Vísindamönnum tekst að framkalla einfaldaða frumu með lágmarks fjölda sem samt gerir henni kleyft að starfa eðlilega

Það sem er sennilega merkilegast við frumuna sem vísindamennirnir bjuggu til, er að hún inniheldur 149 gen -- sem enginn veit hvað gera.
Þau eru samt nauðsynleg, því án hvers og eins þeirra, starfaði fruman ekki.
M.ö.o. 32% gena lágmarks frumunnar, hefur óþekkta virkni.

Synthetic Stripped-Down Bacterium Could Shed Light on Life's Mysteries

Scientists Create Tiniest Life Form Yet, Not Sure What It Is

This Bare-Bones Synthetic Cell Has World's Smallest Genetic Code

Landmark as lab creates synthetic cell with minimum genes needed for life

Image: J. Craig Venter Institute scientists have created a stripped-down life form

"Electron micrographs of clusters of JCVI-Syn 3.0 cells magnified about 15,000 times. This is the world’s first minimal bacterial cell. Its synthetic genome contains only 473 genes."


Sem grunn notuðu þeir einfrumungs geril sem nefnist - "Mycoplasma."
Síðan prófuðu þeir sig áfram, með því að fjárlægja einstök gen úr frumunni, og síðan ath. hvort að hún gat samt sem áður starfað án þess gens.

"The original bacteria species that the Venter group worked on is already pretty tiny: M. mycoides is found in cow stomachs and has about 985 genes. The human genome has more than 20,000 genes. Golden Delicious apples have more than 57,000 genes. The new organism, nicknamed Syn3.0 by researchers? It has 473."

Að vinna sig niður í 473 gen, tók þá 5 ár.
Þeir telja að sum þeirra gena er hafa óþekkta virkni, starfi saman með öðrum - þannig að summa tveggja eða fleiri gena, skili nauðsynlegri starfsemi.
Vilja meina að a.m.k. sum þeirra, séu stuðningsgen.

"“We are probably at the 1 percent level in understanding the human genome,” said Clyde Hutchison III, a distinguished professor at the Venter Institute."

Eftir að þeir unnu sig niður á genakóða sem virkar að lágmarki -- þá settu þeir hann inn í frumu sem fyrst var alveg tæmd af genum, og starfandi fruman 2-faldar fjölda sinn 3-ja hvern klukkutíma.

Skv. rannsakendum þá sýni þessi vinna fram á -- hve lítið vísindamenn vita enn um starfsemi gena.
Að til þess að ná fram fullri vitneskju um starfsemi genakóða -minnstu frumu í heimi- þurfi enn árafjöld í viðbótar rannsóknir.

En a.m.k. sé það markmið að geta hannað einfalda frumu með tiltekna afmarkaða virkni - komin skrefinu nær.
Enn séu bersýnilega mörg á í að vísindamenn fari að breyta genum í fólki.

 

Niðurstaða

Maðurinn hefur 57þ. gen - minnsta fruma í heimi 473, og samt eru 149 þeirra með óþekkta virkni. Sem sýnir að þó vísindamenn séu skrefi nær að geta raunverulega hannað einfaldar frumur með fyrirfram ákveðna virkni.
Þá sé bersýnilega enn afar langt í land, þar til að menn geta farið að endurhanna genakóða sjálfs mannkyns.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband