Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Verður það lokaniðurstaðan, að Evrusvæðið sem heild fer í eitt risastórt AGS prógramm, fjármagnað sameiginlega af Kína, Indlandi, Brasilíu, Ástralíu, Japan o.flr.?

Í vikunni hafa aðildarlönd Evrusvæðis eitt af öðru verið að ljúka staðfestingu á samkomulagi, sem ráðherrar aðildarríkja evrusvæðis komust að, í júlís sl. - sjá umfjöllun: Tókst þeim að bjarga Evrunni frá hruni? Skv. því samkomulagi, sjá:

Eurozone debt crisis: the statement in full - var björgunarsjóðnum veitt fleiri hlutverk en áður.

 

  • "To improve the effectiveness of the EFSF and of the ESM and address contagion, we agree to increase their flexibility linked to appropriate conditionality, allowing them to:
  1. act on the basis of a precautionary programme;
  2. finance recapitalisation of financial institutions through loans to governments including in non programme countries;
  3. intervene in the secondary markets on the basis of an ECB analysis recognizing the existence of exceptional financial market circumstances and risks to financial stability and on the basis of a decision by mutual agreement of the EFSF/ESM Member States, to avoid contagion."


Eins og sést af texta samkomulagsins, var leitast við að gera sjóðinn að til muna fjölhæfara tæki, í því skini að berjast við evrukrýsuna.

  • Sjóðurinn fær heimild til að taka yfir hlutverk Seðlabanka Evrópu - sem hann hefur neyðst til að undirgangast, þ.e. að kaupa bréf landa sem virðast í hættu, á leið í vandræði. Til að halda niðri vaxtakröfu þeirra ríkisbréfa, í þvi skini að vinna tíma.
  • Hann fær heimild til að aðstoða ríki, við það verkefni að halda eigin bankakerfum á floti. En sum aðildarríkin - eiga bersýnilega í vandræðum við að halda eigin bankakerfum uppi. Meira að segja - jafnvel Frakkland.
  • Er ekki alveg klár á því hvað fyrsti liðurinn inniber. En kannski, er um að ræða veitingu lána til ríkja, án þess að þau lán teljist eiginlegt björgunarprógramm.

Skv. samkomulaginu er sjóðurinn styrktur fjárhagslega!

En Þjóðverjar - þverneituðu að ganga lengra, en að ábyrgjast að sjóðurinn raunverulega hafi 440ma.€ til umráða.

  • Vandinn er sá, að síðan sjóðurinn var stofnaður - hafa 2 ríki bæst í björgunarprógramm þ.e. Írland og Portúgal. Þeirra ábyrgðir duttu þvi út.
  • Að auki, er ábyrgðum Spánar og Ítalíu - ekki treyst, fyllilega.
  • Þess vegna, þurfti sjóðurinn í reynd viðbótar ábyrgðir - svo að hann raunverulega hefði það umfang, sem hann átti að hafa skv. upphaflegu samkomulagi: 440ma.€.

Þrátt fyrir óskaplegann þrýsting og hratt vaxandi - en þrýstingur frá löndum utan Evrópu, er orðinn sannanlega tilfinnanlegur. Hafa Þjóðverjar ekki gefið sig - taka ekki í mál að veita frekari ábyrgðir, umfram þær sem þeir samþykktu að veita í júlí.

En það er til staðar mjög augljós gjá milli þess fjármagns sem til staðar er í sjóðnum, og þess fjármagns sem raunverulega þarf til - ef á að framkvæma hvorttveggja:

  1. Halda öllum ríkjum í vandræðum, og á leið í vandræði á floti.
  2. Og auk þess, að nýta sjóðinn til að halda bankakerfum Evrópu á floti.
  • Skuldir Ítalíu + Spánar, hlaupa á upphæð í kringum 2.600ma.€
  • Þá er ekki eftir, að telja fram kostnað - við hitt stóra verkefnið, að halda bankakerfum á floti.

Þess vegna eru menn sífellt að leita að langsóttari lausnum, um það - hvernig á að auka það fjármagn sem til staðar er í sjóðnum!

  1. Ein leið sem nefnd var í Washington í sl. viku, var að ríki heims taki sig saman - og mynduð verði fjárhagsleg púlía. Evrópu verði reddað með annarra manna peningum. En, líkleg krafa ríkja heims mun þá vera, að AGS útfæri þær reglur sem gilda muni um lán úr þeim björgunarsjóð. Að auki, sjái um eftirfylgni. Með öðrum orðum - Evrusvæðið verði sem heild sett í AGS prógramm.
  2. Hin er hugmynd Timothy Geitner fjármálaráðherra Bandar., sem er að björgunarsjóðurinn fái heimild til að veðsetja sig gagnvart skuldbindingum fyrir allt að 5 falda upphæð þá sem aðildarríki Evrusvæðis, fram að þessu hafa lagt í sjóðinn. Þetta er sú hugmynd, sem virðist njóta mesta athygli í augnablikinu. En þetta væri mjög áhættusamt.

En leið 2 gerir í reynd sjóðinn að einni risastórri afleiðu!

  • Áhættan, væri mjög veruleg - því óhjákvæmilega þá bera aðildarríkin fulla ábyrgð. Þ.s. þau eiga hvort tveggja sjóðinn sjálfann og að auki Seðlabankann, en hugmynd er að hann myndi verða bakhjarl.
  • Þýskaland fékk aðvörun frá Moody's þess efnis, að ef það veitir ábyrgðir til þess að stækka björgunarsjóðinn, í 2.000ma.€. Þá muni sjálft Þýskaland missa "AAA" lánshæfi sitt.

Þarna verða menn að meta líkur á því, að tjón lendi á þeim!

En ég er alveg viss um það, að það er ekki raunhæfur möguleiki til þess, að Grikkland og Portúgal, muni nokkru sinni greiða til baka - þ.s. þeim hefur verið lánað. Tap sé því næsta öruggt.

Að auki, er Ítalíu ekki fyrirsjáanlega að takast, að framkalla nægann hagvöxt - til þess að skuldir ríkissjóðs Ítalíu, nái sjálfbærni. En skv. útreikningum óháðra aðila, þarf Ítalía rúml. 3% hagvöxt. Líkur á tapi eru þarna einnig verulegar - þó kannski ekki alveg rétt að kalla þær nær fullkomlega öruggar.

Spánn einnig, á í vandræðum. En þar er það frekar bankakerfi - sem stendur á braufótum. Hættan er því að Spánn lendi í sambærilegum vanda og Írland, að of margir bankar þurfi endurfjármögnun og það hækki skuldir ríkisvalds Spánar, umfram þ.s. er sjálfbært. Hætta á tapi aftur umtalsverð.

Síðan, má ekki gleyma Frakklandi sjálfu. En undanfarið hefur bankakerfi Frakklands virkað óstöðugt - sterkur orðrómur hefur verið uppi um hugsanlega yfirtöku franska ríkisins á frönskum bönkum. Frakkland getur í reynd lent í enn dýpri vanda en Ítalía er nú stödd í. En sbr. að skuldastaða franska ríkisins v. upphaf árs var við 83% af landsframl., endar árið sennilega milli þeirrar tölu og 90%. Ef ekkert óvænt gerist. En ef bankarnir falla, þá hækka skuldir franska ríkisins - hastarlega. Síðan mældist enginn hagvöxtur á 2 ársfjórðungi í Frakklandi sbr. að þá var 0,3% vöxtur á Ítalíu. Síðan er Frakkland með viðskiptahalla meðan Ítalía hefur smávegis afgang.

Að auki virðist Evrópa vera að spírala niður í efnahagssamdrátt, þá magnast öll fyrr-greind vandamál!

Þetta þýðir í reynd, að ef frönsku bankarnir falla - fer Frakkland í hóp ríkja í vanda.

Miðað við ofangreint, er mín skoðun - að óðs mann æði væri fyrir Þjóðverja, að samþykkja 5-falda stækkun Björgunarsjóðs Evrusvæðis.

Svo það eru þá einungis 2-leiðir eftir: Ef Evrusvæði á að halda áfram sem ein heild!

  1. Að heimurinn samþykki að aðstoða Evrusvæði, AGS verði falið að sjá um málið.
  2. Að aðildarríki evru samþykki, að veita Seðlabanka Evrópu heimildir - til að prenta peninga án nokkurra takmarkana. Þannig að kostnaði við björgun ríkja og banka, verði velt í verðlag. Afleiðing massíf verðbólga og umtalsvert raungengisfall og hrun lífskjara.

Allar aðrar niðurstöður innibera annaðhvort algert hrun evru - eða að einhver fj. ríkja yfirgefi hana!

Sjá hér þá leið sem ég tel vænlegasta, ef ákveðið er að brjóta evrusvæðið upp:

 Minnst slæma útkoman fyrir evruna, væri að sjálft Þýskaland myndi fara!

 

Niðurstaða

Þessi vika og næstu vikur, eru nokkurskonar "make or brake" tímabil fyrir evrusvæðið. Það er, annaðhvort finnst einhver lausn eða ljóst verður að evran er á leið í niðurbrot eða jafnvel, fullkomin endalok!

Ég velti fyrir mér, hvort að ríki evrusvæðis - stofnanir ESB, séu færar um að stíga það skref - að afhenda stjórnun mála til AGS? En skilmálar ríkja heims, verða ekki auðveldir.

En sem dæmi, í S-Ameríka þar muna enn þann dag í dag, framkomu Evrópu gagnvart þeim, þegar þau ríki voru í skuldakrýsu á sínum tíma. Það muna einnig ríki SA-Asíu. 

Fastlega má þá búast við, að goldið verði líku líkt!

 

Kv.


Minnst slæma útkoman fyrir evruna, væri að sjálft Þýskaland myndi fara!

Það er mjög mikil umræða í gangi um þennann möguleika. Á sama tíma, koma aðrir fram með mjög stórar fullyrðingar - um gríðarlegt tjón, ef evrunni er ekki haldið saman með öllum núverandi ríkjum innanborð. Raddirnar eru stöðugt að verða skrækari, fullyrðingar um hrikalegar afleiðingar - svakalegri.

Nýtt yfirskot - sá ég í dag, en þ.e. sú fullyrðing að sjálft lýðræðisskipulag Evrópu sé undir. 

Þetta er eiginlega að verða broslegt! Væri það, ef ekki væri raunverulega smávegis sannleikur að baki aðvörunum um slæmar afleiðingar.

En, sannleikurinn er sá, að þvert ofan í fullyrðingar skrækra evrusinna, er sjálf evran nú orðin - alvarlegasti myllusteinninn fyrir Evrópu, fyrir Evrópusambandið. Í reynd alvarlegasta efnahagsvandamál heimsins alls.

Að leitast við að halda henni saman, með öllum innanborðs - tel ég einmitt vera leiðin, til að skapa hámarks efnahags tjón! Og því, möguleika á þeim hrikalegu afleiðingum - allt upp í hugsanlegt hrun lýðræðis, sem þeir nefna.

 

Stóri vandi Evrusvæðis!

  • Hinn eiginlegi undirliggjandi vandi, er ekki skuldavandi aðildarríkjanna.
  • Þvert á móti, er skuldavandinn afleiðing - enn alvarlegri vanda.
  • Skuldavandinn auðvitað er þ.s. við blasir.
  • En málið er, að ef hinn djúpi vandi, sem er hinn eiginlega orsök skuldavandans er ekki leystur, þá mun ekki verða unnt að binda enda á skuldakreppuna.
  • Meira að segja - afskriftir skulda eintakra ríkja, munu ekki duga til.
  • Því, hinn undirliggjandi vandi, mun framkalla ferskann skuldavanda - á ný.

Ég er að vísa til - samkeppnisvandans!

  • Það sem bjó til skuldakreppuna, að mjög miklu leiti, var sú staðreynd - að það varð mjög mikið misvægi í launaþróun, milli S- og N-Evrópu.
  • Margir grunnhyggnir einstaklingar, dásömuðu þá þróun meðan góðærið stóð enn yfir, sbr. að laun hækkuðu á Grikklandi 30% umfram þ.s. laun hækkuðu í Þýskalandi.
  • Grikkland var "extreme" tilfellið, en staðreyndin er að laun hækkuðu í S-Evrópu, umfram hækkanir launa í prósentum talið, í N-Evrópu.
  • Um hríð virtist þetta búa til mjög aukna velmegun í S-Evrópu.
  • Sjálfsagt telja ímsir, að hækkandi lífskjör vera af því góða.
  • Það undarlegt af mér - að vera að álasa þjóðum S-Evrópu, að vilja ná lífskjarastandard N-Evrópu með hraði.
  • Vandinn er sá, að þær fóru framúr sjálfum sér - framúr því, sem atvinnulífið í þeirra heimalöndum, í reynd réð við.
  • Þannig, að þeirra atvinnulíf glataði samkeppnishæfni, útflutningsatvinnuvegum fór að hnigna - það skapaðist viðskiptahalli, sem eftir 2005 cirka bout fór vaxandi ár frá ári.
  • Vandi er, að viðskiptahalli --> skuldasöfnun.
  • Þjóðirnar fóru að halda lífskjörum uppi, með lánsfé!
  • Í reynd varð til frá og með cirka 2005, nokkurs konar pýraímahagkerfi innan evrunna.
  • Það virkaði þannig, að þjóðir einkum í S-Evrópu juku ár frá ári kaup á varningi frá N-Evrópu, einkum Þýskalandi.
  • Þegar mest var, fór rúml. 40% útflutnings Þjóðverja til Evrópu.
  • Þetta kynti undir hagvexti í Þýskalandi - og meðan skuldabólan var að þenjast út, varð einnig til mældur hagvöxtur í S-Evrópu fyrir hennar tilverknað.
  • Þatta var auðvitað ósjálfbært með öllu - gat aldrei endað nema í hruni.
  • Ég er að segja, að evruhagkerfið hafi verið ósjálfbært síðustu árin fyrir kreppu - það má vel vera, að 2005 sé ekki nógu langt aftur farið!

Ef samkeppnishæfnis vandinn er ekki leystur - mun hann aftur framkalla nýja skuldakreppu, þó svo farið sé í allsherjar skuldaniðurfærslu.

Hugmyndir eru uppi um að ríkin í S-Evrópu, framkalli viðsnúning með beinum launalækkunum - með því að auka skilvirkni innan eigin hagkerfa - með því að skera niður ríkisútjöld.

Sko, það er ekkert að þeim aðgerðum - vandinn er sá, að flestar þeirra eru samdráttarvaldandi þ.e. til skamms tíma auka þær hagkerfissamdrátt, og endurskipulangning tekur einhver ár í besta falli, að skila árangri.

Ríkin í S-Evrópu þurfa eitt stykki gengisfellingu, til að örfa hagkerfin hjá sér - svo ofangreindar aðgerðir séu ekki of samdráttaraukandi.

Með öðrum orðum, það þarf sterkari hvatningu til mótvægis, við endurskipulagningu og niðurskurð.

Án hvetjandi aðgerða - í nálægri framtíð, munu samdráttaraðgerðir halda áfram að magna samdráttartilhneygingar, sem þegar eru orðnar mjög áberandi. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega, að löndin í S-Evrópu detta í kreppu aftur - þ.e. hagkerfissamdrátt, sem þá mun óhjákvæmilega magna upp skuldakreppu.

Að halda áfram með Evruna óbreytta, mun leiða fram þessa útkomu - - og ég sé einungis allsherjar krass sem endapunkt, ef þessari leið verður framhaldið.

Og þá getur allt það hræðilega hugsanlega átt sér stað - sem skrækir evrusinnar segjast óttast.

 

Best væri að Þýskaland sjálf myndi fara!

  • Málið er, að þá framkallast það verfall evrunnar, sem ríkin í S-Evrópu þurfa á að halda!
  • Gengisfallið, raunverðfellir lífskjör - sem eru í dag ósjálfbær alveg eins og gengisfall krónu gerði - og þá hverfur sá viðvarandi viðskiptahalli sem þær þjóðir hafa nú búið við í nærri áratug. 
  • Einfaldlega eins og hér, að innflutningur minnkar vegna þess að vörur fluttar inn frá löndum utan svæðis verða dýrari, vörur framleiddar innan svæðis verða þá keyptar frekar - sem styrkir atvinnuvegi innan svæðis.
  • Framleiðendur að auki, ná aftur til baka glataðri samkeppnishæfni, við keppinauta utan svæðis - svo útflutningur ætti aftur að fara að aukast.
  • Alveg eins og hér gerðist, þá hættir uppsöfnun erlendra skulda.
  • Hættan á því að ný skuldakreppa verði til - minnkar stórfellt.
  • Vegna þess að upphleðsla skulda við aðila utan svæðis minnkar, eða hverfur alveg - þá eykst tiltrú aðila utan við svæðið, á þeim hagerfum sem starfa innan þess - alveg eins og tiltrú hefur aukist á Íslandi.
  • Bætt samkeppnishæfni útflutnings - og að eftirspurn neytenda beinist frekar að vörum framleiddum innan svæðis; bætir til muna forsendur fyrir hagvexti.
  • Ef síðan, ofan í þetta - einnig er gripið til aðgerða til þess að bæta skilvirkni atvinnulífs, í þeim ríkjum sem eftir verða.
  • Þá, getur skapast raunhæfur möguleiki - á alls ekki sjabbí hagvexti.

Er þetta ekki hræðilegt fyrir Þýskaland?

  • Sannarlega, þá myndi nýtt mark verða mjög sterkt sbr. evruna í þessari sviðsmynd, allt að 40-50%.
  • Þetta þíðir sannarlega minnkaða samkeppnishæfni útflutnings.
  • Getur leitt til samdráttar hjá þeim.
  • En þeir sem mála svarta mynd af tapi allt að því 25% af þjóðarframleiðslu, þeir stórfellt vanmeta - það tjón sem óbreytt ástand mun framkalla?
  • En kreppan sem er að verða til á ný, og mun áfram fara versnandi, mun minnka þýskann útflutning.
  • Hún mun valda Þýskum bönkum útlánatapi - og svo frekara tapi.
  • Þýskaland, mun ekki komast hjá því að vera togað niður fyrir rest.
  • Að auki, er algerlega óþarft fyrir Þýskaland, að fara hefðbundnar leiðir, þegar þeir taka upp nýjann gjaldmiðil:
  1. Staðreynd, peningar munu leita til Þýskalands, ekki frá Þýskalandi. Þess vegna getur Þýskaland, leift sér sveigjanleika með það form - á hvern hátt þeir haga skiptum yfir í nýjann gjaldmiðil.
  2. Ég er að segja, að vegna þess að ekki eru líkur á fjármagnsflótta, þá sé öldungis óþarfi fyrir þýsk stjv. að - með valdboði umbreyta öllum peningalegum eignum innan Þýskalands, í hinn nýja gjaldmiðil.
  3. En slíkt er vanalega gert, til þess að verja land fyrir fjármagnsflótta. Sbr. að Grikkland yrði að skipta með valdboði öllum fjármálalegum eignum í drögmur, til þess að fjármagn myndi ekki geta flúið, því enginn utan Grikklands myndi vilja drögmur. Hið minnsta kosti ekki til að byrja með.
  4. En, vegna þess að ekki mun verða nokkrar líkur á flótta fjármagns, þá tel ég mun vænlegra fyrir Þýskaland, að fara þá leið - að heimila evru og nýju marki, að vera gildandi gjaldmiðlar samtímis.
  5. Ríkisstj. Þýskalands, lætur seðlabankann gefa út hinn nýja gjaldmiðil - fer að greiða eigin starfsfólkil laun, en - ekki er gripið til nokkurra aðgerða til þess, að umbreyta peningalegum eignum í hinn nýja gjaldmiðil. Ekki inneignum - ekki lánum almennings eða fyrirtækja.
  6. Það sem þá gerist, er að þá verðfalla lán allra og auðvitað inneignir samtímis.
  7. Fyrir bragðið, verður ekki af tjóni fyrir bankakerfið - sem nú er haldið fram að myndi verða vegna misvægis gengis. En, slíkt verður einungis, ef þýsk stjv. myndu fara þá leið - að með valdboði umbreyta öllum peningalegum eignum.
  8. Ef þau sleppa því - verður mjög lítil röskun á þýska hagkerfinu. Ef fyrirtæki kjósa að greiða laun áfram í evrum, geta þau það. En sennilega mun almenningur krefjast þess, að laun verði greidd í hinum nýja gjaldmiðli.
  9. Eðlilega munu laun einnig hafa raunverðfallið, en það mun taka einhvern tíma fyrir almenning að fá það í gegn, að laun verði greidd í nýja gjaldmiðlinum og yfir það tímabil mun sú verðbreyting milli hins nýja gjaldmiðils og evru að mestu eiga sér stað - sem mun milda áfallið fyrir atvinnulífið af því að þurfa hér eftir, að starfa við dýrari gjaldmiðil.
  10. Að auki, mun raunlækkun skulda miðað við hinn nýja gjaldmiðil, verða smyrsl á það sár.
  11. Almenningur mun sækja sér sjálfsagt einhverjar launabætur með kjarasamningum, en líklega verður raunlaunalækkun í Þýskalandi - nokkur.
  12. Hún mun þó verða mun minni en í S-Evrópu. Þannig, ég meina - minni en sem nemur verðfalli evrunnar miðað við hinn nýja gjaldmiðil Þýskalands, því almenningi muni takast að sækja sér nokkrar launabætur á móti - - niðurstaðan verði því að skuldir almennings muni lækka í hlutfalli við laun.

Ég vil nefnilega meina - að heildarútkoman sé minna tjón, einnig fyrir Þýskaland.

Þetta sér skársta niðurstaðan fyrir alla.

Það má vera að einhver lönd, muni fylgja Þýskalandi - til verði eiginlegur N-gjaldmiðill, sem þjóðverjar muni þó megni til reka.

Hið nýja ástand verði sjálfbært - hagkerfin í S-Evrópu nái sér, og hagkerfisáfall Þýskalands verði ekki íkja alvarlegt. 

Evran muni um hríð þurfa að setja upp höft á hreyfingar fjármagns út af svæðinu, en ekki innan þess. Þau muni standa einungis tímabundið - til að forða flótta fjármagns. Verði svo lögð af.

Þýskaland, verði með með minni útflutningshagnað - en áður. Nær jafnvægi á jöfnuðinum. Það ástand verður einmitt betra fyrir alla.

En, einn getur ekki haft útflutningshagnað nema einhvert annað land hafi halla!

Það eru lönd með halla, sem lenda sögulega séð í vandræðum.

Mjög alvarlegri efnahagskreppu verði forðað!

Allar aðrar útkomur verði verri - - sú langversta að reyna að viðhalda evrunni með öllum ríkjum innanborðs; því það muni enda með brauki og bramli, þ.e. stórfelldu hruni fyrir rest!

 

Niðurstaða

Ég tel evrusvæðið dauðadæmt í núverandi mynd. 

Evra geti þó mjög vel átt langa lífdaga, sem nokkurs konar seinni tíma líra.

Sem gjaldmiðill S-Evrópu ríkja, og annarra aðildarríkja Evrópu - sem hafi þörf fyrir veikan gjaldmiðil.

---------------------------

Ég held að allt annað, munu þíða endalok evrunnar!

Það er, ef leitast verður við að henda út ríkjum í vanda!

Og ef leitast verður við, að ströggla í fullkominni afneitun, við það - að halda henni saman með öllum innanborðs.

 

Kv.


Enn eina ferðina, virðist vera að opnast fersk óvissa vegna Grikklands!

Þriðjudagurinn var vægast sagt sérkennilegur á heims-mörkuðum, en það var í gangi mjög veruleg hækkun beggja vegna N-Atlantsála. Ástæða þess, að ég tel þetta skrítið, er að skv. þeim sem um málið hafa fjallað á erlendum miðlum sem sérhæfa sig í því að fylgjast með verðbréfamörkuðum; er engin hönd á festandi ástæða fyrir þessum hækkunum.

Það virðist ekkert annað vera að baki, en sú von - að fundurinn í Washington sl. föstudag, þ.s. megnið af fjármálaráðherrum heims var saman kominn, hafi ítt duglega við Evrópu.

En þar fengu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB, sérstaklega evrusvæðis, mjög mikla ofan-í-gjöf. Og þeir á móti, lofuðu bót og betrun.

Síðan þá, hefur orðrómur sveimað yfir mörkuðum, um áætlanir um 50% afskriftir skulda Grikklands, um nýjar áætlanir um stækkun björgunarsjóðs evrusvæðis - en þetta virðast í besta falli vera hugmyndir á umræðustigi.

Reynd eru teikn uppi um að fulltrúar sumra aðildarríkja Evrusvæðis, séu áhugasamir - meðan viðbrögð ímissa annarra, sýna fram á að það er langt í frá einhugur um slíkar hugmyndir.

Í reynd veit ekki nokkur maður, hvort ráðherrar evrusvæðis, raunverulega voru hristir það duglega - að aðgerða sé von.

""My guess is that traders are betting that with the stakes so high, i.e. the future of the euro zone, the authorities couldn't possibly slip up at this critical stage," said Jeremy Batstone-Carr at Charles Stanley, who is unconvinced the recent rally has legs."

Miðað við reynsluna síðan apr. 2010 er evrukrýsan hófst - myndi ég ekki gefa mikið fyrir slíkar vonir.

Eins og sést eru þetta miklar hækkanir - bæta alveg upp lækkanir sl. viku!

 

Hækkun markaða V-hafs: Dow's Rally Loses Steam

  • "The Dow Jones Industrial Average finished the session up 146.83 points, or 1.33%, to 11190.69, after surging as much as 325 points."
  • "The Standard & Poor's 500-stock index gained 12.43 points, or 1.07%, to 1175.38."
  • "The technology-oriented Nasdaq Composite closed up 30.14 points, or 1.2%, to 2546.83."

 

Hækkun markaða A-hafs: Europe's Markets Rise

  • "The Stoxx Europe 600 index closed up 4.4% at 229.91."
  • "The U.K.'s FTSE 100 index added 4% to 5294.05, "
  • "France's CAC-40 index ended up 5.7% at 3023.38 and "
  • "Germany's DAX advanced 5.3% to 5628.44.  "

 

Ný vandræði á Grikklandi!

Eftirmiðdaginn kom fram ný frétt á Financial Times vefnum: Split opens over Greek bail-out terms

Zero-Hedge er með myndarlegann úrdrátt úr þessari frétt: FT Report That Greek Bailout Package On The Verge Of Collapse After Surge In Greek Funding Needs Sends Stocks, Euro Plunging From Highs

Hentugt að geta bent á Zero-Hedge, því rétt er að fara varlega með langar tilvitnanir úr fréttum FT.

  • Skv. fréttinni, fara 7 aðildarríki Evrusvæðis fram á, að fjármögnunarhola Grikklands, verði endurmetin - telja hana í reynd vera 172ma.€ í stað 109ma.€ skv. 2-ja mánaða gamallri áætlun, hækkun um 63ma.€.

Ég tel mig vita hvað er á seyði - en skv. áætlun samþykktri sl. sumar, var hluti af áætlun krafa um sölu 50ma.€ andvirðis af grískum ríkiseignum.

Þessi söluáætlun, var mér ljóst alveg frá upphafi að var gersamlega óraunhæf - þó svo að ísl. evrusinnar hafi að sjálfsögðu tekið henni með kostum og kynjum.

Ef við gerum ráð fyrir að, ríkin 7 vilji hætta við þessa algerlega óraunhæfu áætlun þá er björgunarpakkinn frá sl. sumri þegar kominn með 50ma.€ gat.

Restin eða 13ma.€ er þá væntanlega vegna þess, að samdráttur á Grikklandi, er - wonder of wonders - verri en áætlað var. En skv. grískum tölum var samdráttur 8,1% og 7,3% á fyrstu tveim fjórðungum ársins. Samdráttur ársins talinn í heild a.m.k. prósenti hærri en áður var áætlað.

  • Þannig, að skekkjan er sennilega 13ma.€
  • En löndin 7 telja nú að 50% afskrift sé nauðsynleg af hálfu banka, sem taka þátt í planinu.
  • Mér sýnist þetta vera lofsverð tilraun til raunsægis!
  • Betra seint en aldrei!

Málið er að björgun 2 eins og áætlunin var sett fram, var algerlega óraunhæf. Þ.e. ekki nema rúml. 20% afskrift skulda Grikklands. Þegar flestir óháðir hagfræðingar telja 50% lágmark, og fj. er farinn að meta afskriftarþörf nær 70%.

En skv. frétt, er mikil andstaða við þessar hugmyndir - ekki síst Frakka. En franska bankakerfið sem á hvað mest af skuldum Grikklands, stendur á brauðfótum - við ystu mörk hruns. 

Stærri afskrift sennilega óttast stjv. Frakkl. að myndi fella bankakerfið í Frakklandi.

En ég stórlega efa úr þessu, að frönsk stjv. komist hjá því - að bjarga eigin bönkum.

Sé einungis spurning um tíma - hvenær að þeim atburði kemur.

Vandræði Frakklands - eru líklega þ.s. mun ríða baggamuninn fyrir Evruna!

 

Niðurstaða

Hugsanlega falla markaðir í Evrópu á miðvikudag, en markaðir í Bandar. voru opnir lengur. Og þeir risu reyndar heilt yfir, miðað við upphaf dags. En eftir að markaðir lokuðu í Evrópu, féllu þeir frá þeirri stöðu sem þeir þá voru búnir að ná. Er frétt FT fór í loftið.

Klárt að Financial Times hefur áhrif. Er raunverulega lesið af aðilum á markaði.

Ég get ekki séð annað en að hækkun þriðjudagins, sé byggð á óskhyggju og draumórum.

Sú hækkun gengur örugglega til baka aftur - og gott betur. Ekki þó víst að það gerist í þessari viku, en þó má það vera.

Spurning hvernig deilan sem virðist kominn upp vegna Grikklands, spilast út!

 

Kv.


Forseti Stjórnlagadómstóls Þýskalands, áréttar að ríkisstjórn Þýskalands, sé ekki heimilt að færa frekara vald til að skuldbinda þýsku þjóðina, yfir á stofnanir á vegum ESB eða aðildarríkja þess, án stjórnarskrárbreytinga!!

Í raun er, Andreas Vosskuhle, forseti Stjórnlagadómstóls Þýskalands, að minna kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, á það hvað nýlegur úrskurður stjórnlagadómstólsins þíðir - þ.e. að valdið til að skuldbinda þýsku þjóðina, sé hjá Sambandsþingi Þýskalands!

  • Tilfærsla frekara valds til stofnana í Brussel, verði ekki gert án breytinga á þýsku stjórnarskránni, sem muni krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu!
  • Þýska þjóðin, verði að fá að taka málið í sínar hendur!

Sjá einnig fyrri umfjöllun mína: Það virðist að Stjórnlagadómstóllinn Þýski, hafi í reynd bannað Evrubréf!

 

Andreas Vosskuhle:

"The sovereignty of the German state is inviolate and anchored in perpetuity by basic law. It may not be abandoned by the legislature (even with its powers to amend the constitution)," - "There is little leeway left for giving up core powers to the EU. If one wants to go beyond this limit – which might be politically legitimate and desirable – then Germany must give itself a new constitution. A referendum would be necessary. This cannot be done without the people,"

Þetta er áhugavert - vegna þess, að nú eru uppi hugmyndir um að skuldsetja björgunarsjóð evrusvæðis! Nú virðist eiga redda hlutum með reyk og hillingum!

  • Í raun, að láta hann ábyrgjast mikið mun hærri upphæð, eða allt af 5-falt hærri, en til stendur að leggja sjóðnum til!
  • En aðildarríkin, bera ábyrgð á sjóðnum, eiga því í reynd skuldbindinguna.
  • Þessa dagana standa einmitt yfir umræður á þýska sambandsþinginu, um tillögu Merkel þess efnis að þingið staðfesti samkomulag fjármálaráðherra Evrusvæðis frá því í júlí sl. - sem víkkar umtalsvert út hlutverk sjóðsins.
  • Meirihluti þingsins, hefur lagt mikla áherslu á, að Þýskaland sé ekki tilbúið til að leggja fram meira fé.
  • Það vekur því víst litla kátínu, að ríkisstj. sé að semja v. Frakka, o.flr., og embættismenn í Brussel; um að auka þá skuldbindingu 5-falt, án þess að þingið fái nokkurt um það að segja.
  • Ég skil Vosskuhle þannig, að hann sé að árrétta fyrir Merkel, að úrskurður Stjórnlagadómstólsins, í reynd banni ríkisstjórninni - að afsala með slíkum hætti, réttinum til þess að skuldbinda þýsku þjóðina, til stofnunar utan Þýskalands.
  • Rétturinn hafi í reynd sagt, að nú sé mælirinn fullur - frekari yfirfærsla valds - krefjist breytinga á þýsku stjórnarskránni.
  • Álit hans, hlýtur að hreyfa við þingmönnum Sambandsþingsins.
  • Það verður áhugavert - mjög svo - að fylgjast með viðbrögðum Angelu Merkel, er hún strögglar við að koma samkomulaginu frá því í sumar, í gegn.
  • En, ef það tekst ekki, er málið algerlega dautt!
  • Spurning hvort hún neyðist til að slá þessa nýjustu hugmynd, þ.e. um skuldbindingu björgunarsjóðsins, af borðinu.
  • En ef hún gerir það - - verður ekki neitt eftir, nema massíf peningaprentun.
  • En hún getur verið til þess, neydd!

Sjá: German turmoil over EU bail-outs as top judge calls for referendum

 

Niðurstaða

Þýski Stjórnlagadómstóllinn, virðist hafa tekið - varðstöðu með lýðræðinu, rétt þýsku þjóðarinnar og þings hennar, til þess að ráða því hvenær og hvernig, þýska þjóðin er hlaðin skuldbindingum.

Hvaða áhrif þetta hefur á tilraunir þær sem uppi eru, til að bjarga evrunni frá falli, kemur í ljós.

En, mér sýnist afstaða Stjórnlagadómstólsins þýska, klárt flækja málið. 

En ég sé ekki, að kanslarinn geti hundsað hana!

En þ.e. mjög snúið að breyta stjórnarskrá Þýskalands, þ.e. öll Löndin þurfa að samþykkja, þing þeirra einnig, síðan almenn atkvæðagreiðsla þjóðarinnar allrar, auðvitað staðfesting Sambandsþingsins.

Ekki framkvæmanlegt með - hraði!

Fylgjast frekar með fréttum!

 

Kv.


Nú virðist eiga redda hlutum með reyk og hillingum!

Það sem ég vísa í, er að nýleg hugmynd sem fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geitner, kom fram með - þ.e. í sl. viku, ekki vikunni sem nú er að líða.

Timothy Geitner - lagði til að Evrópa, myndi heimila björgunarsjóði Evrópu að skuld- /veðsetja sig!

Hún er sú að leysa þann vanda, sem er til staðar - að ekki er vilji meðal aðildarlanda Evrusvæðis til að stórfellt stækka svokallaðann björgunarsjóð Evrusvæðis; með því að heimila sjóðnum að veðsetja sig.

  • Þessa stundina getur björgunarsjóðurinn einungis lánað milli 200-300ma.€. Þó svo að hann hafi heildarfjármagn upp á 440ma.€ - þá er einfaldlega ekki meir eftir af því fjármagni.
  • Vandinn er að skapa trúverðuga baktryggingu skulda Ítalíu og Spánar - sem samanlagt nálgast nú 2.400ma.€.

Á sama tíma, stækkar stöðugt sá bunki af skuldabréfum, sem Seðlabanki Evrópu kaupir.

Á myndinni að neðan, sést að Seðlabanki Evrópu er þegar búinn að kaupa yfir 140ma.€ andvirði skuldabréfa ríkja í vandræðum - sjá ljósbláa bakgrunninn á myndinni!

Graphic: Steadily climbing bond yields.

  • Í reynd hafa aðildarríkin hafnað því að stækka björgunarsjóðinn umfram 440ma.€. Hið minnsta ríkin í N-Evrópu.
  • Að auki virðist ekki stuðningur við það, að veita Seðlabanka Evrópu ótakmarkaðar heimildir til seðlaprentunar. Sem er aðgerð, sem a.m.k. fræðilega séð, getur dugað í staðinn!

 

Svo þá eru góð ráð dýr - hvað í ósköpunum á að gera?

Grunnhugmyndin hljómar í mín eyru - eins og að ætla sér að fá eitthvað fyrir ekki neitt.

  • En, í stað þess að leggja sjóðnum til peninga - virðist hugmyndin vera að sjóðurinn leggi t.d. 10% undir þ.e. ábyrgist hluta upphæðar - hverju sinni.
  • Þannig geti sú upphæð sem fyrir er - dugað til að ábyrgjast margfalda þá upphæð, sem í sjóðinn hafa verið lagðar.

Þetta kalla ég reyk og hillingar!

  • Seðlabanki Evrópu, baktryggi síðan sjóðinn á móti - með eigin getu til seðlaprentunar.

Sjá stuttar tilvitnanir í greinar Financial Times, virkjið hlekkina og lesið svo greinarnar í heild, en ímislegt áhugavert kemur fram. Þurfið þó áskrift að vef þeirra. Sjáið ekki eftir því að kaupa slíka:

Global economy pushed to the brink :"European Union officials are warming to the idea that the EFSF could be “leveraged” to increase its strength, perhaps by guaranteeing larger European Central Bank purchases of Spanish and Italian sovereign debt,..."

Grim mood in IMF and World Bank :François Baroin - fjármálaráðherra Frakklands: "about, EFSF - "“Maximum impact means using full flexibility ... it has to be clearly linked to the ECB,” he said. Joint efforts by the ECB and the EFSF “are clearly planned for in the agreements”"

 

Vandinn snýr að trúverðugleika!

Það væri hægt að framkvæma þetta, ef annaðhvort 1 eða 2 á við:

  1. Björgunarsjóðurinn er á sameiginlegri ábyrgð aðildarríkja Evrusvæðis. Ef sjóðurinn veitir ábyrgðir, þá um leið eru aðildarríkin með-ábyrg. Ef aðildarríkin eru samþykk því, að beita þessari leið, því þau hafa ákveðið að þau séu til í eftir allt saman, að ábyrgjast skuldbindingar hvers annars án takmarkana. Þá er þetta trúverðugt. Fram að þessu hafa aðildarríkin ekki sýnt vilja til þess, að taka á sig allsherjar eða ótakmarkaða gagnkvæma ábyrgð.
  2. Bakábyrgð Seðlabanka Evrópu hefur trúverðugleika, ef seðlabankinn fær ótakmarkaða heimild til seðlaprentunar. Margir telja, að ef sú ábyrgð sé veitt - þá þurfi hann í reynd lítt að beita sér, því þá eyðist trúverðugleika vandinn - heilt yfir. Markaðurinn myndi ekki þora að kreppa beint við seðlabankann. OK, þá má vera - en fram að þessu hafa aðildarríkin ekki sýnt vilja til þess, að veita seðlabankanum slíka heimild.
  • Vandi Seðlabankans er að sá hyggst íta af sér þeim slæmu skuldum sem hann hefur verið að kaupa, sjá myndina að ofan, yfir á björgunarsjóðinn!
  • Aðildarríkin hafa hingað til ekki verið til í að stækka þann sjóð - frekar en orðið er.
  • Þannig að ECB hefur mjög takmarkaðann tíma, þ.s. hratt gengur á þá rúma 100ma.€ sem hann hefur því enn, svigrúm fyrir. Meðan hann heldur enn stöðugt áfram að kaupa skuldabréf Ítalíu og Spánar.
  • Að auki eru enn frekari hugmyndir uppi um að bæta frekari hlutverkum á björgunarsjóðinn - þ.e. bankabjörgun. En yfirmaður Bankaeftirlits Evrópu, vill að björgunarsjóðurinn, taki að sér að lána beint til bankastofnana innan Evrópu - til að létta undir með einstaka ríkjum, sem í tilvikum eiga erfitt um vik, við að takast á við slíka björgun.

Enn á eftir að staðfesta þær breytingar á hlutverkum björgunarsjóðsins, til samþykktar voru í júlí sl. En þing aðildarlandanna, taka málið fyrir í næsta mánuði. Vonast til að staðfestingarferli ljúki fyrir lok október.

Eins og fram kemur hjá Financial Times, eru hugmyndir um aukningu skuldbindingar björgunarsjóðsins, rædda af varfærni. Því menn vilja ekki styggja þingmenn þjóðþinganna.

En öll þurfa að samþykkja, þ.e. hvert eitt þinga aðildarríkjanna hefur stöðvunarvald, ef málið nær þar ekki fram að ganga. 

Ég velti fyrir mér, hvaða áhrif þessi umræða innan stofnana ESB, sem Frakkar svo greinilega gefa kröftuglega undir fótinn - innan Sambandsþings Þýskalands. En þar er mjög veruleg andstaða við allar hugmyndir - sem gefa sameiginlegri ábyrgð undir fótinn. Hvort sem er beint eða óbeint.

 

Niðurstaða

Reykur og hillingar, segi ég. En án sameiginlegrar bakábyrgðar allra aðildarríkjanna eða þess að ECB fái heimild til ótakmarkaðrar seðlaprentunar, sé ég ekki að þessi hugmynd hafi nokkurn trúverðugleika. 

Reyndar tel ég alveg fullvíst að ríkin í norðanverðri Evrópu muni blokkera þessa hugmynd. En fram að þessu, hafa þau neitað að samþykkja að þeirra skattfé sé í ótakmörkuðu magni, og með hætti sem þau hafa ekki nákvæma stjórn yfir - dælt til ríkjanna í vanda. 

En ég er ekki hissa á því að Frakkar séu hrifnir af þessu. Enda er Frakkland komið að fótum fram. Bankakerfi landsins liggur á barmi hruns. Hagvöxtur mælist enginn. Að auki, hafa þeir umtalsverðann viðskiptahalla.

Það er því stutt í að Frakkland, fari upp að hlið Ítalíu og Spánar, sem eitt hinna suðrænu landa í vandræðum.

Ps: Sá þessa nýju færslu, á Telegraph.co.uk/finance:

Eurozone leaders' comedy of errors brings monetary union to the brink

 

Þar kemur fram frekari útskýring. En skv. þvi sem þar kemur fram, er hugmyndin að EFSF eða Björgunarsjóður Evrusvæðis, ábyrgist hluta af upphæð en Seðlabanki Evrópu rest. En ef miðað er við 20% þannig að fræðilega væri unn að ábyrgjast 2.000ma.€, þá sé ég ekki að unnt sé að forðast að heimila Seðlabankanum, að setja ballansinn út í verðlagið. 

Ég skil að aðilar fari í kringum þetta eins og köttur í kringum heitann graut, en til stendur að þýska þingið afgreiði breytingar á reglum um björgunarsjóðinn seint í október. Ef hugmyndir af þessu tagi spyrjast frekar út, getur verið að það flæki staðfestingarferlið á Sambandsþinginu.

En það væri ekki spennandi, að ef staðfestingarferli þjóðþinganna dregst fram í nóvember. Því allt dæmið stendur og fellur með því, að frekari valdheimildir til EFSF séu eftir allt saman, staðfestar.

 

Kv.


Evrópa hefur 6 vikur til að koma fram með lausn!

Það er útlit fyrir að engin stór yfirlísing komi fram á G20 fundinum á laugardag, varðandi evrukrýsuna. En þeirri hugmynd virðist hafa skotið rótum, að gefa evrópu 6 vikur.

En 6 vikum héðan í frá, verður haldinn annar G20 fundur í Canne í Frakklandi.

Europe hastens to build up debt crisis defenses :""They have six weeks to resolve this crisis," said British finance minister George Osborne, speaking on the sidelines of semi-annual policy discussions in Washington."

George Osborne: "Patience is running out in the international community... More needs to be done to avoid a disorderly outcome," he said, before referring to the next G20 meeting in Cannes on November 3 and 4. "The eurozone has six weeks to resolve its political crisis."

 

Þó maður geti ef til vill ekki fullyrt með 100% öryggi að orð Osborne sé rétt lýsing á vilja þjóða heims.

Þá finnst mér ólíklegt - að hann myndi hafa tekið til orða með þessum ákveðna hætti, án þess að vera búinn að ræða a.m.k. óformlega við aðrar mikilvægar ríkisstjórnir út um heim.

  • En sennilega ræður mestu - að Grikklandsdæmið er í gangi, og aðilar vilja gefa Evrópu tíma til að ákveða sig, hvort Grikkland verður gjaldþrota eða ekki.
  • Tíma að auki til að klára, staðfestingarferli á þeim aðgerðum sem ákveðnar voru í miðjum júlí sl. 

Svo þó evrukrýsan muni örugglega verða mikið rædd - þá verði hún ekki endilega megin mál fundarins, eins og áður var haldið af fjölmörgum fréttaskýrendum.

G20 fundurinn muni einfaldlega hvetja Evrópu til að koma fram með lausn sem fyrst.

Að auki verði Evrópu tjáð, að ríki heims verði tilbúin til að aðstoða, þegar Evrópa hafi loks markað ákveðinn farveg - með einhvern lágmarks trúverðugleika.

 

Niðurstaða

Mér sýnist orð fjármálaráðherra Breta, benda sterklega til þess. Að ekkert stórt útspil muni koma fram, af hendi stórvelda heimsins - frá G20 fundinum. 

Evrópu verði send hvatningarorð - og væntanlega einnig óljós vilyrði um gulrætur síðar, ef Evrópa fyrst finnur einhvern nothæfann farveg, fyrir sín vandamál.

 

Kv.


G20 fundurinn nk. laugardag í Washington, verður allsherjar krýsufundur!

En það er alveg sama hvert litið er, alls staðar hægir á. Hvort sem við erum að tala um S-Ameríku, Asíu, N-Ameríku eða Evrópu. Sannarlega, er þó enn verulegur hagvöxtur til staðar í Asíu. Þar er enn einungis um að ræða minnkun hagvaxtar - ekki kreppuútlit.

En allt annað er uppi á teningnum, þegar litið er til Bandaríkjanna og Evrópu. 

  • Löndin beggja vegna N-Atlantshafs, eru á leið í nýja kreppu!
  • Það virðist í dag nær alveg fullvíst!

En samdrátturinn hófst í maí sl. og hefur síðan verið samfelldur, mánuð til mánaðar - þ.s. dregið hefur jafnt og þétt úr hagvexti.

Er svo komið nú, að hagtölur nálgar "0" með ógnarhraða - og með sama áframhaldi verður kreppa skollin á ný - - í vetur.

  • Ég spái því að kreppa verði á 4. ársfjórðungi á Evrusvæðinu.
  • 3. ársfjórðungur muni mælast um eða við "0".

Nýjustu PMI (Purchasing Managers Index) tölur fyrir Evrópu: september!

  1.  "PMI...eurozone's manufacturing...48,4. - - (49 í ágúst)
  2. "PMI...eurozone's services sectors...49,1 - - (51,5 í ágúst)

Tölur yfir 50 er vöxtur - tölur undir 50 er samdráttur!

  • Þetta inniber spá um samdrátt iðnframleiðslu og þjónustu iðnaðar á evrusvæðinu, í október!

Meira að segja í Kína voru PMI tölur undir 50! En þar sem hagvöxtur þar er enn svo mikill - er það ekki endilega varasamt!

Allt annað á við um Evrusvæði, þ.s. hagvöxtur á 2 ársfjórðungi mældist bara 0,7%.

Algerlega klárt að hann verður minni á 3. fjórðungi - en að hvaða marki, er ekki enn eins ljóst.

Smávegis samdráttur umsvifa einkahagkerfis - sem ofangreindar tölur gefa vísbendingu um, ítir greiniega ástandinu frekar niður og nær "0" mörkum.

"The European Commission said its consumer confidence index fell to -18.9 in September, following a sharp fall to -16.5 in August."

  • Þetta kom einnig fram í dag - að enn frekara fall í bjartsýni neytenda hafi átt sér stað.

Þegar við bætist að markaðir urðu óttaslegnir við frétt miðvikudagsins, sem var greinargerð Federal Reserve um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum, þá ásamt tölum um frekari slæma þróun í Evrópu - - varð verulegt verðfall á mörkuðum í dag, beggja vegna N-Atlantshafsins!

 

Verðfall á mörkuðum í Bandaríkjunum: U.S. Stocks Plunge

  • "The Dow Jones Industrial Average closed down 391.01 points, or 3.5%, to 10733.83"
  • "The Standard & Poor's 500-stock index shed 37.20 points, or 3.2%, to 1129.56, after touching its lowest intraday level since early August."
  • "The technology-oriented Nasdaq Composite slumped 82.52 points, or 3.2%, to 2455.67."

Áhugavert að Dow Jones er komin niður fyrir 11.000 stig. En það hefur nú gerst þrisvar áður, síðan óróleikinn hófst fyrir alvöru í agúst.

En fyrri skiptin reis vísitalan aftur upp fyrir 11.000 markið - en spurning hvort að nú muni hún haldast fyrir neðan það!

Ef svo reynist vera, þá mun það verða visst sálrænt áfall!

 

Verðfall á mörkuðum í Evrópu: European Stocks Sink

  • The Stoxx Europe 600 index ended down 4.6% at 214.89. This was the biggest percentage fall since March 2009 when the index fell 5.3%.
  • "U.K.'s FTSE 100 closed down 4.7% at 5041.61, hitting an intraday low of 5013.55. The FTSE managed to keep its head above the 5000-mark, which is seen as a psychologically important level."
  • "Germany's DAX declined 5.0% to 5164.21"
  • "France's CAC-40 closed 5.3% lower at 2781.68."
  • "The Stoxx Europe 600 banks index also declined 5.7%."

Verðfallið á mörkuðum í Evrópu, er að sögn erlendra fréttavefja - það mesta siðan kreppan 2008 hófst fyrir alvöru með falli Leaman fjárfestingabankans.

Munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu síðan ágúst, er að í Bandaríkjunum hækkuðu verð aftur.

Þannig að vísitölur þar hafa verið að rokka upp og niður, upp og niður. En að meðaltali staðið í stað - fram að þessu. Kannski að nú sé að verða breyting.

Meðan, að í Evrópu hefur nettó sveiflan verið niður - og það jafnt og þétt. Þó nokkrum sinnum hafi vísitölur einnig hækkað, þá voru hækkanir yfirleitt minni en verðfallið á undan og síðan verðfallið sem kom í kjölfarið.

Evrópskar vísitölur eru því verulega niður - heilt yfir litið. Síðan í upphafi ágúst.

 

Niðurstaða

Evrusvæðið virðist vera að búa til nýja heimskreppu. Vegna þess hve heims fjármálamarkaðir eru orðnir innbyrðis háðir, skuldabréf Evrusvæðisríkja eru t.d. í miklu magni í eigu bandar. banka. Evr. skuldabréf eru einnig í eigu japanskra og kínv. aðila. Og auðvitað víðar.

Að mjög mörgu leiti er þetta eins og endurtekning á "sub prime" krýsunni. Nema að nú er vantraust að skapast á skuldabréfa-útgáfum sjálfstæðra ríkja. Sem leiðir til verðfalls þeirra - og tjóns fyrir fjármálastofnanir sem eiga þau bréf.

Skv. AGS er fjárhagslega holan innan banka á Evrusvæðinu af þessa sökum, á stærðargráðunni 300ma.€.

Fjármálakreppa muni dreifast um heiminn. 

En í þetta sinn, eru ríkin víða um heim búinn með sína varasjóði - megni til.

Þannig, að útlit er fyrir - að ekki verði endurtekin sú mikla alþjóðlega björgun á heimsfjármálakerfinu sem Bandaríkin höfðu forustu um síðla árs 2008 sem stóð fram á mitt ár 2009.

En, ég reikna fastlega með að rætt verði á G20 fundinum á laugardaginn, hvað hægt sé að gera. Hvort unnt sé að hrinda einhverju sambærilegu af stað.

En, mjög ólíklegt er að skalinn á þeim aðgerðum verði neitt sambærilegur. 

Þannig ólíklegt að þær dugi til, að snúa þeim neikvæða spíral við - sem er klárt í gangi!

----------------------------

Ný heimskreppa virðist því á allra næsta leiti.

Verður líklega hafin á útmánuðum næsta árs.

Og hún mun sennilega standa lengi.

 

Kv.


Munu BRIC lönd aðstoða evrusvæði?

Svokölluð BRIC lönd munu funda um næstu helgi og málefnið efst á dagskrá - fjármálakrýsan í Evrópu. En ímis lönd Evrópu - sérstaklega Ítalía og Frakkland, virðast hafa verið að lobbía við ríkisstjórnir BRIC, um að hefja stórfelld kaup á evrópskum ríkis-skuldabréfa-útgáfum, til að styrkja evrusvæðið.

BRIC klúbburinn inniheldur eftirfarandi ríki:

  • Brasilíu,
  • Indland,
  • Kína, og
  • Rússland.

"Finance ministers from the BRIC group - Brazil, Russia, India and China - will meet this week in Washington to discuss the possibility of investment in troubled euro zone sovereign bonds..." - "Between them, the four fast-growing economies have a combined $4.3 trillion in hard cash reserves, three quarters of it held by China."

 

  • Það er óhætt að segja - að fall Evrópu er mikið!
  • En nú virðist leitað logandi ljósi - að aðstoð, frá fjársterkum aðilum erlendis.
  • Að Seðlabanki Evrópu - falist með þeim hætti eftir aðstoð, er skýr viðurkenning þess - að verkefnið er vaxið Seðlabanka Evrópu upp fyrir höfuð.
  • Núna virðist sem, að leitað sé eftir einhvers konar - hnattrænni björgun!
  • Evrópskir sendimenn - ganga nú milli ríkja, með betlistafinn við hönd!

 

Dálkahöfundur Wall Street Journal, Paul Hannon, telur að evrópskir sendimenn í betlileiðöngrum - ættu með réttu að ganga með hauspoka:

Paul Hannon: Help From Brics Shows Europe's Slide to Irrelevance

"And if the euro zone were a person, that person would be stuck in a permanent cringe. Not only has the currency area managed to place its banking system in jeopardy, many of its people on the brink of ruin and several of its members on the road to default, but it has placed the global economy in danger." - "But the fact that the Brics are now in a position to lend a helping hand has to be a wake up call for Europeans. The long slide towards irrelevance has been going on for far too long."

 

Fyrstu vísbendingar fyrir fund BRIC eru ekki mjög jákvæðar!

Brazil Says Europe Must 'Save Itself

Guido Mantega, fjármálaráðherra: ""Europe has to save itself because it has the tools to resolve the sovereign debt problem of Greece and other countries and the problem of bank weakness," - "If they don't, the emerging countries... will have little to do because the central issues aren't resolved," Mr. Mantega said."

Þetta hljómar ekki mjög ólíkt því sem æðsti ráðamaður Kína sagði nýlega!

Wen sets preconditions to help Europe 

Wen Jiabao, forseti Kína: “Countries should fulfil their responsibilities and put their own houses in order,” - en skv. grein þá gerði forseti Kína skilmerkilega grein fyrir þeirri afstöðu kínv. stjv. að Kína gæti ekki bjargað Evrópu frá sjálfri sér.

Að auki, nefndi hann kröfur sem Kínv. hafa lengi haldið fram gagnvart Evrópu - að fá viðurkenningur Evrópu fyrir því að vera "markaðs hagkerfi". 

En þetta er skilgreining innan Heims-viðskipta-stofnunarinnar, þá þarf Evrópa að veita Kína sama aðgang, og öðrum löndum, sem eru viðurkennd - sem fyrsta klassa markaðs hagkerfi.

Evrópa hefur verið treg til þess, því án þeirrar viðurkenningar þá eru meiri hindranir til staðar - fyrir kínv. aðila sem vilja eiga viðskipti innan Evrópu eða fjárfesta þar.

Á sama tíma, nefnir Forseti Kína þetta atriði - sem hugsanlegt verð fyrir veitta aðstoð!

 

  • Punkturinn er, að með yfirlýsingu Guido Mantega, virðist að Brasilíumenn séu að samræma viðhorf sín gagnvart Evrópu, að viðhorfum kínv. stjv.  
  • Það gefur ekki miklar vonir um að BRIC löndin, muni koma fram með eitthvert stórt útspil, rétt fyrir G20 fundinn um helgina. En fundur BRIC er haldinn rétt á undan.
  • Þetta er samt áhugavert sjónarspil!
  1. En Brasilía varð nær gjaldþrota á 9. áratugnum.
  2. Rússland raunverulega var greiðsluþrota 1998.
  3. Ekki nema eftir 1979 sem efnahagslegur uppgangur Kína hefst, og landið byrjar að lyfta sér úr sárri fátækt.
  4. Indland, hefur verið að lyfta sér úr fátækt af krafti allra síðustu ár - þ.e. frá 10. áratugnum.

Þjóðir sem sjálfar hafa efnahags-erfiðleika í frekar fersku minni!

Eru líklega ekki sérdeilis líklegar, til að fyllast samúð yfir efnahagslegum óförum Evrópu, sem koma í kjölfar sukkáratugsins mikla - þ.e. sl. áratugar!

 

Fyrir neðan eru 2 mjög fínar skýringamyndir frá "Der Spiegel" - Mynd1 - Mynd2

Graphic: Interest rates on 10-year government bonds

Efri myndin sýnir áhrif evrunnar - þ.e hvernig um hríð markaðurinn leit á öll löndin sem eins örugg og Þýskaland. Sem gerði löndum innan Evrusvæðis, sem áður höfðu haft lélegt lánstraust, það mögulegt að slá miklu stærri lán en áður.

En að auki, sýnir þetta einnig, hvaða áhrif Evrukrýsan hefur haft á sýn markaðarins á lánstraust.

Það sem þetta segir - - er að meint jákvæð áhrif evrunnar á lánstraust, eru horfin!

  • Nú hafa aðildarþjóðir Evru - ekki lengur meira lánstraust en þær höfðu fyrir evruaðild. 
  • Hugmyndir Evrusinna um bætt lánstraust Ísl. með evruaðild, virðast úreltar.

 

Það var reyndar aldrei rökrétt ástæða að ætla að ríki yrði traustara við það eitt að ganga inn í evruna, heldur virðist sem að fjárfestar hafi talið að ríkjum yrði aldrei heimilað að verða gjaldþrota.

Það virðist hafa verið talið skv. þeirri forsendu, að eins og nú hefur komið í ljós, að markaðinum var þegar ljóst að gjaldþrot hefði mjög neikvæð hliðaráhrif. 

Þannig, að kerfið innibæri loforð þess efnis, að ríkjum yrði alltaf hjálpað - þó svo að ein meginreglan frá byrjun hafi verið "no bailout".

Þeir virðast hafa ályktað samt - að ríkisgjaldþrot yrðu ekki heimiluð, því þau væru svo hættuleg. Nú er aftur á móti búið að leiða það fram, að "no bailout" reglan var ekki dauður bókstafur. Því eins og komið hefur í ljós, þá er vilji og geta aðildarríkjanna, til þess að verja svokallaða skussa - takmörkuð.

Graphic: Steadily climbing bond yields.

Seinni myndin segir einnig - mjög áhugaverða sögu!

  • Bakgrunnurinn sýnir kaup Seðlabanka Evrópu á skuldabréfum aðildarríkja Evru í vandræðum.
  • Sjáið hve aukningin í eign Seðlabanka Evrópu í formi bréfa landa í vandræðum, hefur verið hröð síðan hann hóf kaup á bréfum Ítalíu og Spánar í ágúst.
  • Takið að auki eftir ferlum ríkjanna!
  • Sjáið t.d. bláa ferilinn, sem er Grikkland, en þá lækkar ávöxtunarkrafan á bréfin skarpt um leið og kaup Seðlabankans hefjast, en svo hækka þau aftur smám saman.
  • Sjáið einnig sömu þróun, í dæmum Portúgals og Írlands.
  • Sjáið svo að lokum, að sama þróunin virðist í gangi í dag, þegar ferlar Spánar og Ítalíu eru skoðaðir.
  • Það er, alveg eins og í fyrri skipin, sé ávöxtunarkrafan aftur á uppleið.

 

Niðurstaða

Það verður að segja það eins og er - að auðmýking Evrópu er mikil. Lönd sem um hríð töldu sig fyrirmynd heimsins, um það hvernig ætti að hafa hlutina. Og þ.e. ekki nema örstutt síðan, að það fór að slá fölleika á það dramb, aðila innan Evrópu. Eru nú, svo bersýnilega á leið niður í efnahagslega niðurlægingu, að heimurinn allur er farinn að fyllast skelfingu.

En hrun verður sama og heimskreppa!

PS: Lesið þetta. En það er ótrúlega margt líkt greinilega með hegðan breskra og ísl. evru- og ESB-sinna. Það er eins og að lesa spegilmynd, að þeirra málflutningi hér:

The great euro swindle

Kv.


Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. með Besta Flokknum?

Eins og fram kom í gær, hyggst Guðmundur Steingrímsson bjóða sig fram til Alþingis, með Besta Flokknum. En Besti lýsti því yfir um sl. helgi, að framboð til Aþingis stæði fyrir dyrum.

Sem Framsóknarmaður, er ég ekki neitt óánægður með þessa þróun. En sannarlega mun hún hafa áhrif á Framsóknarflokkinn. En ég tel að flokkurinn geti mjög vel varið sig, gagnvart þessari ógn.

En ég tel í reynd, að framboð Guðmundar með Besta minnki líkur þess að framboð BF hafi neikvæð áhrif fylgislega á Framsóknarfl.

Þar kemur til sú stefnuyfirlýsing sem Guðmundur Steingrímsson hefur komið fram með - sbr. útskýringu hans á því af hverju hann sagði sig úr Framsóknarflokknum - sjá umfjöllun:

Guðmundur Steingrímsson - ég skora á þig að stofna þann nýja aðildarsinnaða flokk, sem þig dreymir um!

 

Við verðum eiginlega að hugsa þetta skv. markaðsgreiningu, eins og kjósendur væri markaður, og flokkarnir að keppast um þann markað

  • En ef við skoðum þann markað, þá þíðir framboð Guðmundar með BF það algerlega fyrir öruggt, að framboð BF verður eindregið aðildarsinnað. 
  • Þannig, að samkeppnin um atkvæði aðildarsinna - er að aukast.
  1. Á sl. landsþingi Framsóknarflokksins, var samþykkt ályktun sem felur í sér, að Framsóknarflokkurinn tekur afstöðu - gegn aðild: Ályktanir flokksþings 2011.
  2. Hann er því ekki lengur, að keppa um aðildarsinnaða kjósendur.

Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. með BF á Framsóknarflokkinn?

  • Þau hljóta að vera þau, að Framsóknarfl. einbeiti sér enn frekar að núverandi markaðssókn.
  • Það er, atkvæði þeirra sem eru andvígir aðild.

Þá einfaldlega, verður BF og Framsóknarfl. eins og 2 fyrirtæki, sem hvort um sig hefur skilgreint sinn markað - og einbeitir sér að þeim markaði!

  • Í þessum skilningi eru vörur flokkanna, stefnan!

Ég tel ágætar líkur á því, að þessi markaðssókn Framsóknarfl. komi til með að virka!

Atkvæðum fjölgar ekki endilega rosalega mikið - en ekkert fylgishrun ætti að eiga sér stað!

 

Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. ásamt BF á aðra flokka?

Eins og ég útskýrði í: Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, mun sá taka fylgi af Samfylkingu! Gambíttur SDG virðist vera að ganga upp!

  • Þá tel ég að Guðmundur Steingrímss. vekji fyrst og fremst áhuga óánægðra Samfóa.
  • En Guðmundur Steingrímss. - sem ljóst er, fær mjög jákvæða athygli Samfóara.

En fram að þessu, að minu viti, hafa óánægðir Samfóar ekki haft neinn flokk - sem þeir geta kosið í staðinn, og þannig refsað eigin flokki. En þeir geta ekki hugsað sér að svíkja lit í aðildarmálinu.

En ég er þess fullviss, að þ.e. fullt af óánægðum Samfóum, sem eru óánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið og hvernig hefur gengið.

Ég spái því, að skoðnanakannanir muni fljótt sýna umtalsverða fylgissveiflu frá Samfylkingu yfir til BF Guðmundar Steingrímss. 

Að auki grunar mig, að fylgi muni leita yfir til BF frá óánægðum VG-urum!

En innan VG-er að finna nokkurn fj. af fólki, sem ekki flokkast til gamallra kommúnista eða vinstri róttæklinga, en kaus VG síðast. Er þó ivið vinstri sinnaðra en Samfylking hefur verið sl. ár.

Þetta fólk er margt hvert - fremur Evrópusinnað. Er einkum að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. En svo bersýnilegt var fyrir síðustu kosningar hvaða stjórnarsamstarf myndi verða.

Sem skýrir að verulegu leiti, hvers vegna VG átti svo auðvelt með að svíkja and-aðildarsinnuð kosningaloforð.

VG-verður í sérdeilis slæmri klemmu!

  • Vegna þess hve óvinsæl ríkisstj. er orðin!
  • Vegna þess, að fjölmargir upplifa stjórnarsamstarf VG sem svik, við gefin kosningaloforð.

Þá verður VG-milli tveggja elda!

  1. Framsóknarfl. mun reyta af honum aðildarsinna! Sérstaklega landsbyggðarfólk.
  2. BF-mun reyta af honum þá fremur vinstri sinnuðu aðildarsinna, sem VG-inniheldur.

Sennilega mun enginn flokkur verða fyrir meira tjóni í næstu kosningum - heldur en VG.

 

Niðurstaða

Hið nýja framboð krystallar þörf fyrir Framsóknarfl. til að fylgja eindregið hinni nýju stefnu sem mörkuð var á sl. Landsfundi.

En sú stefna verður að vera múrinn sem ver fylgi flokksins, héðan í frá.

Hið nýja framboð gerir þetta enn meir ljóst!

En með aukinni samkeppni um aðildarsinnað fylgi, þá er vænlegra núna fyrir Framsóknarfl. að sækja í and-aðildarsinnað fylgi. 

Það ætti að vera algerlega bersýnilegt - héðan í frá.

Eftir þetta væri það mjög varasamt fyrir flokkinn, að gefa nokkra hina minnstu mánamiðlun um hina nýju stefnumörkun.

Í þessa nýju stefnu verður að halda með sömu festunni, og her heldur í varnarmúr - þegar andstæðingar sækja að.

Nýja stefnan verður að hafa 100% trúverðugleika! 

Einungis þannig, getur flokkurinn varið sig - þessari nýju ásókn.

Þá einfaldega hrekkur hún af múr stefnunnar - stefnan verður sem brjóstvörn flokksins.

Fylgissveifla frá flokknum, verður þá í mesta falli óveruleg!

Á móti, getur hann náð sér í frekara and-aðildasinnað fylgi frá VG.

 

Kv.


Grikkland: 3 vikur í greiðsluþrot!

Greiðsluþrot það sem verður í Grikklandi í október, verður fyrst í stað ekki gagnvart skuldbindingum við aðila, utan Grikklands. Heldur, þá lendir gríska stjórnin í þeim vanda. Að eiga ekki pening til að standa undir öllum innlendum skuldbindingum. En Grikkland þarf ekki að greiða af erlendum lánum fyrr en í nóvember.

  1. Valkostir grískra stjv. verða þeir sömu, og einstaklingur stendur frammi fyrir - sem ekki á peninga til að greiða af öllum lánum. 
  2. Spurning hvort stjv. Grikklands velja að greiða sumum ekki öðrum, eða öllum - en ekki allt sem þeir eiga að fá.
  3. Við erum að tala um laun - við erum að tala um bætur til aldraðra og öryrkja.

Þetta er einmitt hættan - sem evrusinnar vilja ekki ræða!

  • Ef þú getur ekki lengur prentað eigin gjaldmiðil -
  • þá getur land mjög raunverulega lent í lausafjárvandræðum!
  • Það er einmitt þ.s. verður vandi Grikklands - í næsta mánuði.
  • Seðlabanki ríkis - er nefnilega ekki einungis lánveitandi til þrautavara til banka, heldur einnig fyrir ríkissjóð - - > prentun!

Í dag er í gangi "high stakes brinkmanship" milli ríkisstj. Grikklands vs. ríkisstjórna Evrusvæðis!

  • Í stað þess, að lofa því að Grikkland myndi fá peninginn - skv. björgunarprógramminu!
  • Þá ítrekuðu Þjóðverjar og nokkur önnur lönd innan Evrusvæðis, þá afstöðu sl. föstudag - að Grikkland yrði að standa við áætlunina frá því í fyrra, sbr. niðurskurð - - > ella komi peningurinn ekki.
  • Í gær fór fram símafundur milli ríkisstjórnar Grikklands og svokallaðs þríeykis "troyka" - fulltrúar: Seðlabanka Evrópu, Framkvæmdastjórnar ESB og AGS. Honum virðist hafa lokið án niðurstöðu - - fyrir utan að ríkisstj. Grikklands fékk að heyra, að fyrirliggjandi tillögur frá þeim, væru ekki fullnægjandi.
  • Klárt að það er ekki verið að kaupa, að hægt sé að innheimta 2ma.€ í viðbótar fasteignasköttum, í Grikklandi - þann stutta tíma sem eftir er af árinu.
  • Það sem AGS heimtar, er mjög verulegur niðurskurður í starfsmannahaldi ríkisins.
  • Það virðist vera mjög - mjög erfið framkv. fyrir stjórnarflokk Grikklands - - vegna þess, að verkalýðsfélög opinberra starfsmanna, hafa mjög mikil ítök einmitt innan stjórnarflokksins. Flestir opinberir starfsm. einnig flokksmeðlimir.

-------------------------------------------þítt úr grísku blaði.

"The Greek Finance Minister is expected to propose historical cuts to workers and pay in the public sector and the closing of surplus government offices. Public sector workers in Greece are appointed for life, and the rumours of the possibility of redundancies have been met with outrage from citizens and politicians alike.

Mr Venizelos' decisions have received harsh criticism from members of the opposition, especially in light of new figures showing that approximately 25,850 employees were illegally hired on fixed-term contracts, alongside 3,353 workers on a freelance basis in 2010.

Opposition party New Democracy's Mr Giannis Michelakis condemned the Finance Minister's failure to comment on the figures, and insinuations that Venizelos has imposed a media clampdown on reporting the illegal recruiting are rife.

Early today, Mr Venizelos cited the inflated Greek public sector as a supporting argument for the proposed austerity measures. He stated that the public sector does have 'surplus workforce' and that the structure of public service needs need to be made 'logical'. Mr Bob Traa, Senior Resident Representative of the IMF in Athens, described the sacking of public workers as 'taboo'."

-------------------------------------------

  • Það er í reynd spurning hvort - sá niðurskurður sem þarf til að þríeykið samþykki að afhenda peninginn - - sé yfirleitt pólitískt mögulegur, fyrir ríkisstjórn Sósíalista.
  • Ef Papandreo forsætisráðherra og Venizelos fjármálaráðherra - geta ekki knúið verulegann niðurskurð í starfsmannahaldi ríkisins, þegar 3 vikur eru til þrots.
  • Þá þarf ekki frekar vitnan við - að sú aðgerð hefur ekki verið pólit. möguleg fyrir stjórnarflokkinn - - svo mikil séu ítök félags opinberra starfsm. innan flokks.

Það er magnað - ef það er satt, að 25.000 hafi verið æfiráðnir til viðbótar við þá sem fyrir eru - þetta eru tölur frá sl. ári, svo þetta er ekki endilega að gerast núna!

Ég veit ekki hvernig gríska ríkisstj. á að taka á þessu máli með æfiráðningar!

En grískir dómstólar ásamt gríska ríkinu, eru þekktir fyrir að vera óskaplegt seinfært torf.

Og mér sýnist það ákaflega líklegt - að ef gríska ríkið reynir að reka fj. æfiráðinna, þá geti þeir sömu kært þann gerning, og fengið honum hnekkt!

Mig grunar - að gríska ríkisstj. sé nú sennilega kominn að ókleyfum vegg!

Og að þrot Grikklands raunverulega sé loks yfirvofandi!

 

Niðurstaða

Í næsta mánuði, getur verið að heimurinn fái loks að komast að því, hvort þrot Grikklands leiðir til massívrar neikvæðrar keðjuverkunar á evrusvæðinu eða ekki.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband