Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Trump ákveður nýjan 200ma.$ toll á Kína -- Tezla ákveður að reisa nýja risaverksmiðju í Kína

Ég velti því raunverulega fyrir mér hvort að ákvörðun Elon Musk eiganda Tezla geti tengst viðskiptastríði Trumps við Kína - en verksmiðjan í Shanghai á að vera eins stór og verksmiðja Tezla í Fremont, Kaliforníuríki.
--Þetta 2-faldar framleiðslugetu Tezla, tryggir öruggan aðgang að Kína-markaði, og er án vafa ætlað að vera framleiðslumiðja einnig fyrir gervallan Asíumarkað fyrir Tezla.

Tesla goes big in China with Shanghai plant

Donalt Trump ætlar nú að bæta við 200ma.$ tolli á Kína, er bætist þá ofan á tolla upp á 50ma.$ og tolla á ál, sem og stál.

U.S. to slap tariffs on extra $200 billion of Chinese imports

 

200 milljarða dollara tollur er nú formlega ákveðinn!

Hann er þá ekki lengur - hótun, heldur formleg ákvörðun er tekur gildi eftir tiltekinn tíma.
Skv. frétt er álagður 10% tollur á 200ma.$ að andvirði útflutnings Kína til Bandaríkjanna.

Veittir verða tveir mánuðir sem fyrirvari, svo fyrirtæki geti óskað eftir undanþágum.
--Sem væntanlega þíðir að tollurinn tekur gildi eftir 2-mánuði.

Litlar upplýsingar fylgja þessari frétt um málið.

"Rather than address our legitimate concerns, China has begun to retaliate against U.S. products ... There is no justification for such action,"

  1. Þessi viðbrögð eru í takt við það sem ég átti von á -- en núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna bersýnilega álítur sig vera með tollum á Kína, vera beita sér gagnvart rangindum af hálfu Kína.
    --Skv. því séu aðgerðir Bandaríkjastjórnar réttlátar.
  2. Það þíði þá, í sérhvert sinn sem Kína - svari aðgerð Bandaríkjastjórnar með mótaðgerð, þá sé Kína sekt um ný rangindi -- sem aftur þurfi að svara til að þannig skv. skoðun núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna, sé hlutur Bandaríkjanna réttur.

--Eins og sést eru viðbrögðin algerlega í takt við slíka sýn á málsháttu.
--Þar sem Kínastjórn hefur ekki þá sýn á málin að Bandaríkin hafi verið beitt rangindum af Kína-hálfu, eða séu - þá sé svar Kína réttlát viðbrögð við rangindum af Bandaríkjanna hálfu.

Þar sem báðir aðilar telja sig rangindum beitta - í hvert sinn.
Blasi miðað við röksýn aðilanna beggja - endurtekið "tit for tat" sem ef sú rökleiðsla er ekki rofin, líklega leiðir til þess að háir tollmúrar rísa um öll viðskipti milli landanna tveggja fyrir rest.
--Og væntanlega þá til þess að bæði löndin munu æpa hástert um rangindi hins!
--En reiði hvors um sig sé ólíkleg til að sefast eftir því sem málum vindur fram,frekar miðað við rökhugsun hvors - sé reiðin sennilegri til að stigmagnast á báða bóga!

Til hver það leiðir til fyrir rest - á eftir að koma í ljós.

 

Ákvörðun Elon Musk er áhugaverð í samhenginu!

En það er unnt að álíta hana - hans svar við viðskiptastríði Trumps við Kína. En nýlega sem hluti af ákvörðun um tolla á móti, lagði Kína nýja tolla á bifreiða innflutning frá Bandaríkjunum!

  1. Ein leið til að mæta því, þegar stefnir í að háir tollar geri bifreiða innflutning óhagkvæman - er að reisa verksmiðju einmitt að baki tollamúr.
  2. Það er einmitt - yfirlýst markmið Donalds Trumps, að fá verksmiðjur heim.

Málið er á hinn bóginn, að þetta virkar ekki bara á einn veg!
Þegar önnur lönd tolla á móti - þá skapar það samtímis hvata fyrir bandaríska útflytjendur, að færa verksmiðjur er framleiða til útflutnings frá Bandaríkjunum, til þess lands sem hefur reist tollmúra á Bandaríkin.

--Donald Trump m.ö.o. fyrirhugar að skapa hvata fyrir fleiri verksmiðjur er framleiða fyrir heima-markað innan Bandaríkjanna!
--En samtímis flæmir hann sennilega frá Bandaríkjunum verksmiðjur er framleiða innan Bandaríkjanna til útflutnings frá Bandaríkjunum.

  1. Þar sem Donald Trump er ekki bara í viðskiptastríði við Kína - heldur samtímis við ESB, Kanada og Mexíkó --> Og þegar bifreiðatollar hans taka gildi á allan bifreiðainnflutning, bætir hann auki Japan og Suður-Kóreu við sín viðskiptastríp.
  2. Þá verða ofangreind gagnkvæm áhrif ekki bara virk fyrir - Bandar. vs. Kína, heldur eiga þau þá einnig við - önnur viðskiptastríð Trumps.

Það sem ég hef verið að benda á - að þegar Trump er með svo mörg viðskiptastríð í gangi samtímis - þá blasir alls ekki við mér, að nettóið af áhrifunum af þeim viðskiptastríðum, verði augljóslega Bandaríkjunum í hag!

 

Niðurstaða

Það sem Bandaríkin eiga eftir að súpa seiði af ef Trump virkilega ætlar að hefja allt að 6 viðskiptastríð í einu, að þeir tollamúrar sem Trump reisir milli Bandaríkjanna og þeirra landa, munu hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja!

Að sjálfsögðu virka tollamúrar í báðar áttir.
Sem er hvers vegna að það blasir ekki við mér að Bandaríkin hafi í einhverjum skilningi betur. Í tilviki þau reka mörg viðskiptastríð samtímis.

 

Kv.


Norður-Kórea fordæmir afstöðu Bandaríkjanna - spurning hvort Kim Jong Un ætlaði sér í raun nokkru sinni að semja um afvopnun?

Það eru einungis örfáir dagar síðan Donald Trump Twítaði eftirfarandi:

Donald Trump@realDonaldTrump, :Many good conversations with North Korea-it is going well! In the meantime, no Rocket Launches or Nuclear Testing in 8 months. All of Asia is thrilled. Only the Opposition Party, which includes the Fake News, is complaining. If not for me, we would now be at War with North Korea!

En í dag laugardag kveður við verulega neikvæðari tón frá Norður-Kóreu.

North Korea says resolve for denuclearisation may falter but Pompeo lauds progress

North Korea slams US denuclearisation demands


Þetta kemur einnig ofan í vísbendingar þess efnis að NK sé alls ekki að vinda ofan af sínu eldflaugaprógrammi né sínu kjarnorkuprógrammi -- sbr: Satellite Images Show North Korea Is Expanding a Missile-Manufacturing Plant, a Report Finds

 

Skv. greinendum sýnir myndin nýlega stækkun aðstöðu til framleiðslu eldflauga!

A North Korean missile production facility in the city of Hamhung is seen from a satellite image taken on June 29, 2018.

Þetta eru ekki einu vísbendingarnar í þá átt að NK sé máski ekki að sýna lit til eftirgjafar!

North Korea Believed to Be Increasing Nuclear Production

Ef marka má þetta þá sé NK með viðbótar kjarnorkutilraunasvæði sem NK hafi ekki gefið upp, og það séu vísbendingar þess að NK sé að auka auðgun úrans - ekki það öfuga að draga úr.

  1. Ef maður tekur þetta saman, gæti maður ályktað að Kim Jong Un - sé að vinna sér tíma, til að smíða fleiri kjarnasprengjur -- annars vegar.
  2. Og hins vegar, til að smíða fleiri eldflaugar!
  • En það má benda á, að með því að -- stöðva frekari kjarnorkutilraunir og frekari eldflaugatilraunir - í bili. Og með því að samþykkja að funda með Trump.

Hafi Kim keypt sér - ákveðið öryggi gagnvart Donald Trump!
Eiginlega virðast orð Donalds Trumps sjálfs einmitt staðfesta það, sbr:

"If not for me, we would now be at War with North Korea!"

Það hefði náttúrulega aldrei orðið, nema ef Trump hefði tekið slíka ákvörðun.

 

Fyrir utan þetta koma viðbrögð NK ekki á óvart!

Það blasti alltaf við mér að ólíklegt væri að NK mundi samþykkja að eyðileggja öll sín kjarnavopn, allar sínar eldflaugar er geta borið slík vopn - auk þess aðstöðu sem unnt sé að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna og stórra eldflauga.

Viðbrögð stjórnvalda NK - virðast staðfesta það sem mig grunaði allan tímann!
Að NK hafi í raun og veru engann áhuga á algerri afvopnun af slíku tagi.

Það er áhugavert hvernig Trump svarar alltaf.
Takið eftir orðalaginu - "fake news."
Þetta virðast standard viðbrögð í hvert sinn hjá honum þegar fjölmiðlar efast um eitthvað sem tilheyrir hans stefnu.

Ég get ekki sagt að hann hafi aukið virðingu sína af viðbrögðum af þessu tagi!

Hvað þá að blogg frá 13. júní sl. hafi aukið virðingu hans heldur, sbr:

Donald Trump@realDonaldTrump, 9.56 AM, June 13, 2018: "Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office. There is no longer a Nuclear Threat from North Korea. Meeting with Kim ong Un was an interesting and very positive experience. North Korea has great potential for the future!"

 

Niðurstaða

Það er mjög freystandi að álykta út frá sterkum vísbendingum undanfarið að Kim Jong Un sé ekki alvara með viðræðum við ríkisstjórn Donalds Trumps - en vísbendingar benda til aukinnar framleiðslu kjarnorkuvopna í annan stað og hins vegar til aukinnar framleiðslu eldflauga, eða til nýrrar eldflaugaframleiðslu -- kannski þessar nýju með "inter continental range" ICBM.

Orð Donalds Trumps sjálfs benda til þess að líkur þess að hann hæfi stríð gegn NK hafi verið raunverulega fyrir hendi. Með því að samþykkja að ræða við Trump og fyrirskipa pásu á kjarnorkutilraunir og eldflaugatilraunir -- vann Kim Jong Un sér a.m.k. tíma, en á meðan hann heldur Donald Trump vongóðum - þá greinilega virðist stríðshætta ekki yfirvofandi.

Það má vera allt og sumt sem Kim Jong Un ætlast fyrir sé akkúrat það, að vinna sér tíma. Til að smíða fleiri kjarnasprengjur og fleiri eldflaugar -- kannski þessar nýju er draga alla leið til Bandaríkjanna. Þannig að hann hafi þá loksins hótun á Bandaríkin er dugi til að jafnvel hugsanlega Donald Trump þori ekki að fyrirskipa hernaðarárás.

--Vísbendingar a.m.k. afsanna ekki slíka kenningu með nokkrum augljósum hætti!

 

Kv.


Trump hótar tollum á allan innflutning Kína til Bandaríkjanna!

Ég er ekki viss hvaða viðbótar spil Trump hefur á hendi - hingað til eru þetta allt hótanir nema tollur á ál 10% og stál 25 prósent er hefur komist þegar til framkvæmda og gildir fyrir öll ríki heims jafnt. Frá föstudag tekur gildi tollur upp á 34ma.$ á Kína og síðar tekur viðbótar upp á 16ma.$ gildi á Kína.

Fyrir utan það, hefur Trump hótað 200ma.$ á Kína strax - ef Kína svarar þeim tollum er taka gildi á næstunni, með tollum á móti. Síðan hafði hann sagt nýlega, að hann mundi geta síðar bætt enn í um 200ma.$.

En á fimmtudag, sagði hann mundi í það síðara skipti bæta við 300ma.$ - sem þíddi að þá væri kominn tollur á gervallt innflutt frá Kína til Bandaríkjanna: Trump says U.S. tariffs on Chinese goods could exceed $500 billion. Utanríkisráðherra Kína fordæmdi aðgerðir Trumps: China foreign minister slams trade protectionism as short-sighted, damaging.

 

Trump virðist staðfastur í trúnni - Kína gefi eftir!

Hann virðist greinilega álíta að leiðin til snöggrar eftigjafar - sé að hrúga upp tollhótunum á tollhótanir ofan. Að menn sjái sæng sína upp breidda - biðjist vægðar.
--Síðan muni Trump eins og sigurvegari í stríði, tjá skilmála uppgjafar.

Mín tilfinning er að Trump hreinlega hugsi málin með þetta einföldum hætti.
Hann hafi líklega í engu kynnt sér - menningu sinna gagnaðila, eða innanlandspólitík.

  1. Sannast sagna ef þetta er rétt greind skoðun Trumps, þá held ég hann ofmeti sína stöðu.
  2. Ef málið er einungis skoðað út frá innflutningi vs. útflutningi - þá hefur Kína mun minna svigrúm til viðbragða.
    --Hinn bóginn eru mjög verðmæt fyrirtæki starfandi innan Kína, nokkur þeirra bandarísk.
    --Mikið af tekjum bandarískra risafyrirtækja kemur erlendis frá!
  3. Ég mundi ætla að þar fari viðkvæmt atriði fyrir Bandaríkin. Vegna þess hversu dugleg þau hafa verið að koma sér fyrir erlendis.

Engin leið er að vita hvernig Kína bregst við.
Það eina sem ég er viss um er - að Xi Jinping mun ekki gefast upp.

--Sennilega sé hreinlega að, þar sem Xi er búinn að tryggja sér lífstíðarráðningu sem landstjórnandi Kína -- að hann einfaldlega bíði Trump af sér.
--Semji síðan við næsta forseta Bandaríkjanna!

Hversu langt Kína tekur viðskiptastríðið af sinni hálfu - hef ég ekki hugmynd um.
En starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína - er einn tæknilegur möguleiki.
En það getur einnig verið að Xi - velji að hrófla ekkert við þeim.

Láti málin einfaldlega standa - með gagnkvæma tolla á allan innflutning frá hvoru landi.

 

Niðurstaða

Mig grunar að það geti verið í takt við kínverska menningu - að leysa málið með Trump einfaldlega með því að - semja ekki við hann, bíða hann af sér. Trump fái í mesta lagi 8 ár - óþarfi sé þó að gera ráð fyrir að endurkjör 2020 sé öruggt.

Þar sem Kína sé með langtímaáætlanir um efnahagsuppbyggingu, virðist mér að bíða Trump af sér - hreinlega geta verið nothæf nálgun.
--Kannski sú líklegasta!

 

Kv.


Trump skipar OPEC að lækka olíuverð!

Þetta er eiginlega fremur spes - en á miðvikudagskvöld Twítaði Donald Trump eftirfarandi:

The OPEC Monopoly must remember that gas prices are up & they are doing little to help. If anything, they are driving prices higher as the United States defends many of their members for very little $’s. This must be a two way street. REDUCE PRICING NOW!

Ég get eiginlega ekki skilið þetta með öðrum hætti, en Trump sendir þeim fyrirmæli.
Reuters fjallaði einnig um þetta: Trump to OPEC: 'Reduce pricing now!'.

 

Trump sé sennilega farinn að hafa áhyggur af þingkosningum innan Bandaríkjanna í haust!
En kjósendur innan Bandaríkjanna verða auðvitað þess varir að bensínverð fer hækkandi!
Trump virðist vera klaufalegur í tímasetningum sinna aðgerða!

  1. Heims olíuverð er ekki að lækka af ástæðulausu!
  2. En stærsta ástæðan eru aðgerðir Donalds Trumps sjálfs - gagnvart Íran.

--Íran framleiðir ca. 2,6 milljón föt per dag af olíu.
--Trump sendir nú erindreka sinnar ríkisstjórnar til þeirra landa er hafa verið að kaupa olíu af Íran -- til þess að óska þess eindregið þau hætti þeim kaupum.

Trump hefur heitið því að útiloka Íran frá olíumörkuðum!

Til að bæta gráu ofan á svart, hefur verið að draga úr olíuframleiðslu í Venezúela - 30% samdráttur sl. 12 mánuði, vegna áralangrar óstjórnar sé viðhald búnaðar við olíulindir og hreinsunarstöðvar þarlendis búið að vera í ólestri lengi - þetta birtist nú í stöðugt hnignandi framleiðslu.

  1. Þegar þetta fer saman við -- tilraunir Trumps til að fá ríki heims til að hætta olíukaupum af Íran, samtímis og Trump hefur skellt á nýjum refsiaðgerðum er taka fljótlega gildi.
  2. Þá er ekki furða að heimsmarkaðsverð hækki þessa dagana!

Það sé sennilega lítill vafi um að ef Trump mundi hætta við aðgerðir sínar gagnvart Íran.
Þá mundi olíuverðshækkanabylgjan hjaðna að nýju!
--En karlinn er þrjóskur sem naut virðist mér.

Þess í stað hljómar þetta sem -- hann ætlist til þess að OPEC selji Bandaríkjunum á lægra verði en núverandi markaðsverð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Saudi-Arabía  lætur skipa sér þannig fyrir verkum.

Höfum í huga að OPEC meðlimir eru ekki bara Arabalöndin við Persaflóa. Nígería og Venezúela eru þar að auki. Ekki má gleyma Íran og Írak sem eru þar meðlimir til viðbótar!

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að sjá svör stjórnvalda Saudi-Arabíu, og Sameinuðu Furstadæmanna - en sennilegast virðist að fyrirmæli Trumps beinist að þeim. En ef ég geri tilraun til að skilja Twítið hans Trumps er greinilega felur í sér fyrirmæli til OPEC ríkja um að lækka olíuverð. Þá virðist mér sennilegast - Trump eigi við, til Bandaríkjanna sérstaklega!
--Sem sagt, hann heimti að þau selji Bandaríkjunum á undirverði!

Þó svo að olíuverðlagshækkanirnar séu aðgerðum Trumps sjálfs að kenna.
--Þetta er algerlega einstakt!

Kv.


Er líklegt Trump geti yfirgefið Heimsviðskiptastofnunina - stofnað nýja eftir sínu höfði?

Fyrsta augljósa atriðið er að -- til þess að formlega hætta í "WTO" þarf Trump að fá samþykki bandaríska þingsins fyrir því að afnema bandarísk lög sem skilgreina þátttöku Bandaríkjanna í þeirri stofnun.

  1. Síðan, fer bandaríska þingið með löggjafarvald -- sama regla gildir innan Bandaríkjanna þar af leiðandi og í öðrum svokölluðum vesturlöndum - að samningar eru einungis bindandi fyrir Bandaríkin; með samþykki þingsins!
  2. Manni virðist fremur ósennilegt að Bandaríkjaþing mundi samþykkja - að afsala sér svo stórum hluta sinna valda, sem að afsala sér -- formlegum yfirráðum yfir viðskiptamálum Bandaríkjanna, þ.e. einungis unnt að gera bindandi samninga með samþykki þingsins!

Þess vegna virðast mér pælingar sem -- ummæli Trumps virðast samt íta undir, farsakenndar!

Skv. leka á sunnudag út á netið: Trump's private threat to upend global trade.

  1. Á þessum hlekk má finna upplýsingar um - meintar hugmyndir Donalds Trumps um nýtt viðskiptakerfi fyrir Bandaríkin.
    --Ummæli Trumps í fjölmiðlum á mánudag, virðast styrkja trúverðugleika þeirra!
  2. Ummæli Trumps á mánudag: Trump threatens action on WTO after reports he wants to withdraw.

    Donald Trump -: "WTO has treated the United States very badly and I hope they change their ways. They have been treating us very badly for many, many years and that’s why we were at a big disadvantage with the WTO," -- "And we’re not planning anything now, but if they don’t treat us properly we will be doing something,"

Rétt að nefna að Bandaríkin voru aðalhvatinn að því alþjóðaviðskiptakerfi sem fyrst var nefnt "GATT" en síðar var formlega stofnanavætt sem "WTO." Og Bandaríkin sjálf áttu mikinn þátt í að semja þær viðskiptareglur sem gilda - höfðu sjálfsögðu ekki samþykkt þær, ef fyrri forsetar hefðu ekki talið þær í samræmi við hagsmuni Bandaríkjanna!

--Eins og kemur fram, er Trump að hóta að gera -- eitthvað.
--Sem virðist gefa byr undir væng, að Hvítahúsið geti verið að vinna að hugmyndum sbr. þær sem hlekkjað er á að ofan!

Skv. orðrómnum -- mundi Trump leggja fyrir Bandaríkjaþing frumvarp undir nafninu "United States Fair and Reciprocal Tariff Act" - sem gárungar fóru strax að kalla "FART"

  • Sem mundi færa öll völd yfir utanríkisviðskiptum yfir á embætti forseta!
  1. Það er auðvitað megin atriðið sem ég er efins um - að þingið mundi afsala sér svo miklum völdum.
  2. Síðan er ég einnig efins um - önnur lönd mundu samþykkja að undirgangast viðskiptakerfi -- er væri fullkomlega öllum stundum háð vilja forseta Bandaríkjanna hverju sinni.

--Forsetinn hefði þá væntanlega sömu völd og Trump sjálfur var vanur að hafa yfir viðskiptum sinna eigin fyrirtækja!
--Þ.e. völd til að taka allar slíkar ákvarðanir - og hætta við hvað það sem honum sýndist, og auðvitað hvenær sem honum sýndist svo.

Það sé ástæða af hverju Bandaríkin sjálf ákváðu á sínum tíma að setja upp gagnkvæmt skuldbindandi samninga -- og fá önnur lönd í lið með sér um slíkt kerfi.

Einfaldlega það, að skapa traust milli aðila í viðskiptum!
En án trausts - eru langtímaviðskipti íll möguleg, fjárfestingar í einhverju sem krefst verulegs fjármagns verða afar hæpnar.

Ekkert traust getur verið í kerfi - er lútir vilja einungis eins manns.
--Og án traust yrði fátt um viðskipti.

 

Niðurstaða

Trump virðist geta fyrirskipað einhliða tolla -- hann getur sannarlega gert viðskiptasamning við annað land, en án samþykkis þingsins séu slíkir samningar ekki bindandi! Trump getur ekki heldur formlega slitið samningum sem þingið hefur samþykkt, nema með samþykki þingsins.

Og ég held það sé borin von að þingið mundi afhenda framkvæmdavaldinu öll völd yfir milliríkjasamningum.

Þannig að líklega haldi Trump áfram að framkvæma vísvitandi skemmdarverk á alþjóða viðskiptakerfinu -- sem hann getur gert einhliða eins og sannað er.

--En sennilegt virðist að hann geti ekki fengið meirihluta fyrir því að formlega taka bandaríkin út úr alþjóðlega viðskiptakerfinu -- þó greinilegt sé að Trump langi til þess.
--Öll alþjóðafyrirtækin bandarísku að sjálfsögðu mundu hringja í sína þingmenn sem þau hafa stutt með fjárframlögum, og að sjálfsögðu tjá þeim að það sé gegn hagsmunum megin fyrirtækja bandarísks efnahagslífs að vera utan alþjóðlegra viðskiptaregla.

Ég er á því að fullkomlega borin von sé til þess að Trump mundi nokkru sinni fá þingið til þess að samþykkja að veita honum algert alræðisvald um utanríkisviðskiptamál Bandaríkjanna.

  • Trump þar með haldi sig líklega við núverandi aðgerðir - bæta við einhliða tollum.

 

Kv.


Evrópusambandið varar Trump við miklu efnahagstjóni ef hann fyrirskipar 25% tolla á bifreiðainnflutning!

Ég er persónulega á því að yfirgnæfandi líklegt sé að Trump láti verða af tollhótun sinni - en ferlið hljómar mjög líkt ferlinu á undan því hann setti 20% toll á innflutt stál, og 10% á innflutt ál.
--Þ.e. þá fyrirskipaði hann rannsókn viðskiptaráðuneytis á því að hvaða marki innflutningur stáls og áls ógnaði öryggi Bandaríkjanna.
--Trump hefur einmitt gefið viðskiptaráðuneytinu sambærileg fyrirmæli varðandi bifreiðainnflutning.

EU warns Washington of ‘harmful’ impact on US of car tariffs

EU warns of $300bn hit to US over car import tariffs

Trump hefur einungis rætt viðskiptahalla gagnvart ESB í samhenginu!
Hann talaði einnig um það hve mikið væri af þýskum bifreiðum í umferð.
--Ég er ekki viss að Trump átti sig á því að mikið af þeim bifreiðum eru framleiddar innan Bandaríkjanna.

 

Evrópsk fyrirtæki framleiða 1,8 milljónir bifreiða innan Bandaríkjanna skv. skýrslu ESB!

Verksmiðjur evrópskra framleiðenda eru staðsettar í South Carolina, Alabama, Mississippi og Tennessee. 

  1. "Around 60 percent of automobiles produced in the US by companies with exclusive EU ownership are exported to third countries, including the EU."
  2. "Measures harming these companies would be self-defeating and would weaken the US economy," -- Orð tekin úr skýrslunni.

Meðaltali sé 60% framleiðslu bifreiðaverksmiðja í eigu evrópksra framleiðenda -- flutt út frá Bandaríkjunum!

  • Áhugavert er að nefna eitt atriði, að í Spartanburg South Carolina féllu atkvæði með eftirfarandi hætti í forsetakosningum 2016: Clinton 39.997 vs. Trump 76.277: South Carolina Results

Þetta er nærri 1/2 hlutfall þ.e. Trump nærri 2-falt fylgi í Spartanburg.
Þetta er skemmtilegt að nefna þetta, að BMW rekur einmitt verksmiðju í Spartanburg.

Að sögn BMW fyrirtækisins - er það stærsta verksmiðja BMW utan landsteina Þýskalands.
Og fari 70% framleiðslu þeirrar verksmiðju til útflutnings frá Bandaríkjunum: Bavaria to Trump: Tariffs on cars will hurt US as much as Germany

  • Óhjákvæmilega þíðir það að BMW mun segja upp sennilega meir en helmingi starfsfólks í Spartanburg er kemur að því að tollar og móttollar taka gildi.

Bæverska vélaverksmiðjan eða BMW -- er auðvitað staðsett í Bæjaralandi í Þýskalandi, fyrir utan verksmiðju þess fyrirtækis í Spartanburg, og einhverra annarra í öðrum heimshlutum.

"This week, Aigner said German automakers...import around 545,000 vehicles a year into the U.S."

Eins og kemur fram fyrir neðan segir í skýrslu á vegum ESB að heildarframleiðsla evrópskra fyrirtækja á bifreiðum innan Bandaríkjanna sé -- 1.8 milljón.
--M.ö.o. verulega meira en virðist nema innflutningi bifreiða frá Þýskalandi einu saman.

Skv. því sé líklega meginþorri Bensa og BMW bifreiða sem Trump sér á strætum borga Bandaríkjanna - framleiddar í Bandaríkjunum sjálfum.
--Mig grunar að Trump haldi eitthvað allt, allt annað!

"Even without Chrysler — which is, as the Commission notes, "one of the traditional US "big three’ manufacturers" but is now of "European ownership" — production by EU-owned companies in the U.S. "still amounts to 16 percent of national production and 1.8 million vehicles.""

En Fiat hefur nú átt um töluverða hríð Chrysler verksmiðjurnar - það sé eðlilegra að draga framleiðslu Chrysler frá tölum um framleiðslu innan Bandaríkjanna af hálfu fyrirtækja í evrópskri eigu.

Þýsku framleiðendurnir eiga þetta - þ.e. Volkswagen með mestu framleiðsluna innan Bandaríkjanna, síðan Mercedes Bens, svo BMW -- fyrir utan er til Volvo verksmiðja í South Carolina.

Tæknilega er FIAT/Chrysler stærra vegna umfangs framleiðslu Chrysler. 

  1. Skv. mati ESB leiðir 25% tollur á evrópskan bifreiðainnflutning til 13ma.$ - 14ma.$ efnahagsskaða fyrir Bandaríkin.
  2. Að sögn ESB -- muni ESB íhuga tolla á bandarískar vörur að andvirði 294ma.$ sem jafngildi 19% vöruútflutnings Bandaríkjanna.

--Þ.s. Trump hefur enn einungis hótað 25% tollum, engir slíkir tollar enn í framkvæmd.
--Er rökrétt að ESB setji einungis fram hótun um hvað líklega kemur á móti.

  • Ég reikna með því að ESB meini útreikning á efnahagstjóni út frá áætlun um þann kostnað fyrir bandarískt hagkerfi sem leggst á - þegar einnig er tekið til andsvars tolla ESB sjálfs.

Skv. frétt er talið að ESB miði umfang sinnar tollhótunar við heildar umfang verðmætis innflutnings bifreiða og íhluta í bifreiðar frá ESB - en líklega tollar Trump einnig innflutta íhluti.
--------------
Ábending ESB tekur að sjálfsögðu ekki tillit til þess hvernig Japan bregst við sambærilegum tollum á japanskan bifreiðainnflutning, eða Suður-Kórea.
Væntanlega gildir tollhótun Trumps einnig fyrir NAFTA lönd, eins og átti við stál- og áltolla Trumps, þannig að væntanlega tekur áætlun ESB ekki heldur tillit til þess hvað gerist þegar þau lönd einnig svara tollum Trumps.
--M.ö.o. sé þá Trump einnig að auki að hefja viðskiptastríð við Japan og SK.

  • En eins og ég benti á, virðist tollhótun Trumps gilda fyrir allan bifreiðainnflutning sem og allan innflutning á íhlutum fyrir bifreiðar.
    --Þá að sjálfsögðu er Trump að fjölga viðskiptastríðum.

 

Niðurstaða

Það að Trump líklega hafi ranghugmyndir um hlutfall bifreiða framleiddar af bifreiðaverksmiðjum í eigu þýskra framleiðenda sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna - er sennilega í takt við hvernig Trump ræðir tollamál yfirleitt.
--Þ.e. ranghugmyndir grassera.

En miðað við umfang framleiðslu á vegum þýskra bifreiðaframleiðenda, þá eru greinilega ef marka má skýrslu ESB mun fleiri seldar bifreiðar á vegum þýskra framleiðenda - framleiddar í verksmiðjum í eigu þeirra fyrirtækja innan Bandaríkjanna sjálfra, en þær sem séu innfluttar.
--Flest aftur á móti bendi til þess miðað við hvernig Trump ræðir um hve mikið sé af þýskum bílum í Bandaríkjunum, að hann haldi þetta allt innflutt.

  1. Eins og þýskir framleiðendur vara við - þá muni þeir strax segja upp um helmingi sinna starfsmanna í verksmiðjum þeirra innan Bandar., um leið og tollar Trumps og - gagntollar á tolla Trumps taka gildi.
  2. Eftir allt saman sé meðaltali 60% framleiðslunnar þeirra innan Bandar. útflutt þaðan.

Þ.s. tollhótun Trumps eins og hótun hans á ál og stál - áður en ál og stál tollar tóku gildi; gildir fyrir allan bifreiða innflutning.
Munu önnur lönd væntanlega hvert fyrir sig svara þeim tollum með tollum á móti á bifreiða útflutning frá Bandaríkjunum.
--Þannig bætir Trump væntanlega Japan og Suður-Kóreu við, viðskiptastríð sín.

Eins og þýsku framleiðendurnir hafa varað við muni 25% tollur gera innflutning á vissum lúxus bifreiðum sem séu sannarlega enn innfluttar frá Þýskalandi - ósamkeppnishæfan.
Rökrétt virkar þetta til baka á hinn veginn, að það borgar sig þá ekki lengur að stunda útflutning bifreiða frá Bandaríkjunum til landa sem tolla á Bandaríkin á móti, t.d. frá Spartanburg þ.s. BMW að eigin sögn flytur út 70% framleiðslunnar.

--Þannig þurrkar Trump líklega út nær allan útflutning bifreiða frá Bandaríkjunum.
--Meðan að einungis yrði mögulegt að stunda innflutning á allra dýrustu týpum lúxus bifreiða.

Þannig að plútókratarnir halda áfram að kaupa innflutt - meðan almenningur mundi ekki lengur eiga þess kost innan Bandaríkjanna.

--Stefna Trumps lítur í vaxandi mæli út eins og stefna um lokað hagkerfi.
--En það þíddi að sjálfsögðu mikið tap í störfum í útflutningsgeirum, samtímis að hækkun vöruverðs mundi keyra niður neyslu innan Bandaríkjanna - þannig líklega fækka hressilega störfum við verslun og þjónustu.

Þarna á ég við lækkun lífskjara! Og fjölda-atvinnuleysi að nýju. Þeir sem einna helst missa vinnuna væru einmitt verkafólk er margt hvert virðist hafa kosið Trump -- sbr. verkamennina í Spartanburg þ.s. BMW rekur sína verksmiðju.

  1. Ég á mjög erfitt með að trúa því að slíkri stefnu verði haldið fram til langframa innan Bandaríkjanna -- eftir að afleiðingar hennar liggja fyrir, og margar milljónir til viðbótar eru atvinnulausar, akkúrat verkafólk að stærstum hluta.
  2. Bendi á að Hoover forseti á sínum tíma tapaði fyrir Roosevelt er tók við sem forseti, síðast þegar bandarískur forseti gerði tilraun til að vernda bandarísk störf með tollum -- nokkrum árum eftir að Smoot-Hawley tollarnir tóku gildi hafði atvinnuleysi meir en 2-faldast, þó hafði hrunið á Wall-Street 1929 valdið efnahagstjóni á undan.

Ég ætla að leyfa mér að trúa því að Bandaríkjamenn skipti aftur um skoðun eins og þeir gerðu 1932 er Roosewelt náði kjöri. Næst fara forsetakosningar fram haustið 2020.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 845415

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband