Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018
30.12.2018 | 15:08
Nærri 40% verðfall á olíu - ein af stóru sögunum við árslok -- Trump virðist hafa sannað að enginn hefur hugmynd hvað hann mun gera
Olía hrapaði niður í á bilinu 53-57 dollara per fatið seint í desember, verulegt hrap miðað við október þegar olía fór hæst í rúmlega 80 dollara.
- Trump virðist valda þessu að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. ákvörðun ríkisstjórnar hans -- að veita verulegar undanþágur til kaupa á olíu frá Íran.
--Sem þíddi, að aðgerðir gegn Íran - fóru ekki eins langt og Trump hafði áður talað um. - Rússland og Saudi-Arabía, bættu við sína framleiðslu.
--Virtust reikna með því að Íran mundi verða ítt af mörkuðum.
--Þannig, að meiri írönsk olía til staðar - hafi leitt fram, offramboð.
- Síðan virðist bætast við, áhyggjur af stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum, þ.e. á mörkuðum - þ.s. verulegur fjöldi fyrirtækja hefur birt lakari afkomu en áður var reiknað með.
--Lakari væntingar um efnahagshorfur -- leiða einnig til lækkana olíuverðs.
--Þ.s. þá vænta menn minni eftirspurnar. - En, flestir verðbréfa-markaðir sáu miklar lækkanir um svipað leiti, og olíuverð fór einnig lækkandi.
Einhverju leiti virðast ákvarðanir Trump sjálfs - skapa þá óvissu sem markaðir óttast.
Og að einhverju leiti, virðist hann bera ábyrgð á - lakari afkomu nokkurs fjölda fyrirtækja.
--M.ö.o. viðskipta-stríðs ákvarðanir teknar fyrr á þessu ári.
- Ofan í allt þetta, má vera að spili einhverja rullu - deilan um vegginn svokallaða, en ríkisstjórn Bandaríkjanna er - eina ferðina enn í sokölluðu stoppi, ef það stendur nægilega lengi; fer það að valda efnahagslegu tjóni.
--Rétt að benda á, að þann 28/12sl. hótaði Trump að loka landamærum við Mexíkó, sem ef af yrði -- leiddi til stórfellds efnahagstjóns.
Í Twítum þann dag, hraunaði hann einnig yfir -- glænýjan NAFTA samning, sem hans ríkisstjórn var þá nýlega búin að ganga frá, og Trump hafði sjálfur áður lofað sem frábæran.
--Trump m.ö.o. með óútreiknanlegri hegðan, sé einhver verulegur hluti þess óvissu-ástands, sem sé að skapa lækkana-trend nýlega á mörkuðum.
Sjá mína síðustu færslu: Trump virðist hóta að fórna NAFTA samkomulaginu - ef hann fær ekki vegginn sinn.
Erfitt að sjá hvert nettóið af þessu er?
Lægra olíuverð er í raun, gott fyrir bandarískan efnahag - fyrir efnahag bandarískra heimila.
Hinn bóginn, hafa viðskipta-stríða ákvarðanir Trumps leitt til lakari horfa hjá fjölda fyrirtækja, sem hafa líst yfir - samdrætti í fjárfestingum innan Bandaríkjanna, og ákveðið sum hver auk þess að segja upp fólki.
- Af hverju erfitt er að sjá nettóið - þ.s. jákvæðir/neikvæðir þættir takast á.
Flestir spá hægari hagvexti í Bandaríkjunum nk. ár.
Líkur virðast að olíuverð fari e-h upp aftur, a.m.k e-h.
--Þ.s. fyrirhugaður samdráttur Rússlands og Saudi-Arabíu á framleiðslu líklega dettur inn.
- Hinn bóginn, gæti DT - aftur heimilað undanþágur fyrir íranska olíu.
- Rétt að muna, að með því að senda herlið heim frá Sýrlandi - virðist DT um margt kollvarpa áður yfirlýstri stefnu - að þrengja að Íran.
--Þ.s. Íran á þá Sýrland allt, ef Bandar. fara heim - við gerum ráð fyrir að Erdogan sprengi Kúrdahéröð í Sýrlandi síðan í spað, aðgerð er virðist með heimild Írans. Ég reikna þá með að Tyrkland síðan fari með her sinn, Íran taki yfir.
--Þó einhverjar liðssveitir Sýrlands mundu líklega sjást þar í kjölfarið, nafni til færi svæðið undir Sýrland -- virðist ríkisstj. Sýrlands í dag 100% íranskur leppur.
--Með fjölmennan íranskan her í landinu, getur það ekki verið með öðrum hætti.
- Ákvarðanir Trumps - að kveða lið sitt heim frá Sýrlandi - loka ríkisstjórn sinni í annarri vegg deilu - hótun um að sprengja upp nýgerðan NAFTA samning.
--Sína hve fullkomlega DT virðist óútreiknanlegur.
Það þíðir, að maður hefur í reynd ekki hugmynd -- hvað hann meinar með nokkru sem hann segir -- eins og hann hafi í reynd enga stefnu.
Einungis viðbrögð!
Hann hefur samt tiltekna hópa þeirra atkvæði hann virðist vonast eftir 2020.
--Eiginlega virðist eina leiðin til að lesa í einhvern hugsanlegan tilgang með ákvörðunum.
--Birtast í því, hvaða af hans stuðningsmanna-hópum hefur verið að toga í hann, í það skiptið.
- M.ö.o. er ég að segja Bandaríkin í reynd líta út sem, stefnulaust rek-ald undir hans stjórn.
- Meðan, ákvarðanir Trumps - virðst fyrst og fremst, lísa viðbrögðum við því - hvaða stuðningsmanna-hópur togar í spottann í það skiptið.
M.ö.o. hann virðist geta umhverfst á nóinu.
Hent því sem hann áður var að plana - fyrir borð.
--Ef einhver hans stuðningsmanna-hópa, þrýsta á hann.
- Þar sem stuðningsmenn hans er - samsetning fjölda - eins máls hópa, þ.e. hópa með einungis eitt málefni hver um sig sem þeir horfa á umfram öll önnur.
- Þá virðist það leiða fram þessi öfgakenndu viðbrögð Trumps.
M.ö.o. að geta hraunað yfir NAFTA 28/12 -- einungis mánuði eftir að nýr NAFTA samningur hafði verið dásamaður sem frábær.
Og að henda að því er virðist frá sér -- sverfa að Íran stefnunni, til þess að senda heim 2000 hermenn, án þess að það í reynd líklega spari nokkurn verulegan pening; vegna þess að það hljómar vel í augum - eins stuðningsmanna-hópsins.
--Sem þíðir ekki, að hann geti ekki umpólað aftur í samhengi Mið-Austurlanda, þ.s. eftir allt á hann einnig stuðningsmannahópa sem hata Íran í því samhengi umfram allt annað.
--Eins og þetta snúist einungis um, hvaða hópur togar fastast í spottann í það skiptið.
- Vegna þess að svo virðist að engin takmörk séu á hverju DT gæti dottið í hug næst að henda út í hafs-auga, þá ætti að geta skilist -- af hverju svokölluð Trump óvissa getur verið orðin að efnahagsvandamáli.
- En óvissa þíðir, fjárfestar halda að sér höndum með fjárfestingar.
--Fyrirtæki einfaldlega vita ekki hvert ástand mála verður nk. ár, eða nk. 4 eftir 2020 ef Trump nær aftur kjöri.
--Þá gæti Trump óvissan leitt fram hægt en örugglega staðandi hagkerfi.
Trump gæti þess vegna dottið í hug - að gera kjósendahóp einangrunar-sinna góðan á nk. ári, hefja þar með aftur -- viðskiptastríð t.d. við ESB.
--Trump gjarnan stærir sig af því að óvissa sé góð, en þegar viðkomandi er forseti -- þá hefur óvissa þau áhrif að aðrir verða óvissir.
Niðurstaða
Trump virðist hafa sannað á þessu ári - að ekki nokkur maður hefur hina minnstu hugmynd hvað hann mun gera. Það virðast nær engin takmörk fyrir því, hvaða - u-beygjur hann sé fær um.
Mér virðist flest benda til þess nú -- að Trump hafi í reynd enga stefnu.
Aðgerðir lýsi viðbrögðum hans við því, hvaða stuðningsmannahópur togar í hann fastar í það skiptið - þess vegna geti hann umhverfst á nóinu, ef stuðningsmannahóp mislíkar eitthvað.
--Þessi hegðan skapar eðlilega mikla óvissu um stefnu Bandaríkjanna.
--Sú óvissa auðvitað skilar sér til markaða, vegna þess að ákvarðanir ríkisstjórnar Bandaríkjanna hafa mikil áhrif.
Þegar enginn getur reiknað þær út í nokkru - þá rökrétt halda menn að sér höndum með fjárfestingar.
Þetta þíðir væntanlega einnig, að enginn getur reiknað út olíuverð.
Eða hvort Trump mun hjóla í Íran þ.s. töluverður hópur Íran hatara eru meðal stuðningsmanna DT - eða hvort jafnvel Íran verður hans besti vinur, eftir allt saman - virðist hann ætla að gefa Sýrland allt til Írans, ókeypis gjöf.
Hvort viðskiptastríð hefjast að nýju, mundi þá líklega snúast um það - hvort sá stuðningsmannahópur sem styður þess lags aðgerðir, verður fær um að beita DT auknum þrýstingi umfram aðra stuðningsmannahópa.
- Bandaríkin m.ö.o. virðast í reynd rekald undir DT.
Hinn bóginn, virðist sennilegt að sjálf óvissan fari að skaða bandarískan efnahag á næstunni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.12.2018 kl. 04:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Donald Trump sagði það nýja samkomulag um NAFTA sem hann sjálfur gerði fyrr á þessu ári -- frábært, en nú lýsir hann því með töluvert öðrum hætti; og að auki skil ég ekki orð hans með öðrum hætti en þeim, að hann hóti nú að fórna því.
Sjá nýjustu Tweet Trumps:
Donald J. Trump account @realDonaldTrump We will be forced to close the Southern Border entirely if the Obstructionist Democrats do not give us the money to finish the Wall & also change the ridiculous immigration laws that our Country is saddled with. Hard to believe there was a Congress & President who would approve! 4:16 AM - 28 Dec 2018
Donald J. Trump @realDonaldTrump ....The United States looses soooo much money on Trade with Mexico under NAFTA, over 75 Billion Dollars a year (not including Drug Money which would be many times that amount), that I would consider closing the Southern Border a profit making operation. We build a Wall or..... 4:42 AM - 28 Dec 2018
En nú allt í einu talar hann um nýja samkomulagið - í sama dúr og hann ræddi um samkomulagið sem áður var í gildi -- eins og hann hafi hreinlega steingleymt að hann er nýlega búinn að ganga frá nýju samkomulagi.
Hann talaði í svipuðum dúr um gamla NAFTA samkomulagið, færum störfin heim.
En nýja samkomulagið átti einmitt að vera svo miklu betra, eins og hann sjálfur sagði frá!
--Mér finnst Trump hreinlega tala eins og hann hafi steingleymt því að hans ríkisstjórn sé búin að ganga frá nýju samkomulagi.
--Þannig að þetta virðist mér ekki líta vel út fyrir karlinn - eiginlega hljóma í mín eyru sem, elliglöp eða "dementia" -- eða karlinn hafi verið drukkinn við tölvuna.
Sannast sagna get ég ekki ímyndað mér aðra útkomu, en DT tapi harkalega á þessari hótun.
En drjúgur meirihluti Repúblikana-þingmanna styður samkomulagið við Mexíkó og Kanada.
- Þessi viðbrögð DT gætu leitt fram það að Repúblikana-þingmenn og þingmenn Demókrata, nái saman - 2/3 meirihluta eins og gerðist á sl. ári er sambærileg deila um vegginn fór fram, og bandaríska ríkið var þá einnig í svokölluðu - stoppi.
- Síðan, gæti það gerst - af ef DT reyndi að loka landamærunum, að þingið tæki völdin af forsetanum - með lagasetningu, þá meina í um það tiltekna atriði.
--En þingið á sl. ári setti lög þ.s. þingið tók yfir ákvarðanatökuvald um refsiaðgerðir á Rússland.
--Í þeirri ákvörðun gæti falist fordæmi, ef DT reyndi að loka landamærunum.
--Og þannig setja sennilega yfir milljón störf innan Bandaríkjanna í hættu.
En málið er að hagkerfi Mexíkó og Bandar. - virka sem ein heild.
Þú getur ekki lokað landamærunum, án stórtjóns beggja vegna.
Vegna þess að fyrirtæki treysta á að fá varning afhentan á réttum tíma, hvort sem á við frá Bandar. eða frá Mexíkó, gjarnan er hluti framleiðslu beggja vegna landamæra - meðan að lokafrágangur vöru á endanlegt form getur verið hvoru megin sem er við þau.
--Fullt af starfsemi mundi líklega þurfa að loka á meðan slík lokun væri í gangi.
Annað atriði en mjög mikilvægt
- Ímyndum okkur að hann virkilega gerði þetta!
- Mundi nokkurt ríki þaðan í frá treysta sér til að semja um nokkurn skapaðan hlut við DT?
Ég meina, ef hann hendir frá sér umsömdum samningi eftir mánuð, vegna innanlands-deilu? Hver þaðan í frá gæti þá treyst honum til að standa við nokkurn skapaðan hlut? Hvaða tilgangur væri þá að semja við hann - yfir höfuð.
--Sjáið þið virkilega ekki hvað hann getur verið að skemma gríðarlega mikið fyrir sér?
Niðurstaða
Hreinlega velti fyrir mér hvort karlinn hafði fengið sér neðan í því áður en hann skrifaði Twítin seint á aðfararnótt föstudags. En í ljósi þess að hans ríkisstjórn gekk frá nýjum NAFTA samningi fyrir skömmu síðan - sem þá var sagður svo miklu betri en sá fyrri. Þá kemur mér ofangreind Twít karlsins í brúnni á Hvíta-húsinu þannig fyrir sjónir, eins og hann hafi ekki munað þá stundina, að hann var nýlega búinn að ganga frá nýjum NAFTA samningi.
Ég sé þá tvo möguleika -- hann var drukkinn, eða - elliglöp "dementia" ásökunin sé sönn.
Ef hann heldur áfram að tala í þessum dúr, þá auðvitað - kemur vart "drukkinn" lengur til greina.
--En hvernig getur sami samningur verið frábær fyrir tveim mánuðum - en hræðilegur tveim mánuðum síðar, án þess að nokkuð hafi breyst? Annað en hann á í nýrri pólitískri deilu?
Ef hann reynir að loka landamærunum - varpa nýgerðum NAFTA samningnum fyrir róða, vegna deilunnar um vegginn; þá grunar mig að þingið taki af honum völdin í málinu - og líklega að auki að þingmenn semji sín á milli um fjárlög.
--En við þær aðstæður að nýr þetta mikilvægur viðskiptasamningur væri lagður undir af hálfu Trumps, grunar mig að útkoman yrði aftur samkomulag þingmanna er hefði 2/3 meirihluta.
--Fyrir utan að ef þetta virkilega gerðist, mundi það líklega eyðileggja alla möguleika DT til að gera milliríkjasamninga við önnur lönd.
--Ég meina, hver gæti treyst því að hann stæði við nokkurn samning? Það mundi líklega enginn treysta sér til að semja við Bandaríkin meðan hann væri forseti - um nokkurn skapaðan hlut.
--Þannig væri hann að skemma hreint ótrúlega mikið fyrir sér sjálfum!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2018 | 16:30
Í annað sinn sem forseti, velur Donald Trump frekar að loka bandaríska ríkinu, en að samþykkja ný fjárlög án fjármögnunar á landamæraveggnum hans
Eitt af því allra sérstakasta við nálgun Donalds Trumps - er hvernig hann virðist leitast við að beita "government shutdown" sem svipu á bandaríska þingið.
--Lokatilraun til að leysa deiluna fyrir jól rann út í sandinn sl. föstudag.
--Er því ljóst að bandaríska alríkið hefur í annað sinn síðan Donald Trump varð forseti, farið í svokallað "shut down" út af deilu um sama atriðið - þ.e. fjármögnun fyrir landamæravegginn hans trumps.
Skv. embættismönnum í Hvíta-húsinu, gæti lokunin staðið fram yfir áramót: Top Trump aide says government shutdown may go into New Year.
Its very possible this shutdown will go beyond (December) the 28th and into the new Congress, - I dont think things are going to move very quickly here for the next few days -- sagði Mick Mulvaney.
- Rétt að ryfja upp hvernig sama deila fór fyrir ári - þá lauk deilunni með samþykki fjárlaga sem ekki fólu í sér fjármögnun á landamæraveggnum við Mexíkó, og Donald Trump skrifaði undir.
- Það gerði hann undir þeirri þvingan, að þingið hafði náð 2/3 meirihluta - þrátt fyrir að þá hafi Repúblikanar ráðið báðum þingdeildum.
--Ef einhver er að segja þetta sé bara út af Demókrötum, þá eru sterkar vísbendingar uppi - að þingið sjálft geti náð saman um fjárlög, án veggjarins -- eins og síðast.
--Greinilega er fjöldi Repúblikanaþingmanna ekki talsmenn veggjarins.
Röð Twíta í desember um Vegginn frá Trump:
Donald J. TrumpV@realDonaldTrump - We would save Billions of Dollars if the Democrats would give us the votes to build the Wall. Either way, people will NOT be allowed into our Country illegally! We will close the entire Southern Border if necessary. Also, STOP THE DRUGS!
--En þær landamæragirðingar sem fyrir eru, eru ekki beint þ.s. hann hefur verið að tala fyrir.
Ef girðingar eru orðnar að vegg -- hver er þá þörfin fyrir vegg? Ef veggur er þegar til staðar?
--Veggur greinilega stoppar ekki að fólk komi löglega til Bandar. sem ferðamenn, en skili sér síðan ekki út á flugvöll er flogið skal til baka - þetta skilst mér að sé algengasta leiðin.
--Síðan stórfellt efa ég að öflugra "border fence" hafi nokkur veruleg áhrif á eiturlyfjasmygl sem sé þrautskipulagður iðnaður -- sömu hópar geta smyglað fólki með notkun sambærilegra smygl-leiða.
--Það sem er dýrast, eru 11 flugmóðurskip plús ógrynni fylgdarskipa, það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að Bandar. mundu leggja þau af - þó þau drægu alla sína 64þ. liðsmenn frá Evr.
--Það er einnig afar ósennilegt að einhver verulegur peningur sparaðist, þ.e. í Bandar. þyrfti einnig að greiða þeim laun - veita þeim húsaskjól - þjálfunaraðstöðu, greiða laun, afla þeim vopna o.s.frv.
--DT hefur verið bent á að í nokkrum tilvikum borga aðildarlöndin uppihald þeirra herstöðva sem Bandaríkin fá afnot af.
--En þrátt fyrir tilraunir til útskýringar -- talar DT endurtekið eins og, gervallt herlið Bandar. hafi þann eina tilgang að verja Evr. - þó meginhluti herliðs Bandar. sé annars staðar, megnið langar leiðir frá Evrópu.
- Vandamálið við málflutning DT -- að enginn hefur í reynd hugmynd um hvað hann akkúrat er að biðja um -- en mundu Bandar. í raun vera sátt við það, ef í ímynduðum heimi, Evr. mundi koma sér upp sambærilega sterkum her og Bandar. - það ásamt flugmóðurskipadeildum; en það þíddi að Evrópa væri þá einnig, risaveldi?
- Evr. væri þá "rival power." Það er innan þess tæknilega mögulega, en ef Evr. ætti að verja 4,3% fjárlaga til hermála, þá mundi það skila herafla á stærð við herafla Bandar. Þ.s. heildarhagkerfi Evrópu er sambærilegt að umfangi við hagkerfi Bandar.
Nú lítur þetta meir út fyrir að vera girðing -- sbr. mynd að ofan sem DT sjálfur póstaði inn á netið undir einu af hans Twítum.
--Til staðar er Twít sem ég birti ekki þ.s. DT segir Erodgan hafa lofað að ganga milli bols og höfuðs á því sem eftir sé af ISIS innan Sýrlands - ef rétt, þá þíðir það væntanlega að hernaðaraðgerð Tyrkja framundan er heldur betur umsvifamikil.
- Árásir Tyrklandshers á Kúrda hefjast líklega fljótlega á nýárinu. Það er hvað ákvörðun DT er gagnrýnd fyrir, að veita Erdogan í reynd skotleyfi á Kúrda -- sem voru í þjónustu Bandar. í 3 ár sem byssufóður við það að berja á ISIS, en eru nú yfirgefnir - líklega til að vera strádrepnir.
Það sem er kannski merkilegast, er tal hans um bandamenn Bandaríkjanna - að þeir séu ekki að verja nægu fé til hermála -- notaði DT 4,3% af fjárlögum til hermála í Bandar. sem sönnun.
Hinn bóginn, blasir ekki við mér akkúrat hvað DT vill - en ef Evr. verði sambærilegu fé, væri Evr. risaveldi á við Bandaríkin í hermálum. Mundu Bandar. í raun vilja það?
--Kannski er merkilegast Twítið þ.s. DT kallar sjálfan sig "tariff man."
Kannski felst í því besta vísbendingin um framtíðina.
Að á nk. ári, fari hann af auknum krafti í að þrýsta á bandalagslönd Bandar.
Nú um stundir virðist vopnahlé í viðskiptaátökum við Kína.
Kannski benda þessi Twít til þess að vænta megi aukinnar áherslu á viðskiptaátök við bandalagsríki Bandaríkjanna á útmánuðum nk. ár.
Gleðileg jól!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.12.2018 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2018 | 22:41
Donald Trump einnig að draga liðssveitir Bandaríkjanna frá Afganistan -- munu Talibanar ráðast á Rússland síðar meir?
Það finnst kannski ekki öllum blasa við að Talibanar hugsanlega ráðist á Rússa - síðar meir. En það sem ég ætla að vekja athygli á eru löndin í kringum Afganistan!
Í dag stjórna Talibanar ca. helmingi landsins - þrátt fyrir að ríkisstjórn Afganistan njóti enn aðstoðar ca. 14þ. bandar. hermanna - og flughers Bandaríkjanna.
Líkur virðast á að - ef þ.s. virðist að Trump fyrirhugi brotthvarf bandaríska hersins á nk. mánuðum verði að veruleika, að það leiði til fullnaðar-sigurs Talibana innan Afganistans að nýju.
- M.ö.o. að fyrra ástand komist á að nýju, Talibanar ráði landinu.
- Það líklega verði að víghreiðri fyrir alls konar íslamískar öfgahreyfingar til að beita sér um heiminn vítt - eða innan landanna í kring.
Það er eiginlega spurningin sem ég varpa fram - hverjar verða afleiðingarnar fyrir granna Afganistans, ef Talibanar aftur komast til valda?
Grannar Afganistan eru allt -- Múslimalönd, eitt þeirra er kjarnorkuveldi þ.e. Pakistan - Íran á aðra hlið, en síðan fyrir Norðan eru múslímalönd Mið-Asíu.
Spurning hvort að Afganistan yrði að miðju útbreiðslu Íslamista byltingar innan Mið-Asíu?
Innan Afganistan er hreyfing Talibana öflugasta Íslamista-hreyfingin, en ISIS hefur þó verið að eflast - og kvá ráða svæðum innan landsins!
Áður en George W. Bush - hratt Talibönum frá völdum í Afganistan, hafði al-Qaeda hreyfingin fengið að setjast að í Afganistan, og skipuleggja hryðjuverk frá Afganistan -- heiminn vítt.
Spurningin er hvernig samskipti Talibana - og ISIS munu þróast. En ISIS hefur hingað til ekki virt tilbúið að umbera nokkrar aðrar Íslamistahreyfingar - eftir allt saman þykist ISIS eitt hafa rétt til að skilgreina Íslam.
Það hafa við og við verið átök milli Talibana og ISIS -- skilst mér. ISIS innan Afganistan virðist þó fyrst og fremst stunda hryðjuverk - ráða óverulegum landsvæðum.
- Einn möguleikinn væri sá, að Talibanar semdu frið við ISIS.
- Gegn því, að ISIS fengi að nota Afganistan sem miðstöð - án þess að stunda árásir innan landsins.
--Síðan gætu auðvitað málin þróast þannig að Talibanar umberðu ekki ISIS yfirleitt.
Spurningin sem ég velti fram - er hvort Afganistan er líklegt að verða dreyfingarmiðstöð fyrir alþjóðlegan Íslamisma, ef Talibanar ná völdum?
Sum landanna í kring, gætu verið veik á svellinu gagnvart öfga-íslamistum!
Kyrgistan og Tadjikistan t.d. kvá vera - bláfátæk lönd, ekkert gas - engin olía. Þar dettur mér í hug, að öfga-Íslamistarnir ættu hugsanlega auðveldan leik að hreiðra um sig -- dreifast þangað frá Afganistan.
Síðan koma lönd eins og Turkmenistan og Úsbekistan -- það eru olíu- og gasauðug lönd, sem eiga peninga -- en auði mjög misskipt, m.ö.o. gríðarlega auðug elíta er stýrir auðlyndunum, auðnum lítt dreift til almennings.
--Lögregla og her líklega þó mun sterkari í þeim löndum.
Samt ætti að vera yfrið næg óánægja -- til að veita öfga-íslamistum fótfestu.
- Spurningin er þá, hversu vel gæti - öfga-íslamistum gengið að hreiðra um sig í þessum löndum, eftir að Afganistan væri aftur orðin að miðju útbreiðslu öfga-íslamisma?
- Ég er þá að gera ráð fyrir því, að Afganistan breiddi úr sér öfga-íslamisma, eins og eitri væri sáð í kring.
Punkturinn með hugsanlega hættu fyrir Rússland er sá, að innan Rússlands sjálfs eru Múslimasvæði, ekki mjög mörg ár síðan - Téténar gerðu uppreisn!
Ef öfga-íslamistar næðu það mikilli útbreiðslu út frá Afganistan, að þeir yrðu áhrifamiklir innan ofangreindra landa -- næðu jafnvel völdum innan einhverra þeirra.
Gætu þeir farið að sá sér út um allt svæðið, þ.s. Íslam er að finna.
Þá væri Rússland að sjálfsögðu inni í þeirri mynd.
Það þarf vart að nefna að Pakistan er nærri.
Og það land hefur kjarnorkuvopn.
Ef Afganistan yrði að miðju nokkurs konar - kalífadæmis.
Þá er rökrétt fyrir það á einhverjum punkti að beina sjónum að Pakistan.
Niðurstaða
Það veit eiginlega enginn hversu stór hætta Talibanar eru - þegar þeir um hríð réður næstum öllu Afganistan, þá komu þeir á fót stjórnarfari sem var það íhaldsamt skv. túlkun á siðareglum - að meira að segja Saudi-Arabía leit út fyrir að vera frjálslynt land.
Þ.s. að Vesturlönd studdu andstæðinga Talibana - þá hjálpaði það þeirra andstæðingum að halda velli, en ef við gerum ráð fyrir sem sennilegt -- að Donald Trump klippi alfarið á Afganistan.
Þá líklega mundu Talibanar ná landinu alfarið. En það er einmitt punktur, að við vitum ekki hvernig Talibanar hefðu hagað sér -- ef þeir hefðu ekki enn á þeim punkti þurft að fókusa á innanlandsátök. Eina sem við vitum, að alls konar öfgahópar fengu að starfa undir þeirra pylsfaldi - og það voru þeir hópar er beittu sér utan Afganistan.
Það þíðir m.ö.o. að það gæti allt eins verið að það væru ekki endilega Talibanar sem slíkir sem dreifðu sér um Mið-Asíu, heldur hópar er fengu að starfa í skjóli hjá þeim.
- En punkturinn er sá, að líkur virðast til þess að með brotthvarfi Bandaríkjanna.
- Verði Afganistan aftur að miðstöð hættulegs öfga-íslamisma.
Sem slík miðja, gæti Afganistan reynst ógn sannarlega fyrir löndin allt í kring.
Og auðvitað, slíkir hópar sannarlega gætu skipulagt þaðan, hryðjuverk á Vesturlöndum.
- Eftir allt saman skipulagði síðast hópur er fékk að starfa undir þeirra pylsfaldi, það stærsta hryðjuverk sem nokkru sinni hefur verið framið innan Bandaríkjanna.
Slíkt getur að sjálfsögðu endurtekið sig.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.12.2018 | 23:27
Donald Trump virðist veita Erodgan - skotleyfi til að fremja fjöldamorð á sýrlenskum Kúrdum?
Yfirlýsingar Donalds Trumps í þá átt að hann ætli að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi hafa vakið mikla athygli, enda felur það í sér umtalsverða stefnubreytingu um málefni Sýrlands.
- Bandaríkin hafa haft ca. 2000 sérsveitarmenn í Kúrdahéröðum Sýrlands.
- Þeir hafa þjálfað herlið sýrlenskra Kúrda, aðstoðað þá í sókn gegn ISIS liðum.
- Um daginn var kynnt að síðasta vígi ISIS innan Sýrlands væri fallið, voru það einmitt sveitir sýrlenskra Kúrda ásamt herliði skipað sýrlenskum aröbum þjálfað af Bandaríkjamönnum, sem tóku það lokavígi.
Þess vegna í yfirlýsingu Trumps - fylgir yfirlýsing um sigur yfir ISIS.
Hinn bóginn er algerlega augljóst - að ef sveitir Bandaríkjanna fara, mun Erdogan fyrirskipa árásir Tyrkjahers á héröð Kúrda innan Sýrlands.
--Enda hefur hann sagt sveitir Kúrda sem Bandaríkin hafa verið að þjálfa, ógn við Tyrkland.
- Hvers vegna hefur Donald Trump ákveðið að veita Erdogan - skotleyfi á Kúrda?
- Mér virðast það ekki góð laun fyrir samstarfið við Bandaríkin, samstarf um útrýmingu ISIS -- að síðan heimila Tyrkjaher að fara með báli og brandi um þeirra héröð, hugsanlega drepa yfir hundrað þúsund Kúrda.
Bendi á að í sl. mánuði - fullyrti Erdogan að Tyrkjaher fyrirhugaði nýja sókn inn í Sýrland.
Eins og að Erdogan hafi talið sig vita - hvað Donald Trump ætlaði að ákveða.
--Eins og þeir kumpánar hafi gert samkomulag.
- Nánast eina sem ég kem auga á, er mál tengd krónprins Saudi-Arabíu, en Erdogan hefur sagt Tyrki búa yfir fullum sönnunum þess að krónprinsinn hafi fyrirskipað morð á þekktum blaðamanni í sendiskrifstofu Saudi-Arabíu í Tyrklandi.
- En Donald Trump hefur ekki farið leynt með, að hann vilji að það mál leiði ekki til falls krónprinsins.
Þá fer maður að íhuga þann möguleika að eitthvað sé hæft í ásökunum þess efnis, að Trump fjölskyldan hafi verið búin - persónulega að gera viðskipta-díl við krónprinsinn, sem einungis haldi gildi sínu meðan MbS sé krónprins SA.
En virkilega -- eitt stykki krónprins, hugsanlegir milljarðar dollara sem fjölskylda Trumps auðgast um.
Í skiptum fyrir -- fjölda-morð Tyrklands á sýrlenskum Kúrdum.
Það að auki í kjölfar þess -- að Kúrdar eru búnir að vera mjög gagnlegir bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS ógninni.
--Ætlar Donald Trump virkilega að launa þeim með þessum hætti?
Trump starts withdrawal of U.S. forces from Syria, claims victory
White House says US is withdrawing troops from Syria
Niðurstaða
Þetta eru skelfileg tíðindi - svik Donalds Trump við sýrlenska Kúrda, að hann virðist fyrirhuga að veita Erdogan og Tyrkjaher - fullt skotleyfi á Kúrda. Eins og Erdogan sagði sjálfur í sl. mánuði, fyrirhugar Tyrkjaher nýja herferð inn í Kúrdahéröð Sýrlands, og nú skal sækja mun lengra en áður var hægt -- því Bandaríkjaher var fyrir sem hindrun.
- Það er mjög einfalt, með þessum svikum við Kúrda - að heimila fjöldamorð á þeim, launin sem Trump greinilega ætlar Kúrdum fyrir samvinnuna og aðstoðina við Bandaríkin, í herför þeirra gegn ISIS.
- Þá tryggir Donald Trump -- að enginn hópur úti í heimi, mun nokkru sinni aftur treysta Bandaríkjunum.
Þetta er fullkomin eyðilegging á orðstír Bandaríkjanna, hann verður enginn þaðan í frá.
Nákvæmlega ekki nokkur maður mun treysta þeim eftir þetta!
- Bandamanni einfaldlega hent fyrir úlfana -- vegna þess að Donald Trump vill halda einum skitnum prins við völd; þá fer maður virkilega að trúa ásökunum - að prinsinn og Trump fjölskyldan hafi gert einhvern verðmætan fyrir Trump fjölskylduna samning.
--Fjöldamorð á Kúrdum virðist ásættanlegt verð.
--Og að eyðileggja orðstír Bandaríkjanna fullkomlega um mjög langa framtíð.
Þetta er langsamlega versta ákvörðun sem Donald Trump hefur tekið.
Hrein illmennska - ég get ekki sagt neitt minna!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.12.2018 | 23:03
Donald Trump segir 17.000 skeiti hafa verið eydd af starfsmanni FBI!
Ég tékka eins og fjömargir reglulega á Twítunum hans Trumps, og eitt þeirra vakti athygli mína:
Skv. þeim fréttum sem ég gat fundið um þetta!
Þá er í gangi innanhúss rannsókn á Peter Strzok og Lisa Page, sem virðast hafa verið í nánum samskiptum - hvort þau voru elskendur eins og DT heldur fram, skiptir fyrir mig engu máli.
Símar sem þau höfðu notað síðan þau bæði tóku þátt í rannsókn á E-mail máli Hillary Clinton voru rannsakaðir.
Skv. frétt, höfðu fulltrúarnir skilað símunum inn - skv. reglum FBI, eftir að tímabili notkunar var lokið.
Og símarnir höfðu verið endurstilltir í svokallaðar "factory" stillingar - sem væri vanalegt.
Í rannsókn á símunum, fundust fjöldi skilaboða - sem ekki höfðu lent inni í kerfi FBI - sem safnar saman slíkum skilaboðum og heldur utan um, svo unnt sé að skoða þau síðar.
--Rannsakandi FBI virðist ekki halda því á lofti að skilaboðum hafi verið eitt með ólöglegum hætti.
--En fyrst að skilaboðin fundust - þá veit FBI væntanlega sjálft innihald þeirra.
Trump alleges misconduct after discovery of FBI texts
Sjá sjálfa skýrslu FBI: Report of Investigation: Recovery of Text Messages From Certain FBI Mobile Devices
- Gluggaði aðeins í skýrsluna - skv. henni, virðist það einfaldlega hafa gerst - að bug í prógrammi í Samsung S5 síma, hindraði hugbúnað á vegum FBI - í því að sjálfvirkt afrita skilaboðin og varðveita.
- Þannig að skv. skýrslunni, er ekki verið að afhjúpa eitthvert hneyksli.
Spurning þá hvort Donald Trump sé ekki aðeins að hlaupa á sig með hressilegum fullyrðingum - með stærsta hneykslið fram að þessu.
Eða er það einfaldlega svo - að DT talar alltaf í "hyperbole"?
Niðurstaða
Við skoðun á málinu virðist fullyrðing Donalds Trumps einfaldlega ekki standast. Með öðrum orðum, í twíti um málið fari hann með staðlausa stafi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.12.2018 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.12.2018 | 00:47
Mótmæli í Ungverjalandi um helgina yfir því sem kallað eru - lög um þrældóm
Sjálfsagt veit einhver að Victor Orban hefur verið ráðamaður Ungverjalands um nokkurt árabil, sakaður af sumum um einræðistilburði - hvað sem satt er þar um, þá hefur frumvarp til laga fyrir þingi landsins vakið óskipta athygli, og reiði einkum verkafólks.
En ef ég skil málið rétt, þá er breytingin eftirfarandi: Hungary set to pass widely criticised overtime bill
- Heimild vinnuveitanda til aukningar yfirvinnu - er hækkuð um 8klst. per viku.
- Það sem verra er, frestur um að greiða unna yfirvinnu sem hefur verið í Ungverjalandi 1 ár - tja, ég væri ekki par ánægður ef ég fengi yfirvinnu borgaða ári síðar; sá frestur verður skv. breytingunni -- 3 ár.
--OK, ég get alveg skilið að það valdi nokkurri óánægju, að vera líklega skildaðir til aukinnar yfirvinnu - en fá það sennilega ekki borgað fyrr en 3 árum síðar. - En það sem hugsanlega er versti hluti lagabreytingar fyrirhugaðrar, sbr: "would leave negotiations about overtime work to individuals and their employers, bypassing labour unions."
--M.ö.o. til stendur að halda verkalýðsfélögunum utan við samninga um þessa viðbótar eftirvinnu-tíma, þegar vinnuveitandi gerir kröfu um slíkt.
- Við vitum alveg hvað þetta þíðir, menn verða skikkaðir í þetta.
Eins og vænta mátti, eru vísbendingar uppi að þessi breyting sé fremur óvinsæl: "a recent poll by the Budapest-based think-tank Policy Agenda found that 83 per cent of Hungarians oppose the law."
'All I want for Christmas is democracy,' say Hungary protesters
Haft eftir mótmælanda á sunnudag.
Nokkuð fjölmenn mótmæli voru í Budapest á sunnudag, þó engan veginn það fjölmenn að ríkisstjórn landsins væri hætta búin
Það þyrftu að vera sennilega yfir 100þ. að mótmæla - ekki kringum 20þ.
Miðað við það að mótmæli helgarinnar voru í raun og veru ekki það rosalega fjölmenn, þó vísbendingar séu um verulega óánægju kraumandi undi -- virðist fátt benda til annars en að lögin verði samþykkt.
Hvað sem segja má um Orban, sem gjarnan kallar sig bjargvætt landsins.
Þá virðist hann ekki vera maður verkamannsins.
--Það verður að koma í ljós hvort þessi hreyfing óánægju verði að stærri bylgju, eða ekki.
--En miklu mun meira þarf en þetta sem sást um helgina, ef mótmæli ættu að hafa raunveruleg áhrif.
Niðurstaða
Mér virðist lagasetning svo klárlega líkleg til óvinsælda, sýna að ríkisstjórn Ungverjalands lítur sig örugga í sessi -- mótmæli helgarinnar duga hvergi nærri sem sönnun þess að svo sé ekki.
Hinn bóginn, virðist mér þessi lög ákaflega ósanngjörn fyrir verkafólk.
Það þíddi ekki að bjóða íslensku verkafólki upp á kjör af þessu tagi.
Besta von þess að stjórnin veikist, gæti einmitt verið - hennar eigin hroki.
M.ö.o. ef hún yfirspilar sín spil.
--En núverandi mótmælahreyfing þarf þó að blása mikið út áður en hún sé nokkur ógn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2018 | 23:55
Spurning hvað 3ja ára dómur fyrir Micheael Cohen þíðir fyrir Donald Trump
Eitt af því sem mikið hefur verið sagt - er að Cohen sé að ljúga til að bjarga sjálfum sér. En nú fær hann 3-ja ára dóm, m.ö.o. ekki sleppt við refsingu; þannig hann bjargaði ekki sjálfum sér. Hann virðist einungis hafa fengið smávægilegan afslátt af refsingu.
Robert Mueller sagðist ánægður með samstarfið við Cohen - í formlegu skjali sagði Mueller að Cohen hefði veitt trúverðugan og gagnlegan vitnisburð, sem önnur gögn í fórum Mueller hefðu staðfest, og óskaði eftir því að Cohen yrði sínd miskunn.
Hinn bóginn, óskaði saksóknara-embætti í S-svæði NewYork eftir því að Cohen fengi umtalsverðan dóm er tónaði við hans glæp -- sagði Cohen hafa veitt gagnlegar upplýsingar, en þó ekki tæmandi m.ö.o. hann hefði ekki algerlega leyst frá skjóðunni - þess vegna væri ekki formlegur samstarfs-samningur milli Cohens og saksóknara-embættisins; embættið fór því einungis fram á lítilsháttar lækkun dóms - að ekki væri litið framhjá glæpum Cohens.
Michael Cohen was just sentenced to 3 years in prison
Sjá hér formleg skjöl: Mueller and prosecutors sentencing filings for Michael Cohen
Former Trump lawyer Michael Cohen sentenced to 3 years
Michael Cohen sentenced to three years in prison for crimes committed while working for Trump
Cohen og fjölskylda á leið í dómssal!
Dómurinn eykur trúverðugleika vitnisburðar Cohens!
Einhver getur haldið því öfuga fram - en mér virðist einmitt trúverðugleiki vitnisburðar vaxa.
- Það hann sé dæmdur fyrir atriði - sem tengjast verkefnum sem hann vann fyrir Donald Trump, þíðir þá að sjálfsögðu - að þá eru þau atriði þar með komin á blað innan bandaríska réttarkerfisins, sem líklega sönnuð.
--M.ö.o. ekki lýgi. - Síðan auðvitað, bjargar hann ekki sjálfum sér - þó hann virðist hafa fengið ca. 1-ár í afslátt af hugsanlegum hámarks dómi.
--En mikið hefur verið haldið á lofti að hann sé einungis að ljúga til að bjarga eigins skinni.
--Lögfræðingur Cohens síðan gefursterklega til kynna - Cohen ætli að segja svo miklu meira -- seinna!
Michael Cohen fyrir dómi: I stand before your honor humbly and painfully aware that we are here today for one reason, because of my actions that I pled guilty to, -- I take full responsibility for each act that I pled guilty to, the personal ones to me and those involving the president of the United States of America. -- Today is the day I am getting my freedom back as you sit at the bench and contemplate my fate, -- I have been living in a personal and mental incarceration ever since the fateful day that I accepted the offer to work for a famous real estate mogul whose business acumen I truly admired. In fact I now know there is little to be admired. -- It was my own weakness and a blind loyalty to this man that led me to choose a path of darkness over light, -- Time and time again, I felt it was my duty to cover up his dirty deeds.
Fram kom hjá lögfræðingi Cohens - að það væri ósanngjarnt af saksóknara-embættinu, að segja Cohen ekki hafa veitt fulla samvinnu, þ.s. það lægi fyrir að Cohen hefði samstarfs-samning við Robert Mueller, og að meira ætti eftir að koma fram síðar!
--Það -klikkti lögfræðingur hans á- án þess að Cohen hefði nokkra tryggingu fyrir því, að dómurinn yfir honum yrði mildaður síðar!
- Þó Cohen noti orðalagið - fasteigna-mógúll - er augljóst hann er að tala um Trump.
Fram kemur í umsögn Muellers - umsögn Muellers - að viðskipti í Moskvu sem Cohen laug um, og hann var að semja um fyrir hönd Donalds Trumps, hefðu getað skilað hundruðum milljóna dollara í hagnað.
--Þess vegna sagði Mueller, að lygar Cohens á undan hefðu verið stórmál, er hann laug að FBI og að bandaríska þinginu, meðan hann var enn lögmaður Trumps.
Donald Trump Twítaði auðvitað:
Eins og sjá má, er DT að leitast við að skella skuldinni á sinn lögfræðing.
- Trump hefur ekki neitað því að fasteignaviðskiptin hafi verið í undirbúningi, eftir að málið lak í fjölmiðla -- en fullyrðir að ekkert sé athugavert við málið, þ.s. samningum var aldrei lokið.
- Ef marka má Cohen, þá voru viðræður um þau viðskipti í gangi eftir að formlegt forsetaframboðsferli Trumps var hafið.
--Þó það geti verið erfitt að sanna að DT hafi skipað Cohen að ljúga um málið, virðist manni afar ósennilegt að hann hafi ekki gert það.
--Enda erfitt að sjá hver væri persónulegur gróði Cohens af því.
**En ef unnt er að sína fram á að DT hafi skipað Cohen að ljúga að þinginu og að FBI - væri DT í hyldjúpum skít. - Cohen einnig laug að FBI þegar kom að vitneskju Cohens um svokallaðan Trump turn fund og vitneskju hans um samskipti framboðs hans og sendiherra Rússlands.
**Þarna blasir við sama atriði, ef unnt er að sýna fram á að Cohen hafi logið fyrir hönd Trumps, þá sé Trump í djúpum skít.
--Í báðum tilvikum væru það "impeachable offences."
Niðurstaða
Miðað við það hve yfirlýsing Muellers bendir til mikillar ánægju hans með samvinnuna við Cohen - en skv. því gagni er Cohen að veita gagnlegar upplýsingar um Trump turn fund, um samskipti framboðs Trumps við rússnesk stjórnvöld mánuðina áður en Trump var kjörinn forseti, auk þess um hugsanleg fasteignaviðskipti Trumps í Moskvu.
Auki hafandi í huga, að í yfirlýsingu lögfræðings Cohens liggur hótun um umtalverðar frekari afhjúpanir -- getur vel verið að Donald Trump þurfi að hafa áhyggjur.
Dómurinn virðist eiginlega skjalfesta þá ásökun að Cohen hafi ítrekað logið fyrir hönd Trumps -- munum það að Repúblikanar hófu "impeaching" gagnvart Bill Clinton fyrir ósannsögli gagnvart þinginu í tengslum við samskipti hans við Lewinski.
Það virðist afar saklaust mál samanborið við þær skjalfestu ásakanir gagnvart Trump er nú liggja fyrir -- hann hafi ítrekað látið lögfræðing sinn ljúga að þinginu og FBI fyrir sína hönd.
--En það liggur ekki nokkur munur þar um ef viðkomandi var þar sjálfur.
En hvert ætti mótíf Cohens að hafa verið að taka sjálfur upp á því að ljúga - án fyrirmæla?
Nú virðist dómurinn yfir honum staðfesta, hann hafi logið í þeim tilvikum - vissulega.
- Það sem virkilega væri áhugavert að vita, hvað Cohen hefur verið að segja Mueller um það hvað akkúrat fór fram á milli framboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.
--Bendi á, að frambjóðandi hefur ekki heimild til þess að semja við stjórnvald annars ríkis fyrir hönd Bandaríkjanna.
--Það lítur enn verr út, ef ríkið sem á í hlut -- hefur skilgreiningu sem óvinur Bandaríkjanna.
Þá eru ekki mörg skref yfir í ákæru um landráð.
M.ö.o. gæti eldurinn undir Trump verið að hitna og það verulega.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2018 | 22:12
Theresa May virðist hafa tapað Brexit fyrir breska þinginu
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum - hætti Theresa May forsætisráðherra Bretlands við Brexit atkvæðagreiðslu á breska þinginu, vegna þess að henni var orðið ljóst hún mundi tapa henni með miklum meirihluta.
--M.ö.o. samningurinn hennar mundi vera kolfelldur.
Brexit in turmoil as UK's May pulls vote to seek changes to EU divorce
Theresa May aborts planned Brexit vote in humiliating setback
Theresa May: It is clear that while there is broad support for many of the key aspects of the deal, on one issue, the Northern Ireland backstop, there remains widespread and deep concern, - We will therefore defer the vote schedule for tomorrow and not proceed to divide the house at this time. -- síðar sagði hún eftirfarandi -- If we went ahead and held the vote tomorrow, the deal would be rejected by a significant margin, -- hún sagði síðan að hún mundi hitta leiðtoga ESB að máli síðar í vikunni -- I will discuss with them the clear concerns that this House has expressed,
Donald Tusk: As time is running out, we will also discuss our preparedness for a no-deal scenario, - Fram kom í máli hans, að ekki kæmi til greina að endursemja um einstök atriði samkomulagsins sem sambandið gerði við May.
--Í því liggur augljós hótun, að vilja ræða á fundinum 12-13 des. nk. sviðsmyndir er tengjast "hard Brexit."
Theresa May: If you take a step back, it is clear that this house faces a much more fundamental question: does this house want to deliver Brexit?
"Her decision to halt the vote came just hours after the EUs top court, the Court of Justice, said in an emergency judgment that London could revoke its Article 50 formal divorce notice with no penalty."
Það er mjög mikilvægur úrskurður - því skv. honum, getur Bretland einhliða hætt við Brexit!
Mig grunar að þessi nýtilkomni úrskurður skýri uppreisn þingsins gegn May!
- En það er í raun og veru ekki meirihluti innan breska þingsins fyrir Brexit, hefur blasað við lengi.
- Stór fjöldi þingmanna hefur verið að leita logandi ljósi að ástæðu til að hætta við Brexit.
- Nú þegar dómstóll ESB hefur úrskurðað, er ljóst Bretland getur raunverulega hætt við Brexit algerlega einhliða - þarf ekki að ræða það við aðildarríkin, þannig Bretland getur hætt, haldið óbreyttri aðild að sambandinu.
Mér virðist frekar augljóst, að uppreisnin snýst um að hætta við Brexit.
Þó Brexiterar séu einnig andvígir samningnum, þá sé - ef maður telur þingmenn Verkamannaflokks, meirihluti á þinginu fyrir því að hætta við Brexit.
Það flækir auðvitað fyrir, að Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn - eru erkiandstæðingar í breskri pólitík, almennt vinna ekki saman.
Að auki, mundi stjórn Theresu May líklega hrynja í kjölfarið.
Hinn bóginn, mun allt atvinnulífið breska öskra á þingmenn að "hard Brexit" muni skaða breskan iðnað og atvinnulíf almennt - og störf í Bretlandi, verulega harkalega.
Það mun hafa einhver veruleg áhrif!
En ekki síst, að ESB og aðildarríkin, munu án vafa - þverneita að semja frekar um samkomulagið við May.
--Valkostirnir verða þá.
- "Hard Brexit."
- "Remain."
Það er hvað mér virðist stefna í - beint val milli einungis þessara tveggja kosta.
Eftir úrskurð dómstóls ESB, er ljóst að nú verður gríðarlegur þrýstingur á þingmenn, að finna leið til að hætta við Brexit.
Niðurstaða
Það virðist ljóst að May hefur orðið undir, valið virðist stefna í að vera milli tveggja andstæðra póla -- það að Bretland detti út úr ESB án nokkurs samkomulag við ESB. Eða snarlega verði hætt við Brexit.
--Ein leið sem vaxandi mæli er rædd, er að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það getur verið að breska þingið treysti sér ekki til að ákveða að hætta við Brexit - gegn niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar frá 2016. Hinn bóginn, gæti þá málið verið lagt á nýjan leik fyrir þjóðina.
A.m.k. er eitt víst - valkostirnir væru þá fullkomlega skýrir.
Það getur vel verið hvert málin fara - haldin verði önnur slík atkvæðagreiðsla.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2018 | 23:06
Annegret Kramp-Karrenbauer, litla Merkel gjarnan uppnefnd, nýr leiðtogi þýskra Kristilegra Demókrata
Annegret Kramp-Karrenbauer eða AKK - sem verður sennilega notað, er fyrrum leiðtogi eins smæsta héraðs Þýskalands, Saarlands. Var rísandi stjarna í stjórnmálum þar árin eftir 2000, síðari árin leiðtogi héraðsstjórnarinnar.
--Á sl. ári, var hún valin af Merkel til að stýra kosningabaráttu flokksins á landvísu.
Flest virðist benda til þess, að Merkel hafi -- valið AKK sem sinn arftaka.
Og kosningin sýnir að virðist, að þó sjálf fallin af stalli, hefur hún enn gríðarleg ítök innan flokksins síns -- með Annegret Kramp-Karrenbauer sem flokksleiðtoga, fær Merkel án vafa að sitja út þetta kjörtímabil sem kanslari Þýskalands.
--Svo fremi að stjórnin springi ekki af einhverri annarri ástæðu.
Angela Merkel og Annegret Kramp-Karrenbauer
Það getur alveg verið að Annegret Kramp-Karrenbauer sé rétta leiðtogavalið!
Það kemur til af ákveðinni afstöðu hennar til félagslegs réttlætis, sem virðist nú ofarlega í þjóðfélagsumræðinni - sbr. kjör Trumps, og nýjast - mótmæli í Frakklandi.
Dæmi um mál sem hún styður:
- Kvennakvótar í stjórnun fyrirtækja.
- Lágmarkslaun, en þau eru í reynd ekki til staðar innan Þýskal.
- Vill ljúka því að afleggja kjarnorkuver landsins.
- Stuðningur við skattlagningu á ríkja, til að fjármagna félagslegt stuðningskerfi.
Þannig, það má vera að í ástandi vaxandi óánægju grasrótar þ.e. fólks með kjör og sýn á samfélagið - geti verið hún eigi auðveldar með að ná til atkvæða fólks sem í dag í vaxandi mæli kýs, jaðarflokka.
En þeir eru ekki endilega bara kosnir vegna útlendinga-andúðar, gjarnan eru þeir einnig kosnir af vaxandi fjölda kjósenda óánægðir með sín kjör og framboð á atvinnu.
--Þessi tegund af reiði, getur verið flokkum er sækja fylgi inn á miðjuna - skeinuhættari en eiginlega nær allt annað.
Ég held persónulega að - AfD sé búinn að toppa, á bilinu 11-13% í tveim nýlegum kosningum.
Málefni fólks óánægt með störf í boði - með kjör.
Sé sennilegra grunar mig nk. misseri - að sækja á.
Þetta þíðir auðvitað, að Kristilegir-Demókratar eru ekki að sækja til hægri undir PKK.
Ef e-h er, virðist hún fljótt á litið, þrátt fyrir tilteknar félagslega íhaldsamar áherslur á dæmigerða kjarnafjölskyldu, ívið vinstra megin við Merkel sjálfa.
Undir henni, gæti orðið mögulegt fyrir flokkinn hennar að mynda stjórn með þýskum græningjum - t.d. sem hafa upp á síðkastið verið í töluverðri sókn.
Með hennar félagslegu áherslur og líklega sókn í átt til umhverfismála.
Sem virðist mér skína einnig í gegn, sbr. orð þess efnis að flokkurinn sé að tapa flr. atkvæðum til Græningja en til AfD.
--Þá sé ég slíkt samstarf sem hugsanlegan möguleika í framtíð.
- Slíkt væri auðvitað þveröfugur kúrs við það sem verulegur fjöldi innan flokksins vildi, sem þó reyndist ekki hafa stuðning til að ná flokknum yfir til sín.
Niðurstaða
AKK eða Annegret Kramp-Karrenbauer á auðvitað eftir að sýna hver hún akkúrat er. Væntanlega notar hún kjörtímabilið meðan Merkel situr enn sem Kanslari, til að ræða við flokksmenn - heimsækja löndin og flokksfélög, leitast við að sameina flokkinn utan um þá stefnu sem hún mun móta ásamt þeim sem hún á eftir að velja sér til samstarfs innan hans.
Síðan kemur í ljós hvað hún raunverulega gerir, hver stefna hennar verður.
Mér virðist a.m.k. ljóst að það er sennilega ekki nýr hægri kúrs.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar