Brexit samningur loksins samþykktur í breska þinginu - en framkvæmd Brexit tefst samt fram til næsta árs!

Boris Johnson hafði loks sigur í atkvæðagreiðslu - kannski rifjaðist upp fyrir honum það sem Bretar stundum sögðu árum áður, að tapa einstaka orrustum en vinna samt stríðið.
--Samningur Borisar er mjög umdeildur, sambandsinnar á Norður-Írlandi eru t.d. mjög ósáttir, vilja meina að fyrir N-Írland sé samningur Borisar verri en samningur May.

  1. Það kemur til, að til þess að sleppa við svokallað -back-stop- samdi Boris í staðinn við ESB; að viðskipti milli Bretlands og N-Írlands yrðu ekki lengur landamæralaus.
    --Tæknilega verða ekki landamæri, heldur viðskipti undir eftirliti, en margir vilja meina að munurinn verði lítill, eftirlitið verði það mikið og þungt.
  2. Í augum N-Írska sambandssinna, er þetta afar slæmur hlutur - en á sama tíma haldast galopin landamæri milli Írlands og N-Írlands.

--Vilja sambandssinnar meina, að með samningnum hafi Íhaldsflokkurinn breski, ákveðið að afskrifa N-Írland.

Sammy Wilson, Brexit spokesman for the Democratic Unionist party, - ...nearly choked when he heard Mr Johnson say new customs checks between Northern Ireland and Britain would be...Does the prime minister think I cannot read what is in the agreement?

 

Fyrir utan þessa breytingu -- virðist samningurinn mjög svipaður samningi May!

Þannig Bretland þarf að fylgja öllum lögum og reglum ESB fram innan Bretlands-eyja, meðan samkomulagið gildir -- en eins og samningur May er um að ræða bráðabirgða-samning sem einungis á að gilda, meðan samið er um endanlegt fyrirkomulag viðskipta Bretlands við ESB.
--Hinn bóginn, gætu þeir samningar tekið langan tíma.
--Þess vegna lengri tíma en áratug.

Það gæti því reynst bjartsýnt, að samkomulagið gildir einungis til des. 2020.
Margir vilja meina að litlar líkur séu á að flóknir viðskiptasamningar náist fyrir þann tíma.
--Samningurinn virðist ekki sjálfkrafa framlengjast, svo semja þyrfti þá um það.
--Þetta vilja ímsir meina bjóði hættunni um HARD-BREXIT heim síðar.

Meðan samningurinn gildir þarf Bretland að greiða í sjóði ESB.
Og mun auk þess þurfa að greiða í sjóði ESB - það sem Bretland hafði skuldbundið sig áður í samhengi ESB til að greiða, sem þá aðildarland.
--Þær síðari greiðslur geta haldið áfram, eftir gildistíma samningsins lýkur.

Meirihluti þingsins hafnaði því að samningurinn tæki gildi strax - heldur samþykkti að þingið fengi -nægan- tíma til að skoða samningin gaumgæfilega.
--Þannig, hann er samþykktur - en hvenær hann tekur gildi ekki neglt niður.

Þetta þvingar líklega Boris til að óska eftir framlengingu á Brexit - fram yfir nýárið a.m.k.
--Þ.s. samningurinn tekur ekki strax formlega gildi, er væntanlega enn möguleiki til staðar að þingið geti gert Boris og Brexiterum enn einhverjar frekari skráveifur.

 

Niðurstaða

Súr-sæt útkoma, þ.e. Brexit í höfn - en samt ekki alveg. Brexit samningur samþykktur - en ekki ákveðið enn hvenær það akkúrat formlega tekur gildi. Meðan þingið tekur sér tíma til að rýna í gegnum hinn samþykkta samning.
--Súr-sæt auðvitað fyrir Brexit-era. Þ.e. sigur í höfn, en kannski ekki alveg.

Árétta enn - mín persónuleg afstaða er hlutlaus gagnvart Brexit. Bretland megi Brexit-era fyrir mér. Þetta sé mál Breta einna - hvað mig varðar. Þeirra að ákvarða framtíð sína. Brexit sé þó áhugavert, því Bretland skipti Ísland máli.

Fyrir Ísland, okkar hagsmuni, sé skárra að Brexit verði í samkomulagi.
Því Bretland sé mikilvægt viðskiptaland, kaupmáttur Breta okkur mikilvægur.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband