Donald Trump og Jean-Claude Juncker lísa yfir sameiginlegu vopnahléi - viðskiptastríð í pásu og samningar taka við

Ég velti fyrir mér hvort sameiginlegar yfirlýsingar bandarísku bifreiðaframleiðendanna höfðu einhver áhrif - en General Motors, Chrysler og Ford komu öll fram með svokallaða arðsemisaðvörðun til markaðarins rétt fyrir fund Trumps og Juncker.
--"The big three" vöruðu við því að ef tollamúrar mundu skella á bifreiðaviðskipti, mundi það valda verulegu viðbótar tjóni fyrir þeirra stöðu.

Ford joins GM and Fiat Chrysler in trade war warning

Trump, EU leader pledge to cut trade barriers, hold off on further tariffs

US and EU declare ceasefire in their trade war

US-EU agree on new talks to ease trade tensions

  1. Jean-Claude Juncker: "We agreed today, first of all to work together toward zero tariffs, zero non-tariff barriers, and zero subsidies on non-auto industrial goods,"
  2. Donald Trump: "As long as we are negotiating, unless one party would stop the negotiations, we will hold off further tariffs," - "And we will reassess the existing tariffs on steel and aluminum."

Trump virðist hafa samþykkt að falla frá hótun um 25% tolla á innfluttar bifreiðar og innflutning á íhluti í bifreiðar - a.m.k. að sinni.

Með því að samþykkja að hefja viðræður við ríkisstjórn Trumps - féll ESB frá fyrri afstöðu að neita að ræða meðan Bandaríkjastjórn hefði ekki fallið frá öllum sínum toll aðgerðum fyrst, sbr. tollum á ál og stál.

ESB virðist hafa samþykkt einnig á móti, að kaupa verulegt magn af - náttúrugasi frá Bandaríkjunum, atriði sem Trump hefur verið hugleikið - ekki kemur þó fram í hvaða magni.

Trump hélt því fram að Evrópa mundi nú kaupa fullt af soija baunum - en bandarískir bændur hafa verið að beita hann vaxandi þrýstingi upp á síðkastið, spurning hvort það hafði þessi áhrif.

Til staðar virðist sameiginlegur rómur um að - vinna að endurbótum á Heimsviðskiptastofnuninni.

  • Skv. þessu hafa báðir aðilar nokkuð gefið eftir!

 

Spurning hvort þetta er snögg stór stefnubreyting hjá Trump

En tal um að uppfæra "WTO" - vinna að málum tengdum vörn fyrir þekkingu í eigu fyrirtækja, eru atriði sem ESB hefur viljað vinna að innan stofnunarinnar.
En áður en Trump hóf viðskiptaátök hafði ESB boðið Trump að vinna að sameiginlegum umkvörtunaratriðum í samhengi stofnunarinnar -- í því skyni að beita Kína þrýstingi sameiginlega.

  1. Ímsir hafa verið að benda á að það væri ósnjallt fyrir Bandaríkjastjórn, að hafa hafnað því boði.
  2. Að hafa þess í stað hafið viðskiptastríð samtímis við Kína og ESB.

En það virðist nú aftur skapast sá hugsanlegi möguleiki, að ESB og Bandaríkin -- slíðri sverðin, og vinni að þeim atriðum þ.s. báðir aðilar eru sammála um að beita um þrýstingi á Kína.

Hinn bóginn, þá blasi samt við að spennan sem hafði skapast milli Bandaríkjanna og ESB sé ekki að hverfa alveg strax - þó samþykkt hafi verið að hefja formlegar viðræður.
Liggur fyrir sá möguleiki að viðskiptastríðið hefjist að nýju síðar.

--Sennilega opnast ekki almennilega á möguleikann um samvinnu innan "WTO" fyrr en deilurnar um viðskipti milli ESB og Bandaríkjanna - eru komnar í eitthvert samkomulag.
--Í því samhengi, sé ég ekki hvernig ESB getur samþykkt kröfur Trumps um -- þ.s. hann kallar "fair trade."

  • Málið er að ég kem ekki auga á hvernig sú krafa er yfirleitt framkvæmanleg.
  1. Í alvöru, hvernig er hægt í algerlega opnu viðskiptaumhverfi, að tryggja jöfn viðskipti milli þetta risastórra viðskiptaaðila.
  2. Hafið í huga, að þau viðskipti samanstanda af sjálfstæðum ákvörðunum sennilega milljóna aðila allt frá smæstu dvergfyrirtækjum upp í risastórar fyrirtækjasamsteypur með starfsmenn mældir í hundruðum þúsundum.

--Allir þeir aðilar taka ákvarðanir um viðskipti sjálfir án þess að ræða það fyrst við stjórnvöld Bandaríkjanna eða aðildarlanda ESB.
--Það er einmitt hið eiginlega prinsipp hins opna markaðar, að aðilarnir ákveða hvað sé hagkvæmast fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig -- að það skili bestu niðurstöðu einnig fyrir heildina.
--Þessari grunn afstöðu fylgir einnig það, að fyrirtækin sjálf viti miklu betur en opinberir aðilar -- hvað sé hagkvæmt í þeirra viðskiptasamhengi.

Punkturinn er sá að ég sé ekki að unnt sé að stýra þessu - nema að falla frá opna módelinu sjálfu.
Hafa allt leifaskilt aftur, sem fylgdi gríðarleg aukning í óskilvirkni - auk mikil aukning opinberrar spillingarhættu -- en leifakerfi eru alltaf stórlega varasöm.

  • Slíku fylgi að sjálfsögðu gríðarleg aukning ríkisafskipta.
  • Að ég væri virkilega hissa -- ef bandarískir hægrimenn virkilega vilja slíkt núna.

En ekki fyrir löngu síðan hefðu þeir kallað slíkar hugmyndir - kommúnisma eða sósíalisma.

 

Niðurstaða

Fögnum vopnahléi milli Bandaríkjanna og ESB - það síðasta sem Ísland þarf á að halda er að það skapist sú spenna í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu, sem viðskiptaátök Bandaríkjanna og ESB gætu valdið, ef þau hefðu stigmagnast frekar.
--En fyrir lág hótun Trumps um 25% tolla á innfluttar bifreiðar og innflutta íhluti í bifreiðar, og ESB var búið að láta frá sér tilkinningu um hugsanlega móttolla.

Nú liggja þau átök í salti - sem getur hugsanlega leitt til þess að friður verði saminn.
Hinn bóginn sé ég ekki hvernig Trump getur fengið fram sínar ítrustu kröfur um - "fair trade" þ.s. ég sé ekki hvernig unnt sé að tryggja jöfn viðskipti í galopnu hagkerfi.

Þannig að ég hef í reynd aldrei álitið kröfur Trumps framkvæmanlegar.
Spurning hvort unnt sé að fá Trump til að átta sig á því atriði eða ekki?

--Ríkisstjórnir ESB geta hugsanlega ákveðið að kaupa gas, og falla frá tollum á soijabaunir.
--En þær geta ekki farið í það verk að smástýra ákvörðunum viðskiptalífs aðildarríkjanna.

Sjálfsagt að bjóða Trump aftur hugsanlega samvinnu innan "WTO" gagnvart Kína.
En eingöngu gegn því að samkomulag um viðskipti sem sé framkvæmanlegt liggi fyrir.

Sem þíddi að Trump yrði að gefa eftir sínar meginkröfu, sætta sig við það að fá ekkert mikið umfram einhverjar tollalækkanir - auk þess að ESB kaupi eitthvað verulegt magn af gasi.

Hægt væri að ganga frá þannig samkomulagi líklega með hraði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þeta heitir á mannamáli skilyrðislaus uppgjöf.

Trump fær allt sem hann krafðist,en Junker ekkert nema að Trump lofar að hætta  að berja  á Evrópu ,í bili.

Fyrir hálfum mánuði sótti Trump 45 milljarða dollara í hernaðarútgjöld til Evrópuríkjanna.  

Í dag kúgar hann Evrópu til að kaupa rándýrt gas og leggja niður tollvernd.

Og Trump á eftir að koma og sækja meira,miklu meira. Hann er ekki hættur.

Það er ekki bjart yfir Evrópu í dag,en svona fer ef menn gerast leppríki og hafa þann status í áratugi.

Líf leppríkisins er ekki mikils virði þegar á herðir.

Borgþór Jónsson, 26.7.2018 kl. 22:52

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Trump er bisnessmaður, þekkir markaðinn út og inn, veit hvenær á að þrýsta á og hvenær á að gefa eftir.  ESB snýst um pólitík. Þeir Juncker voru annars miklir mátar á blaðamannafundinum.

Kolbrún Hilmars, 26.7.2018 kl. 23:26

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þetta þusar þú meðan ekkert er frágengið nema það eitt - að líst hefur verið yfir vopnahléi. Klárlega ef Trump hefur viðskiptaátök að nýju - er ekkert samkomulag, tollar detta inn aftur, og engin verða gaskaupin. Fyrir utan að ekkert hefur verið gefið út um hvaða samkomulag akkúrat standi til boða, enda samræður ekki hafnar.
--Þetta kallar maður hjá þér - að skálda í eyðurnar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.7.2018 kl. 04:52

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, bandarískir bændur voru að beita hann þrýstingi, sama gilti um stærstu fyrirtæki Bandar.
--Stundum bogna menn undan slíku.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.7.2018 kl. 04:53

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góðar pælingar Einar. Ég veit að þeir hafa verið í startholunum með jarðgas frá Alaska en það er löngu komið leifi fyrir gasleiðslu frá olíulindunum við Baufortshaf suður til Kyrrahafs eða Valdes.

Þeir geta ekki byrjað fyrr en þeir hafa kaupanda og líka að verðið sér rétt. Þeir bíða líka með að dæla upp olíu upp úr þessu svæði þar sem verðið er ekki hagstætt.

Það er dálítið skrítið að stór hluti af Alaska olíunni fer til Japans á meðan þeir kanarnir kaupa sjálfir olíu frá Saudi Arabíu. Þetta er Trump að laga.  

Valdimar Samúelsson, 27.7.2018 kl. 20:45

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump er bissnessmaðurþ Þessvegna treysti ég honum fyrir heimsfriðnum betur en Hillary mokkru sinni. Og Pútín er líka praktískur maður. Þessvegna munu þessir tveir ná saman mannkyni til heilla þótt vandasamt sé að stýra stórveldum í samkeppni.

Halldór Jónsson, 28.7.2018 kl. 01:00

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson, ég er ekki alveg að sjá að það eitt að hafa stundað viðskipti geri menn klárlega traustverðari - enda sýnir saga viðskipta að þar eru margir slæmir þrjótar, með sama hætti og þar finnast samtímis einstaklingar af háum gæðum. Trump hefur mjög brokkgenga viðskiptasögu - er greinilega áhættufýkill ef maður miðar út frá 4-gjaldþrotum -- ég hef lesið lýsingar á sumum þeirra, stundum magnað hvað honum kom til hugar að gæti verið sniðugt, en reyndist síðan ekki vera. Það sé m.ö.o. að það sé samtímis galli og kostur - að hann ákveður sig snöggt. Gallinn klárlega sá að hann virðist taka ákvarðanir án djúprar íhugunar - er hafi leitt hann til mistaka á hans viðskiptaferli - sum þeirra töluvert alvarleg, síðan hafi skjótar ákvarðanir einnig stundum leitt til góðs árangurs.
--Þannig hann er maður er getur gert sniðuga hluti -- en hann á einnig að baki sér sögu mistaka er hafa leitt yfir hans viðskiptaveldi töluvert stór tjón. Þannig miðað út frá hans viðskiptasögu --> Er ég á þeim grundvelli langt í frá sannfærður um ágæti hans ákvarðana.
--En ef þú ert með risaríki á þinni ábyrgð, getur hans nálgun á ákvarðanir - reynst dýrkeypt ef hann heldur áfram sinni nálgun, að taka ákvarðanir snöggt og að virðist - án djúpra pælinga.
--Þannig virðist mér nálgun hans einmitt vera!
Það þíðir að það sama á þá við og hans viðskipti -- það geti skilað árangri, óvæntum góðum -- en einnig leitt til alvarlegra mistaka.

Ég held að í samanburði hefði Clinton verið miklu mun varfærnari stjórnandi - líklega gefið sér langan tíma til ákvarðanatöku. Höfum í huga að eiginmaður hennar -- er líklega einn af bestu forsetum Bandaríkjanna á seinni hluta 20. aldar -- enginn forseti hefur náð betri árangri með fjárhagslega stjórnun bandaríska ríkisins. 
--Allir forsetar eftir hans dag hafa rekið ríkið með halla - þar á meðal Trump, þó Trump sé staddur með ríkið nærri toppi á hagsveiflu. Þá á ekki að vera halli. 
--Sami galli var á ráði Bush forseta yngri, meðan faðir hans - Bush eldri var mun varfærnari stjórnandi, og ágætur forseti að mínu mati.

Mér finnst betra að stjórnendur ríkja séu varfærnir.
En verulega áhættusæknir.

Ég treysti alls ekki Pútín - hann vilji Bandaríkjunum ekkert gott, allt illt sé sennilegra.
Tilboð frá honum þurfi að skoða sambærilega og þjóðsagan segir um tilboð frá kölska sjálfum.
--Hann sé "Russia first" -- hann veit að Rússland getur ekki unnið með í krafti styrks síns.
--Þess vegna sé Pútín í dag að vísvitandi að stunda undirróður innan annara landa, í tilraun til að veikja þau innan frá. Ég álít ákarnir um tilraunir til slíka innan Bandaríkjanna - og innan Vesturlanda yfirleitt, trúverðugar.

Það sé alfarið í takt við Pútín, sem gamall leyniþjónustumaður - sé leið undirróðurs væntanlega aðferð sem hann kunni. 
--Það sé einfaldlega ekki mögulegt að mínu mati að treysta Pútín.
--Hann muni svíkja hvert það samkomulag sem gert sé við hann, fyrsta daginn og hann meti að svíkja það mundi skaða Bandaríkin og Vesturlönd hvað mest.

Rás atburða í Úkraínu - að Pútín sveik þá samkomulag þ.s. Rússland tryggði um aldur og æfi landamæri Úkraínu --> Að allar fullyrðingar frá Rússlandi um meint rök fyrir þeirri ákvörðun, hafa öll verið meira eða minna á þá leið --> Að þau svik hafi verið nauðsynleg fyrir hagsmuni Rússlands.
--Sýni þessi viðhorf Pútíns svart á hvítu.

Að það sé engin leið að treysta honum.
M.ö.o. um leið og hann telji það mest skaða Bandaríkin - muni hann reka rítinginn í bakið, svíkja hvaða samkomulag Trump mundi hugsanlega gera við hann.

Það á einfaldlega ekki að semja við Pútín um nokkurn skapaðan hlut.
Ég er ekki sammála því að hann sé - praktískur.
--Hann virðist frekar vera - hugmyndafræðilegur andstæðingur Vesturlanda, og á hinn bóginn nær ofstækisfullur rússn. þjóðernissinni - er víli ekkert fyrir sér í því markmiði að gera það sem hann telji - efli Rússland á kostnað hagsmuna Bandar. og annarra Vesturlanda.

    • Vesturlönd eigi sem allra minnsta að ræða við hann.
      --Því ekkert sem samið væri um við hann, væri nokkurs virði.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 28.7.2018 kl. 13:31

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (19.3.): 0
    • Sl. sólarhring: 7
    • Sl. viku: 40
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband