Trump virðist hafa undirritað óskuldbindandi viljayfirlýsingu með Kim Jong Un

Auðvitað getur óskuldbindandi viljayfirlýsing - síðar leitt til skuldbindandi samkomulags. Hinn bóginn virðist plaggið sem undirritað var, frekar upphaf að löngu ferli en endir ferlis.

Takið eftir orðalaginu -- "work towards" eða vinna að.

Trump and Kim's joint statement

----------------

President Donald J. Trump of the United States of America and Chairman Kim Jong Un of the State Affairs Commission of the Democratic People’s Republic of Korea (DPRK) held a first, historic summit in Singapore on June 12, 2018.

President Trump and Chairman Kim Jong Un conducted a comprehensive, in-depth, and sincere exchange of opinions on the issues related to the establishment of new U.S.-DPRK relations and the building of a lasting and robust peace regime on the Korean Peninsula. President Trump committed to provide security guarantees to the DPRK, and Chairman Kim Jong Un reaffirmed his firm and unwavering commitment to complete denuclearization of the Korean Peninsula.

Convinced that the establishment of new U.S.-DPRK relations will contribute to the peace and prosperity of the Korean Peninsula and of the world, and recognizing that mutual confidence building can promote the denuclearization of the Korean Peninsula, President Trump and Chairman Kim Jong Un state the following:

1. The United States and the DPRK commit to establish new U.S.-DPRK relations in accordance with the desire of the peoples of the two countries for peace and prosperity.

2. The United States and the DPRK will join their efforts to build a lasting and stable peace regime on the Korean Peninsula.

3. Reaffirming the April 27, 2018 Panmunjom Declaration, the DPRK commits to work towards complete denuclearization of the Korean Peninsula.

4. The United States and the DPRK commit to recovering POW/MIA remains, including the immediate repatriation of those already identified.

Having acknowledged that the U.S.-DPRK summit — the first in history — was an epochal event of great significance and overcoming decades of tensions and hostilities between the two countries and for the opening of a new future, President Trump and Chairman Kim Jong Un commit to implement the stipulations in this joint statement fully and expeditiously. The United States and the DPRK commit to hold follow-on negotiations led by the U.S. Secretary of State, Mike Pompeo, and a relevant high-level DPRK official, at the earliest possible date, to implement the outcomes of the U.S.-DPRK summit.

President Donald J. Trump of the United States of America and Chairman Kim Jong Un of the State Affairs Commission of the Democratic People’s Republic of Korea have committed to cooperate for the development of new U.S.-DPRK relations and for the promotion of peace, prosperity, and security of the Korean Peninsula and of the world.

June 12, 2018

Sentosa Island

Singapore

----------------

Trump talaði um stórkostlegan árangur - nýja tíma, að hann vænti fullrar kjarnorkuafvopnunar. Það auðvitað á allt eftir að koma í ljós - hvort eða ekki.

Eitt í þessu sem getur skemmt fyrir Trump er það að hann skuli hafa hafið viðskiptadeilu við Kína, áður en hann er búinn að landa bindandi samkomulagi við NK. En ég hefði haldið að skynsamara hefði verið, að bíða með viðskiptadeilu við Kína þangað til samningi við NK hefði verið landað - á meðan halda Kína í voninni að Trump mundi ekki hefja viðskiptadeilu. 

Því að Trump er töluvert háður vilja Kína til að beita NK þrýstingi, enda á Kína hægan leik um að tryggja NK efnahagslegan stöðugleika burtséð frá hugsanlegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna á NK.

Þetta geti þítt, að samningar Trumps við NK - flækist inn í samningaþóf Trumps við Kína um viðskipti, að þær deilur fléttist saman. Að Trump endi hugsanlega með það að þurfa að ákveða - gagnvart hvorum aðilanum Kína eða NK, hann leggur áherslu á að ná fram árangri.

Því annað getur hugsanlega útilokað eða a.m.k. takmarkað hitt.

  1. Síðan er vert að nefna að - Kim Jong Un nær einu mikilvægu fram, meðan Trump er tilbúinn að semja við NK, að á meðan sé Trump ólíklegur að ráðast á NK.
  2. Það hefur verið nefnt sem möguleiki af sumum, að Kim Jong Un sé fyrst og fremst að þessu til að vinna tíma, því hann viti að kjörtímabil Trumps sé einungis 4 ár - og óvissa sé að sjálfsögðu um endurkjör.
  3. M.ö.o. vilja þeir sem ræða málið á þessum grunni, meina að Kim ætli sér að tefja og þæfa málið í langvarandi samningaviðræðum.

Það getur hvort tveggja átt við, að Kim beiti slíkri tækni.
Svo hitt, að málið víxlverki við deilu Trumps við Kína.

 

Ps: Ný erlend frétt: Donald Trump virðist hafa samþykkt að slá af reglubundnar sameiginlegar æfingar hers SK og bandarískra hersveita: Trump and Kim pledge new chapter for North Korea

"Donald Trump ended his historic summit with Kim Jong Un by declaring that the US would suspend military exercises on the Korean peninsula..."

Þetta kemur nokkuð á óvart þ.s. Trump hefur ekki a.m.k. enn fengið nokkuð bindandi fram frá stjórnanda NK.

Þetta atrið virðist nokkuð gagnrýnt!

  1. “If the joint statement is all they agreed on, it is really disappointing,”
  2. “What did they achieve other than shaking hands and saying nice things about improving relations?” - said Kim Jae-chun, a former South Korean government adviser.

Og þ.e. umræða meðal suður kóreanska pólitíkusa að samkomulagið hafi verið þunnt.

 

Niðurstaða

Hið minnsta virðist blasa við að í kjölfarið á viljayfirlýsingunni hefjist formlegar viðræður - hvað sem þær leiða af sér. 

Samkomulag sem Trump kann að gera, mun óhjákvæmilega mælt við samkomulag sem Bill Clinton sem forseti gerði á sínum tíma - er fól í sér frystingu kjarnorkuprógramms NK, innsiglun kjarnorkustöðva og kjarnorkuvers, ásamt reglulegum heimsóknum eftirlitsmanna á vegum kjarnorkustofnunar SÞ þ.e. "IAEA" með því að innsigli væru órofin.

Enn virðist mér ólíklegt að NK raunverulega samþykki fulla kjarnorkuafvopnun.
En fordæmi eru a.m.k. fyrir frystingu, og Trump mundi virka veikgeðja ef hann næði a.m.k. ekki því fram.

Rétt að benda á að NK hljóp frá samkomulaginu í kjölfar innrásar Bush forseta í Írak. 

  • Ef Trump heimtar meira, er líklega löng leið að samkomulagi enn.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Trump hefur greinilega miklar væntingar. Hann virðist halda að Kim sé nú kominn heim og sé byrjaður að farga kjarnorkuvopnum eins og enginn sé morgundagurinn.

Það er stór galli að Kim skuli ekki hafa tjáð sig um hvernig hann sér þennan fund. Á meðan svo er ekki höfum við ekki heildarmynd af því sem gerðist.

Vil benda á að Trump er nýkominn af G7 fundi sem hann segir að hafi verið mjög góður og öllum hafi komið vel saman. 

Merkel og Macron tala með nokkuð öðrum hætti um þennan sama fund.

Borgþór Jónsson, 12.6.2018 kl. 09:35

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, það þarf alltaf að setja discount á yfirlýsingar Trumps - en hann virðist alltaf tala um allt það sem hann gerir í "hyperbole."

Opnar spurningar: Hvernig víxlverkast samningaviðræður við NK, við viðskiptadeilu Trumps við Kína. En Trump er töluvert háður vilja Kína að beita NK þrýstingi - það getur þítt að Trump verði að velja hvar hann vill ná fram árangri -- það geti verið að NK verði að samningapeði milli Xi Jinping og Donalds Trumps.

Ekki það að afstaða Kim Jon Un skipti ekki nokkru máli. En hann er háður vilja Kína að tryggja NK aðgengi að einhverjum markaði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2018 kl. 10:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, fyrir utan þetta - vilja sumir meina tilgangur Kims sé að koma málum inn í langt og tafsamt samningaferli - að á meðan telji Kim sig vita að svo lengi Trump telji sig eiga von á samkomulagi; ráðist hann ekki á NK.

Kim viti að kjörtímabil Trumps sé einungis 4 ár, að endurkjör sé óvíst.
Það sé alveg hugsanlegt að hvort tveggja fari saman, að Kim ætli sér að vinna með því að tefja og þæfa, og að mál NK víxlverki gagnvar deilu Trumps við Kína.

Trump kallar sig mikinn samningamann - en hann er nú búinn að starta afskaplega mörgum deilum samtímis - sem þíðir að hann mun þurfa að halda á lofti samtímis ansi mörgum boltum.
Getur hann ráðið við svo hátt flækjustig?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2018 kl. 10:43

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er alveg sammála þér um þetta. Mig grunar að Kim leggi allt annan skilning í atburði dagsins en Trump. 

Ég tek undir að það væri með ólíkindum ef Kim mundi láta af hendi öll trompin ,áður en spilamennskan hefst. En það getur svo sem allt gerst.

Hver sá svo sem fyrir skyndilega og algera uppgjöf Sovétríkjanna?

Við lifum á spennandi tímum. 

Borgþór Jónsson, 13.6.2018 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 483
  • Frá upphafi: 847755

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 469
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband