Trump hótar tollum á allan innflutning Kína til Bandaríkjanna!

Ég er ekki viss hvaða viðbótar spil Trump hefur á hendi - hingað til eru þetta allt hótanir nema tollur á ál 10% og stál 25 prósent er hefur komist þegar til framkvæmda og gildir fyrir öll ríki heims jafnt. Frá föstudag tekur gildi tollur upp á 34ma.$ á Kína og síðar tekur viðbótar upp á 16ma.$ gildi á Kína.

Fyrir utan það, hefur Trump hótað 200ma.$ á Kína strax - ef Kína svarar þeim tollum er taka gildi á næstunni, með tollum á móti. Síðan hafði hann sagt nýlega, að hann mundi geta síðar bætt enn í um 200ma.$.

En á fimmtudag, sagði hann mundi í það síðara skipti bæta við 300ma.$ - sem þíddi að þá væri kominn tollur á gervallt innflutt frá Kína til Bandaríkjanna: Trump says U.S. tariffs on Chinese goods could exceed $500 billion. Utanríkisráðherra Kína fordæmdi aðgerðir Trumps: China foreign minister slams trade protectionism as short-sighted, damaging.

 

Trump virðist staðfastur í trúnni - Kína gefi eftir!

Hann virðist greinilega álíta að leiðin til snöggrar eftigjafar - sé að hrúga upp tollhótunum á tollhótanir ofan. Að menn sjái sæng sína upp breidda - biðjist vægðar.
--Síðan muni Trump eins og sigurvegari í stríði, tjá skilmála uppgjafar.

Mín tilfinning er að Trump hreinlega hugsi málin með þetta einföldum hætti.
Hann hafi líklega í engu kynnt sér - menningu sinna gagnaðila, eða innanlandspólitík.

  1. Sannast sagna ef þetta er rétt greind skoðun Trumps, þá held ég hann ofmeti sína stöðu.
  2. Ef málið er einungis skoðað út frá innflutningi vs. útflutningi - þá hefur Kína mun minna svigrúm til viðbragða.
    --Hinn bóginn eru mjög verðmæt fyrirtæki starfandi innan Kína, nokkur þeirra bandarísk.
    --Mikið af tekjum bandarískra risafyrirtækja kemur erlendis frá!
  3. Ég mundi ætla að þar fari viðkvæmt atriði fyrir Bandaríkin. Vegna þess hversu dugleg þau hafa verið að koma sér fyrir erlendis.

Engin leið er að vita hvernig Kína bregst við.
Það eina sem ég er viss um er - að Xi Jinping mun ekki gefast upp.

--Sennilega sé hreinlega að, þar sem Xi er búinn að tryggja sér lífstíðarráðningu sem landstjórnandi Kína -- að hann einfaldlega bíði Trump af sér.
--Semji síðan við næsta forseta Bandaríkjanna!

Hversu langt Kína tekur viðskiptastríðið af sinni hálfu - hef ég ekki hugmynd um.
En starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína - er einn tæknilegur möguleiki.
En það getur einnig verið að Xi - velji að hrófla ekkert við þeim.

Láti málin einfaldlega standa - með gagnkvæma tolla á allan innflutning frá hvoru landi.

 

Niðurstaða

Mig grunar að það geti verið í takt við kínverska menningu - að leysa málið með Trump einfaldlega með því að - semja ekki við hann, bíða hann af sér. Trump fái í mesta lagi 8 ár - óþarfi sé þó að gera ráð fyrir að endurkjör 2020 sé öruggt.

Þar sem Kína sé með langtímaáætlanir um efnahagsuppbyggingu, virðist mér að bíða Trump af sér - hreinlega geta verið nothæf nálgun.
--Kannski sú líklegasta!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þér virðist vera lagið að leggja hug þinn við "neikvæðar" aðstæður.

Kína er "hótun" við allt mankynið.  Kína, Indland og Afríka. Mannfjöldin á þessum svæðum er ógnun við siðmenningu ... en verra er ákveðin "gróðaöfl" á Vesturlöndum sem vilja nýta sér Kína, Indland og Afríku sem vinnuafl til að framleiða ódýrar vörur, sem framleiddar eru á "þrælavinnu".

IKEA er eitt af slíkum fyrirtækjum, sem nýtti sér vinnuafl í austur þýskalandi, og núna í mörgum þriðja heims ríkjum.

Það sem Trump "segist" ætla að gera, er alveg hárrétt ... en Trump er viðskiptamaður, og hann er ekki að þessu til að setja jafnvægi á ... eins og hann á að gera, heldur mun hann semja til að afla Bandarískum fyrirtækjum vinnu. Kína og Bandaríkin eru í samningaviðræðum, þar sem Kína mun kaupa Bandarískar vörur til að setja jafnvægi á vöruhalla milli landanna. En ÞÚ, ÉG og börn okkar munu tapa af þessu.

Kína akkúrat núna, stendur fyrir stórvægilegum umhverfisspjællum ... þeir dreifa eiturefnum í loftið, til að breita loftslaginu og valda rigningum í Kína ... á okkar kostnað. Bandaríkjamenn gerðu slíkar ransóknir fyrir áratugum síðan, sem olli uppskerubrestum í austurhluta Evrópu. Og, falli Sovétríkjanna sem afleiðingu þess.

Trump SEGIST gera það sem RÉTT er ... en hvorki af réttum ástæðum, né mun hann ganga nægilega langt til að skapa jafnvægi ... þetta er bara "peningamál" í hans augum.

Örn Einar Hansen, 6.7.2018 kl. 05:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, Geisp. Eins og vanalega einkennast athugasemdir þínar af harkalegum fordómum.

1. Algerlega útilokað að stefna Trump geti leitti til aukinnar vinnu í Bandar. - Þ.e. engin óvissa hvernig slík tollastríðsstefna virkar því hún hefur áður verið reynd t.d. af Bandar. í tíð Hoovr forseta. Tollastríðsstefna hefur alltaf tilteknar afleiðingar - þ.e. tollar á innflutt hækka verð á innfluttu sem lækkar lífskjör heimamanna - fækkar störfum við verslun og þjónustu. Tollar sem aðrir á móti setja á útflutning - fækka störfum við innflutning.
2. Þetta þíðir á mannamáli - er hagkerfið er skaðað útflutningsmegin - eftirspurn innan hagkerfis er sköðuð -- að þá fjölgar atvinnulausum um nokkrar milljónir - ef miðað er við land á stærð við Bandar. Það auðvitað umpólar hagvexti í kreppu.
3. Útflutningsaðilar frá Bandar. - eins og á 4. áratugnum rökrétt flytja hluta starfsemi frá Bandar. Vegna þess þeir reka fyrirtæki, þá færa þeir starfsemi inna fyrir tollvernd þeirra þjóða - sem hafa tollað á móti nýjum tollum Trumps.
4. M.ö.o. leiði stefna Trumps ekki til fjölgunar verksmiðja í Bandar. - heldur fækkunar þeirra.

Ekkert við þessa stefnu getur fjölgað störfum í Bandar. - einungis fækkað þeim.
--Þ.e. ástæða af hverju Hoover forseti er ekki álitinn einn af mestu forsetum Bandar.
--Því hann leiddi yfir Bandar. dýpstu kreppu sem Bandar. hafa undirgengist sl. 100 ár.

Þegar Trump endurtekur Hoover - eftir allt saman er Trump að endurtaka stefnu Hoover forseta nokkurn veginn lið fyrir lið - þá að sjálfsögðu endurtakast sömu afleiðingar fyrir Bandar. - nokkurs konar efnahagslegt sjálfsmorð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.7.2018 kl. 11:25

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Gott svar, og sammála mörgum athugasemdum þínum.

1. Að vísu, en athugaður samninga Bandar og Kína, hvað varðar olíuleiðslur milli Alaska og Kína.

2. Runavægi sýnir annað, athuga Þýskaland fyrir heimstyrjöldina. Hitler hafði skapað geigvænlega aukningu innan landsins. Nú geng ég út frá því, ad Trump sé "örlítið" gáfaðri en Hitler og muni ekki ganga álíka langt ... eða, ég vona ekki.

3 o 4. Þetta er eitthvað sem tíminn mun leiða í ljós, og spurningin hér er hvort Trump takist að þvínga fram samkomulag. Takist honum það, eykst vinna innan Bandar. mistakist honum þetta, verður annað á teningnum ... spurningin er, eru Bandaríkin nógu sterk til að þvinga með hernaði sinn vilja. Vandamálið hér er, er að Kína verður ekki nógu sterkt fyrr en um 2040-50.  Rússland verður ekki nógu sterkt fyrr en um 2020 eða eftir 2 ár.

Þess vegna er mjög líklegt að Trump muni takast þetta, alveg sérstaklega ef honum tekst að komast að samkomulagi við Putin.

Örn Einar Hansen, 7.7.2018 kl. 16:11

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Af hverju ekki að setja tolla á innflutning frá Kína?  Jafnvel fínustu verslanir vestra selja vörur "framleitt í kína".  Ef til vill tímabært að jafna vöruskiptin og koma framleiðslunni heim, hvar sem heima er svo.  Reyndar hafa margir kvartað undan eftirhermuþjófnaði þeirra austurlensku, ekki síst ítalskir sem eiga snilldarhönnuði. En það er sjálfsagt ekki meginmálið nú - heldur útvistun á framleiðslunni.

Kolbrún Hilmars, 7.7.2018 kl. 17:33

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, hættu þessu rugli með leiðslu milli Bandar. og Kína -- líttu á landakort; slík leiðsla getur aldrei verið reist. Kostnaður við það langa leiðslu, væri slíkur að ólíklegt að hún mundi borga sig á 100 árum - fyrir utan að það tæki sennilega 20 ár að reisa leiðslu af slíkri óskaplegri lengd. Þetta verðir aldrei gert -- sprenghlægilega óraunhæf hugmynd.

Hitler hóf allsherjar hvervæðingu - það var aðferð hans við útrýmingu atvinnuleysis. Hann var ekki að því sem efnahagsaðgerð heldur sem stríðsundirbúning. Hervæðing er í eðli sínu -- óskaplega kostnaðarsöm aðgerð kostuð af ríkinu og skattgreiðendum. Milli Hitlers og efnahagsaðgerða Trumps - er nákvæmlega ekkert samhengi.

Þegar hefur HarleyDavidson ákveðið að flytja framleiðslu frá Bandaríkjunum - sem sinnir Evrópumarkaði. Á 4. áratugnum opnuðu öll stóru bandarísku fyrirtækin - verksmiðjur í helstu löndum Evrópu. Þetta eru algerlega rökrétt viðbrögð fyrirtækja sem vilja halda markaðsstöðu sinni á erlendum mörkuðum - að þegar tollamúrar rísa móti þeim; reisa þær verksmiðjur að baki þeim múrum. Trump getur ekki hindrað önnur lönd í því að tolla á móti -- hann hefur nú valið tollastríð við ESB, Kanada og Mexíkó, Kína - allt í einu. Og þegar 25% tollar hans á bifreiðainnflutning taka gildi, bætis hann Suður-Kóreu og Japan við hóp ríkja sem hann hefur hafið tollastríð við.
--Með tollastríði við alla sem selja bíla til Bandar. - þá lokar hann samtímis á alla útflutningsmöguleika Bandar. til þeirra sömu landa.
--Þá flytja fyrirtækin sig inn fyrir þá tollmúra frá Bandar. - eins og á 4. áratugnum.
Þú getur ekki nefnt nokkur rök fyrir því af hverju það er ólíkleg útkoma.

Á 4. áratugnum leiddi sambærileg tollastefna til þess að atvinnuleysi meir en 2-faldaðist á nokkrum árum, og bandaríska hagkerfið fór í þann langsamlega mesta efnahagssamdrátt sem Bandaríkin hafa gengið í gegnum sl. 100 ár. Auðvitað þess vegna hefur enginn Bandaríkjaforseti íhugað slíka allsherjar tollastríðs stefnu sl. 90 ár - fyrr en Trump kemur til, og greinilega ætlar sér að leiða fullkomlega hjá sér hvað gerðist síðast er sambærileg stefna var reynd.

--Samkomulag við Pútín væri nákvæmlega einskis virði frá efnahagslegu sjónarmiði séð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2018 kl. 17:48

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, vegna þess að það er ótrúlega heimskuleg stefna. Tollastríð einungis skapar atvinnuleysi og kreppu - eyðileggur nákvæmlega störf verkafólks, og lækkar lífskjör með akkúrat þeim hætti er mest bitnar á verkafólki. 
Það mun ekki búa til nokkur ný störf innan Bandaríkjanna - heldur fækka störfum, búa til nýtt atvinnuleysi, hækka vöruverð þannig laun fólks dugar skemur - þannig fækka störfum við verslun, þau lönd sem Trump hefur hafið tollastríð við - tolla að sjálfsögðu á móti, og þá fækkar samtímis störfum við útflutning frá Bandar.
--T.d. stefna Trumps um að setja 25% tolla á allan bifreiðainnflutning - þíddi þá að Trump bætti við Suður-Kóreu og Japan, við tollastríð sín, þegar fyrir er Trump í tollastríðum við Mexíkó, Kanada, Kína og ESB.
--Þau lönd þá öll tolla á móti, og þar með -- loka þá samtímis öll þá mörkuðum sínum gagnvart bifreiða-innflutningi frá Bandaríkunum.
--Þannig mundi sú stefnumörkun Trumps - stórskaða starfsemi bifreiðaverksmiðja innan Bandar. Sú aðgerð einsömul - líklega fækkar störfum innan Bandar. um a.m.k. milljón.

Tollastríðin hans samanlagt, líklega skila fækkun starfa um - nokkrar milljónir.

Slík ofur-atvinnuleysis-stefna hefur verið reynd áður af Herbert Hoover forseta.
Þ.e. ásstæða fyrir því af hverju enginn Bandaríkjaforseti hefur ekki eftir þann tíma reynt slíka allsherjar viðskiptastríðs stefnu sl. 90 ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2018 kl. 17:55

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þú ert að tala um rugl, en ég verð að segja að ruglið sé þín megin ...

https://oilprice.com/Energy/Natural-Gas/Is-A-Natural-Gas-Pipeline-Between-Alaska-And-China-Realistic.html

Gas leiðsla milli Alaska og Kína er ekki bara hugtak, heldur raunveruleiki.  Bandaríkin ætlast til að kína standi kostnað→nn, fyrir viðskipta halla milli ríkjanna.  Skuldir, sem Kína mun aldrei fá nema við slík viðskipti.  Kína, mun því standa að kostnaðinum en Bandaríkin fá aukin viðskipti við Kína ... augljóst, fyrir bædi ríkin.

Ég er ekki hér með að segja að þetta allt sé klappað og klárt, en er að segja að hugrenningar þínar eru ekki réttar á þeim forsendum að þú telur alltaf Trump/Putin vera "rangt", án þess að skoða nána hvað þeir eru að gera.

Örn Einar Hansen, 8.7.2018 kl. 00:26

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, þú ættir að lesa greinina betur - en þar stendur greinilega að talað er um leiðslu frá tilteknu gassvæði niður á strönd í Alaska, m.ö.o. ekki gasleiðslu alla leið til Kína. Enda væri þess konar leiðsla algerlega út í hött. Talað um leiðslu 800 mílna löng.
--Segðu mér, hvað eru mörg þúsund km. frá Alaska til Kína?
--Augljóslega liggur 800 mílna leiðsla ekki alla leið frá gasvinnslusvæði í Kanada til Kína.
-------------
Síðan er hafið viðskiptastríð milli Bandar. og Kína. Bandaríkin og Kína eru ekki að semja um ný viðskipti á sama tíma.
--Fyrir utan að fréttir hafa borist af því að Kína íhugi álagningu tolla, á allan innflutning eldsneytis frá Bandaríkjunum, m.a. sem svar við tollum Trumps.
--Sem að sjálfsögðu mundi loka á öll viðskipti um gas eða olíu, svo lengi sem þau viðskiptaátök standa yfir.

Pútín hefur ekkert upp á að bjóða út frá efnahagslegum sjónarhóli fyrir Bandaríkin. Rússland skiptir Bandar. efnahagslega nákvæmlega alls engu máli, þau lönd hafa nær engin viðskipti. Bandaríkin vanhagar ekki um nokkurn skapaðan hlut, sem Rússland hefur.
--Það blasa því ekki við nokkur rök fyrir viðskiptum þeirra á milli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.7.2018 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband