Spurning hvort samkomulag við Norður-Kóreu er sennilegt

Á sunnudag áréttaði varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að stefna ríkisstjórnarinnar væri -- staðfest, óafturkræf skref í átt að kjarnorkuvopna-afvæðingu. Áður en til greina mundi koma að gefa í nokkru eftir í refsiaðgerðum gagnvart NK.

Mattis: "We will continue to implement all UN Security Council resolutions on North Korea,...North Korea will receive relief only when it demonstrates verifiable and irreversible steps to de-nuclearisation."

Manni virðist afar ólíklegt að NK samþykki slíka afarkosti.

Relief for North Korea only after clear, irreversible steps to denuclearization: Mattis

US pledges total North Korean de-nuclearisation

 

Höfum í huga að nýleg uppsögn Donalds Trump á kjarnorkusamningnum við Íran hlýtur að hafa einhver áhrif á stjórnendur NK!

Mér virðist það ítrekað einkenni ríkisstjórnar Donalds Trumps - framsetning krafna er virðast víðsfjarri því sem sennilegt sé að mótaðilinn eða mótaðilar við samningaborðið séu líklegir til að samþykkja.

Sumir halda því fram, þarna fari samningatækni - að setja fram mun stífari kröfur en viðkomandi telur líklegt að ná fram, í von um að það skili meiri eftirgjöf mótaðilans en annars muni vera líkleg niðurstaða.
--Þetta virðist vinsæl kenning sérstaklega meðal stuðningsmanna ríkisstj. Bandar.

Hinn bóginn, hafandi í huga hver "consistent" þessi framsetning virðist vera - mætti allt eins túlka það svo, að ríkisstjórn Bandaríkjanna núverandi, einfaldlega hafi óraunhæfar væntingar um það - hver raunveruleg áhrif Bandaríkjanna séu, og því líkleg geta þeirra til að knýja fram niðurstöðu í samræmi við sinn vilja!

  • Ég er eiginlega í vaxandi mæli farinn að hallast að seinni túlkuninni.

Höfum t.d. í huga samninga við Kanada og Mexíkó - þar sem Bandaríkin enn halda frast í kröfu um að NAFTA samningurinn hefði endurskoðunarákvæði er virkaði þannig, að fimmta hvert ár yrðu aðildarþjóðir NAFTA að samþykkja að samkomulagið gilti áfram -- annars félli það sjálfkafa niður.
--Algerlega augljóst er, að ekkert fyrirtæki mundi fjárfesta á grunni NAFTA ef slíkt ákvæði væri sett inn, og vitað er að samningamenn Kanada og Mexíkó hafa þverneitað að íhuga endurskoðunarákvæði er virkaði með þessum hætti.
--Þó kom það fram í sl. viku, að Washington stendur fast við þá kröfu, þó það jafngildi eyðileggingu NAFTA - að klárlega sé engin von um að Mexíkó og Kanada, samþykki slíkt.

--Þetta er fyrsta deilan sem ríkisstjórn Trumps hóf
--Að hún sé enn föst á þessum punkti, er bendi til mjög mikillar stífni.

Ég á erfitt með að trúa því að svo ósanngjörnu ákvæði sé haldið svo lengi til streytu, nema að Washington haldi að það sé mögulegt að knýja það fram!
--Það mætti einmitt túlka tolla á stál 25% og ál 10% sem gilda einnig fyrir NAFTA lönd, sem í og með tilraun Washington, til að beita Mexíkó og Kanada frekari þrýstingi.
--Í þeirri von, að það sé hægt að knýja löndin tvö til að ganga að vilja Washington, með stigvaxandi þrýstingi.

  1. M.ö.o. virðist mér aðferðafræði ríkisstjórnar Bandaríkjanna benda til þess.
  2. Að núverandi landstjórnendur Bandaríkjanna - trúi því að unnt sé að ná slíkum einhliða kröfum fram, ef nægum þrýstingi sé beitt.

Sem sagt, að það geti verið að ríkisstjórnin virkilega trúi því að það sé unnt að knýja NK til fullkominnar uppgjafar -- án þess að NK hafi nokkra tryggingu fyrir því nema óskuldbundið loforð að í staðinn fengi NK eftirgjöf refsiaðgerða.

En væntanlega mundi ríkisstjórn Bandaríkjanna gefa sér nokkurn tíma til þess að ganga úr skugga um það, að sú uppgjöf væri í raun og veru -- í samræmi við þær kröfur. Sem gæti þítt jafnvel þó að staðið væri við eftirgjöf refsiaðgerða, gæti það tekið marga mánuði jafnvel meira en ár fyrir eftirlitsmenn að skrifa upp á að verkinu væri fullu lokið.

  1. En hvernig gæti NK treyst því, að Bandaríkin stæðu við sína hlið?
  2. Eftir að NK væri búin að eyðileggja öll sína kjarnavopn, eldflaugar sem og öll tæki til smíði kjarnavopna og eldflauga?
  3. Augljóslega væri það margra ára verk að endurreisa bæði prógrömminn - kostaði mjög mikið fjármagn og fyrirhöfn aftur, ef það mundi koma í ljós að Bandaríkin stæðu ekki við sína hlið.

M.ö.o. á ég erfitt með að koma auga á að NK sé sennileg að ganga að þessum kostum.
Þó Bandaríkin hafli þessum kröfum stíft fram, tja - eins og þeir hafa nú í rúmt ár haldið fram stífum kröfum frammi gagnvart Mexíkó og Kanada, án þess að það bóli á uppgjöf þeirra landa.

Afleiðingarnar eru auðvitað aðrar sem NK getur hugsanlega vænst.
Enda eftir allt saman, ef NK mundi ganga að þessum kröfum -- mundi áhættan af hernaðarárás á NK af hálfu Bandaríkjanna minnka mjög stórfellt.

  • Einhver gæti bent á, að slík fyrirfram eftirgjöf gæti einmitt leitt til slíks.

Ég er ekki að segja að stjórn NK eigi nokkra samúð skilið, enda ógnarstjórn er hefur í gegnum áratugi stjórnartíðar sinnar leitt til ótímabærs dauða sennilega yfir milljón eigin íbúa - þó núverandi landstjórnandi virðist nokkuð hafa slakað á miðað við forfeður Kim Jong Un, þá hafi landið lengi virkað sem nokkurs konar fangelsi fyrir landsmenn.

--Hinn bóginn, þó það sé svo að landstjórnin eigi enga samúð skilið.
--Þá ef menn ætla að semja yfirhöfuð við slíka landstjórnendur hvort sem er, þá vart komast þeir hjá því að íhuga hverjir hagsmunir slíkra landstjórnenda séu.
--Þ.e. ef menn eru í alvörunni að leita niðurstöðu við samningaborð.

 

Niðurstaða

Mér virðist margt benda til þess að líkur á samkomulagi við Norður Kóreu fari þverrandi. Eins og virðist mega m.a. sjá á stöðu samninga við Kanada og Mexíkó - er enn virðast fastir nokkurn veginn á sömu punktunum. Þá virðist mér kröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum - hvort sem í hlut eiga deilur við Íran eða NK, eða viðskiptadeilur. Benda til þess að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi óraunhæfar væntingar um möguleika Bandaríkjanna til að beita stigvaxandi hótunum - til að knýja vilja sinn fram.

Eins og að núverandi ríkisstjórn átti sig ekki á því, að áhrif Bandaríkjanna eru ekki þau sömu og t.d. fyrir 30 árum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér finnst þú gefa Trump of mikið kredit. Þetta hefur ekkert með Trump að gera.

Þessi tækni hefur alltaf verið notuð af Bandaríkjamönnum,og alveg sérstaklega frá falli Sovétríkjanna.

Eitthvert skírasta dæmið um þetta eru aðgerðir Bandaríkjamanna gegn Júgoslavíu,en þau eru mörg mörg fleiri.

Það er fullkomlega vitað í dag að úrslitakostirnir sem Milosovic voru settir,voru sérstaklega hannaðir til að hann mundi EKKI ganga að þeim.

Ástæðan var , að það var aldrei meiningin að koma á friði,meiningin var alltaf að drepa Milosovic og uppræta ríki sem var hliðhollt Rússum.

Það var beinlínis rætt um hvað væri hægt aðsetja í skilmálana sem væri þess eðlis að ekki yrði gengið að þeim.

Þegar rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna sýknaði Milocovich af rógsherferðinni sem var farin gegn honum,var það þaggað niður. Það kom ekki í fjölmiðlunum okkar og það eru fáir sem vita að þessi skýrsla er til. Þú veist það samt,af því að einhverntíma sendi ég þér link á hana.

Þjáningarnar og manndrápin sem hafa hlotist af heimsveldisstefnu Bandaríkjanna á síðustu áratugum eru svo skelfileg að það kemur varla annað til greina en aftökur. 

Það þarf að senda þá sem hafa staðið fyrir þessu til Haag,dæma þá og hengja þá fyrir utan dómshúsið. Það er ekkert annað sem getur stoppað þessar blóðfórnir. Þetta var gert eftir heimstyrjöldina síðari í einhverjum mæli ,og gafst vel. Það þarf að gera fólki ljóst að glæpastarfsemi af þessu tagi hefur afleiðingar.

Það verða alltaf stríð ,sum eru réttlætanleg en önnur ekki,en áratuga drápsherferð þar sem hvert fórnarlambið á fætur öðru er lagt í rúst er allt annað mál. Við höfum ekki séð neitt þessu líkt síðan Hitler fór sína helför gegn Evrópu. Það er mál að linni.

.

Lygaherferðir sem eiga engann sinn líka eru farnar gegn fólki og ríkjum hvað eftir annað.Á grundvelli þessara lygaherferða eru svo háð árásarstríð eða þjóðir eiðilagðar með öðrum hætti. Fjölmiðlar sem ráða skoðanamyndun í heiminum eru miskunnarlaust notaðir til að útskúfa fólki og löndum sem á einhefrn hátt standa í vegi fyrir þessari glæpaklíku. Nýlegt dæmi um þetta er falsað morðtilræði á fréttamanni í Úkrainu, Fyrir einhverja sjúklega tilviljun komst upp um plottið. En hefðbundin herferð var farin af stað í fjölmiðlum sem hafði þann tilgang að herða refsiaðgerðir gegn Rússum.

Þeirri herferð var ætlað að eiðileggja bætt samskifti milli Evrópu og Rússlands. Á sama tíma droppaði MH 17 málið aftur upp í fjölmiðlum . Hin svokallaða rannsóknarnefnd ruddist inn í fjölmiðala með einhverjar ekkifréttir. Malasía hefur þegar hafnað þessu rugli og segja að það séu engar sannfærandi vísbendingar um þáttöku Rússa í þeim atburði. Þeir eru hluti af nefndinni og hafa mestra hagsmuna að gæta að hið rétta komi fram. Ég veit ekki til að Malasía sé í neinu plotti með Rússum. Þeir vilja bara að það sé sagt satt.

Ef við skoðum tímasetninguna á þessu,þá var hún stillt inn á viðskifta og öryggisráðstefnuna í Pétursborg. Þessu showi var ætlað að eyðileggja hana. Ráðstefnan fór fram eins og ekkert hafi í skorist.Enginn trúir í raun þessu rugli. Enginn nennti einu sinni að ræða þetta á þessum nótum.

Við höfum undanfarið séð hverja herferðina á fætur annarri fara í gang í sama tilgangi. Skripal málið,eiturefnaárás í Sýrlandi (herferð sem líka klikkaði og hefur verið þögguð niður) MH 17 og svo mætti lengi telja.

Eins og þú bendir á eru áhrif Bandaríkjanna að minnka í heiminum. Ein ástæðan fyrir þessu er að fleiri og fleiri gera sé ljóst að það verður ekki lengur við þetta unað. það er ekki lengur hægt að láta þetta hryðjuverkaríki dreifa dauða og tortímingu út um allan heim óáreytt.

Það sem hefur kannski opnað augu manna er ruddaleg framkoma Trumps,en Trump er ekkert öðruvísi en fyrirrennarar hans.Aðgerðir hans eru þær sömu.Annað sem skiftir líka máli er að nú eru Evrópuríkinn ekki lengur undanþegin árásum Bandaríkjanna. Það breytir landslaginu verulega. Evrópuríkin eru nokuð öflug og geta varið sig að einhverju marki,en ég er hræddur um að ef það koma aftur stjórnvöld í Bandaríkjunum sem undanskilja Evrópu frá þessum ofsóknum,muni allt fara í sama farið .Evrópa muni kóa með Bandaríkjunum og láta afganginn af heiminum þjást eins og hún hefur gert undanfarna áratugi. 

.

Hlutur fjölmiðla og álitsgjafa svokallaðra er sérstaklega alvarlegur. Tilgangur þessara skoðanamyndandi fjölmiðla er ekki lengur að upplýsa okkur um hvað er að gerast,heldur að kynda undir óhróðursherferðum sem hannaðar eru af leyniþjónustum,sérstaklega Bandarísku og Bresku.

Þegar slíkar herferðir fara út um gluggan,ríkir alger þögn. Algerlega á línuna. Aleppo hvarf gersamlega þegar það var loksins hægt að tala við fólkið sem var haldið í gíslingu. Enginn talaði við þetta fólk til að heyra sögu þeirra. Engin leiðréting,engin viðtöl, ekkert nema alger þögn.

Dhouma "eiturefnaárásin" sem að kom inn í stofu til okkar margoft á dag. Nú ríkir alger þögn. Engin leiðrétting. Plottið er ónýtt og það einfaldlega hverfur eins og jörðin hafi gleipt það. Það er ekki eins og fjölmiðlar vilji að hið sanna komi fram. Þeirra viðfanngsefni er ekki lengur sannleikurinn .

MH 17 sem var svo samtvinnuð heimilislífinu hjá okkur að við nánast fundum lyktina af hræunum. Nú er þetta horfið með öllu úr fjölmiðlum. Hin svokallaða rannsókn er svo hlutdræg og ósannfærandi að fjölmiðlar treysta sér ekki lengur að spinna neitt í sambandi við hana,samt kalla þeir ekki allt ömmu sína.

"Rannsóknin" hefur augljóslega þann eina tilgang að búa til einhverja atburðarrás sem hugsanlega gæti tengt þetta við Rússland,og helst Putin sjálfann. Malasía hefur ítrekað kvartað undan þessum vinnubrögðum. Málið er samt ekki dautt,það hafði afleiðingar. Það leiddi til versnandi samskifta milli ríkja í Evrópu. Það leiddi til þess að lífskjör heillar þjóðar versnuðu. Þau leiddu til þess að lífskjör Evrópskar bænda versnuðu. Allt út af lygaherferð sem hönnuð var af leyniþjónustum og framkvæmd af svokölluðum fjölmiðlum.

Þetta er alveg sérstaklega hættulegt,af því að eitt af hlutverkum fjölmiðla er einmitt að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir fari út af sporinu og byrji ófrið af þessu tagi. Þetta er grundvallartilgangur fjölmiðla. og þeir hafa brugðist algerlega.

Skripal málið sem nú er horfið. 

Málið klúðraðist algerlega. Meira að segja Evrópsk bandalagsríki Breta eru fain að spyrja spurninga. Við heyrum ekki þessar spurningar í fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa komist að samkomulagi við stjórnvöld ,að tala ekki um málið. Ekki í neinni óeiginlegri merkingu,þeir gerðu hreinlega samkomulag. Nú má heyra saumnál detta.

Svona er komið fyrir Vestrænu lýðræði Einar.

Borgþór Jónsson, 4.6.2018 kl. 12:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þessi hneigð þín að slá fram röngum fullyrðingum er afskaplega þreitandi - sérstaklega þegar afar auðvelt er að afsanna þær með sögulegum dæmum, sumum ekki eldri en frá 2015.

Túlkanir þínar á sögulegum dæmum eru síðan svo sérkennilega rangar að það er eiginlega brjóstumkennanlegt.

Ég átta mig ekki á því hvernig þú ferð að þessu - að trúa svo mörgum hlutum sem sannleika, sem auðvelt er á fáeinum sekúndum afsanna með einu GOOGLI.

Þú ert afar sérkennilegur maður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2018 kl. 12:29

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er eins og við getum aldrei orðið sammála um neitt. Ég sem hélt að stundin væri komin.

Borgþór Jónsson, 4.6.2018 kl. 17:14

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, Boggi minn - fyrsta lagi er það kolrangt hjá þér að Bandaríkin hafi alltaf hegðað sér eins og Trump hegðar sér --> En ef svo væri, væri núverandi reiði í Evrópu og annarra NAFTA meðlima, óskiljanleg -- ef þetta væri venjulegt.
Það er einmitt vegna þess, að slík hegðan gagnvart eigin bandalagsríkjum Bandaríkjanna er óvenjuleg, að slík reiðiviðbrögð eru til staðar.
--Þetta er þitt vandamá, að þú ítrekað slærð fram hlutum sem eru fullkomlega kolrangir.
Síðan rekur þú söguleg dæmi sem ég man mæta vel eftir, að fóru ekki fram með þeim hætti sem þú ranglega heldur fram -- en Milosevich var þannig séð nokkurs konar Trump, með sinni Serba first stefnu, sem leiddi til uppreisnar í Júgóslavíu og síðan stríðs.
--Hann var eins og Trump, sem trúir því að einungis hagsmunir Bandar. skipti máli - að Milosevich trúði því að einungis hagsmunir Serba skiptu máli innan Júgóslavíu, með sínum einstrengislega þjóðersnisisma tókst honum á undra skömmum tíma - að leiða landið inn í margra ára langt borgarastríð. Áhugaverður árangur og þú að sjálfsögðu styður hann!
--Kannski leiðir Trump eitthvað sambærilega heimskulegt yfir Bandaríkin. Það á enn eftir að koma í ljós. Eiginlega það eina í því sem mér virðist merkilegt - af hverju þú ert ekki Trumð aðdáandi, en þú virðist alltaf vera aðdáandi karaktera sem slíkra, sem leggja sín eigin lönd í rúst -- ekki má gleyma aðdáun þinni á Assad.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.6.2018 kl. 00:53

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er Nú kannski enginn sérstakur aðdáandi þessa ágæta manns,en ég held samt að það hafi ekki verið nein ástæða til að sprengja Serbíu í tætlur eins og gert var. Og sakirnar voru upplognar að mestu. Hann stóð ekki að þjóðarmorði,heldur reyndi að koma í veg fyrir það. Þetta geturðu lesið um í skýrslunni góðu frá SÞ sem ég sendi þér.

Bandaríkin hafa hagað sér eins og skepnur áratuggum saman og þá án tillits hvort lönd voru bandamenn eða ekki. Obama kallaði þetta "armtwissting" í ágætri ræðu um þetta efni þar sem hann benti á að Bandaríkjamenn eigi að setja reglurnar og aðrir að fara eftir þeim. Þetta var í huga Obama einhverskonar réttur af því að Bandaríkjamenn væru framsýnna og betra fólk en aðrir.

Ágætt dæmi um þetta var þegar Joe Biden renndi við í Búlgaríu á leið siini um Evrópu og "sannfærði" forseta Búlgaríu um að það væri góð hugmynd að afsala sér 8% af tekjum ríkissins. Búlgarar höfðu ætlað að leyfa lagningu gasleiðslu. Þegar Biden og Búlgarski forsetinn höfðu setið á hljóðskarafi í nokkra klukkutíma kom forsetinn án tafar fram á svalirnar og tilkynnti að Búlgarar hefðu ekkert með þennan pening að gera og ekki störfin sem fylgdu. Þetta er ágætt dæmi um "arm twisting" ,nema að þú haldir að Biden hafi komið með svo góð rök að Búlgarar hafi lagt til hliðar án frekari umræðu ,áætlun sem hafði verið rædd árum saman. Búlgaria er eitt af fátækustu löndum Evrópu

Fyrir nokkrum dögum var þessii ágæti forseti Búlgaríu á ferð í Moskvu og var að falast eftir hvort það væri hægt að fá gasleiðslu. Hann beinlínis baðst afsökunar á hegðunn sinni opinberlega,sem er afar óvenjulegt fyrir stjórnmálamann. Putin í góðmennsku sinni fyrirgaf honum. Putin er að sjálfsögðu ljóst að manninum var ekkii sjálfrátt. Bulgaria er ekki sjálfstætt ríki. Putin sagði samt að Gasprom hafi tapað 900 millj dollara á þesum æfingum ,og nokkur tími gæti liðið áður en nægilegt traust væri fyrir hendi til að endurtaka leikinn.

Það er alveg makalaust hvað Putin hefur mikið jafnaðargeð.

.

Annað frekar augljóst dæmi eru mistral skipin Frönsku. Þar var málið gengið svo langt að áhöfnin var komin um borð í annað skipið. Frökkum var mikið í mun að standa við samninginn til að reyna að halda í leifarnar af því orðspori sem þeir nutu. Smá arm twisting í formi 9 milljarða dollara sektargreiðslu Fransks banka í Bandaríkjunum sannfærði þá að lokum um að það væri best að hlíða.

Munurinn á Obama og Trump er sá að Obama var vel gefinn. Hann áttaði sig á að það væri betra að hóta mönnum í einrúmi,á bak við tjöldin. Með því móti gátu fórnarlömbin bjargað andlitinu að einhverju leyti. Allavega í orði kveðnu,þó að öllum væri í raun ljóst hvað hafði skeð. Allavega flestum.

Ástæðan fyrir að Trump er að flýta svona mikið fyrir hruni Bandaríska heimsveldisins er ruddafengin framkoma hans við bandamenn sína. Þeir eru vanir að láta stjórnast,en þeir hafa líka ego ,og þeir þurfa líka að geta litið vel út á heimavelli. En stefnan er sú sama og alltaf.

.

Árið 2007 sagði Putinn nákvæmlega fyrir um hvað mundi gerast ef Bandaríkjunum væri leyft að þróast með þeim hætti sem var að gerast. Evrópubúar völdu auðveldu leiðina og eru núna að tína blómin af þeirri sáningu. Nýlega var fjöldi þeirra í Pétursborg til að leita ráða og biðja um aðstoð. Þeim var sagt að fara heim aftur og gera upp hug sinn. Ef þeim væri einhver alvara í að bæta heimssástandið skyldu þeir koma aftur. Það er ekki heilbrigt og getur aldrei gengið að ein þjóð ráði yfir öllum heiminum. Baráttan sem Evrópa stendur nú í ,er í raun sjálfstæðisbarátta. Það er enn óséð hvort hún gerir alvöru úr að slíta af sér hlekkina,þetta getur fallið hvoru megin sem er.Ég er ekki sérlega bjartsýnn. Það er ekki auðvelt að venja sig af því að fljóta um sofandi og láta nótt sem nemur

.

Nú er ég ekkert sérstaklega kunnugur stjórnarháttum Assads og hef enga sérstaka áðdáun á honum þar af leiðandi. Ég hef reyndar grun um að þú vitir heldur ekki mikið um manninn. 

Hitt er annað mál að ég tel að reynslan hafi sýnt að það hefur ekki verið þjóðinni til hagsbóta að vopna öfgamenn til að steypa honum af stóli. Ég held að það hafi sýnt sig að það bætti á engann hátt lífsgæði Sýrlendinga að herir öfgamanna fóru um landið,myrðandi hundruð þúsunda manna og hrekja milljónir á flótta. Þessi lógík þín er alveg einstaklega vitlaus,en hún er dæmigerð. Þetta er eitthvað sem margir kokgleypa hvað eftir annað.

Það liggur fyrir,skjalfest, að það var tekin ákvörðun í Bandaríkjunum fyrir meira en áratug,um að steypa Assad af stóli. Sú ákvörðun mun ekki hafa verið tekin af mannúðarástæðum. Sýrlandsstríðið er ávöxturinn af þessari ákvörðun. Íran var næst á þessum lista. Ef ég man rétt var Yemen líka á honum.

Assad var á engann hátt andsnúinn Bandaríkjamönnum nema síður sé. Ef ég man rétt,var hann þeim innan handar í Íraksstríðinu og lánaði þeim meðal annars aðstöðu til að pynta írakska fanga.

Í einfeldni sinni hefur hann sennilega haldið að það væri hægt að vingast við Bandaríkin.

En hann hafði stefnu í efnahagsmálum sem samrýmdist ekki algerlega heimsveldisstefnu Bandaríjanna. Hann hlaut því að deyja og Sýrlensku þjóðinni tortímt.. Það eru engin frávik leyfð. 

Borgþór Jónsson, 5.6.2018 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband