Donald Trump virðist veita Erodgan - skotleyfi til að fremja fjöldamorð á sýrlenskum Kúrdum?

Yfirlýsingar Donalds Trumps í þá átt að hann ætli að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi hafa vakið mikla athygli, enda felur það í sér umtalsverða stefnubreytingu um málefni Sýrlands.

  1. Bandaríkin hafa haft ca. 2000 sérsveitarmenn í Kúrdahéröðum Sýrlands.
  2. Þeir hafa þjálfað herlið sýrlenskra Kúrda, aðstoðað þá í sókn gegn ISIS liðum.
  • Um daginn var kynnt að síðasta vígi ISIS innan Sýrlands væri fallið, voru það einmitt sveitir sýrlenskra Kúrda ásamt herliði skipað sýrlenskum aröbum þjálfað af Bandaríkjamönnum, sem tóku það lokavígi.

Þess vegna í yfirlýsingu Trumps - fylgir yfirlýsing um sigur yfir ISIS.
Hinn bóginn er algerlega augljóst - að ef sveitir Bandaríkjanna fara, mun Erdogan fyrirskipa árásir Tyrkjahers á héröð Kúrda innan Sýrlands.
--Enda hefur hann sagt sveitir Kúrda sem Bandaríkin hafa verið að þjálfa, ógn við Tyrkland.

  1. Hvers vegna hefur Donald Trump ákveðið að veita Erdogan - skotleyfi á Kúrda?
  2. Mér virðast það ekki góð laun fyrir samstarfið við Bandaríkin, samstarf um útrýmingu ISIS -- að síðan heimila Tyrkjaher að fara með báli og brandi um þeirra héröð, hugsanlega drepa yfir hundrað þúsund Kúrda.

Bendi á að í sl. mánuði - fullyrti Erdogan að Tyrkjaher fyrirhugaði nýja sókn inn í Sýrland.
Eins og að Erdogan hafi talið sig vita - hvað Donald Trump ætlaði að ákveða.
--Eins og þeir kumpánar hafi gert samkomulag.

  1. Nánast eina sem ég kem auga á, er mál tengd krónprins Saudi-Arabíu, en Erdogan hefur sagt Tyrki búa yfir fullum sönnunum þess að krónprinsinn hafi fyrirskipað morð á þekktum blaðamanni í sendiskrifstofu Saudi-Arabíu í Tyrklandi.
  2. En Donald Trump hefur ekki farið leynt með, að hann vilji að það mál leiði ekki til falls krónprinsins.

Þá fer maður að íhuga þann möguleika að eitthvað sé hæft í ásökunum þess efnis, að Trump fjölskyldan hafi verið búin - persónulega að gera viðskipta-díl við krónprinsinn, sem einungis haldi gildi sínu meðan MbS sé krónprins SA.

En virkilega -- eitt stykki krónprins, hugsanlegir milljarðar dollara sem fjölskylda Trumps auðgast um.

Í skiptum fyrir -- fjölda-morð Tyrklands á sýrlenskum Kúrdum.
Það að auki í kjölfar þess -- að Kúrdar eru búnir að vera mjög gagnlegir bandamenn Bandaríkjanna gegn ISIS ógninni.
--Ætlar Donald Trump virkilega að launa þeim með þessum hætti?

Trump starts withdrawal of U.S. forces from Syria, claims victory

White House says US is withdrawing troops from Syria

 

Niðurstaða

Þetta eru skelfileg tíðindi - svik Donalds Trump við sýrlenska Kúrda, að hann virðist fyrirhuga að veita Erdogan og Tyrkjaher - fullt skotleyfi á Kúrda. Eins og Erdogan sagði sjálfur í sl. mánuði, fyrirhugar Tyrkjaher nýja herferð inn í Kúrdahéröð Sýrlands, og nú skal sækja mun lengra en áður var hægt -- því Bandaríkjaher var fyrir sem hindrun.

  1. Það er mjög einfalt, með þessum svikum við Kúrda - að heimila fjöldamorð á þeim, launin sem Trump greinilega ætlar Kúrdum fyrir samvinnuna og aðstoðina við Bandaríkin, í herför þeirra gegn ISIS.
  2. Þá tryggir Donald Trump -- að enginn hópur úti í heimi, mun nokkru sinni aftur treysta Bandaríkjunum.

Þetta er fullkomin eyðilegging á orðstír Bandaríkjanna, hann verður enginn þaðan í frá.
Nákvæmlega ekki nokkur maður mun treysta þeim eftir þetta!

  • Bandamanni einfaldlega hent fyrir úlfana -- vegna þess að Donald Trump vill halda einum skitnum prins við völd; þá fer maður virkilega að trúa ásökunum - að prinsinn og Trump fjölskyldan hafi gert einhvern verðmætan fyrir Trump fjölskylduna samning.
    --Fjöldamorð á Kúrdum virðist ásættanlegt verð.
    --Og að eyðileggja orðstír Bandaríkjanna fullkomlega um mjög langa framtíð.

Þetta er langsamlega versta ákvörðun sem Donald Trump hefur tekið.
Hrein illmennska - ég get ekki sagt neitt minna!

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ágætt fyrir kanann að spara sér helling með því að vera ekki með herlið í enn einu mið-austurlandinu, með því að koma sér í mjúkinn við 2 stóra viðskiftafélaga og komast hjá mannfalli sjálfir, allt með því að leyfa einhverjum Kúrdum sem öllum er í raun sama um að ganga sjálfala.

Þú segir: " launin sem Trump greinilega ætlar Kúrdum fyrir samvinnuna og aðstoðina við Bandaríkin"
Það var algerlega einhliða, USA að hjálpa Kúrdum.  Og það var slys, enginn í ríkisstjórn Obama vildi hjálpa þeim, þeir voru þvíngaðir til þess af almenningi.

Kannski dettur Trump næst í hug að yfirgefa Afganistan.  Þætti þér það líka mikil illska kannski?  Hvað með Írak þá?

Ásgrímur Hartmannsson, 20.12.2018 kl. 05:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, þú ert blindur kettlingur. Trump er með þessari ákvörðun að ger-eyðileggja traust á Bandaríkjunum - ef þér er fyrirmunað að sjá það, er þér ekki við bjargandi. Bandaríkin hafa í nokkur ár aðstoðað þá gegn ISIS, þjálfað þá til að styrkja þeirra sveitir - sent þeim vopn, liðsveitir Bandar. eru fámennar ca. 2000 - en duga til þess að Tyrkir þora ekki að ráðast þarna inn á þau sömu svæði þ.s. liðssveitir Bandar.hers eru.
--Ólíkt Afganistan, eru hersveitir Bandr.hers ekki undir nokkurri árás, Kúrdar eru þeim vinsamir. Kúrdasvæðin eru eitt af fáu öruggu svæðunum í Mið-Austurlöndum þ.s. Bandaríkjamenn geta gengið um sæmilega öruggir. Meðan að Afganistan er einn óöruggasti staður sem fyrirfinnst á þessum hnetti.
--Kostnaður við að vera áfram þarna í Sýrlandi - er brotabrot af kostnaði við veru í Afganistan. Bandaríkin hafa ekki haft þarna neitt mannfall heldur.
**M.ö.o. blasir ekki við nokkur góð ástæða fyrir því að pakka saman.
Þvert á móti er þetta Bandar. sjálfum til tjóns, þ.e. þeir verða áhrifalausir með öllu í Sýrlandi öllu í kjölfarið - staða Írans styrkist þar með, þeir munu hafa öruggar samgöngur milli Lýbanons og Írans, geta styrkt enn frekar Hesbollah.
__Og auðvitað, með því að svíkja Kúrda --> Tryggir DT að ekki nokkur hópur úti í heimi mun nokkru sinni aftur treysta Bandaríkjunum - þeir fá ekki aftur slíka samvinnu.
__Ef þú getur ekki séð neikvæðu hliðina á því fyrir Bandaríkin, virkilega ertu blindur kettlingur.
**Það er gersamlega augljóst að Tyrkir ætla fara í gegnum Kúrda-héröðin með báli og brandi - líklega drepa þar fjölda manns.
__Það virðist blasa við að þitt siðferði sé í sama ræsinu og siðferði Donalds Trumps.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.12.2018 kl. 12:03

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar Björn, hvernig færð þú þá niðurstöðu að Trump gefi Erdogan skotleyfi?  Ætti nágrannavinkona hans í ESB ekki að hafa hemil á honum með góðu tiltali frekar en forseti þjóðar í allt annarri heimsálfu?

Kolbrún Hilmars, 20.12.2018 kl. 12:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, Kolla - hættu þessu helvítis bulli. Bandaríkin eru landið með herinn þarna. Það eru þeir sem tóku að sér það verkefni - að jafna um ISIS. Það eru þeir sem þjálfuðu Kúrda - sendu þeim vopn, síðan hafa gætt þeirra - já, gætt þeirra. Það er vitað að Erdogan ætlar að hjóla í Kúrda. Evrópa hefur enga sambærilega getu við Bandar. til að senda herlið út um hvippinn og hvappinn - reyndar er helið Tyrklands, ca. svipað öflugt og saman-lagt herlið V-Evrópuríkja. 
__Eini aðilinn sem hefur til þess getu að hafa hemil á Tyrkjum, eru Bandar.
Tjánin þín er þar með, bull - þ.s. Tyrkl. er ca. jafn sterkt og öll restin af Evr. samanlagt, fyrir utan að herlið Tyrklands, er statt rétt handan við landamærin - á mjög stutt að fara.
-------------
Fólk þarf að vera algert fífl að sjá ekki, að brottför Bandar. hers - leiðir til þess með 100% öryggi, að Tyrkir munu strádrepa Kúrda.
--Þetta er þ.s. nefnist -- rítingsstunga í bakið. 
--Köld kveðja frá Trump - launin fyrir samvinnuna, ok -- takk fyrir, síðan verðið þið drepnir, OK.

Að sjálfsögðu er DT að veita Erdogan skotleyfi - nú í a.m.k. heilt ár hefur viðvera Bandar. - verið það eina sem hefur hindrað Erdogan.
--Algerlega út í hött að Benda á V-Evr.
--Vegna þess, að árás á Bandar. herlið - þíddi stríð v. Bandar.
Bandaríkin eru eina landið fyrir hugsanlega Rússl.- sem Erdogan þorir ekki í.

Einfalt mál--DT veitir Erdogan skotleyfi með því að kveðja liðið heim.
Einu hindrunina í vegi Erdogan fyrir því að hefja strax fjöldamorð á Kúrdum.

Þau morð verða í boði þar af leiðandi Trumps.
Fari hann helvískur af eilífu ef hann lætur þetta gerast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.12.2018 kl. 16:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má vel vera að ég fari aðeins með "helvítis bull".  En allir vita að vestrið er að draga sig til baka og sinna eingöngu því sem snertir það sjálft. Og af hverju ekki?
En ef ESB ætlar sér eitthvað hlutverk í heimspólitíkinni, þótt ekki nema væri í eigin álfu,  þá stendur þeim næst að skikka til þennan herskáa nágranna sinn.  Eða láta sem ekkert sé og leyfa honum bara að drepa Kúrdana?

Kolbrún Hilmars, 20.12.2018 kl. 17:04

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það skiftir engu máli hve marga hermenn kaninn hafði þarna.  Þeir áttu alls ekkert að vera að þvælast þarna.  Ekkert frekar en í Afganistan.  Kúrdar koma þeim ekkert við.  Ekkert frekar en afganir, eða hvaða annar útlendingahópur sem þú getur nefnt.

Svo eru Tyrkir tæknilega bandamenn (NATO) en Kúrdar eru bara einhverjir gaurar.  Gætu allt eins verið Róma.

Í ofanálag eru Rússar að þvælast þarna.  *Löglega.*  Það var beðið um þá.  Enginn bað um kanann.  Ekki þarna.  Og með það í huga er ljóst að hvarf kanans nú dregur enn úr líkum á veseni.

Svo hefur USA *aldrei* stafað nokkur hætta af ISIS.  Það voru allan tímann gagnslausasti hópurinn á svæðinu, en á sama tíma sá klikkaðasti.  Sendandi vídjó af sjálfum sér út um allt eins og fífl.  Rústað af gamalmennum og kvenfólki með WW2 vopn.  Ekki impressive.

Nú geta þeir sent herinn að landamærum Mexíkó í staðinn, sem aftur er eitthvað sem kemur þeim náið við.

En þó allt þetta hafi blasað við sástu það ekki.  Hvern ert þú að kalla blindan?

Ásgrímur Hartmannsson, 20.12.2018 kl. 19:30

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars -- "En allir vita að vestrið er að draga sig til baka og sinna eingöngu því sem snertir það sjálft. " Skv. skilgreiningu hvers? Það sem gerist í Mið-Austurlöndum snertir sannarlega hagsmuni Vestursins. Að draga sig saman frá þeim - einhliða. Er eingöngu til þess, að hleypa fjendum Vesturlanda að --  m.ö.o. stefnan að gera óvinum eða fjendum Vesturlanda greiða eða m.ö.o. stefnan að vinna vinnuna fyrir fjendur Vesturlanda. "En ef ESB ætlar sér eitthvað hlutverk í heimspólitíkinni, þótt ekki nema væri í eigin álfu,  þá stendur þeim næst að skikka til þennan herskáa nágranna sinn.  Eða láta sem ekkert sé og leyfa honum bara að drepa Kúrdana?" Endurtek, eina landið sem ræður yfir her af slíku tagi -- eru Bandaríkin. Mér er skít sama hversu mikið þú hatar V-Evr. -- þau ráða ekki yfir slíkum her að Tyrkland hafi nokkra ástæðu til að hlusta á Evrópu. Einungis Bandaríkin ráða yfir slíkum her. Þú getur ekki mögulega snúið þér frá því -- að þ.e. DT sem er að veita veiðileyfi á Kúrda. Morðin á þeim verða í hans boði. Þ.e. enginn annar sem getur hindrað þá útkomu - - með því að kveða þessa 2000 Bandar.menn heim, er hann að tryggja það að þeir verði drepnir. Enginn annar getur deilt þeirri ábyrgð með honum. Þú getur ekki lagt hana á einhvern annan.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2018 kl. 02:57

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, Ég er eins fullkomlega ósammála þér og mögulegt er að vera.
Ég nenni ekki að verja frekari tíma í að svara því rugli sem eru þínar skoðanir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2018 kl. 02:58

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir vinsamleg ummæli, Einar Björn.  Við verðum sennilega seint sammála um þetta mál - en bendi bara á að ég hata engan, hvorki einstaklinga né landssvæði.
Hvað kanann varðar þá þykir mér eiga vel við orðatiltækið "damned if you do - damned if you don´t."

Kolbrún Hilmars, 21.12.2018 kl. 11:28

10 Smámynd: Baldinn

Þetta er rétt hjá þér Einar.  Nú er komið að næstu þjóðarmorðum sem í þessu tilfelli eru tilkynnt með nokkura daga fyrirvara.  

Hér skrifar Ásgrímur og finnst þetta bara fínnt því " Kúrdar eru bara einhverjir gaurar " og Kolbrún bendir á EESB.  Af hverju er fólk að skrifa athugasremd við eitthvað sem það skilur ekki.  Að réttæta þessa ákvörðun Trumps er það sama og að segja að mér er skítsama um þjóðarmorð.

Þessi ákvörðun Trumps er óskiljanleg og er tekinn eftir símtal hans og Erdogan. Það væri forvitnilegt að vita hverju Erdogan lofaði til að fá Trump til að taka þessa ákvörðun.

Spurningin er hvort þessi væntanlegu þjóðarmorð verði í beinni útsendingu í sjónvarpinu til að skemmta fólki yfir jólin

Baldinn, 21.12.2018 kl. 11:39

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, Þú væntanlega tókst eftir að Mattis hefur nú sagt af sér -- í bréfi segir hann að Donald Trump hafi rétt á að hafa ráðherra sem standi honum nær skoðanalega, í sama bréfi vitnar hann til mikilvægis að hans mati samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna. Hann segir í því bréfi ekkert um þetta tiltekna mál. En ég stórfellt efa að hann segi af sér raunverulega ótengt þessu tiltekna máli -- bendi á afsögn hans er yfirlýst einungis tveim dögum síðar. Það virðist augljóst hann sé mjög ósáttur við ákvörðun Trumps -- þ.s. ljóst er fullkomlega að Kúrdar verða nú fyrir fjöldamorði, sem viðvera 2000 bandar. hermanna var búin að hindra um töluverða hríð, Tyrkir voru margsinnis búnir að mótmæla því þeir hermenn voru þarna - það hefur allan tímann verið full ljóst hvað Tyrkir hyggjast fyrir ef þeir hermenn fara -- það getur enginn vafi verið um að það stefnir í að mikill fj. Kúrda verði drepnir í kjölfarið. Það er í boði Trumps því einungis Bandaríkin gátu komið í veg fyrir þann atburð -- virkilega enginn annar. Orðatiltækið sem þú velur -- á ekki við. Þ.s. hermennirnir voru að hindra fjöldmorð -- þegar þeir fara, í fullri vitneskju þess að það fjöldamorð fer þá fram, þá er engin leið að kalla það góða aðgerð að senda þá heim. Mjög lítill peningur sparast með því að senda þá heim, þ.s. þeim er áfram greidd laun heima í Bandaríkjunum, og þeim er áfram skaffað vopn. Það var ekki stríð þar sem þeir voru, Kúrdar hafa verið þeim mjög vinsamlegir -- en það verður stríð á svæði Kúrda þegar þeir eru farnir, þegar fjöldamorðin á Kúrdum sem þeir hafa verið að hindra, hefjast. Finnst þér virkilega ekki slæmt -- að það er ljóst, að afleiðing verður, fjöldamorð á Kúrdum? 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2018 kl. 12:38

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Baldinn, Mattis búinn að lísa yfir afsögn -- einungis tveim dögum eftir Trump kynnir sína ákvörðun. Kurteist bréf Mattis til Trumps er opinbert gagn má finna á netinu með því að googla "mattis resignation letter." Í bréfinu segir hann að Trump hafi rétt til að hafa ráðherra í starfi Mattis sem sé honum sammála - kurteis leið til að segja, afsögn stafa af ósætti við stefnu forseta Bandaríkjanna.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2018 kl. 12:40

13 Smámynd: Baldinn

Þá er spurningin, eigum við íslendingar að sitja og þegja á meðan " geðveikt illmenni " sem Tyrklands forseti er lætur herinn mrka lífið úr Kúrdum.

Sýrlensku Kúrdarnir eru flottir.  Það eru þeir sem hafa staðið upp í hárinu á ISIS.  Hjá þeim er líðræði og jafnrétti kynjanna mest á þessu svæði.  Barátta Kúrda fyrir sjálfstæði er að mínu mati réttlát barátta sem við ættum að styðja.

Trump tekur þessa ákvörðun vitandi um afleiðingarnar og þar með fer hann í sama flokk og fíflið hann Erdogan.

Veðurstofan spáir rauðum jólum.  Þau verða þá rauð á fleirri stöðum en á íslandi.

Baldinn, 21.12.2018 kl. 13:24

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einar, þú getur ekkert sagt vegna þess að ég hef rétt fyrir mér í öllum atriðum og þú ekki.
Það eina sem þú hefur í stöðunni er að verða pirraður.

Svo: skemmtu þér með það. laughing

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2018 kl. 20:18

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, þínar skoðanir eru það furðulegar að ég nenni ekki að eyða í þær frekari orðum. Trúðu því sem þú vilt trúa.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2018 kl. 21:29

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Baldinn, afar lítið sem hægt er að gera - tæknilega hægt að slíta stjórnmálasambandi, banna ferðalög til Tyrklands - jafnvel sölu á varningi þangað; en ekkert af því hefði nokkur hin minnstu áhrif á gerðir Erdogans.
Það áhugaverða er að DT virðist hafa tekið þessa ákvörðun mjög snögglega í símtali við Erdogan sl. föstudag - komið þar ráðgjöfum sínum algerlega á óvart, upphaflega stóð til að krefjast þess af Tyrkjum þeir hættu við yfirvofandi herför inn í Sýrland -- en þegar Erdogan gengur á DT spyr hann hvers vegna Kanar eru þarna ennþá, koma vöflur á DT - hann virðist snögglega ákveða í miðju samtalinu að kveðja liðið heim, án þess að spyrja ráðgjafa sína nokkurs: 
https://www.theguardian.com/us-news/2018/dec/21/james-mattis-resignation-trump-erdogan-phone-call.
Síðan tekur hann engum sönsum er Mattis tekur neyðarfund með honum, Mattis afhendir honum þá strax uppsagnarbréf. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2018 kl. 21:34

17 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ekkert sem kemur á óvart hér. Ég var búinn að segja þér að Bandaríkjamenn mundu aldrei fórna sambandi sínu við Tyrki til að verja Kúrda. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skifti sem þeir fórna Kúrdum.

Hvað er nú til ráða fyrir Kúrda. Framtíðin er ekki björt.

Það fer svolítið eftir því hvernig Bandaríkjamenn haga undanhaldinu.

Mér segir svo hugur að Erdogan og Trump hafi samið um að Bandaríkjamenn dragi sig skipulega til baka og Tyrkir fylli í skörðin sem myndast. Tyrkir geta svo leikið sér að villd.

Það eina sem Kúrdar geta gert er að reyna að leika sama leikinn og semja við Assad að taka landsvæði á svæðinu. Það er einfaldlega þeirra eina von.

Tyrkir ráðast ekki gegn Sýrlenska hernum.

.

Þessi herseta var Bandaríkjamönnum mjög erfið á alþjóðavettvangi og það var bara að versna. Fyrst og fremst af því að hún var algerlega ólögleg ,og þó Bandaríkjamenn séu ekki þekktir fyrir að fara að lögum var þetta þeim erfitt. Bæði út af lögleysunni og einnig út af því að staða þeirra var hrópandi auglýsingaskilti fyrir getleysi þeirra til að framfylgja vilja sínum, og að auki var ekkert annað sem beið,en að þeir yrðu fyrir árásum skæruliða. Trump hefur greinilega álitið að það væri betra að rífa plásturinn snöggt,en ekki smá saman.

Hitt er annað mál að herinn er ekki farinn og þetta er ekki í fyrsta skifti sem Trump talar um brotthvarf hans. Það er ekki ólíklegt að "Assad geri nú enn eina eiturefnaárásina á Kúrda" til að koma í veg fyrir að Baandaríski herinn fari.

.

Í leiðinni virðist Trump hafa getað gert viðskiftasamning við Erdogan upp á 3,5 milljarða dollara gegn því að framselja prestinn umdeilda. Þetta er reyndar í meira lagi skammsýnt,af því að þettar rýrir enn það traust semBandaríkjamenn njóta meðal leppríkja sinna. Leppirnir sem hafa gegnum árin átt öruggt skjól hjá Bandaríkjunum geta ekki lengur treyst á slíkt.

Poroshenko kemur upp í hugann. Hann er nú að verða gagnslaus fyrir Bandaríkjamenn. Það er óhjákvæmilegt að hann hugsi sitt. Hann er í þann veginn að tapa kosningum í Úkrainu ,og það er enginn vafi að Yulia Timoshenko sem er væntanlega næsti forseti lætur stinga honum inn fyrir lífstíð fyrir glæpi hans gegn Úkrainsku þjóðinni. Poroshenko á nú yfir höfði sér að Bandaríkjamenn framselji hann í skifturmmfyrir einhvern díl við Timoshenko.

Eina von Poroshenko væri ef það verður sendur þýskur læknir í fangelsið til hans og hann úrskurðar að Poroshenko sé tímabundið lamaður og þurfi að komast út. He He. Ég get ekki séð hvernig Timoshenko ætti að geta neitað honum um það,nýstigin upp úr lömun.

.

En frá mínum sjónarhóli er þetta allt gott og blessað. Þetta flýtir fyrir hruni þessa blóðuga heimsveldis,og það er gott fyrir alla.

Borgþór Jónsson, 21.12.2018 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 847085

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband