Virðist hugsanlegt að Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum klofni

Sá áhugaverða umfjöllun: Why Republicans hate the Republican Party so much. Þar fjallar Bill Schneider um þann flokk sem virðist vera að klofna milli Donald Trumps og fylkingar sem virðist leita logandi ljósi að einhverjum sem getur staðið á móti Trump.

Nú virðist Ted Cruz sá eini sem hangir í Trump -- með kringum 300 fulltrúa meðan Trump er með nærri 400. Rubio 3-langt að baki, með um 150.

  • Á næstu dögum fara fram prófkjör í fylkjum þ.s. reglan er að -sá sem sigrar fær alla fulltrúa- í stað þess að þeir skiptist í hlutfalli við atkvæði.

Þá getur farið að skilja verulega í sundur!

15. mars verður kosið í Florida, Ohio, Illinois og Missouri.

  • Dýr auglýsingaherferð gegn Trump er í gangi í öllum 4.

Góð spurning hvort sú er líklegri til að fæla frá eða laða að atkvæði fyrir Trump.

  1. En ef marka má Schneider -- er Repúblikanaflokkurinn nú klofinn milli aðila sem stjórna flokknum, sem hata Obama - fyrir að hafa sigrað þá.
  2. Og þeirra sem hata núverandi hópa er ráða innan Repúblikanaflokksins, fyrir að hafa tapað fyrir Obama í fyrsta lagi.

Atkvæði margra úr grasrótinni - virðist ekki síst gagnrýni á forystu flokksins, sem að mati grasrótarinnar sé spillt og duglaus.
Sá hópur virðist hafa sameinast um -- Donald Trump, skv. Schneider.

Þarna séu dæmigerðu reiðu hvítu mennirnir, sem kjósa alltaf Repúblikana.
En nú hundsi þeir frambjóðendur forystunnar -- sína henni fingurinn með því að velja Trump.

  • Einhvern veginn virðist Trump hafa skinjað sinn vitjunartíma, og eys upp gagnríni á "Washington establishment" sem í augum grasrótarinnar í Repúblikna-flokknum, sé ekki síður forysta þeirra flokks.
  • Og hann virðist einnig hafa skynjað víðtæka reiði vegna þess ástands í Bandaríkjunum, að mörgum fyrrum framleiðslusvæðum þar hefur hnignað -- störf færst til Asíu --- gagnrýni Trumps á Kína eða Japan eða S-Kóru, fyrir meinta eða raunverulega ósanngjarna samkeppni, sé sem tónlist fyrir þá hópa.
    Mikið af fólki sem áður tilheyrði millistétt - hefur tapað sínum upphaflegu störfum og orðið að sætta sig við verr launuð þjónustustörf, og mikla vinnu.

 

Það bendi margt til þess að forysta flokksins sé að plotta að fella Trump á flokksþinginu, þegar forkosningum er lokið

Það gæti gerst, ef Trump nær ekki hreinum meirihluta fulltrúa -- þannig að bindandi kjör þeirra leiði hann til forystu í 1-atkvæðagreiðslu.
Þá tæknilega geta fulltrúar -skilst mér- kosið annan.

Þetta a.m.k. sagði Romney um daginn - án þess að blikna.

  1. Það sem Schneider bendi á -- sé að þá geti flokkurinn hreinlega klofnað:
    "Suppose Trump goes to the convention with the largest primary vote and the largest number of delegates, even if it’s not a majority. Does anyone believe Trump would stand by and watch the party nominate a candidate who did worse than he did?"
    "The Trump army would protest that the party establishment is rigging the game and rejecting the people’s choice. That way lies pandemonium. Trump supporters would disrupt the convention and possibly walk out."
  2. Schneider bendir á annan klofningsmöguleika:
    "Some anti-Trump Republicans are talking about splitting the party and running another GOP candidate in November if Trump becomes the party nominee."

Það skipti ekki megin máli - hvor klofningurinn á sér stað.
Hitt sé alveg öruggt - að ef Repúblikana framboð verða 2.

Þá siglir Clinton til sigurs -- líklegs "landslide."

 

 

Niðurstaða

Það má vera að Repúblikanaflokkurinn leysist upp nk. haust. Ef það gerist, að flokkurinn klofnar - það verða 2-framboð, sem mjög sennilega fullkomlega útilokar aðra útkomu en sigur Clintons.
Þá mundi líklega hefjast innan flokksins - hjaðningavíg, í pólitískum skilningi, þ.e. hver höndin upp á móti annarri.
Útkoman gæti orðið -- upplausn flokksins, ekki bara klofningur.

Hvað síðar meir mundi koma út - getur sagan ein sagt frá.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Republikanar hafa verið klofnir ansi lengi, eða síðan að heimskur almenningur kaus GWB.

Málið er, að Bandaríkin í heild sinni eru að klofna.  Þessi þjóð, sem byggðist upp á anda fólksins, og styrk þess, sem meðal annars fólst í því að það var tilbúið að berjast með vopnum gegn sinni eigin ríkisstjórn.  Og þar með efst á blaði, hvað varðar "lýðræði", hefur misst andan og máttinn. En áður en þú talar um hættu "vopna", skalltu hafa hugfast að það eru "mannréttindi" að hópar sem eru undir "hæl" stjórnarinnar, geti tekið upp vopnaða andstöðu.  En nútíma pólitík hefur breitt þessu ... nú er þessi vopnaða andstaða kölluð "hryðjuverkamenn", og glæpamenn.  Hafðu hugfast, að "uppreisnarmenn" í síðari heimstyrjöldinni, hefðu fallið undir þetta.

Þetta eru þær breitingar, sem séðst hafa í kjölfar GWB stjórnarinnnar, og Evrópa er í forsprakki fyrir.

Almennt er þetta nefnt "return to feudal Europe".

Framtíð Bandaríkjanna, er sú, að Hillary Clinton verður forseti ... í kjölfarið, munu Bandaríkin halda áfram þessari hálfvitastefnu, sem mun leiða til klofnings bandaríkjanna í heild sinni.  Ekki einungis Republikana flokksins.

Það er mjög svart útlitið fyrir Bandaríkin og Evrópu.  Pre-war politik, þar sem Evrópa heldur að "bakhjarl af hálfu US" er mikilvægur ... hernaðarlegur misskilningur, og "game changing" mistök.  Tendancy til að láta "öryggi" lyggja í fyrirrúmi, og taka "lýdræðisleg" réttindi úr höndum almennings, eru önnur hrikaleg mistök.  Mistök sem byggjast á græðgi Evrópu í Olíu og Gas, sem þeir "halda" að þeir geti fengið landleiðina í gegnum Tyrkland.  Enn á ný, sömu afglapa mistökin þar sem þorri Evrópskra pólitíkusa eru börn gamalla Aristókrata, sem eru almennt "inavlad folk grupp", og er enn með pre-war þangagang.

Með öðrum orðum, er Evrópa á leið í skítinn og Bandaríkin á leið til klofningar þar sem sambandsríkin mun ráða, og "federal" government mun verða slitið.  Þetta er óhjákvæmileg afleiðing fasisma.

Sama á við um Evrópu ... menn líta ekki í augu við "óhjákvæmilegar afleiðingar feudalism og fascism".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 01:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Látum okkur sjá, þú gengur of langt að kalla slíkt mannréttindi, en þú ert að lýsa engu öðru en - kaos.
Ef þú kallar það mannréttindi, fyrir hvaða hóp sem er -sem upplifir sig ósáttan við samfélagið- að hefja hernað gegn sínum samborgurum.
______________
Það eru mannréttindi að mótmæla - og þau mega vera eins fjölmenn og menn vilja.
Og menn mega knýja stjórnvöld -með fjölmennum mótmælum- til eftirgjafar - jafnvel uppgjafar; eins og gerðist í Úkraínu - sem sumir vísvitandi mistúlkuðu sem valdarán.
Fólkinu í Túnis tókst það einnig - Ben Ali kaus að berjast ekki, og landið leystist ekki upp í borgaraátök.
Haustið og veturinn 1989 gerður einnig svipaðir atburðir í A-Evr. - fjölmenn mótmæli leiddu til falls A-evr. járntjaldsins - þar gekk allt friðsamlega fyrir sig nema í Rúmeníu.
______________
Þ.e. allt skv. réttindum fólks -- að knýja á um breytingar.

Þegar borgarar Sýrlands - reyndu það sama, þá ákváður stjórnvöld Sýrlands, að hefja fjöldadráp á mótmælendum.
Það fjöldadráp, kallaí fram uppreisn innan hers landsins - þannig að sá klofnaði.
Frá þeirri stundu hefur geysað í því landi borgaraófriður.

Fljótlega á eftir - hófu utanaðkomandi lönd er töldu sig hagsmuna hafa að gæta, afskipti af þeim ófrið.
_____________

Nei ég á ekki von á því að Bandaríkin klofni, eins og þú spáir.
Né er ég sammála því að stefna t.d. Clintons eða Obama, sé eins og þú kallar það - klofningsstefna.

En aftur á móti, gæti náungi eins og t.d. Trump - raunverulega tekist að skapa klofning og átök; en þau yrðu ekki á því formi þ.e. vopnaðara átaka sem þú talar um, heldur mjög útbreiddra fjöldamótmæla.

Alveg óhugsandi að það leiddi til vopnaðra átaka - nema að Trump mundi siga sínum stuðningsmönnum, með vopnum - á óvopnaða borgara að mótmæla hans stjórn.

**Á hinn bóginn mundi það líklega enda fljótlega á því, að Trump ef hann gerði slíkt, yrði handtekinn -- en í Bandar. er forsetinn ekki hafinn yfir lög og rétt, hann m.ö.o. getur ekki fyrirskipað fjöldadráp á eigin borgurum - nema að þeir séu þegar í vopnaðri uppreisn.
Annað gildi um óvopnuð mótmæli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2016 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 286
  • Frá upphafi: 847462

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 283
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband