Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Er Pútín í raun og veru að græða eitthvað á niðurstöðu málefna Sýrlands?

Punkturinn sem ég ætla að koma með er sá - að ég sé í reynd ekkert nema kostnað fyrir Rússland af því að, reka flotastöð í Tartus og herstöð á flugvelli við Ladakia í Sýrlandi - að auki sé ég ekkert annað en kostnað fyrir Rússland af því að yfir höfuð að halda stjórninni í Sýrlandi á floti, eða að vera yfir höfuð að rembast við það að skipta sér af stríðinu þar.

  • Rökrétt séð ætti Rússland að gefa þetta allt upp á bátinn, þ.e. flotastöðina - herstöðina - Sýrland sjálft, það að halda uppi flota á Miðjarðarhafi, og auk þess afskipti af Mið-austurlöndum almennt.

Menn segja -- en Rússland þarf að hafa áhrif?
En punkturinn sem þarf að hafa í huga -- að áhrif þurfa að gagnast!

  1. Hver er tilgangur brambolts, þegar það hefur ekki í för með sér -- nokkurn hinn minnsta efnahagslegan ávinning fyrir Rússland?
  2. Ef um er að ræða þáttöku - sem einungis felur í sér kostnað, án nokkurra líkinda á efnahagslegum ávinningi.

Ef þú verð miklum kröftum í það sem hefur ekki í för með sér nokkurn efnahagslegan ávinning.
Þá ertu ekki að styrkja í þessu tilviki Rússland <-> Heldur veikja það.

  • Þegar það á við samtímis, að viðkomandi land er í kreppu, og hagkerfið almennt í hnignun -- þá er verið að nota upp bjargir sem betur mundu nýtast landinu, til efnahags uppbyggingar; í reynd verið að henda því fé í glatkystuna.

 

Hverju mundi Rússland tapa -- ef það gæfi þetta allt upp á bátinn?

  1. Rússland þarf í reynd ekki á því að halda, að halda Sýrlandi á floti - eða á því yfir höfuð að skipta sér af Mið-austurlöndum, eða að hafa þar her- og flotastöð, né á því að halda að reka flota á Miðjarðarhafi.
  2. Að auki gæti Rússland minnkað verulega sinn flota á Svartahafi - án nokkurrar áhættu.

Þannig gæti Rússland sparað heilmikið fé -- þ.e. að gefa Assad vopn.
Að halda uppi stöðvum í Sýrlandi.
Og lagt þeim skipum sem notuð eru á Miðjarðarhafi, og að auki fækkað þeim á Svartahafi.

Það mundi minnka hallarekstur á rússneska ríkinu á samri stundu.
Í reynd með umtalsverðum niðurskurði til hermála -- gæti Rússland afnumið þann hallarekstur alfarið.

Og því fylgi ekki nokkur hin minnsta hætta fyrir Rússland.
Enda tryggja kjarnavopn það að -- innrás sé óhugsandi.

  • Rússland þarf einungis nægilega sterkan her -- til þess að tryggja innra öryggi.

Má örugglega minnka núverandi herafla um a.m.k. helming.

Í staðinn gæti losnað fjármagn innan Rússlands, sem stjórnvöld gætu notað til að laga vegi - bæta heilbrigðiskerfið - en enn þann dag í dag er heilbrigðisástand í Rússlandi skammarlega lélegt samanborið við flest Evrópulönd.
Þetta sést m.a. á æfilíkum sem eru a.m.k. 10-árum lakari t.d. en hér á Íslandi.

  • Bætt heilsugæslukerfi - gæti hugsanlega hjálpað til að snúa við þeirri öfugþróun að rússneskar konur sl. 20 ár eignast færri börn að meðaltali en 2 -- 1,7 ef ég man rétt.
  • Þjóðinni hefur fækkað um 4-5 milljónir sl. 20 ár.

Og ef svo heldur sem horfir með þá þróun -- fækkar vinnandi höndum hlutfallslega milli 20-30% nk. 20 ár.

  • Þetta er sú krísa sem Rússland þarf að vera að fást við.

Að standa í -- hernaðarleikjum á erlendri grundu.
Skiptir alls engu máli fyrir Rússland -- í samanburði við það tjón, sem áframhaldandi neikvæð mannfjölgunarþróun mun valda Rússlandi, nk. 20 ár.
Ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við.

 

Það eina sem ég sé í tilganginum með hernaðarleikina er -- "national prestige"

Pútín fær töluvert -PR- þ.e. hann fær að mæta á ráðstefnur með leiðtogum heims.
Fær að taka þátt í fundum þ.s. fjallað er um málefni Mið-austurlanda.
Rússar upplifa að landið skipti máli á alþjóðavettvangi -- gefur þeim vellýðunartilfinningu í smá stund.

Hugtakið -- "five minutes of fame" -- kemur upp í hugann.

Málið er, að þetta skiptir í reynd engu máli.
Meðan að þessi hnignun sem er í gangi í Rússlandi -- heldur áfram á sama skriðinu.

Þá verður Rússland stöðugt veikara -- áratug frá áratug.

En fækkun vinnandi handa -- þíðir einnig að það eru færri sem geta gegnt herþjónustu á nk. 20 árum.

Að auki, þá þíðir fækkun vinnandi handa -- sérstaklega þegar hún stefnir í að verða þetta mikil, að mögulegur hagvöxtur dregst tilfinnanlega saman.

M.ö.o. á morgun mun landið enn síður hafa efni á -- hernaðarævintýrum en í dag.

Með því að verja fé í hernaðarævintýri - meðan að rússneska þjóðfélagið er statt í svo alvarlegum vanda, þá er verið að færa fé í það sem ekki gagnast þjóðinni - landinu með nokkrum hætti.

Sem gæti skipt máli í þeirri baráttu - sem sannarlega skiptir landið og þjóðina máli.

  • Að mínu viti, felur þetta í sér svik - við hina raunverulegu hagsmuni Rússa.
  1. Hernaðarstefnan sem nú sé í gangi.
  2. Sé skammsýn.

Í reynd glapræði.

 

Niðurstaða

Hvaða máli skiptir það í reynd, að Pútín hafi sl. mánuði tekist að ná styrkja tímabundið stöðu stjórnarinnar í Damaskus? Og að hann hafi gripið inn í málefni Sýrlands - svo eftir sé tekið?

Í reynd engu máli fyrir hagsmuni Rússlands.
____________
Mér finnst þetta minna á hernaðarleiki araba einræðisherra á 7. og 8. áratugnum, er þeir vörðu gríðarlegu fé til hernaðarmála -- í stað þess að byggja hagkerfi landa sinna upp, og í stað þess að bæta innviði samfélaga sinna.

Á endanum fór allur sá peningur í glatkistuna.
Það sama eigi við það fjármagn sem varið sé í hernaðarleiki af Pútín í dag.

Að það fé gagnist Rússum nákvæmlega ekki neitt.
Sé í reynd -- nettó tjón fyrir Rússa, vegna þess að því fé ef varið væri til efnahags uppbyggingar, til þess að bæta innviði Rússlands, til þess að bæta almennt heilsufar í Rússlandi -- gæti þá raunverulega gert heimikið gagn fyrir Rússa.

Þetta sýni ruglaða forgangsröðun.

 

Kv.


Trump varar við óeirðum ef Repúblikanaflokkurinn reynir að hindra hann í því að verða forsetaframbjóðandi þeirra - bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti

Það má virkilega túlka slíka -aðvörun- einnig sem hugsanlega -hótun.- En ítrekað virðist Trump mana fylgismenn sína, til að beita andstæðinga sína - harðræði.
Að auki virðist Trump sífellt ganga lengra, en t.d. segja fjölmiðlar nú frá því að Trump sé að íhuga að -þrengja að rétti fjölmiðla til að gagnrýna hann persónulega, ef hann nær kjöri- en skv. lögum í dag innan Bandaríkjanna er réttur fjölmiðla til gagnrýni á hvern þann sem gegnir opinberu embætti innan Bandaríkjanna - afar mikill.
Að mörgu leiti ganga Bandaríkin skrefinu lengra en flest Evrópulönd, í því hve langt Bandaríkin heimila fjölmiðlum að ganga - í slíkri gagnrýni þegar svokallaðir "public figures" eiga í hlut.

"If elected president, Mr Trump has vowed to use the office to restrict he first amendment free speech rights of publications he deems hostile."

Að auki virðist sá réttur einnig ákaflega víðtækur þegar -þekktir einstaklingar- eiga í hlut.

  • Í viðtali var Trump spurður að því - hversu viss hann væri um að verða útnefndur, ef svo fer að hann hafi ekki nægilega mikinn fjölda fulltrúa á flokksþinginu, til þess að 1-atkvæðagreiðsla fulltrúa sé bindandi.
  • Skv. svari sínu, vill Trump meina að hann fái útnefninguna - ef hann verður langsamlega efstur frambjóðenda, þó hann nái ekki bindandi meirihluta.

"I don&#39;t think you can say that we don&#39;t get it automatically. I think you&#39;d have riots. I think you&#39;d have riots. I&#39;m representing many, many millions of people."

Trump warns of riots, pulls plug on Republican presidential debate

Trump warns of ‘riots’ if denied Republican nomination

635934730864156190-Trump.JPG

Vegna þess hve Trump virðist víðtækt hataður meðal Repúblikana í Washington, má vel vera að þingið verði honum ekki þægur ljár

En öllu að jafnaði - ætti þingið að vera Repúblikana forseta, vinveitt.
En það þarf langt í frá að vera svo gagnvart Trump - eins og mál líta nú.

En ráðandi öfl innan flokksins, róa að því er séð verður - öllum árum að skaða framboð hans. Jafnvel vangaveltur uppi, um að - láta einhvern bjóða sem fram gegn honum sem óháðan frambjóðanda -- til að kljúfa hægri fylgið.
Til þess eins að hindra kjör hans.

  1. Ef Trump nær kjöri - virðist mér raunhæfur möguleiki að Trump, mundi beita fylgismönnum fyrir sinn vagn -- til að beita einstaka þingmenn þrýstingi jafnvel hótunum, undir rós.
  2. Ef eins og mig grunar að geti hugsanlega farið - að Repúblikana þingmenn, ákveða að vinna ekki með Trump.
  • Þá geti vel farið svo - að þingið hindri Trump í því að hrinda í verk því prógrammi, sem hann yfirlýst segist ætla að koma á rekspöl.

T.d. þá er það þingið - ekki forsetinn, sem getur sagt upp formlega staðfestum af þinginu, viðskiptasamningum við aðrar þjóðir.
Þannig að þingið t.d. -- gæti fullkomlega neitað að samþykkja, að opna alþjóðlega viðskiptasamninga, sem Trump vill eða segist vilja nokkurn veginn alla með tölu opna upp á gátt að nýju.

Ég sé það vel fyrir mér - að þá haldi Trump ræður á torgum.
Með miklum fjölda fylgismanna - þar sem hann hvetji fylgismenn sína, til að halda áfram baráttunni gegn "the establishment" eins og hann sjálfsagt mundi orða það.

Á sama tíma, væri sennilegt - að andstæðingar hans, mundu samtímis - stefna fólki einnig til Washington.

Ég sé m.ö.o. fyrir mér möguleika -- á miklu sundurþykki innan bandarísks samfélags.

Jafnvel fjölmennum óeirðum.

 

Bandaríska þingið hefur vald til þess að formlega ákæra forsetann, eins og það á sínum tíma gerði við Richard Nixon - þá fer fram ákaflega opinbert réttarhald!

Einungis þingið hefur rétt til þess að svipta forsetann embætti.
En þá einnig verður að fara fram - réttarhald.

Þetta sáu allir á sínum tíma, þegar réttað var í þingsal yfir Nixon, af þingmönnum sjálfum.
Allt í beinni útsendingu.

Það yrði að sjálfsögðu að vera sama aðferð.

  1. Ég nefni þetta sem möguleika - en sjálfsagt þarf mjög mikið að ganga á, áður en þingmenn Repúblikana og Demókrata, mundu ákveða að vinna saman í því að koma Donald Trump frá -- þ.e. að ákæra hann.
  2. En ég sé það fyrir mér, að líklega hafi á þeim punkti eða a.m.k. mögulega - Trump sjálfur, í tilraunum til að beita þingmenn þrýstingi með beitingu fylgismanna -- hafa skaffað þinginu nægar ástæður fyrir "impeachment."

Trump gæti tekist það sem undir Obama hefur virst ómögulegt.

Að fá þingmenn Repúblikana og Demókrata til að vinna saman.

Ef slík atburðarás mundi fara fram -- þá gætu staðið yfir fjölmennar óeirðir í ekki einungis bara Washington, heldur að auki - fjölda borga innan Bandaríkjanna.

Átökin um Trump -- gætu klofið bandarískt samfélag meir en nokkuð annað hefur um áratugi.

 

Niðurstaða

Ég varpa fram þeim möguleika að þingið í Bandaríkjunum, ef Trump nær kjöri, muni hindra Trump að mestu leiti í því að ná fram þeim breytingum sem hann mun þurfa að ná fram, ef hann ætlar að fylgja fram því prógrammi sem hann talar um við sína fylgismenn.

Þá gætu hafist átök milli fylgismanna Trumps og hópa andstæða Trump, bæði innan Repúblikana flokksins og meðal Demókrata -- er gætu valdið mesta klofningi innan bandarísks samfélags í áratugi.

Það gæti farið svo - að Trump mundi ekki ná einu sinni að sitja heilt kjörtímabil.
M.ö.o. að hann verði ekki myrtur eins ég hef heyrt stöku spár um, heldur að svo geti farið að hann verði fyrir rest eins og Nixon á sínum tíma - tekinn í bakaríið af þinginu sjálfu.

En þingið í Bandaríkjunum raunverulega má það!
Taka af kjörnum forseta embættið.
Þó einungis að afloknu formlegu réttarhaldi af hálfu þingsins.


Kv.


Donald Trump með harkalegustu ummæli gegn -heimsverslun- sem ég hef áður séð

Það var vakið athygli á þessu í Financial Times - Trump’s trade rhetoric splits party and makes economists quake -- en Trump kom fram með áhugavert "blogg" á vef USA Today, dagsett 14. mars 2016. Svo þetta er nýtt úr kassanum!
Skilaboðin eru algerlega skýr - ef Trump er nær kjöri.
Þá mun hann rífa upp alþjóðlega viðskiptasamninga sem Bandaríkin hafa gert.

Og hann lofar þeirri útkomu: störfin komi til baka - laun hækka - velmegun aftur rýki.

Donald Trump: Disappearing middle class needs better deal on trade:"If we bring back these jobs, and close this trade deficit, we will create millions of jobs, boost government revenue, shrink our deficit, rebuild our infrastructure and communities, and send wages soaring upwards."

"TPP (Trans-Pacific Partnership) is the biggest betrayal in a long line of betrayals where politicians have sold out U.S. workers."
"One of the first casualties of the TPP will be America’s auto industry...The TPP will send America’s remaining auto jobs to Japan. Yet, Gov. John Kasich, Sen. Ted Cruz and Sen. Marco Rubio have all promoted the Trans-Pacific Partnership — a mortal threat to American manufacturing."

"I am the only candidate in this race who will bring our manufacturing jobs back. I have been warning for decades what would happen if we didn’t confront foreign trade cheating, and sadly, my fears have come to pass as the United States has seen its trade deficit in goods soar to $759.3 billion last year."

Þetta er allt saman mjög dæmigerður málflutningur - and viðskiptasinna, þ.e. að frjáls viðskipti leiði til þess að störf tapast.
Þá horfa menn eingöngu á þau störf sem -- sannarlega hafa farið annað.
En ekki á hvað kemur í staðinn!

Þetta er skoðað með -zero/sum- gleraugum, algerlega.
Eiginlega -- eru viðhorfin sem þarna koma fram.
Óskaplega -- merkantílísk.

635934730864156190-Trump.JPG

En hverjar væru raunverulegar afleiðingar þess - ef Donald Trump næði kjöri og hæfi það verk sem hann lofar -- að rífa upp alla viðskiptasamninga Bandaríkjanna?

Ágætt dæmi er Boeing 787 Dreamliner.
En þegar sú vél var hönnuð, þá gerði Boeing mjög strangar tæknikröfur til þeirra sem vildu bjóða fram krafta sína - til að framleiða íhluti fyrir vélina.
En hún er að mjög háu hlutfalli gerð úr gerfi-efnum.

Það var gert nægilega snemma í ferlinu - til þess að íhlutaframleiðendur, yrðu þátttakendur í þróunarferli vélarinnar.
Þannig að íhlutaframleiðendur - hafa að baki, ár af þróun til að takast að framleiða hlutinn skv. kröfum Boeing.

  • Það þíðir einfaldlega -- að engin leið er fyrir Boeing að skipta þeim íhlutum út.

Þannig að það sem þá gerist ef Trump rífur upp þá samninga -- sem tryggja að Boeing geti flutt íhlutina frá öðrum löndum -- t.d. vængi vélarinnar frá Asíu; nánast alfarið án tolla.

  • Er þá væntanlega það, að Boeing mun tafarlaust þurfa að -- stöðva framleiðslu á B787.

Enda þarf Boeing tíma til þess að átta sig á því -- hvaða verðáhrif það mun hafa, að íhlutir t.d. vængir verða verulega dýrari en áður.
Og að á því sé engin möguleg -- bráðalausn.

  • Þetta gæti t.d. eyðilagt markaðinn fyrir B787, ef hún verður of dýr.

Þetta þarf B787 að skoða.
Ásamt því, að Boeing þarf að ræða við þá aðila, sem haf pantað Dreamliner -- hvort þeir vilji þær áfram, á nýjum og hærri verðum.

  1. Ekki fyrr en Boeing hefur lokið sinni nýju markaðs rannsókn - væri hugsanlega framleiðsla hafin að nýju.
  2. Gegnt nýjum hærri verðum.

______________________Þetta er bara lítið dæmi!

Punkturinn er sá -- að þetta mun gerast út um allt!
En t.d. eru tölvur í dag, allar samsettar úr íhlutum sem koma héðan og þaðan frá í heimunum.

Það er í dag nánast ekki til það tæki í framleiðslu - eða hátæknibúnaður.
Sem býr ekki við þann vanda - að notast er við íhluti a.m.k. að einhverju leiti, framleidda utan landsteina - jafnvel langt utan þeirra.
**Auðvitað er einnig mikið af tækjum aðkeypt - sem ekki er til framleiðsla á innan Bandar.

  1. Líklegast virðist mér - að framleiðendur muni i fæstum tilvikum geta skipt snögglega um íhlutaframleiðendur -- þó það megi vera að sérstaklega þegar eiga í hlut, einfaldari tæki og búnaður, þá sé það hægt og jafnvel ekki erfitt.
    En þegar kemur að hátæknibúnaði - sé það sennilega ekki gert á einum degi, eða bara einu ári.
    **Að skipta um íhlutaframleiðenda <--> Eða hefja framleiðslu á því tæki eða búnaði, innan Bandaríkjanna.
  2. En málið er ekki síst, ef við tökum dæmi um Samsung fyrirtækið -- þá hefur það algera yfirburði í framleiðslu á snertiskjám. Enginn annar framleiðandi í heiminum - hefur tekist að ná jafnræði.
    Þannig að nær allir snertiskjáir í heiminum eru framleiddir af Samsung.
    **Þetta er ekki eina slíka dæmið, að framleiðanda hafi tekist með því að ná tækni forskoti á aðra framleiðendur -- að ná mjög mikilli markaðshlutdeild í íhlutaframleiðslu.
    ______________
    Þetta auðvitað þíðir -- að jafnvel þó að Donard Trump vilji færa störfin aftur heim.
    Þá eru verksmiðjurnar sem framleiða margt af því sem hann vill að sé framleitt í Bandaríkjunum -- einfaldlega ekki til í Bandaríkjunum.
    Og ekki því unnt að skaffa þau störf -- með snöggum hætti.
    **Eða, að framleiðslugeta sem til er í Bandaríkjunum, er of lítil.
  3. Útkoman er að sjálfsögðu sú -- að það verða miklar verðhækkanir á næstum því öllum hátækni-neysluvörum, sem fólk kaupir.
    Sbr. GSM-símar, flatskjá-sjónvörp, tölvur og hljómflutningstæki._______________
    Að færa slíka framleiðslu heim - tekur því mörg ár.
  4. Framleiðsá á einföldum tækjum sbr. ísskápar, eldavélar, örbylgjuofnar - m.ö.o., einföld lágtækni heimilistæki, mundi taka mun skemmri tíma -- að ná aftur til Bandaríkjanna.

______________________En skemmri tíma áhrifin!

Verða algerlega óhjákvæmilega -- kreppa!

Ég er að tala um heimskreppu!

  1. Það er auðvitað vegna þess - að niðurbrot heims viðskiptakerfisins mun ekki bara skekja Bandaríkin. ein og sér.
  2. Heldur munu sambærilegra áhrifa gæta í öðrum svokölluðum þróuðum hagkerfum.

Þegar verðlag mikils hlutfalls neytenda-varnings hækkar svo um munar.
Þá auðvitað -- verður mikið neyslufall!
Sem þíðir að störfum við verslun -- fækkar.

Og það gerist í öllum þróuðum hagkerfum heims.

  1. En áhrifin í þeim löndum sem framleiða varninginn -- verða ef e-h enn harkalegri.
  2. Því að samdráttur í neyslu meðal þróuðu þjóðanna sem kaupa varninginn -- mun samstundis skapa gríðarlegt atvinnuleysi ásamt mjög djúpum efnahagssamdrætti í þeim löndum.

Ég er auðvitað að tala um -- hyldýpis kreppu í Kína t.d.
Ég get vart trúað því -- að Kína stjórn muni kunna Trump þakkir, fyrir að skapa gríðarlegt fjölda-atvinnuleysi þar í landi, hvað þá djúpan samdrátt í hagkerfinu.

  • Það að sjálfsögðu sama - kemur fyrir önnur lönd, sem framleiða mjög mikið af varningi fyrir vestræna markaði.
  • Í þeim löndum einnig -- mun Trump að sjálfsögðu einnig, verða heiftarlega óvinsæll.
  1. Þetta gæti hreinlega -- skapað mjög mikla nýja óvináttu gagnvart Bandaríkjunum, í fjölda svokallaðra - nýiðnvæðandi landa.
  2. Það á að sjálfsögðu einnig við Kína.

Þannig að útkoman væri ekki bara að -- Trump tækist að skapa heimskreppu!
Heldur mundi hann líklega að auki -- skapa nýtt kalt stríð.

Því eftir allt saman -- yrði valdaflokkurinn af Kína að beina sjónum almennings annað - en að óánægju með fjölda-atvinnuleysi og efnahagshrun.
Og Trump, þar með Bandaríkin, væri of augljós fókus slíks fjandskapar -- til þess að líklegt væri í slíkri sviðsmynd að stjórnendur Kína mundi láta vera, að beita þeim gambýtt að beina reiði Kínverja að Bandaríkjunum og Trump sem persónu.

Trump yrði þá óvinur Nr. 1 - í Kína.

______________________milljónir starfa mundu einnig tapast í Bandaríkjunum

Þau áhrif mundu koma nærri því - strax fram!
Meðan að það mundi líklega taka mörg mörg ár -- að endurreisa þau störf, sem mundu geta leitað aftur til Bandaríkjanna.
Ef Bandaríkin mundu taka upp það fyrirkomulag, sem Trump virðist vilja - að viðhafa háa tollmúra til þess að vernda framleiðslu innan Bandaríkjanna, gagnvart samkeppni frá framleiðendum í öðrum löndum.

  • En lífskjörin -öfugt við þ.s. Trump lofar- mundu falla strax og það skarpt.
  • En síðar meir væri afar ósennilegt - að það hrap mundi skila sér til baka.
  • En framleiðsla innan Bandaríkjanna - gæti aldrei orðið eins ódýr og sú framleiðsla sem Bandaríkin -- kaupa utan að nú-til-dags!
    Það þíðir að í framtíðinni - yrði varningurinn áfram hlutfallslega til muna dýrari en hann er í dag.
    Sem þíðir að það yrði töluvert umtalsverð varanlega kjaraskerðing.

En þ.e. hugsanlegt að á mörgum árum - geti framleiðslustörfin aftur snúið til baka.
En gegnt því að lækka til muna - sennilega með varanlegum hætti, eða svo lengi sem stefnan að loka af Bandaríkin með háum tollmúrum viðhelst - lífskjör innan Bandaríkjanna.

En þ.s. verra er -- að sama kjaralækkun mundi ganga hringinn í kringum hnöttinn.
Bandaríkin gætu orðið -- afar óvinsæl svo meir sé ekki sagt, víða um heim.
______________________Vinum Bandaríkjanna gæti fækkað mikið

Höfum í huga - að líklega mundi heimurinn í slíkri sviðsmynd, brotna upp í lokaðar viðskiptablokkir.
Höfum að auki í huga - að smærri lönd gætu orðið mjög háð lykillöndum er mundu ráða innan slíkra, lokaðra út á við hópa.
Nánast að tala um fyrirbærið -leppríki- eða -client states.-

  1. Asia gæti í kjölfarið - í ljósi þess að Bandaríkjunum yrði kennt um - nánanast öll endað innan viðskiptablokkar undir stjórn Kína + líklega Mið-Asía og hluti Afríku.
  2. Og Kína mundi ráða án vafa nær öllu innan slíks hóps.

Annar forseti mundi taka við af trump -- sem líklega í kjölfarið næði ekki endurkjöri til annars kjörtímabils, eftir ósköpin.
Með nýjum og skynsamari forseta -- er hugsanleg að Bandaríkin haldi í sína tryggustu bandamenn.
Og líklega þá myndi sér viðskiptablokk með þeim.

Þá yrði líklega heimurinn endurskapaður í svipaðri sviðsmynd og í Kalda-stríðinu.
2-blokkir að kljást hnattrænt.

 

Niðurstaða

Ef Trump er raunverulega alvara með sína stefnu - sem engin sérstök ástæða er til að efast um. Þar sem eftir allt saman tjáir Trump sig með afar skýrum og skilmerkilegum hætti - sem and viðskiptasinna.
Þá er eins gott að fólk átti sig á því - að Trump er ekki leið aukinnar velmegunar.
Heldur nýrrar heimskreppu - sem gæti orðið eins löng og erfið, og kreppan mikla á 4. áratug 20. aldar reyndist vera.

Afleiðingar stefnu hans væru að auki mjög sennilega þær, að auka til mikilla muna stríðshættu í heiminum - endurreisa það ástand að heimurinn skiptist í 2-afskaplega harðvopnaðar fylkingar, sem héldu heiminum í stöðugum tortímingarótta.

  • Að kjósa Trump - er því dramatísk séð, slæm hugmynd.


Kv.


Pútín hættur frekari hernaði í Sýrlandi - að sögn yfirlýsingar rússneskra stjórnvalda

Ef maður tekur yfirlýsingur stjórnvalda Rússlands -mission accomplished- bókstaflega:

  1. Þá stóð aldrei raunverulega til af Rússum, að leggja ISIS að velli.
  2. Og það stóð heldur aldrei til, að binda endi á stríðið í Sýrlandi - með einhvers konar endanlegum sigri Assads.
  • Pútín segist nú styðja fullum huga - friðartilraunir innan Sýrlands.

Ef maður tekur því einnig bókstaflega!
Þá stefndi Pútín alltaf að skiptingu Sýrlands!

Þá snerist hernaður Rússlands einungis um það --> Að styrkja samningsstöðu Assads!
Fyrir þá samninga sem -- má vera að fari nú loks af stað fyrir alvöru.

Putin orders start of Russian forces&#39; withdrawal from Syria

Vígsstaðan miðað við kortið er breytt - þ.e. græna svæðið meðfram landamærum Tyrklands er að mestu horfið - að auki er Aleppo umkringd.
Svo hefur gráa svæðið horfið næst landamærunum, kúrdar tekið það þess í stað yfir.

https://natgeoeducationblog.files.wordpress.com/2015/10/syrian_civil_war.png

Ath. - aðrar túlkanir umtalsvert neikvæðari eru mögulegar

En Rússlandsstjórn hefur glímt við fjárlagavanda á þessu ári - vegna þess að olíutekjur eru mun lægri þ.e. verðlag rúmlega 30$ fatið í stað þess að vera nærri 50$ sem fjárlög miðuðu út frá.
Fátt hefur heyrst um hugsanlega sölu Pútíns á stórum ríkisfyrirtækjum - nema um þann hugsanlega leik, að náinn vinur Pútíns kaupi stóran hlut í AEROFLOT.

  • Þannig að það má vel vera, að fjárlagavandi sé að þvinga fram þessa ákvörðun Pútíns.

Þ.e. hann sé að hætta í hálfkláruðum leik -- þá séu yfirlýsingar í ætt við - "I believe that the task put before the defense ministry and Russian armed forces has, on the whole, been fulfilled,..." - meir í ætt við fræg orð sem Bush lét falla á flugmóðurskipi rétt eftir að bandaríski herinn hafði steypt Saddam Hussain af stóli.

  1. En þ.e. alls ekki ósennilegt að andstæðingar Rússlands í Mið-austurlöndum, sjái nú leik á borði -- þegar sprengjuvélar Rússar verða ekki lengur til staðar.
  2. Pútín segist samt ætla að halda einhverju liði í Tartus og Ladakia - hafa yfirflug til að fylgjast með málum. Til þess þarf hann ekki að halda eftir nema örfáum Sukhoi 27 vélum.
  • Útkoma gæti þess í stað orðið sú - að stríðið haldi áfram af fullum krafti.
  • Arabalönd aðstoði uppreisnarmenn til þess að vopnast að nýju, og til þess að safna aftur liði -- en þ.e. ekkert ómögulegt við það að koma vopnum til þeirra þó að þægilegasta leiðin til þess, flutningar eftir vegi frá Tyrklandi -sé ekki lengur til staðar.

Annar möguleiki væri -- að Tyrkir þjálfi til þessa, nýjar sveitir -- fái til þess fólk úr flóttamannabúðum innan Tyrklands.
En þekkt er t.d. í Afganistan hvernig flóttamannabúðir í Pakistan urðu að þjálfunarbúðum.

  1. Tyrkland hefur nú tækifæri til þess.
  2. Að leika sama leik og Pakistan.

__________________Í athugasemdakerfi á netinu, fékk ég mjög góða athugasemd:
En punkturinn sem sá ágæti maður kom með, er sá --:

  1. að með því að fjarlæga rússneska herinn að mestu úr Sýrlandi, þá sé þar með farin hætta af því að hugsanlegt inngrip Tyrklands í Sýrland leiði til stríðs við Rússland.
  2. Það auki ef til vill til muna líkur þess, að Tyrkland láti til skarar skríða.

Erdogan vill refsa Kúrdum innan Sýrlands - eyðileggja hersveitir þeirra!
Og það mundi henta Tyrklandi -- að koma upp búðum fyrir flóttamenn innan landamæra Sýrlands á svæðum undir stjórn tyrkneska hersins.
Og að auki, hefur ESB nýverið lofað að -- styðja með fjárframlögum við flóttamannabúðir sem Tyrkland heldur uppi og innihalda Sýrlendinga.

Ég held að það geti verið töluvert til í því!
Að Erdogan muni finna sig hafa verið bænheyrðan!

 

Niðurstaða
Þó svo að það geti verið að nú skapist tækifæri til friðarsamninga.
Þá grunar mig að raunverulega hafi Pútín, með því að: A)Styrkja vígsstöðu Assads nægilega til þess að a.m.k. um hríð er hrunhætta Damaskus stjórnarinnar úr sögunni. B)En síðan að hverfa af vettvangi áður en stríðinu er raunverulega lokið með - sigri annarrar hvorrar fylkingarinnar ---> Tryggt að stríðið haldi áfram til margra ára í viðbót.

 

Kv.


Hvað var það sem Merkel gerði sem sagt er svo hræðilegt? Er ESB í tilvistarkreppu?

Það virðist sem að fjöldi fólks fullkomlega leiði hjá sér bakgrunn ákvörðunar Angelu Merkel sl. sumar -- að hætta að framfylgja svokallaðri 1-lands reglu í Schengen.
En málið er - að sú ákvörðun hennar kom í kjölfar uppreisnar Ítalíu - Spánar og Grikklands, gegn 1-lands reglunni.
Sú uppreisn kom í kjölfar þess, að kvóta kerfi til að dreifa flóttamönnum milli landa í Evrópu -- hrundi nánast á 1-degi.
En það kerfi, var sett upp að beiðni S-Evrópu landanna, vegna þess -- að 2014 þá var flóttamannakrísan skollin á Evrópu, og 1-lands reglan þíddi þá það að S-Evrópa sat uppi ein með hundruð þúsundir flóttamanna <-> Sem N-Evrópulöndin neituðu að taka við.



Eftir sumarið 2014 var gríðarleg óánægja með Schengen í S-Evrópu

En óhjákvæmilega þegar flóttamannastraumurinn hófst frá Sýrlandi ca. 2012 - einnig hefur verið vaxandi fjöldi efnahags flóttamanna undanfarin ár.
Þetta hefur sett sífellt aukið álag á S-Evrópu lönd - vegna þess að þau eru yfirleitt - 1-lönd sem flóttamenn leita til.

2014 þegar heildarfjöldi var kominn yfir hálfa milljón - - þá fóru stjórnvöld S-Evrópulanda að beita miklum þrýstingi innan ESB -> Þ.s. þau kröfðust jafnari skiptingar á flóttamönnum.
Skv. þeirra frásögn, væri það ósanngjarnt, að N-Evrópulönd í krafti þess að vera afar sjaldan 1-land, hentu vandanum öllum í þau.
M.ö.o. þá sættu þau sig ekki lengur við það ástand - að vera flóttamannabúðir fyrir Evrópu alla.

  1. Þ.s. gerðist var, að í kjölfar þess að kvótakerfið hrundi strax, vegna andstöðu meðal nokkurra A-Evrópulanda í Evrópu Norðanverðri sem komust upp með að leiða það hjá sér, neita að fara eftir því.
  2. Þá létu stjórnvöld í S-Evrópu Merkel vita <--> Að þau mundu ekki lengur samþykkja beitingu 1-lands reglunnar.
  • Á þessari stundu var Schengen sennilega í reynd hrunið.

Þá tekur Merkel þessa ákvörðun sem svo víða er gagnrýnd -- að hætta að framfylgja 1-landa reglunni.
M.ö.o. að hætta að senda flóttamenn aftur til baka til S-Evr. landa, sem leita Norður eftir að hafa komið í land í S-Evrópu.

Angela Merkel suffers dramatic setback in regional elections

 

Eins og fram kemur í fjölmiðlum - hefur flokkur Merkelar misst nokkuð fylgi í sveitastjórnarkosningum, og flokkurinn "Alternative für Deutschland" mælist víða á bilinu 10-15%

Vandinn er sá - er að ég sé ekki hvað annað Merkel gat gert.
En ESB hefur enga sameiginlega lögreglu eða her, sem getur neytt lönd til að gera þ.s. þau ekki vilja -- ESB hefur þó svokallaðan Evrópudómstól er getur beitt sektum, en málarekstur þar getur tekið fleiri ár, sem er of hægt þegar í gangi er krísa í hraðri þróun.

Flokkur Merkelar er þó enn eftir þær kosningar stærsti flokkurinn í flestum héröðum og sveitastjórnum.
AFD flokkurinn þýski - virðist nú kominn með ca. svipað fylgi og U.K.I.P. í Bretlandi.

  • Þýskaland er þá einnig komið með all stóran innflytjenda mótmæla flokk.


Er ESB að klofna eftir -- Norður/Suður ás?

Það eru í reynd - 2-uppreisnir ríkja í gangi innan ESB, sem felur í sér niðurbrot tilrauna aðildarríkja, til þess að leysa mál í sameiningu.
Meira að segja á versta hluta skuldakreppunnar fyrir nokkrum árum - brotnaði samstarfið aldrei upp.
En nú eru komin 2-brot í samstarf aðildarríkja.

  1. Uppreisn S-Evrópulanda gegn 1-landa reglunni, er hafði þær afleiðingar að flóttamenn streymdu eins viðstöðulaust til N-Evrópu frá S-Evrópu, eins og þeir hafa verið að streyma til S-Evrópu seinni ár frá N-Afríku og Tyrklandi yfir Marmarahaf.
  2. Síðan er það ný uppreisn 10-landa í N-Evrópu, sameiginleg aðgerð þeirra til að loka landamærum þeirra gagnvart flóttamönnum, er koma til þeirra frá S-Evrópu.
    **Augljós tilraun til þess að þvinga ástand mála aftur í það far - er það var í, áður en S-Evrópulönd hófu sína uppreisn.

Þetta er eins og sagan um heitu kartöfluna -- sem menn hentu sín á milli.

 

Mig grunar að tilraun til samkomulag við Tyrkland - geti verið síðasti séns ESB til lausnar á flóttamannakrísunnu

Þ.e. sú lausn -- að Tyrkland samþykki að stoppa strauminn hjá sér, gegn því að ESB lönd styrki rausnarlega flóttamannabúðir innan Tyrklands - og gegn því að veita mótttöku flóttamönnum úr þeim búðum, ár hvert.
Á sama tíma, samþykki Tyrkland að taka við þeim flóttamönnum, sem leka í gegnum þeirra landamæri - sem þeir hafa samþykkt að stöðva.
**Auk þessa vill Tyrkland fá fleira fyrir sinn snúð -- sbr. að aðildarviðræður við ESB verði aftur hafnar, og að tyrkneskir borgarar fái að nýju fullt ferðafrelsi til Evrópulanda.

  1. En með því að -- tappinn sé hafður í Tyrklandi, þá ætti þessi tiltekna Norður/Suður deila milli S-Evrópu og tiltekinna N-Evrópulanda, að geta horfið að mestu.
  2. En annars, án samkomulags, þá líklega þíði tappi fyrir Norðan Grikkland - að a.m.k. Grikkland drukknar í flóttamönnum.
    Vegna þess að þá líklega hverfa ferðamennirnir frá Grikklandi - lendir Grikkland án tafar án lítils vafa, aftur í miklum efnahagssamdrætti, samtímis og Grikkland á að sjá hratt vaxandi fjölda flóttamanna fyrir vistum og skjóli.
    Hrun Grikklands blasir þá við.
    Nú -- ef flóttamenn aftur leita í vaxandi mæli til S-Ítalíu, svo í gegnum Ítalíu til Frakklands og Austurríkis --> Þá virðist hætta á að svipuð lokun landamæra geti endurtekið sig --> Eins og pólitíkin virðist nú vera að þróast.
    Þeir geta einnig leitað yfir annað sund yfir til Spánar -- þangað hefur ekki legið eins stríður straumur, en þangað er 3-leiðin.

En útlitið virðist í þá átt - að áframhaldandi stjórnlaust aðflæði.
Leiði til fjölgunar á slíkum einhliða - landamæra aðgerðum.
Þannig að samstarfið - brotni sífellt í meira mæli eftir Norður/Suður ás.

 

Það á auðvitað eftir að koma í ljós, ef af verður - hversu vel samkomulagið við Tyrkland virkar!

En þ.e. algerlega hugsanlegt - að sýrlenskir flóttamenn, leiti aftur yfir Miðjarðarhaf í gegnum Líbýu.
Á hinn bóginn, má vera að stækkað yfirráðasvæði ISIS um miðbik strandar Líbýu, hafi gert slíka leið - of hættulega fyrir flóttamenn.
En það má samt vel vera, að meginhóparnir sem kljást innan Líbýu, geti boðið upp á nægilegt öryggi - fyrir slíkt smygl, á þeim strandlengjum sem hvor þeirra hópa um sig ræður yfir.

En smygl - gæti verið tekjulynd sem þeir hópar mundu kannski ekki geta hafnað.
Ef þeim aftur stæði það til boða.

Tæknilega mögulegt að leita lengra fyrir flóttamannahópa - í yfir til Spánar. En þá eru menn farnir að fara töluvert langa vegu landleiðina - efa að nokkrir fari það langt nema tiltölulega fáir.

  • En aftur á móti - ætti Tyrkland að standa við sinn hluta samkomulagsins, ef af verður.
  • Ég held að meiri líkur séu á, að vandinn verði heldur meðal ESB aðildarlanda - sérstaklega þegar kemur að þeim, að þiggja sinn árlega skerf að sýrl. flóttamönnum, skipt upp á milli aðildarlanda.

 

Niðurstaða

Mér virðist raunveruleg hætta á því að flóttamannakrísan leiði fram uppbrot ESB. Þau 2-dæmi um það að hópar landa grípi til sinna ráða sem fram hafa komið. Þ.e. uppreisn S-Evrópu gegn 1-lands reglunni sumarið 2015. Og í ár, uppreisn 10-landa fyrir Norðan Grikkland sem vilja tryggja það að flóttamenn komist ekki norður. Sýnir niðurbrot vilja aðildarlanda til þess að leysa mál sameiginlega -- í slíku niðurbroti felst ekkert minna en leiðin að uppbroti sambandsins ef slík þróun ágerist frekar.

Þess vegna sé samkomulagið við Tyrkland -- sennilega ekki síst mikilvægt fyrir framtíð ESB sjálfs, gæti verið loka tilraunin til þess að bjarga sambandinu sjálfu.

  • Það verður ljóst í nk. viku hvort samkomulagið við Tyrkland - heldur áfram, eða hvort það deyr.
    Kannski snýst deilan ekki síst um það - hve mikilvæg áframhaldandi tilvist ESB sé í augum aðildarþjóðanna sjálfra.
    En ef viljinn til þess að færa fórnir til þess að halda samstarfinu áfram er farinn, þá er tilvist ESB sjálfs brátt á endapunkt kominn.

 

Kv.


Útlit fyrir erfiðar samningaviðræður milli ESB aðildarríkja og Tyrklands nk. daga - á ESB líf sitt undir þeim samningi?

Það sem mesta andstöðu vekur er að sjálfsögðu krafa Tyrkja - um fullt ferðafrelsi fyrir tyrkneska þegna.
Svo er það krafan um það að aftur verði hafnar aðildarviðræður við Tyrkland - þar með fallið frá kröfum um umbætur innan Tyrklands gagnvart mannréttindum.
**Ekki virðist vera eins áberandi andstaða við kröfu Tyrkja þess efnis - að Evrópa taki álíka marga Sýrlendinga í skiptum fyrir Sýrlendinga sem Tyrkland tekur til baka, sem hafa ferðast ólöglega til Evrópu -- gildir einungis frá þeim tíma er samkomulagið tekur gildi.
**Síðan hefur Kýpur sett fram sínar eigin kröfur - og hótar neitunarvaldi ef Tyrkland veitir ekki mikilvægar undanþágur fyrir Kýpur, t.d. að heimila að skip frá Kýpur megi hafa viðkomu í tyrkneskum höfnum - auk þess er farið fram á að Tyrkland hætti andstöðu við núverandi tilraunir á Kýpur í viðræðum við Kýpur Tyrki um hugsanlega framtíðar sameiningu.

François Hollande opposes softening of the visa-free travel for Turks

"...there should be no concessions with regards to human rights or criteria to liberalise visas,” - Hollande

Cyprus threatens to scupper refugee pact

“Unfortunately, I could say they are putting in danger the whole procedure. They are sacrificing the unique opportunity to find a solution to the Cyprus question by putting us in such a difficult position,” - “It’s a very delicate moment, and at this very crucial moment, they are pushing us into a position to say ‘no’ to Turkey.” - Nikos Anastasiades.

 

Vandinn er náttúrulega sá - að ESB hefur enga möguleika til þess að þvinga Tyrkland - verður að semja í staðinn -- og þá þarf Tyrkland að fá fyrir sinn snúð!

Ég hef heyrt hugmyndir þess efnis - að ESB ætti að hóta viðskiptabanni; vandinn við þá hugmynd er sá, að enginn mundi tapa meir á því að -leggja tyrkneskan efnahag í rúst- heldur en Evrópa.
Vegna þess að þá verður til ný -miðja- þaðan sem efnahagslegir flóttamenn streyma.

Þess í stað, eru góðar vonir til þess, að eftir 15 ára hraðan hagvöxt, sem hefur bundið endi á það ástand að Tyrkland sé fátækt land -- þess í stað er það nú -middle income- eins og Kína:

  1. Þá geti önnur 15 ár af hagvexti - leitt til þess að Tyrkland, verði sjálft að miðju aðsóknar fyrir efnahags flóttamenn.
  2. Og auðvitað hentugra fyrir Múslima frá Mið-austurlöndum eða lengra frá, að setjast að í öðru Múslima landi -- minni menningarmunur.

Þannig að það væri alls ekki sniðugt fyrir ESB.
Að beita efnahags þvingunum á Tyrkland.

Því það síðasta sem ESB aðildarlönd ættu að vilja, væri efnahags hrun í Tyrklandi, og hugsanlegir milljónir tyrkenskra efnahags flóttamanna til viðbótar við aðra efnahags flóttamenn.

Efnahags refsiaðgerðir á Tyrkland -- koma því ekki til greina!

  • Þá er einungis eftir -- gulrótastefna.
  • Að kaupa Tyrkland til þess að gera það sem ESB vill -- þ.e. stöðva flótta í gegnum Tyrkland, og taka aftur við þeim sem tekst að sleppa með ólöglegum hætti til ESB aðildarlanda frá Tyrklandi.

Tyrkland vill fá eitthvað verulegt fyrir sinn snúð.
Á sama tíma er Tyrkland af mörgum í Evrópu - óvinsælt.

Sem að sjálfsögðu flækir málið, og eflir andstöðu í Evrópu.

 

Án samkomulags sé ég ekki hvernig ESB getur ráðið við flóttamannastrauminn!

Þá halda Tyrkir áfram að lítt eða ekki hindra flóttamenn í því að ferðast í gegnum Tyrkland á leið til Evrópulanda.
Og þá heldur straumur þeirra áfram, yfir Marmarahafið - eða ef sú leið gengur ekki, í gegnum landamæri Tyrklands á þeim litla hluta Tyrklands sem er Evrópumegin og á þar landamæri beint að Grikklandi á þurru landi.

  1. Málið er, að þá sé ég ekki hvernig hruni Grikklands verður forðað, ef straumur flóttamanna til Grikklands heldur viðstöðulaust áfram -- þá fyllist Grikkland af flóttamönnum, og þá skellur þarlendis á stjórnlaus krísa ---> En þá hrynur ferðamennska í Grikklandi óhákvæmilega, og ný djúp efnahagskrísa hindrar þá algerlega möguleika grískra stjv. til að ráða við vandann!
  2. Því löndin fyrir Norðan Grikkland hafa lokað sínum landamærum, þannig að flóttamenn komast yfir þau -- einungis með aðstoð smyglara; safnast þá fyrir í Grikklandi.
  • Sem þíðir að flóttamenn með peninga geta komist áframm leiðar sinnar.
  • En aðrir ekki þ.e. þeir sem eiga enga peninga.

Hrun Grikklands gæti skapað -- nýja flóttamannakrísu, þ.e. Grikkir frá Grikklandi.

Síðan auðvitað --> Heldur þá flóttamannastraumurinn áfram norður, en hluti af honum kemst áfram þrátt fyrir tilraunir til lokana af hluta ESB aðildarlanda, til að efla pólitískar andstæður í ESB aðildarlöndum.

Óhjákvæmilega þegar flóttamannastraumurinn stoppar ekki - með lokunum.
Þá fara a.m.k. sumir að heimta enn harðari aðgerðir.

Aðgerðir af því tagi sem væru algert brot á mannréttinsasáttmálum SÞ.
Og líklega einnig flóttamannasáttmála SÞ.

Sem ath. -- flest ESB aðildarlönd hafa undirritað og staðfest, þar með fært í eigin landslög.

  1. Punkturinn er auðvitað sá -- að samningurinn við Tyrkland.
  2. Getur snúist hvorki meira né minna um -- sjálft líf ESB.

 

Niðurstaða

Samningurinn við Tyrkland getur að miklu leiti leyst flóttamannakrísuna fyrir ESB aðildarlönd. Og vegna þess að sú krísa er tilvistarhætta fyrir ESB - þá er það vel hugsanlegt að það samkomulag sé einnig björg fyrir horn fyrir ESB sjálft.

En á sama tíma mætir eitt og annað í þeim samningssdrögum er fyrir liggja, andstöðu innan aðildarríkja.
Það séu því bersýnilega spennandi dagar framundan!

 

Kv.


Eru seðlabankar heimssins að toga hver á móti öðrum - Weidmann hefur kallað þetta gjaldmiðlastríð?

Seðlabanki Evrópu á fimmtudag - kynnti sína nýjustu vaxtaákvörðun + viðbót við seðlaprentun + frekari aðgerðir ætlað að hvetja banka til þess að auka útlán!
Seðlabanki Evrópu fer sem sagt - dýpra inn í neikvæða vexti á sínum reikningum.
Og hann hefur stækkað sína prentunaraðgerð.
Og auk þess --> Hann ætlar að borga bönkum fyrir að taka lán hjá sér!

Mario Draghi - Introductory statement to the press conference

ECB pays banks to take its money

ECB cuts rates to new low and expands QE

 

Það að Seðlabanki Evrópu ætlar að borga bönkum fyrir að taka lán hjá sér er sennilega magnaðasta útspilið að þessu sinni!

  1. "Fourth, we decided to launch a new series of four targeted longer-term refinancing operations (TLTRO II), starting in June 2016, each with a maturity of four years"
  2. "Counterparties will be entitled to borrow up to 30% of the stock of eligible loans as at 31 January 2016."
  3. "The interest rate under TLTRO II will be fixed over the life of each operation, at the rate on the Eurosystem’s main refinancing operations prevailing at the time of take-up."
  4. "For banks whose net lending exceeds a benchmark, the rate applied to the TLTRO II will be lower, and can be as low as the interest rate on the deposit facility prevailing at the time of take-up."

Þetta þarfnast smá útskýringar --- þ.s. "ECB" er að segja, er að ef að liðnum 2-árum, skoðun "ECB" á lánveitingum þeirra banka sem taka þátt í prógramminu leiðir í ljós aukningu á lánveitingum umfram 2,5% - miðað við þann dag sem þeir taka lán skv. TLTRO II.

Þá mun hann lækka vextina á láninu niður í - allt að núverandi -0,4% á innlánsreikningum banka í "ECB."

  • Þetta er sem sagt agnið -- ef þeir standa sig ekki í aukningu lánveitinga, þá miðast vextir á láninu við þá vexti sem "ECB" bauð í fyrra útlánapakka til bankanna, þ.e. "TLTRO I." Þ.e. lágir - en ekki neikvæðir.
  • Bankarnir mega draga sér lán hjá "ECB" allt að 30% útistandandi lána þeirra.

Þetta getur skapað - töluvert öflugan hvata!

Kemur í ljós -- þegar "ECB" skoðar árangurinn eftir 2 ár.

 

Seðlabankar heimsins prenta en á sama tíma þá helst verðbólga samt mjög lág og hagvöxtur lélegur í þróuðum iðnríkjum!

Jens Weidmann - einn af harðari andstæðingum núverandi prentunarstefnu.
Ásakar seðlabankana einfaldlega fyrir -- "competitive devaluation."

Þetta er kannski ekki út í hött - en vegna þess að gjaldmiðlarnir eru á markaði, og seðlabankarnir stjórna genginu ekki með nokkrum beinum hætti.
Þá geta þeir eingöngu haft áhrif á gengið - með óbeinum hætti.

  • Seðlaprentun - sannarlega hefur gengislækkandi áhrif, því er ekki unnt að neita.

En ef þ.e. tilgangur aðgerða - þá má alveg segja að aðgerðirnar togist á!

  1. Kína prentar reyndar ekki í gegnum seðlabankanna sinn, þess í stað í gegnum viðskiptabanka sem allir eru í eigu ríkisins - það í eðli sínu felur í sér ákvörðun um prentun á fé af hálfu ríkisins í Kína.
    Fyrir örskömmu kynntu stjórnvöld Kína - um nýja útlánaaðgerð, þ.e. útlánareglur hafa verið liðkaðar - dregið úr kröfum um gæði lántakanda.
    Það felur í sér nýja prentunaraðgerð af hálfu Kína - til að liðka fyrir hagvexti, en samtímis rökrétt - hefur áhrif á gengi Remnimbisins.
  2. Nokkru á undan, en ekki löngu á undan, þá ákvað seðlabanki Japans, að bæta við sína prentun - sem auk þess fól í sér frekari lækkun á vöxtum hjá seðlabanka Japans á vöxtum á sínum innlánsreikningum.
    Það rökrétt hafði áhrif á gengi jensins -- en ekki lengi.
  3. Það áhugaverða er -- að fyrstu áhrif af ákvörðun "ECB" á mörkuðum, er að gengi evru hefur hækkað.
    En það virðist stafa af því, að markaðir hafi verið búnir að veðja á enn stærri aðgerð, og séu nú að leiðrétta skv. niðurstöðunni.
    Rökrétt hafi aðgerð "ECB" þau áhri að standa gegn hugsanlegri gengishækkun evru á móti jeni eða remnimbi.

Það má alveg horfa á málið í þessu samhengi - eins og hann Weidmann gerir.

 

Það er samt erfitt að sjá hvað annað getur komið í staðinn!

En þ.e. órökrétt að halda því fram, að aðgerðir seðlabankanna - stuðli ekki að verðbólgu.
Þó svo að staðan sé sannarlega nú t.d. að skv. síðustu mælingu mældist verðbólga á evrusvæði -0,2%.
En prentun eykur framboð á peningum -- ef menn hafna því að það að auka framboð umfram aukningu eftirspurnar, stuðli að verðlækkun þess sem framboðs er aukið af --> Þá eru menn eiginlega að hafna allri grunnhagfræði alla leið aftur til Adams Smith.

Þ.e. grundvallarlögmálinu um framboð vs. eftirspurn.

  • Ályktunin hlýtur að vera sú - að án prentunar væri verðhjöðnun útbreitt í auðugum iðnríkjum.

Það að prentun dugi ekki til að hífa verðbólgu upp í 2% -- þíði þá að það sé til staðar andstreymi er togi í hina áttina.

Ég hef séð fólk álykta það - að fyrst að seðlabankarnir hafa ekki náð upp verðbólgu, þá hafi þeirra aðgerðir ekki þau áhrif --> Sem eins og ég sagði, er órökrétt ályktun.

  • Má líkja þessu við -- að synda á móti straumi.
    Ef straumurinn er sterkari -- þá ber hann þig samt með sér.


Niðurstaða

Það virðist stöðugt betur og betur að koma í ljós, að Vesturlönd eru stödd í hagvaxtarvanda að mörgu leiti líkum þeim er skall yfir japan veturinn 1989 er hrunið varð þar, er risastór bóla sprakk á markaði í Japan.
Japana hefur síðan þá ekki tekist að sigrast á þeim vanda!

M.ö.o. sá vandi hefur reynst vera krónískur.
___________
Mig er eiginlega farið að gruna að raunverulega ástæðan sé fólksfjöldaþróun, en það áhugaverða er að upp úr 1990 þá var Japan ca. statt í dag varðandi fólksfjöldaþróun og Evrópa í dag er stött -- þ.e. ca. við þau mörk þegar fjölgun er að snúast yfir í fækkun, ásamt gríðarlegri öldrun þjóðfélagsins ásamt stöðugri hlutfallsegri fækkun í yngri hópum.

En því má halda fram - að þeirri þróun megi kenna um margt, sbr. minnkun mögulegt hagvaxtar, stöðnun eða minnkunar hagvaxtar, stöðnun eða minnkun eftirspurnar, hlutfallsega aukningu sparnaðar miðað við fjárfestingu, krónískt lága verðbólgu.

M.ö.o. þá tel ég unnt að útskýra nánast allan vandann með fólksfjöldaþróun.

  • Ef sú útskýring stenst -- þá er þessi vandi ekki að leysast í bráð, og líklegra að hann versni á nk. árum, eftir því sem vaxandi neikvæð fólksfjöldaþróun hellist af vaxandi þunga yfir vesturlönd.

Sjálfsagt þíðir það einnig - viðvarandi prentun! Ekki nk. ár - frekar nk. áratug eða lengur.

 

Kv.


Bandamaður Pútíns líklegur kaupandi að stórum hlut í Aeroflot

Hafandi í huga - að af sumum a.m.k. er því haldið fram að Pútín hafi dregið úr spillingu í Rússlandi --> Er áhugavert hvernig vinur Pútíns, Arkady Rotenberg - hefur safnað sínum auði.

Putin ally said to be eyeing stake in Russian carrier Aeroflot

  • "A childhood friend and judo sparring partner of Russian president Vladimir Putin is looking to buy half of the state’s controlling stake in airline monopoly Aeroflot,..."

Erfitt að vera nánari Pútín en þetta.

  • "Mr Rotenberg and his brother Boris amassed fortunes during Mr Putin’s presidency by winning contracts for major state projects, often through opaque, no-bid tenders. In the past five years, Russia has awarded a total of Rbs1tn in contracts to Rotenberg-controlled groups,..."

Pútín hefur hjálpað vini sínum að auðgast.

  • "Mr Rotenberg is also the operator of a new road toll that sparked mass protests by truckers last year."

Sonur hans fær að tolla hringveginn um Moskvu.

  • "Last month, the government transferred a 68 per cent stake in Sheremetyevo airport, Aeroflot’s Moscow hub, to TPS Avia, a company jointly owned by Mr Rotenberg. That essentially gave the airport to TPS Avia for free in exchange for investing $840m to upgrade the airport, which has fallen behind crosstown rival Domodedovo in terms of passenger traffic."

Takið eftir - Rotenberg borgaði ekki eina rúbblu fyrir flugvöllinn.

  • "However, the state could continue to wield large influence over Aeroflot after a sale. About 51 per cent of Aeroflot is held by the state property management agency. Another 35 per cent is held by the National Settlement Depository."

Og Rotenburg náinn vinur Pútíns.

  • "To keep the budget deficit within the planned 3 per cent, the government must bridge a shortfall of up to Rbs1.5tn, with up to two-thirds of that potentially financed by selling state assets."

Hin fyrirhugaða sala á hlut í Aeroflot -- gefur sennilega tóninn fyrir hina væntanlegu -sölur.-
Að Pútín muni velja út einhverja af vinum sínum -- sem hafa auðgast stórfellt, á þeim bitlingum sem Pútín hefur veitt þeirra fyrirtækjum í gegnum árin.

Ég kem ekki auga á það að spillingin í ríki Pútíns sé greinilega minni en hún var áður.

 

Niðurstaða

Vísbendingar virðast í þá átt, að þær hinar svokölluðu -einkavæðingar- á stórum ríkisfyrirtækjum í Rússlandi, sem Pútín lísti yfir fyrr á árinu - fari ekki til einhverra erlendra fjárfesta.
Heldur til náinna vina Pútíns - sem hann persónulega treystir, og sem hann hefur heimilað að auðgast stórkostlega undir hans vernd.

Innherjar í ríki Pútíns - fái skipun um að kaupa. Eða þeir gera slíkt, af greiðasemi við Pútín -- en munurinn milli greiða og skipana getur verið óljós.

 

Kv.


Virðist hugsanlegt að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum klofni

Sá áhugaverða umfjöllun: Why Republicans hate the Republican Party so much. Þar fjallar Bill Schneider um þann flokk sem virðist vera að klofna milli Donald Trumps og fylkingar sem virðist leita logandi ljósi að einhverjum sem getur staðið á móti Trump.

Nú virðist Ted Cruz sá eini sem hangir í Trump -- með kringum 300 fulltrúa meðan Trump er með nærri 400. Rubio 3-langt að baki, með um 150.

  • Á næstu dögum fara fram prófkjör í fylkjum þ.s. reglan er að -sá sem sigrar fær alla fulltrúa- í stað þess að þeir skiptist í hlutfalli við atkvæði.

Þá getur farið að skilja verulega í sundur!

15. mars verður kosið í Florida, Ohio, Illinois og Missouri.

  • Dýr auglýsingaherferð gegn Trump er í gangi í öllum 4.

Góð spurning hvort sú er líklegri til að fæla frá eða laða að atkvæði fyrir Trump.

  1. En ef marka má Schneider -- er Repúblikanaflokkurinn nú klofinn milli aðila sem stjórna flokknum, sem hata Obama - fyrir að hafa sigrað þá.
  2. Og þeirra sem hata núverandi hópa er ráða innan Repúblikanaflokksins, fyrir að hafa tapað fyrir Obama í fyrsta lagi.

Atkvæði margra úr grasrótinni - virðist ekki síst gagnrýni á forystu flokksins, sem að mati grasrótarinnar sé spillt og duglaus.
Sá hópur virðist hafa sameinast um -- Donald Trump, skv. Schneider.

Þarna séu dæmigerðu reiðu hvítu mennirnir, sem kjósa alltaf Repúblikana.
En nú hundsi þeir frambjóðendur forystunnar -- sína henni fingurinn með því að velja Trump.

  • Einhvern veginn virðist Trump hafa skinjað sinn vitjunartíma, og eys upp gagnríni á "Washington establishment" sem í augum grasrótarinnar í Repúblikna-flokknum, sé ekki síður forysta þeirra flokks.
  • Og hann virðist einnig hafa skynjað víðtæka reiði vegna þess ástands í Bandaríkjunum, að mörgum fyrrum framleiðslusvæðum þar hefur hnignað -- störf færst til Asíu --- gagnrýni Trumps á Kína eða Japan eða S-Kóru, fyrir meinta eða raunverulega ósanngjarna samkeppni, sé sem tónlist fyrir þá hópa.
    Mikið af fólki sem áður tilheyrði millistétt - hefur tapað sínum upphaflegu störfum og orðið að sætta sig við verr launuð þjónustustörf, og mikla vinnu.

 

Það bendi margt til þess að forysta flokksins sé að plotta að fella Trump á flokksþinginu, þegar forkosningum er lokið

Það gæti gerst, ef Trump nær ekki hreinum meirihluta fulltrúa -- þannig að bindandi kjör þeirra leiði hann til forystu í 1-atkvæðagreiðslu.
Þá tæknilega geta fulltrúar -skilst mér- kosið annan.

Þetta a.m.k. sagði Romney um daginn - án þess að blikna.

  1. Það sem Schneider bendi á -- sé að þá geti flokkurinn hreinlega klofnað:
    "Suppose Trump goes to the convention with the largest primary vote and the largest number of delegates, even if it’s not a majority. Does anyone believe Trump would stand by and watch the party nominate a candidate who did worse than he did?"
    "The Trump army would protest that the party establishment is rigging the game and rejecting the people’s choice. That way lies pandemonium. Trump supporters would disrupt the convention and possibly walk out."
  2. Schneider bendir á annan klofningsmöguleika:
    "Some anti-Trump Republicans are talking about splitting the party and running another GOP candidate in November if Trump becomes the party nominee."

Það skipti ekki megin máli - hvor klofningurinn á sér stað.
Hitt sé alveg öruggt - að ef Repúblikana framboð verða 2.

Þá siglir Clinton til sigurs -- líklegs "landslide."

 

 

Niðurstaða

Það má vera að Repúblikanaflokkurinn leysist upp nk. haust. Ef það gerist, að flokkurinn klofnar - það verða 2-framboð, sem mjög sennilega fullkomlega útilokar aðra útkomu en sigur Clintons.
Þá mundi líklega hefjast innan flokksins - hjaðningavíg, í pólitískum skilningi, þ.e. hver höndin upp á móti annarri.
Útkoman gæti orðið -- upplausn flokksins, ekki bara klofningur.

Hvað síðar meir mundi koma út - getur sagan ein sagt frá.

 

Kv.


Tyrkland á leiðinni að verða mjög nauðsynlegt ríki fyrir Evrópuþjóðir

Samningar Tyrkja og Evrópusambandsins virðast virkilega spennandi, en það virðist bersýnilegt að flóttamannakrísan er að auka mjög vægi Tyrklands -- góð fréttaskýring tæpir á meginatriðum, sem ef ná fram, munu gerbreyta samskiptum Tyrklands og ESB.
Gera það samband miklu mun nánara en áður!

EU set to postpone decision on Turkey migrant plan

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Forsætisráðherra Tyrklands lagði fram á fundi með leiðtogum ESB aðildarríkja mjög djarft tilboð

  1. "Turkish Prime Minister Ahmet Davutoglu told the 28 EU leaders that Ankara was willing to take back all migrants who enter Europe from Turkey after a set date, as well as those intercepted in its territorial waters..."
  2. "In exchange for stopping the influx, Davutoglu demanded a doubling of EU funding through 2018 to help Syrian refugees stay in Turkey..."
  3. "...and a commitment to take in one Syrian refugee directly from Turkey for each one returned from Greece&#39;s Aegean islands."
  • "He also sought to bring forward visa liberalization for Turks to June from late this year and to open more negotiating chapters in Turkey&#39;s long-stalled EU accession process."

Davutoglu er í reynd að heimta það að aðildarviðræður ESB við Tyrkland - sem hafa verið í frosti um árabil, verði hafnar að nýju.

Tyrkneskir ríkisborgarar mundu fá sömu heimildir til ferðalaga um ESB aðildarlönd - og Íslendingar í dag hafa.

  1. En án vafa, er mikilvægasta tilboðið -- að samþykkja að taka aftur við öllum flóttamönnum sem koma til ESB aðildarlanda í gegnum Tyrkland.
  2. Hugmyndin virðist vera sú -- að binda endi á ferðir flóttamanna á skriflum yfir á tvær grískar eyjar nærri ströndum Tyrklands.
    "Davutoglu&#39;s spokesman said..." - "Our aim is to go further with game-changing ideas," ... "end the tragedy in the Aegean".
  3. Það sé mikilvægur þáttur í þeirri áætlun -- að aðildarlönd ESB, samþykki að taka á móti út flóttamannabúðum, sama fjölda af sýrlenskum flóttamönnum og Tyrkir taka aftur við frá Ítalíu eða Marmarahafi.

    En með því virðist hugmyndin að senda þau skilaboð til flóttamannabúða -- að flóttamenn frá Sýrlandi, fái landsvist í Evrópu -- þeir þurfi ekki að fara í þessa hættuför.

Einn helsti veikleiki áætlunarinnar -- er sjálfsagt vilji aðildarþjóða ESB, að veita þeim fjölda sem Tyrkir fara fram á af sýrlenskum flóttamönnum hæli.

Og þ.e. auðvitað umtalsvert fé sem Tyrkir fara fram á sem stuðning við milljónir flóttamanna innan Tyrklands.
En kannski ekki ósanngjörn krafa.

 

Niðurstaða

Ég geri ráð fyrir að af þessu samkomulagi verði, í þeim meginatriðum sem eru nefnd, þannig að við taki nýtt tímabil miklu mun nánari samskipta Tyrklands og ESB aðildarlanda. Ég á þó ekki von á aðild Tyrklands að ESB - en vandinn við það fyrir aðildarþjóðir ESB er ekki síst --> Stærð og umfang Tyrklands, þ.e. skv. reglum ESB - fengu Tyrkir líklega flesta þingmenn á Evrópuþinginu og að auki a.m.k. eins mikil áhrif og Þýskaland innan stofnana m.a. ráðherraráðsins - útkoma sem mundi mjög verulega breyta valdajafnvæginu innan sambandsins.

Það sé alveg burtséð frá öðrum atriðum, sbr. átökum tyrklandsstjórnar við Kúrda, og spenna í samskiptum milli Tyrklands og Rússlands, og ekki síst - aðför Erdogans að frelsi fjölmiðla.

Það verði þó a.m.k. ljóst - að ESB taki ekki afstöðu gegn Tyrklandi í deilum við Rússlands, ef af þessu -bandalagi- Tyrklands og ESB verður; sem mér virðist sennilegt úr þessu.

  • Þetta sé mikilvæg ákvörðun aðildarþjóða ESB - sem muni skipta verulegu máli fyrir áhrif Tyrklands út á við, örugglega til eflingar þeirra áhrifa.
  1. Hvað sem má segja um Erdogan, þá hefur hann staðið sig í uppbyggingu efnahags Tyrklands, en sl. 15 ár hefur verið miklu meiri hagvöxtur í Tyrklandi en í nokkru ESB aðildarlandi -- í Tyrklandi hafi kjör fólks verulega batnað á þeim árum.
  2. Að auki, er þetta ekki -einnar víddar hagkerfi sbr. Rússland Pútíns- heldur er um að ræða nútíma vestrænt hagkerfi með áherslu á viðskipti - verslun - þjónustu og að auki, framleiðslu.
  • M.ö.o. ber ég verulega mikla virðingu fyrir þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Tyrklandi -- sem ef hún heldur áfram, stefnir í að gera Tyrkland að efnahagsveldi innan nk. 20 ára -- án gríns.

Ég held að Tyrkland hafi miklu meiri möguleika en Rússland - sem virðist eingöngu stara á útflutning á olíu og gasi, vera eins háð því í dag og fyrir rúmum 20 árum.

En með þessu áframhaldi verður tyrkneska hagkerfið innan ekki margra ára -- miklu mun stærra hagkerfi en það rússneska.

  • Þá spái ég því að menn fari að tala um nýtt --> Tyrkjaveldi.


Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband