Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018

Robert Mueller biður dómstól að veita Michael Flynn - væga meðferð

Mjög lítið af upplýsingum liggja í raun og veru fyrir um rannsókn Roberts Mueller, en rannsóknin virðist ekki í eitt einasta skipti hafa lekið efni í fjölmiðla - mjög þétt haldið um spil; nánast það eina sem almenningur í raun veit, er þegar Mueller gerir við og við "plea bargain" samninga um upplýsingar.
--Sá fyrsti sem Mueller náði inn í það net, var Micheal Flynn.

Flynn sat í skamma hríð sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, en var síðan rekinn.
Skv. yfirlýsingu Trumps, var hann sagður rekinn - fyrir að hafa logið að Trump.

En hin formlega ákæra FBI-var að hafa logið að FBI!
En skv. bandarískum lögum telst það "felony" að ljúga að FBI.

Þannig að ef FBI óskar eftir upplýsingum, segðu það sem þú veist - og nákvæmlega það.

Mueller says Michael Flynn gave 'firsthand' details of Trump transition team contacts with Russians

Robert Mueller recommends Michael Flynn be spared prison time

  1. Flynn virtist hafa logið til um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak - hvenær hann hafði samskipti við hann, hve oft og um hvað, o.s.frv.
  2. Ég reikna síðan með því að Flynn hafi skírt Mueller nákvæmlega frá því í hverju þau samskipti við sendiherrann akkúrat fólust - en almenningur veit nánast ekkert meir an þetta, að Flynn laug að FBI um þau samskipti.

Skv. Robert Mueller: "The defendant provided first-hand information about the content and context of interactions between the transition team and Russian government officials," - "Given the defendant's substantial assistance and other considerations set forth below, a sentence at the low end of the guideline range — including a sentence that does not impose a term of incarceration — is appropriate and warranted," 
"Mueller's memo says that some of Flynn's benefits to the probe "may not be fully realized at this time because the investigations in which he has provided assistance are ongoing."

Ég hugsa að það sé mikilvægt fyrir Mueller að sína þeim sem hafa kosið að aðstoða rannsóknina í kjölfar "plea bargain" samkomulags!
Að þá sé viðkomandi launað með vægilegri meðferð!

En fyrir liggur að brot Flynns tæknilega varðaði allt að nokkurra ára fangelsi, en Mueller mælir fyrir að hann sleppi við fangelsis-vist.

En um það snúast "plea bargain" samningar, að veita upplýsingar - gegn vægari dómi síðar.
Mueller er með nokkra aðra slíka samninga í gangi - sennilega er sá mikilvægasti, Cohen - fyrrum lögmaður Donalds Trumps.

Ef niðurstaða dómara verður í samræmi við ósk Muellers - þá væri það hvatning til manna eins og Cohen, að þeim sé akkur af fullri samvinnu!
--En Mueller mun sjálfsögðu ekki mæla viðkomandi bót, fyrr en hann er sáttur.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað þekkt aðferð, notuð einnig af ísl. lögreglunni, að fá aðila til að vitna gegn sér háttsettari aðila - gegn vægari dómi. Þá vanalega í tengslum við rannsóknir á glæpastarfsemi af skipulögðu tagi.
Hvað Mueller hefur í höndum veit auðvitað ekki nokkur maður nema hann sjálfur, og þeir sem starfa í hans hóp.
Eina vísbending almennings, er hverjir hann hefur gert "plea bargain" samninga við, fyrir utan nöfn þeirra sem hann hefur bort formlegar ákærur.
Sjá, listi yfir þá sem komist hafa undir smásjá Muellers: All of Robert Mueller’s indictments and plea deals in the Russia investigation so far
Fjöldi þeirra sem hafa verið ákærðir vs. fjöldi þeirra sem hafa gert "plea bargain" - tekið saman ber með sér að umfang rannsóknar greinilega sé verulegt.

 

Kv.


Úkraína virðist undir nýrri rússneskri árás - þ.e. hafnbanni á hafnir við Azovshaf

Ég bendi fólki á áhugaverðan vef: Marine Traffic sjá traffík Azovshaf. Eins og sjá má á þessum áhugaverða vef - virðast engin skip að sigla frá Mariupol né til Mariupol. Það er auðvitað út í hött miðað við allar eðlilegar aðstæður, þ.s. Mariupol er mikilvæg höfn fyrir Úkraínu.

Image result for sea azov map area

Rússar virðast vera að nota brú yfir Kerch sund, til að hindra úkraínska skipa-umferð til og frá höfnum við Azovshaf!

Image result for kerch strait bridge

En einfalt er að hindra tiltekin skip í að sigla þar í gegn, þ.s. brúin hefur einungis eitt haf nægilega stórf fyrir skip að sigla undir og í gegn!
Sést á MarineTraffic vefnum að engin úkraínsk skip eru að sigla þessa leið.
Það er auðvitað hrikalega grunsamlegt að sjálfsögðu!

Ukraine ports feel squeeze from tensions with Russia

"Together the two Azov seaports account for almost 6 per cent of Ukraine’s exports. Mr Omelyan said their standstill threatened to hit living standards and destabilise the region ahead of the elections. He said authorities were preparing contingency plans to address bottlenecks from having to transfer cargo from the Azov sea to Ukraine’s larger Black Sea ports."

Kort er sýnir dreifingu íbúa er nokkuð gamalt eða frá 2001!

Image result for ukraine ethnic groups map

  1. En ef maður veltir fyrir sér - af hverju er Rússland að beita svæðið við Azovshaf sérstökum þrýstingi.
  2. Gæti það verið vegna þess, að þar er töluvert hlutfall Rússa er búa þar.

En takið eftir hve umráð Rússa yfir Krím yrðu þægilegri, ef þeir réðu landsvæðinu alla leið þangað, m.ö.o. það væri bein land-tenging!

Mig grunar einfaldlega það, að Rússland hyggist endurtaka leikinn frá því fyrir nokkrum árum, þ.e. fyrst beita efnahags-þrýstingi, síðan - hvetja til uppreisnar, lofa því að mun betra væri að búa í Rússlandi.

Senda flugumenn til svæðisins við Mariupol, með rússn. rúbblur að vopni, og loforð til hvers sem er sem tekur þátt - um stuðning Moskvu við aðgerðir.

Síðan komi í ljós, hvort plottið takist, m.ö.o. takist að skapa uppþot og vandræði á svæðinu.
--Stjórnvöld í Úkraínu eins og kom í ljós nýverið, hafa nú valdheimild frá þinginu til að setja herlög á einstökum svæðum, þau gætu þurt að grípa til slíkra aðgerða á Mariupol svæðinu, ef efnahagslegar þvingunar-aðgerðir Rússa gagnvart svæðinu halda áfram.

 

Niðurstaða

Það eru vísbendingar að Rússland sé að beita strönd Úkraínu við Azovshaf efnahags-þrýstingi, með því að hindra umferð skipa til hafna á svæðinu sem tilheyra Úkraínu - þau hafa annaðhvort ekki fengið að fara í gegn, eða eftir mjög langt japl jaml og fuður. Það eru enn nokkrir mánuðir til kosninga í Úkraínu. Það má alveg hugsa sér að Rússlands stjórn dreymi um að - svæðið gangi hreinilega í lið með rússn. stjv. - ef rússn. stjv. beita það þrýstingi, samtímis lofa mun betra ástandi, ef íbúar mundu ganga í lið með Rússlandi.
--Rússn. áhrif eru sterk á þessu svæði, það sé því ekki algerlega galið að slík tilraun gæti virkað a.m.k. að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. beita svipunni á íbúa - lofa þeim að svipan fari af ef íbúar láta að vilja rússn. stjv.

 

Kv.


Trump virðist hafa blikkað í viðskiptastríði við Kína -- kosningaskjálfti kominn í Trump?

Eins og heimurinn hefur lært þá hafa Trump og Xi líst yfir 90 daga vopnahléi í viðskiptastríði landanna.

U.S., China agree on trade war ceasefire after Trump, Xi summit

  1. Trump frestar um 90 daga fyrirhugaðri 25% tolli á 200ma.$ að andvirði kínverks innflutnings - sem átti að taka gildi nk. áramót.
  2. "China will agree to purchase a not yet agreed upon, but very substantial, amount of agricultural, energy, industrial, and other product from the United States to reduce the trade imbalance between our two countries,"
  3. "China has agreed to start purchasing agricultural product from our farmers immediately."

Þó svo að - talað sé um það, að viðræður haldi áfram um - aðrar umkvartanir Bandaríkjanna.
Þá á ég ekki von á því að Xi Jinping gefi neitt eftir!

  1. En allt og sumt sem mér virðist að Xi þurfi að gera til þess að Kínverjar kaupi aftur soijabaunir frá Bandaríkjunum -- er að lækka aftur tolla á bandarískan útflutning landbúnaðarvara.
  2. Varðandi kaup á olíu, gasi jafnvel kolum, þá þarf Kína hvort sem er að flytja inn a.m.k. olíu og gas í miklu magni ár hvert.
    --Hlutfall þeirra kaupa, geta allt eins verið frá Bandaríkjunum.
    --Orkufyrirtæki Kína held ég sé rétt að séu í ríkis-eigu.

 

Mér virðist Xi hafa unnið viðskiptastríðið a.m.k. í bili!

Donald Trump hefur verið undir vaxandi þrýstingi frá bændum í Suður-ríkjum Bandaríkjanna, og hann er líklega farinn að velta fyrir sér nk. ári sem er 2019 -- sem er árið sem DT þarf að keppa um endurkjör.
--Þá greinilega vill hann að landbúnaðarsvæðin kjósi hann aftur.

Ég held að í þessu liggi svarið -- þvert á það sem margir héldu fram, hafi það reynst vera Bandaríkin sem stóðu hallar fæti í þeim viðskipta-átökum.
--Xi þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri.

Þetta að tolla sérstaklega kjósendur Trumps - hafi virkað!

Viðræður um útistandandi deilumál - skulu standa yfir á meðan.
Hinn bóginn á ég ekki von á því - að Trump starti tollastríðinu aftur fyrir nk. forsetakjör.
--Enda ef hann það gerði, mundu kínversku tollarnir detta aftur á bandar. landbúnað -- auðvitað Kína hætta þeim kaupum á olíu og gasi sem um væru hafnir.
--Trump örugglega vill ekki sjá neitt slíkt gerast, fyrir kosningar.

Þannig að þó svo að sagt sé í samkomulaginu skv. tilkynningu Hvíta-hússins, að ef ekki semst innan nk. 90 daga -- hefjist tollastríðið af fullum þunga á ný.
--Á ég frekar von á því, að DT finni ástæður til þess að láta viðræður við Kína - þó líklega árangurslausar viðræður fram að þeim tíma, halda áfram a.m.k. fram yfir kosningar.

  • Síðan auðvitað, ef hann nær endurkjöri -- gæti tollastríð aftur hafist.
    --Enda væri DT þá væntanlega sama úr því um afstöðu kjósenda.
    --Ekkert annað endurkjör í boði.

 

Niðurstaða

Auðvitað get ég ekki sannað kenningu mína - en ég held ég hafi á réttu að standa. Trump sé sennilega farinn að hugsa um nk. forsetakosningar. Hann eins og ég íja að, vill geta auglýst að hann hafi gert vel fyrir sínar kjósendur - í landbúnaðarhéröðum, og í héröðum þ.s. olía- og gas-vinnsla er mikilvæg.
--Hann vill að auki hafa sterkan efnahag, en viðskiptastríð ef harnaði, gat ógnað honum.

Þannig að ég ætla að gerast svo grófur að spá því, að framhaldi viðskiptastríðs verði frestað framyfir forsetakosningar -- það standi síðan á því hver verður rétt kjörinn forseti næst.
--Ef það verður Trump í annað sinn, gæti hann þá ræst viðskiptastríð að nýju í trausti þess að eiga ekkert í húfi alveg eins og Xi.

Þá a.m.k. stæðu þeir jafnir hvað það varðar - nema að Trump ætti þá einungis 4 ár. En mig grunar að Xi muni endast töluvert lengur í embætti en það.
--En það er grunar mig einmitt hvað Xi hyggst fyrir - þæfa og tefja málið, þar til annar en Trump er í brúnni í Hvíta-húsinu, í vonu um að næsti forseti verði þægilegri.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband