Er Jón Baldvin að íhuga endurkomu í stjórnmálin með málflutning er virðist litaður af pópúlisma?

Jón Baldvin var í viðtali á Eyjunni um helgina, og þ.e. áhugavert hvað málflutningur hans svipar til -- vinstri sinnaðra pópúlista, sbr. Sanders í Bandaríkjunum, jafnvel Corbyns í Bretlandi.

Þeir Sanders og Corbyn eru báðir aldraðir - en þeir fengu samt heilmikið fylgi fólks í yngri aldurshópum, einmitt út á það að nálgast málefni - án málamiðlana.
Þeir tveir vegna þess að þeir nálgast málin með þeim hætti - hafa gjarnan verið taldir af fólki sem leitar nýrra fyrirmynda - "authentic."

Sem ég skil þannig - taldir meina þ.s. þeir segja - hafa trúverðugleika m.ö.o.
En á sama tíma - þá gerir skortur á málamiðlunum í þeirra málflutningi, það líklega að verkum að hvorugur sennilega á mikla raunverulega möguleika að komast til valda!

 

Málflutningur Jóns virðist einkennast af pópúlisma

Jón Baldvin ómyrkur í máli: Einstaklingshyggjan er orðin allsráðandi

„Á tímum bóluhagkerfisins fyrir Hrun upplifðu Íslendingar það, að örfámennur hópur, sem réði yfir ný einkavæddum bönkum og fjármála stofnunum, gat stofnað til skulda, sem námu tífaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga. Þegar kom að skuldadögum eftir Hrun, báru þeir enga ábyrgð. Gróðinn hafði verið einkavæddur, en skuldirnar átti að þjóðnýta. Skattgreiðendur báru skaðann.“

Þetta er einfaldlega kolrangt!

En þ.e. eitt af einkennum pópúlísks málflutnings - að sletta fram fullyrðingum, og hirða ekkert um það, að hvaða marki þær standast.

  1. Skuldir ísl. einkabankanna námu 6,6 þjóðarframleiðslum Íslands við hrun.
  2. Þ.e. algerlega augljóst -- að íslenskur almenningur, var ekki neyddur til að borga þetta -- það hefði aldrei verið mögulegt.

Þeir sem báru hið raunverulega tap af bankahruninu -- voru erlendir bankar.
Mér finnst magnað ef Íslendingar -- leyfa JBH að komast upp með að fullyrða fullkomna þvælu, og samtímis -- fagna því eins og karlinn sé að segja stórfenglegan sannleik.
En þannig voru viðbrögðin -- minnti á viðbrögð stuðningsmanna Trumps við ruglinu í þeim manni.

  • Að auki -- hafa margir af helstu stjórnendum bankanna, lent í fangelsi.

Ég kannast því ekki við þetta -- fullyrðingu hans um algert ábyrgðarleysi.

Annað dæmi um pópúlískan málflutning.

"Með því að byrðin hafi lent á almenningi hafi þjóðfélagsáttmálin verið rofinn. Sá óorðaði sáttmáli felst í því, að hverjum og einum er frjálst að auðgast af eigin rammleik fyrir eigið fé, að því tilskyldu, að viðkomandi greiði skatta og skyldur til þess samfélags, sem skapar verðmætin. Við hvorugt hefur verið staðið. Þjóðin bar skaðann. Og nú, þegar við erum að byrja að jafna okkur eftir áfallið, m.a. vegna hagstæðra ytri aðstæðna, bendir flest til, að það eigi að endurtaka sama leikinn."

Hér kemur meir af pópúlískum málflutningi -- en takið eftir því hvernig hann leitast við að kynda undir reiði hlustenda.
En pópúlískur málflutningur -- hefur einmitt þau einkenni, að hann er algerlega í æsingastíl.

M.ö.o. óvinurinn er skilgreindur mjög fljótt.
En þ.e. alltaf einkenni pópúlísks málflutnings, að hann er reiðilestur.
Og að þ.e. alltaf einhver óvinur -- sem bent er fingri að, leitast við að beina reiðinni að.

Trump er einmitt gott dæmi um þannig málflutning!
Þó svo að skotmörkin hans Trumps séu ekki þau sömu og hjá JBH.
Þá hefur málflutningur JBH sömu hegðunareinkenni.

  1. Efnahagsáföll skella alltaf á almenningi -- á því eru engar undantekningar.
  2. Þannig að þegar bankarnir hrundu -- þá varð kjarahrun.
  3. Enda engin leið að forða því -- vegna þess að innkoma Íslands minnkaði stórfellt.

----------------

Þarna gerir hann það að miklum glæp.
Að kjör hafi versnað -- vegna þess efnahagsáfalls sem landið varð fyrir.

  • Sama tíma lætur hann algerlega vera að nefna þá fyrrum stjórnendur hrundu bankanna - sem hafa lent í fangelsi.
  • Og þá staðreynd, að Ísland -- eitt allra landa, hefur fangelsað fyrrum stjórnendur banka, sem hrundu og þannig orsökuðu tjón fyrir þjóðfélagið allt.

Vegna þess að málflutningur hans er pópúlískur -- þá lætur hann einnig alveg vera að setja efnahagshrunið í víðara samhengi.

  • T.d. að það var kreppa í mörgum löndum á sömu árum og Ísland gekk í gegnum sinn vanda.

Hann hefði getað nefnt það, að almenningur í þeim löndum, slapp ekki heldur við kjararýrnun, í þeim löndum Evrópu öðrum - sem lentu í kreppu.
Hann hefði getað nefnt þá staðreynd, að almenningur sleppi aldrei nokkru sinni við kjararýrnun -- algerlega burtséð frá því hver bakgrunns örsök efnahagsáfalls er.

"Það er ár til kosninga. Það gætu orðið þýðingarmestu kosningar í sögu lýðveldisins. Allir vita, að nú þarf að ná samstöðu um stóru umbótamálin – kerfisbreytingu til frambúðar. Við vitum öll, hver stóru málin eru: Ný stjórnarskrá, sem tryggir þjóðinni virkt lýðræði. Málskotsréttinn til þjóðarinnar um að leggja stórmál undir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar stjórnmálaforystan á Alþingi bregst. Jafn atkvæðisréttur, einn maður – eitt atkvæði. Sameign þjóðarinnar á auðlindum innsigluð í stjórnarskrá, sem og krafan um, að þjóðin fái réttmætan arð af auðlindum sínum. Húsnæði á viðráðanlegum kjörum handa nýrri kynslóð, sem hefur verið úthýst. Þetta eru næg verkefni til að sameinast um á nýju kjörtímabili."

"Hvernig fórum við að því? Með því að beita afli samstöð unnar – þrátt fyrir allt sundurlyndið. Með því að beita lýðræðinu gegn auðræðinu. Við þurfum að gera það aftur. Við getum það. Vilji er allt sem þarf."

Þetta fær mig til að velta því fyrir mér -- hvort JBH er á leið aftur inn í pólitík!

  1. Hann lætur t.d. hjá líða að nefna það, að þ.e. engin sérstök ástæða að ætla að þannig stjórnarskrárákvæði breyti nokkru - þ.s. kvóti telst einungis vera eign á tilkalli til tiltekins veiðiréttar.
    En ekki eign á fiskinum sem slíkum -- enda er stjórnvöldum frjálst að ákveða hver heildarveiðin er - þá frjálst að minnka eða auka hana - eða banna veiði alfarið.
    Ef kvóti þíddi raunverulega eign á fiskinum í sjónum -- væri það ekki hægt, að banna t.d. mönnum að veiða eign sína - sennilega ekki heldur hægt að takmarka veiði viðkomandi á eign sinni.

    Þannig að kvótakerfið einfaldlega stenst slíkt stjórnarskrárákvæði.

  2. Annað er spurningin um -- réttmætan arð.
    Það lætur hann gersamlega hjá líða að skilgreina.
    En t.d. líta sumir vinstrimenn á allan arð sem óréttmætan -- þá vilja þeir meina að óréttmætt sé að þeir sem veiða græði yfir höfuð á því.
    **Hinn bóginn hefur JBH alltaf verið -- hægri krati.
    Hann er þá ekki þeirrar skoðunar -ef maður miðar við hans fyrri skoðanir- að þeir sem veiða megi ekki græða á því.

    Einhvern veginn lætur hann alveg hjá að nefna sína pólit. sögu.
    **T.d. að það var JBH sem -- gerði Davíð Oddson að forsætisráðherra!

  3. Húsnæði á viðráðanlegum kjörum -- aftur lætur hann alveg hjá líða að skilgreina nokkuð.
    **Ég mundi t.d. styðja endurvakningu verkamannabústaðakerfis.
    **Og þ.e. einmitt fyrirhugað!
    Sem JBH lætur alveg hjá líða að nefna.
    T.d. stendur til að hefja byggingar nokkur þúsund íbúða í Rvk. í samvinnu við ASÍ.

    Hann sjálfsagt ætlar sér að taka -"kredit."

  4. Svo er það áhugavert hvernig hann talar um - nýja stjórnarskrá.
    En augljóslega er hann að tala um - Tillögu Stjórnlagaráðs.
    Þ.e. augljóslega tillaga -- en miðað við hvernig hópur innan þjóðfélagsins talar, þá er búið að gera það plagg að helgidómi - sem virðist svo helgur að ef það færi fyrir Alþingi, þá væri það einhvers konar -- saurgun.
    **Þannig hefur hópur fólks haldið því fram, að stjórnmálamennirnir megi einfaldlega ekki snerta á því -- þó að raunveruleikinn sé sá, að meðan núverandi stjórnarskrá er í gildi - enn.
    Þá gilda ákvæði hennar um það með hvaða hætti má gera á henni breytingar, og menn geta einfaldlega lesið stjórnarskrána: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

    **Ég skal ekki segja -- að það geti ekki mögulega gerst, að ef nýr meirihluti Alþingis eftir nk. kosningar, hefur vilja til þess og meirihluta -- þá auðvitað getur hann ákveðið að gera - tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
    **Vandinn er bara sá - að þá þarf strax aftur að kjósa til Alþingis -- því skv. ákvæðum núgildandi stjórnarskrár, taka breytingar einungis gildi -- eftir að næsta þing staðfestir þær að afliðnum nýjum kosningum.

    Hvernig getur JBH þá vitað að næsti þingmeirihluti muni hafa sömu skoðanir?

    Ég sé ekki alveg hvernig JBH -- fyrirhugar að komast framhjá þeirri hindrun.
    En það tónar alveg við -- pópúlískan málflutning, að útskýra ekki neitt og samtímis hirða ekkert um hvort stefnan í málflutningnum er praktísk.

 

 

Niðurstaða

Mér finnst stórfellt í aukningu pópúlískur tónn í pólitísku umræðunni á Íslandi.
Og því miður virðist mér það meir áberandi á vinstri væng - en hægri væng.

Hægri sinnaður pópúlismi er sannarlega til á Íslandi, þ.e. í takt við Trump, eða hægri öfga flokka á meginlandi Evrópu - t.d. nýlega stofnaður flokkur, Þjóðfylking.

Nú virðist Jón Baldvin Hannibalsson, demba sér beint í bólakaf í hina nýju pópúlísku vinstri umræðu -- það fær mig til að velta því fyrir mér, hvort JBH sé á leið inn í pólitík á nýjan leik.

En miðað við fylgi Sanders í Bandaríkjunum, og Corbyns í Bretlandi meðal vinstri manna í Bandaríkjunum og Bretlandi -- þá gæti það alveg gerst að JBH hafi raunhæfa möguleika á slíkri endurkomu.

Hans pópúlíski málflutningur virðist treysta á gullfiskaminni kjósenda.
Að þeir t.d. muni ekki, að fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddsonar - samstjórn með Alþýðuflokki þegar JBH var einmitt formaður Alþýðuflokks.

  • Þá startaði JBH einmitt nýrri hægri bylgju inn í ísl. stjórnmál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Einarsson

Sæll Einar.

Varðandi þann hluta pistilsins er varðar banksterana virðist sýn þín á ábyrgð afskaplega þröng.Það er ekki eins og þeir hafi labbað sjálfviljugir inn á Kvíabryggju,þeir voru látnir sæta ábyrgð en sýndu enga.Kvótinn er sér kapítuli og virðist ásamt lífeyrissjóðakerfinu tekinn beint upp úr bókum mafíunnar.Populismi er aðferð allra stjórnmálamanna til að ná markmiðum sínum og er eingöngu slæmur þegar vanhæfir stjórnmálamenn komast til valda út á hann.Þannig er ástandið á Íslandi núna og færi sjáfsagt best á því að þeir félagar Jón Baldvin og Davíð reyndu aftur fyrir sér.Svona utanfrá séð virðast Íslensk stjórnmál helst líkjast Zimbabwe og öðrum álíka ríkjum sem ekki eru hátt skrifuð á vestrænum mælikvörðum.

Með kveðju frá Noregi.

Þórður Einarsson

Þórður Einarsson, 21.3.2016 kl. 10:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einmitt þannig sem það virkar í öðrum löndum - að samfélög þvinga glæpamenn til að sæta ábyrgð.
Varðandi kvótakerfi, er algerlega öruggt að það þarf að takmarka veiðar með einhverjum hætti.
Ég er nokkuð viss að það verður form af kvótakerfi áfram.
Að það sé ekkert heilt yfir ranglátara en aðrar aðferðir sem menn geta valið til þess að takmarka veiðar.

Þ.s. menn gleyma -en ég man alveg það langt aftur til síðustu ára skrapdagakerfisins- eins og það var gjarnan uppnefnt, að það kerfi var raunverulega hrunið.
Er það var slegið af og annað tekið upp.
Mikið rétt að það fækkar stöðum þ.s. veitt er - og stuðlar að fækkun fiskvinnsla.
**Á móti þá minnkar við það heildarkostnaður við veiðar og vinnslu, án þess að tekjur minnki.
**Sem þíðir að þá verður til - hagnaður.

Þegar á Íslandi er talað um að -- þjóðin fái sanngjarna rentu.
Er ekki verið að tala um að -- hætta við kvótakerfi, eða -- hætta að hafa hagnað.
Heldur að skattleggja haggnað af sjávarútveg að hærra hlutfalli!


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2016 kl. 11:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög skemmtilega skýr og snjöll greining hjá þér á augljósum popúlisma Jóns Baldvins í þessari grein þinni, Einar Björn, hafðu heilar þakkir fyrir. (En ég þarf að senda þér eina ábendingu í prívat-bloggpósti; kemur með kalda vatninu.)

 

Þórður Einarsson mætti gæta þess, að bankamennirnir voru einmitt látnir sæta ábyrgð (jafnvel of mikilli? geta menn spurt), og þeir og erlendir bankar, miklu fremur en þjóðin, máttu líða fyrir gerðir okkar ofdjörfu auðkýfinga.

Jón Valur Jensson, 21.3.2016 kl. 14:07

4 Smámynd: Þórður Einarsson

Sæll Jón Valur.

Það eru tíu þúsun fjölskyldur sem misstu heimili sín í kjölfar hrunsins.Margar hverjar vegna ólöglegra lána,þær eru sennilega ekki sammála þinni greiningu á ábyrgð þessara manna.Að mínu mati er ábyrg hegðun að leiðrétta mistök sín,skila til baka illa fengnum auði og biðjast afsökunar.Ekkert af þessu hefur gerst.Eina sem breyttist hjá þessum mönnum er að skrifstofan færðist aðeins til og þeir komast ekki heim á kvöldin.

Þórður Einarsson, 21.3.2016 kl. 17:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er eiginlega alveg sammála þér, Þórður, hvort sem lánin voru lögleg eða ólögleg.

Jón Valur Jensson, 21.3.2016 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband