Hvað var það sem Merkel gerði sem sagt er svo hræðilegt? Er ESB í tilvistarkreppu?

Það virðist sem að fjöldi fólks fullkomlega leiði hjá sér bakgrunn ákvörðunar Angelu Merkel sl. sumar -- að hætta að framfylgja svokallaðri 1-lands reglu í Schengen.
En málið er - að sú ákvörðun hennar kom í kjölfar uppreisnar Ítalíu - Spánar og Grikklands, gegn 1-lands reglunni.
Sú uppreisn kom í kjölfar þess, að kvóta kerfi til að dreifa flóttamönnum milli landa í Evrópu -- hrundi nánast á 1-degi.
En það kerfi, var sett upp að beiðni S-Evrópu landanna, vegna þess -- að 2014 þá var flóttamannakrísan skollin á Evrópu, og 1-lands reglan þíddi þá það að S-Evrópa sat uppi ein með hundruð þúsundir flóttamanna <-> Sem N-Evrópulöndin neituðu að taka við.



Eftir sumarið 2014 var gríðarleg óánægja með Schengen í S-Evrópu

En óhjákvæmilega þegar flóttamannastraumurinn hófst frá Sýrlandi ca. 2012 - einnig hefur verið vaxandi fjöldi efnahags flóttamanna undanfarin ár.
Þetta hefur sett sífellt aukið álag á S-Evrópu lönd - vegna þess að þau eru yfirleitt - 1-lönd sem flóttamenn leita til.

2014 þegar heildarfjöldi var kominn yfir hálfa milljón - - þá fóru stjórnvöld S-Evrópulanda að beita miklum þrýstingi innan ESB -> Þ.s. þau kröfðust jafnari skiptingar á flóttamönnum.
Skv. þeirra frásögn, væri það ósanngjarnt, að N-Evrópulönd í krafti þess að vera afar sjaldan 1-land, hentu vandanum öllum í þau.
M.ö.o. þá sættu þau sig ekki lengur við það ástand - að vera flóttamannabúðir fyrir Evrópu alla.

  1. Þ.s. gerðist var, að í kjölfar þess að kvótakerfið hrundi strax, vegna andstöðu meðal nokkurra A-Evrópulanda í Evrópu Norðanverðri sem komust upp með að leiða það hjá sér, neita að fara eftir því.
  2. Þá létu stjórnvöld í S-Evrópu Merkel vita <--> Að þau mundu ekki lengur samþykkja beitingu 1-lands reglunnar.
  • Á þessari stundu var Schengen sennilega í reynd hrunið.

Þá tekur Merkel þessa ákvörðun sem svo víða er gagnrýnd -- að hætta að framfylgja 1-landa reglunni.
M.ö.o. að hætta að senda flóttamenn aftur til baka til S-Evr. landa, sem leita Norður eftir að hafa komið í land í S-Evrópu.

Angela Merkel suffers dramatic setback in regional elections

 

Eins og fram kemur í fjölmiðlum - hefur flokkur Merkelar misst nokkuð fylgi í sveitastjórnarkosningum, og flokkurinn "Alternative für Deutschland" mælist víða á bilinu 10-15%

Vandinn er sá - er að ég sé ekki hvað annað Merkel gat gert.
En ESB hefur enga sameiginlega lögreglu eða her, sem getur neytt lönd til að gera þ.s. þau ekki vilja -- ESB hefur þó svokallaðan Evrópudómstól er getur beitt sektum, en málarekstur þar getur tekið fleiri ár, sem er of hægt þegar í gangi er krísa í hraðri þróun.

Flokkur Merkelar er þó enn eftir þær kosningar stærsti flokkurinn í flestum héröðum og sveitastjórnum.
AFD flokkurinn þýski - virðist nú kominn með ca. svipað fylgi og U.K.I.P. í Bretlandi.

  • Þýskaland er þá einnig komið með all stóran innflytjenda mótmæla flokk.


Er ESB að klofna eftir -- Norður/Suður ás?

Það eru í reynd - 2-uppreisnir ríkja í gangi innan ESB, sem felur í sér niðurbrot tilrauna aðildarríkja, til þess að leysa mál í sameiningu.
Meira að segja á versta hluta skuldakreppunnar fyrir nokkrum árum - brotnaði samstarfið aldrei upp.
En nú eru komin 2-brot í samstarf aðildarríkja.

  1. Uppreisn S-Evrópulanda gegn 1-landa reglunni, er hafði þær afleiðingar að flóttamenn streymdu eins viðstöðulaust til N-Evrópu frá S-Evrópu, eins og þeir hafa verið að streyma til S-Evrópu seinni ár frá N-Afríku og Tyrklandi yfir Marmarahaf.
  2. Síðan er það ný uppreisn 10-landa í N-Evrópu, sameiginleg aðgerð þeirra til að loka landamærum þeirra gagnvart flóttamönnum, er koma til þeirra frá S-Evrópu.
    **Augljós tilraun til þess að þvinga ástand mála aftur í það far - er það var í, áður en S-Evrópulönd hófu sína uppreisn.

Þetta er eins og sagan um heitu kartöfluna -- sem menn hentu sín á milli.

 

Mig grunar að tilraun til samkomulag við Tyrkland - geti verið síðasti séns ESB til lausnar á flóttamannakrísunnu

Þ.e. sú lausn -- að Tyrkland samþykki að stoppa strauminn hjá sér, gegn því að ESB lönd styrki rausnarlega flóttamannabúðir innan Tyrklands - og gegn því að veita mótttöku flóttamönnum úr þeim búðum, ár hvert.
Á sama tíma, samþykki Tyrkland að taka við þeim flóttamönnum, sem leka í gegnum þeirra landamæri - sem þeir hafa samþykkt að stöðva.
**Auk þessa vill Tyrkland fá fleira fyrir sinn snúð -- sbr. að aðildarviðræður við ESB verði aftur hafnar, og að tyrkneskir borgarar fái að nýju fullt ferðafrelsi til Evrópulanda.

  1. En með því að -- tappinn sé hafður í Tyrklandi, þá ætti þessi tiltekna Norður/Suður deila milli S-Evrópu og tiltekinna N-Evrópulanda, að geta horfið að mestu.
  2. En annars, án samkomulags, þá líklega þíði tappi fyrir Norðan Grikkland - að a.m.k. Grikkland drukknar í flóttamönnum.
    Vegna þess að þá líklega hverfa ferðamennirnir frá Grikklandi - lendir Grikkland án tafar án lítils vafa, aftur í miklum efnahagssamdrætti, samtímis og Grikkland á að sjá hratt vaxandi fjölda flóttamanna fyrir vistum og skjóli.
    Hrun Grikklands blasir þá við.
    Nú -- ef flóttamenn aftur leita í vaxandi mæli til S-Ítalíu, svo í gegnum Ítalíu til Frakklands og Austurríkis --> Þá virðist hætta á að svipuð lokun landamæra geti endurtekið sig --> Eins og pólitíkin virðist nú vera að þróast.
    Þeir geta einnig leitað yfir annað sund yfir til Spánar -- þangað hefur ekki legið eins stríður straumur, en þangað er 3-leiðin.

En útlitið virðist í þá átt - að áframhaldandi stjórnlaust aðflæði.
Leiði til fjölgunar á slíkum einhliða - landamæra aðgerðum.
Þannig að samstarfið - brotni sífellt í meira mæli eftir Norður/Suður ás.

 

Það á auðvitað eftir að koma í ljós, ef af verður - hversu vel samkomulagið við Tyrkland virkar!

En þ.e. algerlega hugsanlegt - að sýrlenskir flóttamenn, leiti aftur yfir Miðjarðarhaf í gegnum Líbýu.
Á hinn bóginn, má vera að stækkað yfirráðasvæði ISIS um miðbik strandar Líbýu, hafi gert slíka leið - of hættulega fyrir flóttamenn.
En það má samt vel vera, að meginhóparnir sem kljást innan Líbýu, geti boðið upp á nægilegt öryggi - fyrir slíkt smygl, á þeim strandlengjum sem hvor þeirra hópa um sig ræður yfir.

En smygl - gæti verið tekjulynd sem þeir hópar mundu kannski ekki geta hafnað.
Ef þeim aftur stæði það til boða.

Tæknilega mögulegt að leita lengra fyrir flóttamannahópa - í yfir til Spánar. En þá eru menn farnir að fara töluvert langa vegu landleiðina - efa að nokkrir fari það langt nema tiltölulega fáir.

  • En aftur á móti - ætti Tyrkland að standa við sinn hluta samkomulagsins, ef af verður.
  • Ég held að meiri líkur séu á, að vandinn verði heldur meðal ESB aðildarlanda - sérstaklega þegar kemur að þeim, að þiggja sinn árlega skerf að sýrl. flóttamönnum, skipt upp á milli aðildarlanda.

 

Niðurstaða

Mér virðist raunveruleg hætta á því að flóttamannakrísan leiði fram uppbrot ESB. Þau 2-dæmi um það að hópar landa grípi til sinna ráða sem fram hafa komið. Þ.e. uppreisn S-Evrópu gegn 1-lands reglunni sumarið 2015. Og í ár, uppreisn 10-landa fyrir Norðan Grikkland sem vilja tryggja það að flóttamenn komist ekki norður. Sýnir niðurbrot vilja aðildarlanda til þess að leysa mál sameiginlega -- í slíku niðurbroti felst ekkert minna en leiðin að uppbroti sambandsins ef slík þróun ágerist frekar.

Þess vegna sé samkomulagið við Tyrkland -- sennilega ekki síst mikilvægt fyrir framtíð ESB sjálfs, gæti verið loka tilraunin til þess að bjarga sambandinu sjálfu.

  • Það verður ljóst í nk. viku hvort samkomulagið við Tyrkland - heldur áfram, eða hvort það deyr.
    Kannski snýst deilan ekki síst um það - hve mikilvæg áframhaldandi tilvist ESB sé í augum aðildarþjóðanna sjálfra.
    En ef viljinn til þess að færa fórnir til þess að halda samstarfinu áfram er farinn, þá er tilvist ESB sjálfs brátt á endapunkt kominn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er svolítið kjánaleg Einar, þú ert maður með háa greindarvísistölu og veist þetta.

Stærsta vandamálið, með Merkel er þegar hún biður alla flóttamenn velkomna.  Þýskaland eitt og sér, er með fleiri en 300 þúsund heimilislausa.  Konan sagði þýskaland vera svo ríkt, að það gæti tekið á móti öllum flóttamönnum.  Þar með, má ekki skilja orð hennar á annan veg ... en að hún gefi hreinlega skít í sitt eigið fólk.  Henni ber "skylda" að hugsa um sitt eigið fólk fyrst, og það eru önnur lönd þarna í grennd við Þýskaland sem eiga enn bágar.  Húnd dæmdi nágrannalönd sín, inn í öngþveiti og örbyrgð um ókomna framtíð.

Næsta vandamál, er að hún ásamt öðrum leiðtogum Evrópu er að semja við Tyrki um það að sópa vandamálinu undir teppið. Þetta eitt sýnir það, að engir leiðtogar Evrópu gerðu sér grein fyrir stærð vandamálsins. Þar með, eru þeir óhæfir sem leiðtogar.

Evrópa hefur státað sér í gegnum tíðina að vera "gott" fólk, þó svo að við vitum báðir að það er bara á yfirborðinu.  Enda kom það strax í ljós, að Evrópskir leiðtogar gengu að fjárkúgunum Tyrkja. Ekki ætla ég að segja, að ég skilji ekki að einhverju leiti vandamál Tyrkja.  En með þessari fjárkúgun, sem Tyrkir spila og hafa spilað, sína þeir lit sinn ... sem andstæðingar Evrópu.  Eða hvers konar háttalag er það, að við "hendum" út, fólkinu sem við buðum velkomið? Við eigum bara að skammast okkar, og leysa vandamálið ... í raun og veru, áttum við að hafa haft vit fyrir okkur, enda eru menn búnir að segja þetta í áraraðir.  Þetta er ekki eins, og þetta hafi gerst eða byrjað í gær... margir hafa sungið þennan svanasöng, í áraraðir og bent á að þetta yrði afleiðingin.  Og andstæðingarnir, hafa einnig hótað að gera þetta ...

Hvers konar leiðtogar eru þetta? Hvers konar háttalag er það, að gefa skít í eigið fólk og sýna því fingurinn sem er bæklað, og býr við fátækt og alsnauð ... og síðan, eftir að maður er búinn að taka við f&#x13A;óttafólkinu, að senda það tilbaka?

Þetta eru auvirðulegir leiðtogar, Einar ... auvirðulegir á ALLAN hátt ... svívirðing við eigið fólk, og svívirðing við flóttafólkið. Ein skömmin ofan á aðra.

Og Anela Merkel, er sko ekki fær um að leysa vanda afleiðinga gerða sinna ... síðan er spurningin, hvort einhverjir aðrir leiðtogar Evrópu séu færir um það.  Cameron, er enn einn þrjóturinn sem er að akitera fyrir því að stríðinu þarna niðri sé haldið áfram.  Þetta fólk, er búið að líða nóg ... 25 ára stríð, er nóg. Við áttum, að vera búnir að senda heri okkar hér í Evrópu, þarna niður eftir og byggja upp "örugg" svæði, sem fólk gæti búið í.  En í staðinn fyrir að byggja upp eitthvað, sem leifir almenningi að búa í öryggi frá stríðandi öflum ... þá látum við danska og norska þöngulhausa, eins og Rassamuss og herr Stolzenberg, fleigja Lýbíu inn í öngþveiti, og hörmungar.  Gera vandamálið, enn stærra en það var fyrir.

Leiðtogar okkar hér í Evrópu, hafa verið lítið annað en einskiss nýtir "asnar" allt frá síðari heimstyrjöld.  Þetta er ekki fólk, sem er fært um að skilja eða sjá vandamálin. Og nú er ég ekki að tala um, að við þessir asnakjálkar (ég meðtalinn) sem höfum verið að syngja, og ratast rétt á munn eins og máltækið segir.  Að fólk hefði átt að hlusta á okkur, og að við höfum allt rétt fyrir okkur ... málið er, að þessir aðilar, eins og Merkel hafa ekki hlustað á neitt.  Annað talsmenn glæpahópa, sem hagnast á þessum vandamálum.  

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.3.2016 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 303
  • Frá upphafi: 847479

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 300
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband