Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018

Gæti Trump startað heimskreppu?

Ég hef velt þessu fyrir mér áður. En það má vel velta í dag upp sviðsmynd er gæti leitt fram hugsanlega kreppu!

 

Viðskiptastríð Trumps!

Flest alþjóðafyrirtæki Bandaríkjanna hafa undanfarið varað við tjóni af völdum viðskiptastríðs - ein nýjasta aðvörunin kemur frá GM: General Motors sounds warning on Trump tariff plans.

Stjórn GM segir að tollar muni hækka verðlag á bifreiðum framleiddar innan Bandar. sjálfra - vegna þess að í dag sé mikið af íhlutum aðkeyptir erlendis frá í bifreiðaframleiðslu Bandaríkjanna.

Stjórn GM segir að tollarnir muni draga úr samkeppnishæfni GM í alþjóðlegu samhengi.

--Svipað hljómandi aðvaranir hafa komið frá fjölda fyrirtækja.

En eitt mikilvægt atriði er að íhluti er ekki endilega mögulegt að skipta um með fljótlegum hætti -- en í dag tíðkast að þróun íhluta er oft gerð samhliða þróun bifreiðar.
Það þíðir gjarnan -- að ekki sé til sambærilegur íhlutur annars staðar frá!

Það þyrfti þá að standa fyrir breytingu á framleiðslu -- að sjálfsögðu misjafnt hversu flókið ferli það mundi geta verið!

--Sem dæmi Boeing 787 Dreamliner - er með væng framleiddan í Kína. Það mundi örugglega taka nokkurn tíma að fá væng annars staðar frá!

  • A.m.k. til einhvers tíma breytilegan frá tilviki til tikviks er það a.m.k. rétt að íhlutir að utan hækka innlendan framleiðsukostnað -- eftir að tollar hafa skollið yfir.
  • Líklega er unnt að skipta um framleiðanda á íhlut - sem mundi fylgja nýr kostnaður tekur misjafnlega langan tíma eftir tilvikum, en á einhverjum enda vissulega gerlegt.

Hinn bóginn stendur Trump frammi fyrir kosningum til Fulltrúadeildar nú í haust.
Og kosningum til annars kjörtímabils haustið 2020, m.ö.o. einungis rúm 2 ár héðan í frá!

Í þeim tímaramma grunar mig að ólíklegt sé annað en að ofrangreind áhrif séu inni.
----------------

Fyrir utan þetta, þá auðvitað skaða viðskiptastríðin með þeim hætti - að aðrar þjóðir tolla á móti, sem skaðar útflutning Bandaríkjanna sjálfra!

Meðan að tollar Bandaríkjanna sjálfra á innfluttar vörur, líklega hækka vöruverð og lenda á innlendum neytendum!

--Ef við skoðum sama tímaramma þ.e. þingkosningar nk. haust - forsetakosningar 2020.
--Þá virðist manni að ósennilegt sé að Bandar. geti skipt algerlega um viðskiptaaðila í þeim tímaramma, hafandi í huga það viðskiptamagn sem sé nú tollað.

 

Aðgerðir gegn Íran!

Þær aðgerðir eru líklega að leiða til hærra olíuverðs, eða hvað?

Donald Trump: "Just spoke to King Salman of Saudi Arabia and explained to him that, because of the turmoil & disfunction in Iran and Venezuela, I am asking that Saudi Arabia increase oil production, maybe up to 2,000,000 barrels, to make up the difference ... Prices to high! He has agreed!"

Trump says Saudi Arabia has agreed to up oil output

Trump says Saudi king agreed to raise oil output by up to 2 million barrels

"We will be in uncharted territory. While Saudi Arabia has the capacity in theory, it takes time and money to bring these barrels online, up to one year,"

"The Trump administration is pushing countries to cut all imports of Iranian oil from November when the United States re-imposes sanctions against Tehran..."

Um daginn var erindreki bandarískra stjórnvalda í heimsókn á Indlandi þ.s. forsætisráðherra Indlands var beðinn um að hætta viðskiptum við Íran.

Hvort að Modi verður að þeirri beiðni er óþekkt!

ESB hefur verið að skoða aðgerðir til að aðstoða Íran. Vitað að Kína hefur einnig verið með aðgerðir til íhugunar -- hvorki liggur fyrir hvað ESB hugsanlega gerir né Kína.

Eitt hefur þó verið ljóst að ESB hefur lýst yfir andstöðu við aðgerðir Trumps gegn Íran.
Það hefur Kína einnig gert!

  • Íran framleiðir skv. netleit 2,6 milljónir fata af olíu per dag.
  • Íran ætlaði að auka framleiðslu um a.m.k. milljón föt eða meir, en líklega verður ekki af því.

En fljótt á litið virðist loforð Saudi-Arabíu ekki endilega duga.
Þegar haft er í huga að olíuframleiðsla Venezúela hefur minnkað um 30% sl. 12 mánuði og er enn í samdrætti vegna áralangrar óstjórnar.

  1. Það blasir við að ef Íran er stórum hluta hindrað í að selja sína olíu.
    --Það kemur ofan á hrun olíuframleiðslu í Venezúela.
  2. Gæti orðið veruleg verðaukning á olíu.
    --Olíuverð í dag ca. 79$.

Olíuverðsprenging gæti sannarlega skaðað hagvöxt í heiminum!
Væri auk þessa skaðleg fyrir hagvöxt innan Bandaríkjanna sjálfra!

  • Ef þessi áhrif bætast ofan á tollastríð.

 

Niðurstaða

Ef aðgerðir Donalds Trumps gegn Íran - leiða aftur til olíuverðs í 100 dollurum. Það bætist síðan ofan á efnahagstjón fyrir heiminn af völdum - tollastríð Trumps við nokkra mikilvæga viðskiptaaðila Bandaríkjanna!

Þá er alveg hægt að sjá möguleika fyrir verulegt efnahagstjón fyrir heiminn.
Og fyrir einnig Bandaríkin sjálf!

--Það tjón gæti vel verið komið fram fyrir kosningar 2020.
--Eigin aðgerðir Trumps gætu því minnkað endurkjörs líkur hans.

 

Kv.


Er sökudólgur launastöðnunar hnignunar vinnuréttinda verkafólks á Vesturlöndum kannski ekki hnattvæðing - er sökudólgurinn kannski frekar útbreiðsla róbóta?

Ég ætla að færa rök fyrir því að útbreiðsla róbóta - að róbótar taki yfir sífellt fleiri einföld framleiðslustörf, sé orsök þeirrar þróunar sem skapi í dag sífellt víðtækari óánægju!
--Að laun verkafólks staðni eða jafnvel hnigni, störfum í iðngreinum fækki!
--Að sókt sé að vinnuréttindum verkafólks, réttindi þess séu í vaxandi hættu!

Ég átta mig á því að mjög vinsælt er að kenna svokallaðri hnattvæðingu um!
Stuðningur við slík sjónarmið er ekki síst að baki vinsældum stefnu Donalds Trumps!
--En ef greiningin er fullkomlega röng, að orsökin sé allt önnur.
--Þá einnig þíði það að baráttan beinist í ranga átt!

Where Did All the Workers Go? 60 Years of Economic Change in 1 Graph

Is the U.S. at peak of industrial production?

Most Americans unaware that as U.S. manufacturing jobs have disappeared, output has grown

Mynd sýnir skýrt fækkun starfa meðan aukning er í framleiddu magni

Vísbending, sl. 30 ár hefur iðnframleiðsla í Bandaríkjunum 2-faldast, meðan verkafólki hefur fækkað nær um helming!

Mér virðist ekki önnur skýring koma til greina en að slíkt skýrist af hægri en öruggri aukningu útbreiðslu róbóta við framleiðslustörf!

En rökrétt er að róbótar fækki verkamönnum í verksmiðjum sem taka róbóta í notkun.
Þannig að róbótar útrými með beinum hætti - verkamannastörfum.

Rökrétt að unnt sé að róbótvæða - fækka fólki - samtímis auka framleiðslu.

Þegar verksmiðjur róbótvæða, þá eðlilega er bætt við sérfræðimenntuðum tæknifræðingum, samtímis og almennu verkafólki er fækkað

Mynd sýnir aukningu iðnframleiðslu í Bandar. flest ár eftir Seinna Stríð

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/manufacturing_1947_2007.png

Það sem Donald Trump kallar sönnun fyrir hnignun bandarískrar framleiðslu!

"As a share of the overall workforce, manufacturing has been dropping steadily ever since the Korean War ended, as other sectors of the U.S. economy have expanded much faster. From nearly a third (32.1%) of the country’s total employment in 1953, manufacturing has fallen to 8.5% today."

  1. Það er óumdeilt staðreynd að störfum hefur fækkað mjög mjög mikið - ef menn rekja sig alla tíð aftur til 1953.
  2. En þetta er ekki vegna framleiðslu-hnignunar, heldur vegna tækniframfara!
  • Eins og sést á myndinni fyrir ofan - þá er það einfaldlega fullkomlega rangt að framleiðslu í Bandaríkjunum hnigni eftir 1953.
  • Þvert á móti hefur framleiðslan meir en 5-faldast í magni til síðan 1953.

Það þíðir að sjálfsögðu ekki að Bandaríkin séu að framleiða sömu hlutina og þá.
Sumt hefur sannarlega hætt innan Bandaríkjanna - farið annað!
En í staðinn hefur komið framleiðsla í öðru - annars gæti það ekki staðist þ.s. tölur sýna að á sérhverjum áratug frá 1950 sé mæld nettó aukning framleiðslu.

--Það sem myndin sýnir ekki er að 2018 eru Bandaríkin komin yfir síðasta topp.

  1. Auðvitað er þetta ekki róbótvæðing allan tímann - róbótvæðing hafi hafist fyrir ca. 30 árum, en á undan því - þurfi að skýra aukningu framleiðslu samtímis og störfum fækkar, með bættum vinnuaðferðum, bættir framleiðslutækni sem ekki sé róbótísk á þeim tíma.
  2. Hinn bóginn sé full ástæða að ætla að róbótvæðing sé raunveruleg sl. 30 ár.

 

Af hverju veldur róbótvæðing hnignun starfsréttinda? Og hnignun launa?

  1. Einföld hugsun, að með því að stuðla að minnkun þarfar fyrir verkafólk, veiki róbótvæðing þar með samningsstöðu verkafólks.
  2. Þegar yfirmenn geta hótað að útrýma störfum ef ekki sé farið að kröfum þeirra - og auk þessa að sú hótun sé trúverðug; þá verði það stöðugt erfiðara fyrir verkafólk að standa vörð um réttindi sín og laun.
  3. Þannig stuðli róbótvæðing að hnignun launa og samtímis hnignun réttinda!
  • Þessi áhrif séu líklega meir áberandi í launaháum löndum, en launalágum - því tilgangur róbótvæðingar sé ekki síst að spara kostnað við framleiðslu; því hærri sem laun séu - því stærri sé hvatinn um að skipta verkafólki út fyrir róbóta.
  • Þetta geti skýrt af hverju launastöðnun - hnignun réttinda verkafólks, gæti meir í auðugum löndum -- en fátækum.

Þar með geti róbótvæðing skýrt þá þróun að launastöðnun og réttindahrap gæti í vaxandi mæli meðal verkafólks á vesturlöndum.

 

Afar ósennilegt sé að Trump geti skapað nokkra umtalsverða fjölgun verkamannastarfa með viðskiptaátakastefnu sinni!

  1. En án nokkurs skynsams vafa mundu nýjar verksmiðjur - ef Trump tekst að sannfæra einhver fyrirtæki að færa verksmiðjur til Bandaríkjanna - vera reistar skv. nýjustu tæknu, m.ö.o. ákaflega róbótvæddar þar með, afar fátt um verkamannastörf.
  2. Á móti sé fórnarkostnaður mjðg verulegur - þ.e. nýir tollar Trumps hækki almennt vöruverð, sem minnki kaupmátt almennings í Bandaríkjunum - er hafi þá bælingaráhrif á neyslu þ.e. skapi samdrátt hennar - það fækki þá störfum við verslun og þjónustu.
    --Fyrir utan þann fórnarkostnað, bætist við sá fórnarkostnaður er fylgi tollum sem önnur lönd leggja á útflutning frá Bandaríkjunum sem svar við tollum Trumps. Þeir tollar þá skaða störf þ.e. fækki þeim við útflutning frá Bandaríkjunum.
  3. Þau störf snúi vart til baka meðan tollar Trumps og gangtollar annarra landa, eru til staðar.
  4. Þ.s. að hugsanlegar nýjar verksmiðjur -- mundu skaffa fá tiltölulega störf, og nær engin eða engin verkamannastörf.
    --Sé afar ósennilegt annað en að útkoma stefnu Trumps verði umtalsvert nettó tap starfa!
  5. Ég kem ekki auga á nokkra leið þess, að stefna Trumps sé líkleg til að hægja á þeirri öfugþróun um laun og starfsréttindi verkafólks innan Bandaríkjanna sem líklega orsakist af vaxandi róbótvæðingu -- þannig haldi sú öfugþróun áfram að ágerast hvað sem Trump tollar og leitast við að sækja nýjar verksmiðjur að utan.
    --Enda vinni stefna Trumps ekki á orsök vandans, þ.e. vaxandi róbótvæðing.

 

Niðurstaða

Eins og ég útskýri - þá er ég á því að þar sem að hnignun eða stöðnun launa sem og starfsréttinda verkafólks, auk fækkunar starfa fyrir verkafólk á vesturlöndum sl. 30 ár - sé vegna róbótvæðingar; m.ö.o. ekki af völdum hnattvæðingar. Þá muni stefna Trumps þ.s. henni sé ekki beint gegn hinum raunverulega vanda, í engu mildandi áhrif hafa í þá átt að draga úr þeim vaxandi vanda sem sé til staðar.

Þess í stað líklega búi stefna Trumps til ný vandamál, þ.e. nýja atvinnuleysisbylgju, án þess að líkur séu á að Trump nái að búa til á móti þau verkamannastörf sem hann lofaði - og án þess að nokkrar líkur séu á að stefna hans snúi við þeirri öfugþróun launa og réttinda verkafólks sem verið hefur til staðar.

Það sé vegna þess að orsakir vandans séu kolrangt greindar.
Sem leiði til þess að valdar séu leiðir sem engar líkur séu á að mildi vandann í nokkru.

 

Kv.


Matteo Salvini innanríkisráðherra Ítalíu segir skýrt Ítalía taki ekki við nokkrum flóttamanni frá öðru Evrópulandi fyrr en lausn liggur fyrir á flóttamannavanda yfir hafið til Ítalíu

Þetta kemur fram í mjög áhugaverðu viðtali: 'Within a Year, We'll See if a United Europe Still Exists'. Walter Mayr blaðamaður Der Spiegel tók viðtalið við Salvini.

 

Matteo Salvini: 

  1. Mayr - "Mr. Minister, Chancellor Angela Merkel would like to return asylum-seekers who were registered in Italy, but who traveled onward to Germany, back to Italy. Is that okay with you?"
    Salvini - "We are in second place behind Germany when it comes to the number of refugees we have accepted. We have accumulated more than 140,000 asylum cases, we cannot take on a single additional case. On the contrary, we'd like to hand over a few."
  2. Mayr - "You have spoken of your agreement with Seehofer and with your counterpart from Austria. Yet both would like to send refugees back to Italy."
    Salvini - "That's true. Both speak of protecting the borders and of rejecting those who have no right to asylum. But our common goal isn't just that of imposing a distribution of refugees on Brussels, but especially that of protecting the EU's external borders. A system like the one with Turkey in the southeast should be put in place in southern Europe too."
  3. Mayr - "our agreement with the German interior minister, in other words, is limited to the protection of the external borders. What about his desire to send back refugees to Italy?"
    Salvini - "We don't need anyone coming to us. We need people to leave our country."
  4. Mayr - "How does your position on the refugee issue fit with the French-German drafts, parts of which have already been made public?"
    Salvini - " Drafts that are written in advance by other countries and then emailed around do not conform to our way of working. Either such a thing is done together or not at all. Furthermore, I don't like the order in which things are addressed. The focus in the draft document is primarily on the immediate deportation to Italy of those who originally landed on our coasts. And only then is the future protection of our external borders addressed. For us, though, the priorities are exactly the other way around."
  5. Mayr - "What is the core of the conflict?"
    Salvini - "When someone in the EU says the Italians should first take care of everything and then we'll help, then I say: First you help and then we can talk about the rest, about distribution of refugees but also about the banking union, sovereign debt, etc."
  6. Mayr - "You say that the ships operated by NGOs, including several from Germany, should disappear from off the coast of Libya?"
    Salvini - "Definitely, yes. They support the migrant traffickers and boost the incentive to risk a crossing."
  7. Mayr - "And who should then do the work being done by the NGOs?"
    Salvini - "The Libyan, Tunisian or Egyptian coast guards."
  8. Mayr - "Does Italy consider itself to be part of the "Axis of the Willing?" Would you also be in favor of installing the first control points in non-EU countries in the Balkans?"
    Salvini - "You mean establishing hotspots not just in North Africa but also in the Balkans? Yes."
  9. Mayr - "It currently looks as though the EU will be more divided than ever at the upcoming Brussels summit. Does that worry you?"
    Salvini - "In the coming months, it will be decided if Europe still has a future in its current form or whether the whole thing has become futile. It's not just about the budget for the next seven years. Next year will see new European Parliament elections. Within one year, we will see if united Europe still exists or if it doesn't."

 

Það sem lesa má úr þessu er að Ítalía -- vill helst ekki lengur búa við Dyflinnar regluna!

En skv. henni má vísa flóttamanni aftur til - fyrsta lands í samhengi meðlimaland Schengen.
Fyrir Ísland er sú regla mjög hagstæð því Ísland er nánast aldrei fyrsta land!
Reglan er að sama skapi mjög hentug fyrir lönd Norðan við Suður-Evrópu, því löndin við Miðjarðarhaf eru nánast alltaf fyrstu lönd í samhengi flótta yfir Miðjarðarhaf.

Þannig að orð Salvini að taka ekki við einum einasta - fyrr en lausn finnst á flótta yfir Miðjarðarhaf -- sé klárt sprengiefni.
--Ég skil það að sjálfsögðu þannig að hann vísi til þeirra sem sendir eru aftur til baka til fyrsta lands skv. Dyflinnar reglunni.

 

Talað er um að setja upp svokallaðan heitan reit til móttöku flóttamanna á Balkanskaga!

Ég hugsa að lönd eins og Albanía - Króatía - Bosnía, séu vart líkleg að vera mjög áhugasöm um að gerast flóttamannanýlendur í Ítalíu stað.
--Það væri einfaldlega það að færa vandann til. Þau lönd séu ef eitthvað er, líklega verr í stakk búin að ráða við málið.

 

Salvini vill greinilega losna við skip á vegum sjálfstæðra samtaka er hafa verið að bjarga flóttamönnum af Miðjarðarhafi!

Atferli slíkra skipa virðist stór ástæða nokkurrar fjölgunar flóttamanna yfir Miðhjarðarhaf þetta ár miðað við sl. ár.
--Ég skil af hverju hann vill að strandgæslur landanna á N-Afríku sjái um málið, því þá mundu þær setja flóttamennina á land í eigin landi.

Væntanlega þyrfti þá að búa til samkomulag við þau lönd.
Og slíkt kostar algerlega örugglega eitthvað töluvert!

 

Ef marka má Salvini, er flóttamannavandamálið sett fram fyrir öll önnur vandamál af hálfu hinnar nýju ríkisstjórnar Ítalíu!

Sem sagt ekki til í að ræða bankasamband - skuldavandamál, eða önnur mál - fyrr en fundin hafi verið ásættanleg lausn að mati nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu varðandi aðgerðir til að draga stórlega úr flóttamannastraum til Ítalíu.

Ég skil ekki orð Salvini endilega þannig að Dyflinnar reglugerðin sé alveg örugglega úr sögunni - heldur grunar mig að hann setji hana upp sem skiptimynnt.

Ríkisstjórn Ítalíu geti verið til viðræður um framhald hennar grunar mig, ef skilyrðum um fækkun koma flóttamanna yfir hafið til Ítalíu sé mætt.

 

Niðurstaða

Mér virðist að nýrri ríkisstjórn Ítalíu sé fullkomin alvara. Ég á ekki von á því þó að samstarf um ESB sé raunverulega í hættu. Frekar að Salvini sé að undirstrika alvarleika málsins í huga hinnar nýju ríkisstjórnar Ítalíu - að henni sé alvara um að láta steita á flóttamannamálinu þar til að lausn finnist sem ríkisstjórn Ítalíu geti sæst á.

Það geti vart verið vafi að aðildarlöndin velja að halda áfram með sambandið, m.ö.o. þau skref verði stigin sem til þarf - ef það þíði að ganga verði til móts við kröfur Ítalíu endi mál þá sennilega með þeim hætti.

Stóri fundurinn framundan milli ríkisstjórna sambandsins verði án vafa stórathyglisverður.

 

Kv.


Trump virðist hafa haft fullan sigur fyrir æðsta dómstól Bandaríkjanna í deilu um rétt forseta Bandaríkjanna til að banna íbúum tiltekinna landa að koma til Bandaríkjanna!

Sigurinn virðist alger miðað við yfirlýsingu meirihluta 5 dómara gegn 4 á móti, sjá umsögn meirihluta: TRUMP, PRESIDENT OF THE UNITED STATES, ET AL. v. HAWAII ET AL. CERTIORARI TO THE UNITED STATES COURT OF APPEALS FOR THE NINTH CIRCUIT

  • "The President has lawfully exercised the broad discretion granted to him under §1182(f) to suspend the entry of aliens into the United States."
  • "The sole prerequisite set forth in §1182(f) is that the President “find[ ]” that the entry of the covered al-iens “would be detrimental to the interests of the United States.” The President has undoubtedly fulfilled that requirement here."

Skv. þessu er marka má afstöðu meirihluta réttarins, þá virðist mega túlka það þannig að -- tæknilega geti forseti Bandaríkjanna lokað á hvaða ríki sem er hnvenær sem er, hvenær sem honum þóknast!

US Supreme Court delivers Trump victory on travel ban

U.S. top court backs Trump on travel ban targeting Muslim-majority nations

Top US court backs Trump travel ban on Muslim-majority countries

 

Sjá hvernig rétturinn svarar því -- hvort bann Trumps sé á svig við bann útlendingalaga við mismunun skv. þjóðersni!

  • "§1152(a)(1)(A) prohibits discrimination in the allocation of immigrant visas based on nationality and other traits."
  • "Had Congress intended in §1152(a)(1)(A) to constrain the President’s power to determine who may enter the country,it could have chosen language directed to that end."
  • "Common sense and historical practice confirm that §1152(a)(1)(A) does not limit the President’s delegated authority under §1182(f)."
  • "Presidents have repeatedly exercised their authority to suspend entry on the basis of nationality."

Ég get ekki betur skilið en að æðsti dómstóll Bandaríkjanna skilgreini bannið við mismunun á grunni þjóðernis -- sem dauðan bókstaf hvað forseta Bandaríkjanna varðar.

Dómararnir ákveða að fyrst að orðalag taki ekki skýrt fram að forseti sé bundinn því bann ákvæði - þá gildi það bann þar með ekki fyrir forseta Bandaríkjanna.

Þeir hafa þá þar með skilgreint forsetann - óhindraðan þeim tilteknu lögum.

Ég man ekki eftir öðrum sögulegum dæmum - en Íran gísladeilunni 1980, formlegt ástand stríðs.

--Þetta eru áhugaverðar túlkanir dómaranna er hafa þá öðlast formlegt gildi.

 

Spurningin um það hvort tilskipun Trumps sé á svig við bann við útlendingalaga við mismunun á grunni trúarbragða!

Áhugavert að dómararnir í þessu tilviki - ganga ekki þau skref að lísa forseta Bandaríkjanna óbundinn ákvæðinu um bann við mismunun á grundvelli trúar.

Heldur einfaldlega segja Trump ekki mismuna á grunni trúar.

  • "The entry restrictions on Muslim-majority nations are limited to countries that were previously designated by Congress or prior administrations as posing national security risks."
  • "Moreover, the Proclamation reflects the results of a worldwide review process undertaken by multiple Cabinet officials and their agencies."

Þeir m.ö.o. benda á með óbeinum hætti að mörg múslimaríki séu ekki bönnuð, og að þau tilteknu lönd valin -- hafi öll verið skildreind af fyrri ríkisstjórnum eða bandaríska ríkinu, sem öryggisvá.

Fyrir utan að Donald Trump hafi fyrst fyrirskipað heildar skoðun á öryggismálum varðandi aðgengi tiltekinna hópa að Bandaríkjunum -- og metið þessi tilteknu lönd sérdeilis varasöm.

 

Niðurstaða

Trump var auðvitað ánægður með niðurstöðuna: Trump calls Supreme Court travel ban ruling 'a moment of profound vindication'

Mér virðist það áhugaverðasta við afstöðu meirihluta réttar - hvernig mér virðist hann hafa breytt gildandi lögum án þess að ræða það við Bandaríkjaþing.

En rétturinn virðist leysa málið með það atriði hvort Trump hafi brotið útlendingalög sem frá 7. áratugnum bönnuðu mismunun á grunni þjóðernis - sem mér virtist ljóst að bann á heilar þjóðir hlyti að gera, með þeim hætti - að ákveða að forsetinn væri óbundinn þeim hluta þeirra laga.

En á hinn bóginn, virðist meirihluti réttar ekki hafa tekið sambærilega ákvörðun þegar kom að hinni spurningunni, hvort bannið væri brot á banni sömu laga gagnvart mismunun á grunni trúar -- þá álykta dómararnir að svo sé ekki.
--Punkturinn er sá, að ég velti fyrir mér - af hverju forsetinn er eitthvað síður undanþeginn þeirri takmörkun fyrst þeir ákveða hann óháðan þeirri fyrri.
--Þ.s. rétturinn svarar því ekki beint verður að líta á það sem opna spurningu.

Mér virðist augljóst að annaðhvort sé forsetinn takmarkaður af báðum ákvæðum!
Eða óbundinn þeim báðum!
--En dómararnir hafa losað hann undan öðru, meðan það virðist enn opið að hann sé bundinn hinu.

Mér virðast dómararnir þarna hugsanlega ósamkvæmir sjálfum sér!

  • Það liggur a.m.k. ljóst fyrir að dómararnir hafa ákveðið að Trump má loka á komur til Bandaríkjanna þegna; Íran - Líbýu - Sómalíu - Sýrlandi og Yemen.
    --Dómararnir 5 hafa þar með veitt Trump fullan sigur í málinu!

Áhugavert er hvernig dómurinn skiptist í fylkingar er virðist eftir landspólitískum línum í Bandaríkjunum - þ.e. 5 dómarar er virðast fylgja nokkurn veginn afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna í málinu - síðan 4 dómara er virðast styðja sjónarmið gagnrýnin á tilskipun Trumps.

Þetta geti varpað hugsanlegri rírð á hlutleysi túlkunar dómaranna!
En þ.e. áhugavert hvernig þeir skera Trump úr þeirri hugsanlegu snöru að hafa brotið lög, með því að ákveða að -- spekúlera að þingið hefði viðhaft skýrara orðalag í útlendingalögum um hlutverk forseta þegar bann var lagt við mismunun á grundvelli þjóðernis, ef það hefði verið tilgangur þingsins að láta það bann ná til forseta!

En hingað til hef ég litið svo á að forseti sé undir lögum almennt.
--Það sé t.d. ekki sérstakt ákvæði í banni við morði, sem tiltaki að það bann nái einnig til forseta, sama má nefna um hegningalög almennt.
--Megin takmörkunin er sú, að einungis þingið getur réttað yfir forseta meðan hann er við völd, en að hann megi ekki fara á svig við lög.

Ég velti fyrir mér hvort æðsti dómstóll Bandaríkjanna - hafi með orðalagi sínu að forseti sé óbundinn tilteknu lagaákvæði - þar að þingið hafi ekki sérstaklega nefnt í lagaákvæðinu að forseti sé bundinn af því, skapað óvissu um það - hvort forseti Bandaríkjanna sé yfirleitt undir landslögum!
--Ef svo er gæti úrskurðurinn haft verulegar afleiðingar fyrir lýðveldi Bandaríkjanna.

Það geti þurft að svara þessu hið fyrsta!

 

Kv.


Útlit fyrir Brasilía stórgræði á viðskiptastríði sem Donalds Trump hefur ræst

Fyrsta lagi er stórfelld soijabaunarækt í Brazilíu, menn rifja upp að þegar Sovétríkin gerðu innrás í Afganistan en þá var Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna, þá setti hann innflutningsbann á korn og soijabaunir frá Sovétríkjunum.

US tariffs tip soyabean balance in Brazil’s favour

  1. Bannið hafði þá þær óvæntu hliðarafleiðingu þar sem Sovétríkiin voru í Afganistan um töluvert árabil meðan að innflutningsbanninu var viðhaldið.
  2. Að leiða til þess að fjárfestar sáu leik á borði að fjármagna stórfellda soijabaunarækt í Brasilíu -- þannig að í dag er Brasilía helsti keppinautur bandarískra soijabaunabænda.

Síðan Trump hóf viðskiptastríð gagnvart Kína sem er stórfelldur kaupandi á soijabaunum, hefur Kína m.a. brugðist við með því að setja háa tolla á soijabaunir frá Bandaríkjunum.

Það blasir þá skv. því við að Kína mun beina kaupum sínum til Brasilíu!
Hinn bóginn kaupir Kína árlega í kringum 220 milljón tonn af soijamjöli.
Meðan að stefnir í að framleiðsla Brasilíu í ár nemi 118 milljón tonnum.

Skv. því er engin leið að Kína sleppi við kaup frá Bandaríkjunum - tollar hækka þá kostnað við svínakjötsframleiðslu í Kína.
Hinn bóginn, ef maður gefur sér að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína standi yfir um árabil - eins og Sovétríkin voru árabil í Afganistan og á meðan var innflutningsbann á korn og soijabaunir frá Sovétríkjunum.
--Þá getur sagan vel endurtekið sig að Brasilía græði aftur viðskiptaátökum sem eiga upphafspunkt í ákvörðun stjórnvalda Bandaríkjanna.
--M.ö.o. að útkoma verði aukning ræktunar soijabauna í Brasilíu.

  • Það gæti leitt til varanlegs taps bandarískra bænda á markaðnum í Kína, ef maður gefur sér að viðskiptaþvingun standi nægilega lengi til þess að unnt verði að 2-falda ræktun í Brasilíu.

Þetta er ekki eina hliðarafleiðing viðskiptastríðs Trumps sem virðist geta orðið að gróða fyrir Brasilíu: US trade war with Europe hots up as Harley-Davidson shifts production

"Harley-Davidson...said its facilities in India, Brazil and Thailand would increase production to avoid paying the EU tariffs that would have cost it as much as $100m."

Sem sagt, Harley-Davidson fyrirtækið ætlar að mæta tollum ESB m.a. á Harley-Davidson hjól sem lagðir voru á sem svar við tollum sem Trump lagði á ál og stál -- með því að færa framleiðslu hjóla fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum.

Fyrirtækið dreifir þá álaginu á 3-verksmiðjur í þess eigu, þar af ein þeirra staðsett í Brasilíu.

  • Sagan sem hvort tveggja segir er að að viðskiptastríðið er að sjálfsögðu langt í frá skaðlaust fyrir Bandaríkin sjálf.

 

Niðurstaða

Oft sagt er einn tapar þá annar græðir. Í þessu tilviki á máltækið fullkomlega við. Að Brasilía virðist vel staðsett til að græða á viðskiptastríði Donalds Trumps gegn Kína.
--Þessi litlu dæmi sýna einnig mæta vel að viðskiptastríð Donalds Trumps eru langt í frá skaðlaust fyrir Bandaríkin sjálf.

 

Kv.


Kínastjórn fyrirskipar peningainnspýtingu í hagkerfi Kína - tímasetning bendi til viðbragða gagnvart viðskiptastríði Donalds Trumps

Í raun er þetta peningaprentunar-aðgerð, en þó tæknilega sé um tilskipun frá seðlabanka Kína, þá geti ekki verið nokkur vafi hvaðan skipunin raunverulega kom - þ.e. frá æðstu stjórnendum Kína:

As trade war looms, China cuts some banks' reserve requirements to boost lending

China cuts bank reserves by $100bn to cushion US tariffs

"China’s central bank said on Sunday it would cut the amount of cash that some banks must hold as reserves by 50 basis points (bps), releasing $108 billion in liquidity, to accelerate the pace of debt-for-equity swaps and spur lending to smaller firms."

"But the 700 billion yuan ($107.65 billion) in liquidity that the central bank said will result from the reduction in reserves was bigger than expected."

Þetta er í raun ekki risastór aðgerð í hlutfalli við heildarumfang hagkerfis Kína.

  1. Fyrsti hluti nýrra tollhótana Trumps tekur gildi 6. júlí nk. að andvirði 34ma.$.
  2. Restin, 16ma.$ af 50na.$ nýjum tollum Trumps tekur þá gildi síðsumars.
  • Þetta bætist ofan á tolla á stál og ál, sem þegar hafa verið álagðir.

--Þessi 108ma.$ innspýting í hagkerfið af hálfu kínv. stjv. væntanlega er þá ætlað að viðhalda hagvexti í kínverska hagkerfinu þrátt fyrir þá tolla!

--Hvernig Kína síðar bregst við nýjustu tollhótunum Trumps upp á 200ma.$ liggur ekki enn fyrir, en þ.e. lengra í að þær tollhótanir taki gildi.

Í fréttum kemur fram að í umliðinni viku hafi kínverskir stjórnarerindrekar rætt við fulltrúa bandarískra fyrirtækja sem eiga rekstur í Kína eða hafa haft áform um nýfjárfestingar þar -- að Kínastjórn treysti sér ekki í ljósi umfangs tollhótana Trumps, að láta vera að svara með hætti sem bitnar á þeirra áformum.
--M.ö.o. að takmarkanir verði settar á fjárfestingar bandarískra einkaaðila.

Það þíðir að bandarísk fyrirtæki missa af framtíðar-tækifærum, geta ekki viðhaldið vexti sinnar starfsemi þar eða væntanlega startað nýrri -- meðan að keppinautar eru óhindraðir.
--Að tapa markaðshlutdeild í harðri samkeppni - getur reynst afar dýrt.

  • Þannig óbeint verðlauna kínversk stjv. fjárfesta frá öðrum löndum, með því að takmarka tækifæri bandarískra aðila til að -- veita þeim fulla samkeppni um kínverska markaðinn.

Það verður áhugavert að sjá það síðar hvernig kínversk stjórnvöld munu mæta nýjustu tollhótunum Trumps upp á 200ma.$.

Kínastjórn getur auðvitað dælt fé beint inn í bankana -- en á sl. áratug þegar hagkerfi Kína var um hríð undir þrýstingi meðan kreppa var í Evrópu og Bandaríkjunum, þá beitti Kínastjórn ítrekað fjárinnspýtingum út úr bankakerfinu -- og a.m.k. einu sinni dældi Kínastjórn beint fé inn í sitt bankakerfi sbr. endurfjármögnunaraðgerð á bankakerfinu gegnt skuldaaukningu ríkisins sjálfs!
--Þ.e. ekkert tæknilega ómögulegt fyrir Kínastjórn að auka með sambærilegum hætti ríkissskuldir Kína, sem enn eru töluvert lægri í hlutfalli við hagkerfið en ríkisskuldir Bandaríkjanna.

  • Það virðast a.m.k. líkur á að Kínastjórn beiti áfram þeim aðferðum er hún hefur áður beitt, til þess að viðhalda hagkexti.
    --Kínastjórn hefur sínt lítið hik í beitingu peningaprentunar!

Kínastjórn ætti a.m.k. að geta tafið fyrir því að viðskiptastríð Trumps hafi bælandi áhrif á hagvöxt innan Kína!

Með því að þrengja að getu bandarískra fyrirtækja til fjárfestinga -- þá í leiðinni eins og ég sagði, verðlaunar Kína löndum sem ekki eru þátttakendur í viðskiptastríði Trumps gegn Kína.
--Líklega eru þýsk fyrirtæki sérstaklega vel staðsett til að hagnýta sér slíka, gjöf.

 

Niðurstaðan

Peningaprentun sem viðbrögð gagnvart viðskiptastríði Donalds Trumps - ætti ekki að koma á óvart fyrir þá sem fylgdust með viðbrögðum Kína gagnvart kreppunni sem gekk yfir Vesturlönd á sl. áratug. En í eðli sínu hefur það viðskiptastríð ekki ólík áhrif og sú kreppa hafði.

Ef Kínastjórn heldur sig við þá sömu aðgerðabók, þá má reikna með frekari peningaprentun síðar þegar næstu tollhótanir Trumps taka gildi.

Auk þessa stefnir grenilega í að Kína þrengi að rekstri bandarískra fyrirtækja innan Kína -- sem a.m.k. frá mínum bæjardyrum séð, var klárlega fyrirsjáanlegt.

Með því að þrengja að starfsemi bandarískra fyrirtækja - styrkir Kínastjórn þá samkeppnisgetu fyrirtækja frá öðrum löndum þegar kemur að baráttu um markaðshlutdeild á Kínamarkaði.

  1. Það er full ástæða að mínu mati að íhuga hvort sú staðreynd að Trump er í viðskiptastríði við ESB á sama tíma.
  2. Muni ekki stuðla að nánari samvinnu Kína og ESB.

En eins og ég hef margbent á virðist mér ósennilegt að önnur lönd kjósi að hefja viðskiptastríð við hvert annað - með vissum hætti er Trump að gera sig að sameiginlegum óvini Kína og ESB a.m.k. í viðskiptalegum skilningi séð.
--Mér virðist augljóst hvernig þetta geti bætt samskipti Evrópu og Kína, og stuðlað að aukningu samvinnu beggja!

Slíkt getur átt að skipta verulegu máli síðar, ef Trump t.d. íhugar að hefja eiginlegt kalt stríð við Kína - en það að hann hóf einnig viðskiptastríð við ESB, gæti þá leitt til hlutleysis Evrópu í slíku hugsanlegu köldu stríði.
--M.ö.o. gætu viðskiptastríð Trumps haft mjög miklar sögulegar afleiðingar.

Tíminn mun svara öllum spurningum! Eitt virðist þó hugsanlega mega lesa í aðgerðir Kínastjórnar, að hún hyggist ekki gefast upp fyrir Trump - þ.e. aðgerðin hljómar sem undirbúningur undir það að lifa við viðskiptastríð.

 

Kv.


Trump ítrekar tollhótun gagnvart ESB í kjölfar þess að sambandið formlega svaraði tollum Trumps á ál og stál með tollum á móti á bandarískan varning

Trump virðist greinilega ætla að halda sig við það - að bæta í sérhvert sinn við viðbótar tollum á þau lönd sem hann hefur hafið viðskiptastríð við -- þegar þau lönd tolla á móti hans tollum.
--Þannig eru viðskiptaátökin greinilega komin í "tit for tat" ferli!

Donalt Trump: "Based on the Tariffs and Trade Barriers long placed on the U.S. & its great companies and workers by the European Union, if these Tariffs and Barriers are not soon broken down and removed, we will be placing a 20% Tariff on all of their cars coming into the U.S. Build them here!"

Eini tollurinn sem ég man eftir í fljótu bragði er 10% tollur ESB á bifreiðar - meðan tollur Bandaríkjanna hef ég heyrt er um 2,5%. Hinn bóginn heimilar WTO 10% toll á innfluttar bifreiðar, þannig að ekki er um brot á gildandi viðskiptasamningum!
--Þannig séð banna þeir ekki að lönd hafi lægri tolla en það hámark sem þeir heimila.

Hinn bóginn eins og sést er Trump að hóta 2-földum tolli, sem er skýrt brot á reglum "WTO."
Ekki liggur enn fyrir með hvaða hætti ESB mundi svara slíkum tolli á bifreiðar!

Trump Tariff Threat on European Cars Escalates Global Trade War

Trump car tariffs could run European convertibles off U.S. road

 

Það er hugsanlegt Trump vonist til að kljúfa samstöðu ESB landa með þessum tollhótunum!

En tollurinn bitnar fyrst og fremst á þýskum hagsmunum - bifreiðaframleiðendur í Þýskalandi hafa þegar verið að væla yfir svipaðri hótun sem kom fram frá Trump nokkru fyrr, en þá vísa ég til tilskipunar frá Trump fyrir nokkru síðan er hann skipaði viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka hvort og að hvaða marki bifreiðainnflutningur væri skaðlegur fyrir öryggi Bandaríkjanna!
--Sem er sami frasi og Trump beitti er hann lagði á tolla á ál og stál!

Ég held að enginn utan Bandaríkjanna taki það atriði alvarlega að innflutningur á áli og stáli hafi raunverulega ógnað öryggi Bandaríkjanna! Það sé ósennilegt að nokkur utan Bandaríkjanna taki það heldur alvarlega að bifreiðainnflutningur skaði öryggi Bandaríkjanna.

Hótun um 20% toll virðist samt ný hótun - ekki endilega tengjast þeirri fyrri.
Punkturinn hjá mér er sá, að þýskir bifreiðaframleiðendur voru þegar farnir að væla í þýskum stjórnvöldum að gera allt til að semja við Trump.
--Það geti mjög vel útskýrt hugsanlegar vonir Trumps um að rjúfa samstöðu innan ESB um skipulagðar gagnaðgerðir gegn tollum Trumps.

  • Hinn bóginn getur Þýskaland ekki treyst því, að Trump mundi samt ekki leggja á 20% toll á þeirra bifreiðainnflutning síðar -- þó þjóðverjar lyppuðust niður!

En Trump virðist raunverulega trúa á þá aðferð að setja upp tollvernd, til að vernda innlenda framleiðslu - til að styrkja innlenda framleiðslu.
--Nefnist á ensku "import substitution."

Þar sem Trump hefur oft talað fyrir þeirri aðferð, svo langt a.m.k. aftur sem til kosningaherferðar hans er hann var enn að berjast í samhengi prófkjörsbaráttu innan Repúblikanaflokksins.
--Þá virðist mér afar sennilegt að Trump mundi samt sem áður leggja toll á bifreiðainnflutning frá ESB á einhverjum enda, þannig að eftirgjöf væri þá tilgangslítil eða tilgangslaus.

 

Niðurstaða

Trump er greinilega ákveðinn að kynda frekar undir þeim viðskiptastríðum sem hann hefur hafið -- allt í senn við Kína - ESB - Kanada - Mexíkó, samanlagt miklu meir en helmingur heildarinnflutnings til Bandaríkjanna.

Hann greinilega ætlar í sérhvert sinn að svara tollaðgerðum sem löndin sem hann hefur hafið viðskiptastríð við beita á móti hans tollum -- með nýjum tollum.

Skv. því er virðist staðföst trú hans að Bandaríkin óhjákvæmilega vinni viðskiptstríð.
Hann sem sagt heldur að Bandaríkin geti alltaf skaðað mótaðilann meir en Bandaríkin skaðast!

Hinn bóginn virðist sem að hann reikni ekki með "cumulative" eða samansöfnuðum skaða Bandaríkjanna þ.e. að sérhvert viðskiptastríð skaðar Bandaríkin, en til samans skaða tvö viðskiptastríð Bandaríkin meir en eitt, sem þíðir auðvitað að fjögur viðskiptastríð skaða Bandaríkin töluvert meir en 1.

Mig grunar að Trump og ríkisstjórn hans - vanmeti þessi samlegðaráhrif!

 

Kv.


Ummæli Trumps vekja furðu

Atvikið varð á ríkisstjórnarfundi sem Trump sat, og þau voru eftirfarandi skv. fjölmiðlum:

Donald Trump er að tala um Norður-Kóreu: "They’ve stopped the sending of missiles, including ballistic missiles. They’re destroying their engine site. They’re blowing it up. They’ve already blown up one of their big test sites, in fact it’s actually four of their big test sites." - "And the big thing is it will be a total denuclearization, which has already started taking place."

Blaðamenn spurðu síðar varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sat við hlið Trumps á fundinum, hvort NK hefði hrint í verk í kjölfar leiðtogafundar Trumps og Kims einhverjum nýjum aðgerðum - í átt til eyðingar kjarnorku- og eldflaugaáætlana NK:

Mattis: "No, I’m not aware of that ... obviously, it’s the very front end of a process. The detailed negotiations have not begun. I wouldn’t expect that at this point."

Ekki er vitað af hverju Trump hélt ofangreindu fram!
En einu aðgerðirnar sem vitað er a.m.k. enn um, er þegar NK sprengdi í loft upp kjarnorkutilraunasvæði sem hafði verið notað fyrir a.m.k. þrjár tilraunasprengingar -- það tilraunasvæði var sprengt fyrir leiðtogafundinn fræga!
--Hinn bóginn eru vísbendingar í þá átt, að svæðið hafi orðið fyrir óþekktu tjóni af síðustu kjarnorkutilraun NK -- óþekkt hve miklu.
--En verið getur að það hafi verið ónothæft, því ódýr aðgerð hjá Kim Jong Un að fyrirskipa eyðileggingu þess.

  1. Miðað við það að formlegar samningaviðræður virðast enn á forstigum - að NK hefur a.m.k. ekki enn fengið nokkra sjáanlega afléttingu refsiaðgerða!
  2. Þá virðist mér afar ósennilegt, höfum einnig orð Mattis í huga, að Kim Jong Un hafi fyrirskipað frekari eyðileggingu mannvirkja er tilheyra vopnaprógrömmum NK.
    --A.m.k. ekki án þess að fá eitthvað fyrir á móti.

Þannig að þetta hljómar eins og draumsýn Trumps fremur en veruleiki - orð hans.
Ég skal ekki segja hún geti ekki orðið - en hún sé alveg örugglega ekki veruleiki nú.

North Korea 'total denuclearization' started; officials see no new moves

 

Niðurstaða

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Donald Trump romsar upp úr sér því sem klárlega er ekki rétt. Og örugglega ekki í síðasta sinn heldur. Hinn bóginn - jafnvel þó að stuðningsmenn hans kippi sér ekki upp við slíkt - þá skapar slík hegðan vantraust. Ég meina, efasemdir um að mark sé á hans orðum takandi - slíkt er að sjálfsögðu ekki gott fyrir leiðtoga mikilvægs ríkis. Menn virðast annars farnir að venjast þessu, virðist orðin rútína að spyrja hljóðlega undirmenn Trumps og samráðherra - hvort að orð hans skuli taka alvarlega. 

Sú spurning þó hvort Trump sé hægt að taka alvarlega verður þó mikilvægari þegar spurning kemur að samningaviðræðum -- en mörg dæmi eru nú að Trump hafi snögglega skipt um skoðun, alloft snöggt þannig að ráðgjafar hans komust í bobba.
--Punkturinn er sá, hvort hann geti undirritað samning - síðan skipt um skoðun fljótlega á eftir?
--Auðvitað það einnig, ef hann hélt virkilega að NK væri þegar farin að eyðileggja mannvirki tengd sínum áætlunum - án þess að það standist skoðun; þá má auðvitað velta því fyrir sér að auki að hvaða marki hans viðbrögð yfirleitt eru byggð á áreiðanlegri vitneskju.

En ef þau eru það ekki endilega -- gæti það þítt, að nær ómögulegt væri að sjá þau fyrir.
--En neikvæða hliðin á því að vera óútreiknanlegur, er sú að óútreiknanleiki þíðir einnig fullkomið vantraust - - óútreiknanlegum einstaklingi er ekki hægt að treysta, því ekki er hægt að skilja hvernig sá tekur ákvarðanir.
--En einungis er unnt að treysta einstaklingi til að standa við orð sín, ef unnt er að skilja af hverju sá sé líklegur til þess -- sem þíðir að það þarf að vera unnt að skilja hvernig sá hugsar a.m.k. að nægilegu leiti, m.ö.o. sá þarf að vera reiknanlegur.

 

Kv.


Wilbur Ross sakar spákaupmenn fyrir að standa fyrir hækkunum á verðlagi á stáli og soijabaunum í Bandaríkjunum

Það sem þarf að hafa í huga er að Donald Trump hefur hafið viðskiptastríð - fyrsta ákvörðun hans var um tolla á stál upp á 25%. Hann lagði ekki tolla á baunir - en hvort tveggja Mexíkó og Kína hafa ákveðið að setja refsitolla á soijabaunir.

  1. Fyrir utan þetta, þarf að hafa í huga óvissuna sem hefur skapast, eftir allt saman hefur nú Donald Trump tvisvar á einni viku sett fram nýjar tollhótanir.
  2. Sem þíðir að aðilar í viðskiptum vita væntanlega ekki lengur -- hvert verður framtíðar verðlag á þeim varningi, sem er orðinn að bitbeini viðskiptastríða Trumps!

Image result for Wilbur Ross

Þessar ábendingar er vert að íhuga þegar kvartanir Wilbur Ross eru íhugaðar!

Ross blames speculators for driving up steel price after tariffs

Ross: "What has been happening is a very unsatisfactory thing," - "It is clearly a result of anti-social behaviour by people in the industry." - "pointing to intermediaries who had been stockpiling steel and withholding it from the US market." -- "Ross also blamed speculators for recent swings in soyabean prices, affecting the US’s biggest export crop"

  1. Fyrsta lagi, er rökrétt að seljendur á stáli telji sig ekki vita, hvort fleiri tollar detta inn -- sem skapar hvatir til að halda í birgðir, í von um að geta selt þær dýrar síðar.
    --Það auðvitað magnar upp verðáhrif umfram þann toll sem þegar er skollinn yfir.
    --Fyrrum Wall Street bankastjóri, ætti að sjá slíkt fyrir.
  2. Síðan auðvitað, vita þeir sem eiga í viðskiptum með soijabaunir -- ekki hve háir tollar á þann útflutning verða í framtíðinni -- í ljósi þess að Trump tvisvar á 7 dögum lagði fram nýjar tollhótanir, gefur ærna ástæðu að ætla - að frekari tollar geti verið lagðir á þann útflutning, af þeim löndum sem Trump hefur hafið viðskiptastríð við.
    --Það sé því ekki undarlegt að verðlag á þeim sé að hrynja umfram þá tolla sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar.

En fyrrum Wall Street bankastjóri - ætti að þekkja fyrirbærið "market panic."
En þ.e. einmitt það fyrirbæri sem hafi myndast um þau gæði sem eru lent í reipitogi tolla og gagntolla!

 

Niðurstaða

Engum ætti að koma á óvart að markaðir með varning sem lentir eru í reipitogi milli Trumps og þeirra landa sem Trump hefur hafið viðskiptastríð við séu að bregðast harkalega við þeirri óvissu um verðlag þess varnings sem hefur myndast.

Eða hvernig ætti einhver að geta séð fyrir hvað sá varningur mun kosta?
Í því óvissuástandi nýrra tollhótana og gagnhótana um tolla sem nú ríkir?

Markaðir eðlilega hegða sér eins og markaðir í óvissuástandi gera alltaf.

 

Kv.


ESB íhugar að færa móttökubúðir flóttamanna út fyrir landamæri ESB

Þetta gæti verið eina leiðin til að stemma stigu við vaxandi stuðningi við flokka er berjast gegn aðstreymi -- fátæks fólks frá þróunarlöndum, í atvinnuleit til Evrópu.
En stóra spurningin er þá auðvitað, hvar ættu slíkar búðir að vera?

Mediterranean Region Map

Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur að sjálfsögðu aukið þrýsting á viðbrögð!EU to consider building ‘migrant centres’ outside bloc

Nýr forsætisráðherra Ítalíu er afar andstæður aðstreymi til Ítalíu yfir Miðjarðarhaf. Það virðist eiginlega blasa við að eina leiðin til að stemma stigu við því aðstreymi - sé að stoppa fólkið áður en það leggur út á hafið.
--Það hefur verið til staðar samkomulag við ríkisstjórn er situr í Tripoli í Líbýu, en sú stjórn ræður einungis ca. hálfu landinu -- önnur ríkisstjórn situr í Tobruk er ræður hinum helmingnum.
--Síðan 2016 hefur ESB fjárfest í varðbátum fyrir vopnaða strandgæslu á vegum Tripoli stjórnarinnar, en á hinn bóginn - þá ræður Tripoli stjórnin langt í frá allri strandlengju Líbýu, og ESB hefur ekki sambærilegt samkomulag við Tobruk stjórnina.

Þess hefur nokkuð gætt undanfarið að aukning sé í komum flóttamanna yfir hafið til Ítalíu.
Kannski þíðir það, að þeir séu farnir að nofæra sér - raunskiptingu Líbýu.

  1. Túnis er í betra ástandi en Líbýa, en gæti verið tregt til að gerast -- flóttamannanýlenda fyrir ESB.
  2. ESB ætti að geta gert a.m.k. svæðið undir stjórn Tripoli stjórnarinnar, að nokkurs konar "protectorate" fyrir sig, ef ESB væri til í slíkt.
  • Það gæti auðvitað valdið flækjum í samskiptum t.d. við Saudi-Arabíu, er styður Tobruk stjórnina, og vill steypa Tripoli stjórninni.
    --Óvíst hver afstaða Trumps mundi vera!

Ég kem þannig séð ekki auga á nokkra góða lausn - þessir flóttamenn sem streyma yfir hafið, koma flestir hverjir er virðist -- frá löndum handan við Sahara auðnina. Það þíðir að fyrst taka þeir hættuför yfir stærstu eyðimörk Jarðar - þ.s. óþekktur fj. lætur lífið ár hvert. 
--Síðan eru þeir tilbúnir að hætta lífinu aftur, í hættuför yfir Miðjarðarhaf.

Þegar fólk er tilbúið að hætta lífinu - er mjög erfitt að stoppa það.
Þar sem slíkur einstaklingar eru greinilega til í nánast hvaða persónulega hættuspil sem er.

  1. Augljóslega er engin leið til þess að fá löndin á suðurströnd Miðjarðarhafs, til að spila með skv. vilja ESB.
    --Nema ESB pungi út miklum fjármunum!
  2. Síðan auðvitað, er hætta á að flóttamannabúðir reknar - blási stöðugt út og endi ærið fjölmennar.
    --Sem skapar margvísleg framhalds vandamál, sbr. hvernig á að tryggja að slíkar búðir mundu ekki þróast í sambærilega átt, og Gaza ströndin.

En eitt þekkt vandamál er að þróunarlönd gjarnan hafa lélegt bókhald utan um eigin þegna. Sem auðveldar þeim að neita að taka við fólki aftur - þ.s. vegna globbótts bókhalds, geti verið erfitt að sanna að viðkomandi sé frá því tiltekna landi.
--Það getur þítt, að ESB sitji uppi með fjölmarga sem enginn vill taka við.
--Þannig eins og ég sagði, að viðkomubúðir gætu blásið stöðugt út orðið hugsanlega afar fjölmennar á einhverjum enda -- kostnaður auðvitað stöðugt á sambærilegri uppleið.

 

Niðurstaða

Flóttamannavandinn er sennilega mesta hættan fyrir hið sameiginlega samstarf um ESB. Ég hugsa að sá vandi sé í dag mun varasamari fyrir sambandið - en hugsanlegur vandi tengdur gjaldmiðli ESB. 

Hættan fyrir ESB er að einstök lönd taki málin í sínar hendur, sem klárlega mundi setja reglur um svokallað - fjórfrelsi í hættu. En eitt þeirra er opinn vinnumarkaður ásamt fullu ferðafrelsi.

Angela Merkel er einmitt í dag stödd í alvarlegri deilu innan sinnar ríkisstjórnar, þ.s. samráðherra - meðlimur systurflokks Kristilegra Demókrata Merkelar, vill að Þýskaland sjálft grípi til aðgerða -- er fæli í sér akkúrat dæmi um slíka einhliða aðgerð. Merkel vill aftur á móti, aðgerð í samhengi ESB -- sem er rétt svar út frá sjónarmiðinu að vernda sambandið sjálft.

Þannig að óhætt sé að segja að það sé verulegur þrýstingur á sambandið að finna sameiginlega lausn. Hinn bóginn hver sem sú lausn ætti að vera, er klárt að hún yrði erfið og kostnaðarsöm í framkvæmd.

--En öfugt við oft fullyrt, er erfitt að stoppa straum fólks sem tilbúið er að hætta öllu.
--Höfum í huga, að Miðjarðarhaf er mun veðursælla en Atlantshaf, og líklega er fært yfir það alls staðar frá suður strönd þess yfir.
--Fyrir utan að líklega verður það alltaf freysting fyrir óprúttna smyglara er ráða yfir litlum fleytum, að smygla fólki yfir - fyrir margvíslega braskara og glæpamenn er geta hugsað sér nær ókeypis vinnuþræla.

Það sé kannski hægt að hægja á aðstreyminu, en ég efa að það verði nokkru sinni alfarið stöðvað.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband