Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018
19.6.2018 | 03:06
Trump hótar viðbótar tolla á Kína upp á 200 milljarða dollara / Mig grunar Kína hafi raunverulega sterkari spil en Trump
Sl. föstudag þegar Trump kynnti 25% toll á innflutning frá Kína að árlegu andvirði 50 milljarða dollara - þá hótaði Kína strax sama dag að svara ofangreindum tollumr Trumps með samskonar tollum á innflutning frá Bandaríkjunum að sama árlegu andvirði.
Þegar Trump frétti sl. föstudag af þeirri hótun Kína, þá hótaði hann strax sama dag að ef Kína stæði við slíka hótun um gagntolla að bæta strax þá við tollum á Kína á innflutning að verðmæti 100 milljarða dollara.
--Kína hefur síðan opinberlega tilkynnt lista yfir tollaðar vörur frá Bandaríkjunum skv. sinni hótun, sem ekki hefur enn formlega tekið gildi - en gerir innan skamms.
Trump á mánudag bætti síðan um betur á sína hótun, og hótar tollum á innflutning frá Kína að verðmæti 200 milljarða dollara:
Trump threatens to hit China with new tariffs on $200 billion in goods.
Donald Trump: "After the legal process is complete, these tariffs will go into effect if China refuses to change its practices, and also if it insists on going forward with the new tariffs that it has recently announced,"
Einn áhugaverður munur að tollurinn á þetta marga vöruflokka á að vera einungis 10%.
--Sem gæti bent til - tilraunar til að lágmarka verðlagshækkanir er óhjákvæmilega yrðu.
--En það er nánast ekki nokkur möguleiki annar en að svo víðtækir tollar skili sér beint til neytenda -- 10% er þá ekki svo rosalega mikil verðlagsbreyting.
- Hinn bóginn, gæti Trump bætt við viðbótar tollum á sömu vöruflokka síðar!
Trump greinilega telur Bandaríkin í rétti sbr:
Donald Trump: "China apparently has no intention of changing its unfair practices related to the acquisition of American intellectual property and technology. Rather than altering those practices, it is now threatening United States companies, workers, and farmers who have done nothing wrong,..."
Þetta sýnir mæta vel að ábendingar mínar um afstöðu Trump eru réttar!
Nefnilega að Trump trúir á fórnarlambs kenningu sína, að Bandaríkin hafi árum saman verið fórnarlamb -- viðskipta sinna við mikilvæg viðskiptalönd, þar á meðal Kína. Og að í tilviki Kína, sé hann einungis -- að rétta hlut Bandaríkjanna!
Þar sem að aðgerðir Bandaríkjanna séu réttmætar skv. hans trú -- þá sé svar Kína í sérhvert sinn, ný rangindi er verði að svara!
- En að á sama tíma, líti Kína öðrum augum á málið -- álítur sig undir ósanngjarnri árás Trumps, og sín svör eðlileg viðbrögð við aðgerðum Trumps.
--Og auðvitað, að sérhver aðgerð Trumps -- sé atlaga gegn Kína.
--Líklega líta öll löndin sem Trump viðhefur nú viðskiptastríð við, sambærilegum augum á aðgerðir Trumps - þ.e. þær séu atlaga Bandaríkjanna gegn sér, ósanngjörn atlaga þar fyrir utan.
- Þetta sé hvað líklega geri þessar deilur erfiðar -- að annars vegar ríkisstjórn Bandaríkjanna - virkilega trúir sig vera í rétti.
- Samtímis, og mótaðilar ríkisstjórnar Bandaríkjanna hins vegar -- virkilega líta sig vera órétti beitta.
--Reiðlileg viðbrögð allra aðila hvort sem Trump og ríkisstjórn hans, eða ríkisstjórnir þeirra landa sem ríkisstjórn Trumps á nú í deilum við -- sýna að þetta sé rétt greining.
- Ekki gott þar af leiðandi að vita hvernig þetta endar!
En það má vera að Donald Trump vanmeti hversu langt Kína getur getur gengið!
Stærsta spilið sem Kína ræður yfir - er án nokkurs vafa umfangsmikil starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína - sérstaklega Apple.inc.
Á sama tíma, sé það hótun sem vart verði beitt nema að stjórnvöld Kína -- hafi fá önnur spil eftir, m.ö.o. að bæði löndin hafi nokkurn veginn spilað tolla leiðina á enda!
- En Kína getur sannarlega gert eignir Apple.inc í Kína upptækar, og fært keppninautum Apple innan Kína til eignar -- en það þíddi að sjálfsögðu fullkomlega varanleg vinslit við Bandaríkin.
- Þannig Kína gerir þetta ekki, nema að samskiptin við Bandaríkin séu álitin orðin það slæm þegar, að ekki sé líklega fær leið til baka.
- Hinn bóginn, er vægara að beita þessu -- sem hótun.
Þegar tollahótanir ná endapunkti -- má vera að mál gangi alla leið á þennan lokapunkt.
Sem ef hrint yrði í framkvæmd -- þíddi án nokkurs vafa varanleg vinslit og kalt-stríð þaðan í frá -- en Kína hefur þetta samt uppi í ermi.
Og þetta er virkilega öflug hótun, en Apple er ekki eina bandaríska fyrirtækið með starfsemi í Kína er framleiðir fyrir heimsmarkað og Kína markað.
Þetta auðvitað beinir aftur spurningunni að því, hvort Trump raunverulega hefur þegar á botni er hvolft, eins öflugar viðskiptahótanir og Kína hefur?
Niðurstaða
Ég held að það sé raunveruleg hætta að viðskiptastríð það sem Trump hefur hafið gegn Kína lykti með upphafi formlegs kalds stríðs -- en við erum ekki þar enn. Hinn bóginn, grunar mig að Trump og co. vanmeti hversu öflugar hótanir Kína hefur til umráða. Sannarlega er vörusala Kína til Bandaríkjanna mun verðmætari en vörusala Bandaríkjanna til Kína. En viðskipti Bandaríkjanna og Kína felast ekki eingöngu í vörusölu -- heldur að auki í umfangsmikilli starfsemi nokkurra bandarískra risafyrirtækja innan Kína.
--Í alvöru talað, hvernig getur ríkisstjórn Trump haldið að sú starfsemi sé algerlega heilög, ef Trump hótar stöðvun útflutnings Kína til Bandaríkjanna?
--Ég reikna með því, ef Kína beinir hótunum að starfsemi bandarískra fyrirtækja innan Kína -- að sjálfsögðu fyrst hótað áður en framkvæmt, þá myndist strax óskaplega öflugur þrýstingur frá stærstu fyrirtækjum viðskiptalífs Bandaríkjanna á ríkisstjórn Bandaríkjanna!
Spurning hvort að það verður þá ekki Trump sem bakkar fyrir rest?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2018 | 14:25
Trump ræsir formlega viðskiptastríð gagnvart Kína!
Skv. nýjustu fréttum hefur Trump fyrirskipað tolla á vörur frá Kína áætlað andvirði 50ma.dollara.
--Stjórnöld Kína hafa þegar sagt að tollumt Trumps verði svarað um hæl!
China retaliates against US tariffs on $50bn of imports
China promises fast response as Trump readies tariffs
Trump sets $50 billion in China tariffs with Beijing ready to strike back
Trump approves US tariffs on $50bn in Chinese imports
Trump virðist hafa ákveðið að setja 25% toll á um 800 vöruflokka frá Kína að andvirði 50ma.dollara.
Reiknað er með því að ríkisstjórn Trumps - muni fjölga tilvikum þegar kínverskum aðilum er bannað að fjárfesta innan Bandaríkjanna, sem og vöruflokkum sem Kína er bannað að kaupa frá Bandaríkjunum.
""If the United States takes unilateral, protectionist measures, harming Chinas interests, we will quickly react and take necessary steps to resolutely protect our fair, legitimate rights," Chinese Foreign Ministry spokesman Geng Shuang"
Skv. fréttum hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna fókusað á vöruflokka - þar sem Kína á innan við 40% af markaðnum innan Bandaríkjanna, svo það sé hugsanlegt að mögulegt sé fyrir innflytjendur að skipta um viðskiptaaðila - og fyrir bandaríska neytendur kaupa vörur frá landi sem ekki er tollað.
--Hinn bóginn er innan við 40% samt afar stór markaðshlutdeild.
--Og óvíst að 3-ja land gæti mætt með skömmum fyrirvara slíkri aukinni eftirspurn.
- Kína hefur skv. nýjustu fréttum ákveðið að svara hinum nýju tollum Trumps, með tollum á móti að jafnvirði þ.e. 50ma.dollara þá væntanlega.
- Trump svaraði strax með hótun um enn frekari tolla - ef Kína tollar á móti:
"Mr Trump warned on Friday..."The United States will pursue additional tariffs if China engages in retaliatory measures, such as imposing new tariffs on United States goods, services, or agricultural products; raising non-tariff barriers; or taking punitive actions against American exporters or American companies operating in China, he said."
"US officials have been putting the final touches on a list of a further $100bn in Chinese imports to target for tariffs in the event of Chinese retaliation..."
Eftir því sem vöruflokkum sem eru tollaðir fjölgar enn frekar - þá vaxa áhrif viðskiptastríðsins við Kína á bandaríska neytendur - þ.e. verð hækka!
En verðin hækka strax, á meðan að óvíst er að önnur viðskiptalönd geti tekið yfir markaðinn í staðinn - vegna umfangs viðskipta Kína við Bandaríkin sé um mjög mikið magn að ræða.
--Þ.e. ósennilegt að önnur lönd hafi þá framleiðslugetu t.d.
Þegar vöruverð hækkar í Bandaríkunum sjálfum - minnkar kaupmáttur neytenda, þar með minnkar að líkindum neysla -- vegna þess hve neysla er mikill þáttur í bandarískum hagvexti; hefur útbreiðsla tolla lamandi áhrif á hagvöxt.
""The US Chamber of Commerce, the countrys largest business group, said the new tariffs would place the "cost of Chinas unfair trade practices squarely on the shoulders of American consumers, manufacturers, farmers, and ranchers."
Tollur virkar eins og skattur á neyslu!
Síðan bætist við að Trump hefur ekki einungis hafið viðskiptastríð gagnvart Kína heldur að auki samtímis - gagnvart Kanada, Mexíkó og ESB aðildarlöndum. Þegar tillit er tekið til þeirra viðskiptastríða - þá auðvitað hafa þau einnig sín neikvæðu áhrif á neyslu innan Bandaríkjanna, því á hagvöxt innan Bandaríkjanna!
--Það sé vel mögulegt með því að valda stigvaxandi efnahagstjóni, að snúa hagvexti í samdrátt!
Niðurstaða
Þrjú stór viðskiptastríð blasa nú við - þ.e. Bandaríkin vs. Kanada og Mexíkó, Bandaríkin vs. ESB, og Bandaríkin vs. Kína.
--Uppgefin ástæða tolla er í öll skipti trú Donalds Trump og stuðningsmanna, að Bandaríkin séu fórnarlamb ranginda í viðskiptum.
Það þíði að í augum Trumps og stuðningsmanna, snúist aðgerðirnar um að leiðrétta rangindi.
Hinn bóginn líta þjóðirnar í viðskiptastríði við Bandaríkin, á tolla Trumps sem nokkurs konar árás á sig - að þær séu rangindum beittar.
--Að svo klárlega sé, sést á reiðum viðbrögðum landstjórnenda þeirra landa sem í hlut eiga.
Eins og viðbrögðin sýna, blasa við mótvægis tollar - við tolla Trumps, sem Trump og stuðningsmenn sjálfir álíta mótvægistolla!
Vegna þess að Trump og stuðningsmenn álíta Bandaríkin í rétti, að þau séu að rétta sinn hlut - þá óhjákvæmilega líklega sjái þeir mótvægistolla hinna landanna, sem ný rangindi sem þurfi að svara.
Auðvitað, ef Trump svarar þeim að sínu mati meintu rangindum með nýjum tollum, þá væntanlega aftur telja sig þjóðirnar rangindum beittar og þurfa að svara aftur fyrir sitt leiti.
--Þannig virðist mér nú blasa við spírall af dýpkandi viðskiptastríðum, sem ég efa að verði stoppaður úr þessu - því að afstaða aðila skapi sjálfvirka hringrás vegna þeirrar sýnar að vera rangindum beittir.
Það sem ég gruna að heimurinn standi fyrir, ég hef nefnt það áður, sé tilraun Bandaríkjanna að -- endurreisa háa tollmúra utan um sig.
En á meðan er ég á því að hinar þjóðirnar muni ekki tolla hverjar gegn annarri, þannig að lágtollaumhverfi haldist annars staðar!
--Þá verði spurningunni svarað með rauntilraun, hvort það sé snjallt að hafa háa tolla eða lága!
Ég er þeirrar skoðunar að ósennilegt sé að Bandaríkin blómstri að baki tollmúrum.
Frekar er ég þeirrar skoðunar að endurreint hárra tollmúra um Bandaríkin mundu valda mjög umtalsverðri og fremur snöggri efnahagslegri hnignun.
Meðan að sambærileg hnignun mundi ekki verða annars staðar, svo lengi sem viðskiptastríðið sé einungis viðskiptastríð Bandaríkjanna við önnur lönd - en ekki allra gegn öllum.
--Ef svo fer sem ég tel mun líklegra, þá sennilega falla Bandaríkin frá stefnu Trumps eftir þessa rauntilraun - sennilega frekar fljótlega eða 2021 vegna slæmra efnahagsáhrifa af tilrauninni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.6.2018 | 00:53
Trump segir ekki lengur kjarnorkuógn frá Norður Kóreu
Eftir komuna til Bandaríkjanna kom runa af Twítum frá forseta Bandaríkjanna:
- Donald Trump - "Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office, - There is no longer a Nuclear Threat from North Korea."
- Donald Trump - "Before taking office people were assuming that we were going to War with North Korea. President Obama said that North Korea was our biggest and most dangerous problem. No longer - sleep well tonight!"
- "So funny to watch the Fake News, especially NBC and CNN. They are fighting hard to downplay the deal with North Korea. 500 days ago they would have begged for this deal-looked like war would break out. Our Countrys biggest enemy is the Fake News so easily promulgated by fools!"
Þetta kemur mér dálítið fyrir sjónir eins og yfirlýsing George Bush 2003 - að verkinu væri lokið, eftir að Bandaríkjamenn höfðu hrakið Saddam Husain frá völdum.
--En ekki löngu síðar brast út borgarastríð í Írak er stóð í nokkur ár og olli Bandaríkjaher miklum vanda!
Hið augljósa er að það eina sem hefur breyst varðandi NK - er afstaða Donalds Trumps.
Enn á NK sama fjölda langdrægra eldflauga, og sama fjölda kjarnavopna.
Enn virðist eftir að ganga frá eiginlegu samkomulagi við Norður Kóreu.
Mike Pompeo hélt því þó fram við blaðamenn - að meira hefði verið um samið en kom fram í yfirlýsingu Trumps og Kim: Trump and Kim's joint statement.
Mike Pompeo loses temper when asked about North Korean disarmament
Trump says North Korea no longer a nuclear threat
Ef marka má Pompeo þá verði gengið frá kjarnorkuvopnaafvæðingu NK fyrir lok kjörtímabils Trumps.
En ef marka má yfirlýsingu er barst til fjölmiðla frá NK - hefur ríkisstjórn Trumps samþykkt skref fyrir skref afvopnun - gegn skref fyrir skref eftirgjöf refsiaðgerða!
--Yfirlýsingar virðast stangast á!
- Pompeo virtis meina að ekki yrði gefið eftir refsiaðgerðum, nema eftir fullkomlega staðfesta kjarnorkuvopna-afvæðingu!
- Hinn bóginn, spurning hvor útgáfan er rétt.
Ef það væri rétt, að Trump samþykkti skref fyrir skref aðferðafræði!
Þá væri það verulega umtalsverð eftirgjöf gagnvart NK!
En fyrir fundinn, talaði Washington um fulla og staðfesta afvæðingu, áður en eftirgjöf refsiaðgerða gæti komið til greina! Orð Pompeos benda til þess að sú afstaða enn ríki, en spurning hvað Trump sagði við Kim -- en Trump hefur ekki alltaf sagt sínum ráðgjöfum frá því ef hann hefur skipt um skoðun.
- Það væri verulegur -- samningssigur hjá Kim Jong Un ef hann fékk í gegn, skref fyrir skref leiðina!
En ef hann fær m.ö.o. minnkun refsiaðgerða per hvert staðfest skref fyrir sig.
Þá er NK líklega fær um að fara sér nægilega hægt til þess að aðgerð sé líklega ekki lokið fyrir lok kjörtímabils Trumps!
Líklegt virðist að algerlega sé enn ófrágengið akkúrat hver þau staðfestu skref þó ættu að vera! Það kom heldur ekkert fram í yfirlýsingu krafa um eftirlit - sem vakti athygli sérfræðinga. Né virtist yfirlýsingin skýr um það að skrefin ættu að vera staðfest.
--Sérfræðingar bentu á að NK hafi í fortíðinni nýtt sér ef samkomulag innihélt óljóst orðalag.
- Mér virðist skv. þessu líklega langar samningaviðræður framundan!
Í dag er mitt ár 2018 - 2020 þarf Trump að hugsa um kosningar, og þá væntanlega þarf að vera ljóst ekki seinna en það ár, að þessi deila sé raunverulega leyst með hætti sem hann getur gortað af!
Samkomulag gæti klárlega tekið fram á 2019 að klárast, og síðan gæti framkvæmd skrefa og staðfesting þeirra einnig reynst tafsöm - spurning hve mörg, og væntanlega mundi NK ekki stíga næsta skref í hvert sinn fyrr en hlutaaflétting refsiaðgerða liggur fyrir í hvert sinn.
Það gæti því reynst spennandi hvort málin mundu raunverulega klárast fyrir lok kjörtímabils.
--En málið verður auðvitað ekki búið fyrr en það verður búið.
Niðurstaða
Yfirlýsing Trumps um að öll hætta sé úr sögunni, minnir mig dálítið á gamalt orðatiltæki - að það sé ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Fyrir utan þ.s. ég nefni, er rétt að benda á að viðræður við NK gætu orðið leiksoppur deilu Trumps við Kína - en skv. fréttum sama kvöld er Trump að íhuga að formlega ræsa refsitolla á Kína.
Það sé algerlega hugsanlegt að ef Trump formlega hefur viðskiptastríð við Kína, að það muni koma til með að trufla viðræður Bandaríkjanna við stjórnendur NK.
Það er að sjálfsögðu viðbótar hætta fyrir Trump, að mál NK verði leiksoppur í deilunni við Kína -- eins og ég hef bent á, þá virtist mér alltaf skynsamlegra að taka eina deilu í einu.
Kína getur auðveldlega grafið undan málinu fyrir Trump, ef samskiptin við Kína versna mjög mikið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Auðvitað getur óskuldbindandi viljayfirlýsing - síðar leitt til skuldbindandi samkomulags. Hinn bóginn virðist plaggið sem undirritað var, frekar upphaf að löngu ferli en endir ferlis.
Takið eftir orðalaginu -- "work towards" eða vinna að.
Trump and Kim's joint statement
----------------
President Donald J. Trump of the United States of America and Chairman Kim Jong Un of the State Affairs Commission of the Democratic Peoples Republic of Korea (DPRK) held a first, historic summit in Singapore on June 12, 2018.
President Trump and Chairman Kim Jong Un conducted a comprehensive, in-depth, and sincere exchange of opinions on the issues related to the establishment of new U.S.-DPRK relations and the building of a lasting and robust peace regime on the Korean Peninsula. President Trump committed to provide security guarantees to the DPRK, and Chairman Kim Jong Un reaffirmed his firm and unwavering commitment to complete denuclearization of the Korean Peninsula.
Convinced that the establishment of new U.S.-DPRK relations will contribute to the peace and prosperity of the Korean Peninsula and of the world, and recognizing that mutual confidence building can promote the denuclearization of the Korean Peninsula, President Trump and Chairman Kim Jong Un state the following:
1. The United States and the DPRK commit to establish new U.S.-DPRK relations in accordance with the desire of the peoples of the two countries for peace and prosperity.
2. The United States and the DPRK will join their efforts to build a lasting and stable peace regime on the Korean Peninsula.
3. Reaffirming the April 27, 2018 Panmunjom Declaration, the DPRK commits to work towards complete denuclearization of the Korean Peninsula.
4. The United States and the DPRK commit to recovering POW/MIA remains, including the immediate repatriation of those already identified.
Having acknowledged that the U.S.-DPRK summit the first in history was an epochal event of great significance and overcoming decades of tensions and hostilities between the two countries and for the opening of a new future, President Trump and Chairman Kim Jong Un commit to implement the stipulations in this joint statement fully and expeditiously. The United States and the DPRK commit to hold follow-on negotiations led by the U.S. Secretary of State, Mike Pompeo, and a relevant high-level DPRK official, at the earliest possible date, to implement the outcomes of the U.S.-DPRK summit.
President Donald J. Trump of the United States of America and Chairman Kim Jong Un of the State Affairs Commission of the Democratic Peoples Republic of Korea have committed to cooperate for the development of new U.S.-DPRK relations and for the promotion of peace, prosperity, and security of the Korean Peninsula and of the world.
June 12, 2018
Sentosa Island
Singapore
----------------
Trump talaði um stórkostlegan árangur - nýja tíma, að hann vænti fullrar kjarnorkuafvopnunar. Það auðvitað á allt eftir að koma í ljós - hvort eða ekki.
Eitt í þessu sem getur skemmt fyrir Trump er það að hann skuli hafa hafið viðskiptadeilu við Kína, áður en hann er búinn að landa bindandi samkomulagi við NK. En ég hefði haldið að skynsamara hefði verið, að bíða með viðskiptadeilu við Kína þangað til samningi við NK hefði verið landað - á meðan halda Kína í voninni að Trump mundi ekki hefja viðskiptadeilu.
Því að Trump er töluvert háður vilja Kína til að beita NK þrýstingi, enda á Kína hægan leik um að tryggja NK efnahagslegan stöðugleika burtséð frá hugsanlegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna á NK.
Þetta geti þítt, að samningar Trumps við NK - flækist inn í samningaþóf Trumps við Kína um viðskipti, að þær deilur fléttist saman. Að Trump endi hugsanlega með það að þurfa að ákveða - gagnvart hvorum aðilanum Kína eða NK, hann leggur áherslu á að ná fram árangri.
Því annað getur hugsanlega útilokað eða a.m.k. takmarkað hitt.
- Síðan er vert að nefna að - Kim Jong Un nær einu mikilvægu fram, meðan Trump er tilbúinn að semja við NK, að á meðan sé Trump ólíklegur að ráðast á NK.
- Það hefur verið nefnt sem möguleiki af sumum, að Kim Jong Un sé fyrst og fremst að þessu til að vinna tíma, því hann viti að kjörtímabil Trumps sé einungis 4 ár - og óvissa sé að sjálfsögðu um endurkjör.
- M.ö.o. vilja þeir sem ræða málið á þessum grunni, meina að Kim ætli sér að tefja og þæfa málið í langvarandi samningaviðræðum.
Það getur hvort tveggja átt við, að Kim beiti slíkri tækni.
Svo hitt, að málið víxlverki við deilu Trumps við Kína.
Ps: Ný erlend frétt: Donald Trump virðist hafa samþykkt að slá af reglubundnar sameiginlegar æfingar hers SK og bandarískra hersveita: Trump and Kim pledge new chapter for North Korea.
"Donald Trump ended his historic summit with Kim Jong Un by declaring that the US would suspend military exercises on the Korean peninsula..."
Þetta kemur nokkuð á óvart þ.s. Trump hefur ekki a.m.k. enn fengið nokkuð bindandi fram frá stjórnanda NK.
Þetta atrið virðist nokkuð gagnrýnt!
- If the joint statement is all they agreed on, it is really disappointing,
- What did they achieve other than shaking hands and saying nice things about improving relations? - said Kim Jae-chun, a former South Korean government adviser.
Og þ.e. umræða meðal suður kóreanska pólitíkusa að samkomulagið hafi verið þunnt.
Niðurstaða
Hið minnsta virðist blasa við að í kjölfarið á viljayfirlýsingunni hefjist formlegar viðræður - hvað sem þær leiða af sér.
Samkomulag sem Trump kann að gera, mun óhjákvæmilega mælt við samkomulag sem Bill Clinton sem forseti gerði á sínum tíma - er fól í sér frystingu kjarnorkuprógramms NK, innsiglun kjarnorkustöðva og kjarnorkuvers, ásamt reglulegum heimsóknum eftirlitsmanna á vegum kjarnorkustofnunar SÞ þ.e. "IAEA" með því að innsigli væru órofin.
Enn virðist mér ólíklegt að NK raunverulega samþykki fulla kjarnorkuafvopnun.
En fordæmi eru a.m.k. fyrir frystingu, og Trump mundi virka veikgeðja ef hann næði a.m.k. ekki því fram.
Rétt að benda á að NK hljóp frá samkomulaginu í kjölfar innrásar Bush forseta í Írak.
- Ef Trump heimtar meira, er líklega löng leið að samkomulagi enn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2018 | 16:11
Trump endar G7 fundinn með viðskiptastríðshótunum
Trump fór af fundinum degi áður en honum formlega lauk, neitaði að sitja umræður um aðgerðir í tengslum við loftslagsmál. En heimaseta þíddi ekki að Trump hefði ekkert að seja um niðurstöðu fundarins:
- Trump fyrirskipaði að Bandaríkin mundu ekki taka þátt í lokaályktun fundarins!
- Þetta gerði hann í athugasemd á netinu sem lyktaði með viðskiptastríðshótun!
Donald Trump: "Based on Justins false statements at his news conference, and the fact that Canada is charging massive Tariffs to our U.S. farmers, workers and companies, I have instructed our U.S. Reps not to endorse the Communique as we look at Tariffs on automobiles flooding the U.S. Market!"
Eftirfarandi orð voru höfð eftir Justin Trudeau um daginn:
'Insulting' To Say Canada's Steel Is A Security Risk To U.S.
Rationale behind Trumps tariffs insulting and unacceptable
Trudeau: "The idea that Canadian steel that's in military vehicles in the United States, that makes your fighter jets is somehow now a threat ... the idea that we are somehow a national security threat to the United States is quite frankly insulting and unacceptable," - "Our soldiers who had fought and died together on the beaches of World War II and the mountains of Afghanistan, and have stood shoulder to shoulder in some of the most difficult places in the world, that are always there for each other, somehow this is insulting to them,"
Þetta eru líklega ummælin sem Trump vísar til!
Trump og ásamt öðrum leiðtogum G7
Tollhótunin sem Trump vísar til!
Um er að ræða hótun um tolla á bifreiðainnflutning til Bandaríkjanna - en nýlega fyrirskipaði Trump viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að athuga að hvaða marki innflutningur á bifreiðum væru -- öryggisógn við Bandaríkin!
En þetta er sama "rationale" og hann beitti þegar hann setti 25% toll á stál, og 10% á ál.
Það áhugaverða er að þó hann vísi til orða Trudeau - þá eru flestar bifreiðir fluttar inn frá Japan og Þýskalandi!
Tollur á bifreiðainnflutning t.d. 25% mundi bitna harkalega á þeim löndum tveim, mun síður á Kanada -- Trump vísaði einnig til mjólkurvöruframleiðslu í Kanada, en hann er ekki að hóta tollum á mjólkurvörur frá Kanada!
Erfitt sé því að túlka orð Trumps annað en sem hótun um viðskiptastríð!
- Bandaríkin eru þegar í viðskiptastríði við Mexíkó og Kanada, eftir að gagnkvæmir nýir tollar hafa tekið gildi.
- ESB hefur ekki enn formlega tekið ákvörðun um refsitolla á Bandaríkin gagnvart tollum Trumps á stál og ál.
--Skv. því mætti túlka ummæli Trumps sem tilraun til þess að ógna ESB frá því að tolla á móti.
--Hinn bóginn er óvíst, að þó ESB mundi láta Trump beygja sig í duftið -- að Trump mundi samt sem áður ekki setja toll á bifreiða innflutning. - Ekki er enn formlega viðskiptastríð við Kína -- en svör ríkisstjórnar Kína voru ekki þess eðlis að þau svör hljómuðu sem að Kína hyggðist beygja sig: China's Xi calls out 'selfish, short-sighted' trade policies.
Fyrst Trump móðgaðist yfir ummælum Trudeau verður hann vart ánægður með ummæli Xi Jinping.
Niðurstaða
Eftir G7 fundinn blasir við sá veruleiki að Bandaríkin undir Donald Trump virðast staðföst í áformum um viðskiptastríð; við Mexíkó og Kanada, við ESB, við Japan og við Kína -- allt á sama tíma.
Þetta ætti ekki koma nokkrum á óvart sem fylgdist með ræðum Trumps í kosningabaráttunni 2016.
Hinn bóginn er ég þeirrar skoðunar Trump og fylgismenn bersýnilega vanmeti kostnað Bandaríkjanna af slíkum viðskiptastríðum - en eins og ég hef bent á, þá fylgir skaði hverju viðskiptastríði fyrir sig.
Þannig að því fleiri viðskiptastríð, því meiri efnahagslegur skaði til baka fyrir Bandaríkin sjálf. Þó að hvert ríki í viðskiptastríði við Bandaríkin skaðist einnig á móti.
Þá grunar mig að ef Trump veður í öll meiriháttar viðskiptaríki Bandaríkjanna - allt á sama tíma. Þá þegar skaðinn af hverju viðskiptastríði fyrir sig safnast saman, þá skaðist Bandaríkin heilt yfir meir en viðskiptaaðilar Bandaríkjanna!
Eins og ég hef margoft bent á - alla tíð aftur til þess tíma er Trump fyrst hótaði viðskiptastríðum meðan hann hafði ekki enn haft sigur í prófkjöri Repúblikana; að þá er fullkomlega mögulegt fyrir Trump að snúa bandaríska hagkerfinu í kreppu með slíkri stefnu.
Svo fremi að viðskiptaríki Bandaríkjanna einungis eru í viðskiptastríði við Bandaríkin, en ekki við hvert annað -- ætti efnahagsskaðinn vera ónógur til að valda heimskreppu. Eins og ég hef margoft bent að auki á, þá gæti útkoman orðið -- pólitískt sjálfsmorð Trumps sjálfs.
En ég stórfellt efa að líkur væru á endurkjöri hans 2020 ef Bandaríkin hafa snúist yfir í kreppu, með milljónir manna atvinnulausar ef hafa í dag atvinnu. Það þíddi grunar mig að Bandaríkin mundu líklega mjög fljótt hverfa frá stefnu Trumps með nýjum forseta.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2018 | 00:57
Venezúela getur ekki lengur staðið við gerða samninga um olíusölu
Þessar fréttir ollu nokkrum óróa á olíumörkuðum sem leiddi til frekari verðhækkana: Oil gains on Venezuela export cuts. Vandi olíuframleiðslu Venezúela er í sjálfu sér ekki flókinn - þ.e. margra ára löng undirfjárfesting í viðhaldi og endurnýjun búnaðar, það virðist eiga við búnað allt frá borun - yfir í eimingu olíu - yfir í hafnaraðstöðu. Við þetta bætist nýrri vandi, flótti starfsmanna sem leiði til skorts á hæfu fólki til að sinna vandamálum tengdum búnaði ríkisolíufélagsins.
Síðan til að toppa þetta allt, varð ríkisolíufélag Venezúela nýverið fyrir alvarlegum skakkaföllum: Venezuela's PDVSA raises prospect of force majeure on oil exports
- "The state-owned firm in April had so little oil it failed to deliver almost all of the crude it promised to its U.S. refining unit, Citgo Petroleum, under a 273,000-bpd contract, the documents show."
- Venezuelas exports of crude declined 28 percent in the first four months of 2018 to 1.19 million bpd compared with 1.65 million bpd in the same period last year, according to Reuters trade flows data.
- "Aggravating its export problems, Conoco last month started seizing PD VSAs terminals, oil inventories and cargoes in the Caribbean to enforce a $2 billion arbitration award in a dispute over the socialist governments nationalization of the U.S. oil producers Venezuela assets."
Það er sem sagt farið að gerast sem ég átti von á, að á enda mundu fyrirtæki sem Venezúela skuldar fé -- ganga að eignum ríkisolíufélagsins utan Venezúela!
Nick Cunningham: Venezuelas Oil Meltdown Defies Belief. Telur að yfirtaka Conoco á höfnum fyrir olíuskip í eigu ríkisolíufélags Venezúela á eyjum í Karabíska hafinu, alvarlegt reiðarslag fyrir ríkisolíufélag Venzeúela.
Það sé vegna hins slæma ástand olíuhafna í Venezúela sjálfu - ríkisolíufélagið hafi reitt sig í vaxandi mæli á hafnirnar í þess eigu utan landamæra Venezúela.
En nú blasi það ástand við, að ríkisolíufélagið geti einfaldlega ekki sinnt þeirri skipatraffík - vegna hrikalegs ástands olíuhafna landsins, sem á að taka við þeirri olíu sem ríkisolíufélagið er skuldbundið að selja.
Óafgreidd skip bíði nú í röðum er fara stækkandi!
"There were more than 70 tankers off the coast of Venezuela on Tuesday, according to Thomson Reuters vessel tracking data."
Í örvæntingu beiti nú ríkisolíufélagið hótunum - heimtar nú að erlendir kaupendur mæti með skip sem búin séu til að dæla sín á milli -- væntanlega svo eitt skip geti legið við höfn, síðan skip hlið við hlið - dælt sín á milli.
Væntanlega vegna þess, að afhendingarbúnaðurinn -- virkar einungis á hluta vinnslusvæðis hafnarinnar sem á að nota.
--Annars verði því lýst yfir formlega að ríkisfélagið sé ekki fært um að standa við samninga.
Niðurstaða
Þessar fréttir virðast staðfesta að endanlegt hrun Venezúela geti vart verið langt inn í framtíðinni -- en sala á olíu sé nánast einu gjaldeyristekjurnar sem ríkisstjórnin á eftir. Vegna gríðarlegrar óstjórnar almennt, þarf land sem ráði yfir gjöfulu ræktarlandi í hagstæðu loftslagi, að flytja inn mat - hungursneyð er til staðar í landinu, en það sé ekki unnt að kalla ástandið annað. Börn séu þegar farin að látast úr hungri fréttir hafa heyrst um. Þegar fyrir tveim árum síðan, lágu fyrir gögn um að meira en 2/3 landsmanna hefði lést vegna skorts á aðgengi að nægum mat. Ástandið hafi klárlega versnað síðan.
--Það geti ekki annað en versnað hratt nú þegar olíusala landsins sé í frjálsu falli.
Meðan heldur Nicolas Maduro áfram að haga sér eins og hann sé staddur inni í sýndarveruleika. Ætlar að láta endurkjósa sig til forseta, sem virðist nánast öruggt að verði - enda stjórnar flokkurinn hans þeim stofnunum sem hafa með að gera allt eftirlit og úrskurðarvald um það hvort kosningar eru réttmætar. Það verði engin vandræði að bæta við kjörgögnum, í trausti þess að hans fólk úrskurði samt útkomuna lögmæta.
Mér virðist allt benda til að Venezúela sé á leið í það allra versta ástand sem ég hef óttast, þ.e. að lögleysa taki yfir sífellt stærri landsvæði eftir því sem ríkið missi getu til að greiða nauðsynlegu fólki laun -- ég í þessu tilviki meina, her og lögreglu.
--Líklega verði fyrir rest stjórnleysi það alvarlegt, að nágrannalönd neyðist til að senda herlið inn fyrir landamæri, til að takmarka stjórnleysið nærri eigin landamærum, og kannski til að halda uppi flóttamannabúðum Venezúealamegin landamæra.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2018 | 00:56
Skrúfan um lögfræðing Trumps herðist
Þetta mál þarfnast smá útskýringar, en það má vera að einhverjir hafi gleymt leit sem fór fram á skrifstofu Michel Cohen - eins lögfræðinga Donalds Trumps - í New York. Þetta var gert skv. beiðni Roberts Mueller sérstaks saksóknara sem hefur rannsakað mál tengd framboði Donalds Trumps þ.e. nánar tiltekið tengsl þess við aðila tengdum stjórnvöldum Rússlands.
Síðan sú leit fór fram á skrifstofu Cohens, hefur skrifstofa héraðs saksóknara á svokölluðu suður svæði í New York haft gögnin sem tekin voru lögtaki af skrifstofu Cohen. Hefur Cohen lagt sig í líma við að beita lagaklækjum til þess að fá gögnin lýst - óaðgengileg fyrir dómsrannsókn eða hugsanlega dómsmeðferð.
Fyrir nokkru síðan, var dómari skipaður til að fara yfir gögnin - sem hlutlaus aðili.
Hefur sú yfirferð nú skilað niðurstöðu: Few documents seized from Michael Cohen deemed privileged in first review.
Tilgangur þeirrar yfirferðar var að skoða hvaða gögn teldust óaðgengileg eða m.ö.o. "priviledged."
- "Barbara Jones, the court-appointed special master reviewing the documents, said in the filing in Manhattan federal court that out of 291,770 items found on two phones and an iPad, she agreed with lawyers for Cohen, Trump or the Trump Organization that 148 were privileged."
- "Jones said that out of 639 items found in eight boxes of hard-copy materials, she agreed that 14 were privileged."
Þetta er líklega ósigur fyrir Cohen því skv. þessu, má nú væntanlega líta yfir restina af gögnunum, þ.e. meginþorra þeirra og meta hvort þar leynast vísbendingar eða sannanir um glæpsamlegt atferli hugsanlegt.
Mueller hefur ekki enn fengið að skoða þau gögn, meðan að deilan um það hvaða gögn ættu að teljast óaðgengileg og hver ekki hafði ekki enn verið leyst -- en eftir úrskurð Jones dómara, má reikna fastlega með því að formleg rannsókn á gögnunum hefjist fljótlega.
- Rétt að benda á, að Mueller gat ekki sjálfur formlega farið fram á lögtak á skrifstofu Cohens.
- Mueller þurfti að fá formlega heimild frá aðstoðar dómsmálaráðherra Bandar. sem hann fékk, síðan þurfti hann að sannfæra héraðs saksóknara í suður svæði New York, að sjálfur fara fram á lögtakið - þ.e. dómsúrskurð þar um.
- Greinilega tókst Mueller að vera nægilega sannfærandi gagnvart héraðs saksóknaranum, þó sá hafi verið skipaður af Donald Trump - áhugaverður punktur, og því greinilega ekki einhver Demókrati. Og sá ágæti maður fór til svæðisdómara og sannfærði þann dómara um að veita úrskurð um ofangreinda leitarheimild, ásamt heimild um lögtak á gögnum.
- Síðan leitin fór fram og hald var lagt á ofangreind gögn, hefur deila staðið um þau við Cohen -- þeirri deilu er nú lokið, og væntanlega getur Cohen ekki frekar hindrað aðgengi Muellers að þeim gögnum.
--Sú ástæða sem við höfum til að ætla að gögnin séu áhugaverð, er einmitt það að Mueller tókst að sannfæra Repúblikana sem Trump skipaði - að óska eftir leitarheimild á skrifsotfu Cohen.
--En til þess þurfti Mueller að sannfæra hérað saksóknarann, að gögnin líklega innihéldu vísbendingar eða sannanir um glæpsamlegt athæfi.
Hvaða athæfi akkúrat vitum við ekki. En vitað er að Cohen gerði eitt og annað fyrir Trump, eins og t.d. að borga fyrrum klámmyndastjörnu fyrir að halda kjafti um samskipi hennar við Trump. Það sé þó ekki sérdeilis sennilegt, að Mueller hafi verið að leita upplýsinga um það mál!
Niðurstaða
Nú þegar nálgast að Mueller fái að rannsaka gögnin sem tekin voru á skrifstofu Micheal Cohens í New York, þá má vera að ástæða sé að ætla áhugaverðra tíðinda!
En mig grunar að það sé ekki tilviljun, að Donald Trump hafi líst því yfir - sama dag, að hann hafi heimild til að veita sjálfum sér náðun: Trump claims absolute right to pardon himself.
--Vísbending að mínu viti um hugsanlegan persónulegan ótta.
--Enda er í gögnunum örugglega að finna persónuleg samskipti Cohens við Donald Trump.
En þetta voru einmitt gögn um samskipti við skjólstæðinga, sem útskýrði af hverju Mueller þurfti að hafa þetta mikið fyrir því að komast yfir þau gögn!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2018 | 01:56
Spurning hvort samkomulag við Norður-Kóreu er sennilegt
Á sunnudag áréttaði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að stefna ríkisstjórnarinnar væri -- staðfest, óafturkræf skref í átt að kjarnorkuvopna-afvæðingu. Áður en til greina mundi koma að gefa í nokkru eftir í refsiaðgerðum gagnvart NK.
Mattis: "We will continue to implement all UN Security Council resolutions on North Korea,...North Korea will receive relief only when it demonstrates verifiable and irreversible steps to de-nuclearisation."
Manni virðist afar ólíklegt að NK samþykki slíka afarkosti.
Relief for North Korea only after clear, irreversible steps to denuclearization: Mattis
US pledges total North Korean de-nuclearisation
Höfum í huga að nýleg uppsögn Donalds Trump á kjarnorkusamningnum við Íran hlýtur að hafa einhver áhrif á stjórnendur NK!
Mér virðist það ítrekað einkenni ríkisstjórnar Donalds Trumps - framsetning krafna er virðast víðsfjarri því sem sennilegt sé að mótaðilinn eða mótaðilar við samningaborðið séu líklegir til að samþykkja.
Sumir halda því fram, þarna fari samningatækni - að setja fram mun stífari kröfur en viðkomandi telur líklegt að ná fram, í von um að það skili meiri eftirgjöf mótaðilans en annars muni vera líkleg niðurstaða.
--Þetta virðist vinsæl kenning sérstaklega meðal stuðningsmanna ríkisstj. Bandar.
Hinn bóginn, hafandi í huga hver "consistent" þessi framsetning virðist vera - mætti allt eins túlka það svo, að ríkisstjórn Bandaríkjanna núverandi, einfaldlega hafi óraunhæfar væntingar um það - hver raunveruleg áhrif Bandaríkjanna séu, og því líkleg geta þeirra til að knýja fram niðurstöðu í samræmi við sinn vilja!
- Ég er eiginlega í vaxandi mæli farinn að hallast að seinni túlkuninni.
Höfum t.d. í huga samninga við Kanada og Mexíkó - þar sem Bandaríkin enn halda frast í kröfu um að NAFTA samningurinn hefði endurskoðunarákvæði er virkaði þannig, að fimmta hvert ár yrðu aðildarþjóðir NAFTA að samþykkja að samkomulagið gilti áfram -- annars félli það sjálfkafa niður.
--Algerlega augljóst er, að ekkert fyrirtæki mundi fjárfesta á grunni NAFTA ef slíkt ákvæði væri sett inn, og vitað er að samningamenn Kanada og Mexíkó hafa þverneitað að íhuga endurskoðunarákvæði er virkaði með þessum hætti.
--Þó kom það fram í sl. viku, að Washington stendur fast við þá kröfu, þó það jafngildi eyðileggingu NAFTA - að klárlega sé engin von um að Mexíkó og Kanada, samþykki slíkt.
--Þetta er fyrsta deilan sem ríkisstjórn Trumps hóf
--Að hún sé enn föst á þessum punkti, er bendi til mjög mikillar stífni.
Ég á erfitt með að trúa því að svo ósanngjörnu ákvæði sé haldið svo lengi til streytu, nema að Washington haldi að það sé mögulegt að knýja það fram!
--Það mætti einmitt túlka tolla á stál 25% og ál 10% sem gilda einnig fyrir NAFTA lönd, sem í og með tilraun Washington, til að beita Mexíkó og Kanada frekari þrýstingi.
--Í þeirri von, að það sé hægt að knýja löndin tvö til að ganga að vilja Washington, með stigvaxandi þrýstingi.
- M.ö.o. virðist mér aðferðafræði ríkisstjórnar Bandaríkjanna benda til þess.
- Að núverandi landstjórnendur Bandaríkjanna - trúi því að unnt sé að ná slíkum einhliða kröfum fram, ef nægum þrýstingi sé beitt.
Sem sagt, að það geti verið að ríkisstjórnin virkilega trúi því að það sé unnt að knýja NK til fullkominnar uppgjafar -- án þess að NK hafi nokkra tryggingu fyrir því nema óskuldbundið loforð að í staðinn fengi NK eftirgjöf refsiaðgerða.
En væntanlega mundi ríkisstjórn Bandaríkjanna gefa sér nokkurn tíma til þess að ganga úr skugga um það, að sú uppgjöf væri í raun og veru -- í samræmi við þær kröfur. Sem gæti þítt jafnvel þó að staðið væri við eftirgjöf refsiaðgerða, gæti það tekið marga mánuði jafnvel meira en ár fyrir eftirlitsmenn að skrifa upp á að verkinu væri fullu lokið.
- En hvernig gæti NK treyst því, að Bandaríkin stæðu við sína hlið?
- Eftir að NK væri búin að eyðileggja öll sína kjarnavopn, eldflaugar sem og öll tæki til smíði kjarnavopna og eldflauga?
- Augljóslega væri það margra ára verk að endurreisa bæði prógrömminn - kostaði mjög mikið fjármagn og fyrirhöfn aftur, ef það mundi koma í ljós að Bandaríkin stæðu ekki við sína hlið.
M.ö.o. á ég erfitt með að koma auga á að NK sé sennileg að ganga að þessum kostum.
Þó Bandaríkin hafli þessum kröfum stíft fram, tja - eins og þeir hafa nú í rúmt ár haldið fram stífum kröfum frammi gagnvart Mexíkó og Kanada, án þess að það bóli á uppgjöf þeirra landa.
Afleiðingarnar eru auðvitað aðrar sem NK getur hugsanlega vænst.
Enda eftir allt saman, ef NK mundi ganga að þessum kröfum -- mundi áhættan af hernaðarárás á NK af hálfu Bandaríkjanna minnka mjög stórfellt.
- Einhver gæti bent á, að slík fyrirfram eftirgjöf gæti einmitt leitt til slíks.
Ég er ekki að segja að stjórn NK eigi nokkra samúð skilið, enda ógnarstjórn er hefur í gegnum áratugi stjórnartíðar sinnar leitt til ótímabærs dauða sennilega yfir milljón eigin íbúa - þó núverandi landstjórnandi virðist nokkuð hafa slakað á miðað við forfeður Kim Jong Un, þá hafi landið lengi virkað sem nokkurs konar fangelsi fyrir landsmenn.
--Hinn bóginn, þó það sé svo að landstjórnin eigi enga samúð skilið.
--Þá ef menn ætla að semja yfirhöfuð við slíka landstjórnendur hvort sem er, þá vart komast þeir hjá því að íhuga hverjir hagsmunir slíkra landstjórnenda séu.
--Þ.e. ef menn eru í alvörunni að leita niðurstöðu við samningaborð.
Niðurstaða
Mér virðist margt benda til þess að líkur á samkomulagi við Norður Kóreu fari þverrandi. Eins og virðist mega m.a. sjá á stöðu samninga við Kanada og Mexíkó - er enn virðast fastir nokkurn veginn á sömu punktunum. Þá virðist mér kröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum - hvort sem í hlut eiga deilur við Íran eða NK, eða viðskiptadeilur. Benda til þess að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi óraunhæfar væntingar um möguleika Bandaríkjanna til að beita stigvaxandi hótunum - til að knýja vilja sinn fram.
Eins og að núverandi ríkisstjórn átti sig ekki á því, að áhrif Bandaríkjanna eru ekki þau sömu og t.d. fyrir 30 árum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2018 | 00:41
Mexíkó og Kanada svara tollum Trumps með - tollum á móti. Enn beðið eftir formlegum viðbrögðum ESB landa við tollum Trumps
Það er áhugavert að Kanada og Mexíkó séu fyrst til að svara. En kenning a.m.k. sumra er sú, að þau lönd séu það háð Bandaríkjunum að þau eigi nánast enga von í alvöru viðskiptadeilu við Bandaríkin. Hinn bóginn er rétt að benda á, á móti - að þau lönd hafa sitt eigið stolt.
- Rryfjum upp hvernig Ísland brást við löndunarbanni Breta í þorskastríðunum.
- Gáfust við upp? Nei, alls ekki!
--Þó var það löndunarbann ákaflega efnahagslega skaðlegt fyrir Ísland. En Íslendingar litu svo á að þeir væru að berjast fyrir sinni framtíð.
--Það má alveg velta því fyrir sér, hvort Kanada og Mexíkó líti málin sambærilegum augum!
Þannig að þau lönd séu til í að taka verulega efnahagslega áhættu, vegna þess að eins og Íslendingar í þorskastríðunum -- trúi þær þjóðir að baráttan sé réttlát og samtímis, mikilvæg fyrir þeirra framtíð.
U.S. allies hit back at Washington's steel, aluminum tariffs
US fires first shot in trade war with allies
"Canada, the largest supplier of steel to the United States, will impose tariffs covering C$16.6 billion ($12.8 billion) on imports from the United States, including whiskey, orange juice, steel, aluminum and other products, Canadian Foreign Minister Chrystia Freeland said."
"Mexico also said it would impose its own retaliatory tariffs on a wide range of products from US steel to pork, sausages, and fruit such as apples, grapes and blueberries."
Skv. þessu er formlegt viðskiptastríð nú milli Bandaríkjanna - við Kanada og Mexíkó. Beðið er eftir formlegum viðbrögðum ESB - sem reiknað er með að geri alvöru úr sínum toll hótunum!
Vitað er að ESB er búið að undirbúa tollaðgerðir - en var að bíða eftir því að tollhótanir Trumps mundu formlega taka gildi annars vegar og hins vegar eftir endanlegu svari ríkisstjórnar Bandaríkjanna um það hvort ESB fengi undanþágur frá stál- og áltollum Trumps.
--Það svar liggur nú fyrir að er neikvætt, og Stál- og áltollar Trumps hafa nú formlega tekið gldi.
- Fyrir utan þetta liggja fyrir yfirlýsingar frá ríkisstjórn Trumps, að ríkisstjórn Trumps muni svara tollaðgerðum -- með frekari tollaðgerðum.
- Skv. því blasir við spírall, þ.e. að væntanlega svari þá mótherjar Bandaríkjanna í viðskiptaátökum - með tollum aftur, síðan koll af kolli.
Eins og ég benti á í gær, græðir enginn á viðskiptastríði.
Hinn bóginn sé það misskilningur, að Bandaríkin hljóti í einhverjum skilningi hafa betur.
- Því skaði er alltaf skaði beggja, þegar land hefur viðskiptastríð - hitt landið svarar á móti.
- Síðan ef land fer í mörg viðskiptastríð samtímis -- skaðar það land sig í hvert sinn per viðskiptastríð, meðan að hvert land í viðskiptastríði við það land skaðast í eitt skipti.
Þannig, að ef Bandaríkin hefja mörg viðskiptastríð samtímis - ætti að vera algerlega á tæru að Bandaríkin skaðast meira!
Viðskiptaráð Bandaríkjanna er mjög andvígt aðgerðum Trumps!
Tom Donohue -- "The current approach will deliver the greatest economic pain to precisely those areas of the country that the administration and the Congressional majority are counting on for continued political support," - "It is worth remembering that a tariff is nothing more than a tax, and it is not paid by the exporting country it is paid by the American people,"
Trump trade policies threaten 2.6 million US jobs, Chamber of Commerce says
Formaður Viðskiptaráðs Bandaríkjanna, sem eru samtök aðila innan viðskiptalífs Bandar.
Fullyrðir sem sagt að aðgerðir Trumps geti haft þetta miklar afleiðingar fyrir Bandaríkin sjálf!
- Það sem Donahue vísar til er þeirrar einföldu afleiðingar - að tollar hækka strax verð á varningi sem er tollaður.
- Það þíðir auðvitað að neytendur greiða þá raunverulega þá tolla!
Þ.e. neytendur innan Bandaríkjanna -- þó að tollar einnig skaði útflutning þeirra landa þeirra vörur eru tollaðar, þá ef um er að ræða stórfellt viðskiptamagn er ósennilegt að unnt sé að með snöggum hætti -- að skipta um viðskiptaþjóð!
Aðrar viðskiptaþjóðir sennilega hafa þá ekki getu til að taka snögglega yfir markaðinn - og líklega ekki heldur bandarísk fyrirtæki. Þannig, að tollarnir lenda á neytendum!
--Sem eru í þessu tilviki, almenningur í Bandaríkunum og bandarísk fyrirtæki.
- Donahue virðist gera ráð fyrir uppsögn NAFTA sé yfirvofandi - en ekkert gengur eða rekur í samningum. Ríkisstjórn Trumps neitar að gefa eftir þætti sem samningamenn Mexíkó og Kanada hafa neitað að samþykkja, þannig allt situr fast.
--Þannig uppsögn NAFTA virðist vaxandi mæli sennileg útkoma. - Síðan reiknar Donahue inn áætlað af Viðskiptaráði Bandaríkjanna tjón af stál- og áltollum Trumps.
--Niðurstaðan sé þessi áætlun um 2,6 milljón töpuð störf.
Einhver máski heldur því fram að það sé hræðsluáróður - hinn bóginn er ég á því að umtalsvert tap á störfum sé algerlega öruggt ef allt þetta sem Donahue telur til stenst.
Það sé þó óvíst að akkúrat 2,6 milljón störf tapist.
- Hinn bóginn, ef allt fer á versta veg að það sem virðist yfirvofandi, að allsherjar viðskiptastríð sé að skella á -- þ.e. tit for tat spírall, er leiði á enda til þess að háir tollar skella yfir á stóran fjölda innfluttra vara til Bandaríkjanna, og á móti verði tollum beitt almennt á útflutning Bandaríkjanna af þeim löndum sem Trump hefur viðskiptastríð við.
- Þá verða efnahagsleg áhrif á Bandaríkin - tel ég - alveg örugglega stór, þá líklega stærri en það mat - sem Donahue skellir þarna fram.
Þá meina ég, ef Trump hefur allsherjar viðskiptastríð samtímis við ESB lönd - NAFTA lönd og Kína að auki!
Eða m.ö.o. samtímis í einu við alla sína stærstu viðskiptaaðila - nema Japan.
Sem betur fer á ég ekki von á því, að löndin í viðskiptastríði við Bandaríkin - hefji viðskiptastríð hvert við annað!
Þau verði í viðskiptastríði við Bandaríkin - en forðist að láta það viðskiptastríð hafa áhrif á sín samskipti hvert við annað.
- Þannig að ESB - önnur NAFTA lönd og Kína, haldi áfram að viðhafa lágtollaumhverfi hvert við annað.
- Þetta gæti þar með endað, eins og ég hef áður bent á, sem tilraun þ.s. Bandaríkin skella upp hátollaumhverif hjá sér.
--En önnur lönd, láta vera að viðhafa hátollaumhverfi.
Ef þetta yrði útkoman, mundi alþjóðaviðskiptaumhverfið ekki brotna niður.
Ég stórfellt efa að slík tilraun muni sýna fram á að slíkt séu góðar ákvarðanir fyrir Bandaríkin.
Öfugt við það sem Trump og Trump sinnar halda fram, er ég á því að slík stefna mundi leiða fram efnahagslega hnignun í Bandaríkjunum.
- Hinn bóginn, ef þetta allt gerist þ.e. allsherjar viðskiptastríð Trumps við flest helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna.
- Þá er það mín skoðun að ósennilegt sé að Trump geti náð endurkjöri 2020.
Einfaldlega vegna þess að svo umfangsmiklar tollaaðgerðir gagnvart innflutningi, mundu hafa gríðarlega öflug samdráttaráhrif á bandarískt efnahagslíf.
Milljónir bættust þá við tölur yfir atvinnulausa -- þeir hópar mundu vart kjósa Trump.
- Eiginlega er ég á því að mat Donahue sé frekar varlegt, en að vera ofmat.
Niðurstaða
Trump virðist vera að afhjúpa það fyrir heimsbyggðinni að hann sé nákvæmlega allt það sem hann talaði fyrir í kosningabaráttunni 2016. En þá hótaði hann með eftirminnilegum hætti viðskiptastríðum gagnvart helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna.
Eins og ég benti á þá, að slíkar ákvarðanir mundu að flestum líkindum hafa mjög neikvæðar efnahagslegar afleiðingar fyrir Bandaríkin sjálf. Þá auðvitað árétta ég þann punkt eina ferðina enn, að þær alvarlegu afleiðingar hljóta að koma fram -- ef viðskiptastríð það sem hafið er, endar sem allsherjar viðskiptastríð - Bandaríkjanna við sínar helstu viðskiptaþjóðir.
--Á hinn bóginn, þá er ég á því að afleiðingin sé ekki heimskreppa.
--Svo fremi að viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna láta vera að fara í hár sín á milli.
En afleiðingin geti sannarlega orðið kreppa í Bandaríkjunum!
Ef það fer það langt, þá ég ekki von á endurkjöri Trumps.
Að á endanum verði stefna hans pólitískt sjálfsmorð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar