á hinn veginn, einnig hennar réttur að skipta um skoðun!

UK heads for December general election in bid to end deadlock

Ítreka að ég er persónulega hlutlaus í málinu, álít mál Breta einna.
Sem þíðir ekki að ég fylgist ekki vel með, enda Bretland mikilvægt fyrir Ísland.

Hinn bóginn, styð ég lýðræði -- var búinn vera þeirrar skoðunar um nokkra hríð, rétt væri að kosið yrði áður en Brexit væri um garð gengið -- svo það yrði skírt val þjóðarinnar hver niðurstaðan mun verða!

Ég læt vera að velja sigurvegara!

 

Niðurstaða

Útkoman á Bretlandi virðist mér sigur lýðræðis, sýnir fram á að Bretar taka lýðræði alvarlega. Vonandi mæta sem flestir á kjörstað - því engin kosning í lífi nokkurs núlyfandi Breta, er mikilvægari fyrir framtíð Bretlands.

Ég mæli ekki með tiltekinni niðurstöðu í nafni hlutleysis.
En vona að fólk íhugi vendilega þá framtíð hver og einn vill.
Og hvað líklegast sé til að stuðla að þeirri framtíð er viðkomandi vonast eftir.

Óska síðan Bretum til hamingju með lýðræðið.

 

Kv.


Er ammóníak, NH3, eldsneyti framtíðar fyrir almenning? Unnt að rafgreina vetni með vindmyllum, sækja Nytur úr andrúmslofti binda við vetnið!

Ég er þá að tala um hringrás, þar sem Nytur er hluti af loftinu sem við öll öndum að okkur -- nytur er ca. 78% af andrúmslofti Jarðar, súrefni ca. 21% - margvíslegar aðrar lofttegundir í lægra hlutfalli. Þannig, ef maður gerir ráð fyrir því að rafgreina vetni - t.d. með vindmyllum er væri komið fyrir í þyrpingum, svokallaðir vindmullugarðar, þeim væri unnt að koma fyrir á vindasömum stöðum - utan alfaraleiðar. Þá væri unnt að koma fyrir búnaði við hverjar vindmylluþyrpingu, sem tæki Nytur úr loftinu í kring - og hvarfaði nytruð við vetnið.

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

  1. Ammóníak hefur suðumark −33,34°C meðan suðumark vetnist er −259,16°C. Miðað við meðalloftþyngd við sjávarmál. 
    Þetta þíðir, að mun minni orku eða þrýsting þarf til að varðveita ammóníak.
  2. Fyrir utan er vetnis mólíkúlið það smæsta í heimi, sem þíðir það lekur úr mörgum tegundum efna -- hreinlega milli mólekúlanna.
    En ammóníak sameindin er það stór, hún gerir slíkt ekki.
    Þetta gerir gríðarlegan mun á geymslukostnaði.
  3. Ammóníak er þegar mikið notað í iðnaði, t.d. við fiskvinnslu hér -- því þekking og reynsla til af notkun þess, starfsmenn til sem vanir eru að vinna við það - gæta fyllsta öryggis; og ekki síst - nóg framleitt af ammóníaksgeymum.
  4. Hver lítri ammóníaks skilar 2-falt meiri orku, en lítri af hreinu vetni. Meira er af vetni í einum lítra af ammóníaki en einum lítra af hreinu vetni.
  5. Ammóníak eins og vetni er unnt að brenna á sprengihreyflum sem breytt hefur verið til þess lítillega.
  6. Bruni skilar: 2NO þ.e. og H2O - þ.e. vetnið verður að vatni, nytur skilað til baka.
  • Ég get því ekki komið auga á að efnasamsetningu lofthjúps sé raskað.
    Að sjálfsögðu ekkert CO2. Kolefni kemur hvergi við sögu.

 

Hvernig gætu bifreiðar brennt - Ammóníaki án þess að setja fólk í hættu? Ammóníak eftir allt saman eitrað!

Hef pælt í þessu síðan ég skrifaði:
Er NH3 eða ammóníak eldsneyti framtíðar? Einn lítri af NH3 inniheldur meira vetni en einn lítri af hreinu vetni

  1. Ímyndum okkur uppsetningu svipað því bifreið fari inn á þvottastöð, af þeirri tegund að til staðar er færiband og starfsfólk.
  2. Starfsmaður mundi ganga úr skugga, allir gluggar kyrfilega lokaðir -- slökkt á bifreið, loftinntak lokað.
  3. Eigandi gæti sjálfur ekið að punktinum þ.s. færiband byrjar - starfsmaður tekur við bifreið, og lykli -- tékkar á ofangreindum atriðum. Og setur bifreið á færiband, slekkur á.
  4. Færiband færir bifreið inn fyrir dyr, rennihurð lokar á milli -- þar bakvið starfsmaður heilgallaður, mikil loftræsting þar en loft síað áður en fer út, sá starfsmaður dælir á.
  5. Eldsneytistankur væri með mjög traustu loki ásamt innsygli, sérstakt áhald þyrfti til að opna og loka. Eldsneytistankur væri auk þessa, sterklega smíðaður til muna umfram gerð bensíntanka - svo ólíklegt væri að gat kæmi á við hugsanlegan árekstur.
  6. Þegar búið væri að dæla á, kyrfilega læsa loki á að nýju. Færi bifreið áfram aftur um rennihurð er lokaði á milli -- inn í rými með öflugum loftblæstri til að blása í burtu öllu hugsanlegu ammóníaki -- lykt mætti bæta við það loftstreymi.
  7. Við endann tæki eigandi við lykli að nýju, eftir að hafa greitt og æki af stað að nýju.

--Með ofangreindum öryggis-atriðum huga ég að notkun ammóníaks á bifreiðar væri nægilega örugg. Ef sett væri á mótorhjól, yrði það að virka svipað - þ.e. kyrfilega lokað með sérstöku loki, auk þess tankur væri þykkari sterkari og þyngri en bensíntankur.
--Megin ástæða umfram styrks, væri að hindra möguleikann að gat gæti komið á við árekstur.

  • Ekki væri selt eldsneyti á brúsa.

 

Hef sjálfur komist í kynni við ammóníaksleka!

Eitt sinn lak á mínum vinnustað pakkning - sem var illa merkt og ekki augljóst að innihélt ammóníak. Út af því var meðferð starfsmanns ekki eins gætileg, og ef viðkomandi hefði áttað sig á að pakkning innihélt ammóníak.
Ég við annan mann, komum öllum út úr húsinu.

Lyktin sem ég fann, var nægilega sterk til að mér súrnaði um augu svo tár láku.
Og óþægilegt var orðið að anda er ég fór út eftir að hafa gengið úr skugga allir aðrir voru farnir.
--Eftir atburðinn fann ég ekki fyrir nokkrum líkamlegum óþægindum.

Einn starfsmaður sem fann fyrir slíkum, fór til athugunar með sjúkralyði, kom til vinnu daginn eftir.

  1. Það er sem sagt - eitrað, en við erum ekki að tala um e-h sambærilegt við eiturgas.
    Lyktin er það sterk, svo fremi sem útgönguleiðir eru greiðar.
    Að lyktin algerlega sannfærir viðkomandi að ganga út.
    Áður en lífshætta er til staðar.
  2. Í tilviki þ.s. einungis finnst smávægileg lykt, er það ekki sama og vera í hættu - ímyndum okkur að einhver lítil lykt væri til staðar er eigandi tekur við bíl.
  3. Takið eftir, mér súrnaði um augu, að anda var orðið óþægilegt.
    En engar afleiðingar samt.
    En það var auðvitað ströng aðvörun að hypja sig út.
  4. Ef einhver smávægileg lykt er -- hægt að loftræsta þar til lykt er farin.

Það er einmitt mín eigin lífsreynsla sem segir mér -- að fyrirkomulagið sem ég sting upp á.
Sennilega sé nægilega öruggt!

 

Fyrir utan þetta, væri unnt að brenna ammóníaki á skipum og flugvélum!

Menn eru að leita leiða til að losna við allt þetta - CO2 - sem brennt er, auk sóts sem einnig kemur við bruna kolefnis.
--Vegna þess að ekkert kolefni er til staðar -- er auðvitað ekkert sót við bruna, NH3.
--En það mætti eins kalla Ammóníak -- Nytur3Hýdríd. 

Það er sérstaklega bagalegt að flugvélar setja megnið af sinni mengun upp í háloftin.
Er kemur að skipum, er það bagalegt - hve magnið af menguninni er óskaplegt.
--Alla þá mengun ásamt sótmengun er hægt að fjarlægja.

  • Og við þurfum ekki einu sinni að hætta að nota -- sprengi-hreyfla.

Galli við orku-skipti yfir í rafmagns-bíla.
Er þessi óskaplega fjárfesting í - bifreiðar með sprengihreyflum.
Hvað á að gera við þær allar?
--Enn eru milljónir þeirra framleiddar ár hvert.

  1. Ef hægt er að gera sprengi-hreyfla umhverfisvæna, a.m.k. ekki síður en batterís rafmagnsbíla.
  2. Væri greinilega óskaplegur heildar-sparnaður í því.
    Ekki satt?

Auðvitað kostar lausnin sem ég sting upp á nokkuð.
En ekkert á við að -- henda allri "ICE Internal Combustion" tækni.

  • Fyrir utan blasir engin lausn er kemur að langflugi.
    Eða skipa-umferð á heims-höfunum!
    --Ef menn einblína á orkuskipti einungis á forminu að skipta yfir í rafhlöður.

Þó þeir tankar sem ég geri ráð fyrir séu þyngri en venjulegir bensín- eða dísiltankar.
--Bendi ég fólki á að í dag kaupa margir bensínbíla sem eru hýbrid þ.e. einnig með rafmótor og batterýi -- sá búnaður bætir gjarnan 200kg. við heildarþyngd.
--Skv. því mættu tankarnir auðveldlega vega yfir 100kg. tómir.

 

Niðurstaða

Síðan sl. í viku netnotandi benti mér á Ammóníak sem brennslu-efni. Hef ég áttað mig á hve stórfelldur sparnaður gæti falist í því -- að svissa um brennslu-efni.
Frekar en að henda öllu því sem inniheldur sprengi-hreyfla. Síðan skipta því öllu út.

Þetta er slíkur kostnaður, ef orkuskipti fara þannig fram -- tölurnar eru langt umfram skilning venjulegrar persónu.
Mér virðist það augljóslega mun einfaldari og líklega til mikilla muna ódýrari leið.
--Að gera sprengi-hreyfla umhverfisvæna!

Þá breytum við núverandi tækni, getum áfram keyrt á bifreiðum með sprengihreyfla.
Og áfram flogið flugvélum með þotu- eða venjulega sprengihreyfla, án þess að leggja plánetuna í leiðinni í rúst.
--Hættum að nota kolefnis-eldsneyti algerlega.

Hver þjóð fyrir sig getur þá framleitt allt sitt eldsneyti.
--Vetni rafgreint - síðan vetni hvarfað við nytur úr súrefninu í kring.

  • Olíuþjóðir hætta þá að skipta máli.
    Ekki satt?
    Þar sem ekki er þá lengur ástæða til að nota olíu.
    --Fyrir utan smurolíu.

 

Kv.


Er NH3 eða ammóníak eldsneyti framtíðar? Einn lítri af NH3 inniheldur meira vetni en einn lítri af hreinu vetni

Vetni er vandræða-efni að mörgu leiti, þ.e. óhemju kulda eða −259,16°C þarf til að halda því á vökvaformi, fyrir utan þetta er mólekúl vetnis það minnsta í heimi, er leiðir til þess að það hreinlega lekur úr mörgum efnum - mikla orku eða þrýsting þarf til að halda því á vökvaformi.
--Kostnaður við varðveislu er því verulegur.

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

Kostir ammóníaks, NH3, sem inniheldur 3 vetnis-mólikúl:

  1. −33,34°C sem er mun viðráðanlegra þarf til að halda því á vökvaformi.
    Fyrir utan er hægt að blanda því við vatn allt að 88% þá helst það sem vökvi við stofuhita.
  2. Öfugt við hreint vetni sem brennur mjög auðveldlega, er ekki auðvelt að kveikja í metan - sprengihætta lítil því.
  3. Orkan í 1 lítra af ammóníaki er 2-föld orkan í einum lítra af hreinu vetni.
  4. Meira er af vetni í einum lítra af ammóníaki, en einum lítra af hreinu vetni.
  5. Ammóníak er þegar mikið notað af iðnaði, því mikil reynsla af því að varðveita það.
  6. Unnt er, ef menn vilja, að aðgreina vetnið frá Nytur mólekúlinu.
    En það kostar orku, bætir við orkutapi.
  7. Unnt er að brenna ammóníaki beint -- sprengihreyflum sem hefur verið smávægilega breytt, eru færir um að brenna því.
    --Hvarfið skilar H2O þ.e. vatni og 2NO þ.e. Tvínytur-Oxíð.
  • Ammóníak er auðvitað -- eitrað.
    Það er einnig ætandi efni er skaðar húð.
  • Bruni skilar hættulausum efnum -- á hinn bóginn.
    Sjálfsögðu engu CO2.

Vetni er auðvitað hægt að framleiða t.d. með vindmyllum í gegnum rafgreiningu.
Til þess að framkalla ammóníak þarf að binda það við nytur.
--Þekki ekki aðferðina til þess!

Augljóslega gallar við eiturefni sem eldsneyti!

Þó tæknilega sé hægt að dæla því eins og bensíni, væri alltof hættulegt að standa nærri dælunni -- væntanlega þyrfti róbótískur búnaður að sjá algerlega um verkið. Eða starfsmaður heilgallaður í líkingu við reikkafara hjá slökkviliði.
Á móti, skilar bruni engum hættulegum efnum -- og engu CO2.

  1. Möguleikar sem flugvéla-eldneyti ættu vera augljósir, þ.s. -33°C ætti að vera hægt að ráða við -- sérstakar öryggisráðstafanir yrði að gera við eldsneytistöku, starfsmenn vera heilgallaðir með öndunargrímur -- líta svipað út eins og reik-kafarar í slökkviliðssveitum.
  2. Skipa-eldsneyti ætti vera smærra vandamál!
  3. Vað væru augljósir erfiðleikar við að gera notkun þess, nægilega örugga -- fyrir almenna umferð. Þó það ætti ekki vera ómögulegt.
    En þetta ætti að vera unnt að brenna á sprengi-hreyflum.
    Afurðir brunans með öllu hættulausar.

Tæknilega er hægt að eyma nytrið frá vetninu!

Þá væri ammóníak einungis varðveislu-aðferð fyrir vetni.
Galli að eymingin þarf orku -- þá er orkutap orðið nokkuð mikið í ferlinu.

Hreina vetnið væri t.d. hægt að nota beint á efnarafal sbr. fuel-cell.

Heimildir:

Siemens Tests Ammonia as a Form of Energy Storage for Renewables

Missing link for solar hydrogen is... ammonia?

Ammonia—a renewable fuel made from sun, air, and water—could power the globe without carbon

Hydrogen storage

Ammonia

 

Niðurstaða

Ammóníak virðist ein möguleg leið til að nota vetni sem eldsneyti, fljótt á litið virðist manni að unnt ætti að vera að nota ammóníak sem skipa-eldsneyti a.m.k. og hugsanlega sem flugvéla-eldneyti.
33 gráðu frost virðist miklu mun minna óyfirstíganlegt en nærri 260 gráður frost.
Annaðhvort það eða smávægilegur þrýstingur.

Tæknilega væri hægt að brenna því einnig í sprengihreyflum í bílum.
Eins og kom fram eru afurðir brunans:

  1. Vatn, H2O.
  2. Tvínytur Oxíð, 2NO.

 

Kv.


Pútín greinilega sigurvegarinn í viðræðum við Erdogan um Sýrland, meðan Trump virðist hafa gert Bandaríkin áhrifalaus

Sjálfsagt vita einhverjir að Pútín og Erdogan funduðu í Sochi -- niðurstaða fundarins virðist sú, að Tyrkland fær sitt öryggis-svæði -- þó nokkru smærra en Erdogan vildi hafa það -- þ.e. 30km. í stað 40km. og það nær ekki heldur eins langt meðfram landamærunum!
--Kúrdar hafa 150klst. til að hörfa með liðssveitir sínar frá landamærunum.
--Skv. því er vopnahléð sem Kúrdar áður fengu nokkuð framlengt!

  • Ekki alveg svo að Erdogan hafi ekkert úr krafsinu.
  1. Honum tókst að binda endi á bandalag Bandaríkjanna og nokkurra NATO landa við Kúrda.
  2. Liðssveitir Tyrkja-hers munu gæta 30km. ræmunnar í för með einhverjum fjölda rússneskra liðsmanna - sem þá væntanlega fylgjast með því hvað Tyrkir eru að gera.

Það sem þó megin atriðum skiptir máli og gerir þetta að stórsigri fyrir Pútín!
Það er að losna við Bandaríkin frá Sýrlandi!
Allir stuðningsmenn og vinir Pútíns hljóta fagna þvi.
--Eftir þetta á Rússland með Íran, Sýrland aftur nær allt.
--Reyndar stórum hluta í rústum!
Annað atriði stór gróði fyrir Pútín, á Sochi fundinum - samþykkti Erdogan að öryggis-svæðið yrði samstarfsverkefni Tyrklands og Rússlands.
--Þetta auðvitað er eitt atriðið enn, sem færir Tyrkland nær Rússlandi.
--Land sem hefur í áratugi verið í NATO.
Það verður því ekki annað séð en Trump hafi veitt Pútín stóra gjöf!

Russia and Turkey reach deal on Syrian border

Mynd sýnir upphaflega hugmynd Erdogans um meint öryggissvæði!

Image result for turkey safe zone

Trump auðvitað gat ekki annað en sagt eitthvað um málið!

Trump removes sanctions from Turkey over Syria offensive

  1. This was an outcome created by us, the United States, and nobody else, no other nation. Very simple. And we’re willing to take the blame and we’re willing to take the credit,
  2. The sanctions will be lifted unless something happens we’re not happy with.

Hann vill eigna sér útkomuna - ef ég skil hann rétt!
Og hann tilkynnir, að vægar refsiaðgerðir gegn Tyrklandi hann hafði sett á fyrir nokkrum dögum, séu snarlega afnumdar!

  1. Viðurkenni, á erfitt með að sjá hvernig niðurstaðan sé hatt-trikk fyrir Trump.
  2. Þar sem eftir allt saman, gaf hann eftir aðstöðu í Sýrlandi - sem Bandaríkin höfðu skapað sér þar síðan þau hófu aðstoð við Kúrda gegn ISIS síðla árs 2014.
  3. Og það virkilega blasir ekki við mér -- Bandaríkin, munum að Trump er forseti Bandaríkjanna - ætti því að gæta þeirra hagsmuna; fái nokkurt í sinn hlut á móti þeirri stóru eftirgjöf til handa Rússlandi og Erdogan - Trump veitti.
  4. Bendi einnig á, eftirgjöf Trumps samtímis er sigur fyrir Íran, þ.s. Íran og Rússland eiga nú Sýrland -- sameiginleg.
  5. Með brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi - verða samgöngur milli Írans og svæða þar sem Hezbolla liðar ráða -- mun öruggari en áður.
  6. Þar með einnig tögl og haldir Írans yfir sínu áhrifasvæði þarna á milli -- öruggari en áður.

Málið er að þær tilteknu breytingar að styrkja valdastöðu Írans.
Eru þvert á yfirlýsta stefnu Donalds Trumps.
--Fyrir utan, minni fólk á refsiaðgerðir Trumps á Íran.

Það sé því eiginlega ómögulegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að Trump hafi orðið á -- ótrúlegt glappaskot í símtali sínu fyrir nokkru síðan við Erdogan.
Símtalinu fræga, þ.s. hann gaf Erdogan allt þ.s. Erdogan vildi - samtímis gaf stórsigur á silfurfati til Pútíns og stjórnvalda Írans.
--En úr þessu sé ekki aftur snúið!

  • Staðan sem Bandaríkin höfðu sé nú algerlega glötuð.
    Íran og Rússland stórgræði á mistökum Trumps.

 

Niðurstaða

Gróði Pútíns í þetta sinn kemur ekki til fyrir tilverknað hans sjálfs. Heldur stórgræðir hann á mistökum annars manns -- en mér er útilokað að álykta með öðrum hætti, að ákvörðun Trumps í símtali fyrir nokkru við Erdogan; að lið Bandaríkjanna yrði samstundis flutt frá Sýrlandi - séu stórfelld mistök.
--Trump bauð sig fram 2016 undir slagorðinu - America first.

En afleiðing loforða hans til Erdogans í símtalinu fræga, er ekkert minna en stórsigur til Pútíns - Erdogans og stjórnvalda Írans; algerlega ókeypis m.ö.o.

Gerningur Trump gæti átt eftir að koma honum illa, vegna þess að Trump er nú undir rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings - fyrir hugsanleg lagabrot í tengslum við Úkraínu.

Málið er að Trump er háður því Repúblikanar standi með honum svo hann haldi embætti sínu, ef til - impeachment kemur. En með því að spila allt frá Bandaríkjunum sem þau höfðu komið sér upp innan Sýrlands, að löndin sem græða á því séu Íran og Rússland.
--Hefur reitt marga Repúblikana til reiði.

Trump hefur illa efni á reiðum Repúblikönum, þegar rannsókn neðri deildar er stöðugt að færa sig upp á skaftið, og sífellt nýjar afhjúpanir er koma Trump illa.

 

Kv.


Brexit samningur loksins samþykktur í breska þinginu - en framkvæmd Brexit tefst samt fram til næsta árs!

Boris Johnson hafði loks sigur í atkvæðagreiðslu - kannski rifjaðist upp fyrir honum það sem Bretar stundum sögðu árum áður, að tapa einstaka orrustum en vinna samt stríðið.
--Samningur Borisar er mjög umdeildur, sambandsinnar á Norður-Írlandi eru t.d. mjög ósáttir, vilja meina að fyrir N-Írland sé samningur Borisar verri en samningur May.

  1. Það kemur til, að til þess að sleppa við svokallað -back-stop- samdi Boris í staðinn við ESB; að viðskipti milli Bretlands og N-Írlands yrðu ekki lengur landamæralaus.
    --Tæknilega verða ekki landamæri, heldur viðskipti undir eftirliti, en margir vilja meina að munurinn verði lítill, eftirlitið verði það mikið og þungt.
  2. Í augum N-Írska sambandssinna, er þetta afar slæmur hlutur - en á sama tíma haldast galopin landamæri milli Írlands og N-Írlands.

--Vilja sambandssinnar meina, að með samningnum hafi Íhaldsflokkurinn breski, ákveðið að afskrifa N-Írland.

Sammy Wilson, Brexit spokesman for the Democratic Unionist party, - ...nearly choked when he heard Mr Johnson say new customs checks between Northern Ireland and Britain would be...Does the prime minister think I cannot read what is in the agreement?

 

Fyrir utan þessa breytingu -- virðist samningurinn mjög svipaður samningi May!

Þannig Bretland þarf að fylgja öllum lögum og reglum ESB fram innan Bretlands-eyja, meðan samkomulagið gildir -- en eins og samningur May er um að ræða bráðabirgða-samning sem einungis á að gilda, meðan samið er um endanlegt fyrirkomulag viðskipta Bretlands við ESB.
--Hinn bóginn, gætu þeir samningar tekið langan tíma.
--Þess vegna lengri tíma en áratug.

Það gæti því reynst bjartsýnt, að samkomulagið gildir einungis til des. 2020.
Margir vilja meina að litlar líkur séu á að flóknir viðskiptasamningar náist fyrir þann tíma.
--Samningurinn virðist ekki sjálfkrafa framlengjast, svo semja þyrfti þá um það.
--Þetta vilja ímsir meina bjóði hættunni um HARD-BREXIT heim síðar.

Meðan samningurinn gildir þarf Bretland að greiða í sjóði ESB.
Og mun auk þess þurfa að greiða í sjóði ESB - það sem Bretland hafði skuldbundið sig áður í samhengi ESB til að greiða, sem þá aðildarland.
--Þær síðari greiðslur geta haldið áfram, eftir gildistíma samningsins lýkur.

Meirihluti þingsins hafnaði því að samningurinn tæki gildi strax - heldur samþykkti að þingið fengi -nægan- tíma til að skoða samningin gaumgæfilega.
--Þannig, hann er samþykktur - en hvenær hann tekur gildi ekki neglt niður.

Þetta þvingar líklega Boris til að óska eftir framlengingu á Brexit - fram yfir nýárið a.m.k.
--Þ.s. samningurinn tekur ekki strax formlega gildi, er væntanlega enn möguleiki til staðar að þingið geti gert Boris og Brexiterum enn einhverjar frekari skráveifur.

 

Niðurstaða

Súr-sæt útkoma, þ.e. Brexit í höfn - en samt ekki alveg. Brexit samningur samþykktur - en ekki ákveðið enn hvenær það akkúrat formlega tekur gildi. Meðan þingið tekur sér tíma til að rýna í gegnum hinn samþykkta samning.
--Súr-sæt auðvitað fyrir Brexit-era. Þ.e. sigur í höfn, en kannski ekki alveg.

Árétta enn - mín persónuleg afstaða er hlutlaus gagnvart Brexit. Bretland megi Brexit-era fyrir mér. Þetta sé mál Breta einna - hvað mig varðar. Þeirra að ákvarða framtíð sína. Brexit sé þó áhugavert, því Bretland skipti Ísland máli.

Fyrir Ísland, okkar hagsmuni, sé skárra að Brexit verði í samkomulagi.
Því Bretland sé mikilvægt viðskiptaland, kaupmáttur Breta okkur mikilvægur.


Kv.


Donald Trump virðist hafa gert Bandaríkin áhrifalaus í samhengi Sýrlands -- samkomulag Mike Pence virðist uppgjöf gagnvart Erdogan, Erdogan og Pútín ráða niðurstöðu mála á fundi nk. þriðjudag

Ákvörðun Trumps sem hann tók á símafundi við Erdogan forseta Tyrklands - virðist ætla hafa töluvert dramatískar afleiðingar, en útkoma fundar Mike Pence við Tyrklands-forseta rétt fyrir umliðna helgi, þar sem Erdogan virðist hafa fengið allar sínar kröfur samþykktar af Bandaríkjastjórn.
--Bendir til þess að ákvörðun Trumps á símafundinum við Erdogan, hafi leitt til fullkominnar uppgjafar Trumps á þeirri stöðu sem Bandaríkin höfðu byggt upp í samvinnu við sýrlenska Kúrda síðan 2014.
--Ég fæ ekki séð að Bandaríkin fái nokkurn skapaðan hlut í staðinn, gegnt því að - að virðist, gefa aðstöðu sína á Kúrdasvæðum Sýrlands að best verður séð algerlega eftir.

Það er eins og að undanhald liðsveita Bandaríkjanna hafi verið flótti, sbr. allt skilið eftir - ekki einu sinni tími til að taka niður tjöld!

Image result for abandoned US bases syria

Svipmynd um flótta verður skýrari er litið er inn í tjöldin!

Image result for abandoned US bases syria

Tæki og búnaður skilinn eftir!

Image result for abandoned US bases syria

  1. Skv. myndunum hlýtur Trump að hafa samþykkt í samtali við Erdogan.
  2. Að liðssveitir Bandaríkjanna færu án tafar!

Eins og fréttir sýndu, fór Tyrkjaher strax af stað meðfram öllum landamærunum - fregnir bárust af að hermenn Bandaríkjanna hefðu í tilvikum, hörfað undan þegar stórskotahríð var komin afskaplega nærri þeim -- sem væntanlega skýrir snöggan flótta!

Þetta minnir á svipmyndir frá Saigon -- þegar Bandaríkjamenn flúðu hreinilega.

 

Bandaríkin voru búin að vera þarna síðan a.m.k. 2015 - 4 ár! Þar af allan tímann fram að þessu eftir Trump var kjörinn!

Bandaríkin geta beint nægilegum ógnunum gagnvart Tyrklandi -- til þess að Tyrkland ráðist ekki að 2000 manna liðssveitum.
--Þau hafa nægan flugher í Mið-Austurlöndum, til að líklega eyða flugher Tyrklands.
--Geta beitt nægum sprengju-árásum eftir það, til að sprengja í tætlur framrás hvaða hers sem er.
--Fyrir utan að geta sett sambærilegar refsiaðgerðir beitt er á Íran til að eyðileggja efnahag Tyrklands.

  1. Maður verður að álykta, að Trump hafi sannfært Erdogan -- að Tyrkland hefði ekkert í hættu!
  2. Annars er erfitt að skilja þessa snöggu breytingu, að Erdogan var búinn að vera frústreraður alla forsetatíð Trumps -- fram að símafundinum fræga, er allt breytist.
  • Síðan, virðist fundur Mike Pence við Erdogan -- ekki hafa falið annað í sér.
  • En að formalisera -- uppgjöf ríkisstjórnar Bandaríkjanna!

--Myndirnar skýra þetta var - rout - ekki skipulagt undanhald!
--Ákvörðun Trumps er svo afdrifarík, að snöggur flótti verður nauðsynlegur.
Þetta er auðvitað auðmýkjandi fyrir þessar hersveitir!

 

Afleiðingar ákvörðunar Trumps og Pence!

Það mun koma í ljós eftir fund Erdogans við Pútín á þriðjudag!

  • Mikilvægi punkturinn er sá, Bandaríkin urðu allt í einu snögglega áhrifalaus innan Sýrlands - fyrir tilstuðlan snöggrar ákvörðunar Trumps.
  1. Kúrdar í Sýrlandi eru settir í fullkomna óvissu.
  2. Þeim ber að hörfa 40 km. meðfram öllum landamærunum, eða sæta árásum Tyrkjahers að nýju.
  3. Erdogan og Pútín munu ákveða þeirra - status.

Vitað er að Erdogan vill -- setja 2 milljónir af flóttamönnum frá Sýrlandi inn á 40 km. landræmuna.
--Þar hafa búið a.m.k. 300þ. Kúrdar, ca. 1,8 milljón Kúrdar í öllu Sýrlandi.

Ekki er vitað enn, hvort Pútín mun samþykkja umtalsverðar þjóðernis-hreinsanir á Kúrdum. En Bandaríkin hér eftir hafa ekkert um það að segja!
--Trump og Pence afgreiddu mál með þeim hætti að þannig verður það.

  • Augljóslega skilar þetta til muna veikari stöðu Bandaríkjanna á svæðinu.
    --Ekki sjáanlegt hvað Bandaríkin fá í viðskiptum.
  • Staða Tyrklands hver hún akkúrat verður, háð samkomulagi nú við Rússland.
    Ekki Bandaríkin, sem er mikilvæg breyting.
    --Tyrkland virðist a.m.k. í sterkari samningsstöðu en áður.
    --Rússland heilt yfir er ekki eins sterkt ríki og Bandaríkin.
    --Erdogan ætti því að standa sterkt að vígi í samningum við Pútín.
    Líkur virðast því miklar Erdogan fái að hreinsa Kúrda.
    Þó það sé ekki öruggt enn.
  • Íran óneitanlega einnig fær út úr þessu styrkari stöðu en áður.
    En Íran hefur til muna fjölmennara herlið í Sýrlandi en Rússland.
    Meðan að liðssafnaður Rússar stærstum hluta snýr að rekstri stórrar herstöðvar þaðan sem haldið er uppi flugsveitum af orrustu- og sprengjuvélum.
    --Íran fær þar með óhindrað af Bandaríkjunum áhrifasvæði frá eigin landamærum -- eiginlega að landamærum Ísraels.
  • Staða Assads styrkist greinilega, en útkoma virðist -- háð því hve Pútín samþykkir miklar tilslakanir til Tyrklands.
    --Assad fær mikið til aftur það umráða-svæði er hann hafði áður en stríð skall á.
    --Megin undantekningin verður -- það svæði hvað sem það verður - er verður einhvers konar -öryggissvæði- Tyrklands, m.ö.o. protectorate.
    **Það getur þítt, nokkurs konar skiptingu Sýrlands - Tyrkland fái sneið eða ræmu.

 

Frekari afleiðingar ákvörðunar Trumps og Pence

  1. Bandaríkin hafa svikið Kúrda -- það er ekki hægt að færa bætifláka fyrir það.
    Eins skýr svik og nokkur svik geta verið!
  2. Afleiðingar eru að sjálfsögðu víðtækar -- Obama hóf samstarf við Kúrda, fyrst þegar sveitir Kúrda voru undir ásókn innrásar ISIS liðsveita á svæði Kúrda, síðan eftir að tókst að stöðva þá innrás inn á svæði Kúrda, fengu sveitir Kúrda aðstoð við að ná til baka -- Kúrdasvæðum er fallið höfðu til liðssveita ISIS.
    Síðan í framhaldi þaðan í frá, aðstoðuðu Bandaríkin Kúrda - ásamt liðssveitum skipuðum sýrlenskum flóttamönnum er Bandaríkin bjuggu til, við það verk að hernema svæði innan Sýrlands er ISIS hafði hertekið.
    --Mannfall Kúrda ca. 10þ.
  3. Slík svik -- valda að sjálfsögðu öllum þeim er hafa samstarf við Bandaríkin áhyggjum.

Það sem Trump virðist segja -- enginn geti treyst því að næsti forseti, virði nokkuð af því sem -- fyrri forseti ákveður.
Ef svo er -- er allt langtímasamstarf við Bandaríkin í augljósri óvissu.

  • Bylgja af vantrausti er óhjákvæmileg.

Það skipti engu máli hver næsti forseti verður!
Sá mun þurfa að glíma við þá snöggu aukningu á vantrausti sem ákvörðun Trumps skapar.

  1. Það þíðir, þjóðir og hópar verða hér-eftir mun tregari til samstarfs við Bandaríkin en áður.
  2. Þetta getur varað í mannsaldur a.m.k.

--Tjónið getur því orðið mjög stórfellt fyrir Bandaríkin.

 

Hugsanleg langtímaáhrif svika Trumps og Pence gagnvart Kúrdum!

Bandaríkin eru enn mesta herveldi heims -- hinn bóginn, samtímis eru þau í hlutfallslegri hnignun, þ.e. mörg önnur lönd eflast hraðar!
Vaxandi áhrif margvíslegra 3-ju landa, veikir stöðu Bandaríkjanna.
Sem fyrir bragðið, er minna mæli drottnandi.

  1. Málið er að ef staða Bandaríkjanna er að veikjast.
    --Verða bandalagsríki Bandaríkjanna mikilvægari en áður.
    --Ekki minna mikilvæg en áður.
  2. Veikari Bandaríki, þurfa vaxandi mæli á Bandamönnum sínum að halda.
    --Þess vegna sé það óskynsamlegt, að efla vantraust meðal eigin Bandamanna.
    --Samtímis og staða Bandaríkjanna er að veikjast.
  3. En ef bandalög Bandaríkjanna -- flosna upp.
    --Samtímis því er Bandaríkin sjálf hlutfallslega veikjast.
    --Gæti drottnunarstaða Bandaríkjanna tekið snöggan endi.
  4. Höfum á móti í huga, Bandaríkin + öll bandalagsríki Bandaríkjanna eru meir en 60% alls heims hagkerfisins enn.
    --Það þíðir á mannamáli, svo lengi sem bandalög Vestuverlda halda.
    --Er ekki að sjá að yfirburða-staða þess bandalags taki enda.

Eins og ég hef áður sagt -- Bandaríkin geta hent stöðu sinni frá sér.
En, svo lengi sem þau gera það ekki, eru Bandaríkin + bandamenn þeirra.
--Sterkari en nokkurt það afl sem sennilegt er að ríki í líklegri framtíð.

 

Ætti Evrópa að verja Kúrda?

Þetta bull hefur dúkkað upp á netinu.
--Hið augljósa er að Evrópa megnar ekki að verja Kúrda.
--Henni er það ekki mögulegt.

Ef allir herir Evrópu eru lagðir saman, næst tala nærri milljón.
Erdogan einn sér hefur 900þ. hermenn.
Pútín hefur rétt rúmlega milljón!

Þetta þíðir, Evrópa getur - tæknilega varist Rússlandi.
En ekki samtímis farið í harnað við Erdogan.
Og varist Rússlandi!

M.ö.o. ef Evrópa ímyndað sendi nægar liðssveitir til að tékka af Erdogan í samhengi Mið-Austurlanda.
--Væri Evrópa augljóslega með ónógar varnir á A-landamærum sínum.

Maður gæti ímyndað sér Evrópu 2-falda herafla sinn.
Slíkt tæki aldrei minna en nokkur ár.
--Sem aftur leiðir mig að ályktuninni, að umtalið sé bull.

  1. Bandaríkin ein gátu varið Kúrda, því að 2þ. Bandaríkjamenn hafa allan herafla Bandaríkjanna sér að baki.
    --Ef þ.e. ljóst árás á 2000 Bandaríkjamenn þíðir stríð við gervöll Bandaríkin, ræðst enginn með lágmarksviti á 2000 Bandaríkjamenn.
  2. Það skiptir máli í þessu samhengi, að Bandaríkin búa ekki við það ástand -- að hafa óvinveitt herveldi með milljón manna sterkan her, við eigin landamæri.
    --Bandaríkin geta því sent fjölmenna heri yfir höf, án þess að ástæða vakni til að óttast eigið öryggi.

 

Ekkert bendir til að liðssveitir fari heim frá Sýrlandi!

Sumir meina DT hafi staðið við kosninga-loforð!
Hinn bóginn, virðist liðið á för til Saudi-Arabíu, ekki heim.

Hitt, forðast stríð -- augljóslega skall á stríð um leið og Trump gaf Erdogan loforð um tafarlausa brottför, m.ö.o. 2000 Bandaríkjamenn héldu stríði niðri.
--Allt í allt létu 3 Bandaríkjamenn lífið af völdum átaka meðan þeir aðstoðuðu Kúrda.
--Líklega færri en dóu í slysum.

Meðan Erdogan hélt atlaga að 2000 liðssveitum Bandaríkjanna, gæti leitt til hamfara fyrir Tyrkland.
--Þá var þetta líklega afar áhættulítil staða fyrir þessa 2000 Bandaríkjamenn.

Ég sé ekki að ástæða hafi verið að ætla að Erdogan réðist á þær liðssveitir.
--Meðan Bandaríkin tjáðu honum skírt, að árásir á þær liðssveitir leiddu til hamfara fyrir Tyrkland.

  • Hin snögga breyting er varð við samtalið milli Trumps og Erdogans -- hlýtur því að hafa verið sú, hann hafi lesið Trump þannig.
    --Að Trump mundi ekki taka ákvarðanir er alvarlega mundu skaða Tyrkland.
    --Þó Erdogan ákveddi að hjóla í 2000 manna liðssveitir Bandar.

Erfitt er þbí að skilja útkomuna annað en hreina uppgjöf af hálfu Trumps!

 

Hvernig verkar uppgjöf Trumps á stöðu Bandaríkjanna í Sýrlandi í samhengi við önnur málefni Mið-Austurlanda?

Væntanlega veit einhver, að Trump hefur verið að færa þúsundir hermanna til Saudi-Arabíu.
Að hann sagði upp samkomulagi við Íran er Obama gerði 2013.
Og að Trump hefur sett óskaplega harðar efnahagsþvinganir á Íran.

  1. Opinberlega er stefnan að veikja Íran í Mið-Austurlöndum.
  2. Þvinga Íran til stórfelldra eftirgjafar.

--Í því samhengi, hljómar það sérkennileg ákvörðun.
--Að gefa eftir aðstöðu á ca. 1/3 af Sýrlandi.
Þannig stækka umtalsvert áhrifasvæði Írans í Mið-Austurlöndum.
Samtímis fjarlægja hugsanlega ógn fyrir Íran!

  • Ákvörðunin virðist m.ö.o. ganga þvert á yfirlýst markmið.

Þó SA sé ekki mitt uppáhaldsríki - þá hljóta bandamenn Bandaríkjanna við Persaflóa vera rasandi yfir ákvörðun Trumps.
--Ekki vegna þess þeir elski Kúrda.
--Heldur vegna haturs þeirra á Íran.

Ekki verður séð að Trump hafi fengið nokkurn skapaðan hlut á móti.
M.ö.o. ákvörðun hans eins skírt dæmi um uppgjöf og ég hef séð dæmi um í langan tíma!

 

Niðurstaða

Ákvörðun Trumps um allsherjar uppgjöf á stöðu Bandaríkjanna innan Sýrlands, er tekin í einu samtali -- Trump virðist hreinilega hafa gert í buxurnar, undan hótunum Erdogan.
Hann virðist hafa tekið þá ákvörðun, án þess að ráðgast við nokkurn af ráðgjöfum sínum.
Niðurstaða fundar Pence með Erdogan, virðist einungis -- innsigla ákvörðun um uppgjöf.
--Myndir af búðum Bandaríkjanna sína skýr merki um hraðan flótta.

Líklegt virðist Erdogan hafi hótað að ráðast á liðssveitir Bandaríkjanna.
Í stað þess að hóta eldi og brennisteini á móti.
--Fæ ég ekki betur séð, en DT hafi reynst sannkölluð heybrók.

Ef hann hefði rætt við hernaðar-ráðgjafa sína t.d., hefðu þeir bent honum á að styrkur Bandaríkjanna væri slíkur -- þau gætu gereytt flugher Tyrkja, einnig landher.
--En enginn landher getur haldið uppi skipulegri sókn gegn nákvæmu sprengjuregni.

Gagnvart hótunum um eld og brennisteyn - hafði staða þessara liðssveita verið fram á þann punkt, örugg.
Um leið og að best verður séð Trump gaf eftir allar í gildi hótanir um alvarlegar afleiðingar, þá eins og myndir sína gáfu Tyrkir sveitunum afar lítinn tíma til að fara.

  1. Með þessu hefur DT stórum hluta kollvarpað stöðu Bandar. í Mið-Austurlöndum.
  2. Þau hafa enn sterka stöðu við Persaflóa - en ákvörðun Trumps, sáir vantrausti meðal bandamanna Bandaríkjanna þar einnig.
    --Það vantraust, einnig veikir stöðu Bandaríkjanna - Persaflóa-megin.
    --Því nú hljóta þeir bandamenn að spyrja sig, hve mikið er að marka yfirlýsingar um stuðning.

Nettó útkoma gæti því reynst -- stórsigur Írans og Rússlands.
Gegn eiginlega nákvæmlega engu!
--Að rétta fram sigur á silfurfati virðist eiga vel við þetta dæmi.

Hvað kemur fyrir Kúrda ræðst af fundi Erdogan og Pútín nk. þriðjudag.
Vegna sterkrar samningsstöðu Erdogans er hefur mun fjölmennari herlið nærri vettvangi en Rússland -- líklega fær Erdogan kröfur sínar megin atriðum fram.
--Yfirlýst vill Erdogan færa 2 milljónir Sýrlendinga er flúðu frá öðrum svæðum Sýrlands á 40 km landræmu milli Sýrlands og Tyrklands.
--Erfitt að sjá hvernig það ekki felur í sér umtalsverða hreinsan á Kúrdum er búa þar, en vart er pláss fyrir þá og aðrar 2 milljónir á sama tíma.
Ef mál enda svo að mikill fjöldi Kúrda verði landlaus ger -- verða það afar slæm verðlaun fyrir mikilvæga aðstoð veitta.
-----------------------
Varðandi ásakanir Kúrdar hafi staðið í hreinsunum!
Bendi ég á að sókn ISIS var langt komin inn á þeirra svæði, áður henni var hrundið.
Síðan sóktu Kúrdar inn á svæði er ISIS hafði hernumið og ráðið í nokkurn tíma.
--Nú mega menn útskýra, af hverju er það sennilegar að fólk hafi flúið Kúrda er síðar hröktu ISIS í burtu - en ISIS, eða stjórn ISIS á þeim svæðum er vitað er að var hræðileg?

Ég sé engar sannanir fyrir slíkum ásökunum. Mun sennilegar ef einhverjur flúðu frá svæðum er Kúrdar náðu á sitt vald - hafi þeir flúið ISIS nokkru á undan.

 

Kv.


Trump virðist vísvitandi hafa afhent Kúrdasvæðin til Sýrlandsstjórnar, sem er leppur Rússlands og Írans sameiginlega - meðan innrás Tyrkjahers inn í Sýrland heldur áfram!

Skv. nýjustu fréttum eru yfir 160.000 Kúrdar nú á flótta vegna innrásar Tyrklandshers inn í héruð Kúrda innan Sýrlands: Erdogan vows to press on with 'safe zone' plan.
--Þrátt fyrir samkomulag sýrlenskra Kúrda við Damaskus, samkomulag sem Rússlandsstjórn virðist hafa - soðið saman og veitir stuðning.
--Heldur sókn Tyrklandshers áfram af fullum krafti.

  • Yfirlýst markmið Erdogans - er að skapa heimili fyrir sýrlenska flóttamenn, er flúðu frá öðrum svæðum innan Sýrlands.
  • Erdogan talar um - öryggissvæði - Sýrlendingar í Tyrklandi eru 3,5 milljón.
  • Á tæru að um er að ræða.
    --Víðtækar þjóðernis-hreinsanir.

Hvernig talar Trump um málið!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Oct 14 After defeating 100% of the ISIS Caliphate, I largely moved our troops out of Syria. Let Syria and Assad protect the Kurds and fight Turkey for their own land. I said to my Generals, why should we be fighting for Syria....

(þetta er rang hjá honum, skipunin þíddi ekki að hermennirnir færu samdægurs, þeir eru enn að koma sér í burtu - skv. fréttum nokkrum sinnum undir skothríð - þeir eru þar fyrir utan ekki farnir frá Sýrlandi, heldur eru að færa sig frá landamærunum)

....Don't the Europeans have a lot of responsibility?

Donald J. Trump@realDonaldTrump Oct 14 Some people want the United States to protect the 7,000 mile away Border of Syria, presided over by Bashar al-Assad, our enemy. At the same time, Syria and whoever they chose to help, wants naturally to protect the Kurds...I would much rather focus on our Southern Border which abuts and is part of the United States of America. And by the way, numbers are way down and the WALL is being built!

Ummæli Trumps í tengslum við heimsókn forseta Ítalíu -

I view the situation on the Turkish border with Syria to be, for the United States, strategically brilliant, -- Our soldiers are out of there, they’re totally safe.

(Aftur hermennirnir eru ekki farnir frá Sýrlandi - einungis á hreyfingu innan Sýrlands frá landamærum Sýrlands við Tyrkland)

Our soldiers are not in harm’s way, as they shouldn’t be as two countries fight over land. That has nothing to do with us, -- The Kurds are much safer right now, but the Kurds know how to fight. And as I said they’re not angels, they’re not angels. -- We paid a lot of money for them to fight with us and that’s OK, -- They did well when they fought with us they didn’t do so well when they didn’t fight with us. -- Syria may have some help with Russia, and that’s fine. It’s a lot of sand, -- They’ve got a lot of sand over there. So there’s a lot of sand that they can play with.

M.ö.o. Donald Trump er skítsama um Kúrda.
Það hreyfir ekki við honum að yfirlýst markmið Erdogans - sé að hreinsa Kúrda frá svæði sem Tyrkland ætlar að kalla -öryggissvæði- og koma þar fyrir sýrlenskum flóttamönnum.

  • Rétt að nefna Trump hefur sent a.m.k. 3000 hermenn til Saudi-Arabíu.
  • 1000 hermenn sem hann skipaði að hörfa frá landaærum við Tyrkland -- líklega verða einnig sendir til Saudi-Arabíu, frekar en að koma heim.

Trump talar um að -- taka ekki þátt í annarra stríðum.
Hinn bóginn -- hafði Tyrkland ekki fram til þessa þorað að ráðast á þau svæði sem bandarískir hermenn gættu.
--Ég hef enga trú á að Erdogan hefði lagt til atlögu, ef ljóst væri fyrirfram að slík atlaga leiddi til - tafarlausra vinslita við Bandaríkin.

Hinn bóginn, verður ekki betur séð í -mér er skítsama- orðum Trumps.
Að Trump ætli sér ekki að hreyfa litla fingri til að hafa áhrif á árás Erdogans á Kúrda.

 

Niðurstaða

Hvernig sem menn leitast við að verja afstöðu Trumps - til þeirrar ákvörðunar hans að gefa Erdogan grænt ljós á fjöldamorð og þjóðernishreinsanir á sýrlenskum Kúrdum.
Þá getur ekki verið nokkur vafi að sú ákvörðun stórskaðar hagsmuni Bandaríkjanna - en hver mun treysta Bandaríkjunum í framtíðinnni?
Bandamenn þeirra hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar nú!

En Bandaríkin fengu Kúrda sér til fylgilags gegn ISIS - sannarlega fengu Kúrdar vopn og peninga, en á móti létu 10þ. hermenn Kúrda lífið í bardögum við ISIS.
--Þannig ég mundi ekki taka undir það að Kúrdar hafi í nokkru fengið meir en þeim bar.
--Í staðinn, hafði fámennt bandarískt herlið, varið svæði Kúrda í Sýrlandi gegn Tyrklandsher Erdogans, en Erdogan virðist haldinn skefjalausu hatri á Kúrdum.

  • Þessir hermenn, komu í veg fyrir stríð.
  • Strax er Trump gaf Erdogan - grænt ljós, hófst það stríð.

Allan tímann höfðu einungis 3-Bandaríkjamenn tínt lífinu.
Þetta var sennilega minnst áhættusama staðsetningin, Kúrdasvæðin - fyrir bandarískt herlið í gervöllum Mið-Austurlöndum.

Til samanburðar hefur Trump - sent yfir 3000 hermenn til Saudi-Arabíu.
Og Trump styður með ráð og dáð stríð krónprinsins af Saudi-Arabíu í Yemen.

Í engum skilningi sem ég kem auga á er Trump að standa við loforð við sína kjósendur, m.ö.o. engir hermenn í reynd sendir heim -- 3000 verið bætt við fj. hermanna í Mið-Austurlöndum.
--Og Trump hefur nú valdið stríði.

OK, Trump hefur ekki enn fyrirskipað innrás.

Kv.


Donald Trump virðist hafa samið um vopnahlé í viðskiptastríði við Kína - vopnahlé er gæti orðið skammtíma

Trump lofar ekki miklu, þ.e. hann hættir við að leggja á nýja tolla.
Á móti samþykkir Kína að kaupa - umtalsvert magn af landbúnaðarvörum.
--Fyrst og fremst soija-baunum.

  1. Sjálfsagt að einhverju leiti unnt að sjá það sem sigur.
    --Þ.s. Trump virðist fá töluvert fyrir snúð sinn, þ.e. nær 2-földun á kaupum Kína að andvirði landbúnaðar-afurða.
  2. Hinn bóginn, þá virðast helstu deilumál enn útistandandi.
    --Í þeim skilningi að þau eru nær öll enn óleyst, er þetta ekki sigur.

Partial US-China trade deal only 'baby step' as thorny issues remain

US-China trade deal: What it is, is not, and may become

Rétt að benda á þetta er einungis munnlegur gerningur.
Ekkert er upp-á-skrifað né frágengið.
--Hafandi í huga hve oft áður Trump hefur söðlað um, er ástæða til varfærni í ályktunum.

The lack of specificity and even the fact this baby stepped agreement could take weeks to iron out, quickly cooled trader optimism -- fear this could be more of the same old lather rinse and repeat trade detente followed by trade escalation, ... said Axi Trader analyst Stephen Innes.

--Óljóst hvort Kína raunverulega lofaði eins miklu og Trump segir -- sbr. ca. 2-földun kaupa á landbúnaðar-varningi.

  1. Trump hefur marga kjósendur í landbúnaðarfylkjum, líkur virðast að hann vilji - boost - fyrir nk. kosningar 2020.
  2. Rétt að benda á, slæmar fréttir nýverið -- er tölur sýndu bandaríska iðnframleiðslu komna í samdrátt.

--Líkur á að því megi kenna um viðskiptastríðinu.

Ef kreppa skellur á fyrir kosningar 2020 gæti það skaðað möguleika Trumps.
Það gæti bent til þess, að Trump sé hugsanlega að bakka a.m.k. tímabundið frá viðskiptastríðinu við Kína -- kannski svo lengi sem fram yfir kosningar 2020.

Hugsar sé kannski að taka það mál aftur upp - eftir kosningar.
Eftir ímyndaðan eða hugsanlegan sigur hans.

  • Hinn bóginn, gæti Trump verið að misskilja hvað Kínverjar lofuðu.

Síðast þegar virtist að Kína og Bandar. væru að nálgast samning!
--Slitnaði upp úr -- Trump sakaði Kína um að ganga bak orða.
--En það þarf hugsanlega ekki meir til, en misskilning.

 

Niðurstaða

Ég held þetta viðskiptastríð sé langt í frá búið.
Að líklega séum við einungis að sjá tímabundið vopnahlé!
Það gæti reynst svo stutt sem að það slitni aftur úr, áður en nokkuð er formlega undirritað, eins og gerðist síðast er ríkisstjórnirnar tvær voru að semja.
En kannski endist þetta lengur, jafnvel fram yfir kosningar 2020.
Ef maður gefur sér hugsanlegan sigur Trumps.
Rétt að ítreka þetta samkomulag, ef maður gefur sér að það verði klárað.
Skilur flest deilumál útistandandi, þess vegna virðist það klárlega einungis vopnahlé.

 

Kv.


Tveir aðstoðarmenn aðallögfræðings Trumps - handteknir á leið úr landi! Spurning hvort þetta eru bara fyrstu handtökur í rannsókn á Úkraínumálinu tengdu Trump?

Lev Parnas og Igor Fruman virðast hafa gegnt stöðu sem milli-liðir fyrir Rudy Giulani aðallögfræðing Trumps, og aðila innan Úkraínu.
Þeir Lev og Igor virðast hafa skipulagt tíða fundi sem Giulani hefur haft við margvíslega aðila innan Úkraínu síðan seint á sl. ári.

Eins og alþjóðaféttamiðlar tjá, voru þeir félagar handteknir á Dulles flugvelli við Washington borg - skv. yfirlýsingu saksóknara, voru þeir með flugmiða sem gilti einungis aðra leið, fyrir utan kom fram í yfirlýsingu saksóknarans að á undan hefðu þeir félagar snætt með Giulani á Trump alþjóða-hótelinu í Washington.

Rudy Giuliani’s fixers for the Ukraine caper just got arrested

Two Key Players In The Ukraine Controversy Spent Lavishly As They Dug For Dirt on Biden

Hlekkur á formlegar ákærur yfir Lev og Igor

Lev Parnas til vinstri - Igor Fruman til hægri

Kærurnar snúast um -campaign finance law- að skv. kærunum brutu þeir félagar lög.

  1. Bandarísk lög um fjármögnun kosninga, banna að kosningabarátta sé fjármögnuð utan lands frá.
  2. Skv. kærunum, hafi þeir félagar -- falið slóð peninga sem upprunnir séu erlendis frá, en eigi síður notað þá til að afla sér pólitískra áhrifa.

Lev Parnas and Igor Fruman, Arrested Trying to Flee the U.S.
...beginning in March 2018, Parnas and Fruman began attending fundraising events and making large contributions, to the tune of roughly $1 million, with the purpose of enhancing their influence in political circles and gaining access to politicians.

In May 2018 the pair allegedly gave $325,000 to the pro-Trump super PAC America First Action through an LLC called Global Energy Producers. That same month, both men had dinner with Trump, according to since-deleted Facebook posts, and met with Donald Trump Jr. later in May at a fundraising breakfast in Beverly Hills, California.

  1. Ásakanir beinast ekki endilega beint að Trump sjálfum -- en Guilani er óhjákvæmilega í eldlínunni.
  2. Hann er núna búinn að vinna með þessum tveim mönnum í dágóðan tíma.
  3. Sjálfur farið margar skipulagðar af þeim ferðir til Úkraínu.

Óhjákvæmilega munu menn spyrja Guilani að því, hvað hann vissi um -- ólöglegar fjármögnunar-aðferðir þeirra félaga!
--Trump sjálfur gæti sloppið frá því þetta tiltekna hneyskli nái tengingu við hann persónulega!

 

Niðurstaða

Vægt sagt forvitnilegt mál, ef í ljós kemur að unnt er að sanna lögbrot á þá félaga Lev Parnas og Igor Fruman, beinast spurningar óhjákvæmilega að Rudy Guilani. Sem hefur farið margar ferðir skipulagðar af þeim félögum til Úkraínu.
Í þeim ferðum hefur Giulani verið á kafi í því að vekja athygli á meintu máli tengdu syni Joe Biden -- virðist hafa leitast við að safna upplýsingum um það.
Eins og flestir ættu að vita, í áhugaverðu símtali milli Trumps og forseta Úkraínu, fór Trump fram á við forseta Úkraínu - að meint mál tengt syni Joe Bidens yrði rannsakað.

Hinn bóginn, er sú tiltekna kæra er tengist Parnas og Fruman -- ekki endilega bein tengd því tiltekna máli. Heldur um að ræða mál er tengist því með hvaða hætti þeir félagar voru að fjármagna fé sem þeir gáfu við og við til margvíslegra pólitískra athafna - er virðist hafa komið erlendis frá.
--Þeir félagar hafa hitt Trump, þeir gáfu m.a. duglega í hans kosningasjóð.

Það þarf þó ekki vera að auðvelt sé að tengja það beint við Trump sjálfan.
En það má meir en vera að -- Guilani sé líklegur til að vera í vanda.
--Þegar hefur einn lögfræðingur sem Trump hafði haft til margra ára fengið fangelsisdóm.

Hver veit, kannski verða fyrir rest tveir lögfræðingar Trumps komnir í fangelsi.
Trump hefur þó fram til þessu virst hafa nokkurs konar - teflon húð, sem ekkert festist við.

--Nýjustu skoðanakannanir eru þó slæmar fréttir: Fox News Poll: Record support for Trump impeachment.

 

Kv.


Trump skipar starfsmönnum sínum að hundsa formlegar stefnur til að mæta fyrir rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings

Þetta er vægt sagt nýstárleg nálgun hjá Donald Trump!

Never before in our history has the House of Representatives — under the control of either political party — taken the American people down the dangerous path you seem determined to pursue, -- You seek to overturn the results of the 2016 election and deprive the American people of the president they have freely chosen.

Þessi orð starfmanns Hvíta-hússins eru forvitnileg í ljósi sögunnar.
Því það hefur gerst a.m.k. tvisvar áður að forseti hefur verið dreginn fyrir þingið - rannsakaður og síðan formlega kærður!
--Greinilega er söguþekking - ekki mikilvægt atriði í vali starfmanna hjá Trump.

  1. Bendi á að Richard Nixon, dróg aldrei í efa að sjálft ferlið -impeachment- væri í samræmi við bandarísk lög, enda skilgreint í sjálfri stjórnarskrá Bandaríkjanna.
    Eini forseti Bandaríkjanna er hefur verið þvingaður til að hætta!
  2. Sama gilti að sjálfsögðu er Bill Clinton var einnig dreginn fyrir rétt af þinginu - Clinton var mjög ósáttur, en hann hélt því aldrei fram að það væri stjórnarskrárbrot af þinginu er þá hafði Repúblikana meirihluta.

Skv. mínum skilningi á lögum Bandaríkjanna - er skipun Trumps til Sondland, ólögleg.
Því ólöglegt fyrir Sondland að fara eftir henni!
--Skv. bandarískum lögum - má handtaka fólk fyrir að mæta ekki skv. stefnu.

Donald J. Trump@realDonaldTrump 10h10 hours ago

I would love to send Ambassador Sondland, a really good man and great American, to testify, but unfortunately he would be testifying before a totally compromised kangaroo court, where Republican’s rights have been taken away, and true facts are not allowed out for the public.....to see. Importantly, Ambassador Sondland’s tweet, which few report, stated, “I believe you are incorrect about President Trump’s intentions. The President has been crystal clear: no quid pro quo’s of any kind.” That says it ALL!

Það sem Trump er að lísa - er eðli þess ferlis sem felst í -impeachment- þar sem að það felur í sér að þingið sjálft réttar yfir forsetanum.
--Neðri deildin rannsakar.
--Efri deildin réttar.
Vegna þess að þetta eru starfandi þingmenn sem sjá um málið.
Getur ferlið ekki mögulega verið ópólitískt.

  1. Ég get því tekið undir að ferlið sé einhverju leiti ósanngjarnt, þ.s. pólitískir andstæðingar geta ekki verið hlutlausir.
  2. Hinn bóginn, er þetta ferlið sem er til staðar skv. stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Vísa aftur til þinglegra réttarhalda yfir Nixon og Clinton.
Það geti enginn vafi verið að ferlið er í samræmi við stjórnarskrána.
Og því klárlega fullkomlega löglegt!

  1. Trump sé því að bæta við lögbrotum, sem ath. einnig er hægt að nota í réttarhöldum þingsins -- ef hann skipar starfsmönnum að hundsa löglega rannsókn þingsins.
    --Lögleg þó hún sé ekki hlutlaus.
    --Lögleg, þíðir starfsmennirnir verða að mæta.
  2. En þ.e. einmitt málið, starfsmennirnir verða mæta - þeir hafa ekki val, hvað sem forsetinn segir annað -- það má hreinlega handtaka þá, draga fyrir þingið.
    --Þ.s. þeir yrðu þá að svara undir eið eins og í hverjum öðrum réttarsal.

Lagalega séð hefur þingið sömu stöðu og réttur - þannig að þá gildir sama regla, menn hafa ekki það sem valkost að mæta ekki fyrir réttarsal skv. formlegri stefnu.
--Ef þeir mæta ekki, má handtaka viðkomandi - og draga inn í réttarsal í handjárnum.

 

Niðurstaða

Ég verð að kalla viðbrögð Trumps hreinlega - hysterical. OK, rannsókn þings getur aldrei verið hlutlaus - rannsókn neðri deildar er það ekki, en það breyti því ekki að hún er samt lögleg - fullkomlega í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna.
A.m.k. tvisvar á 20. öld var sama ferli keyrt þ.e. tíð Richard Nixon og í tíð Bill Clinton - ef einhver man eftir Levinsky málinu.

Þar sem ferlið er löglegt, þar sem formleg stefna -subpoena- einnig er lögleg, að það er lögbrot að hundsa lögformlegar stefnur - alveg með sama hætti og ef þær kæmu frá dómara; þá fæ ég ekki betur séð en að sérhver skipun frá Trump til starfsmanna Hvíta-hússins að hundsa þær stefnur -- sé þá ólögleg.
--Það sé augljóslega ekki skynsamt af Trump, að brjóta lög í allra vitna viðurvist.
--Svo það sé á tæru.

Ef það verður ekki notað -- heiti ég Jóna.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband