Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017
31.12.2017 | 15:47
Írönsk yfirvöld virðast ætla beita hörku gegn mótmælum í borgum Írans
Það hefur verið áhugavert að veita athygli - óvæntri og að því er virst hefur fram að þessu, stærsthum hluta óskipulagðri hreyfingu mótmæla er sprottið hefur fram innan Írans. Stærstum hluta virðist á ferðinni ungt fólk óánægt með stöðu mála, sennilega atvinnuhorfur en mikið atvinnuleysi er í Íran og stöðu efnahagsmála en Íran hefur ekki tekist að efla efnahag sinn í kjölfar samkomulags við svokölluð 6-veldi "Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland, Þýskaland" í forsetatíð Obama þar sem Íran samþykkti að stöðva frekari tilraunir sem taldar voru stefna í átt að smíð kjarnavopna!
Hvers vegna Íran hefur mistekist, liggur hluta til í því að enn eru til staðar einhverjar efnahagsþvinganir -- en hinn bóginn, má ekki vanmeta eigin þátt íranskra stjórnvalda, þar sem harðlínumenn hafa staðið þverir gegn erlendri fjárfestingu!
--Stöðvað þær margar!
Unga fólkið sennilega upplyfir brostnar vonir!
Einhverju leiti minnir þetta á svokallað -- arabískt vor.
En þau mótmæli spruttu einnig fram "spontant" og voru leidd af ungu fólki, óánægt með sinn hlut - með þá framtíð sem stjórnvöld Arabalanda voru að veita sínu fólki.
--Illu heilli drukknaði það vor í blóðbaði í Sýrlandi og Líbýu, og Egyptaland sneri aftur til baka til fyrri tegundar af stjórnarfari - Egyptaland nánast á sama stað og áður.
Fyrir nokkrum árum var önnur sambærileg bylgja mótmæla í Íran, sem lognaðist af í kjölfar kjörs núverandi forseta landsins - hann náði síðan endurkjöri; en hefur ekki náð m.a. vegna andstöðu innan Írans sjálfs gagnvart breytingum innan stjórnkerfis Írans, að uppfylla vonir og drauma yngri hópa innan Írans.
Anti-regime protests erupt across Iran
Iran warns protesters who pose major challenge to country's leadership
Iran temporarily restricts access to social media
Iran blames foreign agents for death of two protesters: state TV
Iran's Rouhani will address nation Sunday evening: ISNA news agency
Áhugavert er viðkvæði stjórnvalda Írans - sem sakar útlönd um að æsa upp mótmæli!
- Þessi tegund viðbragða eru í dag orðin klassísk --> Þ.e. ekkert er að hjá okkur, við viljum engu breyta, þess í stað er þeirri samsæriskenningu haldið á lofti að vondir útlendingar -- séu að sá slæmum hugmyndum í ungt fólk í landinu, eða jafnvel að haldið sé á lofti að erlendir flugumenn standi fyrir þessu öllu --> Þá þeir sem standa fyrir mótmælum - sakaðir um samsæri með erlendum leyniþjónustum.
- Viðbrögð af þessu tagi, sást stað t.d. fyrir nokkrum árum í Kína, vegna stúdentamótmæla í Hong Kong, umtal af þessu tagi var haldið á lofti af stjórnöldum Sýrlands er héldu því strax fram að fjölda mótmæli hundruða þúsunda væru búin til og að erlendir útsendarar væru að kynda undir, sambærilegar fullyrðingar sáust einnig í tengslum við mótmæli í Kíev borg sem á enda leiddu til falls ríkisstjórnar þáverandi forseta Úkraínu.
- Slíkar ásakanir heyrast einnig reglulega frá Rússlandsstjórn - að ef einhver óánægja sprettur fram, séu illir erlendir útsendarar að baki.
--Stjórnvöld þar hafa gengið svo langt að skilgreina alla erlenda fjölmiðla starfandi í landinu, sem "foreign agents" og einnig sérhver sjálfstæð alþjóða-samtök burtséð frá þeirra tilgangi.
--Það þíðir, að rússneskur borgari sem hefur samvinnu af einhverju tagi - getur tafarlaust lent í vanda við stjórnvöld -- þó að starfsemi viðkomandi sé forsmlega ekki bönnuð, sé þessi nálgun stjórnvalda afar takmarkandi á möguleika til að sinna sínum störfum þeirra aðila.
--Í hvert sinn er því sem sagt hafnað, að óánægja sé sjálfsprottin.
--Þar með um leið því hafnað, að ungmennin hafi ástæðu til að mótmæla.
En í slíkum tilvikum virðist það ekki passa við þá ímynd fullkominleika sem t.d. valdaflokkurinn í Kína - eða stjórnvöld í Íran - eða Bath valdaflokkurinn í Sýrlandi - eða fyrri stjórn Úkraínu og hennar stuðningsmenn héldu á lofti.
Í öllum tilvikum var greinilega óhugsandi að slík óánægja gæti hlaðist upp, að víðtæk fjöldamótmæli væru sennileg að spretta fram -- án meintra erlendra útsendara.
Málið er að allar einræðisstjórnir í eðli sínu eru dauðhræddar við sína borgara!
Meira eða minna allt skipulag einræðisstjórna - snýst um að halda eigin borgurum undir stjórn - ekki síst að stjórna sem mest þau geta, aðgengi sinna borgara að upplýsingum -- þess vegna sé aðgengi erlendra fjölmiðla takmarkað og starfsemi erlendra aðila af öllu tagi.
Auðvitað þess vegna, skipuleggja einræðisstjórnvöld yfirleitt sitt kerfi þannig að allir fjölmiðlar séu annaðhvort í beinni eigu stjórnvalda eða bandamanna stjórnarflokksins - þannig að þeirra umfjöllun sé ávalt í samræmi við línu stjórnvalda.
- Það skemmtilega er, að þegar stjórnvöld einræðisríkja saka erlenda fjölmiðla um lygar.
- Þá er það yfirleitt tilraun til að verja þann lygaveg sem þeirra eigin fjölmiðlar halda á lofti.
- En nútíma einræði miðar fjölmiðlaumfjöllun við hagsmuni stjórnvalda hverju sinni - og þar með þær frásagnir sem henta stjórnvöldum hverju sinni -- það þíði ekki að það henti aldrei að segja sannleikann, en hann sé einungis sagður eftir hentugleikum stjórnvalda.
Vegna þess að einræðisstjórnvöld vilja ekki viðurkenna blett í eigin ranni.
Þá hentar þeim að saka mótmæli fyrir að vera tilkomin vegna erlendra útsendara.
Það sé væntanlega einnig þægilegt, að hóta skipuleggjendum mótmæla, að fá dóm fyrir landráð.
Í löndum eins og Kína og Íran -- jafngildir það dauðadómi.
Tilvist lýðræðisríkja er stöðug tilvistarógn við einræði
Málið er að lýðræðisríki eru fyrirmynd. Lýðræði er í eðli sínu aðlaðandi hugmynd fyrir íbúa landa sem búa við það að einræðiskerfi er til staðar - sem ákveður alla helstu þætti fyrir íbúa. Ekki síður vegna þess, að einræðiskerfi sögulega leiða ávalt fram það ástand, að þröngur valdahópur og hagsmunahópur - ræður yfir öllum afurðum og björgum ríkisins -- og skammtar þær bjargi til sinna nánu stuðningsmanna. Slík hegðan sést t.d. ákaflega vel innan Rússlands - þ.e. Pútín skammtar ríkiseignir til vildarmanna er fá að nota þær sem sínar eigin og meðan þeir haldast í náðinni -- gjarnan fá þeir einnig að reka margvíslegan annan rekstur í samvinnu við stjórnvöld, meðan þeir haldast í náðinni. Þeir sem þannig tengjast stjórnvöldum verða óskaplega auðugir -- eiginlega að "nobility" sem um margt minnir á fyrirkomulag fyrri alda. Aðalsstéttin tengist valdaflokknum nánum böndum, hún hafi flestar bjargir landsins til umráða -- sé háð því að halda þeim áframhaldandi stuðningi við ríkjandi einræði. Þannig myndist náið hagsmunasamband sem ráðist ávalt með offorsi gegn hverri ógn og hafi vilja til að beita öllum tækjum ríkisins sé og sínum til varnar.
--Þessi kerfi fela alltaf í sér skipulagða spillingu.
--Þau séu ávalt afar óhagkvæm, þ.s. ríka hagsmunastéttin er verndar ríkið henni sé haldið góðri með stöðugu aðgengi að ríkisjötunni og gæðum hennar.
Dæmigerðar nútíma-aðferðir til þess, séu í gegnum útboð að velja til þess gæðinga.
Sannarlega hefur Kína mikinn hagvöxt ennþá - það stafi af uppbyggingu mjög öflugs einkahagkerfis -- sem starfi við hliðina á stóru ríkiskerfi með fjölda risastórra ríkisfyrirtækja í höndum flokksgæðinga.
--Það hliðstæða einkahagkerfi hafi orðið hagkvæmt vegna þarfar fyrir það að standast í samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum.
Hinn bóginn, gildi annað í Rússlandi -- Þ.s. nánast sé ekki til staðar nokkurt slíkt sjálfstætt einkahagkerfi.
--Tæknilega séu mörg einkafyrirtæki -- en þau séu nánast alltaf í eigu aðila tengdum ríkinu.
Ríkið í Rússlandi eigi um 80% framleiðsluverðmæta til útflutnings.
Meðan að einkahagkerfið í Kína sjái um útflutning.
--Munurinn sé sá að til staðar sé hagkvæmt hagkerfi í Kína - til hliðar við ríkisbáknið. En slíkt hagkvæmt hagkerfi til hliðar ríkisbákninu, skorti nær algerlega í Rússlandi.
- Íran sé einhvers staðar þarna á milli.
Málið er að þegar íbúar slíkra landa komast í snertingu við lýðræði t.d. í ferðalögum eða með öðrum hætti -- er alltaf hluti slíkra sem sjálfur kemst á þá skoðun að vilja innleiða slíkt í sitt heimaland.
--Punkturinn sé sá, að meðan að til eru lýðræðislönd, sé slík "hugmyndafræðileg mengun" ávalt hætta fyrir einræðislönd -- að nálgun og grunnhugmyndafræði lýðræðis berist til borgara slíkra landa; og að hluti þeirra borgara taki sjálfir upp á því að berjast fyrir breytingum til lýðræðis.
Arabíska vorið hafi verið slík sjálfsprottin bylgja -- sama hafi átt við vorið í Kíev og það sama virðist eiga við hreyfingu mótmælenda í Íran.
--Stjórnvöld í Kína hafa nýlega ákveðið að bregðast gegn þessari tegund af vá, með því að gerast mjög virk í því að breiða hugmyndfræði sem heldur því á lofti að einræði sé betra stjórnarfar -- vonin virðist vera að unnt sé að snú þessu við.
--Þetta minnir um margt á tilraunir ráðstjórnarríkjanna í "den" að breiða út hugmyndfræði kommúnisma -- sem um hríð sannarlega hafði áhrif og nokkurn stuðning en á endanum mistókst sú hugmyndafræðilega útbreiðslutilraun.
Í raun og veru þurfa lýðræðisríkin sjálf ekkert annað að gera en að vera áfram til, til að vera slík viðvarandi tilvistarhætta fyrir einræðisríki.
--Það hentar einræðinu aftur á móti að koma með þessa "foreign agent ásökun" alveg burtséð frá sannleiksgildi þeirrar ásökunar hverju sinni.
Niðurstaða
Mótmælin virðast ekki nærri það útbreidd að vera líklega veruleg ógn a.m.k. enn við stjórnvöld Írans er ráða yfir afar öflugum öryggisstofnunum, sbr. lögregla og her, en einnig íranska byltingaverðinum sem er afar fjölmennur og að mörgu leiti - stofnanleg hliðstæða við her og aðrar öryggisstofnanir landsins.
--Það er mjög óvenjulegt, eina tilvikið sem ég þekki er þegar SS í þýskalandi viðhélt eigin her, eigin öryggislögreglu, eigin leyniþjónustu - sama tíma og ríkið hélt uppi annarri öryggislögreglu, eigin her og leyniþjónustu.
Ég er ekki segja Íran hliðstæðu við 3-ja ríkið. Einfaldlega benda á það hversu óvenjulegt fyrirbæri íranski lýðveldisvörðurinn er - að hann skuli hafa fengið það svigrúm að byggja sig upp sem nokkurs konar; hliðstætt ríki við ríkið sjálft - með öllu tilheyrandi. Þar á meðal, eigin menntastofnunum - fyrirtækjum - sjúkrahúsum, o.s.frv.
--Það hlýtur vera óskaplega kostnaðarsamt fyrir Íran að hafa 2-falt stjórnkerfi, og fjölda annarra kerfa í tvíriti.
Það er þegar mótmælendur standa gegn öllu þessu - að íranski lýðveldisvörðurinn hefur milljónir fylgismanna, að maður verður fremur skeptískur á að þessi mótmæli eigi raunhæfa möguleika.
Þau þyrftu að verða að milljóna hreyfingu - og þá stæði Íran frammi fyrir hættu á borgarastríði. Mundi þá leiðast fram - einhvers konar sátt milli aðila? Eða yrðu borgaraátök?
Svarið í Sýrlandi var - borgaraátök, að kerfið sem fyrir var reyndist ekki tilbúið að gefa nokkurt eftir -- ég efa ekki heldur að ef það sprytti fram ný fjöldahreyfing í Kína gerði valdaflokkurinn hvað sem er til að halda völdum, óháð hve miklu blóði þá yrði úthellt.
--Það sama eigi einnig við Rússland, að valdakerfið í kringum Pútín mundi eins og Assad gerði, frekar drekka landinu í blóði - leggja það í rúst ef það væri þ.s. það kostaði að verja völdin; en gefa nokkurt eftir.
Ég á því von á að hinni nýju mótmælahreyfingu í Íran verði drekkt með einhverjum hætti, í blóði ef minna dugar ekki -- en að hún síðan hverfi undir yfirborðið.
--Hvað þá gæti til lengdar kraumað undir er önnur saga.
En líklega nær valdakerfið í Íran að verjast að þessu sinni a.m.k.
-------------------
Ég á von á að það spretti fram netverjar sem halda á lofti frásögnum íranskra stjórnvalda - eins og til virðast netverjar sem verja hagsmuni einræðiskerfisins í Rússlandi og Kína, og einræðiskerfi þeirra einræðisherra sem eru bandamenn þeirra landa.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2017 | 21:59
Donald Trump virðist hafa mistekist að hindra innritun transfólks í herinn nk. mánudag
Sennilega afhjúpa fá mál betur gamaldags fordóma Donalds Trumps en tilraunir hans til að setja bann við innritun svokallaðs transfólks í bandaríska herinn - en bann tilskipun Donalds Trump gekk það langt, að ekki átti einungis að banna transfólki að vera hermenn, heldur átti að banna því að starfa yfir höfuð í hernum.
--En herinn hefur einnig fjölda fólks starfandi á skrifstofum, mötuneytum - og þannig má lengi telja störf sem eru á vegum hersins, en sem ekki teljast í almennum skilningi til hermennsku.
Tilvitnun - Donald Trump: "After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military," - "Our military must be focused on decisive and overwhelming victory and cannot be burdened with the tremendous medical costs and disruption that transgender in the military would entail,"
Alveg makalaust á 21. öld, að forseti Bandaríkjanna leggi blátt bann við störfum transfólks innan herafla Bandaríkjanna - algerlega óháð tegund starfs.
Fordómar, er eiginlega vægt til orða tekið!
Fyrri umfjallanir:
Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna - bannar transfólk í bandaríska hernum.
Nú þegar einungis 3-dagar eru til stefnu, blasir ekki við hvað ætti geta hindrað innritun transfólks nk. mánudag
Ríkisstjórn Trumps hefur ekki með nokkrum formlegum hætti viðurkennt ósigur í málinu enn - en allar tilraunir stjórnar Trumps til að stöðva framkvæmd innritunarinnar nk. mánudag, hafa farið út um þúfur -- mætt hverri hindruninni á eftir annarri, innan bandaríska dómskerfisins.
Til að hafa allt rétt - þá formlega heimilaði Obama transfólki að starfa fyrir opnum tjöldum innan hersins, 2016.
Skv. tilskipun hans, átti innritun transfólks á hefjast sl. sumar.
En þeirri innritun var frestað af varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fram til 1. jan. 2018.
Síðar kemur bann tilskipun Trumps til sögunnar, sem vitnað er til að ofan!
Þá rísa upp meðlimir herafla Bandaríkjanna, sem kæra þá tilskipun til bandarískra dómstóla -- sumir höfðu starfað innan hersins lengur en áratug, sá þekktasti segist ætla að vera innan hersins þar til sá mundi fara á eftirlaun, m.ö.o. allan sinn starfsferil.
Bandarískir dómstólar hafa fram að þessu komið í veg fyrir að sú bann tilskipun Trumps fái að virkjast -- Trump er þó enn með kærumál í gangi á æðra dómstigi.
En tilraunir hans til að fá lægra dómstil til að heimila tilskipuninni að vera virka meðan fjallað væri um málið á æðra dómstigi -- fóru endanlega út um þúfur í sl. viku.
--Þannig að nú blasir ekkert við sem líklega getur hindrað innritun transhermanna fari fram nú nk. mánudag!
Barring late legal twist, U.S. military to accept transgender recruits
Niðurstaða
Augljóslega þarf bandaríski heraflinn á öllu því fólki, sem vill þar starfa. Mótbárur þær sem ríkisstjórn Trumps kom fram með - flokkast án undantekninga undir; fáránlega fordóma. En þær mótbárur eru gamalkunnar, þar sem þær eru nánast þær sömu og heyrður fyrir rúmum aldarfjórðungi er umræða var uppi um að heimila konum að taka þátt í bardögum á landi. En þær höfðu þá um nokkurt skeið tekið þátt í bardögum í öðrum hlutverkum, t.d. sem flugmenn.
Engar þeirra mótbára reyndust á rökum reystar - bendi á að konur hafa barist með landher Ísraels "IDF" síðan á 9. áratugnum er Ísrael hersat Líbanon. Flækjustigið að hafa hermenn sem telja sig annað kyn er þeir fæddust sem, virðist mér engu stærra.
En ég bendi á að nútíma heilagreiningar hafa sannað fullkomlega að transfólk fer ekki með fleipur - þú færð ekki kynbreytingu nema að standast greiningu. Nú, ef þetta er ástand sem unnt er að greina með læknisfræðilegum hætti. Þá greinilega er um að ræða ástand sem viðkomandi fæddist í.
Þannig að þá er verið að gera tilraun til að banna fólk fyrir það sem það er.
Sem telst alls ekki viðeigandi á 21. öld!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2017 | 20:05
Rússland mótmælir vopnasölu Bandaríkjanna til Úkraínu - aldrei þessu vant sammála ákvörðun Donalds Trumps
Ef marka má fréttir, er mikilvægasta vopnið sem Bandaríkin láta stjórnvöld í Kíev fá - fullkomnar skriðdrekaeldflaugar sem nefndar eru "Javelin."
Eins og sést eru þetta flaugar sem fótgönguliðar geta beitt.
--Þær hafa þann stóra kost yfir eldri gerðir algengra flauga að vera "fire and forget."
M.ö.o. þú skýtur henni og síðan getur stungið þér strax niður í næstu holu.
Slíkar flaugar ættu að gera notkun brynvarinna tækja til muna áhættusamari, fyrir málaliðasveitir þær sem Rússlandsstjórn hefur viðhaldið í A-Úkraínu, í nokkur ár nú samfellt.
Moscow: U.S. arms may spur use of force by Kiev in eastern Ukraine
Trump to supply Ukrainian military with weapons
Aldrei þessu vant er ég fullkomlega sammála ákvörðun Donalds Trump
Enda hef ég sjálfur sagt síðan átökin hófust - að rökréttast væri að NATO vopnaði stjórnvöld í Kíev. Þvert ofan í það sem sumir óttast, að það mundi gera samkomulag ólíklegra -- þá hefði það þveröfug áhrif að gera samkomulag líklegra.
En misskilningur margra er sá að skilja ekki, að Rússland fyrirlítur þá sem liggja fyrir því - flatir. Þó svo að opinbert orðalag gæti hljómað með öðrum hætti frá rússn. stjv.
Ef þú vilt að Rússland bakki, þá þarftu þvert á móti að mæta Rússlandi -- hart á móti. M.ö.o. beri Rússland virðingu fyrir styrk.
En Rússlandsstjórn sjálf trúir á rétt hins sterka -- sem sést á aðgerðum hennar í Úkraínu. Og á sama tíma, ber Rússland fulla virðingu fyrir styrk annarra.
Rússnesk stjórnvöld séu tækifærissinnuð -- sama tíma ísköld í aðferðafræði sinni. Ég er að segja, að ef menn gefa eftir -- ganga þau á lagið, því þá túlka þau þig sem veikan.
En ef þú mætir með nægan styrk til þess að gera aðgerð áhættusama, þá bakki þau. Enda séu rússnesk stjórnvöld ekki skipuð brjálæðingum -- heldur kaldræðnum tækifærissinnum.
- Það hafi verið misskilningur Obama, og t.d. þýskra krata -- að bregða fæti með öllum tiltækum ráðum fyrir vopnasendingar til Kíev, í von um að slík friðarviðleitni gerði stjórnvöld Rússlands líklegri til að semja um frið.
--En það hafi eingöngu sannfært rússnesk stjórnvöld um að þau hafi ekkert á hættu, með það að halda áfram að halda uppi málaliðaher í A-Úkraínu. - Hinn bóginn, ef stjórnvöld í Kíev séu vopnuð hátæknivopnum er geta eyðilagt nærri hvaða rússnsk smíðaðan skriðdreka sem er -- þá stórfellt hækki kostnaður Rússlands við það að viðhalda getu þess málaliðahers sem Rússlandsstjórn heldur uppi til að sækja fram gegn varnarlínum Úkraínustjórnar.
--Og það er einmitt það eins sem geti skapað þess nokkur hin minnstu líkindi að tækifærissinnuð stjórnvöld í Mosku, fáist til að íhuga að bakka með allt dæmið.
--Refsiaðgerðirnar einar sér hafa bersýnilega ekki dugað.
--En refsiaðgerðir + hærri stríðskostnaður, gæti riðið baggamuninn!
Niðurstaða
Rússnesk stjórnvöld halda því fram að með vopnasölunni sé Washington að æsa til ófriðar. Það er að sjálfsögðu augljóst bull - en hver og einn ætti að sjá það að litlar skriðdrekaflaugar eru einna helst notaðar úr launsátri, m.ö.o. hópur hermanna situr fyrir brynvörðum tækjum t.d. skriðdrekum.
Slíkt virkar best til þess að stöðva árás er beitir brynvörðum tækjum.
Þó tæknilega væri unnt að gera tilraun til að laumast að varnarlínu hins hersins með eldflaugar í farteskinu -- þá eru óbrynvarðir hermenn auðveld skotmörk brynvarinna tækja um leið og þeir standa á berangri.
Ef maður ber saman möguleika brynvarins tækis vs. gangandi hermanna með skriðdrekaflaugar -- þá eru möguleikar brynvarða tækisins með laser mið og mun nákvæmari mið, klárlega betri en slíkra hermanna - ef þeir hermenn eru að sækja fram gegn því og tækið er í skjóli.
Möguleikar slíkra hermanna, batna til mikilla muna, ef spilið er í hina áttina. M.ö.o. brynvarða tækið getur auðveldlega stöðvað árás yfir berangur -- sama gildi í hina áttina, að þeir geta eyðilagt brynvarða tækið ef það sækir fram gegn þeim yfir berangur meðan þeir eru í skjóli varnarlínu.
- M.ö.o. auki líkur þessara nýju vopna á því að átökin haldist í núverandi pattstöðu.
Tæknilega gæti Rússland breytt stöðunni aftur með því að láta málaliðaher sinn fá skriðdreka með betri brynvörn -- það þyrftu þá að vera mjög nýleg vopn, og þar með miklu dýrari en Rússlandsstjórn hefur fam að þessu viljað láta sína málaliða hafa.
--Enda væri þá klárlega ekki lengur unnt að viðhalda þeirri lýgi, að sá málaliðaher væri að notast eingöngu við vopn tekin traustataki úr vopnabúrum hers Úkraínu.
En það væri markmið í sjálfu sér að auka verulega kostnað Rússlands við það, að halda þeim málaliðaher uppi. NATO er örugglega með möguleika til þess að láta Úkraínu hafa eitthvað enn betra, ef Rússland mundi bregðast við með þeim hætti.
--En ég hef bent á áður að Rússland geti ekki unnið slíkta "tit for tat escalation."
Hafi ekki til þess fjárhagslega burði.
Þess vegna hljóti Rússland í slíku tilviki að NATO gengur á lagið, að gefa eftir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2017 | 00:32
Trump er með lista yfir lönd sem skapraunuðu honum - mun hann gera eitthvað í Því að refsa þeim?
Ég er að vitna í hótanir frá sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ-Nicky Haley, en henni var greinilega ekki skemmt - þegar allsherjarráð SÞ tók til atkvæðagreiðslu ályktun, þ.s. allsherjarráðið áréttaði sinn skilning að engin breyting á stöðu Jerúsalem hefði átt sér stað þegar Donald Trump formlega viðurkenndi borgina sem höfuðborg Ísraels - að staða borgarinna væri enn með þeim hætti, að borgin væri ekki viðurkennd höfuðborg Ísraels, og að breyting á þeirri stöðu yrði að framkvæma sem hluta af víðtækri sátt milli Palestínumanna og Ísraela.
Donald Trump og Nicki Haley
Nicki Haley:
- "As you consider your vote, I encourage you to know the president and the US take this vote personally." - "The president will be watching this vote carefully and has requested I report back on those who voted against us,"
--Þetta sagði hún fyrir atkvæðagreiðsluna, að því yrði veitt athygli hvaða lönd greiddu atkvæði gegn vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
**Eftir atkvæðagreiðsluna var hún greinilega bálreið! - "I must also say today: When we make generous contributions to the UN, we also have expectation that we will be respected," -. "Whats more, we are being asked to pay for the dubious privileges of being disrespected." - "If our investment fails, we have an obligation to spend our investment in other ways The United States will remember this day."
Ekki fylgdi nákvæmlega sögunni í það skiptið - hvaða fjármuni rætt var um.
En síðar kom fram, að ríkisstjórnin mundi íhuga að minnka fjárframlög til landa sem hefðu að mati ríkisstjórnar Bandaríkjanna - brugðist trausti Bandaríkjanna.
En þ.e. ekki unnt að skilja orð Haley með öðrum hætti - en að ríkisstjórn Bandaríkjanna núverandi líti atkvæðagreiðsluna -- móðgun.
Skv. fréttum féll atkvæðagreiðslan þannig að:
- Fulltrúar 128 landa völdu að skaprauna ríkisstjórn Bandaríkjanna.
- Fulltrúar 35 landa völdu hjásetu.
- Fulltrúar 9 landa greiddu atkvæði með.
Áhugavert er hvaða lönd greiddu atkvæði með fyrir utan Bandaríkin og Ísrael.
- Guatemala, Honduras, Marshall Islands, Micronesia, Nauru, Palau, Togo.
Einmitt - eitt fátækt Afríkuland mjög háð aðstoð að utan, 4 örlítil eyríki, síðar kom í ljós að Donald Trump samþykkti að viðurkenna umdeilt kjör þess sem sagður er hafa unnið nýlegar forsetakosningar í Honduras sem líklega keypti atkvæði þess lands - Guatemala hefur lengi fylgt mjög náið Bandaríkjunum að málum.
U.S. backs re-election of Honduran president despite vote controversy
Það segir töluvert um óvinsældir Donalds Trump út um heim, að einungis þessi lönd greiddu atkvæði með auk Bandaríkjanna sjálfra og Ísraels - og eitt þeirra var keypt til.
--M.ö.o. ekkert mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna.
- Meira að segja Bretland var í hópi landa sem greiddi atkvæði gegn vilja Bandar.
Arab states believe U.S. aid secure despite defying Trump Jerusalem move
Í hinni fréttinni kemur fram að stjórnendur Arabaríkjanna telja Bandaríkin muni ekki refsa þeim - þó það hafi verið tillaga þeirra fyrir SÞ - sem hratt atkvæðagreiðslunni af stað.
Nicki Haley bauð síðan fulltrúum nokkurs fjölda ríkja til vinakvöldverðar!
Nikki Haley's New Best Friends at the UN
Mig grunar satt skal segja að afleiðingarnar verði nákvæmlega engar aðrar - en pyrringur í Washington.
Þetta sé væntanlega gott dæmi þess að menn eigi aldrei að koma fram með hótanir, sem þeir ætla ekki að standa við - en það mátti greinilega skýna í aðvörun um afleiðingar í fyrstu orðsendingu Haley þ.s. hún varar fulltrúa aðildarríkja SÞ við því að Bandaríkin muni veita því nána athygli með hvaða hætti atkvæði verða greidd.
--Ef Bandaríkjastjórn gerir nákvæmlega ekki neitt - munu menn hika enn síður næst þegar Haley beitir þrýstingi.
Niðurstaða
Málið er að nálgun ríkisstjórnar Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum er ekki að virka. Ég man enn eftir því að skömmu eftir að Bush tók við völdum virtist Hvítahúsið hissa, að veröldin beygði sig ekki í einu og öllu eftir vilja ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
Það virðist skýna í svipaða afstöðu nú - að veröldin ætti að beygja sig undan mikilfengleika Bandaríkjanna. En orð Haley um móðgun - að Bandaríkin borgi stærsta framlag einstakra þjóða til SÞ. Mátti sannarlega skilja sem kröfu um slíkt.
--Trump gæti auðvitað refsað löndum sem skapraunuðu Bandaríkjunum, ef hann gerir það ekki - þá tekur enginn nokkurt mark á næstu hótun Haley.
--Hinn bóginn, mundi slíkt ekki endilega leiða til þess, að orðum Bandaríkjastjórnar yrði hlítt.
Það mundi einnig skaða orðstír Bandaríkjanna ef þau fara að beita slíkum meðölum, vegna atkvæðagreiðsla sem falla ekki þeim að skapi.
- Að sjálfsögðu draga Bandaríkin sig ekki úr SÞ - og þau hætta ekki heldur að borga til SÞ.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.12.2017 | 00:48
Sjálfstæðissinnar í Katalóníu verja þingmeirihluta sinn í héraðsþinginu - áfall fyrir stefnu Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar
Mariano Rajoy virðist hafa tapað veðmáli því sem hann tók rétt fyrir mánaðamót okt./nóv. sl. er hann setti Katalóníu hérað undir beina stjórn yfirvalda í Madríd - í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar héraðsins og leysti samtímis upp héraðsþingið boðaði nýjar héraðsþingskosningar - sem nú hafa farið fram; sú yfirlýsing var síðan formlega lýst ólögleg af stjórnlagadómstóli Spánar - auk þessa voru leiðtogar sjálfstæðissinna hundeltir af spænskri ríkislögreglu, fjöldi þeirra handtekinn og réttarhöld hafin í þeirra málum.
--Ekki síst, leiðtogi héraðsstjórnar Katalóníu, áður en Mariano Rajoy setti héraðsstjórnina af - , flúði land hefur dvalíð í Brussel undir vernd forsætisráðherra Belgíu æ síðan.
Separatists claim narrow victory in Catalan election
Former Catalan leader Puigdemont seen regaining regional leadership
Carles Puigdemont's party claims victory as independence movement set to gain overall majority
Carles Puigdemont addressing the media after watching the results of Catalonia's regional election in Brussels Reuters
Ekki er allt samt tóm hamingja fyrir sjálfstæðissinnana!
- Meirihluti þeirra á héraðsþinginu er minni en áður.
- Þeim tókst ekki að ná alveg upp í helming heildaratkvæða.
- Stærsti þingflokkurinn á héraðsþinginu, verður Ciudadanos flokkurinn, sem vill áframhald sambands Katalóníu við Spán.
- Kosningin virðist staðfesta klofningu íbúa í sjálfstæðismálinu í ca. 50/50.
Deilurnar hafa valdið nokkru efnahagstjóni fyrir héraðið - 3.100 fyrirtæki hafa fært höfuðstöðvar sínar úr héraðinu síðan í október byrjun - einkafjárfesting innan héraðsins minnkaði á 3-ársfjórðuni um 75%.
Þetta eru það stórar sveiflur niður á við, þ.s. að Katalónía ein og sér hefur efnahag stærri en Portúgals - stærsta héraðshagkerfi Spánar; að þessi samdráttur dregur Spán sem heild niður með sér.
Kosningaþátttaka virðist hafa verið met, þ.e. 83%.
Mariano Rajoy kemst vart hjá því að semja við sjálfstæðissinna!
Hann sagðist mundu virða niðurstöðu kosninganna - að hann mundi afsala beinni stjórn yfir héraðinu. En hótaði því þó, að ólöglegar aðgerðir af hálfu nýrrar héraðsstjórnar - gætu leitt til beinnar stjórnar frá Madríd að nýju.
Ég held að ekki sé unnt að efast um að Mariano Rajoy meinar þau orð.
Raunveruleg hætta virðist á pattstöðu - sem gæti skaðað efnahag héraðsins og Spánar enn frekar.
Það væri áhætta fyrir Madríd að svipta héraðsstjórnina völdum í annað sinn.
En óvenjumikil kosningaþátttaka bendi til þess að sjálfstæðissinnum hafi tekist vel að þétta raðir stuðningsmanna sinna. Þó að litlar ryskingar hafi af hlotist í október.
--Þá gæti annað gilt um ef mál endurtaka sig.
Hingað til hefur ríkisstjórn Spánar ekki tekið í mál nokkrar umtalsverðar tilslakanir til Barcelona -- en deilan hófst upphaflega á deilum um skattfé.
En héraðið er hlutfallslega auðugra en önnur héröð á Spáni, einnig efnahagslega stórt miðað við önnur hérð.
Á Spáni hefur verið sú regla, að skattur renni til Madrídar - en síðan aftur til baka frá Madríd til héraðanna háð fjárlögum, þar með ákvörðunarvaldi ríkjandi meirihluta á þingi Spánar.
Þetta hefur þítt að verulegt fé hefur runnið frá Katalóníu - til annarra héraða, sem sum hver eru miklu fátækari.
Það þíðir, að fátækari héröðin eru flest hver - afskaplega andvíg tilslökunum til Katalóníu; í formi þess að héraðið fái að halda eftir heima fyrir verulegu hlutfalli þess skattfjár sem þar verður til.
--Þar af leiðandi er þetta pólitískt séð afar erfitt mál.
--Þ.s. að meirihluti á þingi Spánar er líklega andvígur tilslökunum.
Meðan að erfitt er að sjá annað en að sjálfstæðismálið geti ekki koðnað niður án verulegra tilslakana af einhverju tagi -- stórar tilslakanir um skattamál líklega mundu duga.
Niðurstaða
Ég er enn sem fyrr efins að Katalónía fái sjálfstæði frá Spáni, en skv. stjórnarskrá Spánar er ákvæði þess efnis að Spánn sé ódeilanleg "indivisible" heild. Stjórnvöld Spánar hafa sagt, einungis almenna atkvæðagreiðslu allra Spánverja geta ákveðið annað.
--Engar líkur væru á að slík atkvæðagreiðsla samþykkti að veita Katalóníu sjálfstæði.
Vegna ríkra hagsmun annarra héraða að fá áfram skattfé frá hinni tiltölulega auðugu Katalóníu.
Þannig að líklega meinar ríkisstjórn Spánar þá hótun sína að héraðið mundi aftur vera tekið undir beina stjórn - aðgerð sem líklega mundi ekki mæta umtalsverðri andstöðu annars staðar á Spáni.
Ef út í þ.e. farið er lítill þrýstingur í innanlandspólitík Spánar á Mariano Rajoy að semja - hann hafi sennilega pólitískt séð meira að tapa á því ef hann gefur umtalsvert eftir gagnvart Katalóníu.
En eftir að almennir kjósendur í Katalóníu hafa aftur veitt sjálfstæðissinnum þingmeirihluta - þá einnig verður erfiðara fyrir hann að komast hjá því að bjóða einhverjar viðbótar tilslakanir.
En vegna líklega þröngrar pólitískrar stöðu Rajoy til slíks - virðist mér ósennilegt að þær væru nægilega rausnarlegar til þess að mæta að einhverju leiti lágmarkskröfum sjálfstæðissinna.
--Með öðrum orðum, virðist mér að ný átök sjálfstæðissinna við ríkisstjórn Spánar blasa við.
--Þó væntanlega fari fram fyrst samningsferli sem ég stórfellt efa að leysi deiluna.
Í það fer líklega einhver tími, áður en átök sjálfstæðisinnanna og Madrídar gjósa aftur upp. En mér virðist meiri líkur en minni, á því að aftur sverfi í stál. Vegna þess hve mér virðist afar ólíklegt að Madríd veiti Barcelona þær tilslakanir sem duga til að sætta sjónarmið innan Katalóníu.
Endurteknar deilur munu að sjálfsögðu valda enn meira efnahagstjórni fyrir allan Spán, ekki bara héraðið sjálf.
--Á endanum skapar það sjálfsagt einhvern þrýsting á stjórnvöld Spánar.
-------------------Eldri umfjallanir:
Leiðtoga Katalóníu veittir úrslitakostir
Ríkisstjórn Spánar setur Katalóníu undir beina stjórn
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2017 | 00:24
Ný skattalög í Bandaríkjunum veita millistétt skattaafslátt í 8 ár, en fyrirtækjum skattaafslátt til frambúðar
Þetta atriði verður væntanlega notað í næstu kosningaherferð í Bandaríkjunum af Demókrötum. En skv. könnunum er vel rúmur meirihluti Bandaríkjamanna andvígur skattafrumvarpinu sem báðar deildir Bandaríkjaþings hafa nú samþykkt.
--Reiknað fastlega með því að Donald Trump skrifi undir!
Sjá ágætt yfirlit: Whats in the final Republican tax bill
Breytingar á tekjuskattsþrepum einstaklinga gilda frá 2018 - 2026.
- Athygli vekur að hætt var við afnám erfðaskatts fyrir einstaklinga - er gilti einungis fyrir eignir umfram 5 milljón dollara; þess í stað var það þrep hækkað í 10 milljón dollara -- sem væntanlega fækkar mjög verulega þeim er borga þann skatt síðar meir.
- Einfaldað er kerfi í tengslum við - persónuafslátt einstaklinga. En persónuafsláttur einstaklinga var hækkaður - en á móti afnumið margvíslegt þ.s. einstaklingar áður máttu draga frá. Kerfið þannig einfaldað - sumir græða/sumir tapa.
--Sérstakur frádráttur af skatti fyrir hvert barn, 2-faldaður.
- Skattur hlutafélaga lækkaður í 21% úr 35%.
- Skattur á fyrirtæki sem ekki eru hlutafélög "pass-through" lækkar í 29,6%.
- Svokallaður "alternate minimum tax 20%" fyrir hlutafélög er lagður niður -- en sá gilti ef skattstofn endaði ella lægri en það hlutfall.
- Bandaríkin hætta að skattleggja hagnað af starfsemi fyrirtækja sem skráð eru í Bandaríkjunum - á erlendri grundu. Sem líklega kemur sér mjög vel fyrir risafyrirtæki með starfsemi í fjölda landa utan Bandaríkjanna.
- Fyrirtækin greiða í eitt skipti skatt á erlendan hagnað sinn - síðan ekki söguna meir.
- Hinn bóginn --> Er lagður lágmarks skattur á greiðslur og peningafærslur frá rekstri innan Bandaríkjanna, til reksturs í eigu sama fyrirtækis á erlendri grundu. Að auki settar takmarkanir á tilfærslu "intangible assets" t.d. "patent."
--Fyrir viku sendu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB bandaríska þinginu kvörtun út af þessu ákvæði -- og hótuðu gagnaðgerðum.
--Sennilega á þetta, að hamla gegn þeirri venju stórfyrirtækja - að flytja mikilvægar eignir í eigu fyrirtækisins til lágskattasvæðis; og láta síðan annan rekstur borga stórfé til eignarhaldsfélags varðveitt í skattaparadís.
**Þannig séð getur þetta ákvæði skoðast sem áhugaverð nýung! - Fyrirtæki fá að úrelta fullt andvirði nýfjárfestingar í nýrri verksmiðju eða búnaði frá fyrsta ári, sem lækkunar sinna skatta --> Þetta ákvæði gildi einungis í 5 ár.
--Líklega vonir til þess ákvæðis að það leiði til snöggrar aukningar fjárfestingar -- Trumpurinn að hugsa til kosninga 2020.
--Ef hann næði kjöri, mundi það ekki skipta hann máli þó ákvæðið falli niður. - Þak sett á lækkun skatta sem fyrirtæki geta fengið vegna skulda -- þ.e. 30% af tekjum er mynda skattstofn.
--Þetta dregur væntanlega verulega úr skattahagræði fyrir verulega skuldug fyrirtæki.
--Hinn bóginn, kannski þíði það - að ekki verði lengur eins skattalega hagkvæmt að láta fyrirtæki safna miklum skuldum. - Skattahagræði fyrir svokallaða -- græna orku, er viðhaldið óbreyttu.
Það sem án vafa verður mest gagnrýnt!
"OBAMACARE MANDATE: Repeals federal fine imposed on Americans under Obamacare for not obtaining health insurance coverage, a change expected to undermine the 2010 healthcare law."
Málið er að "Affordable Care Act" skildaði tryggingafélög að selja tryggingu til allra.
Tilgangur þess að gera það að skildu fyrir alla að kaupa tryggingu.
Var sá að dreifa áhættunni fyrir tryggingafélög þ.s. svo þau fengu fleiri lágáhættu tryggingar á móti - tryggingum með háa áhættu.
--Þannig að þá fjölgar líklega tryggingafélögum sem fara að tapa fé á þeim tryggingapúlíum sem "ACA" bjó til.
Enda hrósaði Trump sé með því að segja:
"We have essentially repealed Obamacare and well come up with something that will be much better,"
Betra í hvaða skilningi -- en óhjákvæmilega munu tryggingafélög bregðast við óhagstæðari "púlíum" með því að hækka iðgjöld til þeirra sem enn verða eftir í "púlíunum."
Þau áhrif bætast þá við áhrif -- forsetatilskipunar Trumps, sem felldi niður opinbera styrki alríkisins til fátækra kaupenda. En þeir fólu í sér að alríkið greiddi ca. helming á móti fátækum tryggingakaupanda.
--Niðurfelling þeirra styrkja mun á nk. ári klárlega fækka þeim sem geta fjárfest í tryggingum um milljónir.
--Dýrari iðgjöld vegna óhagstæðari púlía - fækka þeim enn frekar.
Republican U.S. tax bill deals biggest blow yet to Obamacare
"The nonpartisan Congressional Budget Office said 13 million people will lose coverage over the next decade, and insurance premiums will rise 10 percent annually for most years over the same period."
Þetta þíðir einfaldlega að ótímabærum dauðsföllum Bandaríkjamanna - fjölgar um þúsundir per ár, þ.s. án tryggingar þarf viðkomandi að greiða lækningar fullu verði.
Það þíði, að fátækir njóta ekki fríðinda heilbrigðiskerfisins - hafa eingöngu aðgengi að neyðarmóttökum sjúkrahúsa.
Leita sem sagt eingöngu aðstoðar þegar þeir eru orðnir alvarlega veikir.
Nettó áhrif þar af leiðandi - - verra almennt heilsufar fátæks fólks, er líklega leiði til meðalskerðingar lífaldurs fátæks fólks innan Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Skattabreytingar fyrirtækja geta styrkt efnahag fyrirtækja - á hinn bóginn er óvíst að því mundi fylgja eins mikil aukning fjárfestinga og vonast er eftir. En eigendur væru líklegir til að taka a.m.k. einhvern drjúgan hluta þessa viðbótar fjármagns sem eftir verður í fyrirtækjum til sín í formi arðgreiðsla.
Ef það mundi verða meginútkoman að eigendur taki féð til sín með aukningu arðgreiðsla - mundu skattabreytingarnar verulega auka á auð eigenda fyrirtækja.
Á sama tíma og lífskjör fátækra Bandaríkjamanna eru stórskert með því að gera þeim mun erfiðar um vik með að eignast heilbrigðistryggingar.
Samtímis renna tekjuskattlækkanir einstaklinga út 2026.
--Þannig að hrópað verður að skattabreytingarnar auki verulega bilið milli ríkra og fátækra.
--Það kemur í ljós þegar næst verður kosið í Bandaríkjunum 2018 til Fulltrúadeildar, hvort Demókrötum tekst að nýta sér skattabreytingarnar með þeim hætti að afla sér fylgis.
- Augljóslega vex persónulegur hagnaður Trumps - en sem eigandi fjölda fyrirtækja er persónuleg hagnaðarvon hans augljós.
--Einhverjir pólitískir andstæðingar munu nota það.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.12.2017 | 01:07
Ætti Ísland að prófa Tezla trukka?
Loforðin sem Musk gaf voru þau að hámarksdrægi væri liðlega 800km. fyrir langdrægari útgáfuna en - fullyrðing Musks sem sennilega hefur vakið einna mesta athygli, er væntanlega að unnt sé að hlaða rafhlöðupakkann á einungs 30 mínútum, fyrir 640km. drægi.
--Sem væntanlega mundi ekki vera of langt fyrir dæmigert stopp til að fá sér matarbita fyrir bílstjóra.
Skv. umfjöllun Bloomberg: Elon Musk touted ranges and charging times that dont compute with the current physics and economics of batteries
Gengur þetta lengra en mögulegt er miðað við núverandi þekkta rafhlöðutækni annars vegar og hins vegar þarf mun öflugari hleðslutæki en nú séu í notkun, ca. 10-falt hraðvirkari.
Hinn bóginn, fullyrðir umfjöllun Bloomberg ekki að Musk fari með staðlausa stafi, þeir benda einfaldlega á að til þess að þetta gangi upp - þurfi Musk að hafa eitthvað uppi í erminni sem hann hafi ekki enn gefið upp.
Ef Tezla hafi náð árangri í þróun rafhlaða umfram þær hlöður sem séu til sölu í dag, hafandi í huga að framleiðsla hefst 2019 og sennilega fá flestir kaupendur sem panta bíl í dag ekki farartækið fyrr en ca. 2020 - að innan þess tíma sé alveg hugsanlegt að Musk geti efnt þau loforð.
--Auk þessa fullyrðir Musk að trukkurinn hafi sambærilega burðgargetu og dísiltrukkar.
--Þó bent hafi verið á að til að ná 800km. drægi, þurfi rafhlaðan líklega að vega nokkur tonn - m.ö.o. vera þyngri töluvert en vegur þyngd stórrar dísilvélar og eldsneytistanks fullur af dísil.
Hinn bóginn, segir aðili sem hefir tekið þátt í þróun Tezla trukksins, að tölur Musks standist: Tesla Semi test program partner says that performance specs are for real.
Það getur vel verið að tilraunaeintök í prufu hafi tilraunaútgáfur af rafhlöðupökkum, sem innihalda að einhverju leiti - bætta tækni samanborið við rafhlöðupakka áður í boði.
Elon Musk og Tezla Semi
En ef maður gefur sér að fullyrðingar Musks standist!
Þá virðist alveg full ástæða til þess að íslenskur aðili geri tilraunir með Tezla trukk - en skv. fréttum hafa nú nokkur stór fyrirtæki ákveðið að kaupa í tilraunaskyni fjölda sem nálgast 300stk. -- sem er auðvitað dropi í hafið miðað við framleiðslu per ár í Bandar. sem kvá vera yfir 200þ. trukkar per ár.
En það virðist tilgangur fyrirtækjanna - að kaupa lítinn fjölda í tilraunaskyni.
- En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með rafvæðingu íslenska bifreiðaflotans.
- Þá augljóslega blasir það við að full ástæða er til að hefja tilraunir sem fyrsta með rafmagnsdrifna trukka.
En drægið, ef þær tölur standast, ekki síst þetta með 640km. drægi eftir 30 mínútur í hleðslu -- þá er a.m.k. drægi fullkomlega praktískt miðað við íslenskar aðstæður.
Skv. Tezla fyrirtækinu er trukkurinn ákaflega öflugur -- virðist verulega aflmeiri hvað tork varðar en gerist og gengur með dísiltrukka.
Það ætti auðvitað að veita honum mjög gott afl í brekkum -- sem og auðvitað gott afl við erfiðar aðstæður, t.d. þunga færð.
Ég held að enginn bílstjóri muni taka því illa -- að hafa meira afl.
--Trukkurinn á að vera 20 sek. í hundraðið fullhlaðinn, 36 tonn.
--Sem væntanlega þíðir, að fullhlaðinn fylgir hann fullkomlega umferðarhraða og tekur af stað í takt við hröðun venjulegra bílstjóra sem ekki eru að flíta sér, ætti að halda algerlega hraða upp flestar brekkur.
Þó það ætti eftir að koma í ljós, hve mikið mundi ganga á rafhlöðu ef aflið væri notað með þeim hætti.
Niðurstaða
Ekki er hægt að neita því að mikilvægur kostur rafvæðingar umferðar, væri sparnaður í eldsneytiskaupum. Um það munar þjóðfélagið örugglega töluvert - fyrir utan auðvitað minnkaða loftmengun.
Hvor tveggja markmiðin eru út af fyrir sig góð, burtséð frá alþjóðamarkmiðum tengd loftslagi.
En ef ríkisstjórn Íslands er alvara með grænt Ísland 2040 - sannarlega þarf að drífa í því að keyra á rafvæðingu bílaflotans; trukka ekki síður.
Kv.
19.12.2017 | 01:03
Kína skilgreint strategískur keppinautur í nýrri stefnuyfirlýsingu um framtíðar öryggi Bandaríkjanna
Fyrir áhugasama - hlekkur á texta plaggsins: National Security Stragegy of the United States of America, December 2017.
Skjalið sjálft er greinilega skrifað af embættismönnum og er - ef út í það er farið - ekki sjokkerandi; nema fyrir það sem vantar í það.
En í því er ekki eins og var í tíð Obama - hnattræn hlýnun skilgreind sem alvarlegt framtíðar öryggisvandamál fyrir Bandaríkin, heldur fjallað um hlýnun undir lið sem fjallar í grunninn um fyrirhugaða sókn Bandaríkjanna í orkumálum; m.ö.o. í kafla með áherslu á auðlyndanýtingu.
En enginn vafi getur verið að hlýnun af mannavöldum er alvarlegt framtíðar öryggismál fyri Bandaríkin -- t.d. skilgreinir PENTAGON hnattræna hlýnun af mannavöldum með slíkum hætti.
Ræða Trumps sjálfs virtist mun "aggressívari" en texti skjalsins, sjá videó:
Umfjöllun fjölmiðla:
Trump sets out national security strategy of principled realism and global competition
Trump labels China a strategic competitor
President Trump Stresses 'America First' in National Security Strategy Speech
Ég er eiginlega sammála greiningu þessa manna:
"Nicholas Burns, a Harvard Kennedy School professor and senior State Department official." - "He is right about the philosophical point but all his practical policies undercut it," -
"C. Fred Bergsten, veteran trade expert at the Peterson Institute of International Economics, agreed." - "Theres a germ of truth in what he says," - "Bergsten conceded. U.S. policy has failed to choke off intellectual property theft, especially in China." - "...his overarching point that these are terrible [trade] deals, that they adversely affect U.S. economic interests, hes never offered a shred of proof of that."
Trump viðhefur "confrontational" aðferðafræði - sem virðist fyrst og fremst, skaða hans eigin yfirlýstu markmið.
Og ákvörðunin um að hætta í - TPP - hafi verið augljós mistök.
En hlutverk - TPP - var einmitt að veita mótægi við vaxandi áhrif Kína í alþjóðaviðskiptum.
TPP - átti að festa í sessi viðskiptareglur er væru bandarískum fyrirtækjum hliðhollar.
--Hinn bóginn, virðast aðrar aðildarþjóðir samkomulagsins ekki hafa sjálfar afskrifað það, heldur staðið í samningum sín á milli þ.s. þætti þurfti að endurskrifa er Bandaríkin gengu út; og virðast stefna að því að samningurinn gildi þeirra á milli.
--Er skapar þann tæknilega möguleika að Bandaríkin gangi aftur inn síðar, en þá væri hann auðvitað ekki eins aðlagaður að hagsmunum bandarísku fyrirtækjanna og hann hefði verið.
- En punkturinn er, að útgangan var ókeypis gjöf til Kína.
Skilaboð til landa við Kyrrahaf, að Bandaríkin væru ekki að veita samkeppni á sviðum viðskipta við Kína.
Það megi því velta því fyrir sér, þ.s. hin nýja stefnuyfirlýsing bandaríkjastjórnar talar um að auka áhrif Bandaríkjanna í viðskiptum; hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna hyggst ná því markmiði.
En fram að þessu er eina landið sem ég veit til að hefur íhugað alvarlega tvíhliða viðræður við ríkisstjórn - Trumps; Bretland.
Það virðist lítill vilji þjóða almennt að prófa það módel, þó Trump hafi talað það upp.
Fjölþjóða-samningamódelið virðist komið til að vera.
Hvort sem Trump líkar betur eða verr!
Og þá geta Bandaríkin einfaldlega ekki - ráðið öllu.
Niðurstaða
Málið með Trump og fólk á svipuðum skoðunum - er að það fólk er í raun og veru að hengja bakara fyrir smið. M.ö.o. er þetta klassíska forna aðferðin að setja sökina á útlendinga, af vanda sem er í raun og veru orsakaður heima fyrir!
Með því, að beina sökinni út á við, beina reiði annað - þá stundum vonast menn til þess að komast hjá því að breyta því sem þyrfti að breyta ef laga ætti það vandamál sem viðkomandi segist vilja fást við.
En viðskiptahalli Bandaríkjanna - hefur mest að gera með þá stöðu dollarsins að vera helsta viðskiptamynnt heimsins, en það kallar á stöðugt útstreymi dollara frá Bandaríkjunum - til að viðhalda nægu flæði dollara um alþjóðakerfið.
Málið er að viðskiptahallinn er ekki - endilega galli, vegna stöðu dollarsins. Þar sem á meðan að alþjóðleg viðskipti fara stærstum hluta fram í dollar. Þá helst það ástand - vegna þess að önnur lönd sjálf stunda dollaraviðskipti - að þær eru tilbúnar að selja Bandaríkjunum sinn varning í dollurum.
Meðan að dollarinn hefur þá stöðu - fylgir viðskiptahalla Bandaríkjanna nákvæmlega engin hætta, akkúrat engin. En meðan njóta bandarískir neytendur þess hagræðis, sem raunverulega þvert á fullyrðingar Trump eykur lífskjör Bandaríkjamanna verulega umfram það ástand sem annars væri; að geta keypt varning þaðan sem hann er ódýrast fenginn.
--En um leið og þetta þægindaástand hætti, ef það þíddi að Bandaríkin sjálf yrðu að greiða fyrir innflutning með gjaldeyri - þá umpólaðist rökrétt hættumatið í sambandi við innflutning, þ.s. þá gæti hann skapað skuldir í gjaldmiðlum sem Bandaríkin geta ekki prentað.
--Hversu stór viðskiptahallinn er stjórnast þá fyrst og fremst af efnahag Bandaríkjanna, þ.e. því meiri hagvöxtur - því hærri er dollarinn gagnvart öðrum gjaldmiðlum; sem eykur sjálfkrafa viðskiptahallann sem þá sjálfrkrafa eykur útflæði dollara inn í alþjóðahagkerfið frá Bandaríkjunum.
Aðrar þjóðir gjarnan nota þá útflæddu dollara til kaupa á eignum innan Bandaríkjanna, m.ö.o. erlend fjárfesting.
En staða dollarsins - að dollarar stöðugt flæða frá Bandaríkjunum - örugglega er einnig stór þáttur í því hvers vegna Bandaríkin yfirleitt fá mjög mikla erlenda fjárfestingu.
- Það má segja Bandaríkin sjálf fjármagni mikið til þá fjárfestingu með sínum viðskiptahalla.
--Fái þannig viðskiptahallann töluvert til baka.
Ég er m.ö.o. í öllum meginatriðum fullkomlega ósammála Trump og hans fylgismönnum, um meinta skaðsemi erlendra viðskiptasamninga fyrir bandarískt efnahagslíf og almenning.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eðlilega þurfa menn fyrst að útiloka veðurfyrirbrigði og hugsanlegar ofurhraðskreiðar njósnavélar - Lockheed SR-71 var t.d. fær um a.m.k. MAC 3 - en vitað hún gat farið hraðar. Geta búks og krams að ráða við hita vegna loftmóttstöðu hafi takmarkað hraðann. Ekki má heldur gleyma: North American XB-70 Valkyrie.
Valkyrie MAC 3 tilraunavélin - "waverider."
En hugmyndin af henni var að hún mundi liggja ofan á hljóðfráum öldufaldi. Tilraunir sýndu að það virkaði, að hún var fær um flug á þreföldum hljóðhraða.
--Einungis 2-eintök smíðuð. Önnur fórst þegar lítil herþota rakst á hana á flugi.
Valkyrie enn á lofti en stjórnlaus eftir árekstur
Flugmaður búinn að skjóta sér út "escape captsule"
Óvænt endaði tilraunaflug einstaks tvö með raunprófun á björgunarbúnaði vélarinnar, því miður fórst flugmaður fylgdarvélar og aðstoðarflugmaður stóru þotunnar sem einhverra hluta vegna skaut sér ekki út.
Síðan auðvitað eru njósnadeildir Bandaríkjanna með tilraunir uppi með ofurhraðskreiðar vélar, svokallaðar "scramjets" - Scramjet programs og ekki má heldur gleyma "stealth planes" en það hefur verið sterkur orðrómur um svokallaða: Aurora (aircraft).
Það þarf alls ekki vera að slík vél hafi verið tekin í notkun, en það hljómar nægilega sennilegt að peningum hafi verið varið til þróunar slíkrar vélar og henni hafi verið flogið.
En Bandaríkin hafa prófað fjölda véla í gegnum árin, sem aldrei voru teknar í notkun.
Og gjarnan liðu mörg ár áður en almenningur fékk að vita!
--Ein hugmynd hefur verið vél "airbreathing rocket" þ.e. vél sem andar súrefni svissar síðan yfir í að virka eins og eldflaugarhreyfill með vökvaeldsneyti.
--Slík vél gæti tæknilega flogið á sambærilegum hraða eins og SR-71 "airbreathing" en svissað yfir á hina virknina til að ná meiri hraða og flughæð á ferð yfir sérstakt hættusvæði - en eldsneytisbrennsla væri líklega mikil.
Breskt fyrirtæki er að þróa slíkan mótor: SABRE (rocket engine). Fyrir þeirra hugmyndir að framtíðar geimskutlu fyrir Evrópu.
Sjónarvottar virtust heyra að mótorinn hljómaði með öðrum hætti, sem gæti verið tilraunaflug að prófa - að svissa milli "airbreating mode" og "rocket mode."
--Það þarf alls ekki vera að þær tilraunir hafi borið nægan árangur.
--Enda rökrétt að "rocket mode" brenni miklu eldsneyti er leiði til takmarkaðs drægis.
Auðvitað meðan að slík vél væri "black budget" mundi slík rannsókn sem vitnað er til í erlendum fjölmiðlum - líklega ekki hafa "clearance" til að komast í gögn um slíkar tilraunavélar þó rannsóknin hefði verið innan PENTAGON:
Glowing Auras and Black Money: The Pentagons Mysterious U.F.O. Program
The Pentagons secret search for UFOs
En hverjir væru þeir ef um verur annars staðar frá væri að ræða?
Endalausar pælingar hafa dúkkað upp á netinu - milli 2000-2010 voru "alien" pælingar á netinu afskaplega vinsælar - þó þær hafi verið mun síður áberandi eftir 2010.
Ein skemmtileg leið væri pæling á grunni -- Kardashev skala: Kardashev scale.
- En ef alheimurinn er raunverulega endaust "multiverse" sem allaf hefur verið til.
- Og saman fer að einstakir alheimar eru ekki byggilegir endalaust.
- Og ef í þriðja lagi, mögulegt er að finna leið til að sleppa úr alheimi sem er við það að verða ólífvænlegur.
--Þá vaknar auðvitað næsta spurning, hvert færu slíkar verur er hafa sloppið.
Möguleikar væru:
- Inn í annan alheim.
- Eða, að möguleg tilvist sé í því einhverju sem til staðar er á milli alheimanna.
- Ef það síðara ætti við - kæmi viðbótar spurning.
- Hvort það væri mögulegt að finna leið til að hafa áhrif á myndun nýrra alheima - þaðan sem alheimar myndast.
- Ef svo er --: Þá værum við að tala um, guð.
Þar sem við erum að tala um óendanleika - þá er allt óendanlegt - þar á meðal, að ef hægt er að sleppa út úr alheimum, hefur það gerst óendanlega oft, og ef unnt er að hafa áhrif á myndun alheima fyrir verur staddar utan alheimanna í því sem við gætum nefnt 4. víddina er skilgreinir rými; þá væru þær verur - guð eða guðir.
--Skv. sama óendanleika væri fjöldi tilvika - óendanlegur!
- Stærsta kenningin væri sem sagt - að ef verur annars staðar frá er um að ræða.
- Að þá sé um eigendur alheimsins að ræða - verur sem hefðu skapað hann, og væru eins og ímyndaðir vísindamenn að stúdera eins og í tilraunaglasi það sem verður til í því sköpunarverki.
Hið augljósa er auðvitað að verur annars staðar frá eru mögulegar.
Og ef þær væru tæknileg séð langt á undan okkur, ættu þær að geta ferðast hingað og geta fylgst með, án þess að Jarðarbúar hafi neitt um það að segja eða verði mikið varir við.
--Engin af þeim pælingum er sannanleg svo vitað sé.
Niðurstaða
Pælingar um verur frá öðrum hnöttum eru skemmtilega þó svo að möguleikar til sönnunar virðast ekki miklir. Rökrétt séð ættu háþróaðar verur að geta ferðast hér um án þess að Jarðarbúar fái rönd við reist - þrátt fyrir miklar tækniframfarir.
Hverjar þær geta verið - á því eru nánast óendanlegir möguleikar.
Skemmtilegasta pælingin gæti verið pæling á grunni, Kardachev scale.
- Það væri þá kenning um guð, á þeim grunni að verur sem hafa sloppið út úr öðrum alheimum, séu guð.
- Þannig að - "god is an emergent phenomena of the multiverse."
Það væri þá kenningin á grundvelli óendaleikans - á grunni þess að unnt sé að sleppa úr alheimi áður en sá verður óbyggilegur - að unnt sé fyrir mjög háþróaðar verur sem þannig hafa sloppið að hafa áhrif á nýmyndun alheima, eftir þær hafa komið sér fyrir utan alheima.
Þá bjó enginn guð til - heldur sé guð rökrétt jafnvel óhjákvæmileg afleiðing ofangreinds "multiverse."
-----------------
Það má auðvitað ekki gleyma margvíslegum tilraunavélum á vegum njósnastofnana Bandar. stjórnvalda og NASA.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
16.12.2017 | 00:37
Samyrkjubú í Venezúela stofnar eigin gjaldmiðil - eigið svar við hratt vaxandi peningaskorti í Venezúela
Þetta segir mér að efnahagskerfið í Venezúela sé að brotna niður, enn frekar. En landið er þjakað af óðaverðbólgu langt yfir 1.000%. Ástand sem þíðir - ef seðlabankinn er ekki fljótur að innleiða seðla með enn fleiri núllum - að líklega þarf að borga fyrir flesta hluti; með gíðralega stórum haugum af seðlum.
Slíkt þíðir auðvitað óskaplega seðlanotkun.
Ég hugsa að frekari ástæðna fyrir peningaskorti sé ekki þörf.
Líklegast sé tregða við að innleiða seðla með verulega fleiri núllum.
Venezuelan community group launches currency to combat cash shortage
Poor Venezuelans launch local currency amid cash crunch
Mynd sýnir Panalinn
Dálítið sérstakt að það sé samyrkjubú rekið af stuðningsmönnum stjórnarinnar, sem hefur útgáfu gjaldmiðils -- sem reka skal samhliða opinbera gjaldmiðlinum
""There is no cash on the street," said Liset Sanchez, a 36-year-old housewife who plans to use her freshly printed panals to buy rice for her family. "This currency is going to be a great help for us.""
Skv. fréttinni ætlar samyrkjubúið að selja seðlana sína - Panal - á verðinu 5.000 -Bolivares. Einmitt, fimmþúsund bólivara.
Skv. frétt jafngildi það einum bandar. dollar og 50 bandar. centum.
"Initially 62,000 bills have been printed ones, fives and 10s, he said."
Samyrkjubúið sem starfar í einu fátækrahverfa Caracas - framleiðir hrísgrjón, og ætlar að heimila verslunum í hverfinu að taka við Panalnum, þ.s. hrísgrjónaframleiðsla samyrkjubúsins verði til sölu.
Væntanlega notar samyrkjubúið Bólivarana sem það fær þá í skiptum - til kaupa varnings fyrir samyrkjubúið.
- Von samyrkjubúsins sé þó að Panallinn fái víðtækara samþykki síðar.
Það sé óneitanlega áhugavert að samyrkjubúið skuli verðleggja sinn eigin gjaldmiðil í hlutfallinu -- 1/5.000 á móti gjaldmiðli landsins.
Sérstaklega hafandi í huga að þeir telja sig enn vera stuðningsmenn stjórnarinnar.
Niðurstaða
Það bendi til niðurbrots hagkerfis þegar svæðisbundnir gjaldmiðlar fara að spretta fram. Síðast frétti ég af slíku í því efnahagslega niðurbroti sem Argentína gekk í gegnum upp úr 2000. Áður en Argentína gafst upp á "currency bord" kerfi sínu.
En "currency bord" getur einmitt orsakað peningaþurrð innan hagkerfis - í tilteknum krísutilvikum. Þá spruttu um hríð fram fjöldi ópinberra svæðisbundinna gjaldmiðla - er svæðisbundnir aðilar leituðust við að halda uppi fúnkerandi hagkerfi á þeirra svæðum.
--Þetta sé viðbótar vísbending líklega að efnahagsástand Venezúela sé á ysta barmi hengiflugs.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar