Trump virðist vísvitandi hafa afhent Kúrdasvæðin til Sýrlandsstjórnar, sem er leppur Rússlands og Írans sameiginlega - meðan innrás Tyrkjahers inn í Sýrland heldur áfram!

Skv. nýjustu fréttum eru yfir 160.000 Kúrdar nú á flótta vegna innrásar Tyrklandshers inn í héruð Kúrda innan Sýrlands: Erdogan vows to press on with 'safe zone' plan.
--Þrátt fyrir samkomulag sýrlenskra Kúrda við Damaskus, samkomulag sem Rússlandsstjórn virðist hafa - soðið saman og veitir stuðning.
--Heldur sókn Tyrklandshers áfram af fullum krafti.

  • Yfirlýst markmið Erdogans - er að skapa heimili fyrir sýrlenska flóttamenn, er flúðu frá öðrum svæðum innan Sýrlands.
  • Erdogan talar um - öryggissvæði - Sýrlendingar í Tyrklandi eru 3,5 milljón.
  • Á tæru að um er að ræða.
    --Víðtækar þjóðernis-hreinsanir.

Hvernig talar Trump um málið!

Donald J. Trump@realDonaldTrump Oct 14 After defeating 100% of the ISIS Caliphate, I largely moved our troops out of Syria. Let Syria and Assad protect the Kurds and fight Turkey for their own land. I said to my Generals, why should we be fighting for Syria....

(þetta er rang hjá honum, skipunin þíddi ekki að hermennirnir færu samdægurs, þeir eru enn að koma sér í burtu - skv. fréttum nokkrum sinnum undir skothríð - þeir eru þar fyrir utan ekki farnir frá Sýrlandi, heldur eru að færa sig frá landamærunum)

....Don't the Europeans have a lot of responsibility?

Donald J. Trump@realDonaldTrump Oct 14 Some people want the United States to protect the 7,000 mile away Border of Syria, presided over by Bashar al-Assad, our enemy. At the same time, Syria and whoever they chose to help, wants naturally to protect the Kurds...I would much rather focus on our Southern Border which abuts and is part of the United States of America. And by the way, numbers are way down and the WALL is being built!

Ummæli Trumps í tengslum við heimsókn forseta Ítalíu -

I view the situation on the Turkish border with Syria to be, for the United States, strategically brilliant, -- Our soldiers are out of there, they’re totally safe.

(Aftur hermennirnir eru ekki farnir frá Sýrlandi - einungis á hreyfingu innan Sýrlands frá landamærum Sýrlands við Tyrkland)

Our soldiers are not in harm’s way, as they shouldn’t be as two countries fight over land. That has nothing to do with us, -- The Kurds are much safer right now, but the Kurds know how to fight. And as I said they’re not angels, they’re not angels. -- We paid a lot of money for them to fight with us and that’s OK, -- They did well when they fought with us they didn’t do so well when they didn’t fight with us. -- Syria may have some help with Russia, and that’s fine. It’s a lot of sand, -- They’ve got a lot of sand over there. So there’s a lot of sand that they can play with.

M.ö.o. Donald Trump er skítsama um Kúrda.
Það hreyfir ekki við honum að yfirlýst markmið Erdogans - sé að hreinsa Kúrda frá svæði sem Tyrkland ætlar að kalla -öryggissvæði- og koma þar fyrir sýrlenskum flóttamönnum.

  • Rétt að nefna Trump hefur sent a.m.k. 3000 hermenn til Saudi-Arabíu.
  • 1000 hermenn sem hann skipaði að hörfa frá landaærum við Tyrkland -- líklega verða einnig sendir til Saudi-Arabíu, frekar en að koma heim.

Trump talar um að -- taka ekki þátt í annarra stríðum.
Hinn bóginn -- hafði Tyrkland ekki fram til þessa þorað að ráðast á þau svæði sem bandarískir hermenn gættu.
--Ég hef enga trú á að Erdogan hefði lagt til atlögu, ef ljóst væri fyrirfram að slík atlaga leiddi til - tafarlausra vinslita við Bandaríkin.

Hinn bóginn, verður ekki betur séð í -mér er skítsama- orðum Trumps.
Að Trump ætli sér ekki að hreyfa litla fingri til að hafa áhrif á árás Erdogans á Kúrda.

 

Niðurstaða

Hvernig sem menn leitast við að verja afstöðu Trumps - til þeirrar ákvörðunar hans að gefa Erdogan grænt ljós á fjöldamorð og þjóðernishreinsanir á sýrlenskum Kúrdum.
Þá getur ekki verið nokkur vafi að sú ákvörðun stórskaðar hagsmuni Bandaríkjanna - en hver mun treysta Bandaríkjunum í framtíðinnni?
Bandamenn þeirra hljóta að spyrja sig þeirrar spurningar nú!

En Bandaríkin fengu Kúrda sér til fylgilags gegn ISIS - sannarlega fengu Kúrdar vopn og peninga, en á móti létu 10þ. hermenn Kúrda lífið í bardögum við ISIS.
--Þannig ég mundi ekki taka undir það að Kúrdar hafi í nokkru fengið meir en þeim bar.
--Í staðinn, hafði fámennt bandarískt herlið, varið svæði Kúrda í Sýrlandi gegn Tyrklandsher Erdogans, en Erdogan virðist haldinn skefjalausu hatri á Kúrdum.

  • Þessir hermenn, komu í veg fyrir stríð.
  • Strax er Trump gaf Erdogan - grænt ljós, hófst það stríð.

Allan tímann höfðu einungis 3-Bandaríkjamenn tínt lífinu.
Þetta var sennilega minnst áhættusama staðsetningin, Kúrdasvæðin - fyrir bandarískt herlið í gervöllum Mið-Austurlöndum.

Til samanburðar hefur Trump - sent yfir 3000 hermenn til Saudi-Arabíu.
Og Trump styður með ráð og dáð stríð krónprinsins af Saudi-Arabíu í Yemen.

Í engum skilningi sem ég kem auga á er Trump að standa við loforð við sína kjósendur, m.ö.o. engir hermenn í reynd sendir heim -- 3000 verið bætt við fj. hermanna í Mið-Austurlöndum.
--Og Trump hefur nú valdið stríði.

OK, Trump hefur ekki enn fyrirskipað innrás.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Q: "M.ö.o. Donald Trump er skítsama um Kúrda." & "Hvernig sem menn leitast við að verja afstöðu Trumps - til þeirrar ákvörðunar hans að gefa Erdogan grænt ljós á fjöldamorð og þjóðernishreinsanir á sýrlenskum Kúrdum."

Þú minnist ekki einu orði á þetta: https://www.rt.com/news/470928-trump-turkey-sanctions-tarriffs/

Q: "Trump talar um að -- taka ekki þátt í annarra stríðum."

Er hann ekki einmitt að draga herlið frá Sýrlandi?  Semsagt: að standa við þau orð?

Q: "Og Trump hefur nú valdið stríði."

Hvar?  Við hvern?  Milli hverra?

Q: "En Bandaríkin fengu Kúrda sér til fylgilags gegn ISIS"

Bandaríkin voru hálfpartinn þvinguð til að berjast *með* Kúrdum á sínum tíma.  Þetta Kobane dæmi þarna vakti bara meiri athygli en við var búist.

En það eru allir búnir að gleyma því.  Enda meira en 3 ár síðan.

Erdogan, og reyndar Tyrkir almennt eru ekki beint hrifnir af úrdum, hafa aldrei verið, og munu aldrei vera: https://www.breitbart.com/national-security/2019/10/16/erdogan-forgets-armenian-genocide-turkey-has-never-committed-any-civilian-massacre/

Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2019 kl. 20:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, enginn trúir því honum sé alvara með það, hafandi í huga orð hans - honum sé skítsama um Kúrda. Bendi þér á að einu aðgerðirnar sem ríkisstj.Trumps hefur startað - takmarkaðar aðgerðir beindar að einstaklingum, engar eiginlegar efnahagsaðgerðir fram til þessa.
--Þar af leiðandi ekkert sem hræðir Erdogan.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2019 kl. 00:22

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sagan endurtekur sig.  Eftir fyrra stríð sögðu amerískar mæður "við látum ekki slátra sonum okkar aftur í evrópsku stríði sem kemur okkur ekki við".  Roosevelt sætti sig við það þangað til Japanir björguðu málinu.  Það voru bandarískar mæður sem á sömu forsendum stöðvuðu síðan þátttöku USA í Vietnamstríðinu.  Allt er þegar þrennt er einmitt núna.

Kolbrún Hilmars, 17.10.2019 kl. 15:25

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hann gerir þó meira en stjórn nato, sem fussar bara.

Annað sem ber að hafa í huga - framarlega í huga - Bandaríkjastjórn má alveg vera skítsama um Kúrda. Eins og okkur.  Því þeir eiga bara að hugsa um hag eigin fólks, en ekki fólks í einhverjum öðrum löndum.

USA er ekkert world police.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2019 kl. 16:09

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Held að Evrópa sé að átta sig á því að kaninn mun ekki bjarga henni enn einu sinni. Samkvæmt fréttum hefur ESB hafið einhverjar þreifingar við Rússa varðandi Sýrlands/Kúrda/Tyrklandsvandamálið í túngarði þess. Enda útséð um að hvorki USA, UK né Ástralía mun hlaupa undir bagga í þetta sinn.  Reyndar herma enn kvikindislegri fréttir að ESB eigi hvorki fjármagn né mannafla sjálft og þurfi að treysta á rússana!  Þar kom vel á vondan...

Kolbrún Hilmars, 17.10.2019 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband