Evrópusambandið varar Trump við miklu efnahagstjóni ef hann fyrirskipar 25% tolla á bifreiðainnflutning!

Ég er persónulega á því að yfirgnæfandi líklegt sé að Trump láti verða af tollhótun sinni - en ferlið hljómar mjög líkt ferlinu á undan því hann setti 20% toll á innflutt stál, og 10% á innflutt ál.
--Þ.e. þá fyrirskipaði hann rannsókn viðskiptaráðuneytis á því að hvaða marki innflutningur stáls og áls ógnaði öryggi Bandaríkjanna.
--Trump hefur einmitt gefið viðskiptaráðuneytinu sambærileg fyrirmæli varðandi bifreiðainnflutning.

EU warns Washington of ‘harmful’ impact on US of car tariffs

EU warns of $300bn hit to US over car import tariffs

Trump hefur einungis rætt viðskiptahalla gagnvart ESB í samhenginu!
Hann talaði einnig um það hve mikið væri af þýskum bifreiðum í umferð.
--Ég er ekki viss að Trump átti sig á því að mikið af þeim bifreiðum eru framleiddar innan Bandaríkjanna.

 

Evrópsk fyrirtæki framleiða 1,8 milljónir bifreiða innan Bandaríkjanna skv. skýrslu ESB!

Verksmiðjur evrópskra framleiðenda eru staðsettar í South Carolina, Alabama, Mississippi og Tennessee. 

  1. "Around 60 percent of automobiles produced in the US by companies with exclusive EU ownership are exported to third countries, including the EU."
  2. "Measures harming these companies would be self-defeating and would weaken the US economy," -- Orð tekin úr skýrslunni.

Meðaltali sé 60% framleiðslu bifreiðaverksmiðja í eigu evrópksra framleiðenda -- flutt út frá Bandaríkjunum!

  • Áhugavert er að nefna eitt atriði, að í Spartanburg South Carolina féllu atkvæði með eftirfarandi hætti í forsetakosningum 2016: Clinton 39.997 vs. Trump 76.277: South Carolina Results

Þetta er nærri 1/2 hlutfall þ.e. Trump nærri 2-falt fylgi í Spartanburg.
Þetta er skemmtilegt að nefna þetta, að BMW rekur einmitt verksmiðju í Spartanburg.

Að sögn BMW fyrirtækisins - er það stærsta verksmiðja BMW utan landsteina Þýskalands.
Og fari 70% framleiðslu þeirrar verksmiðju til útflutnings frá Bandaríkjunum: Bavaria to Trump: Tariffs on cars will hurt US as much as Germany

  • Óhjákvæmilega þíðir það að BMW mun segja upp sennilega meir en helmingi starfsfólks í Spartanburg er kemur að því að tollar og móttollar taka gildi.

Bæverska vélaverksmiðjan eða BMW -- er auðvitað staðsett í Bæjaralandi í Þýskalandi, fyrir utan verksmiðju þess fyrirtækis í Spartanburg, og einhverra annarra í öðrum heimshlutum.

"This week, Aigner said German automakers...import around 545,000 vehicles a year into the U.S."

Eins og kemur fram fyrir neðan segir í skýrslu á vegum ESB að heildarframleiðsla evrópskra fyrirtækja á bifreiðum innan Bandaríkjanna sé -- 1.8 milljón.
--M.ö.o. verulega meira en virðist nema innflutningi bifreiða frá Þýskalandi einu saman.

Skv. því sé líklega meginþorri Bensa og BMW bifreiða sem Trump sér á strætum borga Bandaríkjanna - framleiddar í Bandaríkjunum sjálfum.
--Mig grunar að Trump haldi eitthvað allt, allt annað!

"Even without Chrysler — which is, as the Commission notes, "one of the traditional US "big three’ manufacturers" but is now of "European ownership" — production by EU-owned companies in the U.S. "still amounts to 16 percent of national production and 1.8 million vehicles.""

En Fiat hefur nú átt um töluverða hríð Chrysler verksmiðjurnar - það sé eðlilegra að draga framleiðslu Chrysler frá tölum um framleiðslu innan Bandaríkjanna af hálfu fyrirtækja í evrópskri eigu.

Þýsku framleiðendurnir eiga þetta - þ.e. Volkswagen með mestu framleiðsluna innan Bandaríkjanna, síðan Mercedes Bens, svo BMW -- fyrir utan er til Volvo verksmiðja í South Carolina.

Tæknilega er FIAT/Chrysler stærra vegna umfangs framleiðslu Chrysler. 

  1. Skv. mati ESB leiðir 25% tollur á evrópskan bifreiðainnflutning til 13ma.$ - 14ma.$ efnahagsskaða fyrir Bandaríkin.
  2. Að sögn ESB -- muni ESB íhuga tolla á bandarískar vörur að andvirði 294ma.$ sem jafngildi 19% vöruútflutnings Bandaríkjanna.

--Þ.s. Trump hefur enn einungis hótað 25% tollum, engir slíkir tollar enn í framkvæmd.
--Er rökrétt að ESB setji einungis fram hótun um hvað líklega kemur á móti.

  • Ég reikna með því að ESB meini útreikning á efnahagstjóni út frá áætlun um þann kostnað fyrir bandarískt hagkerfi sem leggst á - þegar einnig er tekið til andsvars tolla ESB sjálfs.

Skv. frétt er talið að ESB miði umfang sinnar tollhótunar við heildar umfang verðmætis innflutnings bifreiða og íhluta í bifreiðar frá ESB - en líklega tollar Trump einnig innflutta íhluti.
--------------
Ábending ESB tekur að sjálfsögðu ekki tillit til þess hvernig Japan bregst við sambærilegum tollum á japanskan bifreiðainnflutning, eða Suður-Kórea.
Væntanlega gildir tollhótun Trumps einnig fyrir NAFTA lönd, eins og átti við stál- og áltolla Trumps, þannig að væntanlega tekur áætlun ESB ekki heldur tillit til þess hvað gerist þegar þau lönd einnig svara tollum Trumps.
--M.ö.o. sé þá Trump einnig að auki að hefja viðskiptastríð við Japan og SK.

  • En eins og ég benti á, virðist tollhótun Trumps gilda fyrir allan bifreiðainnflutning sem og allan innflutning á íhlutum fyrir bifreiðar.
    --Þá að sjálfsögðu er Trump að fjölga viðskiptastríðum.

 

Niðurstaða

Það að Trump líklega hafi ranghugmyndir um hlutfall bifreiða framleiddar af bifreiðaverksmiðjum í eigu þýskra framleiðenda sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna - er sennilega í takt við hvernig Trump ræðir tollamál yfirleitt.
--Þ.e. ranghugmyndir grassera.

En miðað við umfang framleiðslu á vegum þýskra bifreiðaframleiðenda, þá eru greinilega ef marka má skýrslu ESB mun fleiri seldar bifreiðar á vegum þýskra framleiðenda - framleiddar í verksmiðjum í eigu þeirra fyrirtækja innan Bandaríkjanna sjálfra, en þær sem séu innfluttar.
--Flest aftur á móti bendi til þess miðað við hvernig Trump ræðir um hve mikið sé af þýskum bílum í Bandaríkjunum, að hann haldi þetta allt innflutt.

  1. Eins og þýskir framleiðendur vara við - þá muni þeir strax segja upp um helmingi sinna starfsmanna í verksmiðjum þeirra innan Bandar., um leið og tollar Trumps og - gagntollar á tolla Trumps taka gildi.
  2. Eftir allt saman sé meðaltali 60% framleiðslunnar þeirra innan Bandar. útflutt þaðan.

Þ.s. tollhótun Trumps eins og hótun hans á ál og stál - áður en ál og stál tollar tóku gildi; gildir fyrir allan bifreiða innflutning.
Munu önnur lönd væntanlega hvert fyrir sig svara þeim tollum með tollum á móti á bifreiða útflutning frá Bandaríkjunum.
--Þannig bætir Trump væntanlega Japan og Suður-Kóreu við, viðskiptastríð sín.

Eins og þýsku framleiðendurnir hafa varað við muni 25% tollur gera innflutning á vissum lúxus bifreiðum sem séu sannarlega enn innfluttar frá Þýskalandi - ósamkeppnishæfan.
Rökrétt virkar þetta til baka á hinn veginn, að það borgar sig þá ekki lengur að stunda útflutning bifreiða frá Bandaríkjunum til landa sem tolla á Bandaríkin á móti, t.d. frá Spartanburg þ.s. BMW að eigin sögn flytur út 70% framleiðslunnar.

--Þannig þurrkar Trump líklega út nær allan útflutning bifreiða frá Bandaríkjunum.
--Meðan að einungis yrði mögulegt að stunda innflutning á allra dýrustu týpum lúxus bifreiða.

Þannig að plútókratarnir halda áfram að kaupa innflutt - meðan almenningur mundi ekki lengur eiga þess kost innan Bandaríkjanna.

--Stefna Trumps lítur í vaxandi mæli út eins og stefna um lokað hagkerfi.
--En það þíddi að sjálfsögðu mikið tap í störfum í útflutningsgeirum, samtímis að hækkun vöruverðs mundi keyra niður neyslu innan Bandaríkjanna - þannig líklega fækka hressilega störfum við verslun og þjónustu.

Þarna á ég við lækkun lífskjara! Og fjölda-atvinnuleysi að nýju. Þeir sem einna helst missa vinnuna væru einmitt verkafólk er margt hvert virðist hafa kosið Trump -- sbr. verkamennina í Spartanburg þ.s. BMW rekur sína verksmiðju.

  1. Ég á mjög erfitt með að trúa því að slíkri stefnu verði haldið fram til langframa innan Bandaríkjanna -- eftir að afleiðingar hennar liggja fyrir, og margar milljónir til viðbótar eru atvinnulausar, akkúrat verkafólk að stærstum hluta.
  2. Bendi á að Hoover forseti á sínum tíma tapaði fyrir Roosevelt er tók við sem forseti, síðast þegar bandarískur forseti gerði tilraun til að vernda bandarísk störf með tollum -- nokkrum árum eftir að Smoot-Hawley tollarnir tóku gildi hafði atvinnuleysi meir en 2-faldast, þó hafði hrunið á Wall-Street 1929 valdið efnahagstjóni á undan.

Ég ætla að leyfa mér að trúa því að Bandaríkjamenn skipti aftur um skoðun eins og þeir gerðu 1932 er Roosewelt náði kjöri. Næst fara forsetakosningar fram haustið 2020.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Snjöll greining. Aðeins eitt: Bæheimur var einu sinni hluti hins "Heilaga rómverska ríkis þýskrar þjóðar". Þá sat þýski keisarinn á tímabili í Prag. En í dag kallast Bæheimur "Tékkland". BMW er framleitt í Bæjaralandi (þýska: Bayern)!

Sæmundur G. Halldórsson , 1.7.2018 kl. 23:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæmundur G. Halldórsson , Bæjaraland - laga það.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.7.2018 kl. 01:43

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Yrði það ekki innspýting í evrópskan efnahag ef allar þessar bílaverksmiðjur snéru heim frá USA til eigin landa?  60% bílaframleiðslunnar vestra, hlýtur að muna um minna fyrir evrópskan efnahag.  Spurningin er aðeins; af hverju í ósköpunum eru evrópskir að framleiða alla þessa bíla þarna vestra?

Kolbrún Hilmars, 2.7.2018 kl. 21:05

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, þú áttar þig ekki á því að í opnu frjálsu viðskiptakerfi eru þessar ákvarðanir teknar af fyrirtækjunum sjálfum - koma stjórnvöldum ekki neitt við.

Það sem mér skilst hafi gerst er að evrópsku fyrirtækin settu upp verksmiðjur í Bandar. til að þjóna markaðnum þar - m.ö.o. framleiða þar fyrir markaðinn innan Bandaríkjanna! Þar sem jeppar voru mjög vinsælir í Bandaríkjunum þá - var það nokkru áður en vinsælda sprenging varð á jeppum í Evr.
--Þannig að Bens og BMW t.d. hafa framleitt sína Jeppa nú í Bandaríkjunum - flutt þá til Evrópu frá Bandaríkjunum.
--Öfugt gildir um fólksbifreiðar, að þær eru framleiddar í Evrópu, fluttar til Bandaríkjanna!

Í stað þess að reisa jeppasmiðjur í Evr. var metið hagkvæmara að stækka smiðjurnar í Bandar. - svo þau þjónuðu Evr. markaði einnig, en ekki bara það - heldur heimsmarkaði að auki. Á móti hafa verksmiðjur sömu fyrirtækja í Evrópu haldið áfram að smíða venjulega lúxusbíla til útflutnings, fókusað á þá framleiðslu - selt þá einnig til Bandaríkjanna á móti!

Þannig hafi þróast verkaskipting þ.s. evr. verksmiðjurnar framleiða fólksbíla - en þær bandar. sjá um jeppaframleiðsluna.
-------------------
Þetta hafi fyrirtækin ákveðið í bland af sögulegum ástæðum -- eftirspurn eftir lúxus-jeppum er eldri innan Bandar.
En einnig hagkvæmnis -- að hagkvæmara er að stækka verksmiðju sem fyrir er, en að reisa nýja.
--Kostnaður við flutninga milli landanna sé ekki það mikill að það borgi sig ekki frekar að sérhæfa verksmiðjurnar með þeim hætti.

    • Það þíðir að því hefði fylgt meiri kostnaður -- ef fyrirtækin hefðu átt að vera þvinguð til að reisa sérverkmiðju í Evr. fyrir jeppa - og aðra sérverksmiðju í Bandar. fyrir fólksbíla.
      --En stærðarhagkvæmni er raunverulegt fyrirbæri.

    --Þetta opna hagkerfi leiðir fram meiri hagkvæmni.

    Það sé engin ástæða að ætla að Evrópa hafi verið að tapa spónum úr sínum öskum út af þessu.
    Sama gildi öfugt, að það að í Bandar. hafi ekki verið af hálfu Bens og BMW framleiddir lúxusbílar - bara lúxusjeppar, hafi í engu verið tap.

    --Hagkvæmasta niðurstaða leiði alltaf til bestu útkomu fyrir neytendur - burtséð frá því hvort þeir séu bandar. eða evrópskir.
    ------------------

    Þessi hugmynd að ríkin eigi allt í einu að fara að stýra því -- hvar fyrirtækin reisa sínar verksmiðjur.
    Fara að þvinga þau til að taka aðrar ákvarðanir sem hámarka hagkvæmni.

    --Muni einfaldlega leiða til aukins kostnaðar fyrir neytendur - burtséð frá hvort þeir eru í Bandar. eða Evrópu.

      • Samkeppnishæfni skili mun meiru - en slík pólit. afskipti.

      En slíkar ákvarðanir hljóta að minnka samkeppnishæfni iðnaðarins gagnvart samkeppni iðnaðar frá þriðju löndum, ef pólit. afskipti leitast við að þvinga fyrirtækin til ákvarðana er leiða fram aukins kostnað.
      --Slakari samkeppnishæfni að sjálfsögðu bitnar á störfum - með þeim hætti að fyrirtæki með hærri rekstrarkostnað vegnar ekki eins vel, eru líklegri að lenda í taprekstri - jafnvel gjaldþroti, hið minnsta vaxa hægar og fjölga síður störfum.
      --------------
      Þessi hugmynd að pólitíkusar ákveði hvar verksmiðjur séu -- sé afar skammsýn.

      --Bandarískir hægri menn hefðu á árum áður kallað slíkt, sovétvæðingu.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 2.7.2018 kl. 23:23

      5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

      Þakka þér fyrir þessar upplýsingar, Einar.  En mér finnst samt einhver mótsögn þarna því pólitíkusar ákveða rekstrarumhverfið í sínum löndum en framleiðslufyrirtækin velja svo besta kostinn.  Ef Trump þrengir að erlendum fyrirtækjum vestra þá fara þau bara sjálfviljug aftur heim.  Mig minnir að eitthvað svipað hafi verið í gangi þegar Japan var á toppnum með umsvif sín í USA fyrir nokkrum áratugum.

      Kolbrún Hilmars, 3.7.2018 kl. 14:37

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (26.4.): 47
      • Sl. sólarhring: 139
      • Sl. viku: 399
      • Frá upphafi: 847040

      Annað

      • Innlit í dag: 43
      • Innlit sl. viku: 377
      • Gestir í dag: 43
      • IP-tölur í dag: 41

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband