Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Mér virðist Svanur Kristjánsson ganga of langt er hann heldur því blákalt fram að forseti Íslands hafi vald til að hundsa sjálfa grunnregluna um þingræði

Ég átti áhugavert tal við Svan á Facebook í gær, get notað beinar tilvitnanir úr því:
En hann heldur því blákalt fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra - burtséð frá þeirri staðreynd hvort hann njóti enn stuðnings Alþingis.

Sjá einnig á vef Eyjunnar: Stjórnmálafræðiprófessor segir forsetann eiga að mynda nýja ríkisstjórn vegna skattaskjólsmálanna

"Svanur Kristjánsson --> 1. Forsetinn kallar saman ríkisráðsfund á Bessastöðum og skipar nýjan forsætisráðherra. 2. Nýr forsætisráðherra undirritar ásamt forseta lausnarbréf burtrekins forsætisráðherra. 3. Nýr forsætisráðherra undirritar ásamt forseta bréf um þingrof. 4. Nýjar alþingiskosningar eru haldnar. Þessi möguleiki var rakinn á Alþingi í umræðum um lýðveldisstjórnarskránna 1943-1944 - eins og þeir fræðimenn vita sem nenna að vinna vinnuna sína."

Þegar ég benti honum á - að þetta væri gegn þingræðisreglu, þannig að líklega mundi forsætisráðherra meta það svo, að forseti hefði ekki til þessa - vald skv. ákvæðum stjórnarskrár, og hafna því að hann hefði verið rekinn - þannig að forsætisráðherra í slíku tilviki mundi starfa áfram eins og ekkert hefði í skorist, sem og sá þingmeirihluti sem hann væri með -- sá meirihluti mundi sennilega einnig hafna þingrofsbréfi forseta í slíku tilviki, og að auki sennilega neita -meintum ný skipuðum forsætisráðherra- um heimild til að lesa það í þingsal, þ.s. það væri ekki í samræmi við stjórnarskrána.

"Svanur Kristjánsson - Burtrekni forsætisráðherrann þarf ekki að samþykkja eitt eða neitt. Nýji forsætisráðherrann undirriitar lausnarbréf hins burtreikna ásamt forseta. Kristján Eldjárn samþykkti beiðni forsætisráðherra um þingrof árið 1974 án þess að kanna hvort þingmeirihluti væri fyrir þingrofi."

Þarna er hann að vísa til svokallaðs -þingrofsmáls- þegar starfandi forsætisráðherra stóð frammi fyrir því, að samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn - var búinn að semja við Sjálfstæðisflokkinn að þeir báðir mundu styðja vantraust sem þingmenn Alþýðuflokks mundu leggja fram.
Á hinn bóginn -- meðan að Alþingi hefur ekki enn kosið um vantraust.
Þá er forsætisráðherra enn -- sitjandi forsætisráðherra.

  1. Ég lít því ekki á þessi tilvik sem Svanur talar um -- sem sambærileg.
  2. Þ.s. að beiðni forsætisráðherra um þingrofsbréf -- þegar vantraust hefur ekki enn verið samþykkt á hann af þinginu.
  3. Sé þá ekki -- brot á þingræðisreglu.
  • En það sé algerlega enginn vafi á, að sú hugmynd Svans -- að forseti geti rekið forsætisráðherra, sem enn hefur traustan þingmeirihluta - og það eru litlar líkur á að sá meirihluti bili, að vantraust m.ö.o. verði samþykkt.
    --Standist ekki þingræðisreglu.--

Hann geti m.ö.o. ekki notað - þingrofsmálið, því til stuðnings að forseti hafi vald sem hann heldur fram blákalt - að reka forsætisráðherra sem enn nýtur fullt trausts þingsins og fátt bendi til að sé líklegur að fá á sig samþykkt vantraust.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

"1. gr. Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."

Ég get ekki séð betur en að fullyrðing hans, sé gegn fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar.
En það hefur alltaf verið skilið með þeim hætti - að forsætisráðherra sérhver sitji í skjóli þingsins.

Það væri augljóst brot á -1. gr.- ef forseti reyndi að reka forsætisráðherra sem hefði enn fullan stuðning þingsins.

  1. En þú ert annað af tvennu, með -þingræði- eða ekki.
  2. Ef forseti getur rekið forsætisráðherra, sem hefur starfandi þingmeirihluta - gegn vilja þess forsætisráðherra og einnig gegn vilja starfandi þingmeirihluta --> Þá er ekki þingræði, heldur - forsetaræði.

Hvernig á þá að útskýra merkingu -1.gr.- stjórnarskrárinnar?

Svo er auðvitað rétt að nefna:

"13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."

Sem hefur verið skilin með þeim hætti - alveg frá upphafi lýðveldisins - að það sé ákvörðun forsætisráðherra, en ekki forseta, að rjúfa þing.

En annað fyrirkomulag - væri afar erfitt að samræma því yfirfyrirkomulagi, að búa við þingræði.

 

Niðurstaða

Mig grunar að óbeit Svans á núverandi stjórnarflokkum sé slík að honum sé farið að förlast sýnin á hvað sé líklega eðlileg túlkun á valdi forseta og því hvernig þingræðið virkar á Íslandi.

 

Kv.


Ótrúlegar fjárhagslegar stærðir innan kínverska hagkerfisins

Sá þessa umfjöllun á vef Financial Times, um að ræða blogg færslu Martin Wolf: China’s future challenge for the world economy. Áhugaverð grein - verð aflestrar, fyrir þá sem eiga virkt logg á Ft.com.

En það sem vakti mesta athygli mína - er þegar hann fór að tæpa á þeim ógnarstærðum sem finna má innan kínverska hagkerfisins.
Þá meina ég - það fjármagn sem flæðir innan þess!

  1. "China’s gross annual savings were about $5.2tn in 2015, against $3.4tn in the US."
  2. "...its stock of “broad money”,...was $15.3tn at the end of last year..."
  3. "...the total gross stock of credit in the economy was about $30tn."
  • "...foreign-currency reserves (China) as large as $3.2tn..."

Til samanburðar er rétt að hafa í huga:

  1. Þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna 2013, "16,99 trillion PPP Dollars."
  2. Þjóðarframleiðsla Kína 2013, 16,08 trillion PPP Dollars."

Það þíðir m.ö.o.:

  1. Heildarsparnaður er þá ca. 32% af umfangi kínv. hagkerfisins 2013.
  2. Heildarpeningamagn er þá ca. 95% af umfangi kínv. hagkerfisins 2013.
  3. Heildarskuldir eru þá ca. 1,87 föld þjóðarframleiðsla Kína 2013.


Það sem menn eru að pæla, er hvað gerist ef Kína opnar sitt peningakerfi!

Það sem Martin Wolf er að segja er, að miðað við umfang peningalegra stærða - þá gæti það skapað mikla röskun í peningakerfi heimsins.
Megnið af þessum skuldum innan Kína - eru skuldir einkafyrirtækja og opinberra aðila innan Kína, annarra en kínverska ríkisins sjálfs.
Og þær hafa verið í mjög hröðum vexti sl. áratug.

  1. En Martin Wolf er að segja, að magn peninga sem mundi vilja fara frá Kína, þrátt fyrir að Kína hafi stærsta gjaldeyrisvarasjóð í heimi.
  2. Geti samt sem áður numið margföldum þeim gjaldeyrissjóði.
  • Rökrétt afleiðing þess -- væri akkúrat sú sama og hefur blasað við pínulitla Íslandi eftir hrun --> Þ.e. að losun hafta skapi mikið gengishrap.
  • Það mundi auðvitað þíða, þ.s. þetta er risahagkerfið Kína en ekki dvergríkið Ísland, að þegar það sama gerist að innflutningur skreppur saman og það mikið í Kína eins og ef það sama mundi gerast fyrir Ísland, og samtímis þá verður samkeppnisfærni útflutningsatvinnuvega verulega betri en nú er.
  • Þá stórfellt batnar viðskiptajöfnuður Kína - þ.e. hagnaður af utanríkisviðskiptum Kína.

En gríðarlegur viðskipta-afgangur, mundi rökrétt þurfa til að fjármagna það útstreymi peninga sem mundi áfram vilja leita annað.

  1. En ytri áhrif slíkrar atburðarásar væru:
    Öll hagkerfi sem eru háð því að selja hrávöru til Kína, eða háð sölu á öðru varningi til Kína, lenda tafarlaust í hyldjúpri kreppu.
    Það gæti orðið verulega víðtæk kreppa, vegna þess hve mörg lönd í heiminum í dag - eru háð Kína markaði.
  2. Á sama tíma, mundi verðlag kínv. útfl. afurða - verða verulega hagstæðara en þ.e. þó í dag, og þar með samkeppnis-staða landa sem keppa beint við kínverskan útflutning -- raskast verulega.
  • Það þarf varla að taka fram -- að líklega mundu önnur lönd bregðast harkalega við.
  1. Þessar peningasummur sem hafa verið búnar til innan kínverska hagkerfisins.
  2. Séu einfaldlega svo risastórar -- að losun hafta innan Kína.
  3. Skapi risastórt rask innan heimshagkerfisins.

Það auðvitað þíði - að slík opnun sé augljóslega ill framkvæmanleg.
Ekki vegna þess, eins og á Íslandi, að ísl. hagkerfið geti raskast.
Heldur vegna þess að - heims hagkerfið geti raskast.

 

Niðurstaða

Það sé virkilega orðið svo, að umfang Kína sé svo mikið - að hvað sem gerist innan Kína þegar kemur að þeim stærðum sem eru í gangi í því hagkerfi. Hafi mikla möguleika til röskunar á heildar hagkerfi heimsins.

Áður fyrr var það svo sagt, að þegar Bandaríkin fá kvef fær heimurinn flensu.
En nú virðast hagkerfin orðin 2-sem þetta er líklega satt um.

Peningastjórn og efnahagsstjórn í báðum löndum -- sveiflar því efnahag landa um heiminn allan.

 

Kv.


Það sem er áhugavert við ósigur ISIS við Palmyra í Sýrlandi!

Er að hersveitir Assads - sem náðu bænum, nutu aðstoðar loftárása rússneskra hervéla - ásamt því að fjölmennar hersveitir skipaðar bandamönnum Írans - tóku þátt.

  1. Þetta þíðir, að þrátt fyrir yfirlýsingar Kremlverja um brottflutning liðs frá Sýrlandi - þá eru flughersveitir Rússa, alls ekki farnar.
    Það má vera að þeim hafi verið fækkað.
    En þetta virðist sýna að ekki hafi verið um - brottflutning að ræða.
  2. Síðan er eftirtektarverkt - þátttaka liðssveita Hezbollah og annarra liðssveita Shíta hliðhollum Íran í þessu áhlaupi á Palmyra.
    En það bendir til þess - að sögu um veikleika hersveita stjórnarinnar, hafi sannleiksgildi - að þrátt fyrir loftárásir rússneskra hervéla, hafi orðið að styrkja árásina á Palmyra með - - bandalagssveitum Írans.
  3. Eins og frá er sagt - þá féll bærinn í hendur liðssveita stjórnarinnar.
    En ljóst virðist - að án stuðnings íranskra bandamanna, þá hefði þessi sigur ekki unnist.
    Þannig að sú fréttaskýring virðist villandi sem segir þetta - sigur stjórnarhersins.
    **Þetta er þá ekki síður - sigur bandalags hersveita Írana.
    **Og auðvitað, Rússa.

Syrian forces retake Palmyra from Isis

"Ayed al-Utayfi, a tribal sheikh from the city who backs the opposition, said he worried whether Palmyra’s largely Sunni residents would be able to return, citing concerns that regime forces would accuse them of being pro-Isis."

 

Þetta getur verið lykilatriðið!

En málið er -- að vegna þess hversu "sectarian" þetta stríð er orðið, sbr. liðssveitir stjórnarinnar í dag stærstum hluta skipaðar Alövum - - sem er sérstakur trúarhópur.
Þær njóta síðan stuðnings - Írans og bandalagsliðsveita Írana.

Á móti standa, Súnní hópar af margvíslegu tagi, allt frá ógnarhópnum ISIS - yfir í hina eiginlegu uppreisnarhópa, og þeir uppreisnarhópar njóta stuðnings - hóps Araba ríkja sem einnig eru Súnní trúar.

  • Um langa hríð hafa átök þess hóps Arabaríkja - og Írans, og bandamanna Írans, farið stig vaxandi.

Síðan 2013 - eftir að hópar er nutu stuðnings Arabaríkjanna voru orðnir ríkjandi meðal uppreisnarmanna.
Og eftir að ISIS var komið til sögunnar.
Og einnig það ár - þá fékk Íran bandamann sinn, Hezbollah - til að senda sínar sveitir til Sýrlands.

  • Þá held ég að ekki sé nokkur vafi um að átökin hafi tekið á sig -- sterkan trúarstríðs tón.

 

Spurningin er þá - hvað gerist ef hersveitir skipaðar Shítum og Alövum halda nú innreið inn á svæði meirihluta byggð Súnnítum?

Ef ótti, Ayed al-Utayfi, að þeir leggi á flótta - og snúi ekki til baka.
Ef sá ótti reynist á rökum reistum.

Þá þíðir áframhaldandi framrás slíkra liðssveita -- fjöldaflótta Súnní íbúa þeirra svæða sem þær sveitir ná undir sig.

Það verður að koma í ljós hvort að svo raunverulega sé!

 

Niðurstaða

Það sem ég óttast, í ljósi þess að gríðarleg grimmd Assad stjórnarinnar hefur þegar leitt til landflótta um 5 milljón íbúa Sýrlands -- að ótti íbúa á svæðum sem eru byggð Súnní meirihluta sé slíkur.
Að ef og þegar hersveitir skipaðar einkum Alövum og Shítum - hefja innreið sína á svæði byggð meirihluta til Súnní Aröbum.

Þá verði ný flóttabylgja frá Sýrlandi í hvert sinn.
Fall Palmyra getur verið áhugaverð prófraun á það hvort ótti minn er á rökum reistur.

Eins og að Ayed al-Utayfi sagði - ef íbúarnir snúa ekki heim.
Þá getum við verið í vanda!

En ég get ekki ímyndað mér að nýr fjöldaflótti leiði til friðar.
Þá stækka flóttamannabúðir enn frekar í löndunum í kring.

Slíkar síðar meir geta þróast yfir í að verða þjálfunarmiðstöðvar fyrir skæruhópa, sbr. flóttamannabúðir Palestínumanna á árum áður, og ekki síður - flóttamannabúðir Afgana innan Pakistan er urðu skjól og þjálfunarbúðir Talibana.
**Stríðinu verði haldið áfram frá flóttamannabúðunum m.ö.o.


Kv.


Basilía virðist mér nánast hin fullkomna uppskrift að aðstæðum þar sem pópúlísti gæti náð völdum

Höfum í huga - að þing landsins er að íhuga að hefja ferli sem mundi felast í formlegri ákæru á hendur forseta landsins, Dilma Rousseff um spillingu.
Síðan gerðist það nýverið - að hún reyndi að skipa fyrri forseta landsins, Lula, ráðherra í sína ríkisstjórn --- svo steig fram áhrifamikill dómari með lögbanns úrskurð á þá aðgerð þegar til stóð að sverja Lula til ráðherraembættisins, athöfnin var að hefjast.
Ef þ.e. ekki nóg, komu fram hleruð símböl milli Rousseff of Lula þ.s. hún lofar Lula ráðherraembætti - ef hann þarf á því að halda!
**En punkturinn með það að skv. brasilískum lögum, er ráðherra veitt skjól fyrir lögsókn.
**Og rannsóknins á Petrobras spillingarmálinu mikla, hefur teigt anga sína til fyrri forseta landsins.Síðan komu fram harðorðar ásakanir frá Rousseff gagnvart dómaranum sem dirfðist að hindra að hún veitti vini sínum og velgjörðarmanni þannig skjól gegn dómsvaldi -- um "judicial coup."

Brazil’s tainted elite leaves few alternatives to Dilma Rousseff

  • Að segja Dilmu Rousseff rúna trausti - er sennilega mjög vægt sagt.
  • Á hinn bóginn, njóta dómstólar landsins ekki sama traust og á Íslandi, og á sama tíma -- þá er ekki heldur sem svo að flokkar pólitískra andstæðinga sem vilja nú leiða þinglega kæru á hendur forsetanum séu sjálfir lausir við spillingarorð í fortíðinni.
  1. Rétt að nefna - að mitt í öllu þessu er landið statt í sinni verstu efnahagskrífu síðan á 8. áratug sl. aldar!
  2. Stjórnmálakrísan augljóst veikir getu stjórnvalda til að fá samvinnu þingsins, til beitingar óvinsælla en líklega nauðsynlegra aðgerða - til að fást við alvarlegan hallarekstur og þar með skuldasöfnun ríkins; hvort tveggja varð alvarlegt eftir að utanaðkomandi efnahagsáfall minnkaði tekjustreymi ríkisins.
  3. A.m.k. sum alþjóðleg lánghæfismatsfyrirtæki - hafa lækkað Brasilíu í, ruslflokk.

http://www.brockpress.com/wp-content/uploads/2015/01/Porto-Uni%C3%A3o-da-Vit%C3%B3ria-receber%C3%A1-Dilma-Rousseff-amanh%C3%A3-16.06.2014.jpg

Það eru þessar tvær krísur: Alvarlegasta pólitíska krísa sem landið hefur sennilega séð nokkru sinni - í samverkun við alvarlegustu efnahagskrísu í langan tíma

Það er þetta - sem mig grunar að skapi nánast fullkomnar aðstæður fyrir hugsanlegan pópúlista að rísa upp.

Verkalýðfélög virðast ólíkleg til samvinnuþíðni við stjórnvöld eða pólitísku elítuna yfirleitt - þegar stjórnvöld reyna að fækka starfsmönnum eða lækka laun.
Virðist sennilegt að verkalýðfélög muni efna til verkfalla - víðtækra sennilega.

Eitrað andrúmsloft tortryggni - hindri sennilega slíka samvinnuþíðni.
Og fjölmenn skæruverkföll - sennilega skaða efnahag landsins enn frekar.

Ofan í öllu þessu, er dramað í gangi, þ.s. þingið ætlar að gera tilraun til þess, að ákæra forsetann!
Það sem flækir fyrir - er ekki síst það, að margir þingmenn eru flæktir sjálfir persónulega inn í Petrobras málið.

M.ö.o. gæti það mjög vel verið -- að Rousseff geti fengið þingmenn síns eigin flokks, og hugsanlega einhverja fleiri þingmenn - til að verja hana, vegna hagsmuna þeirra sjálfra.
Þ.s. ef henni væri ýtt til hliðar, formlega ákærð, yrði að kjósa eins fljótt aftur og mögulegt er!
-Svo er aldrei að vita að hún búi ekki yfir upplýsingum sem geta komið einstökum þingmönnum illa.-

  1. Það hafa verið pælingar um hugsanlegt valdarán, af kaosið verður virkilega slæmt.
  2. Á hinn bóginn, hefur herinn sínt lítinn áhuga á stjórnmálum sl. 20 - 30 ár, brenndur af sínum fyrri afskiptum.
  • Landið gæti aftur á móti -- staðið frammi fyrir raunverulegum möguleika á -- byltingu!

Þá frá götunni - frá þeim mikla fjölda sem líklega í framtíðinni muni mæla óánægðir götur borganna, á mótmæla fundum af margvíslegu tagi - hvort sem um er að ræða verkalýðsmótmæli, eða mótmæli almennt við ástandinu.

Ef einhvern tíma skapast þær aðstæður -- að hávær reið rödd geti upp risið.
Þá er það við þær aðstæður sem líklega eru til að vera til staðar næstu mánuði og næsta árið innan Brasilíu.

  • En kannski ef elítan stendur frammi fyrir því, að vera -ýtt til hliðar eins og hún leggur sig- gæti verið að hún grátbiðji herinn að taka yfir.

Kannski stígur herinn fram -- ef Brasilía stendur frammi fyrir byltingu.

 

Niðurstaða

Það er hvað ég vil meina - að sennilega sé að skapast innan Brasilíu nánast hinn fullkomni jarðvegur fyrir - byltingu.
Byltingar þurfa ekki endilega vera slæmar - þær stundum eru friðsamar, t.d. í A-Evrópu 1989 eða rósabyltingin í Portúgal á 8. áratugnum.
Hinn bóginn -- virðist mér líklegar að svo mikil reiði geti myndast innan Brasilíu, að sá byltingarjarðvegur sem geti verið til staðar - verði of reiður til að byltingin verði -falleg- eða -friðsöm.-
Það sé sennilegasta sviðsmyndin fyrir hugsanleg inngrip hersins - ef landið stendur frammi fyrir blóðugri byltingu.

 

Kv.


Vísindamönnum tekst að framkalla einfaldaða frumu með lágmarks fjölda sem samt gerir henni kleyft að starfa eðlilega

Það sem er sennilega merkilegast við frumuna sem vísindamennirnir bjuggu til, er að hún inniheldur 149 gen -- sem enginn veit hvað gera.
Þau eru samt nauðsynleg, því án hvers og eins þeirra, starfaði fruman ekki.
M.ö.o. 32% gena lágmarks frumunnar, hefur óþekkta virkni.

Synthetic Stripped-Down Bacterium Could Shed Light on Life's Mysteries

Scientists Create Tiniest Life Form Yet, Not Sure What It Is

This Bare-Bones Synthetic Cell Has World's Smallest Genetic Code

Landmark as lab creates synthetic cell with minimum genes needed for life

Image: J. Craig Venter Institute scientists have created a stripped-down life form

"Electron micrographs of clusters of JCVI-Syn 3.0 cells magnified about 15,000 times. This is the world’s first minimal bacterial cell. Its synthetic genome contains only 473 genes."


Sem grunn notuðu þeir einfrumungs geril sem nefnist - "Mycoplasma."
Síðan prófuðu þeir sig áfram, með því að fjárlægja einstök gen úr frumunni, og síðan ath. hvort að hún gat samt sem áður starfað án þess gens.

"The original bacteria species that the Venter group worked on is already pretty tiny: M. mycoides is found in cow stomachs and has about 985 genes. The human genome has more than 20,000 genes. Golden Delicious apples have more than 57,000 genes. The new organism, nicknamed Syn3.0 by researchers? It has 473."

Að vinna sig niður í 473 gen, tók þá 5 ár.
Þeir telja að sum þeirra gena er hafa óþekkta virkni, starfi saman með öðrum - þannig að summa tveggja eða fleiri gena, skili nauðsynlegri starfsemi.
Vilja meina að a.m.k. sum þeirra, séu stuðningsgen.

"“We are probably at the 1 percent level in understanding the human genome,” said Clyde Hutchison III, a distinguished professor at the Venter Institute."

Eftir að þeir unnu sig niður á genakóða sem virkar að lágmarki -- þá settu þeir hann inn í frumu sem fyrst var alveg tæmd af genum, og starfandi fruman 2-faldar fjölda sinn 3-ja hvern klukkutíma.

Skv. rannsakendum þá sýni þessi vinna fram á -- hve lítið vísindamenn vita enn um starfsemi gena.
Að til þess að ná fram fullri vitneskju um starfsemi genakóða -minnstu frumu í heimi- þurfi enn árafjöld í viðbótar rannsóknir.

En a.m.k. sé það markmið að geta hannað einfalda frumu með tiltekna afmarkaða virkni - komin skrefinu nær.
Enn séu bersýnilega mörg á í að vísindamenn fari að breyta genum í fólki.

 

Niðurstaða

Maðurinn hefur 57þ. gen - minnsta fruma í heimi 473, og samt eru 149 þeirra með óþekkta virkni. Sem sýnir að þó vísindamenn séu skrefi nær að geta raunverulega hannað einfaldar frumur með fyrirfram ákveðna virkni.
Þá sé bersýnilega enn afar langt í land, þar til að menn geta farið að endurhanna genakóða sjálfs mannkyns.


Kv.


Líkur á samdrætti í olíuframleiðslu í Rússlandi á nk. árum

Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í NewYork-Times: Russia, Light on Cash, Weighs Risks of a Heavy Tax on Oil Giants.
Skv. því sem fram hefur komið í fjölmiðlum, þá virðist hallinn á rússn. ríkinu í ár stefna í að vera um 10%, eða langt umfram - þ.s. rússn. lög segja að hann megi hámarki vera, þ.e. 3%.
Ástæða - lægri olíuverð.

Eitt af þvi sem verið er að ræða -- er að skattleggja framtíðarsjóði olíufélaganna, sem enn þann dag í dag innihalda skv. umfjöllun 90 milljarða Dollara.
En þeir eru til staðar svo þau geti lagt í stórar fjárfestingar í t.d. nýjum olíusvæðum, án þess að þurfa að taka hugsanlega áhættusöm - erlend lán.
Við núverandi olíuverð - þá halda félögin að sér höndum, ekkert nýtt svæði hafi verið opnað til vinnslu síðan 2014.

  • "This year, new taxes will cost oil companies about 200 billion rubles, or about $2.9 billion. But a far larger tax, reported by Russian news media to be up to $11 billion, is under consideration for the 2017 budget."

Á sama tíma - þá sé tekjustreymi félaganna að frédregnum sköttum, með tilliti til nýrra skatta, það minnsta sem hafi verið í langan tíma.

  • "The higher the price, the more Russia’s oil companies paid in taxes. At an oil price of $100 a barrel, for example, the companies were paying taxes of $74, according to Renaissance, a Moscow investment bank. When oil prices collapsed, the government took most of the loss in diminished tax receipts. With oil at $35 a barrel, the tax is about $17, leaving $18 a barrel for the companies — not too much less than the $30 a barrel they made at the peak."

Við þessar aðstæður sé ekki undarlegt, að þau sinni fyrst og fremst viðhaldi.

  1. En vandinn við það sé sá að -- meginsvæði Rússlands séu í hægri hnignun.
  2. Þau svæði sem þarf að nýta í framtíðinni -- séu öll því marki brennd, að þau krefjist verulegs fjármagns - svo unnt sé að hefja vinnslu.
  3. Það borgi sig ekki nema - olíuverð hækki umtalsvert.
  • "Yevgeny G. Yasin, a former minister of economy, said in an interview." - "“The United States is successfully developing shale oil so that even if prices go up, it will only lead to more shale oil production” that would compete with new Russian output coming online years from now..."

Fram hefur komið í fjölmiðlum, að kostnaður við dælingu á olíuleirsteins svæðum innan Bandaríkjanna -- sé milli 50-60 dollarar.
Sem þíðir, að um leið og verð nær ca. 60 dollurum - þá hefjast að nýju fjárfestingar í þeim geira bandarísks olíuiðnaðar, og framleiðslan þá vex þar að nýju.

Það er mjög góð spurning -- hversu kostnaðarsöm tæknilega mögulega vinnanleg svæði í Rússlandi í N-Síberíu eru -- en Rússar eiga mjög stórt svæði alveg nyst í Síberíu: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.

Svæðið markast af bláu línunum!

File:USGS - Bazhenov Formation Oil Reservoir.png

En þarna eru gríðarlegar vetrarhörkur, og auðvitað - freðmýri.

Punkturinn er auðvitað sá -- að ef kostnaður við dælingu verður hærri á þeim svæðum, þannig að "brake even point" sé yfir 50-60 dollurum.

Getur vel verið að bandaríski olíuiðnaðurinn, með því að hefja að nýju fjárfestingar - þegar verð aftur nær ca. 60 dollurum; hindri Rússa í því að endurnýja sína framleiðslu.

Þannig -- að við taki stöðug en samt sem áður, örugg hnignun framleiðslu.

  • "A study leaked from the Ministry of Energy, seen as allied with the oil industry, and published last week in the business daily Vedomosti, presented a doomsday scenario. Russia, the analysis predicted, could cease to be an oil power, with output plummeting to half the current level by 2035."
  • "Output in what is today the Russian Federation fell to about 8.8 barrels in 1991 from about 11 million barrels a day in 1988, according to “Collapse of an Empire: Lessons for Modern Russia,” by a former prime minister, Yegor T. Gaidar, who argued that oil prices and not the arms race with the United States ended the Soviet Union."

Ef þessi svartsýna sýn -- er rétt.

Þá mundi efnahag Rússlands hraka jafnt og þétt á nk. árum - - hnignunaráin rétt að hefjast.

 

Niðurstaða

Þó að framleiðslukostnaður á núverandi megin vinnslusvæðum Rússlands sé ekki það hár -- "The average cost of producing and transporting a barrel of oil is about $15." -- Þannig að rússneski iðnaðurinn er ekki rekinn með tapi. Eins og sá norski t.d. án nokkurs minnsta vafa er.
Þá er veikleiki Rússlands líklega - dýrleiki þeirra svæða sem þarf að nýta í framtíðinni, ef Rússland á að geta haldið sinni stöðu sem ein af stærstu olíuframleiðsluþjóðum heims.
Þ.e. þá virkilega mikilvæg spurning, hver vinnslukostnaðurinn verður á svæðum allra nyrst í Síberíu - þ.s. án nokkurs minnsta vafa er dýrara að vinna olíu og að auki flutningskostnaður meiri.

En bandaríski olíu-leirsteins-iðnaðurinn, fer aftur á kreik af fullum dampi, um leið og verð ná aftur ca. 60 dollurum.
Bandarísku fyrirtækin eru ekki að starfa í freðmýri eða nærri eins miklum vetrarhörkum, né eru bandarísku vinnslusvæðin alveg þetta afskekkt - sbr. flutningskotnaður.
Ef kostnaður á nyrstu svæðum Síberíu er meiri en það sem bandarísku fyrirtækin að lágmarki þurfa til að bera sig -- þá einfaldlega borgar sig ekki að vinna þá olíu í N-Síberíu, svo lengi sem olíuleirsteins svæðin í Bandaríkjunum geta annað þeirri umframeftirspurn sem heimurinn þarf á að halda.
Að öðrum framleiðendum slepptum.

"Fracking"-ævintýrið í Bandaríkjunum getur vel enst a.m.k. 20 ár.
Það leiddi til mikil hnignunar rússn. framleiðslu - ef svo lengi væri ekki unnt að setja ný svæði í Rússlandi á koppinn.

Ef sú svartsýni mundi koma fram -- þá væri hnignun Rússlands efnahagslega séð rétt nú að hefjast!

 

Kv.


Helstu olíuframleiðendur heims -fyrir utan Íran- segjast ætla að frysta olíuframleiðslu miðað við janúar 2016

Sá þetta á vef Financial Times -- en skv. því virðist að Saudi Arabía og Rússland, í samvinnu við OPEC lönd önnur en Íran. Hafi gefist upp á tilraunum til þess, að fá Íran til að taka þátt í -- frystingu olíuframleiðslu, miðað við framleiðslu við upphaf þessa árs!

Saudi Arabia will freeze oil output without Iran, says Opec delegate

 

Þessi yfirlýsing virðist þó ærið villandi!

En eins og áður hefur komið fram í fréttum, þá þíðir frysting framleiðslu miðað við framleiðslu í jan. 2016 -- að Saudi Arabía og Rússland, frysta framleiðslu ca. við sína hámarks framleiðslu.

  • Þ.e. því auðvelt fyrir þau ríki, að kynna frystingu -- þegar þau geta hvort sem er ekki framleitt meira.
  • Þessi yfirlýsing virðist því meir - táknræn!

Á hinn bóginn, virðist skv. frétt að -- andinn á olíumörkuðum hafi breyst, og að spákaupmenn séu nú farnir að spá hækkun frekar en lækkun.

Brent Crude komið í 40 dollara.
En fyrr á árinu var það oftast nær í rúmlega 30 dollurum.

  • Líklegt virðist að efasemdir hafi vaknað um -- fyrirhugaða framleiðslu-aukningu Írans.

En þegar Íranar sögðust ætla auka framleiðslu um helming, fóru verð um tíma svo langt niður sem í 27 dollara fatið af olíu.
T.d. nýverið neyddust írönsk stjórnvöld til að -- fresta útboði á eignum til erlendra fyrirtækja, sem var fyrirhugað.
Vegna þess að andstæðingar erlendra fjárfestinga í olíuvinnslu -- sökuðu stjórnvöld um svik við þjóðina, eða, e-h í þá átt.

En erlend fyrirtæki fást vart til þess að koma með sitt fé, nema að þau fái fyrir sinn snúð.
Eftir áratugi af refsiaðgerðum þarf mikið að endurnýja af tækjum og búnaði.

Þessi andstaða getur líka verið hluti af innanlandspólitík - að andstæðingar forseta Írans innan íransks samfélags --  reyni að bregða fæti fyrir tilraun hans til að auka framleiðslu, í von um að -- þeir geti síðan sagt að áætlun hans hafi ekki skilað þeim árangri sem hann hafði lofað -- þ.e. bætt kjör - auknar tekjur.

  • Mig grunar að efasemdir á markaðnum um framleiðslu-aukningu Írans, sé sennilegri skýring þess að olíuverð hefur aftur farið nokkuð upp.
  • Frekar en að þessi -- hlægilega frysting framleiðanda á sinni hámarks framleiðslu, sé að hafa þau áhrif.


Niðurstaða

Íranar hafa sína einangrunarsinna, andstæðingar opnunar Írans gagnvart útlöndum - hafa enn hávært og áhrifamíkið "lobbý." Þeir virðast vera gera sitt besta, til að bregða fæti fyrir tilraun stjórnvalda Írans -- til að hrinda í verk fyrirhugaðri framleiðslu-aukningu upp á helming.

Það getur verið að þeim takist að þæfa/tefja málið nægilega til þess að annað af tvennu, komi aukningin ekki inn í ár, eða verði minni í ár en sú 50% aukning sem olíumálaráðherra Írans lofaði.

Sennilegt virðist að ívið hærra olíuverð upp á síðkastið sé í ljósi efasemda um hina fyrirhuguðu framleiðslu-aukningu, sem Íran áður lýsti yfir.

  • Þ.e. rökrétt ef markaðir trúa ekki lengur á þá aukningu í ár, eða að hún verði minni en til stóð -- að þá hækki verð að einhverju marki aftur.
  • Sem auðvitað þíðir, að ef Íranar losa þessa innanlandspólitísku klemmu, og hrinda aukningunni úr vör - þá væntanlega lækka verðin að nýju.

 

Kv.


Donald Trump setur spurningamerki við veru Bandaríkjanna í NATO

Eins og svo oft áður, þá er Trump í ummælum - a.m.k. tvísaga. En sum ummælin geta bent til þess, að Trump hafi áhuga á að slá NATO af. Meðan að við önnur tækifæri - talar Trump um, að NATO sé alltof dýrt fyrir Bandaríkin, og það þurfi að skera mjög mikið niður.
Bandaríkin hafi ekki lengur efni á þessu -- a.m.k. þurfi mikinn niðurskurð.
Það komi alveg til greina að halda í NATO.

Í margvíslegum öðrum ummælum, hefur Trump talað hlýlega til Pútíns - og Trump hefur talað um Úkraínu með þeim hætti, að þessi deila skipti litlu eða engu máli fyrir Bandaríkin, þau eigi ekki að vera að skipta sér af þessu.
**Þetta sé vandamál Evrópu!

Trump questions U.S. financial backing for NATO

Trump questions US role in Nato

635934730864156190-Trump.JPG

"We are paying disproportionately (for NATO). It's too much and frankly it's a different world than it was when we originally conceived of the idea," - "We have to reconsider. Keep NATO, but maybe we have to pay a lot less toward NATO itself." - "We certainly can’t afford to do this anymore," - “Ukraine is a country that affects us far less than it affects other countries in Nato and yet we’re doing all of the lifting,” - “Why is it that Germany’s not dealing with Nato on Ukraine . . . Why are we always the one that’s leading, potentially the third world war with Russia?”" - “They might not be happy but they have to help us also. We are paying disproportionately . . . there has to be at least a change in philosophy.”

  • "The happiest person hearing this would be Vladimir Putin," said retired Admiral James Stavridis, NATO's former Supreme Allied Commander Europe. "We are all frustrated with low European defense spending, but pulling away from NATO would be an extraordinary geopolitical mistake."

  • James Stavridis, a retired US admiral who served as Nato supreme commander..." - "...said it was crucial for the US to maintain its leadership role in Nato. “While we all want to see European defence spending in Nato increase, it would be a mistake to give up a US leadership role in the organisation,” he said. “Nato is an absolute foundation for global security.
  • Trump is proposing nothing less than the liquidation of the liberal world order,” said Thomas Wright a foreign policy expert at the Brookings Institution. “It would be a dream come true for Russia and China. Within a year they could achieve what they thought was impossible — an end to the US alliance system in Europe and Asia.

 

Í ofangreindum ummælum, tekin úr viðtali, virðist Trump ekki beinlínis tala um að leggja bandalagastrúktúr Bandaríkjanna niður - en hann a.m.k. talar um mikinn samdrátt í framlögum Bandaríkjanna til þeirra samtaka!

Að auki virðist hann ekki lengur vilja, að Bandaríkin séu leiðand afl -- heldur að bandalagsríkin taki stórum eða jafnvel stærstum hluta yfir sviðið.

Þetta er þó afar óljóst hjá honum.
T.d. ef þ.e. nokkur minnsti vafi um það, að Bandaríkin séu enn tilbúin að verja bandalagsríki sín -- þá þíddi þetta hugsanlega, raunverulega - hugsanlegt hrun þeirra bandalaga.

  1. Vandinn er sérsaklega mikill í Evrópu - en miðað við önnur ummæli, þá mun Trump ekki telja Bandaríkin eiga að skipta sér af Úkraínu, láta málið algerlega í hendur Evrópu - ef hún vill áfram atast í Pútín út af því máli.
  2. Þá er það spurning hvernig Pútín mundi túlka slíka útkomu - en ef hann t.d. teldi að Bandaríkin stæðu t.d. ekki lengur að baki Eystrasaltlöndunum, eða að hann teldi að það væri ekki - fullvíst.
    Þá gæti Pútín í kjölfarið látið reyna á það - hvort Bandaríkin ætla að verja þau lönd eða ekki.
  3. Segjum að það mundi koma í ljós, að Trump er tregur að beita sér - vill frekar semja við Pútín, ekki til í að - stöðva ráðabrugg hans, lætur t.d. undan Pútín með það að Eystrasalt löndin verði að taka tillit til vilja Rússlands í sínum ákvörðunum í utanríkismálum.
  • Þá mundi slík atburðarás eyðileggja NATO á mjög skömmum tíma.
  • En það má ekki vera minnsti vafi um, að öflugasta NATO landið sé tilbúið að verja - veikustu NATO löndin.

Spurning hvort að Trump mundi skilja alvarleika þess máls -- nægilega fljótt, þegar hann væri að gefa eftir Pútín með lönd sem Trump gæti virst svo lítilfjörleg að þau skiptu ekki máli.

En málið er -- að ef prinsippið um varnir heldur ekki.
Þá er bandalags strúktúrinn hruninn.

Pútín aftur á móti mundi skilja þetta atriði 100%.

  1. Ef NATO mundi hrynja, of ef vilji Bandaríkjanna til varnar Evrópu væri áfram óljós.
  2. Gæti Rússland gengið á nánast alla A-Evrópu, hvort sem hún er meðlimur að ESB eða ekki, og beitt þau lönd - stigvaxandi þrýstingi, sambærilegan þeim sem hann beitti Úkraínu áður en svokölluð krísa hófst þar.
  • Tilgangurinn sá sami, að fá þau lönd til að sætta sig við það -- að Rússland réði að miklu leiti yfir þeirra utanríkismálum.
    Eins og fyrri forseti Úkraínu var búinn að sættast á - þegar landsmenn risu upp í mjög fjölmennum mótmælum.

Einu Evrópulöndin sem hafa í dag einhverjar umtalsverðar varnir - fyrir utan kjarnorkuveldin 2.
Eru Þýskaland - kannski Pólland.

Önnur lönd í A-Evrópu fyrir utan Pólland, séu afar veik varnarlega.
Eiginlega það veik - að Rússland ætti alls kosti við þau.

Ef ekki er lengur til staðar vilji Bandaríkjanna - til varna.

  1. Afar ósennilegt virðist að V-Evrópulöndin, með sína djúp niðurskornu heri eftir skuldakreppu árin.
  2. Ráði við það að koma A-Evrópu til varnar.

Ef Bandaríkin hætta að verja A-Evrópu.

  • Þetta þíddi m.ö.o. að Pútín gæti hafið leppríkisvæðingu A-Evrópu fremur fljótlega eftir ef það kemur í ljós, að Trump -- hefur ekki áhuga á að verja þau lönd.

Pútín mundi án efa vilja tryggja á einhverjum punkti, að stjórnendur væru hans stjórnvöldum vinsamlegir.

________________

Ég þarf varla að taka fram!
Að staða Íslands -- án skýrs varnarvilja Bandaríkjanna.
Yrði afar afar fljótt -- gersamlega vonlaus.


Það áhugaverða er - að sennilega eru Asíubandalög Bandaríkjanna minna viðkvæm

Vegna stöðugrar spennu á Kóreuskaganum, er S-Kórea -- grá fyrir járnum.
Með miklu mun öflugari her en nokkurt Evrópuland innan NATO - nema kannski Tyrkland.

Japan nýtur þess að vera eyjaklasi - að flotauppbygging Kína er ekki nægilega langt komin til þess að Kína geti beitt Japan einhverjum tilfinnanlegum þrýstingi.

Ástralía er einnig betur varin en flest Evrópuríki - Nýja-Sjáland langt í burtu.
Indónesía hefur stóran og öflugan her.

Spurning um Malasíu og Filipseyjar.

A.m.k. S-Kórea - Japan - Ástralía - Indónesía, ættu að geta haldið út forsetatíð Trumps.

En óvíst er að Evrópa raunverulega það geti.
Ef Trump er -- óljós með varnarvilja gagnvart veikari NATO löndum.

Þá þarf ekki meira til - samtímis og hann dregur liðsstyrk Bandaríkjanna mikið til frá Evrópu -- til að NATO mundi á skömmum tíma liðast í sundur.

  1. Pútín mundi sig finnast hafa himinn höndum tekið -- að fá aftur á silfurfati, mikið til þá drottnun yfir A-Evrópu sem var í tíð Sovétríkjanna.
    Með aðgengi að iðnaði E-Evrópulanda, og þeirra hagkerfum -- gæti Rússland aftur orðið risaveldi.
    Þar með auðvitað, farið mjög hratt að færa sig frekar upp á skaftið með drottnunar tilburði.
  2. Kína gæti reynt að veikja sérstaklega stöðu landanna í við S-Kínahaf, en Kína er þegar langt komin með uppbyggingu 3-ja flotastöðva við Spratly skerjaklasanum -- það gæti þítt, að lönd eins og Filipseyjar - Malasía og Víetnam þó það sé ekki bandalagsríki Bandar. -- gætu lent undir mjög þungum þrýstingi

Indónesía er líklega nægilega sterk til að standa þetta af sér - kannski Malasía.

En Filipseyjar eru mun veikara ríki hernaðarlega -- og Víetnam gæti fljótt orðið einangrað, ef Bandaríkin draga sig saman eins mikið í Asíu undir Trump og innan NATO.

 

Niðurstaða
Spurning hvort að Trump mundi verða orsakavaldur að endurreisn járntjaldsins í Evrópu. En Pútín hefur talað um hrun Sovétríkjanna og A-tjaldsins, sem eitt mesta áfall sem Rússland hefur nokkru sinni orðið fyrir.

Ef Trump sem forseti, mundi sýna veikleika í vilja til að verja A-Evrópuríkin í NATO.
Þá gæti það gerst afar hratt -- að Pútín gangi á lagið, gagnvart þeim.

Spurning hvað gerist akkúrat -- en einn möguleikinn væri að innanlands uppreisn yrði í einhverjum þeirra landa!
Eins og varð í Úkraínu.

Pútín gæt dregið a.m.k. e-h í land, ef hann stæði frammi fyrir innanlands átökum!
En þ.e. alls ekki víst -- enda getur rússneski herinn í dag auðveldlega hreyft 100þ. manna herlið milli svæða á skömmum tíma.
Hann gæti einnig einfaldlega -- látið vaða inn, ef eitthvað slíkt gerist.

Ef þ.e. ekki lengur ástæða fyrir hann að óttast kjarnorkuárás, þá gæti það vel gerst í slíkri sviðsmynd.
_____________

Klárt að Íslendingar verða að sitja á bæn um það að -- Clinton vinni nk. haust í Bandaríkjunum, því að ef varnarvilji Bandaríkjanna hverfur undir Trump forseta -- þá yrði staða Íslands afar fljótt -  afar vonlítil.

 

Kv.


Er Jón Baldvin að íhuga endurkomu í stjórnmálin með málflutning er virðist litaður af pópúlisma?

Jón Baldvin var í viðtali á Eyjunni um helgina, og þ.e. áhugavert hvað málflutningur hans svipar til -- vinstri sinnaðra pópúlista, sbr. Sanders í Bandaríkjunum, jafnvel Corbyns í Bretlandi.

Þeir Sanders og Corbyn eru báðir aldraðir - en þeir fengu samt heilmikið fylgi fólks í yngri aldurshópum, einmitt út á það að nálgast málefni - án málamiðlana.
Þeir tveir vegna þess að þeir nálgast málin með þeim hætti - hafa gjarnan verið taldir af fólki sem leitar nýrra fyrirmynda - "authentic."

Sem ég skil þannig - taldir meina þ.s. þeir segja - hafa trúverðugleika m.ö.o.
En á sama tíma - þá gerir skortur á málamiðlunum í þeirra málflutningi, það líklega að verkum að hvorugur sennilega á mikla raunverulega möguleika að komast til valda!

 

Málflutningur Jóns virðist einkennast af pópúlisma

Jón Baldvin ómyrkur í máli: Einstaklingshyggjan er orðin allsráðandi

„Á tímum bóluhagkerfisins fyrir Hrun upplifðu Íslendingar það, að örfámennur hópur, sem réði yfir ný einkavæddum bönkum og fjármála stofnunum, gat stofnað til skulda, sem námu tífaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. Þegar kom að skuldadögum eftir Hrun, báru þeir enga ábyrgð. Gróðinn hafði verið einkavæddur, en skuldirnar átti að þjóðnýta. Skattgreiðendur báru skaðann.“

Þetta er einfaldlega kolrangt!

En þ.e. eitt af einkennum pópúlísks málflutnings - að sletta fram fullyrðingum, og hirða ekkert um það, að hvaða marki þær standast.

  1. Skuldir ísl. einkabankanna námu 6,6 þjóðarframleiðslum Íslands við hrun.
  2. Þ.e. algerlega augljóst -- að íslenskur almenningur, var ekki neyddur til að borga þetta -- það hefði aldrei verið mögulegt.

Þeir sem báru hið raunverulega tap af bankahruninu -- voru erlendir bankar.
Mér finnst magnað ef Íslendingar -- leyfa JBH að komast upp með að fullyrða fullkomna þvælu, og samtímis -- fagna því eins og karlinn sé að segja stórfenglegan sannleik.
En þannig voru viðbrögðin -- minnti á viðbrögð stuðningsmanna Trumps við ruglinu í þeim manni.

  • Að auki -- hafa margir af helstu stjórnendum bankanna, lent í fangelsi.

Ég kannast því ekki við þetta -- fullyrðingu hans um algert ábyrgðarleysi.

Annað dæmi um pópúlískan málflutning.

"Með því að byrðin hafi lent á almenningi hafi þjóðfélagsáttmálin verið rofinn. Sá óorðaði sáttmáli felst í því, að hverjum og einum er frjálst að auðgast af eigin rammleik fyrir eigið fé, að því tilskyldu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur til þess samfélags, sem skapar verðmætin. Við hvorugt hefur verið staðið. Þjóðin bar skaðann. Og nú, þegar við erum að byrja að jafna okkur eftir áfallið, m.a. vegna hagstæðra ytri aðstæðna, bendir flest til, að það eigi að endurtaka sama leikinn."

Hér kemur meir af pópúlískum málflutningi -- en takið eftir því hvernig hann leitast við að kynda undir reiði hlustenda.
En pópúlískur málflutningur -- hefur einmitt þau einkenni, að hann er algerlega í æsingastíl.

M.ö.o. óvinurinn er skilgreindur mjög fljótt.
En þ.e. alltaf einkenni pópúlísks málflutnings, að hann er reiðilestur.
Og að þ.e. alltaf einhver óvinur -- sem bent er fingri að, leitast við að beina reiðinni að.

Trump er einmitt gott dæmi um þannig málflutning!
Þó svo að skotmörkin hans Trumps séu ekki þau sömu og hjá JBH.
Þá hefur málflutningur JBH sömu hegðunareinkenni.

  1. Efnahagsáföll skella alltaf á almenningi -- á því eru engar undantekningar.
  2. Þannig að þegar bankarnir hrundu -- þá varð kjarahrun.
  3. Enda engin leið að forða því -- vegna þess að innkoma Íslands minnkaði stórfellt.

----------------

Þarna gerir hann það að miklum glæp.
Að kjör hafi versnað -- vegna þess efnahagsáfalls sem landið varð fyrir.

  • Sama tíma lætur hann algerlega vera að nefna þá fyrrum stjórnendur hrundu bankanna - sem hafa lent í fangelsi.
  • Og þá staðreynd, að Ísland -- eitt allra landa, hefur fangelsað fyrrum stjórnendur banka, sem hrundu og þannig orsökuðu tjón fyrir þjóðfélagið allt.

Vegna þess að málflutningur hans er pópúlískur -- þá lætur hann einnig alveg vera að setja efnahagshrunið í víðara samhengi.

  • T.d. að það var kreppa í mörgum löndum á sömu árum og Ísland gekk í gegnum sinn vanda.

Hann hefði getað nefnt það, að almenningur í þeim löndum, slapp ekki heldur við kjararýrnun, í þeim löndum Evrópu öðrum - sem lentu í kreppu.
Hann hefði getað nefnt þá staðreynd, að almenningur sleppi aldrei nokkru sinni við kjararýrnun -- algerlega burtséð frá því hver bakgrunns örsök efnahagsáfalls er.

"Það er ár til kosninga. Það gætu orðið þýðingarmestu kosningar í sögu lýðveldisins. Allir vita, að nú þarf að ná samstöðu um stóru umbótamálin – kerfisbreytingu til frambúðar. Við vitum öll, hver stóru málin eru: Ný stjórnarskrá, sem tryggir þjóðinni virkt lýðræði. Málskotsréttinn til þjóðarinnar um að leggja stórmál undir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar stjórnmálaforystan á Alþingi bregst. Jafn atkvæðisréttur, einn maður – eitt atkvæði. Sameign þjóðarinnar á auðlindum innsigluð í stjórnarskrá, sem og krafan um, að þjóðin fái réttmætan arð af auðlindum sínum. Húsnæði á viðráðanlegum kjörum handa nýrri kynslóð, sem hefur verið úthýst. Þetta eru næg verkefni til að sameinast um á nýju kjörtímabili."

"Hvernig fórum við að því? Með því að beita afli samstöð unnar – þrátt fyrir allt sundurlyndið. Með því að beita lýðræðinu gegn auðræðinu. Við þurfum að gera það aftur. Við getum það. Vilji er allt sem þarf."

Þetta fær mig til að velta því fyrir mér -- hvort JBH er á leið aftur inn í pólitík!

  1. Hann lætur t.d. hjá líða að nefna það, að þ.e. engin sérstök ástæða að ætla að þannig stjórnarskrárákvæði breyti nokkru - þ.s. kvóti telst einungis vera eign á tilkalli til tiltekins veiðiréttar.
    En ekki eign á fiskinum sem slíkum -- enda er stjórnvöldum frjálst að ákveða hver heildarveiðin er - þá frjálst að minnka eða auka hana - eða banna veiði alfarið.
    Ef kvóti þíddi raunverulega eign á fiskinum í sjónum -- væri það ekki hægt, að banna t.d. mönnum að veiða eign sína - sennilega ekki heldur hægt að takmarka veiði viðkomandi á eign sinni.

    Þannig að kvótakerfið einfaldlega stenst slíkt stjórnarskrárákvæði.

  2. Annað er spurningin um -- réttmætan arð.
    Það lætur hann gersamlega hjá líða að skilgreina.
    En t.d. líta sumir vinstrimenn á allan arð sem óréttmætan -- þá vilja þeir meina að óréttmætt sé að þeir sem veiða græði yfir höfuð á því.
    **Hinn bóginn hefur JBH alltaf verið -- hægri krati.
    Hann er þá ekki þeirrar skoðunar -ef maður miðar við hans fyrri skoðanir- að þeir sem veiða megi ekki græða á því.

    Einhvern veginn lætur hann alveg hjá að nefna sína pólit. sögu.
    **T.d. að það var JBH sem -- gerði Davíð Oddson að forsætisráðherra!

  3. Húsnæði á viðráðanlegum kjörum -- aftur lætur hann alveg hjá líða að skilgreina nokkuð.
    **Ég mundi t.d. styðja endurvakningu verkamannabústaðakerfis.
    **Og þ.e. einmitt fyrirhugað!
    Sem JBH lætur alveg hjá líða að nefna.
    T.d. stendur til að hefja byggingar nokkur þúsund íbúða í Rvk. í samvinnu við ASÍ.

    Hann sjálfsagt ætlar sér að taka -"kredit."

  4. Svo er það áhugavert hvernig hann talar um - nýja stjórnarskrá.
    En augljóslega er hann að tala um - Tillögu Stjórnlagaráðs.
    Þ.e. augljóslega tillaga -- en miðað við hvernig hópur innan þjóðfélagsins talar, þá er búið að gera það plagg að helgidómi - sem virðist svo helgur að ef það færi fyrir Alþingi, þá væri það einhvers konar -- saurgun.
    **Þannig hefur hópur fólks haldið því fram, að stjórnmálamennirnir megi einfaldlega ekki snerta á því -- þó að raunveruleikinn sé sá, að meðan núverandi stjórnarskrá er í gildi - enn.
    Þá gilda ákvæði hennar um það með hvaða hætti má gera á henni breytingar, og menn geta einfaldlega lesið stjórnarskrána: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

    **Ég skal ekki segja -- að það geti ekki mögulega gerst, að ef nýr meirihluti Alþingis eftir nk. kosningar, hefur vilja til þess og meirihluta -- þá auðvitað getur hann ákveðið að gera - tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
    **Vandinn er bara sá - að þá þarf strax aftur að kjósa til Alþingis -- því skv. ákvæðum núgildandi stjórnarskrár, taka breytingar einungis gildi -- eftir að næsta þing staðfestir þær að afliðnum nýjum kosningum.

    Hvernig getur JBH þá vitað að næsti þingmeirihluti muni hafa sömu skoðanir?

    Ég sé ekki alveg hvernig JBH -- fyrirhugar að komast framhjá þeirri hindrun.
    En það tónar alveg við -- pópúlískan málflutning, að útskýra ekki neitt og samtímis hirða ekkert um hvort stefnan í málflutningnum er praktísk.

 

 

Niðurstaða

Mér finnst stórfellt í aukningu pópúlískur tónn í pólitísku umræðunni á Íslandi.
Og því miður virðist mér það meir áberandi á vinstri væng - en hægri væng.

Hægri sinnaður pópúlismi er sannarlega til á Íslandi, þ.e. í takt við Trump, eða hægri öfga flokka á meginlandi Evrópu - t.d. nýlega stofnaður flokkur, Þjóðfylking.

Nú virðist Jón Baldvin Hannibalsson, demba sér beint í bólakaf í hina nýju pópúlísku vinstri umræðu -- það fær mig til að velta því fyrir mér, hvort JBH sé á leið inn í pólitík á nýjan leik.

En miðað við fylgi Sanders í Bandaríkjunum, og Corbyns í Bretlandi meðal vinstri manna í Bandaríkjunum og Bretlandi -- þá gæti það alveg gerst að JBH hafi raunhæfa möguleika á slíkri endurkomu.

Hans pópúlíski málflutningur virðist treysta á gullfiskaminni kjósenda.
Að þeir t.d. muni ekki, að fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddsonar - samstjórn með Alþýðuflokki þegar JBH var einmitt formaður Alþýðuflokks.

  • Þá startaði JBH einmitt nýrri hægri bylgju inn í ísl. stjórnmál.

 

Kv.


Samningur ESB og Tyrklands - besta von ESB til að koma böndum á flóttamannakrísuna! En það eru ótal leiðir fyrir þann samning að hrynja!

Eins og fram hefur komið í fréttum - hafa ESB aðildarlönd og Tyrkland undirritað samkomulag, sem til stendur að komi böndum á straum flóttamanna í gegnum Tyrkland til Grikklands.
Sem hefur verið megin leið flóttamanna til ESB aðildarlanda sl. ár a.m.k.

EU and Turkey agree deal to return migrants

Europe gambles to stem migrant flow

What’s in the E.U. Deal With Turkey? Controls, Concessions and Swaps

EU, Turkey seal deal to return migrants, but is it legal? Or doable?

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_physio-2006.jpg

Með því að loka á strauminn frá Tyrklandi - er vonast til þess að klofningur meðal ESB aðildarríkja, verði ekki frekar til trafala!

  1. Tyrkir fá 6 milljarða evra árlegan stuðning við flóttamnnabúðir innan Tyrklands - þ.s. eru a.m.k. 2,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna.
  2. Þeir fá að auki -- opnun á kafla 33 í aðildarviðræðum ESB og Tyrklands, sem Frakkland hafði -fryst- fyrir töluverðu síðan, en sá kafli fjallar um framlög og styrki - þ.s. Tyrkland mundi augljóst verða nettó styrkþegi og mjög stór sem slíkur - hafði Frakkland fryst þann kafla, ekki síst skv. kröfu fransks landbúnaðar.
    Þannig fá Tyrkir -- formlega endurræsingu viðræðna.
    En áfram verða frystir þeir 5-kaflar sem Kýpur neitar að losa, nema að Tyrkir fallist á tilslakanir gagnvart Kýpur - sérstaklega þegar kemur að hugsanlegri sameiningu eyjarinnar.
    **Kýpur heldur því enn sínu taki á Tyrkjum. Þannig að þó viðræður geti hafist, þá standa Tyrki enn frammi fyrir þeirri pyllu, að þurfa - ef þeir vilja raunverulega aðild, á einhverjum enda að semja við stjórnvöld Kýpur.
  3. Vilyrðið sem aðildarlöndin veita Tyrklandi um opnun á frjálsar ferðir íbúa Tyrklands um ESB aðildarlönd - felur enn í sér að Tyrkland þurfi að uppfylla öll 72 skilyrðin sem aðildarríkin höfðu sett á sínum tíma.
    **Það sé því eiginlega ekki eftirgjöf af hálfu aðildarríkjanna.
  4. Síðan felur samningurinn það í sér - að Tyrkir fá samþykki aðildarríkjanna fyrir því, að þau taki við frá Tyrklandi -- sama fjölda sýrlenskra flóttamana og verða á næstunni sendir aftur til baka til Tyrklands, vegna þess að þeir komu til Grikklands ólöglega.
    **Þetta gildi þó einungis um þá flóttamenn - sem koma til grísku eyjanna eftir undirritun samningsins.
    **Næstu daga verður mikið að gera á grísku eyjunum næst Tyrklandi - þegar það þarf að koma á skráningarkerfi fyrir flóttamenn, sem virkar - yfirheyra þá sem koma, svo unnt sé að skilgreina hverja má senda til baka til Tyrklands --> Svo kerfið standist flóttamanna-sáttmála SÞ.
    **Aðildarlöndin hafa samþykkt, að senda þegar um helgina nokkur þúsund starfsmenn -- það verður bersýnilega mjög mikið að gera í flugi til eyjanna tveggja á laugardag.
  5. Og síðar þegar þau skipti hafa farið fram, og það kerfi er farið að virka þannig að þeir sem sleppa í gegnum Tyrkland til grísku eyjanna þrátt fyrir tilraunir tyrkneskra yfirvalda að stöðva þá. séu greindir síðan sendir aftur til Tyrklands þeir sem skv. sáttmála SÞ má senda aftur til baka -- þá hafa aðildarríkin samþykkt að hefja móttöku umsamins fjölda flóttamanna beint frá flóttamannabúðum innan Tyrklands.
    **Þ.e. fyrir utan þá sem ESB samþykkir að taka við í skiptum fyrir einhverja sýrlenska flóttamenn sem sendir eru aftur til Tyrklands.


Á sunnudaginn mun hefjast mikil törn á grísku eyjunum, þegar hefja skal skráningu og greiningu flóttamanna - sem streyma inn eftir að samkomulagið er tekið gildi

  1. "“Sunday will be a stretch,” a Greek interior ministry official said. “It will take several weeks to get going even with help from EU partners.”"
  2. "Mr Juncker admitted it was "a Herculean challenge" for Greece and "the biggest task the European Commission has ever faced"."
  • "Greece also requested 4,000 extra staff — including 2,500 from other EU countries — to help it man borders and detain and handle an estimated 10,000 arrivals per week, who must be processed individually according to the terms of the deal."

Ég hugsa að gríski ráðherrann hafi líklega á réttu að standa - að engin leið sé til þess að kerfið komist í gagnið um helgina.
En það sé mjög mikilvægt fyrir aðildarríkin - að stoppa upp í gatið.
Og það sé forsenda þess að samningurinn sé -löglegur- að hver og einn flóttamaður sé yfirheyrður og þannig greindur -- sem verður mikið verkefni í ljósi þess fjölda sem áætlað er að muni áfram streyma að af gríska ríkinu.

Á hinn bóginn þegar Tyrkir hafa fengið fyrir sinn snúð.
Þá líklega munu þeir reyna meir að stöðva strauminn.

Þannig að ekki er víst að þeir verði þetta margir sem grísk stjv. óttast.


Hætturnar fyrir samkomulagið eru sennilega mestar frá aðildarríkjunum sjálfum

Viðkvæmasti parturinn sé mjög sennilega sá hluti - sem felur það í sér að aðildarlöndin skipti sín á milli sýrlenskum flóttamönnum -- sem þeir taka við skv. samkomulaginu frá Tyrklandi.

Rétt að ryfja upp að samkomulag milli aðildarríkjanna um skiptingu flóttamanna sín á milli, sem gert var 2015 -- féll um leið og skiptin áttu að hefjast. Þegar Ungverjaland neitaði að taka þátt.

Síðan þá er komin ný -pópúlísk- öfgahægri stjórn í Póllandi -- og hún væri vís til þess ekki síður, að taka harða afstöðu til slíkra skipta.

  • Ef samkomulagið hrynur - þá hefur Tyrkland enga ástæðu til þess, að samþykkja að taka aftur til baka þá flóttamenn sem komast í gegnum Tyrkland ólöglega til ESB aðildarlanda.

Og í ljósi þess að lönd Norðan við Grikkland eru með landamæralokanir.
Þá mundi á Grikklandi á skömmum tíma skella fullkomlega stjórnlaus krísa.

Hrun Grikklands gæti blasað við á skömmum tíma. Sem gæti verið nægilega alvarleg til þess, að fjöldi Grikkja sjálfir gerist flóttamenn. Þannig að ný flóttamannakrísa skelli á - ofan í þá sem fyrir er.

  • Við gæti tekið fullkomlega óviðráðanlegt krísu ástand fyrir ESB, og það gæti leitt til þess að ESB sjálft liðaðist í sundur á skömmum tíma.

 

Sá möguleiki er til staðar að flóttamenn streymi aftur í gegnum Líbýu

Það væri ekki endilega ógn við samkomulagið við Tyrkland - en það gæti skapað nýja ógn fyrir innra samstarf ESB aðildarríkja.
En það styttist óðum í forsetakosningar í Frakklandi - 2017.
Og ef flóttamannastraumur myndast á ný í gegnum Ítalíu svo áfram Norður - síðan til Frakklands.

Þá gæti Hollande neyðst til að setja girðingar á landamærin við Ítalíu.
Austurríki - Sviss og jafnvel Króatía - gætu gert hið sama.

  1. Sá möguleiki er til staðar -- að Ítalía og Frakkland, mundu taka sig saman um hernaðaraðgerð í Líbýu.
  2. En stjórnvöld á Ítalíu hafa verið með slíka í undirbúningi um nokkurt skeið.

Gallinn er að Líbýa hefur ekkert virkt stjórnvald.
Þannig að smyglarar geta starfað þar óáreittir mitt í lögleysunni.
Þar með er ekki heldur til staðar neitt stjórnvald sem unnt er að semja við.

Slík hernaðaraðgerð gæti orðið raunhæfur möguleiki við slíkar aðstæður.
Sérstaklega í ljósi þess, að afar ósennilegt er að Bandaríkin fáist til þess, á kosningaári.

 

Niðurstaða

Nýja samkomulagið getur enn fullkomlega fallið um sjálft sig - en vegna þess hve mikilvægt þ.e. fyrir ESB að það gangi upp, og Tyrkland vill það einnig.
Þá reikna ég með því að mikið verði á sig lagt á næstunni af beggja hálfu að láta það ganga upp.

Spurning hvernig ESB glýmir við það - ef og þegar einhver aðildarlönd, gera tilraun til þess að skorast undan því - að taka við flóttamönnum skv. samkomulaginu.
Það verður að koma í ljós - mér virðist þetta megin ógnin við samkomulagið.

Spurning hvort að það verður evrópsk hernaðaraðgerð í Líbýu á þessu ári?

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband