Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016
7.3.2016 | 01:34
Hvað ef við afleggjum "vaxtabætur" og "leigubætur"?
Málið er að í þessa liði fara gríðarlegar upphæðir ár hvert - þetta eru hreinar millifærslur, eða, niðurgreiðslur.
Að auki sinnir þessu fjöldi starfsmanna ríkisins, sem eru á launaskrá -- þá starfsmenn væri unnt að segja upp störfum og þar með spara ríkinu verulegt fé.
Hvað væri þá unnt að gera í staðinn?
- Unnt væri að breyta leigulögum:
A)Skapa forgang fyrir þá sem hafa fasta búsetu á Íslandi, á leigumarkaðnum. Þannig að ef einstaklingur sem sannað getur fasta búsetu hér í 12 mánuði - eitt form sönnunar gæti verið að hafa fasta vinnu sl. 12 mánuði á landinu, hugsanlegt einnig að kvittanir úr verslunum hér geti nýst sem sannanir --> Þá hafi sá forgang gagnvart þeim sem ekki hafi fasta búsetu.
B)Síðan mætti, skattleggja með mismunandi hætti leigusamninga á markaðinum, eftir því hvort um er að ræða - að leigt sé til aðila með fasta búsetu eða ekki.
M.ö.o. að það sé gert hagstæðara að leigja til þeirra er hafa fasta búsetu.
**Þetta gæti dugað og vel það, til að tryggja nægt framboð af leiguhúsnæði til þeirra sem hafa fasta búsetu.
**Skilgreiningin -- föst búseta, er þá almenn þannig grunar mig að það nýtist fordæmi frá "neyðarlögunum" frægu, þegar -- einungis voru tryggðar innistæður sem voru staðsettar á Íslandi --> Sem eins og frægt er, stóðst. Taldist ekki ólögleg mismunun. - Unnt væri að -tímabundið- eða -varanlega- afnema sjálfstæði Seðlabanka, og síðan taka pólitískar ákvarðanir um hríð - um stýrivexti.
Færa þá niður um nokkur prósent!
Það ætti að lækka ívið vexti hér á markaðinum.
**En það að seðlabankar eigi að vera sjálfstæðir er fyrst og fremst ríkjandi stefna - ekki meitlað í stein, Seðlabankar sögulega séð í öðrum löndum, hafa langt í frá alltaf verið sjálfstæðir.
Höfum í huga -- að mjög líklegt er að vaxtabætur haldi nokkuð uppi húsnæðisverði, þannig einnig verðlagi á íbúðum af því tagi - sem þeir sem eru á vaxtabótum einna helst sækjast eftir.
Þannig að - verðlag hækkar á móti, þeim kaupmætti sem vex við bæturnar.
**Að þetta sé líklega svo --> Sést á því, að húsnæðisverð fer alltaf upp eða niður, í takt við bætt eða versnandi kjör.
Ef þessar aðgerðir duga ekki --> Getur ríkið notað hluta þess fjármagns sem sparast til þess, að fjármagna í samvinnu við verkalýðfélög, nýtt verkamannabústaðakerfi.
En mig grunar að við aflagningu þessara kerfa - þá telst það sannarlega með að spara þá starfmenn sem ríkið þá þarf ekki á að halda.
Þá sparist mjög líklega nægilegt fé - til að loka þeirri gjá um fjármögnun sem er til staðar í heilbrigðiskerfinu.
Síðan er áhugavert að hafa í huga - að fyrir 30 árum þegar Ísland var ívið fátækara, þá vorum við að reka hér 3-hafrannsóknarskip + 4-5 varðskip.
Á sl. ári var hafrannsóknarskipunum tveim - lagt. Í staðinn samið við útgerðina að fræðingar fái að vera um borð í fiskiskipum -- fyrirkomulag frá því fyrir tíð hafrannsóknarskipa.
Og í dag er uppihald varðskipa einungis - 1 skip, annað til vara, það 3-ja er til en ekki er til áhöfn fyrir það.
- Fyrir 30 árum -- voru þessi bótakerfi a.m.k. mun minni í sniðum, jafnvel ekki til.
Mig m.ö.o. grunar að við munum auk þessa geta aftur hafið fullan rekstur hafrannsóknarskipa.
Og allra 3-ja varðskipanna.
- Vandinn er einmitt með -niðurgreiðslur- að þær minnka það fé sem til er hjá ríkinu.
Niðurstaða
Ég er viss að það fé er til hjá ríkinu sem þarf til þess að reka hafrannsóknarskip hér - eins og á árum áður. Auk þess að tryggja að það séu alltaf a.m.k. 2-varðskip úti á sjó, þ.e. þá þurfa öll 3 að vera í rekstri. Og til þess að heilbrigðiskerfið sé ekki fjársvelt.
Vandinn sé að fé sé varið í hluti - sem ríkið sennilega þarf raunverulega ekki að sinna.
Kv.
5.3.2016 | 03:01
Smygl á fólki virðist aftur á uppleið við Suður landamæri ESB - verður smyglið til þess að stuðla að eflingu glæpahringja í Evrópu?
Þetta ætti ekki að koma á óvart - en eftirspurn ólöglegra innflytjenda eftir því að vera smyglað - fer eftir því hve erfitt það er að komast yfir landamæri. Sl. sumar þegar ólöglegir innflytjendur virtust geta flætt yfir landamæri S-Evrópu og til N-Evrópu nánast að vild. Þá hvarf um tíma eftirspurn eftir því að vera smyglað - sem m.a. sást í því að verð sem smyglarar buðu hríðlækkuðu.
En skv. könnun blaðamanna Financial Times eru vísbendingar þess efnis að verðlag hjá smyglurum hafi hækkað 10-falt frá sl. sumri.
Og að auki, að aukning sé aftur veruleg á því, að ólöglegir innflytjendur -- kaupi sér aðstoð smyglara við það verk að komast yfir landamærin sem þessa dagana 10-lönd hafa samþykkt að vinna saman um að halda lokuðum gagnvart ólöglegum innflytjendum.
Human trafficking in the Balkans surges back to life
Vandinn er sá að efnahagslegir hvatar fyrir smygl eru of miklir til þess, að líklegt sé að unnt verði að koma í veg fyrir smygl á ólöglegum innflytjendum!
- Þetta virkar mjög svipað og eiturlyfjasmygl!
- Þ.e. eftirspurnin er fyrir hendi, bæði nóg af fólki til í að bjóða störf á svörtu gegnt því að vinnuaflið sé virkilega mjög ódýrt og vinnuaðstaða léleg, gróði af slíku getur verið umtalsverður -- og fólki að því er best verður séð, nægilega örvæntingarfullt til þess að vera til í að taka nánast hvaða áhættu sem er.
- Þegar eftirspurn er næg -- gróðavonin er mikil; þá er engin hætta á því að þeir sem sækist eftir -ólöglegum gróða- leggi ekki hönd á verk.
- En eftir því sem yfirvöld leggja meira púður í landamæragæslu, og það að reisa hindranir.
- Því meira þarf fólk sem vill komast ólöglega yfir landamærin á aðstoð til þess.
Fólk sem kaupir þjónustu smyglara tekur óskaplega áhættu.
En það virðist einfaldlega alls ekki stöðva fólk í að taka þá áhættu.
- Það getur lent í að vera myrt - að það sé svindlað á því þ.e. peningar þeirra teknir og síðan það skilið eftir í reiðileysi - það getur lent í höndum þrælahaldara.
2014 var mikið um það að smyglarar auglýstu þjónustu sína á samskiptamiðlum, t.d. Fésbók.
Það voru oft afskaplega lýgilega óskammfeilin gylliboð.
Einmitt gerð til þess, að trekkja að fólk - með vonir og mikla örvæntingu.
- Ég held að það sé vanmetið - að smyglarar eru líklegir að auki, að auglýsa þjónustu sína við smygl -- í fátækum löndum, til þess að hvetja fólk í þá hættuför að fara úr landi í von til þess að komast til Evrópu.
- Þetta geti verið vanmetið, sem ástæða þess að fólk komi, að auki sé líklegt að slíkt - vaxi, eftir því sem smyglhringir verða betur skipulagðir eftir því sem á líður.
Eins og ég benti á -- þá eru efnahagslegir hvatar mjög öflugir.
Afar hörð viðurlög eru ekki endilega líkleg til að stöðva smygl!
Þarna vísa ég aftur til reynslu af eyturlyfjasmygli.
- Hörð viðurlög fyrir ólöglega innflytjendur - einna helst tryggi að þeir geti ekki leitað til yfirvalda.
Og að þeir séu þannig nær fullkomlega á valdi þeirra sem hafa smyglað þeim.
Eiginlega - þrælavinnuafl. - En það ef e-h er, efli enn meir efnahagslega hvata fyrir smyglara.
Því þá verður vinnuaflið til í að niðurbjóða sig enn meir, jafnvel að skrifa undir samning um vinnu við mjög bág kjör fyrirfram við afar erfiðar aðstæður, og ef þeir reynast í reynd vera fangar síðar meir þeirra sem þeir starfa hjá - þá geri hörð viðurlög fyrir fólk sem er á valdi glæpahringja því mjög erfitt fyrir að losna frá þeim. - Það geri eiginlega slíkt fólk - enn meir aðlaðandi fyrir glæpahringi.
Þ.e. að hafa fólk sem getur stundað ólöglega iðju - og er ófært um að leita til yfirvalda.
Nánast hið fullkomna vinnuafl fyrir glæpasamtök
Það sem ég óttast fyrir Evrópu er að þetta virki dálítið svipað og tilraunir til svokallaðs vínbanns í Bandaríkjunum á 3.-4. áratug sl. aldar
Það að tilraunir til þess að -- stöðva ólöglega innflytjendur, leiði til eflingar glæpahringja - sem eflist við gróðann sem verði viðloðandi smygl á fólki.
Síðan eflist þeir að auki, vegna alls þess vinnuafls sem þeim áskotnist -- sem verði ófært um að leita til yfirvalda, og verði því þeim gríðarleg gróðalind.
Þetta gæti þítt, að glæpahringir eflist að fjárhagslegum burðum og að auki áhrifum innan Evrópu - sérstaklega í þeim löndum, sem ólöglegir innflytjendur vilja komast í gegnum.
- Það gætu orðið ein megináhrif þeirrar stefnu.
- Að leitast sem mest eftir því að hindra flæði ólöglegra innflytjenda.
Að efla áhrif og veldi alþjóðlegra glæpahringja, sem renni á þetta smygl - eins og þeir hafi runnið á eiturlyfjasmygl.
- En ólíklegt sé að -- það verði mögulegt að stöðva slíkt smygl.
- Burtséð frá viðurlögum - refsingum - - og þeim landamærahindrunum er verði settar upp.
Niðurstaða
Það sem ég er að segja - að líklega verði Evrópu ekki mögulegt að stöðva smygl á fólki yfir landamærin sín. Fremur en að Bandaríkjunum hafi tekist sl. 50 ár að hindra smygl á ólöglegum innflytjendum yfir landamæri sín við Mexíkó.
En það muni samt ekki hindra pólitíkusa í Evrópu í því að lofa sínum kjósendum, að ef þeir verði kjörnir þá muni þeir -- redda þessu.
Það væri þá endurtekning á bandarískri innanlandspólitík.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2016 | 02:07
Sölusamningur GAZPROM til Kína getur verið í vandræðum
Um mitt sl. ár, viðurkenndi einn æðsti ráðamaður GAZPROM að ríkisfyrirtækið hefði ekki samið um neina varnagla við Kína, þegar gengið var frá sölusamningi -- rétt áður en olíuverð fóru að falla. Samningurinn m.ö.o. var gerður er olíuverð voru við 100 Dollara, og miðaðist verðlagið á gasi til Kína við alþjóðlegt olíuverð.
Að hafa láðst að semja um varnagla gagnvart olíuverðs lækkun, væntanlega þíðir að GAZPROM er bundið af samningnum, sem líklega á verðlagi dagsins í dag -- gengur ekki upp efnahagslega.
Skv. yfirlýsingu GAZPROM er samningurinn var gerður, var talað um væntanlega fjármögnun upp á 25 milljarða Dollara - til að fjármagna nýja leiðslu sem samningurinn kveður á um að GAZPROM leggi að landamærunum við Kína; meðan að kínverski mótaðilinn leggi hana að landamærunum við Rússland hinum megin frá.
- En eitthvað virðist GAZPROM nú vera að hiksta á þessu!
- Ef marka má frétt!
Gazprom secures 2bn loan from Bank of China
- "But the gas company has since softened its rhetoric: in a presentation to investors last month it stated that Europe was Gazproms key export market."
- "...analysts are sceptical that Gazprom will be able to fund its capex plans from cash flows as gas prices tumble in Europe, its main export market."
- "They forecast that the companys net debt will double over the next three to four years on the back of sharply falling gas prices in Europe."
Sú spá byggist á því að GAZPROM haldi sig við fjárfestingaráætlanir umfram tekjur.
En algerlega rökrétt er að bíða með þessa fjárfestingu, en enginn veit enn hvenær olíuverð rétta nægilega við sér - þannig að samningurinn borgi sig fyrir GAZPROM þar með að hann sé þá samtímis efnahagslega sjálfbær fyrir Rússland.
Ekki veit ég hvar hugsanleg rauð strik í samningnum liggja - en vera má að Kína sætti sig við það að leiðslan fari í bið um óákveðinn tíma, í stað þess að segja honum upp.
En þessi samningur hafi alltaf verið að verulegum hluta - alþjóðapólitík.
En á sama tíma, geti það vart verið að Rússland treysti sér til að klára málið, meðan að salan er efnahagslega séð ósjálfbær fyrir Rússland.
Sérstaklega þegar Rússland sjálft er í djúpri kreppu.
Og Rússland er í augljósum vanda með sín fjárlög -- sbr. hugmyndir er komu fram fyrir mánuði þar, að selja stór ríkisfyrirtæki til að dekka að einhverju leiti þann halla.
Sem hljómar örvæntingarfull!
Niðurstaðan
Eins og mikið var lagt í er sölusamningurinn við Kína var undirritaður, og talað um nýtt skeið í samskiptum Kína og Rússlands.
Þá virðist það við blasa að þessi sala er í vandræðum, í ljósi þess að flest bendi til þess að það væri efnahagslega séð algert glapræði fyrir Rússland -- að legga feykilega kostnaðarsama leiðslu, til þess að selja gas -- mjög líklega langt undir kostnaðarverði.
- Ef þessi samningur deyr - þá verður það augljóslega án "fanfare."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að enginn hafi reiknað með öðru en að Sanders mundi sigra í sínu heimafylki.
Ef marka má NyTimes -- þá voru Rubio og Trump nánast hnífjafnir í Virgina - sigur Trumps naumur.
Skv. spám fyrir -Super Tuesday- er Trump spáð sigri í nánast öllum fylkjum þar sem prófkjör Repúblikana fara fram, þ.e. í 12 fylkjum.
Reiknað með Clinton hafi sigur í fleiri fylkjum en Sanders miðað við spár.
Samkvæmt fyrirliggjandi úrslitum, virðist Trump á hraðsiglingu í átt að öruggri útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikana, og stefna í að Clinton sé á móti einnig sæmilega örugg!
Miðað við það að Trump var þegar öruggur með sigur í 5-fylkjum af 10.
Vegna þess að kjörmönnum í Virginia er dreift á frambjóðendur skv. hlutfalli atkvæða, ekki þannig að sigurvegari fái þá alla eins og er algengari regla.
Þá fær Trump einungis naumann meirihluta þeirra þar.
Það voru komin m.ö.o. úrslit í 8 fylkjum hjá Demókrötum - dagurinn nærri búinn hjá þeim.
En með sigur í Texas, Alabama, Arkansas, Tennessee, Virginia og Georgia.
Þá virðist Clinton einnig stefna á fremur -- örugga útnefningu.
Þó að sanders með 2-sigra veiti enn einhverja keppni.
Niðurstaða
Úrslitin í öllum 10 - fylkjum liggja örugglega fyriri í fyrramálið hjá báðum flokkum.
En stefnan miðað við þau úrslit sem eru kominn inn - - virðist á tæru.
Þ.e. að Clinton verði langsamlega líklegasti frambjóðandi Demókrata.
Og að á móti, verði Donald Trump langsamlega sennilegast, frambjóðandi Repúblikana.
Þó augljóst sé að mörgum Repúblikönum líki það bölvanlega.
____________________________
PS: Úrslitin eru þá eftirfarandi:
- Marco Rubio has won Minnesota. Donald J. Trump has won Alabama, Arkansas, Georgia, Massachusetts, Tennessee, Vermont and Virginia. Ted Cruz has won Texas and Oklahoma.
- Hillary Clinton has won Alabama, Arkansas, Georgia, Massachusetts, Tennessee, Texas and Virginia. Bernie Sanders has won Colorado, Minnesota, Oklahoma and Vermont.
Skv. því er Sanders að veita Clinton öflugari keppni en leit út í nótt. En hún hefur samt greinilegt öflugt forskot í fulltrúum eða kjörmönnum.
Trump er greinilega með gríðarlegt forskot á Cruz og Rubio, áhugavert að Cruz skuli standa betur að vígi, með 3-fylki ef maður tekur tillit til þess að hann áður hefur einn sigur fyrir "Super Tuesday." Meðan að Rubio hefur einungis unnið í einu fylki - því sem hann náði í gær.
- Klárlega er útlitið - Trump fyrir Repúblikana.
- Clinton fyrir Demókrata, eftir sem áður.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2016 | 01:49
Argentína gerir samning við kröfuhafa sem getur bundið endi á langdrægar deilur Argentínu við hópa kröfuhafa svokallaða "holdouts"
Skv. fréttum fá 4-meginhópar "holdouts" greitt 75% af útistandandi láni + útistandandi vexti.
Þessir kröfuhafahópar höfnuðu áður mun eldra samkomulagi sem Argentína gerði 2004 við meirihluta sinna kröfuhafa, um greiðslu 30% andvirðis krafna - auk vaxta.
Skv. því mega þessir kröfuhafahópar vel við sitt una!
Sérstaklega vegna þess að vitað er að þeir flestir keyptu kröfurnar fyrir miklu mun minna.
Argentina, lead creditors settle 14-year debt battle for $4.65 billion
Argentina strikes deal with holdouts
Mauricio Macri núverandi forseti Argentínu
Heilt yfir litið er þetta sjálfsagt rétt ákvörðun hjá forseta Argentínu
Auðvitað eru þessir hópar fjárfesta og fjárfestingasjóða - á ysta jaðri þess sem getur talist siðferðislega réttlætanlegt.
En þeir voru í reynd búnir að vinna fullnaðarsigur á Argentínu.
Eftir að dómstóll í New York, þ.s. lögsaga er fyrir hinar útgefnu skuldir -- hafði fryst allar greiðslur til annarra kröfuhafahópa, þangað til að Argentína gerði upp við "holdouts."
Sú ákvörðun Griesa dómara - eyðilagði gersamlega samningsstöðu Argentínu.
Ákvörðun fyrra forseta - Cristina Kirchner 2014 að lísa yfir nýju greiðsluþroti Argentínu, í stað þess að -- leggja niður skottið.
Hafi ekkert annað gert en að loka algerlega á aðgengi Argentínu að skuldamörkuðum.
Á sama tíma og að kröfuhafar hafa ítrekað gert kröfur í eignir argentínska ríkisins, t.d. skip eða flugvélar, ef þær eignir létu sjá sig - erlendis.
T.d. gat þá forseti Argentínu ekki farið í heimsóknir til útlanda flugvél í eigu argentínska ríkisins, án þess að eiga það á hættu að kröfuhafar gerðu kröfu í þá eign.
Eða skip argentínska flotans, farið í kurteisisheimsókn til vinaþjóðar.
Þó slíkt sé -"petty"- og kannski ekki rosalega óþægilegt í reynd.
Þá er alger lokun að erlendum lánamörkuðum -- mun erfiðari.
Vegna þess að það geri það mjög erfitt - að fá erlendar fjárfestingar.
Fjárfestar hafa jafnan lítinn áhuga á löndum - sem séu lokuð með þeim hætti.
- Það sé ekki síst loforð nýs forseta, að leitast við að hífa upp efnahaginn -- vs. það hve þreyttir allir eru á þessu endalausa skuldabasli frá 2000.
- En út á þau loforð fær hann kosningu - þ.e. að binda endi á skuldadeilurnar, og að efla efnahag Argentínu.
Mig grunar þó að síðara loforðið verði mun erfiðara.
En t.d. er kreppa í Brasilíu nú - sem hefur verið mikilvægur markaður fyrir argentínskar vörur.
Líklegt sé að kaldur andvari frá Brasilíu muni ekki hjálpa við tilraunir til nýrrar efnahags uppbyggingar.
Svo hefur Argentína ekki beinlínis sérdeilis gott orðspor.
Niðurstaða
Ef við gerum ráð fyrir því að argentínska þingið samþykki núverandi samkomulag, þannig að það komist til framkvæmda - mun Argentíns losna við langsamlega megnið af útistandandi deilum við kröfuhafahópa sem gjarnan hafa verið kallaðir "holdouts" vegna þess að þeir höfnuðu því meirihluta samkomulagi sem Argentína á sínum tíma gerði við meirihluta aðila 2004.
Síðan verður að koama í ljós - hvernig hinni nýju hægri sinnuðu stjórn Argentínu gengur með seinna loforðið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar