Bloggfærslur mánaðarins, október 2019

Mun Trump bakka frá loforði til Erdogan -- að heimila Erdogan að gera hvað sem hann vill við Kúrda?

Ákvörðun Trumps sem kynnt var á mánudag skv. símtali við Erdogan, þar sem virtist að Trump hefði veitt Erdogan fulla blessun sína!
--Að hjóla í Kúrda með fullu afli hers Tyrklands!

  • Var ekkert smáræðis gagnrýnd.

Vegna þess meðal gagnrýnenda eru einnig áhrifamiklir Repúblikanar!
Er hugsanlegt Trump sé byrjaður að bakka frá sinni ákvörðun!

Donald J. Trump@realDonaldTrump 9h9 hours ago As I have stated strongly before, and just to reiterate, if Turkey does anything that I, in my great and unmatched wisdom, consider to be off limits, I will totally destroy and obliterate the Economy of Turkey (I’ve done before!). They must, with Europe and others, watch over...the captured ISIS fighters and families. The U.S. has done far more than anyone could have ever expected, including the capture of 100% of the ISIS Caliphate. It is time now for others in the region, some of great wealth, to protect their own territory. THE USA IS GREAT!

--Vandamálið er auðvitað, að Evrópa getur ekki tékkað Tyrkland.
--Einungis Bandaríkin geta það!

  1. Tyrkland hefur 900þ. manna her.
  2. Það þíðir, Evrópa getur ekki tekið að sér að passa Tyrki.

--Einungis Bandaríkin eru öflugari innan NATO en Tyrkir.
--Þess vegna geta einungis Bandaríkin, hindrað Tyrki í því að ganga frá Kúrdum.

Nokkru á undan sagði Trump eftirfarandi:

Donald J. Trump@realDonaldTrump 9h9 hours ago I was elected on getting out of these ridiculous endless wars, where our great Military functions as a policing operation to the benefit of people who don’t even like the USA. The two most unhappy countries at this move are Russia & China, because they love seeing us bogged.........down, watching over a quagmire, & spending big dollars to do so. When I took over, our Military was totally depleted. Now it is stronger than ever before. The endless and ridiculous wars are ENDING! We will be focused on the big picture, knowing we can always go back & BLAST!

Vandinn við þessa - misvísandi söguskýringu Trumps er sá - að 1000 Bandaríkjamenn sem gæta þess að Tyrkir vaði ekki í Kúrda!
--Eru sennilega með þægilegasta starfið í gervöllum Mið-Austurlöndum.

  1. Kúrdar hafa verið þeim afar þakklátir, vinveittir -- sjálfsagt nánast eini staðurinn þ.s. bandarískur hermaður er nær algerlega óhultur.
  2. Kúrdar hafa barist - þúsundir þeirra fallið, bandaríkis hermenn aðstoðað við þjálfun -- ekki tekið beinan þátt í bardögum.

Eftir að ríki ISIS var hernumið -- hefur þetta án vafa verið mjög þægilegt starf.
Það að þeir eru samt þarna -- er það eina sem stoppar Tyrki í því að ráðast á Kúrdana.

  • Punkturinn í þessu - sem Trump virðist kannski hugsanlega byrjaður að sjá er sá, að - ef verndin er fjarlægð.
    --Getur enginn vafi verið, Erdogan mun senda Tyrklandsher til að stráfella Kúrdana í Sýrlandi.
  • Þessir 1000 hermenn, í þægilegu öruggu starfi, sem sagt -- eru eina hindrun þess, að Erdogan hefji nýtt stríð.
    --Ef Trump samt sendir þá heim, er það eiginlega sami hluturinn og Trump starti stríðinu sjálfur, því þ.e. algerlega öruggt hvað Erdogan gerir ef veitt fullt veiðileyfi.

Fréttir eru einmitt af því að Tyrklandsher hafi fjölmennan liðsafnað við landamærin, tilbúnir að ráðast fram.

Trump faces Republican backlash over Syria troop withdrawal

Trump’s plan to pull troops back in Syria threatens chaos in the region, sparks GOP revolt

Pat Robertson - þekktur klerkur - The president of the United States is in danger of losing the mandate of Heaven if he permits this to happen,

Lindsey Graham - ...shot in the arm to the bad guys. Devastating for the good guys. - I like President Trump, I’ve tried to help him. This to me is just unnerving to its core, - No matter what President Trump is saying about his decision, it is EXACTLY what President Obama did in Iraq with even more disastrous consequences,

Mitch McConnell - a precipitous withdrawal of US forces from Syria would only benefit Russia, Iran, and the Assad regime. And it would increase the risk that ISIS and other terrorist groups regroup.

Liz CheneyThis decision ignores lesson of 9/11, - Withdrawing US forces from Northern Syria is a catastrophic mistake that puts our gains against ISIS at risk and threatens US security.

Nikki Haley - We must always have the backs of our allies, if we expect them to have our back, - The Kurds were instrumental in our successful fight against ISIS in Syria. Leaving them to die is a big mistake.

Ben Sasse - If the president sticks with this retreat, he needs to know that this bad decision will likely result in the slaughter of allies who fought with us, including women and children, - I hope the president will listen to his generals and reconsider.

--Einungis Rand Paul af þekktum Repúblikönum á þingi, studdi ákvörðun Trumps.

 

Niðurstaða

Skv. fréttum er Erdogan með fjölmennan liðsafnað við landamærin að Sýrlandi, þannig að það getur ekki verið hinn minnsti vafi - að Tyrklandsher lætur til skarar skríða. Ef þ.e. ljóst að Trump stendur við það; að heimila Erdogan að strádrepa sýrlenska Kúrda.

Sterkur orðrómur er uppi, að Erdogan hyggist koma ca. 3,5 milljón sýrlendinga sem flúðu til Tyrklands -- fyrir á svæðum innan Sýrlands er væru á valdi Tyrklandshers. Þá þyrfti auðvitað fyrst að hreinsa Kúrdana í burtu, þá ekki einungis hermenn þeirra heldur einnig þeirra fjölskyldur.

Vart þarf að taka fram, að ef Trump heimilaði -- stórfellt fjöldamorð á Kúrdum, og hreinsanir á þeirra byggðum innan Sýrlands.
--Að það yrði afar dökkur blettur á sögu Bandaríkjanna, slæm laun heldur betur fyrir það að hafa verið gagnlegir bandamenn.

Enginn að sjálfsögðu mundi í langan aldur á eftir, vinna með Bandaríkjunum - ef átök mundu blossa upp einhvers staðar. Möguleikar Bandaríkjanna til að hafa áhrif á átakasvæðum, mundu þar af leiðandi verða umtalsvert skert til langs tíma.
--Sem vart getur verið snjöll ákvörðun horft út frá hagsmunum Bandaríkjanna sjálfra.

Afleiðingar fyrir Mið-Austurlönd yrðu vækt sagt hræðilegar.
Ef þessi ákvörðun stendur; versta ákvörðun forseta síðan 2003.
--Það yrði þá ekki lengur hægt að segja, Trump ekki hafa startað stríði.
-------------------
Ps: Erdogan ekki að gera tilraun til að fela hvað hann ætlar, skv. yfirlýsingu Erdogans er Tyrklandsher tilbúinn til innrásar -- tilgangur að eyða því sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn sbr. drepa Kúrda -- tilgangur að koma sýrlenskum flóttamönnum heim - lýgi auðvitað, heima eru ekki Kúrdahéröð Sýrlands - erfitt að sjá hvernig hann kemur 3,5 milljón sýrsl. flóttamanna fyrir á Kúrdasvæðum Sýrlands - nema með því að hrekja fyrst Kúrda þaðan.
--Mín ályktun, augljóslega ætlar Erdogan að hreinsa Kúrda frá svæðum í Sýrlandi þ.s. Kúrdar nú byggja, skipta þeim út fyrir - sýrlenska súnníta er flúðu frá byggðum Sýrlands.

Hatur Erdogans á Kúrdum virðist magnað helvíti.

 

Kv.


Litlar líkur Trump fái nóbelinn! Norður Kórea segist hafa slitið viðræðum, a.m.k. í bili - meðan samningamenn Bandaríkjanna segja viðræður árangursríkar!

Mjög skrítið að lesa yfirlýsingar frá Norður-Kóreu, og yfirlýsingar samninganefndar ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
--Eins og þeir hafi ekki setið sama fundinn!

Ef menn geta ekki verið sammála hvað gerðist á sama fundi.
Þá hljómar það sem - tjáskiptin séu einfaldlega ekki að skila sér fram og til baka.
--Annar segir X - hinn segir Y.

Sumir segja -á hinn bóginn- að Norður-Kórea sé að beita gamallri taktík, að heimta eftirgjöf -strax- án þess að hafa í nokkru gefið eftir.
--Hvað sem satt er þar um, þá virðist mér að samningar séu ca. á sama reit og þeir voru er samningar hófust haustið 2ö17.

Image result for kim trump

US denies North Korean nuclear talks failed
The early comments from the DPRK [North Korean] delegation do not reflect the content or the spirit of today's 8.5-hour discussion, -- The US brought creative ideas and had good discussions with its DPRK counterparts.
--Þetta er sagan sem samningamenn ríkisstjórnar Bandaríkjanna halda á lofti.

US and North Korea break off talks for now, officials say -- North Korea labels latest nuclear talks with US a failure

The break-up of the negotiation without any outcome is totally due to the fact that the US would not give up their old viewpoint and attitude, --   The negotiations did not live up to our expectations and broke off. I am very displeased, ..  Mr. Kim Myong Gil.

Túlkun samninga-nefndar Bandaríkjanna virðist sú -- þeir hafi mætt með nýjar hugmyndir.
M.ö.o. nálgun að -- kjarnorku-afvæðingu.
--Samningamenn Norður-Kóreu hafi ekki haft umboð til eftirgjafar, en séu líklega í Piongyang að íhuga stöðuna.

Norður-Kórea segir aftur á móti, að von um nýja nálgun hafi slokknað, er þeir áttuðu sig á því, að það væru umbúðir um það sama og áður.
--Rétt að taka fram, að fram til þessa hefur NK - ekki virst hafa veitt máls á formlegri kjarnorku-afvopnun í viðræðum, einungis boðið frystingu þ.e. stopp á tilraunum - innsiglun prógramma, ásamt eftirliti.

  • Það sé ástæða að ætla, að NK ætlist til þess að Bandar. gefi þann punkt eftir alfarið.
    --M.ö.o. eiginlega kjarnorku-afvopnun.
  • Það má skilja orð samningamanns NK á þann veg -- hann sé að íteka stefnu um að hafna, kjarnorku-afvopnun.
    --Það sem hann meini sem sama gamla módelið frá ríkisstj. Bandar. -- sé krafan um kjarnorku-afvopnun.

A.m.k. er þetta minn grunur!
--Tekist sé á um - afvopnun vs. frystingu.

 

Niðurstaða

Ég hef allan tímann verið ákaflega efins að NK - hefði í reynd nokkurn áhuga á að gefa eftir kjarnorkuvopnaeign sína sem og þau eldflaugaprógrömm sem NK hefur þróað í gegnum árin með gífurlegum tilkostnaði -- sérstaklega í hlutfallslegum skilningi þ.s. NK er í reynd - fátækt ríki.
Mér hefur virst ljóst, stjórnendur NK álíti kjarnavopn tryggingu fyrir eigin tilvist þeirrs sjálfra við stjórnvöl landsins, því afar ósennilegt að þeir gefi það eftir.
--Síðan gæti afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna núverandi gagnvart Íran, hafa dregið úr vilja - Kim Jong Un landstjórnanda NK - til að íhuga þá nálgun sem ríkisstjórn Donalds Trumps heldur fast fram.
--M.ö.o. algera kjarnorku-vopna-afvæðingu, ásamt því að eldflaugaprógrömm væru eyðilögð.

Það sem virðist líklegt að samninganefnd Bandaríkjanna hafi boðið.
Sé skref fyrir skref nálgun, þ.e. NK eyðileggi prógrömm sín í fyrirfram ákveðnum skrefum, ásamt því að eyða vopnum sínum einnig í fyrirfram ákveðnum skrefum - eftir hvert skref hefur verið staðfest - fái NK tiltekna um samda umbun per skref.
--Þetta virðist mér sennileg svokölluð ný nálgun.

  1. Hinn bóginn, virðist sennilegt að afstaða NK - hafi harðnað.
    Eftir Íran málið gaus upp.
  2. Hafið í huga, Donald Trump sagði upp samningi við Íran sem forseti Bandaríkjanna á undan Trump - hafði varið árum í að semja.
  3. Afar sennilega fyrir bragðið spyr - Kim Jong Un - sjálfan sig.
    Hvað stoppar næsta forseta Bandaríkjanna að fylgja fordæmi Trumps?
    Að segja upp samningi fyrir-rennara síns?

M.ö.o. að verið geti að Donald Trump hafi með uppsögn á samningnum við Íran.
Er gerður var í tíð Obama!
--Eyðilagt möguleika sína til að ná samningi við Norður-Kóreu.

M.ö.o. uppsögn samningsins við Íran hafi skapað vantraust.
Það sé sú gjá -- sem samninganefndirnar geti ekki komist yfir.
--Mig grunar þetta sé rétt hjá mér!

Ef skilningur minn er réttur - geti svo verið að líkur þess Donald Trump fái Nóbelinn fyrir að ljúka friðarsamningum á Kóreuskaga séu orðnar afar litlar.

Kv.


Iðnframleiðsla í samdrætti í Bandaríkjunum - iðnframleiðsla í öllum OECD ríkjum nú í samdrætti

Samdráttarskeið í iðnframleiðslu innan OECD virðist hafa hafist í Þýskalandi - en síðan hefur það breiðst smám saman út.
--Skv. nýjustu tölum mælist iðnframleiðsla í minnkun í Bandaríkjunum.
--Samdráttarskeið iðnframleiðslu sé þá komið í gervöllu OECD.

Manufacturing output across the OECD’s 36 member states contracted by 1.3 per cent in June compared with the same month last year, the worst reading since the start of 2013.

Sharp US manufacturing contraction fuels global economic gloom

Car industry drags global manufacturing into sharp slowdown

Viðbrögð Donalds Trumps voru þau er mátti við búast!

Donald J. Trump@realDonaldTrump 7h7 hours ago As I predicted, Jay Powell and the Federal Reserve have allowed the Dollar to get so strong, especially relative to ALL other currencies, that our manufacturers are being negatively affected. Fed Rate too high. They are their own worst enemies, they don’t have a clue. Pathetic!

Að sjálfsögðu þvæla -- þetta er samfellt samdráttarskeið í öllu OECD.
Þetta er ekki spurning um vexti eitt eða tvö niður í Bandaríkjunum.
Hinn bóginn virðist venja DT sú, hengja bakara fyrir smið.

--PMI index: Lægra en 50 þíðir samdráttur.
--47,8 er þá samdráttur um 2,2%.

  1. The Institute for Supply Management index of US manufacturing activity fell much more than expected to 47.8, down from 49.1 in August, to its worst since June 2009.
  2. The PMI for the eurozone fell to 45.7 last month, down from 47 in August and its lowest reading since October 2012.

Þetta er að sjálfsögðu -- viðskiptastríðið við Kína!

  • Tvö af þrem stærstu hagkerfum heims -- keppa í að skaða hvort annað.
  • Boðaföllin eru við það að starta -- heimskreppu.

--Bandaríkin sjálf sleppa ekki, þegar restin af veröldinni dettur niður.
--Hvað sem Trump segir, þá startaði hann þessu!

  1. Þetta bætist auðvitað ofan á hneykslismál.
  2. Ef kreppa hefst einnig í Bandaríkjunum þar ofan.

Þá að sjálfsögðu versna sigurlíkur Trumps.

 

Niðurstaða

Þetta boðar ekki gott fyrir sigurlíkur Trumps 2020. Ekki einungis að Trump verði undir réttarhöldum í þinginu, vegna Úkraínu hneykslisins. Heldur stefnir að virðist í kreppu.
--En þ.e. einungis spurning um tíma eftir samdráttur iðnframleiðslu hefst.
--Fyrirtæki segja þá upp fólki, það fólk kaupir minna - fyrirtækin verja minna fé til fjárfestinga, virði eigna fyrirtækja dregst saman, þeirra hlutafé minnkar í verðmæti, o.s.frv.

Meirihluti Demókrata í Fulltrúadeild, tryggir að Trump getur ekki innleitt nýjar skattalækkanir. Reynslan sýnir að US Federal Reserve -- lækkar ekki vexti í "0" alveg fyrr en eftir kreppa er raunverulega hafin.
--Er íhaldssöm stofnun.

Ég er farinn að hallast að því að meiri líkur en minni séu að DT tapi 2020.
Sannast sagna hefur það verið mín tilfinning í um ár að nk. forseti verði til vinstri.
Vaxandi grunur minn, E. Warren.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband