Robert Mueller biður dómstól að veita Michael Flynn - væga meðferð

Mjög lítið af upplýsingum liggja í raun og veru fyrir um rannsókn Roberts Mueller, en rannsóknin virðist ekki í eitt einasta skipti hafa lekið efni í fjölmiðla - mjög þétt haldið um spil; nánast það eina sem almenningur í raun veit, er þegar Mueller gerir við og við "plea bargain" samninga um upplýsingar.
--Sá fyrsti sem Mueller náði inn í það net, var Micheal Flynn.

Flynn sat í skamma hríð sem þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, en var síðan rekinn.
Skv. yfirlýsingu Trumps, var hann sagður rekinn - fyrir að hafa logið að Trump.

En hin formlega ákæra FBI-var að hafa logið að FBI!
En skv. bandarískum lögum telst það "felony" að ljúga að FBI.

Þannig að ef FBI óskar eftir upplýsingum, segðu það sem þú veist - og nákvæmlega það.

Mueller says Michael Flynn gave 'firsthand' details of Trump transition team contacts with Russians

Robert Mueller recommends Michael Flynn be spared prison time

  1. Flynn virtist hafa logið til um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak - hvenær hann hafði samskipti við hann, hve oft og um hvað, o.s.frv.
  2. Ég reikna síðan með því að Flynn hafi skírt Mueller nákvæmlega frá því í hverju þau samskipti við sendiherrann akkúrat fólust - en almenningur veit nánast ekkert meir an þetta, að Flynn laug að FBI um þau samskipti.

Skv. Robert Mueller: "The defendant provided first-hand information about the content and context of interactions between the transition team and Russian government officials," - "Given the defendant's substantial assistance and other considerations set forth below, a sentence at the low end of the guideline range — including a sentence that does not impose a term of incarceration — is appropriate and warranted," 
"Mueller's memo says that some of Flynn's benefits to the probe "may not be fully realized at this time because the investigations in which he has provided assistance are ongoing."

Ég hugsa að það sé mikilvægt fyrir Mueller að sína þeim sem hafa kosið að aðstoða rannsóknina í kjölfar "plea bargain" samkomulags!
Að þá sé viðkomandi launað með vægilegri meðferð!

En fyrir liggur að brot Flynns tæknilega varðaði allt að nokkurra ára fangelsi, en Mueller mælir fyrir að hann sleppi við fangelsis-vist.

En um það snúast "plea bargain" samningar, að veita upplýsingar - gegn vægari dómi síðar.
Mueller er með nokkra aðra slíka samninga í gangi - sennilega er sá mikilvægasti, Cohen - fyrrum lögmaður Donalds Trumps.

Ef niðurstaða dómara verður í samræmi við ósk Muellers - þá væri það hvatning til manna eins og Cohen, að þeim sé akkur af fullri samvinnu!
--En Mueller mun sjálfsögðu ekki mæla viðkomandi bót, fyrr en hann er sáttur.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað þekkt aðferð, notuð einnig af ísl. lögreglunni, að fá aðila til að vitna gegn sér háttsettari aðila - gegn vægari dómi. Þá vanalega í tengslum við rannsóknir á glæpastarfsemi af skipulögðu tagi.
Hvað Mueller hefur í höndum veit auðvitað ekki nokkur maður nema hann sjálfur, og þeir sem starfa í hans hóp.
Eina vísbending almennings, er hverjir hann hefur gert "plea bargain" samninga við, fyrir utan nöfn þeirra sem hann hefur bort formlegar ákærur.
Sjá, listi yfir þá sem komist hafa undir smásjá Muellers: All of Robert Mueller’s indictments and plea deals in the Russia investigation so far
Fjöldi þeirra sem hafa verið ákærðir vs. fjöldi þeirra sem hafa gert "plea bargain" - tekið saman ber með sér að umfang rannsóknar greinilega sé verulegt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Stormy Daniels er gjaldþrota eftir málaferlin og lögfræðingurinn stal öllu söfnunarfénu. Þetta þarf að rannsaka.

Guðmundur Böðvarsson, 6.12.2018 kl. 20:05

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eftir tveggja ára feril þá er niðurstaðan næstum því sú sama og Trompið ráðlagði FBI yfirmanninum að gera, þessum sem var rekinn, að veita Flynn væga meðferð.

þvílíkt afrek hjá Mr. Mueller.

MAGA

Með kveðju frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 6.12.2018 kl. 21:27

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann Kristinsson, hmm - eins og gjarnan er sagt, sá hlær best sem síðast hlær; ég held að Mueller sé að safna í sarpinn. Þannig séð er aðdáunarvert, nákvæmlega enginn leki af skrifstofu hans, virkilega enginn - það sýnir hann heldur þétt utan um sinn vinnuhóp, og líklega að auki að sá vinnuhópur stendur þétt með honum. Hvað þeir hafa safnað í sarpinn með nokkrum "plea bargain" samningum, þar af leiðandi -- veit enginn utanaðkomandi. En hafandi í huga fjölda slíkra samninga, og við hverja -- ætla ég ekki að veðja á það, að Mueller hafi ekkert bitastætt í því pokahorni. Hinn bóginn, mun hann á endanum skila bandaríska þinginu sinni skýrslu - þá vænti ég þess að eitthvað fari að leka út, þegar þingmenn byrja að ræða efni hennar sín á milli og það verða án vafa skiptar skoðanir - eitt umræðuefnið verður að sjálfsögðu, birting eða ekki. Það verður forvitnilegt að sjá síðar meir -- hverjir verða á móti birtingu. M.ö.o. það getur hugsanlega veitt einhverjar vísbendingar. 
--En t.d. ef skýrslan mundi sanna sakleysi Trumps, ætti hann rökrétt vilja birtingu - - en öfugt gilda ef skýrlsan veitti skýrar vísbendingar um það öfuga.
--Ef birting skýrslunnar gagnaðist Trump - væru Demókratar á móti, en öfugt ef það væri honum í óhag, mundu væntanlega fylgismenn Trumps á þingi leggjast gegn birtingu en Demókratar þá heimta að hún væri birt.
Auðvelt að spá því að harkalega verður rifist um hana loks þegar hún kemur fram.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.12.2018 kl. 22:00

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

 Ég held að það skipti ekki máli hvað skýrslan um ekki neitt kemur til með að sýna okkur, hengingirskrillinn er ákveðiðinn að hengja Trompið.

Af hverju var Mr. Mueller ráðinn, jú hann átti að vera með hlutlausa rannsókn á hvort að Trompið og fólk sem studdi og vann fyrir  hann í kosningabaráttunni hefðu haft ólögleg samráð og samskipti við Rússa svo að Trompið mund vinna Hildiríði Klinton.

Hefur einhver af þessum mönnum verið ákærðir fyrir samsæri gegn Hildiríði? 

Nei ekki svo ég viti til, heldur eru þeir ákærðir fyrir að ljúga að Mr. Mueller i yfirheyrslum um eitthvað sem þeir mundu ekki eftir. Mr. Mueller hótar þeim tugi ára fangelsi, nema að þeir syngji eins kanarífuglar um að Trompið hafi verið í samráði við Rússa. 

Það hefur ekkert komið fram til þessa að Trompið hafi verið í samsæri með Rússunum gegn Hildiríði, heldur eru þeir ákærðir og dæmdir fyrir að muna ekki upp á hár hvað þeir sögðu eða hvaða email þeir sendu fyrir ári the tveim siðan, sem Mr. Mueller kallar að ljúga.

Andrúmsloftið er þannig að það er sama hvað Trompið segir eða gerir að það er saknæmt eða ekki foresetalegt.

Til dæmis, Trompið krosslagði hendurnar við jarðarför George Herbert Walker Bush, blaðaskáparnir ættluðu ekki að komast yfir þennan dónaskap og töluðu um það allan daginn og næsta dag að þetta væri ekki forsetalegt. Váááá!!!

Bregðum okkur aftur í tíman og skoðum jarðför Nelson Mandela, þar var Óbummer viðstaddur og var á fullu að take Selfies, ekki orð um þetta hjá blaða snápunum. Svona eru hræsnin hjá vinstra liðinu.

Eins og ég hef sagt áður það þarf ekkert annað en flokksaga til Trompið verði fyrir svokallaðri Impeachment. Impeachment er svipað og ákæra, en réttarhöldin fara fram í Öldungardeildini, þar þarf að vera afbrot sem er nægilegt til að Trompið verði rekinn.

Eins og er þá hefur ekkert komið fram að Trompið hafi gert neitt af sér í samsæri með Rússum gegn Hildiríði, en Mr. Mueller hefur ekki lokið rannsókninni, við verðum að bíða og sjá hvað hann kemur með.

Hitt er aftur annað mál að Hildiríður var í samráðum við Rússa til koma einhverju á Trompið og svo að Trompið mundi tapa kosningunum, ég bíð spenntur hvað kemur út úr þeirri rannsókn.

MAGA

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 7.12.2018 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband