Trump virðist hafa haft fullan sigur fyrir æðsta dómstól Bandaríkjanna í deilu um rétt forseta Bandaríkjanna til að banna íbúum tiltekinna landa að koma til Bandaríkjanna!

Sigurinn virðist alger miðað við yfirlýsingu meirihluta 5 dómara gegn 4 á móti, sjá umsögn meirihluta: TRUMP, PRESIDENT OF THE UNITED STATES, ET AL. v. HAWAII ET AL. CERTIORARI TO THE UNITED STATES COURT OF APPEALS FOR THE NINTH CIRCUIT

  • "The President has lawfully exercised the broad discretion granted to him under §1182(f) to suspend the entry of aliens into the United States."
  • "The sole prerequisite set forth in §1182(f) is that the President “find[ ]” that the entry of the covered al-iens “would be detrimental to the interests of the United States.” The President has undoubtedly fulfilled that requirement here."

Skv. þessu er marka má afstöðu meirihluta réttarins, þá virðist mega túlka það þannig að -- tæknilega geti forseti Bandaríkjanna lokað á hvaða ríki sem er hnvenær sem er, hvenær sem honum þóknast!

US Supreme Court delivers Trump victory on travel ban

U.S. top court backs Trump on travel ban targeting Muslim-majority nations

Top US court backs Trump travel ban on Muslim-majority countries

 

Sjá hvernig rétturinn svarar því -- hvort bann Trumps sé á svig við bann útlendingalaga við mismunun skv. þjóðersni!

  • "§1152(a)(1)(A) prohibits discrimination in the allocation of immigrant visas based on nationality and other traits."
  • "Had Congress intended in §1152(a)(1)(A) to constrain the President’s power to determine who may enter the country,it could have chosen language directed to that end."
  • "Common sense and historical practice confirm that §1152(a)(1)(A) does not limit the President’s delegated authority under §1182(f)."
  • "Presidents have repeatedly exercised their authority to suspend entry on the basis of nationality."

Ég get ekki betur skilið en að æðsti dómstóll Bandaríkjanna skilgreini bannið við mismunun á grunni þjóðernis -- sem dauðan bókstaf hvað forseta Bandaríkjanna varðar.

Dómararnir ákveða að fyrst að orðalag taki ekki skýrt fram að forseti sé bundinn því bann ákvæði - þá gildi það bann þar með ekki fyrir forseta Bandaríkjanna.

Þeir hafa þá þar með skilgreint forsetann - óhindraðan þeim tilteknu lögum.

Ég man ekki eftir öðrum sögulegum dæmum - en Íran gísladeilunni 1980, formlegt ástand stríðs.

--Þetta eru áhugaverðar túlkanir dómaranna er hafa þá öðlast formlegt gildi.

 

Spurningin um það hvort tilskipun Trumps sé á svig við bann við útlendingalaga við mismunun á grunni trúarbragða!

Áhugavert að dómararnir í þessu tilviki - ganga ekki þau skref að lísa forseta Bandaríkjanna óbundinn ákvæðinu um bann við mismunun á grundvelli trúar.

Heldur einfaldlega segja Trump ekki mismuna á grunni trúar.

  • "The entry restrictions on Muslim-majority nations are limited to countries that were previously designated by Congress or prior administrations as posing national security risks."
  • "Moreover, the Proclamation reflects the results of a worldwide review process undertaken by multiple Cabinet officials and their agencies."

Þeir m.ö.o. benda á með óbeinum hætti að mörg múslimaríki séu ekki bönnuð, og að þau tilteknu lönd valin -- hafi öll verið skildreind af fyrri ríkisstjórnum eða bandaríska ríkinu, sem öryggisvá.

Fyrir utan að Donald Trump hafi fyrst fyrirskipað heildar skoðun á öryggismálum varðandi aðgengi tiltekinna hópa að Bandaríkjunum -- og metið þessi tilteknu lönd sérdeilis varasöm.

 

Niðurstaða

Trump var auðvitað ánægður með niðurstöðuna: Trump calls Supreme Court travel ban ruling 'a moment of profound vindication'

Mér virðist það áhugaverðasta við afstöðu meirihluta réttar - hvernig mér virðist hann hafa breytt gildandi lögum án þess að ræða það við Bandaríkjaþing.

En rétturinn virðist leysa málið með það atriði hvort Trump hafi brotið útlendingalög sem frá 7. áratugnum bönnuðu mismunun á grunni þjóðernis - sem mér virtist ljóst að bann á heilar þjóðir hlyti að gera, með þeim hætti - að ákveða að forsetinn væri óbundinn þeim hluta þeirra laga.

En á hinn bóginn, virðist meirihluti réttar ekki hafa tekið sambærilega ákvörðun þegar kom að hinni spurningunni, hvort bannið væri brot á banni sömu laga gagnvart mismunun á grunni trúar -- þá álykta dómararnir að svo sé ekki.
--Punkturinn er sá, að ég velti fyrir mér - af hverju forsetinn er eitthvað síður undanþeginn þeirri takmörkun fyrst þeir ákveða hann óháðan þeirri fyrri.
--Þ.s. rétturinn svarar því ekki beint verður að líta á það sem opna spurningu.

Mér virðist augljóst að annaðhvort sé forsetinn takmarkaður af báðum ákvæðum!
Eða óbundinn þeim báðum!
--En dómararnir hafa losað hann undan öðru, meðan það virðist enn opið að hann sé bundinn hinu.

Mér virðast dómararnir þarna hugsanlega ósamkvæmir sjálfum sér!

  • Það liggur a.m.k. ljóst fyrir að dómararnir hafa ákveðið að Trump má loka á komur til Bandaríkjanna þegna; Íran - Líbýu - Sómalíu - Sýrlandi og Yemen.
    --Dómararnir 5 hafa þar með veitt Trump fullan sigur í málinu!

Áhugavert er hvernig dómurinn skiptist í fylkingar er virðist eftir landspólitískum línum í Bandaríkjunum - þ.e. 5 dómarar er virðast fylgja nokkurn veginn afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna í málinu - síðan 4 dómara er virðast styðja sjónarmið gagnrýnin á tilskipun Trumps.

Þetta geti varpað hugsanlegri rírð á hlutleysi túlkunar dómaranna!
En þ.e. áhugavert hvernig þeir skera Trump úr þeirri hugsanlegu snöru að hafa brotið lög, með því að ákveða að -- spekúlera að þingið hefði viðhaft skýrara orðalag í útlendingalögum um hlutverk forseta þegar bann var lagt við mismunun á grundvelli þjóðernis, ef það hefði verið tilgangur þingsins að láta það bann ná til forseta!

En hingað til hef ég litið svo á að forseti sé undir lögum almennt.
--Það sé t.d. ekki sérstakt ákvæði í banni við morði, sem tiltaki að það bann nái einnig til forseta, sama má nefna um hegningalög almennt.
--Megin takmörkunin er sú, að einungis þingið getur réttað yfir forseta meðan hann er við völd, en að hann megi ekki fara á svig við lög.

Ég velti fyrir mér hvort æðsti dómstóll Bandaríkjanna - hafi með orðalagi sínu að forseti sé óbundinn tilteknu lagaákvæði - þar að þingið hafi ekki sérstaklega nefnt í lagaákvæðinu að forseti sé bundinn af því, skapað óvissu um það - hvort forseti Bandaríkjanna sé yfirleitt undir landslögum!
--Ef svo er gæti úrskurðurinn haft verulegar afleiðingar fyrir lýðveldi Bandaríkjanna.

Það geti þurft að svara þessu hið fyrsta!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott grein og fegin er ég að hann hafi endurheimt vald sitt og eða forseta BNA. Það er verð spurning hvort Forsetar séu rétthærri en almenningur en mér finnst svo eigi að vera.

Valdimar Samúelsson, 27.6.2018 kl. 08:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, sæll ég held persónulega að það hafi líklega ekki verið tilgangur landsfeðranna svokölluðu er stjórnarskráin var rituð að forseti væri yfir lög hafin - rétt að benda á að bandarísk lög leiðast frá breskum, og í borgarstríði í Bretlandi er lyktaði 1660 ef ég man rétt, þá vann breska þingið átök við konungssinna -- og þar með þann punkt, að þingið færi með fullveldi landsins, ekki konungur - þannig konungur væri bundinn landslögum. Mér finnst afar sennilegt að goggunarröðin miðist við það sama, að þingið sé forseta æðra -- að landsfeðurnir hafi miðað út frá niðurstöðu breska borgarastríðsins - að bresku hefðinni sem þá myndaðist hafi verið fylgt. Æðsti dómstóll Bandaríkjanna hafi síðan verið skipaður til að túlka lögin sem þingið setur ef vafamál koma upp.

Mig grunar þar af leiðandi að þessi túlkun sem beinlínis segir forseta hafinn yfir tiltekna lagagrein, sé raunverulegt stílbrot líklega!
Að eðlilegra hefði verið miðað við hefð alla tíð aftur til 1660, að túlka það svo að forseti gæti ekki bannað heil lönd, sbr. þau lög sem vísað er til. Það þíddi ekki hann gæti ekki bannað einstaklingum eða einstökum hópum er tilheyra þjóð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.6.2018 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 861
  • Frá upphafi: 846617

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 797
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband