Wilbur Ross sakar spákaupmenn fyrir að standa fyrir hækkunum á verðlagi á stáli og soijabaunum í Bandaríkjunum

Það sem þarf að hafa í huga er að Donald Trump hefur hafið viðskiptastríð - fyrsta ákvörðun hans var um tolla á stál upp á 25%. Hann lagði ekki tolla á baunir - en hvort tveggja Mexíkó og Kína hafa ákveðið að setja refsitolla á soijabaunir.

  1. Fyrir utan þetta, þarf að hafa í huga óvissuna sem hefur skapast, eftir allt saman hefur nú Donald Trump tvisvar á einni viku sett fram nýjar tollhótanir.
  2. Sem þíðir að aðilar í viðskiptum vita væntanlega ekki lengur -- hvert verður framtíðar verðlag á þeim varningi, sem er orðinn að bitbeini viðskiptastríða Trumps!

Image result for Wilbur Ross

Þessar ábendingar er vert að íhuga þegar kvartanir Wilbur Ross eru íhugaðar!

Ross blames speculators for driving up steel price after tariffs

Ross: "What has been happening is a very unsatisfactory thing," - "It is clearly a result of anti-social behaviour by people in the industry." - "pointing to intermediaries who had been stockpiling steel and withholding it from the US market." -- "Ross also blamed speculators for recent swings in soyabean prices, affecting the US’s biggest export crop"

  1. Fyrsta lagi, er rökrétt að seljendur á stáli telji sig ekki vita, hvort fleiri tollar detta inn -- sem skapar hvatir til að halda í birgðir, í von um að geta selt þær dýrar síðar.
    --Það auðvitað magnar upp verðáhrif umfram þann toll sem þegar er skollinn yfir.
    --Fyrrum Wall Street bankastjóri, ætti að sjá slíkt fyrir.
  2. Síðan auðvitað, vita þeir sem eiga í viðskiptum með soijabaunir -- ekki hve háir tollar á þann útflutning verða í framtíðinni -- í ljósi þess að Trump tvisvar á 7 dögum lagði fram nýjar tollhótanir, gefur ærna ástæðu að ætla - að frekari tollar geti verið lagðir á þann útflutning, af þeim löndum sem Trump hefur hafið viðskiptastríð við.
    --Það sé því ekki undarlegt að verðlag á þeim sé að hrynja umfram þá tolla sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar.

En fyrrum Wall Street bankastjóri - ætti að þekkja fyrirbærið "market panic."
En þ.e. einmitt það fyrirbæri sem hafi myndast um þau gæði sem eru lent í reipitogi tolla og gagntolla!

 

Niðurstaða

Engum ætti að koma á óvart að markaðir með varning sem lentir eru í reipitogi milli Trumps og þeirra landa sem Trump hefur hafið viðskiptastríð við séu að bregðast harkalega við þeirri óvissu um verðlag þess varnings sem hefur myndast.

Eða hvernig ætti einhver að geta séð fyrir hvað sá varningur mun kosta?
Í því óvissuástandi nýrra tollhótana og gagnhótana um tolla sem nú ríkir?

Markaðir eðlilega hegða sér eins og markaðir í óvissuástandi gera alltaf.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 410
  • Frá upphafi: 847051

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband