Minnst slæma útkoman fyrir evruna, væri að sjálft Þýskaland myndi fara!

Það er mjög mikil umræða í gangi um þennann möguleika. Á sama tíma, koma aðrir fram með mjög stórar fullyrðingar - um gríðarlegt tjón, ef evrunni er ekki haldið saman með öllum núverandi ríkjum innanborð. Raddirnar eru stöðugt að verða skrækari, fullyrðingar um hrikalegar afleiðingar - svakalegri.

Nýtt yfirskot - sá ég í dag, en þ.e. sú fullyrðing að sjálft lýðræðisskipulag Evrópu sé undir. 

Þetta er eiginlega að verða broslegt! Væri það, ef ekki væri raunverulega smávegis sannleikur að baki aðvörunum um slæmar afleiðingar.

En, sannleikurinn er sá, að þvert ofan í fullyrðingar skrækra evrusinna, er sjálf evran nú orðin - alvarlegasti myllusteinninn fyrir Evrópu, fyrir Evrópusambandið. Í reynd alvarlegasta efnahagsvandamál heimsins alls.

Að leitast við að halda henni saman, með öllum innanborðs - tel ég einmitt vera leiðin, til að skapa hámarks efnahags tjón! Og því, möguleika á þeim hrikalegu afleiðingum - allt upp í hugsanlegt hrun lýðræðis, sem þeir nefna.

 

Stóri vandi Evrusvæðis!

  • Hinn eiginlegi undirliggjandi vandi, er ekki skuldavandi aðildarríkjanna.
  • Þvert á móti, er skuldavandinn afleiðing - enn alvarlegri vanda.
  • Skuldavandinn auðvitað er þ.s. við blasir.
  • En málið er, að ef hinn djúpi vandi, sem er hinn eiginlega orsök skuldavandans er ekki leystur, þá mun ekki verða unnt að binda enda á skuldakreppuna.
  • Meira að segja - afskriftir skulda eintakra ríkja, munu ekki duga til.
  • Því, hinn undirliggjandi vandi, mun framkalla ferskann skuldavanda - á ný.

Ég er að vísa til - samkeppnisvandans!

  • Það sem bjó til skuldakreppuna, að mjög miklu leiti, var sú staðreynd - að það varð mjög mikið misvægi í launaþróun, milli S- og N-Evrópu.
  • Margir grunnhyggnir einstaklingar, dásömuðu þá þróun meðan góðærið stóð enn yfir, sbr. að laun hækkuðu á Grikklandi 30% umfram þ.s. laun hækkuðu í Þýskalandi.
  • Grikkland var "extreme" tilfellið, en staðreyndin er að laun hækkuðu í S-Evrópu, umfram hækkanir launa í prósentum talið, í N-Evrópu.
  • Um hríð virtist þetta búa til mjög aukna velmegun í S-Evrópu.
  • Sjálfsagt telja ímsir, að hækkandi lífskjör vera af því góða.
  • Það undarlegt af mér - að vera að álasa þjóðum S-Evrópu, að vilja ná lífskjarastandard N-Evrópu með hraði.
  • Vandinn er sá, að þær fóru framúr sjálfum sér - framúr því, sem atvinnulífið í þeirra heimalöndum, í reynd réð við.
  • Þannig, að þeirra atvinnulíf glataði samkeppnishæfni, útflutningsatvinnuvegum fór að hnigna - það skapaðist viðskiptahalli, sem eftir 2005 cirka bout fór vaxandi ár frá ári.
  • Vandi er, að viðskiptahalli --> skuldasöfnun.
  • Þjóðirnar fóru að halda lífskjörum uppi, með lánsfé!
  • Í reynd varð til frá og með cirka 2005, nokkurs konar pýraímahagkerfi innan evrunna.
  • Það virkaði þannig, að þjóðir einkum í S-Evrópu juku ár frá ári kaup á varningi frá N-Evrópu, einkum Þýskalandi.
  • Þegar mest var, fór rúml. 40% útflutnings Þjóðverja til Evrópu.
  • Þetta kynti undir hagvexti í Þýskalandi - og meðan skuldabólan var að þenjast út, varð einnig til mældur hagvöxtur í S-Evrópu fyrir hennar tilverknað.
  • Þatta var auðvitað ósjálfbært með öllu - gat aldrei endað nema í hruni.
  • Ég er að segja, að evruhagkerfið hafi verið ósjálfbært síðustu árin fyrir kreppu - það má vel vera, að 2005 sé ekki nógu langt aftur farið!

Ef samkeppnishæfnis vandinn er ekki leystur - mun hann aftur framkalla nýja skuldakreppu, þó svo farið sé í allsherjar skuldaniðurfærslu.

Hugmyndir eru uppi um að ríkin í S-Evrópu, framkalli viðsnúning með beinum launalækkunum - með því að auka skilvirkni innan eigin hagkerfa - með því að skera niður ríkisútjöld.

Sko, það er ekkert að þeim aðgerðum - vandinn er sá, að flestar þeirra eru samdráttarvaldandi þ.e. til skamms tíma auka þær hagkerfissamdrátt, og endurskipulangning tekur einhver ár í besta falli, að skila árangri.

Ríkin í S-Evrópu þurfa eitt stykki gengisfellingu, til að örfa hagkerfin hjá sér - svo ofangreindar aðgerðir séu ekki of samdráttaraukandi.

Með öðrum orðum, það þarf sterkari hvatningu til mótvægis, við endurskipulagningu og niðurskurð.

Án hvetjandi aðgerða - í nálægri framtíð, munu samdráttaraðgerðir halda áfram að magna samdráttartilhneygingar, sem þegar eru orðnar mjög áberandi. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega, að löndin í S-Evrópu detta í kreppu aftur - þ.e. hagkerfissamdrátt, sem þá mun óhjákvæmilega magna upp skuldakreppu.

Að halda áfram með Evruna óbreytta, mun leiða fram þessa útkomu - - og ég sé einungis allsherjar krass sem endapunkt, ef þessari leið verður framhaldið.

Og þá getur allt það hræðilega hugsanlega átt sér stað - sem skrækir evrusinnar segjast óttast.

 

Best væri að Þýskaland sjálf myndi fara!

  • Málið er, að þá framkallast það verfall evrunnar, sem ríkin í S-Evrópu þurfa á að halda!
  • Gengisfallið, raunverðfellir lífskjör - sem eru í dag ósjálfbær alveg eins og gengisfall krónu gerði - og þá hverfur sá viðvarandi viðskiptahalli sem þær þjóðir hafa nú búið við í nærri áratug. 
  • Einfaldlega eins og hér, að innflutningur minnkar vegna þess að vörur fluttar inn frá löndum utan svæðis verða dýrari, vörur framleiddar innan svæðis verða þá keyptar frekar - sem styrkir atvinnuvegi innan svæðis.
  • Framleiðendur að auki, ná aftur til baka glataðri samkeppnishæfni, við keppinauta utan svæðis - svo útflutningur ætti aftur að fara að aukast.
  • Alveg eins og hér gerðist, þá hættir uppsöfnun erlendra skulda.
  • Hættan á því að ný skuldakreppa verði til - minnkar stórfellt.
  • Vegna þess að upphleðsla skulda við aðila utan svæðis minnkar, eða hverfur alveg - þá eykst tiltrú aðila utan við svæðið, á þeim hagerfum sem starfa innan þess - alveg eins og tiltrú hefur aukist á Íslandi.
  • Bætt samkeppnishæfni útflutnings - og að eftirspurn neytenda beinist frekar að vörum framleiddum innan svæðis; bætir til muna forsendur fyrir hagvexti.
  • Ef síðan, ofan í þetta - einnig er gripið til aðgerða til þess að bæta skilvirkni atvinnulífs, í þeim ríkjum sem eftir verða.
  • Þá, getur skapast raunhæfur möguleiki - á alls ekki sjabbí hagvexti.

Er þetta ekki hræðilegt fyrir Þýskaland?

  • Sannarlega, þá myndi nýtt mark verða mjög sterkt sbr. evruna í þessari sviðsmynd, allt að 40-50%.
  • Þetta þíðir sannarlega minnkaða samkeppnishæfni útflutnings.
  • Getur leitt til samdráttar hjá þeim.
  • En þeir sem mála svarta mynd af tapi allt að því 25% af þjóðarframleiðslu, þeir stórfellt vanmeta - það tjón sem óbreytt ástand mun framkalla?
  • En kreppan sem er að verða til á ný, og mun áfram fara versnandi, mun minnka þýskann útflutning.
  • Hún mun valda Þýskum bönkum útlánatapi - og svo frekara tapi.
  • Þýskaland, mun ekki komast hjá því að vera togað niður fyrir rest.
  • Að auki, er algerlega óþarft fyrir Þýskaland, að fara hefðbundnar leiðir, þegar þeir taka upp nýjann gjaldmiðil:
  1. Staðreynd, peningar munu leita til Þýskalands, ekki frá Þýskalandi. Þess vegna getur Þýskaland, leift sér sveigjanleika með það form - á hvern hátt þeir haga skiptum yfir í nýjann gjaldmiðil.
  2. Ég er að segja, að vegna þess að ekki eru líkur á fjármagnsflótta, þá sé öldungis óþarfi fyrir þýsk stjv. að - með valdboði umbreyta öllum peningalegum eignum innan Þýskalands, í hinn nýja gjaldmiðil.
  3. En slíkt er vanalega gert, til þess að verja land fyrir fjármagnsflótta. Sbr. að Grikkland yrði að skipta með valdboði öllum fjármálalegum eignum í drögmur, til þess að fjármagn myndi ekki geta flúið, því enginn utan Grikklands myndi vilja drögmur. Hið minnsta kosti ekki til að byrja með.
  4. En, vegna þess að ekki mun verða nokkrar líkur á flótta fjármagns, þá tel ég mun vænlegra fyrir Þýskaland, að fara þá leið - að heimila evru og nýju marki, að vera gildandi gjaldmiðlar samtímis.
  5. Ríkisstj. Þýskalands, lætur seðlabankann gefa út hinn nýja gjaldmiðil - fer að greiða eigin starfsfólkil laun, en - ekki er gripið til nokkurra aðgerða til þess, að umbreyta peningalegum eignum í hinn nýja gjaldmiðil. Ekki inneignum - ekki lánum almennings eða fyrirtækja.
  6. Það sem þá gerist, er að þá verðfalla lán allra og auðvitað inneignir samtímis.
  7. Fyrir bragðið, verður ekki af tjóni fyrir bankakerfið - sem nú er haldið fram að myndi verða vegna misvægis gengis. En, slíkt verður einungis, ef þýsk stjv. myndu fara þá leið - að með valdboði umbreyta öllum peningalegum eignum.
  8. Ef þau sleppa því - verður mjög lítil röskun á þýska hagkerfinu. Ef fyrirtæki kjósa að greiða laun áfram í evrum, geta þau það. En sennilega mun almenningur krefjast þess, að laun verði greidd í hinum nýja gjaldmiðli.
  9. Eðlilega munu laun einnig hafa raunverðfallið, en það mun taka einhvern tíma fyrir almenning að fá það í gegn, að laun verði greidd í nýja gjaldmiðlinum og yfir það tímabil mun sú verðbreyting milli hins nýja gjaldmiðils og evru að mestu eiga sér stað - sem mun milda áfallið fyrir atvinnulífið af því að þurfa hér eftir, að starfa við dýrari gjaldmiðil.
  10. Að auki, mun raunlækkun skulda miðað við hinn nýja gjaldmiðil, verða smyrsl á það sár.
  11. Almenningur mun sækja sér sjálfsagt einhverjar launabætur með kjarasamningum, en líklega verður raunlaunalækkun í Þýskalandi - nokkur.
  12. Hún mun þó verða mun minni en í S-Evrópu. Þannig, ég meina - minni en sem nemur verðfalli evrunnar miðað við hinn nýja gjaldmiðil Þýskalands, því almenningi muni takast að sækja sér nokkrar launabætur á móti - - niðurstaðan verði því að skuldir almennings muni lækka í hlutfalli við laun.

Ég vil nefnilega meina - að heildarútkoman sé minna tjón, einnig fyrir Þýskaland.

Þetta sér skársta niðurstaðan fyrir alla.

Það má vera að einhver lönd, muni fylgja Þýskalandi - til verði eiginlegur N-gjaldmiðill, sem þjóðverjar muni þó megni til reka.

Hið nýja ástand verði sjálfbært - hagkerfin í S-Evrópu nái sér, og hagkerfisáfall Þýskalands verði ekki íkja alvarlegt. 

Evran muni um hríð þurfa að setja upp höft á hreyfingar fjármagns út af svæðinu, en ekki innan þess. Þau muni standa einungis tímabundið - til að forða flótta fjármagns. Verði svo lögð af.

Þýskaland, verði með með minni útflutningshagnað - en áður. Nær jafnvægi á jöfnuðinum. Það ástand verður einmitt betra fyrir alla.

En, einn getur ekki haft útflutningshagnað nema einhvert annað land hafi halla!

Það eru lönd með halla, sem lenda sögulega séð í vandræðum.

Mjög alvarlegri efnahagskreppu verði forðað!

Allar aðrar útkomur verði verri - - sú langversta að reyna að viðhalda evrunni með öllum ríkjum innanborðs; því það muni enda með brauki og bramli, þ.e. stórfelldu hruni fyrir rest!

 

Niðurstaða

Ég tel evrusvæðið dauðadæmt í núverandi mynd. 

Evra geti þó mjög vel átt langa lífdaga, sem nokkurs konar seinni tíma líra.

Sem gjaldmiðill S-Evrópu ríkja, og annarra aðildarríkja Evrópu - sem hafi þörf fyrir veikan gjaldmiðil.

---------------------------

Ég held að allt annað, munu þíða endalok evrunnar!

Það er, ef leitast verður við að henda út ríkjum í vanda!

Og ef leitast verður við, að ströggla í fullkominni afneitun, við það - að halda henni saman með öllum innanborðs.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Enn ein grein um  grundvallarstaðreyndir, ótrúlegt að "alvöru" blaðamenn skuli ekki átta sig á þessum "dýpri" vanda evrunnar.

Að þessi mynt gengur ekki upp vegna misgengis, og misgengið mun alltaf skapa meiri vanda en "valdið" nær að leysa.

Takk fyrir afbragðs pistil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.9.2011 kl. 21:01

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hafa reyndar hagfræðingar erlendis, nefnt þetta - ekki þó nokkrir slíkir starfandi fyrir stofnanir ESB eða einstök aðildarríki. Ég hef lesið þær pælingar. Og, nýt góðs af þeim skilningi - kem honum hér á framfæri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.9.2011 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband