Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Trump segist til í viðræðna við Íran án skilyrða!

Í þetta sinn er ég ágætlega sáttur við afstöðu Donalds Trump, en hann segir að ekkert sé að því að hitta fólk og ræða málin - hann sé því tilbúinn að hitta forseta Írans augliti til auglitis í þeim tilgangi að ræða deilur ríkisstjórnar Bandaríkjanna við írönsk stjórnvöld.

Trump says he is willing to talk to Iran's leader without preconditions

Trump offers to meet Iran leaders without preconditions

 

Donald Trump:

  1. "I would certainly meet with Iran if they wanted to meet. I don’t know that they are ready yet," - "I’d meet with anybody. I believe in meetings,"
  2. "I think it is an appropriate thing to do. If we could work something out that is meaningful, not the waste of paper that the other deal was, I would certainly be willing to meet."
  3. "They are having a hard time right now. But I ended the Iran deal. It was a ridiculous deal. I do believe that they will probably end up wanting to meet."

Ég held samt sem áður að út frá orðum Trumps - séu litlar líkur á slíkum fundi, a.m.k. enn sem komið er.

Rétt að muna að 6-velda Írans samkomulagið frá 2015 sem Trump slóg af -- að þá hafði Íran búið við harðar refsiaðgerðir Bandaríkjanna samfellt frá 1979 eða 36 ár.

Á því árabili hafði Íran þróað eldflaugar sem draga til S-Evrópu, og var líklega komið nærri því að smíða kjarnorkusprengju.

--Íran hefur ekki sprengjuna ennþá - en klárlega er ekkert tæknilega sem hindrar Íran í því að klára það verk.

 

Ég er enn að velta fyrir mér hvað Xi Jinping gerir!

En tæknilega getur Kína líklega keypt alla íranska olíu með eigin gjaldmiðli - haft opna gjaldeyrislínu milli Írans og Kína - þar sem Kína á nóg af framleiddum iðnvarningi á móti.
Væri tæknilega mjög auðvelt fyrir löndin tvö að koma á fót lokuðu hagkerfi sín á milli.

Íran hefur eiginlega verið að panta eða heimta fyrirgreiðslu frá öðrum aðildarlöndum Írans samkomuagsins - eftir að Trump tók Bandaríkin út úr því.

  1. Ég held að hvort tveggja ESB og Kína - vilji forða því að Íran endurræsi sitt kjarnorkuprógramm.
  2. Því það mundi líklega magna upp stríðshættu milli Bandar. og Írans.

--Það sem Kína er líklega ekki síst að horfa til, ESB sennilega líka.

Er heims olíuverð, en verðlag á olíu mundi án nokkurs vafa hækka mjög mikið, ef mundi skella á stríð við Persaflóa.

Það væri mjög skaðlegt fyrir efnahag Kína sem og efnahag ESB.
--Auðvitað, einnig fyrir efnahag Bandar.

  • Þannig ég á von á því Íran fái fyrirgreiðslu.

En að á sama tíma sé - Xi hikandi, út af möguleikanum að slík fyrirgreiðsla geri samskiptin við Bandaríkin, enn verri en nú þegar er. Væntanlega sé Xi að í og með meta hvort þau samskipti séu að versna með varanlegum hætti, eða hvort raunhæft sé að færa þau til baka.

Hversu langt Xi gengur til móts við Íran, getur mótast af því - hversu líklegt Xi metur það að samskiptin við Bandaríkin geti batnað á ný vs. að þau versni jafnvel enn frekar.

Ef Xi sannfærist að þau séu á varalegri leið til hins mun verra!
Gæti það leitt til áhugaverðra tíðinda í samskiptum Írans við Kína.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður bent á sé ég mikið tækifæri fyrir Kína í deilu Bandaríkjanna við Íran. Á sama tíma, mundi í því felast veruleg áhætta fyrir Kína þegar kemur að samskiptum við Bandaríkin - ef Kína mundi gera tilraun til að láta þau tækifæri verða að veruleika.

Með vissum hætti má túlka það svo að -- reipitog geti verið að myndast milli Bandaríkjanna og Kína um Íran. Og að með aðgerðum sínum, gæti Trump -- elft möguleika Kína á því að hreppa það, hnoss.

Það sem stjórnvöld Írans þurfa á að halda til að halda fólkinu heima fyrir í Íran góðu, er efling efnahags Írans.

Góð samskipti við Vesturlönd vissulega geta skilað slíkri útkomu - en einungis á þeim grunni, eins og má lesa úr ummælum Trumps - að Íran gefi nánast all það eftir sem ríkisstjórn Bandaríkjanna krefur Íran um.

Tæknilega getur verið að opnast á þann möguleika, að Íran fái kínverskar fjárfestingar í staðinn, og mjög náin tengls við hagkerfi Kína. Hinn bóginn, þíddi það væntanlega einhvers konar leppríkisfyrirkomulag Írans við Kína.

M.ö.o. hangir verðmiði á báðum valkostum fyrir Íran.
Og auðvitað einnig verðmiði fyrir Kína, ef Xi mundi ríða á það vað.

--Eins og ég benti á, þá mun Xi líklega í því samhengi vega og meta líkur þess að samskiptin við Bandaríkin - séu að versna hvort sem er.

 

Kv.


Micheael Cohen að reynast stór akkílesarhæll fyrir Donald Trump?

Eftir að upp komst um daginn um það að lögfræðingur Donalds Trumps, Michael Cohen hafði tekið upp fjölda einkasamtala sinna við Donald Trump, sem og við aðra skjólstæðinga sína. Er óhætt að slesst hafi upp á vinskap þeirra og Trumps.

Prosecutors have at least 12 recordings by Trump lawyer Cohen

--Nú benda fréttir til þess að opinber yfirvöld hafi hafið formlega rannsóknir á Cohen, hvort starfsemi hans sem lögfræðings hafi í atriðum varðað við lög.
--Á föstudag fullyrti Cohen að Donald Trump hefði haft vitneskju um fund sem fór fram í Trump turni fyrir forsetakosningarnar 2016 - mál tengd þeim fundi hafa m.a. verið til rannsóknar hjá FBI síðan.

Vegna þess að á þeim fundi voru þeir Donald Trump yngri, Paul Manafort, Jared Kushner - og það sem umdeilt er, rússneskur lögfræðingur, Nataliya Veselnitskaya, sem viðurkennt sé af DT jr. að hafi ætlað að falbjóða upplýsingar er áttu að koma Hillary Clinton ílla!

  1. Það er m.ö.o. ekki umdeilt um hvað fundurinn átti að vera.
  2. Það er ekki heldur umdeilt - að kaup á gögnum frá útlendingi ætlað að hafa áhrif á kosningahegðan innan Bandar. - er ólöglegt athæfi.
  • Aftur á móti neita allir er á fundinum voru - að kaupin hafi farið fram.
    --Skv. frásögn, þá hafi er á reyndi, rússneski lögfræðingurinn falboðist eftir fundinum á fölskum forsendum - ekki reynst hafa meint gögn undir höndum.
    --Hinn bóginn skv. e-mailum DT jr. er höfðu lekið, frægt að hann sagði "I love it" er hann frétti um tilboð lögfræðingsins -- virtist sem að þeir sem mættu hefðu mætt með alvarlegar hugleiðingar um slík kaup.

Augljóslega hefur rannsókn FBI - á þeim fundi, haft þann sterka grun til viðmiðunar - að þau kaup hafi farið fram - þó því sé neitað!

Eldri umfjallanir:

  1. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump
  2. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum

Seinna er slettist upp á vinskap milli Steve Bannon og Donalds Trumps - kom í ljós að Bannon hafði afar harðar skoðanir á þessum tiltekna fundi, sjá:

Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump - Trump segir Bannon hafa tapað glórunni

Þau ummæli voru ævintýralega harkaleg í ljósi þess að þá vann hann fyrir Trump.

Stóra spurningin núna er -- vissi Donald Trump forseti fyrirfram um fundinn.
Eða vissi Donald Trump forseti -- ekki fyrirfram um fundinn.

 

Micheael Cohen segir Donald Trump hafa vitað fyrirfram um umræddan fund!

Cohen says Trump knew about Trump Tower meeting with Russians

  1. Skv. fréttum, virðist Cohen í viðræðum við Robert Mueller - að falbjóða það sem hann veit í skiptum fyrir -- vernd fyrir málsókn; sambærilegt við það sem Mueller hefur áður gert t.d. við Michael Flynn.
  2. Greinilegt að þetta sé raunverulegt miðað við viðbrögð Rudy Guilandi:
    "He cannot be believed," Rudy Giuliani, a lawyer for Trump, told Reuters on Thursday, referring to Cohen. "If they rely on him ... it would destroy whatever case they have."

Höfum í huga - Cohen sem nú sögn hefur engan trúverðugleika, var mikilvægur lögfræðingur Donalds Trumps, og sá greinilega um margvísleg viðkvæm mál.
--M.ö.o. var honum treyst, það einungis fyrir örskömmu síðan.

Slíkt "plea bargain" samkomulag er alltaf gert á þeim grunni, að aðili er hefur líklega sannaða sök á sig -- selur vitneskju sína um -þriðja aðila- gegn vernd.
--Þetta er mjög algeng aðferð, þegar lögregla er að fiska eftir hærra settum aðila, að handtaka -litla fiska- með vitneskju, með það markmiði að safna aðilum með - nothæfa vitnisburði.
--M.ö.o. smám saman að byggja upp framtíðar dómsmál.

Mér hafa virst aðfarir Muellers - benda einmitt til slíks athæfis.
Að hann stefni að dómsmáli - sem beinist að fundinum í Trump turni er haldinn var 2016.
--En Mueller er þegar með þrjú slík "plea bargain" aðila taldir hafa vitneskju um þann fund.
--Og augljóst virðist að málaferli gegn Manaford - beinast að því að þvinga hann að auki til samstarfs.

Ef Cohen hefur þ.s. Mueller metur - nothæfa vitneskju, þá kannski fær hann að fljóta með.
--Spurning hvað hann akkúrat veit, og hvort hann hefur gögn.

 

Donald Trump neitar að hafa fyrirfram vitað um Trump turns fundinn!

Trump denies knowing of son’s Russian meeting

Trump denies knowing of 2016 Trump Tower meeting with Russians

"Donald J. Trump@realDonaldTrump.....I did NOT know of the meeting with my son, Don jr. Sounds to me like someone is trying to make up stories in order to get himself out of an unrelated jam (Taxi cabs maybe?). He even retained Bill and Crooked Hillary’s lawyer. Gee, I wonder if they helped him make the choice! 11:56 AM - Jul 27, 2018"

--Það mátti að sjálfsögðu búast við ásökuninni um lygar, eftir allt saman er nú hafin rannsókn á Cohen - þó engin ákæra liggi fyrir.
--Hinn bóginn, er rétt að benda á að þegar hafa 3-einstaklingar samið um "plea bargain" við Mueller.

Það er að sjálfsögðu alls ekki fyrirfram ljóst að Mueller semji við Cohen.
Til þess þarf Cohen að geta stutt við væntanlegan málarekstur og rannsókn, geta falboðið eitthvað betra en - munnmæli.

Rétt að vitna til Steve Bannons: "The chance that Don Jr did not walk these jumos up to his father’s office on the twenty-sixth floor is zero."

Ég sannast sagna á pínu erfitt með að trúa því að -- Donald Trump yngri, hefði gert þetta, án þess að hafa borið málið fyrst undir Donald Trump þá forsetaframbjóðanda.

Enda hefur manni alltaf virst Donald Trump vera slíkur maður -- að alltaf vilja hafa stjórnina á sinni persónulegu hendi, m.ö.o. þó hann hafi marga þjóna - sé hann sá er taki ákvarðanir.

En klárlega getur verið erfitt að sanna að hann hafi vitað fyrirfram!

  1. En höfum í huga, að samsæri um lögbrot í þessu tilviki - ef sannast.
  2. Væri í engu smærri ástæða fyrir -impeachment- en þegar Bill Clinton var dreginn fyrir þingið - gefið að sök hafa logið að þinginu um - Lewinski. 
    --Það var skv. mínu minni, öll ákæran - um lygar gagnvart þinginu.

Til þess að "impeachment" sé lögleg aðgerð - þarf að vera unnt að sanna lögbrot á viðkomandi.
Þátttaka í samsæri um lögbrot - er einnig lögbrot.

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. "A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election."
  2. "A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value."

--Samsæri um lögbrot er seinna atriðið, þ.e. að stuðla vísvitandi að því að lögbrot fari fram -- ef hægt er að sýna fram á að Trump forseti vissi fyrirfram un fundinn, að hann gaf heimild fyrir honum -- þá væri hann þar með sekur um brot á því ákvæði bandar. laga - svo fremi að samtímis sannast að ólöglegu viðskiptin fóru fram.
--Fyrra atriðið sýnir fram á að það markmið að kaupa af rússneska lögfræðingnum, var sannarlega lögbrot -- þess vegna neita allir er á fundinum voru er upp komst um það mál, að salan hafi farið fram.

 

Niðurstaða

Eins og mér virtist ljóst í júlímánuði á sl. ári, að þá er Trump turns fundurinn að reynast mál sem sé að elta Trump forseta á röndum. En þarna er mál þ.s. FBI og Mueller greinilega telja líklegt - að unnt sé hugsanlega að tengja Donald Trump forseta beint við lögbrot.

Greinilega standa tvær opnar spurningar - fór salan fram. En ef gögnin voru keypt af rússneska lögfræðngnum, þá skv. til vitnuðu lagaákvæði var framið lögbrot af þeim einstaklingum er þátt tóku í þeim fundi af hálfu framboðs Donalds Trumps.

Það þíddi m.ö.o. að sonur Trumps, Donald Trump yngri gæti þá lent í réttarsal fyrir dómi og þar með ræst eftirfarnandi ummæli Steve Bannons!

Steve Bannon: "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."

En mjög sennilega yrði slíkum réttarhöldum einmitt sjónvarpað! 

Hin spurningin er auðvitað hvort unnt sé að sanna fyrirfram vitneskju Trumps forseta sjálfs. Ef það reynist mögulegt -- mundi Mueller væntanlega vísa málinu beint til Bandaríkjaþings og afhenda þinginu öll rannsóknargögn; enda einungis þingið sjálft sem getur tekið þá ákvörðun af eða á um að ákæra réttkjörinn forseta landsins.

  • Hinn bóginn blasir sá möguleiki við að slík sönnun sé ekki möguleg -- en að unnt sé samt sam áður að ákæra alla þá er sátu fundinn.
    --Þannig að sonur Trumps lendi einmitt í beinni útsendingu í réttarsal undir formlegri ákæru.

Slík réttarhöld mætti sannarlega kalla réttaröld aldarinnar, ef af þeim réttarhöldum yrði!
Bendi á að sonur forseta hefur enga sérstaka vernd, þannig að saksónari getur hjólað beint í hann um leið og nægilega sannfærandi gögn liggja fyrir.
--Sama gildir að sjálfsögðu um Jared Kushner.

  • Forseti getur auðvitað náðað þá - eftir dómur hefur fallið.
    --En náðanir í eðli sínu eru alltaf eftir á.
  • Hinn bóginn geta náðanir verið tvíbeittar - því um leið og einstaklingur hefur verið náðaður, getur sá einnig talað opinskátt um mál, án þess að eiga nokkuð á hættu.

Trump forseti þarf því að hafa mjög gott traust til sérhvers þess hann mundi náða.
--Íhugum t.d. Jared Kushner sem er líklega sjálfur undir rannsókn. Ef síðar hæfist mál gegn honum, en hann væri með forsetanáðun á bakinu um mál tengd Trump turns fundinum - gæti hann þá falboðið vitneskju um þann fund án nokkurrar persónulegrar áhættu nema kannski að þá gæti endir orðið á hjónabandi hans við dóttur Donalds Trumps.

 

Kv.


Donald Trump og Jean-Claude Juncker lísa yfir sameiginlegu vopnahléi - viðskiptastríð í pásu og samningar taka við

Ég velti fyrir mér hvort sameiginlegar yfirlýsingar bandarísku bifreiðaframleiðendanna höfðu einhver áhrif - en General Motors, Chrysler og Ford komu öll fram með svokallaða arðsemisaðvörðun til markaðarins rétt fyrir fund Trumps og Juncker.
--"The big three" vöruðu við því að ef tollamúrar mundu skella á bifreiðaviðskipti, mundi það valda verulegu viðbótar tjóni fyrir þeirra stöðu.

Ford joins GM and Fiat Chrysler in trade war warning

Trump, EU leader pledge to cut trade barriers, hold off on further tariffs

US and EU declare ceasefire in their trade war

US-EU agree on new talks to ease trade tensions

  1. Jean-Claude Juncker: "We agreed today, first of all to work together toward zero tariffs, zero non-tariff barriers, and zero subsidies on non-auto industrial goods,"
  2. Donald Trump: "As long as we are negotiating, unless one party would stop the negotiations, we will hold off further tariffs," - "And we will reassess the existing tariffs on steel and aluminum."

Trump virðist hafa samþykkt að falla frá hótun um 25% tolla á innfluttar bifreiðar og innflutning á íhluti í bifreiðar - a.m.k. að sinni.

Með því að samþykkja að hefja viðræður við ríkisstjórn Trumps - féll ESB frá fyrri afstöðu að neita að ræða meðan Bandaríkjastjórn hefði ekki fallið frá öllum sínum toll aðgerðum fyrst, sbr. tollum á ál og stál.

ESB virðist hafa samþykkt einnig á móti, að kaupa verulegt magn af - náttúrugasi frá Bandaríkjunum, atriði sem Trump hefur verið hugleikið - ekki kemur þó fram í hvaða magni.

Trump hélt því fram að Evrópa mundi nú kaupa fullt af soija baunum - en bandarískir bændur hafa verið að beita hann vaxandi þrýstingi upp á síðkastið, spurning hvort það hafði þessi áhrif.

Til staðar virðist sameiginlegur rómur um að - vinna að endurbótum á Heimsviðskiptastofnuninni.

  • Skv. þessu hafa báðir aðilar nokkuð gefið eftir!

 

Spurning hvort þetta er snögg stór stefnubreyting hjá Trump

En tal um að uppfæra "WTO" - vinna að málum tengdum vörn fyrir þekkingu í eigu fyrirtækja, eru atriði sem ESB hefur viljað vinna að innan stofnunarinnar.
En áður en Trump hóf viðskiptaátök hafði ESB boðið Trump að vinna að sameiginlegum umkvörtunaratriðum í samhengi stofnunarinnar -- í því skyni að beita Kína þrýstingi sameiginlega.

  1. Ímsir hafa verið að benda á að það væri ósnjallt fyrir Bandaríkjastjórn, að hafa hafnað því boði.
  2. Að hafa þess í stað hafið viðskiptastríð samtímis við Kína og ESB.

En það virðist nú aftur skapast sá hugsanlegi möguleiki, að ESB og Bandaríkin -- slíðri sverðin, og vinni að þeim atriðum þ.s. báðir aðilar eru sammála um að beita um þrýstingi á Kína.

Hinn bóginn, þá blasi samt við að spennan sem hafði skapast milli Bandaríkjanna og ESB sé ekki að hverfa alveg strax - þó samþykkt hafi verið að hefja formlegar viðræður.
Liggur fyrir sá möguleiki að viðskiptastríðið hefjist að nýju síðar.

--Sennilega opnast ekki almennilega á möguleikann um samvinnu innan "WTO" fyrr en deilurnar um viðskipti milli ESB og Bandaríkjanna - eru komnar í eitthvert samkomulag.
--Í því samhengi, sé ég ekki hvernig ESB getur samþykkt kröfur Trumps um -- þ.s. hann kallar "fair trade."

  • Málið er að ég kem ekki auga á hvernig sú krafa er yfirleitt framkvæmanleg.
  1. Í alvöru, hvernig er hægt í algerlega opnu viðskiptaumhverfi, að tryggja jöfn viðskipti milli þetta risastórra viðskiptaaðila.
  2. Hafið í huga, að þau viðskipti samanstanda af sjálfstæðum ákvörðunum sennilega milljóna aðila allt frá smæstu dvergfyrirtækjum upp í risastórar fyrirtækjasamsteypur með starfsmenn mældir í hundruðum þúsundum.

--Allir þeir aðilar taka ákvarðanir um viðskipti sjálfir án þess að ræða það fyrst við stjórnvöld Bandaríkjanna eða aðildarlanda ESB.
--Það er einmitt hið eiginlega prinsipp hins opna markaðar, að aðilarnir ákveða hvað sé hagkvæmast fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig -- að það skili bestu niðurstöðu einnig fyrir heildina.
--Þessari grunn afstöðu fylgir einnig það, að fyrirtækin sjálf viti miklu betur en opinberir aðilar -- hvað sé hagkvæmt í þeirra viðskiptasamhengi.

Punkturinn er sá að ég sé ekki að unnt sé að stýra þessu - nema að falla frá opna módelinu sjálfu.
Hafa allt leifaskilt aftur, sem fylgdi gríðarleg aukning í óskilvirkni - auk mikil aukning opinberrar spillingarhættu -- en leifakerfi eru alltaf stórlega varasöm.

  • Slíku fylgi að sjálfsögðu gríðarleg aukning ríkisafskipta.
  • Að ég væri virkilega hissa -- ef bandarískir hægrimenn virkilega vilja slíkt núna.

En ekki fyrir löngu síðan hefðu þeir kallað slíkar hugmyndir - kommúnisma eða sósíalisma.

 

Niðurstaða

Fögnum vopnahléi milli Bandaríkjanna og ESB - það síðasta sem Ísland þarf á að halda er að það skapist sú spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu, sem viðskiptaátök Bandaríkjanna og ESB gætu valdið, ef þau hefðu stigmagnast frekar.
--En fyrir lág hótun Trumps um 25% tolla á innfluttar bifreiðar og innflutta íhluti í bifreiðar, og ESB var búið að láta frá sér tilkinningu um hugsanlega móttolla.

Nú liggja þau átök í salti - sem getur hugsanlega leitt til þess að friður verði saminn.
Hinn bóginn sé ég ekki hvernig Trump getur fengið fram sínar ítrustu kröfur um - "fair trade" þ.s. ég sé ekki hvernig unnt sé að tryggja jöfn viðskipti í galopnu hagkerfi.

Þannig að ég hef í reynd aldrei álitið kröfur Trumps framkvæmanlegar.
Spurning hvort unnt sé að fá Trump til að átta sig á því atriði eða ekki?

--Ríkisstjórnir ESB geta hugsanlega ákveðið að kaupa gas, og falla frá tollum á soijabaunir.
--En þær geta ekki farið í það verk að smástýra ákvörðunum viðskiptalífs aðildarríkjanna.

Sjálfsagt að bjóða Trump aftur hugsanlega samvinnu innan "WTO" gagnvart Kína.
En eingöngu gegn því að samkomulag um viðskipti sem sé framkvæmanlegt liggi fyrir.

Sem þíddi að Trump yrði að gefa eftir sínar meginkröfu, sætta sig við það að fá ekkert mikið umfram einhverjar tollalækkanir - auk þess að ESB kaupi eitthvað verulegt magn af gasi.

Hægt væri að ganga frá þannig samkomulagi líklega með hraði.

 

Kv.


Donald Trump styrkir bandaríska bændur vegna viðskiptastríðs - en bara í ár

Skv. fréttum ætlar Donald Trump að styrkja bandaríska bændur sem verða fyrir tjóni í ár út af viðskiptastríðum hans - um áætlað litla 12 milljarða bandaríska dollara.

  1. "The goal, US officials said, was to offer one-time help to farmers...."
  2. "...while the Trump administration uses tariffs to increase its leverage in negotiations..."

--Takið eftir -- aðstoð í eitt skipti!
--Af hverju þá í ár?

  • Kosningaár auðvitað!

Trump wants $12 billion in aid to U.S. farmers suffering from trade war

US pledges $12bn aid for farmers hit by trade war

 

Þetta kvá umfangsmesta aðstoð af þessu tiltekna tagi í sögu Bandaríkjanna!

Scott Irwin, an agricultural economist at the University of Illinois: "We have never compensated farmers directly on such a large scale for retaliatory tariffs,"

Til stendur að virðist að beita lögum sem aldrei virðast hafa verið aflögð og sett voru í tíð Franklin Delano Roosevelt, forseti Bandar. 1933-1945.

  1. Tilgangur Roosevelts var annar, að ríkið keypti mat af bændum til að úthluta matar-aðstoð til fátækra. Í heimskreppunni var mikið af fátæku fólki er ekki átti fyrir mat.
  2. Hinn bóginn virðist Trump ætla að snúa þessu við, að kaupa afurðir bænda - til þess að styrkja þá; hvað síðan verði gert við afurðirnar - sé ekki megin atriðið að virðist.

Greinilegt er af talsmönnum Bandaríkjastjórnar, að þeir reikna með yfirvofandi sigri Donalds Trumps í viðskiptastríðum hans - þó það gerist ekki endilega í ár.

Það er auðvitað rétt að benda á að bændur eru mikilvægir kjósendur Repúblikanaflokksins.
Og að í ár eru þingkosningar, nánar tiltekið til - fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Það hafa verið að heyrast verulegar kvartanir og kvein yfir tollastríðum Trumps frá bændum.
Vegna þess að önnur lönd hafa þá tollað bandarískan landbúnaðar-útflutning.
Einmitt vegna þess önnur lönd vita, að bændur hafa verið öflugir kjósendur Repúblikana.

""This trade war is cutting the legs out from under farmers and the White House’s ‘plan’ is to spend $12 billion on gold crutches," said Senator Ben Sasse, of Nebraska who frequently criticizes the president, a fellow Republican."

Þannig að manni virðist klárt að ríkisstjórnin hafi verið orðin óróleg yfir hugsanlegum neikvæðum áhrifum á fylgi - Repúblikana fyrir þær kosningar.
En kvort þetta dugar til - er síðan önnur saga!

En styrkir forða bændum ekki því hugsanlega tjóni eða líklega tjóni - að tapa mörkuðum.
M.ö.o. að tollar á bandarískan útflutning, veita bændum er framleiða svipaða vöru í öðrum löndum - þá tækifæri til að taka hugsanlega markaðinn af bandarísku bændunum.

--Um er að ræða þó umtalsvert magn.
--Líklega þurfa viðskiptastríðin að standa lengur en ár til að skila þeim áhrifum.
--Því aðrir þurfa þá að auka sína framleiðslu, sem getur tekið þá nokkurn tíma.

Hinn bóginn er ég ekki haldinn bjartsýni talsmanna Hvítahússins, um óhjákvæmilegan yfirvofandi sigur Trumps.

 

Niðurstaða

Það er sannarlega kaldhæðið að Trump skuli grípa til styrkja - til að milda áfallið fyrir bandaríska bændur af þeim viðskiptastríðum sem Donald Trump hefur sjálfur komið af stað.
Þar sem að ég hef ekki sömu bjartsýni fyrir hönd Trumps og starfsmenn ríkisstjórnar hans um meintan yfirvofandi sigur Trumps - þá reikna ég mun síður en þeir með því að endalok þeirra viðskiptastríða séu væntanleg innan skamms; hvað þá með slíkum meintum fullnaðarsigri.
--Þvert á móti á ég von á því þau viðskiptastríð standi svo lengi sem Trump er forseti.
--Burtséð frá hvort annar tekur við jan. 2021 eða að það bíðir til jan. 2025.
Kosningaskjálfti virðist ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Donalds Trumps.

 

Kv.


Micheal Cohen virðist hafa tekið hljóðritanir af samskiptum við Donald Trump - góð spurning af hverju?

Skv. fréttum hefur FBI hljóðritanir frá Micheal Cohen sem voru teknar fyrir nokkrum mánuðum þegar löggæslumenn gerðu leit á skrifstofu - Cohen, sem hafði lengi starfað sem einn lögfræðinga Trumps.
--Hljóðritunin sem slík virðist ekki skipta miklu máli, nema fyrir það eitt.
--Að virðist gefa sterkar vísbendingar til þess að Trump hafi virkilega haldið framhjá eiginkonu sinni með títtnefndri - Karyn McDougal.

Sem að sjálfsögðu er ekki ólöglegt - og hljóðritun staðfestir Trump greiddi ekki Karyn McDougal.
Hinn bóginn virðist National Enquirer hafa keypt sögu McDougal - til þess að birta hana ekki, þannig sá sem rekur þann fjölmiðill - gert Trump greiða.
--Svo McDougal fékk greitt, en skv. ákvæðum þess samnings var sett haltu kjafti á hana!
--Þetta kemur nægilega vel í frétt FoxNews, þ.s. fram kemur að fréttir af Karyn komi loks fram nýverið, eftir að samningurinn hennar við Enquirer var runnin út!

Lögfræðingur Stormy Daniels sem er í málaferlum við Trump, heimtar að allar hljóðritanir sem Cohen hafi tekið af samskiptum Trumps - fái birtingu, en hann m.a. hefur haldið fram að til sé hljóðritun af samskiptum við Stormy Daniels - sem sanni hennar málstað, hvort það er rétt!

Í viðbrögðum á Twitter var Donald Trump afar ósáttur yfir því að Cohen hefði hljóðritað samskipti þeirra! Auðvitað ekki ólöglegt að halda framhjá - en hann hafi ekki gert neitt rangt :) Sýnir viðhorf hans svart á hvítu - að maðurinn er siðferðislegur sorphaugur :)

Donald Trump - "Inconceivable that the government would break into a lawyer’s office (early in the morning) - almost unheard of. Even more inconceivable that a lawyer would tape a client - totally unheard of & perhaps illegal. The good news is that your favorite President did nothing wrong!"

Rétt að benda á að leitin var framkvæmd skv. heimild dómara í NewYork.
Einmitt vegna þess hvers lags gagna var verið að leita var þörf fyrir heimild dómara.
--Trump er greinilega ósáttur við lögfræðinginn sinn og það hafi verið leitað!

Þekktur lögfræðingur Mark S. Zaid svaraði Trump á Twitter:

"Mark S. Zaid(@MarkSZaidEsq)@realDonaldTrump Govt doesn't "break into" anything when it has a legal warrant issued by Federal Judge, and NYS is one party consent state so Cohen's recording was legal. I've never taped a client so one does wonder why Cohen didn't trust you & felt compelled to do so. We'll find out soon!"

Það sem kemur út úr þessu er í sjálfu sér ekkert meira en það sem flestir áttu að vita, að Donald Trump hefur haldið framhjá núverandi eiginkonu sinni - það sennilega oftar en einu sinni. Rétt að nefna að núverandi eiginkona - er nr. 4.
Ólíklegt að um nýtt hegðunarferli Trump sé að ræða. Frekar hann hafi alltaf hegðað sér þannig gagnvart eiginkonum sínum -- áhugavert í hvert sinn finnur hann sér alltaf yngri.

Það að Trump sé ekki góð fyrirmynd kemur væntanlega engum á óvart.
En þ.e. einmitt út af því hversu siðferðislega lágu plani Trump alltaf viðheldur, að það er svo skemmtilega kaldhæðið að - Biblíubeltið haldi svo fast við Trump.
--En talsmenn þess eru einmitt þekktir fyrir sérdeilis íhaldssöm viðhorf til siðferðis, lengi haldið fram vörn fyrir hefðbundin fjölskyldugildi - sem Trump getur langt frá talist dæmi um.
--Micheael Gerson hefur sett fram eftirfarandi gagnrýni á Trump og stuðning við Trump af hálfu Biblíubeltis og er afar harðorður - sem Biblíubeltari: Trump and the Evangelical Temptation.

Repúblikanar á þeim væng voru á sínum tíma sérdeilis gagnrýnir á Bill Clinton tengt Lewinsky málinu.
En einhvern veginn er það að æxlast svo, að Trump virðist fá þeirra stuðning þó flest bendi til þess að Trump hafi haldið framhjá eiginkonum sínum - í mun fleiri tilvikum en Bill Clinton.
--Bendi á að Michael Gerson gerir tilraun til að útskýra málið í grein sinni, sem Biblíubeltari hefur hann örugglega betri innsýn í það atriði en flestir aðrir.

 

Niðurstaða

Nánast það eina sem er áhugavert í tengslum við hljóðritanir Michael Cohen - er að hann virðist hafa tekið fjölda annarra slíkra með Trump og fjölda annarra mikilvægra einstaklinga að auki.
Aðspurður neitaði lögfræðingur Cohens að tjá sig nokkuð um málið.
--En þetta vekur að sjálfsögðu áhugaverðar spurningar - ein er hvort Cohen hefur ekki sjálfur brotið lög með því að hljóðrita sína skjólstæðinga án þeirrar vitundar.
--En hitt er auðvitað, hvað er í öðrum hljóðritunum.

Það virðist blasa við sá möguleiki að Cohen hafi tekið hljóðritanir sér sjálfum til verndar, eða með það í huga að hugsanlega sjálfur geta beitt skjólstæðinga þrýstingi eða hótunum.
--Jafnvel hvort tveggja í bland.

  • Mueller óskaði eftir þessum gögnum vegna þess hann taldi sig hafa ástæðu til þess að í gögnum Cohens væri að finna sannanir fyrir glæpsamlegu athæfi.
    --Spurning hvað á eftir að koma fram þegar lengra er kafað í þann sjóð upplýsinga.

En það þarf alls ekki endilega allt snúast um Trump.

 

Kv.


Spurning hversu raunhæf ofurvopn Pútíns eru? Og hvort þau eru ofurvopn

Áhugaverðasta vopnið er líklega -- Avangard.

Days after Helsinki summit, Russia shows off Putin's 'super weapons'

Sem á að vera ofurhljóðfrá róbótísk ör-flugvél sem unnt er að setja í stað -- kjarnaodds ofan á stóra eldflaug.
--Pútín fullyrti Mac 20. Sama hraða og langfleyg eldflaug.

Hugmyndin virðist að flugvélinni sé skotið á loft af langdrægri eldflaug - slíkar hafa getað náð Mac 20 síðan á 6. áratugnum.
--En hvort að ör-flugvélin raunverulega virkar er annað mál.

En Bandaríkin hafa verið að prófa sambærileg farartæki svokallaðir "hypersonic  waveriders" um árabil - við og við gert flugtilraunir einmitt með því að skjóta tilraunavél með eldflaug.

Tæknilega getur þetta virkað - en stóra spurninging er hvort raunverulega svo sé, eða hvort að Pútín sé að flytja íkjusögur!

En ef tækið virkar, þ.e. nær að fljúga fleytandi kerlingar á efstu lögum lofthjúps Jarðar.
Þá er það sannarlega rétt, að slíkt tæki væri mun fremur fært um að breyta sinni stöðu, þannig víkja sér undan hugsanlegri - gagnflaug; en klassískur kjarnaoddur sem hefur afar takmarkaða getu til að framkvæma stefnubreytingu.

Russia's new hypersonic weapon will likely be ready for war by 2020

Rétt að benda á þesslags "intelligence reports" hafa verið oft sögulega mistækar. 
Sögulega hafa þær oft stórlega ofmetið getu bandarískra andstæðinga - eitt frægasta dæmið er John F. Kennedy hélt á lofti svokölluðu "missile gap" sem reyndist byggt á stórlegu ofmati á þeim vopnakerfum er Sovétríkin þá réðu yfir.
--Svo ég mundi taka því með saltkornum þó einhverjir bandarískir greinendur trúi fullyrðingum rússneskra stjórnvalda.

  1. Hinn bóginn, ef slíkt vopn raunverulega virkar.
  2. Gerir það öll eldri form langdrægra kjarnorkuvopna úrelt á stundinni.

--Slíku tæki verður vart varist, nema með vopnakerfum sem komið er fyrir, í geimnum.
--Þetta þíddi þá yfirvofandi vopnavæðingu geimsins í stórum stíl.

Auðvitað mundi Bandaríkin smíða sambærilegt vopn fljótlega.
Þannig að öll kjarnorkuveldi væntanlega yrðu að setja upp, varnarkerfi í geimnum.

A.m.k. þau sem ætluðu sér að vera samkeppnifær!
afleiðingin yrðu nýtt stórfellt vopnakapphlaup - þó Pútín hafi í ræðu sinni talað um að vilja ekki vígbúnaðarkapphlaup.
--En það hafa alltaf verið afleiðingar nýrrar vopnatækni, að þvinga fram viðbrögð.

 

Ofurvopn tvö - Burevestnik!

Ef myndin sýnir rétt hlutföll - tækið á myndinni er ekki í leiktjaldastíl.

Þá er þetta afar stór "cruise-missile."

  • Augljóslega er þetta ekkert ofurvopn!

New Russian intercontinental cruise missile may endanger US national interests

  1. Fyrsta sem þarf að hafa í huga, þó langfleyg - ef maður gefur sér að hún virkar, m.ö.o. að sýningin hafi ekki verið plat. Að öll eldflaugin verður að sjálfsögðu geislavirk - um leið og kjarnorkumótorinn virkjast.
    Þetta er einföld ályktun, en tilraunir sem gerðar voru fyrir mörgum árum með kjarnorkuknúnar flugvélar - sýndu að til þess að verjast geislun kjarnaofns, yrðu geislahlífar vera það þungar; að afleidd vél hafði mjög takmarkað burðaþol og varð einnig vera frekar stór.
    --Þannig, líklegast væri -- að ómönnuð flaug hafi engar geislahlífar um kjarnaofn. Það væri líklegasta aðferðin til að búa til kjarnorkuknúið farartæki sem ekki væri óheyrilega stórt um sig og alltof þungt.
    --Þannig að þá verður allt tækið hágeislavirkt nánast um leið og það er ræst.
  2. Punkturinn er sá, að geislavirk rák er vel sýnileg úr gerfihnetti. En til eru gerfihnettir nægilega næmir til að geta fylgst með flutningum á kjarnasprengjum á jörðu niðri, eða geislavirkum efnum öðrum -- ef þær eða þau efni eru ekki höfð undir þykkri blýkápu. Slík rák er auðvitað enn sýnilegri -- í lofthjúpnum. Gert til að fylgjast með hugsanlegu smygli á geislavirkum efnum eða jafnvel sprengjum.
    --Flaugin, sem í raun væri róbótísk flugvél, yrði þá fljótt afa sýnileg - því unnt að sjá nánast strax hver stefna hennar væri, og hvert væri heitið, og því skipuleggja heitar viðtökur.
    --Þvert á móti væri mun auðveldar að skjóta slíkan grip niður en ballístíska flaug.
  3. "We’ve started the development of new types of strategic weapons that do not use ballistic flight paths on the way to the target. This means that the missile defense systems are useless as a counter-means and just senseless,"
    --Sem er að sjálfsögðu kjaftæði hjá Pútín - hvaða hljóðfrá orrustuvél sem er gæti skotið gripinn niður.
    --Einnig hvaða eldflaugavarnarkerfi sem er - eftir allt saman hafa verið til í áratugi flaugar er geta skotið niður flugvélar -- "cruice missile" er flugvél. Og þannig eru slíkir gripir skotnir niður, af orrustuvélum eða hvaða loftvarnarflaug. Gagnflaugakerfi ráða að sjálfsögðu við þau að auki, enda geta þau einnig skotið niður flugvélar - en þ.e. miklu mun auðveldara fyrir þau kerfi í sannleika sagt!
    Tal Pútíns að þar sem hún hafi ekki "ballistic" flug sé ekki unnt að skjóta gripinn niður - sé augljóst kjaftæði.

 

Ofurvopn 3 - Kinzhal

Mynd sýnir Mig 31 skjóta flaug sem sögð er vera Kinzhal!

Mig 31 er langfleyg orrustuvél rússneska flughersins - hún er fremur stór, búin langdrægum radar -- en það mikilvægasta; nákvæmlega ekki neitt "stealthy."

  • Það sem þyrfti til, að slík flaug yrði eitthvað verulega varasöm, væri að henni væri skotið af flugvél -- sem væri "stealthy."
  1. Það er ekki nokkur möguleiki að flaugin sé "hypersonic" nema í skamman tíma. Það er vegna gríðarlegs hitanúnings - er framkallar brjálæðislegan hita á skömmum tíma.
    --Það mikinn, að allir málmar bráðna.
    Mörgun sinnum hafa verið gerðar tilraunir með þróun eldflauga-vopna sem eru "hypersonic" í nokkrar sekúndur. 
    Mikið hefur verið um pælingar um skriðdrekaflaugar sem drepa með hraðanum einum, Bandaríkin varið miklu púðri í slíka þróun síðan frá 9. áratugnum - án þess að taka nokkur þeirra vopnakerfa sem þróuð voru til notkunar - - en þannig flaug mundi drepa með hraðanum einumg sbr. "kinetic kill."
    --Allar svokallaðar, gagnflaugar eru auðvitað - hyper-sonic sem ætlað er að skjóta niður langdrægar flaugar.
    En til eru auðvitað flaugar er beita sprengihleðslum - í stað ógnarhraða.
    Þannig eru flestar skriðdreka-flaugar!
    **Avangard -þarna efst- gæti raunverulega virkað, vegna þess að hún á að fleyta kerlingar á allra efstu toppum lofthjúps Jarðar - en þ.e. eina leiðin fyrir "hypersonic" flug lengur en nokkrar sekúndur að ganga upp.
  2. Það er ástæða af hverju orrustuflugvélar fljúga almennt ekki hraðar en MAC 2 - sama á við um "cruice missiles" sem raunverlega fljúga eins og flugvélar, knúnar gjarnan samskonar aflgjöfum.
    --Til hafa verið MAC 3 njósnaflugvélar - en þær voru einmitt afar dýrar í rekstri og smíðum, því til þess að þola MAC 3 innan lofthjúps Jarðar, þurfti að smíða þær úr afar dýrum hitaþolnum efnum.
  3. En MAC 3 telst ekki "hypersonic" heldur allt ofan við MAC 5.
    --Þá erum við að tala um algerlega absúrd hita-álag.

Vopnið er þá ekkert ofurvopn - líklegast hefur það þotuhreyfil fyrir flug á lengri vegalengdum, á meðan flaugin flýgur á bilinu MAC 1,6-2. 
--Þannig að unnt sé að smíða hana út efnum sem kosta ekki 100-falt meir en efni sem þarf fyrir venjulegar eldflaugar, sem þíddi að Rússland hefði ekki efni á nema örfáum.
--Ekki einu sinni Bandaríkin hafa talið það ómaksins vert að smíða langdrægar "cruice" flaugar sem fara hraðar en MAC 1,6-2. M.ö.o. betra að geta smíðað 100 flaugar - frekar en eina.

  • Bendi á að líklega er ekki til í heiminum nægilega hitaþolið efni fyrir "hypersonic" flug neðarlega í lofthjúpi Jarðar - er muni taka einhvern umtalsverðan tíma.

Sem sagt, á lokasekúndum flugs, rétt áður en flaugin hittir -- væri virkjaður öflugur eldflaugahreyfill, sem setti flaugina á "hypersonic" lokahraða.

--Flugvélarnar sem ætla að skjóta flauginni, þurfa að komast nægilega nærri. Bandarískar AWACS radarvélar sjá langar leiðir - langt út fyrir hvað radar orrustuvélar getur mögulega séð. M.ö.o. þær mundu sjá alveg örugglega sérhverja rússneska vél áður en hún gæti skotið sinni eldflaug.
--Þá væru orrustuvélar sendar af stað strax - í dag hafa allar slíkar vélar radara færir um að sjá skotmörk fyrir neðan þær, og færir um öruggt mið á slík skotmörk.

Cruice eldflaugar eru ekkert annað en - mini flugvélar.
Sem sagt, eins og ég benti á, einungis um leið og Rússland ræður yfir torséðum sprengjuvélum eða torséðum orrustuvélum sem geta borið slíkar flaugar -- gætu þær hugsanlega komist nægilega nærri áður en skotnar niður, til að geta skotið þeim flaugum "hættulega" nærri.

 

Niðurstaða

Mér virðist - Avangard, eina raunverulega áhugaverða vopnið. Auðvitað svo fremi það virkar á annað borð. Ekkert hefur enn frést af því að Bandaríkin séu við það að setja neitt sambærilegt í notkun, þó er vitað um rannsóknir á þeirra vegum í mörg ár.

Ég hef nokkrar efasemdir að Rússland með miklu minni fjárráð sé líklegt að hafa verið á undan þeim -- en ef maður gefur sér að vopnið virkilega virki.

Þá sannarlega væri það byltingarkennt, þ.e. algerlega ómögulegt fyrir núverandi gagnflaugakerfi að granda þeim.

Sem eins og ég benti á, gerði allar eldri gerðir langdrægra eldflauga - þar á meðal Rússa eigin, snarlega úreltar.

Þetta kallaði að sjálfsögðu tafarlaust á - nýtt stórfellt vopnakapphlaup.
En hingað til hefur vopnatækni sem breytir stöðu mála - alltaf kallað á snör viðbrögð.

--Nánast eini möguleikinn virðist, að beita vopnakerfum í geimnum.
--Þá allt í einu mundi blasa við stórfelld vopnun sporbauga Jarðar.

En væntanlega munu öll kjarnorkuveldi er geta mögulega haft efni á geimvörnum, vilja í kjölfarið setja upp slík kerfi.

Þetta er svipað að fyrst í stað voru skriðdrekar óstöðvandi. Eða þangað til sérhönnuð skriðdrekavopn voru þróuð. Sem gerðist mjög fljótt í kjölfarið.

 

Kv.


Fundur Pútíns með Trump greinilega sigur fyrir Pútín

Innan Rússlands virðist ríkja gleði yfir atburðarásinni - sem ekki er undarlegt, enda endurtók Trump nánast alla þá frasa sem hann hefur verið vanur að nota síðan hann náði kjöri sem forseti, þegar kemur að rannsókn FBI og CIA á -- meintum eða raunverulegum afskiptum af kosningunum í Bandaríkjunum 2016.
--Rétt að benda á, að nýjasta útspil Mueller er að ákæra 12 rússneska einstaklinga líklega fjarverandi fyrir sinn þátt í þeim meintu eða raunverulegu afskiptum.
--Í því hvernig Trump ræðir þær rannsóknir sem histeríu eða nornaveiðar, er greinileg atlaga forseta Bandaríkjanna sjálfs að stofnunum sem hafa annars vegar að gera með innra öryggi Bandaríkjanna sjálfra gagnvart njósnum utanaðkomandi og hins vegar með ytra öryggi Bandaríkjanna að gera hvað varðar njósnir utanaðkomandi.

Ég er algerlega öruggur að enginn forseti Bandaríkjanna hefur með þeim hætti miskunnarlaust látið í veðri vaka, að stofnarnirnar ástundi pólitíska atlögu gegn honum persónulega.
--En eiginlega er erfitt að túlka orð Trumps með öðrum hætti.
--Síðan sagði hann í svari um einbeitta neitun Pútíns að slík afskipti hafi farið fram - það að neitun Pútíns hefði verið "impressive."

  1. Ég hef persónulega verið þeirrar skoðunar að ólíklegt sé að þau afskipti hafi nokkru verulegu máli skipt fyrir niðurstöðu kosninganna 2016.
  2. Það séu mun betri rök fyrir því - að rannsókn FBI á Clinton hafi skaðað hana með þeim hætti að skilað hafi hugsanlega sigri Trumps - sérstaklega er rannsókn var aftur hafin lokavikur kosningabaráttunnar og einungis lokið í annað sinn dögum fyrir kosningar.

Hinn bóginn virðist mér Trump -- líta á þessar rannsóknir um, einhvers konar tilraun til að smætta hans sigur, sbr. svar Trumps eftirfarandi:

"When asked if Russia were to blame for any of the decline in relations..." - "(Donald Trump replied)I think that the [Robert Mueller] probe is a disaster for our country."

"In response to a question by a reporter, he added" - "we ran a brilliant campaign, that’s why I’m president"

Hann kemst ekki framhjá því atriði að virðist - að líta á þessar rannsóknir sem, persónuárásir!

 

Með þessu færir Trump - Pútín tilteknar frýjar gjafir!

Russian establishment chalks up Trump summit as a win for Putin

  1. Það augljósa er auðvitað það að Trump sjálfur grefur undan stuðningi innan Bandaríkjanna við þær stofnanir er hafa annars vegar það hlutverk að verja Bandaríkin innan frá og hins vegar utan frá.
    --Það getur reynst vera umtalsverður skaði lengra fram séð.
  2. Síðan með því að mæta Pútín -- þá styrkir hann ímynd Pútíns sem hins mikla leiðtoga Rússlands - þá ímynd sem hann heldur á lofti, að Rússland sé enn, heimsveldi.

 Rossiisskaya Gazeta - "The West’s attempts to isolate Russia failed,"

Alexey Pushkov, a member of the upper house of the Russian parliament - "It’s funny to recall the nonsense from Obama et al about Russia being a weak ‘regional power’," - "The attention of the whole world is focused today on Helsinki and it’s crystal clear to everyone: the fate of the world is being decided between Russia and the United States, the leaders of the two major powers of our planet are meeting,"

"Asked by reporters in Helsinki how the talks had gone, Russian Foreign Minister Sergei Lavrov said: "Magnificent... Better than super.""

Mark Galeotti, a Russia scholar at the Institute of International Relations Prague. - "Putin gets to look like the urbane grown-up, and presents Russia as peer power to USA,"

  1. Dmitry Trenin, a former colonel in the Russian army who is now director of the Carnegie Moscow Center, a think tank. "Having been twinned with Donald Trump by the media for a long time, Putin has now clearly decided to cast his lot with him,"
  2. - Putin is "now vocally supporting his U.S. counterpart against his domestic foes.""

Áhugavert ef rétt er, að Pútín og Trump hafi stillt saman strengi!

Trump sagði síðan eftir fundinn:

Donald Trump - "Today’s meeting is only the beginning of a longer process. But we are taking the first steps towards a better future,"

Eftir fundinn twítaði Trump:

  1. "Our relationship with Russia has NEVER been worse thanks to many years of US foolishness and stupidity and now, the Rigged Witch Hunt!"
  2. "Russia’s Ministry of Foreign Affairs responded on Twitter: "We agree.""

Ekki vafi að þau samskipti Trumps og Rússlands eftir fundinn vöktu athygli!

Eins og þetta hljómar, þá virkar þetta á mig - sem Trump ætli að endurvekja þá hugmynd sem hann var með í kosningabaráttunni 2016, að bæta verulega samskiptin við Rússland.

Það getur vel verið að Dimitry Trenin hafi rétt fyrir sér, að Trump og Pútín - hafi ákveðið að standa með vissum hætti, saman!

  1. Þá auðvitað skapast ákaflega sérkennilegt ástand. 
  2. Að Bandaríkjaforseti er í innanlands vanda - en forseti Rússlands, styður með ráð og dáð við Trump í glímu Trumps við þann vanda!

 

Enda urðu veruleg viðbrögð innan Bandaríkjanna við tíðindunum!

Og það voru ekki endilega klassískir andstæðingar Trumps er brugðust illa við.

"Newt Gingrich, former Republican speaker of the House of Representatives and one of the US president’s most reliable defenders" - "the most serious mistake of his presidency and must be corrected — immediately."

"Paul Ryan, the Republican speaker of the House" - "That is not just the finding of the American intelligence community but also the House Committee on Intelligence," - "The president must appreciate that Russia is not our ally."

"Adam Kinzinger, Republican Senator, Illinois:" - "The American people deserve the truth, & to disregard the legitimacy of our intelligence officials is a disservice to the men & women who serve this country. It’s time to wake up & face reality. #Putin is not our friend; he’s an enemy to our freedom."

--Verð eiginlega vera sammála Kinzinger, að slík atlaga að þeim stofnunum - er þ.s. klasískt flokkast sem "un-american."
--Það standi nærri að vera landráð eða "treason."

John McCain er Repúblikani en ekki vinur Trumps: "Today’s press conference in Helsinki was one of the most disgraceful performances by an American president in memory. The damage inflicted by President Trump’s naïveté, egotism, false equivalence, and sympathy for autocrats is difficult to calculate. No prior president has ever abased himself more abjectly before a tyrant."

Frank LoBiondo, Republican chairman of House CIA subcommittee: "I strongly disagree w/ statement that Russia did not meddle in 2016 election. With all I have seen on House Intel Comm & additional indictments of 12 Russian officers last week, it is clear Russia’s intentions. President Trump missed opportunity to hold Putin publicly accountable."

Þarna fer Repúblikani sem talar fyrir meirihluta þingnefndar, Repúblikana meirihluta að sjálfsögðu, er heldur utan um samskipti þingsins við CIA.

Lindsey Graham, Republican Senator, South Carolina: "Russia did meddle in 2016 election & are trying it again. I’ve seen no evidence of collusion, plenty evidence of Russian meddling. Bad day for the US. Can be fixed. Must be fixed."

--Hann meinar, að sannanir skorti fyrir því að framboð Trumps hafi átt saknæm samskipti við stjórnvöld Rússlands.
--En það sé fullt af sönnunum að hans mati fyrir afskiptum stjórnvalda Rússlands samt sem áður af kosningunum 2016.

  1. "Alexander Vershbow, a former US ambassador to Moscow, said the failure of Mr Trump to support that verdict of the US intelligence community represented "a propaganda bonanza for Putin, who now can tell not only his own people but the rest of the world that the whole story of election interference is fake news."
  2. "Mr Vershbow, now a senior fellow at the Atlantic Council, said senior intelligence officials "will have to contemplate whether they can continue to do their jobs."

 

Niðurstaða

Eins og þetta virkar á mann, þá sé það sem fyrir Trump séu persónu-samskipti öllu öðru mikilvægari, hans mat virðist alltaf á þeim grunni - hvað sé gott fyrir hann persónulega vs. ógn fyrir hann persónulega.
--Hann virðist ekki geta litið lengra en sín eigin persóna!

Hann virðist alltaf hafa séð ásakanir um afskipti af kosningunum 2016 - sem árás á hans sigur, sem sést m.a. vel á viðbrögðum hans í beinu svari!

Donald Trump -- "we ran a brilliant campaign, that’s why I’m president"

Hinn bóginn virðist greinilega vera meirihlutastuðningur meðal þingflokks Repúblikana við niðurstöðu innanlands- sem utanlands-njósnastofnana Bandaríkjanna, um meintan raunveruleika afskipta Rússlands af kosningabaráttunni 2016.

Enda styður þingnefnd skipuð Repúblikönum til meirihluta - "intelligence" þá niðurstöðu CIA og FBI - og að auki Muellers, að ólögleg afskipti hafi sannarlega farið fram.

  1. Hinn bóginn, eins og ég bendi á, sé það sennilega ólíklegt að þau afskipti hafi ráðið úrslitum.
  2. Mun sterkari rök fyrir áhrifum rannsóknar FBI á Hillary Clinton - sérstaklega seinni rannsóknin sem hefur klárlega skaðað framboð hennar á allra viðkvæmasta tíma, þ.s. akkúrat loka vikur kosningabaráttunnar.
    --Þ.s. sigur Trumps í mörgum fylkjum var naumur, niður í nokkur tugi þúsunda atkvæða, þá virðist mér það trúverðugur möguleiki, að Comey hafi veitt Trump sigurinn!
    --Trump hefur á hinn bóginn, aldrei þakkað Comey fyrir.

Enda lýsir það sennilega innra eðli Trumps - að hann geti akki afborið að þakka nokkrum sigurinn, nema sjálfum sér! Sem þíði, hann geti ekki afborið þá tilhugsuna að eitthvað annað en hans eigin snilld, hafi landað sigrinum.

--Sem leiði til þessa hegðunarferlis - að Trump miskunnarlaust ráðist ítrekað gegn eigin leyniþjónustu - innanríkisöryggisstofnunum Bandaríkjanna - og eiginlega líka niðurstöðu þingmeirihluta Repúblikana um sömu atriði.

--Með því skaði hann stuðning innan Bandaríkjanna við þær stofnanir, og veitist að starfsfólki þeirra - með því að halda á lofti því að það sé að ástunda persónulegar nornaveiðar beindar að honum sérstaklega!

Hinn bóginn virðist ósennilegt þrátt fyrir þetta að Repúblikana þingmeirihlutinn snúist gegn Trump. Hinn bóginn er greinilega lítill vinskapur milli forsetans og margra þingmanna flokks forseta!

Trump að sjálfsögðu í leiðinni - styrkir stöðu Pútíns heima fyrir, og veitir honum ókeypis áróðurspunkta, eiginlega fullt af þeim.
--Ef út í það sé farið, jaðri hegðan forseta Bandaríkjanna við landráð.

Þannig séð sé sú hegðan ein og sér nægileg rök fyrir "impeachment" sem virðist samt sem áður ekki líklegt!

 

Kv.


Boeing með áhyggjur af dýpkandi viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína!

Afar skiljanlegt að forsvarsmenn Boeing hafi áhyggjur, enda getur Kínastjórn valdið fyrirtækinu hreinlega - óhugnanlegu tjóni.

Boeing works to avert US-China trade war escalation

Ef Trump mundi gera alvöru úr hótun sinni að tolla allan innflutning frá Kína, þá grunar mig að erfitt gæti verið fyrir Kínastjórn að láta alfarið vera að fjöldi bandarískra fyrirtækja hafa verulega markaðshlutdeild innan Kína!

Fyrir Boeing er Kínamarkaður orðinn mjög mikilvægur, hafa undanfarin ár Airbus og Boeing keppst um hvort fyrirtækið er með fleiri útistandandi pantanir frá Kína!

Dennis Muilenburg, Boeing chairman and chief executive: "Our voice is being heard. We are engaged with the US government and with the Chinese government . . . I’m hopeful we’ll come to a good resolution."
"You are not going to see sudden shifts in orders or delivery profiles,"
"That all said, we need to find productive trade solutions. That’s why we’re engaged with both governments. I’m confident that [they] understand the high value of the aerospace sector and what it means to their economic prosperity."

Eins og þarna kemur fram segist stjórnandi Boeing vera bjartsýnn fyrir hönd fyrirtækisins, að hlustað verði á rödd Boeing af hálfu stjórnvalda Bandaríkjanna og Kína. Stjórnandi Boeing taldi ekki yfirvofandi hættu á snöggum breytingum á yfirstandandi pöntunum. Og almennt virðist gera sem minnst úr hinni yfirvofandi hættu.

Muilenburg er auðvitað ekki síst að senda skilaboð til markaðarins og hluthafa, að fara ekki snögglega að selja bréf Boeing. Með því að gera sem minnst úr hættunni, og lísa því að fyrirtækið sé í samskiptum við stjórnvöld beggja - sé að vinna í málinu m.ö.o.

  1. "Analysts estimate that roughly 20-25 per cent of the orders in Boeing’s backlog are for Chinese customers, supporting thousands of US jobs."
  2. "Nevertheless, Boeing has had no orders from Chinese airlines yet this year,..."
  3. "while China Aircraft Leasing Corporation has ordered 15 narrow bodies from Airbus on top of the bumper order for 50 passenger jets in December."
  4. "Boeing said that the dearth of Chinese deals so far this year was because of the fact that its customers had already placed sizeable orders over the past two years."

Eins og kemur fram þá vilja talsmenn Boeing ekki líta svo á að viðskiptastríðið sé þegar farið að hafa neikvæð áhrif á pantanir frá Kína - þó Airbus hafi fengið nýjar pantanir í ár en Boeing ekki.


Rétt að benda á að yfirvofandi er sería leiðtogafunda milli Kína og ESB!

Junker signs trade and strategic partnership agreements

 

 

Juncker fer til Kína á mánudag 16. júlí. Og ef viðskiptastríðið verður ekki rætt - er ég Jónas.

Það verður síðar á árinu annar fundur - en þá heimsækja ráðamenn frá Kína ESB.

  1. Það er freystandi að álykta að ESB íhugi að notfæra sér viðskiptastríð Trumps við Kína - til að ná hagstæðari viðskiptasamningum en hingað til milli ESB og Kína.
  2. Auðvitað mun framþróun viðskiptastríða Trumps við Kína annars vegar og við ESB hins vegar - hafa einhver veruleg áhrif á það hvernig þau samskipti ESB og Kína munu þróast.

--Tæknilega getur Kína beinlínis boðið ESB - markaðshlutdeild Boeing t.d. á silfurfari yfir til Airbus.

Hvort að líkur séu á slíku tilboði - getur ráðist af því hve langt Trump stígur gagnvart Kína, og einnig væntanlega hversu mikilvægt það væri fyrir Kína að triggja vinsamleg samskipti áfram við ESB - meðan viðskiptastríð Trumps hugsanlega fer stigversnandi.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað hluti af umfjöllun um það atriði, hversu skaðleg viðskiptastríð þau sem Donald Trump hefur hleypt af stað geta reynst vera fyrir Bandaríkin sjálf. Þarna fjalla ég einungis um Boeing - en Airbus gæti auðvitað einnig orðið fyrir miklu tjóni, þar sem Airbus hefur verið með stóra viðskiptavini innan Bandaríkjanna meðal bandarískra flugfélaga.

Tjón Airbus yrði sennilega alveg örugglega ekki minna í sniðum, en ef staða Boeing innan Kína yrði fyrir stórfelldu stjóni. Ef Airbus yrði lokar frá Bandaríkjamarkaði og Boeing frá Kína markaði -- skapaðist hrein einokunaraðstaða fyrir hvort fyrirtækið fyrir sig á þeim mörkuðum.

Auðvitað gæti sama gilt innan ESB ef lokað yrði á Airbus inn á Bandaríkjamarkað, að þá yrði á móti lokað á Boeing inn á Evrópumarkað.
--Punkturinn er auðvitað sá, að í kjölfarið fengu fyrirtækin hvort um sig nánast sjálfval um verð og veitta þjónustu til kaupenda á þeim mörkuðum þ.s. þau hefðu einokun.

Fyrirtækin mundu væntanlega með tíð og tíma geta lagað stöðu sína í krafti slíkrar einokunaraðstöðu á tilteknum mörkuðum -- en tjón neytenda yrði verulegt vegna hærri fargjalda í framtíðinni.

  • Meðan samkeppni er til staðar, þá græða neitendur á lægri verðum - þegar hún hverfur myndast sjálftöku-umhverfi þ.s. fyrirtækin senda reikninginn til neitenda.
  • Opni markaðurinn sé neitendum almennt hagstæður.

Lokaðir markaðir auka líkur á fákeppnis eða jafnvel einokunarumhverfi.

 

Kv.


Trump kemur sér í bobba í opinberri heimsókn í Bretlandi

Þetta er ekki of harkalegt, en ég er búinn að tékka á viðtalinu í - The Sun - og hann sannarlega segir hluti sem erfitt er að kalla annað en sem fremur harkalega gagnrýni á May.
--En - The Sun - birtir myndband sem hægt er að horfa á!

THE SUN'S TRUMP EXCLUSIVE INTERVIEW

Síðan talaði Trump um "fake news" þegar spurningum var beint að honum út af þessu!

Trump calls Sun interview ‘fake news’ despite his comments being taped

Í seinna myndbandinu - er tekinn bútur af löngum fréttamannafundi þar sem May stóð honum við hlið og bæði svöruðu spurningum fréttamanna!

Eins og kemur fram í svörum Trumps - dregur hann mjög í land, vill eiginlega ekki meina hann hafi verið að gagnrýna.

Frétt The Sun: Donald Trump told Theresa May how to do Brexit ‘but she wrecked it’ – and says the US trade deal is off

Á fréttamannafundinum leitaðist Trump að því er virðist til við að bæta fyrir mistök sín!

Trump vows 'great' trade deal with UK, abruptly changing tack on May's Brexit plan

"Once the Brexit process is concluded and perhaps the UK has left the EU, I don’t know what they’re going to do but whatever you do is OK with me, that’s your decision," - "Whatever you do is OK with us, just make sure we can trade together, that’s all that matters. The United States looks forward to finalizing a great bilateral trade agreement with the United Kingdom. This is an incredible opportunity for our two countries and we will seize it fully,"

Þessi orð koma einnig fram í síðari myndbandshlekknum að ofan!

Sannarlega getur karlinn hlaupið á sig, að láta taka viðtal við sig rétt áður en hann hittir May formlega - og láta það sem kemur fram í viðtalinu á vef The Sun detta út úr sér!

En það er almennt ekki talið viðeigandi að gagnrýna harkalega þann leiðtoga sem þú ert að heimsækja - ef um opinbera heimsókn er að ræða!

Í seinna viðtalinu er ekki laust við að Trump hljómi nokkuð vandræðalegur.
Ég held það sé það næsta sem ég hef heyrt hann komast því að biðjast afsökunar!

 

Niðurstaða

Einn af mörgum göllum Trumps virðist að manni virðist hann of oft - tala fyrst og hugsa síðar! Í fæstum tilvikum hefur það nokkrar hinar minnstu afleiðingar - en miðað við seinna viðtalið. Hljómar sem að karlinum hafi sjálfum verið brugðið við það sem hann sagði þarna fyrr um daginn -- hann hafi í reynd ekki viljað segja þá hluti nærri svo harkalega!

Ég er ekki frá því hann hljómi nánast sakbitinn þarna í seinna myndbandinu.

 

Kv.


Trump og "alternative facts" varðandi Bandaríkin og NATO! Eru varnir Evrópu að sliga Bandaríkin? Standa Bandaríkin undir öllum vörnum Evrópu?

Eins og Trump talar mætti ætla að Bandaríkin standi nánast ein og sér undir fjármögnun NATO annars vegar og hins vegar undir vörnum Evrópu.

Samþykkti Evrópa að stórauka fjárframlög - eða er það rétt hjá Macron að svo hafi ekki verið?

Trump á til að setja upp þvílíkar grettur á opinberum tækifærum!

Image result for trump merkel nato meeting picture

 

Fjármögnun!

Sjá vefsíðu NATO: Funding NATO.

  1. Bandríkin 22,1%.
  2. Þýskaland 14,7%.
  3. Frakkland 10,5%.
  4. Bretland 10,45%.

  5. Til gamans - Ísland 0,0,5%.

Eins og sést þá greiða Þýskaland og Frakkland í sameiningu meira.

 

Herstyrkur NATO!

Það ætti ekki að koma nokkrum á óvart að Bandaríkin eru sterkust: Member states of NATO.

Heildarherstyrkur aðildarríkja NATO:

  1. Bandaríkin 1.469.532 -- þar af United States military deployments - 65.631 í Evrópu.
  2. Tyrkland 920.473.
  3. Frakkland 222.215
  4. Bretland 205.851.
  5. Þýskaland 180.676
  6. Ítalía 180.000
  7. Grikkland 180.000
  8. Spánn 123.000
  9. Pólland 120.000
  10. Rúmenía 73.350
  11. Holland 47.660
  12. Portúgal 44.900
  13. Búlgaría 35.000
  14. Ungverjaland 29.700
  15. Noregur 26.200
  16. Belgía 24.500
  17. Tékkland 21.057
  18. Danmörk 19.911
  19. Litáen 18.750
  20. Slóvakía 16.000
  21. Króatía 14.506
  22. Albanía 8.500
  23. Slóvenía 7.300
  24. Eistland 6.425
  25. Lettland 6.000
  26. Svartfjallaland 1.950
  27. Lúuxembúrg 1.057
  28. Ísland 0.

Að sjálfsögðu skipta ekki allir þessir herir sama máli - þeir allra minnstu teljast vart með þ.s. ósennilegt sé að þeir hafi mikinn hreyfanleika, séu heimavarnarlið eingöngu.

Tyrkland, Rússland er í afar takmarkaðri aðstöðu til að ráðast að því landi - síðan landfræðilega séð væri tafsamt fyrir Tyrklandsher að færa liðssveitir norður.

  1. Rússland stendur þá frammi fyrir 65.631 Bandaríkjamanni í Evrópu.
  2. Póllandi - 120þ. - Tékklandi 21þ. - Slóvakíu 16þ. - Rúmeníu 73þ. - Búlgaríu 35þ. - Eystlandi 6þ. - Lettlandi 6þ. og Litáen 19þ. tæp.
  3. Herir Frakklands 222þ. og Þýskalands 180þ. -- gætu komið frekar fljótt til aðstoðar, eru tæknilega bestu herirnir sem Rússland í tæknilega mögulegri innrás mundi mæta af herjum meginlandsþjóða Evrópu.

--Auðvitað er ekki allur milljón manna heildarherstyrkur Rússlands beint á móti Evrópu.
--Sá herstyrkur skiptist í nokkra stóra heri sem staðsettir eru á nokkrum stöðum.

Sá stærsti einstaki er auðvitað Evrópumegin - eitthvað yfir helmingi þess liðsstyrks. 

  1. Ef það færi saman, að Trump tæki Bandaríkin úr NATO.
  2. Og Erdogan tyrkjaforseti - neitaði að aðstoða Evrópu.

Gæti Evrópa augljóslega lent í vandræðum með að verjast hugsanlegri innrás frá Rússlandi.

  • Rétt að taka fram að þó liðsstyrkur Bandaríkjanna í Evrópu sé ekki sérlega fjölmennur.

Geta Bandaríkin í neyð auðvitað flutt mun fjölmennara lið þangað!
En slíkir liðsflutningar mundu alltaf taka verulegan tíma!
--En það að liðsstyrkur Bandaríkjanna er megni til langt í burtu frá Evrópu.
--Þíðir auðvitað ekki meðan Bandaríkin eru í NATO, að sá heildarstyrkur skipti ekki máli.

 

Trump heldur því fram að Evrópulönd í NATO hafi samþykkt aukin fjárframlög umfram fyrri loforð þar um!

Einfaldast er að skoða samþykkt fundarins hvort fullyrðing Trumps er sönn eða ekki: Issued by the Heads of State and Government participating in the meeting of the North Atlantic Council in Brussels 11-12 July 2018.

Trump claims victory after forcing NATO crisis talks

Trump claims Nato allies have agreed to spending rise

Mér virðist Macron klárlega hafa rétt fyrir sér - að engu nýju hafi verið lofað!

"We reaffirm our unwavering commitment to all aspects of the Defence Investment Pledge agreed at the 2014 Wales Summit, and to submit credible national plans on its implementation, including the spending guidelines for 2024, planned capabilities, and contributions.  Fair burden sharing underpins the Alliance’s cohesion, solidarity, credibility, and ability to fulfil our Article 3 and Article 5 commitments.  We welcome the considerable progress made since the Wales Summit with four consecutive years of real growth in non-US defence expenditure.  All Allies have started to increase the amount they spend on defence in real terms and some two-thirds of Allies have national plans in place to spend 2% of their Gross Domestic Product on defence by 2024.  More than half of Allies are spending more than 20% of their defence expenditures on major equipment, including related research and development, and, according to their national plans, 24 Allies will meet the 20% guideline by 2024."

Ályktunin áréttar fyrra loforð frá 2014 að öll Evrópuríki í NATO hafi hækkað fjárframlög í 2% árið 2024. 

Ég sé þess engi merki í ályktun fundarins m.a. samþykkt af Trump sjálfum, að nokkru umfram fyrra loforð sé lofað!

--Fólk getur sjálft lesið ályktun fundarins sjá hlekk að ofan!

 

Niðurstaða

Ég fé ekki séð af niðurstöðu NATO fundarins að Trump hafi náð nokkru nýju fram - þannig að mér virðist yfirlýsing hans að hann hafi haft einhvers konar sigur á NATO fundinum klárlega vera orðum aukin!

Fyrir stuðningsmenn Donalds Trump - bendi ég á að opna hlekk á samþykkt ályktunar NATO fundarins, í samþykktri ályktun stendur orð fyrir orð hvað var samþykkt.

Ef einhver segir annað en þar stendur - þá auðvitað fer sá hver sem sá er með fleipur.

  • Evrópuríki virðast skv. texta ályktunarinnar einfaldlega hafa endurtekið fyrra loforð, að ná markmiði um 2% síðasta lagi 2024.
    Allis hljóta hafa samþykkt þá ályktun þar á meðal Trump.

Eins og fram kemur hjá mér greiða Bandaríkin 22% af heildarkostnaði NATO.
Og Bandaríkin hafa 65.631 hermann í Evrópu eða einungis 4,47% síns heildarliðsafla.

Í ljósi þess að Trump fyrirhugar aukin fjárframlög til herafla Bandaríkjanna og frekari stækkun hans heiminn vítt -- kem ég ekki alveg auga á það hvernig þessi tiltölulega litli herafli innnan Evrópu er að sliga ríkissjóð Bandaríkjanna!

En það mætti ætla af umræðu í hægri sinnuðum fjölmiðlum innan Bandaríkjanna að kostnaður vegna Evrópu sé Bandaríkjunum til trafala. 
--Miðað við staðreyndir mála virðist það vart standast. 

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband