Útlit fyrir Brasilía stórgræði á viðskiptastríði sem Donalds Trump hefur ræst

Fyrsta lagi er stórfelld soijabaunarækt í Brazilíu, menn rifja upp að þegar Sovétríkin gerðu innrás í Afganistan en þá var Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna, þá setti hann innflutningsbann á korn og soijabaunir frá Sovétríkjunum.

US tariffs tip soyabean balance in Brazil’s favour

  1. Bannið hafði þá þær óvæntu hliðarafleiðingu þar sem Sovétríkiin voru í Afganistan um töluvert árabil meðan að innflutningsbanninu var viðhaldið.
  2. Að leiða til þess að fjárfestar sáu leik á borði að fjármagna stórfellda soijabaunarækt í Brasilíu -- þannig að í dag er Brasilía helsti keppinautur bandarískra soijabaunabænda.

Síðan Trump hóf viðskiptastríð gagnvart Kína sem er stórfelldur kaupandi á soijabaunum, hefur Kína m.a. brugðist við með því að setja háa tolla á soijabaunir frá Bandaríkjunum.

Það blasir þá skv. því við að Kína mun beina kaupum sínum til Brasilíu!
Hinn bóginn kaupir Kína árlega í kringum 220 milljón tonn af soijamjöli.
Meðan að stefnir í að framleiðsla Brasilíu í ár nemi 118 milljón tonnum.

Skv. því er engin leið að Kína sleppi við kaup frá Bandaríkjunum - tollar hækka þá kostnað við svínakjötsframleiðslu í Kína.
Hinn bóginn, ef maður gefur sér að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína standi yfir um árabil - eins og Sovétríkin voru árabil í Afganistan og á meðan var innflutningsbann á korn og soijabaunir frá Sovétríkjunum.
--Þá getur sagan vel endurtekið sig að Brasilía græði aftur viðskiptaátökum sem eiga upphafspunkt í ákvörðun stjórnvalda Bandaríkjanna.
--M.ö.o. að útkoma verði aukning ræktunar soijabauna í Brasilíu.

  • Það gæti leitt til varanlegs taps bandarískra bænda á markaðnum í Kína, ef maður gefur sér að viðskiptaþvingun standi nægilega lengi til þess að unnt verði að 2-falda ræktun í Brasilíu.

Þetta er ekki eina hliðarafleiðing viðskiptastríðs Trumps sem virðist geta orðið að gróða fyrir Brasilíu: US trade war with Europe hots up as Harley-Davidson shifts production

"Harley-Davidson...said its facilities in India, Brazil and Thailand would increase production to avoid paying the EU tariffs that would have cost it as much as $100m."

Sem sagt, Harley-Davidson fyrirtækið ætlar að mæta tollum ESB m.a. á Harley-Davidson hjól sem lagðir voru á sem svar við tollum sem Trump lagði á ál og stál -- með því að færa framleiðslu hjóla fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum.

Fyrirtækið dreifir þá álaginu á 3-verksmiðjur í þess eigu, þar af ein þeirra staðsett í Brasilíu.

  • Sagan sem hvort tveggja segir er að að viðskiptastríðið er að sjálfsögðu langt í frá skaðlaust fyrir Bandaríkin sjálf.

 

Niðurstaða

Oft sagt er einn tapar þá annar græðir. Í þessu tilviki á máltækið fullkomlega við. Að Brasilía virðist vel staðsett til að græða á viðskiptastríði Donalds Trumps gegn Kína.
--Þessi litlu dæmi sýna einnig mæta vel að viðskiptastríð Donalds Trumps eru langt í frá skaðlaust fyrir Bandaríkin sjálf.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Annar áhugaverður hlekkur: http://undocs.org/A/HRC/38/33/ADD.1. 

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2018 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband