Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Er fall evrunnar líka fall ESB?

Upp á síðkastið, hefur málflutningur verjenda evrunnar breyst nokkuð. Ég á við erlendis. Ekki á Íslandi, umræðan hérlendis virðist ótrúlega úr takt við veruleikann. En, sú vörn sem mikið fer nú fyrir - er að fall evrunnar jafngildi falli ESB. Önnur vörn, leitast við að gera sem mest úr því efnahags-tjóni, sem fall hennar muni fram leiða. Sannarlega erum við að tala um verulegt tjón af slíku tagi - en punkturinn að sleppa við tjón er ekki lengur valkostur! Einungis valið um, að lágmarka tjónið - þá hvaða leið skilar slíkri lágmörkun.

En þ.s. áhugavert er við þetta - er að hvort tveggja, eru neikvæðar röksemdir.

Þ.e. við verðum að verja evruna - sama hvað það kostar - því annars gerist eitthvað virkilega hræðilegt.

Það er sem sagt, að hverfa röksemdin - að það sé svo dásamlegt á evrusvæðinu.

Nema auðvitað hérlendis - en umræðan hér virðist ótrúlega úr takt við umræðuna erlendis.

 

Allt átti að vera dásamlegt!

Ég get skilið Evrópubúa - þeim var lofað gulli og grænum skógum, bara ef þeir samþykktu að taka upp evru; og um hríð virtist þetta vera að virka.

En því miður, var þetta sýndarhagvöxtur sem var í gangi; þ.e. búinn til að stóurm hluta, með þeim hætti að aðildarlöndin skiptust í tvo hópa, þ.e. hópinn sem keypti og hópinn sem seldi.

Lönd eins og Ítalía, Spánn, Írland, Grikkland og Portúgal - ekki vön lágu vaxtastigi, þar fór af stað kaupæði. 

Það myndaðist skuldabóla þar - og sú skuldabóla framkallaði mældan hagvöxt í þeim ríkjum meðan skuldirnar hlóðust upp, þ.s. þau keyptu mikið til fyrir þetta varning frá hinum ríkja-hópnum, þá framkölluðu þau vörukaup einnig mældann hagvöxt í þeim ríkjum samtímis.

  • Samanlagt - er þetta nokkurn veginn öll - hagvaxtaraukningin sem átti sér stað.

Þetta fól í sér gríðarlega aukningu verslunar milli aðildarlandanna - sem ímsir grunnhyggnir einstaklingar, sögðu sanna árangurinn af evrunni. (Ekki langt síðan að einn ísl. evrusinni gaf út bók þ.s. aukning verslunar var sögð einn helsti gróðinn af evrunni! Afskaplega heimskulegt rit!)

Einnig hömpuðu þeir hagvextinum - án þess að skilja, að hann var framkallaður fyrir tilverknað ferlis, sem gat ekki annað en fyrir rest endað með ósköpum.

  • Núverandi evrukrýsa, er einmitt rökrétt afleiðing - þessa fyllerís!

Og, löndin sem nutu þess hagvaxtar í góðærinu, sem skuldsetning landanna nú í vanda, skóp þeim - því sú skuldsetning eftir allt saman fór mikið til í kaup á varningi sem þar var framleitt; í dag sýna því sífellt minnkandi áhuga, nú að létta undir með ríkjunum í suðri.

En það má sannarlega líta þannig á það, að löndin í S-Evrópu, eigi það skilið að fá eitthvað af þeim peningum til baka, sem þau í reynd sendu til landanna í N-Evrópu - í formi eftirgjafa skulda.

  • Og þannig, líta margir í S-Evrópu einmitt á málið, að þjóðirnar í Norðri hafi grætt á þeim, Þjóðverjar einkum. Þannig að þjóðirnar í Norðri í reynd skuldi þeim greiða á móti.
  • Sannarlega var það ekki skynsamlegt af þjóðunum í Suðri, að kaupa svo mikið - en á móti má alveg velta því upp, hvort það var skynsamlegt á sama tíma, af þjóðunum í Norðri - að lána þeim allann þennann pening til að kaupa af þeim varning?
  • Var það einungis þjóðirnar í S-Evrópu sem eiga að skoðast sem sökudólgar?
  • Eða, eiga þjóðirnar í N-Evrópu einnig hluta af sök? 

Sú umræða sem á sér stað í N-Evrópu, sem leitast við að kasta allri sök af krýsunni á herðar þjóðanna í S-Evrópu; er að framkalla mikil og vaxandi sárindi meðal þjóðanna í S-Evrópu.

Og það er einmitt þetta, sem er hættlegt fyrir framtíð ESB!

  • Þjóðirnar í Suðri upplifa þetta nú þannig, að þjóðirnar í Norðri hafi einungis verið - vinir þegar allt lék í lyndi þ.e. góðviðrisvinir.
  • Þegar á bjátar, vilji þær ekki standa með þeim!

Það er ekki hrun evrunnar sem er stóra hættan fyrir Evrópu! Fyrir ESB.

Heldur, þær hugmyndir að hana verði að verja - sama hvað það kostar!

Ég er að segja - að ef menn vilja bjarga ESB, skiptið evrusvæðinu upp!

 

Niðurstaða

Evrukrýsan er sannarlega að skapa þann möguleika, að ESB sjálft verði fyrir banvænu tjóni. En ástæða þess, að hætta á endalokum ESB er að skapast. Er sá rígur sem hefur veriða að hlaðast upp - og það á ekki nema cirka einu ári.

Það er einmitt vegna þess pyrrings sem er að hlaðast upp - þ.e. vaxandi ímyndar í Norðri um eyðsluklær sem ekki vilja spara sér í neinu; meðan þjóðirnar í Suðri upplifa vannþakklæti, þeim finnst að þjóðirnar í Norði hafi notað sig.

Þessi byturð getur einmitt leitt til klofnings ESB, í Suður vs. Norður.

---------------------------------

Fer þó eftir því hve lengi þetta er að vinda upp á sig, hve slæm lífskjara skerðing verður í Suðri.

Það virðist nær öruggt, að hvert eitt einasta af ríkjunum í Suðri - þurfi eftirgjöf skulda!

Þau einfaldlega geti ekki endurgreitt að fullu - ekkert þeirra.

Á sama tíma minnkar stöðugt vilji þjóðanna í Norðri, til að aðstoða þær með hætti sem veldur þeim sjálfum umtalsverðum kostnaði.

En samtímis er fullkomlega ljóst - að ekki er unnt að bjarga þjóðunum í Suðri frá hruni, nema því fylgi mjög - mjög mikill kostnaður.

Það virðist vera himinn og haf milli þess sem þarf að gera - svo hruni verði forðað, og því sem kjósendur í Norðri eru tilbúnir til að taka á eigin herðar.

Því lengur sem teygt er á krýsunni - því meir magnast byturðin, og íllviljinn.

  • Ef evrunni á að bjarga - einungis með þeim hætti, að þjóðirnar í Suðri beri af því kostnaðinn.
  • Þá mun dæmið falla - og ekki bara evran, heldur ESB einnig.

Þjóðirnar í Suðri einfaldlega geta ekki samtímis snúið við halla á ríkissjóði, lækkað laun og um leið, endurgreitt einkaskuldir almennings og fyrirtækja - sem og skuldir hins opinbera að fullu.

Ef þetta á að vera yfirleitt mögulegt þarf annaðhvort mikla peningaprentun - til að auka peningamagn í umferð - - ala Bandaríkin.

Eða duglega gengisfellingu, svo skuldirnar raunverðfalli - og um leið, útflutningur endurvinnu glataða samkeppnisstöðu.

Jafnvel - hvort tveggja! 

Ef löndin í Norðri samþykkja verbólguleið þ.e. massíva peningaprentun, ásamt raunverðfalli evrunnar. Þá er unnt að bjarga ESB! Evrunni einnig - eina leiðin með öllum innanborðs!

---------------------------------

Ef löndin í Suðri verða fyrir rest gjaldþrota - verður kastað eins og rusli út úr evrunni. Þá get ég nærri því lofað evrusinnum því. Að afleiðingin verður uppbrot ESB.

Þá minnkar ekki bara evrusvæðið um þau lönd. ESB gerir það einnig. Evrópa klofnar í Norður vs. Auður ríkja-hóp.

Ef aftur á móti, löndin í Norðri sjálf yfirgefa evruna. Evran verður gjaldmiðill ríkjanna í Suðri. Hún verðfellur, og um leið skuldir þeirra einnig verðfalla. Þeirra útflutningsiðnaður aftur verður samkeppnishæfur.

Þá, er ágæt von til þess að ESB lifi áfram - vegna þess að í því tilviki verða löndin í Suðri ekki gjaldþrota. Að auki, þau snúa fljótt til hagvaxtar. Byrja að rétta úr kútnum.

Málið er, að í því tilviki - vegna mun minna slæmrar hagþróunar í Suðri - þá verða tilfinningar þjóðanna í Suðri ekki eins erfiðar gagnvart Norðinu.

Þessi síðasta leið - væri langskársta útkoman!

Sannarlega væri tjón verulegt fyrir þjóðirnar í Norðri, því nýji galdmiðillinn yrði svo sterkur, þeirra útflutningur myndi minnka. En á móti þá eru lífskjör almennings þar varin og gott betur. Almenningur þar, fer að kaupa inn frá löndunm í Suðri. Jafnvægi kemst á milli þeirra í viðskiptum. Sannarlega verðfalla eignir í evrum - en á móti gera skuldir það einnig, svo tap og hagnaður jafnast út hjá fyrirtækjum í Norðri.

Sjálfbært ástand í reynd!

 

Kv.


Enginn vafi að það ríkir fjármálakrýsa á Evrusvæðinu

Eftir atburði sl. viku, verður það teljast opinberlega viðurkennt, að fjármálakrýsa geisar á evrusvæðinu - og er mjög alvarleg. Sú krýsa er við það að þróast yfir í háskalega bankakrýsu. Sem er ástæða þess, að nokkrir seðlabankar sem ekki tilheyra evrusvæðinu hafa samþykkt að taka þátt í björgunaráætlun. Sjá tilkynningu Seðlabanka Evrópu um málið:

15 September 2011 - ECB announces additional US dollar liquidity-providing operations over year-end 

4 stórir seðlabankar, munu til áramóta skv. þessari áætlun aðstoða Seðlabanka Evrópu, við það að halda evrópska bankakerfinu á floti - með því að sjá til þess að evr. banka skorti ekki lausafé í dollurum.

En krýsan kom upp á yfirborðið í Evrópu í sl. viku, þegar ljóst var að tiltekinn stór franskur banki, var einungis fær um að fá skammtímalán - viku fyrir viku.

Ef áhlaup hefði hafist á þann banka - er enginn leið að vita, hvað gat farið af stað!

Ég er að tala um möguleg snjóboltaáhrif! Sem ekki er unnt að vita hvar hefðu stoppað.

 

Bakgrunnur krýsunnar!

Þegar bankakrýsa var í hámarki í Bandaríkjunum 2008, þá var það tiltölulega lítil þúfa - svokölluð undirmálslán. Sem veltu hlassinu.

Vandinn var, að mikið magn þeirra hafði verið vafið í svokallaða vafninga eða afleiður, þ.s. nokkur lán voru seld í einu. 

Hugmyndin var að vafningur væri öruggari en venjuleg skuldabréf - því ólíklegt væri að öll lánin væru slæm.

Þessir vafningar voru seldir dýrum dómum - fengu oft hagstætt áhættumat sbr. "AAA".

Svo þeir voru víða notaðir, af þeim sem voru að sækjast eftir áhættulitlum fjárfestingum - t.d. bankar sem notuðu þá sem hluta af eiginfjármyndandi eignagrunni, lífeyrissjóðir - sveitarfélög og fjölmargir aðrir.

Síðan, þegar undirmálskrýsan hefst, áttar markaðurinn sig allt í einu á því, að þeir hafa í fjölmörgum tilvikum litla þekkingu á raunverulegu virði slíkra lánapakka þ.s. það kom í ljós að ímsir aðilar - voru óvandaðir í útlánum þ.s. þeir seldu lánin alltaf frá sér jafnóðum og því  áhættuna.

Var þess vegna sama um þá áhættu, og þá eins og hendi væri veifað - varð "loss of confidence" þ.e. trú markaðarins á virði þessara afleiða dalaði - harkalega.

Við þetta opnaðist fjárhaglegt gap í fjölmörgum fjármálastofnunum víða um heim - og síðla árs 2008 - fram á mitt 2009; fóru fram stórfelldar aðgerðir til stuðnings bankakerfum Evrópu og Bandaríkjanna.

--------------------------------

Að mörgu leiti er krýsan í Evrópu endurtekning á ofangreindu dæmi - nema að í þessu tilviki, er sú eign sem dalað hefur í verði og opnað sambærilegt fjárhagslegt ginnungsgap - - skuldabréf ríkja.

  • Hvernig sem það akkúrat atvikaðist - þá leit fjármálamarkaðurinn í heiminum, á skuldabréf allra aðildarríkja evrusvæðið - sem cirka jafn örugg!
  • Í vissri kaldhæðni örlaganna, þá hefur fjármálakrýsan á undan átt sinn þátt í því að búa til þá seinni krýsu - því það mikilvæga tímabil, frá miðju 2008 til cirka miðs 2009, þegar ríkissjóðir Evrópu gáfu út mikið magn skuldabréfa, til að fjármagna hjálparaðgerðir gagnvart bönkum.
  • Þá hafði "loss of confidence" atburðurinn gagnvart skuldabréfa-útáfum tiltekinna aðildarríkja evrusvæði - - ekki enn átt sér stað.
  • Ríki eins og Spánn, Ítalía, Portúgal, Írland og jafnvel Grikkland; gátu þá enn selt skuldabréf á hagstæðum verðum, ekki nema lítið eitt fyrir ofan þau verð sem þjóðverjar sjálfir voru að fá.
  • Það gerðu þau, en kreppan hafði aukið mjög ríkishalla þar sem annars staðar, að auki dýrar aðgerðir til endurfjármögnunar - fjármálastofnana. Svo gríðarlegt magn bréfa voru seld árið 2009 - - síðasta árið áður en evrukrýsan hófst.
  • Sannarlega hafði verið nokkur halli á undan, en þetta ár var það lang-lang dýrasta, vegna endurfjármögnunar aðgerðanna.
  • Í dag, er markaðinum orðið það ljóst - að lönd eins og Grikkland, Portúgal, Írland - eru til mikilla muna minna örugg, en Þýskaland.
  • Þróunin síðan apríl 2010, hefur verið sú - að markaðurinn hefur verið að ástunda endurmat, og í dag geta ofangreind lönd ekki lengur selt bréf á verði, sem þau ráða við.
  • Það þíðir einnig, að markaðurinn - er búinn að reikna inn afföll á virði þeirra bréfa, sem margir aðilar eiga - bankar sem fjölmargir aðrir.
  • Alveg eins og þegar endurmat á virði afleiða hófst í Bandaríkjunum, sem leiddi til þess að stórfellt tóm myndaðist á reikningum banka og fjármálastofnana; hefur endurmat á virði þeirra bréfa sem Írland, Grikkland og Portúgal - seldu síðustu misserin fyrir "loss of confidence" orsakað, myndun sambærilegs fjárhagslegs gímalds.

Þetta er ástæða þess, að bankar í evrópu eru við það að rúlla - jafnvel í hrönnum!

 

Það sem magnar hættuna!

Ef ekki tekst að stöðva þá neikvæðu hringrás sem í gangi hefur verið á evrusvæðinu, þ.s. ríkjum í vandræðum - hefur farið fjölgandi.

Þá mun magn slæmra skulda - aukast, og gapið á reikningum fjármálastofnana stækka!

Í sl. viku: 

"The European Commission has put out its growth forecasts for the eurozone in the second half of the year, and has cut its estimates "considerably" because of the impact of the debt crisis.

The commission now expects the eurozone to expand by just 0.2pc in the third quarter and 0.1pc in the final quarter."

  • 0,2% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi á Evrusvæði.
  • 0,1% hagvöxtr á 4. ársfjórðungi.

Þetta eru mjög slæm tíðindi - í samhengi við ofangreind vandræði!

En niðursveifla hófst í Evrópu í maí sl., og hefur síðan þá verið stöðug, þannig að sérhver mánuður á eftir hefur verið lakari en mánuðurinn á undan - - skv. þessu getur Evrópa snúið við í samdrátt í vetur!

Þetta getur ekki annað en magnað vandræði ríkja í vandræðum, dregið úr virði þeirra skuldabréfa - þannig stækkað þá holu sem til staðar er í fjármálastofnunum Evrópu.

  • Samkvæmt AGS - getur umfang þess þegar verið orðið 200ma.€.
  • Tala sem stofnanir Evrópu hafa hafnað - en ég sé enga ástæðu sjálfur til að efast um! 

Sú tala er ekki endanleg frá AGS - að sögn bráðabirgðaniðurstaða!

Ég bendi fólki á að lesa þetta: Europe on the Brink

 

Niðurstaða

Mér er ekkert ílla við Evrópu, ekki heldur við evruna. En málið er, að evrukerfið var stórfellt gallað frá upphafi. Í dag eru afleiðingar þess, að hafa sett upp gallað kerfi - komnar í ljós.

Hrun hennar - þá meina ég að hún hverfi alveg af sjónarsviðinu, er mjög raunhæfur möguleiki.

Þetta er ekki sagt af íllvilja, heldur sem áskorun um að - hindra þá útkomu!

 

Kv.


Timothy Geitner - lagði til að Evrópa, myndi heimila björgunarsjóði Evrópu að skuld- /veðsetja sig!

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er þess dagana á Evrópuferðalagi - en hann mætti á fund fjármálaráðherra Evrusvæðis sem haldinn var á föstudaginn.

Þetta sýnir eiginlega að Bandaríkin eru komin á þá skoðun, að evrurkýsan þessa stundina sé mesta ógnin við þeirra eigið hagkerfi.

En um það þarf ekki að efast, að tilraunir Timothy Geitner, til að tala um fyrir fjármálaráðherrum Evrópu, reyna að íta undir einhverskonar sættir - er vegna ótta ríkisstjórnar Bandaríkjanna um það, að evrukrýsan sökkvi bandaríska hagkerfinu!

-------------------------------------------------

Debt crisis: live

"Reportedly, he will be pressing them to leverage the funding already agreed in the €440bn European Financial Stability Facility (EFSF), which Germany and other nations are unwilling to increase.

Analysts said some EFSF money could be used to make partial guarantees against losses on eurozone government debt bought by the European Central Bank, which would make the money go further than by using the EFSF to buy up bonds directly.

Mr Geithner has apparently not been more specific about how this leveraging should be done."

------------------------------------------------- 

  • Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þessa hugmynd nefnda.
  • En Geitner hefur sennilega legið yfir mögulegum lausnum, ásamt hugmyndasmiðum í Washington.
  • En mér sýnist þetta eiginlega vera blöff - - en í mesta lagi væri það "face saving" þ.e. ef Þjóðverjar ákveða að gefa eftir í deilunni um það, hve stór björgunarsjóður Evrusvæðis á að vera.
  • En ríkin sem eiga sjóðinn - eru skuldbundin sjálfkrafa ef sjóðurinn skuldbindur sig fyrir hærri upphæðum en þeim, sem ríkin hafa lagt fram í sjóðinn.
  • Þannig, að nánst það eina sem ég sé við þessa hugmynd, er sem feluleikur gagnvart kjósendum - þ.e. að fela fyrir þeim, að skuldbindingar hafi raun verið auknar.
  • Af viðbrögðum fjármálaráðherra Þýskalands að dæma, er ekki að sjá að líkindin séu mikil um það - að þessi leið verði farin!

 

Eftirfarandi virðist benda til að hann hafi raunverulega rætt þetta: "Mr Geithner urged the finance ministers to increase the size of the €440bn (£385bn) European Financial Stability Facility (EFSF) via a complex plan involving backing by the European Central Bank (ECB)."

Þetta kvá vera bein tilvitnun: "What's very damaging is not just seeing the divisiveness in the debate over strategy in Europe but the ongoing conflict between countries and the central bank. Governments and central banks need to take out the catastrophic risk to markets."

  • Afskiptum Geitner var ekki vel tekið af öllum.

"Wolfgang Schaeuble, the German finance minister, argued that expanding the EFSF would put too much of a burden on taxpayers. Austria's delegate, Maria Fekter, said that Mr Schaeuble had called for the US to participate in the bail-out fund too, which Mr Geithner "ruled out emphatically"."

"Didier Reynders, the Belgian finance minister, told Reuters: "I'd like to hear how the US will reduce its deficits ... and its debts.""

Um hugmynd Geitners: "A "senior euro zone official" spoke to Reuters." - "It has not been rejected, and it has not been endorsed - it is being discussed. But the priority is the implementation of the current EFSF reform."

 

Niðurstaða

Ég held að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé orðin logandi hrædd við þróunina í Evrópu. Það sem gerðist á fimmtudaginn, er seðlabankar Japans, Bandaríkjanna, Bretlands og Sviss - samþykktu að veita Seðlabanka Evrópu aðstoð, við það verkefni að fjármagna dollaraeignir evrópskra banka.

Sýnir að auki svo ekki verði um villst - að mjög alvarleg bankakrýsa geysar í Evrópu.

Sjá:Helstu seðlabankar heimsins, koma Evrusvæði til aðstoðar!

En ég held að sú hugmynd að skuld-/veðsetja björgunarsjóðinn - sé ekki vænleg.

En Þjóðverjar voru klárt ekki ginnkeyptir fyrir henni - enda sé ég ekki að slíkt væri nokkuð annað en tilraun til að fela viðbótar skuldbindingu fyrir kjósendum.

En innan Þýskalands er mjög hörð andstaða við frekari stækkun björgunarsjóðs Evrusvæðis. En, að skuldsetja eða veðsetja það fjármagn sem til staðar er í sjóðnum - til tryggingar töluvert stærri upphæðum; væri í reynd viðbótar skuldsetning þeirra ríkja sem eiga sjóðinn.

Ég reikna með að vibrögð fjármálaráðherra Þýskalands, sýni að hann hafi skilið að svo væri - alveg um leið.

Eiginlega barbabrella!

 

Kv.


Helstu seðlabankar heimsins, koma Evrusvæði til aðstoðar!

Þetta er ný frétt. En tilkynnt var eftir hádegi í dag af hálfu Seðlabanka Evrópu um samræmda aðstoð, sem Seðlabanki Evrópu hefur skipulagt með eftirfarandi seðlabönkum:

  • Seðlabanki Bandaríkjanna.
  • Seðlabanki Bretlands.
  • Seðlabanki Sviss.
  • Seðlabanki Japans. 

Þetta snýr að vandræðum evrópskra bankastofnana, við fjármögnun peningalegra eigna einkum í dollurum. En undanfarið hefur slíkra vandræða gætt í vaxandi mæli.

"Fears about European banks' holdings of the sovereign debt of indebted eurozone nations has made other banks unwilling to lend to them, and borrowing dollars has come under particular strain in recent weeks."

Aðstoðaráætlunin sem stendur til ársloka, mun fela í sér veitingu skammtímalána þ.e. 3. mánaða.

------------------------------------------

PRESS RELEASE

 

15 September 2011 - ECB announces additional US dollar liquidity-providing operations over year-end

The Governing Council of the European Central Bank (ECB) has decided, in coordination with the Federal Reserve, the Bank of England, the Bank of Japan and the Swiss National Bank, to conduct three US dollar liquidity-providing operations with a maturity of approximately three months covering the end of the year. These operations will be conducted in addition to the ongoing weekly seven-day operations announced on 10 May 2010. The schedule for these additional operations is as follows:

Tender dateSettlement dateMaturity date
12 October 201113 October 20115 January 2012
9 November 201110 November 20112 February 2012
7 December 20118 December 20111 March 2012

These will all take the form of repurchase operations against eligible collateral and will be carried out as fixed rate tender procedures with full allotment. Further information on tender procedures can be found on the ECB’s website.

------------------------------------------ 

Þessi aðgerð er klár teikn um þær áhyggjur sem aðilar innan alþjóðafjármálakerfisins, hafa af ástandinu á Evrusvæðinu!

Þessi aðgerð er auðvitað takmörkuð - en banki getur einungis fengið pening gegn gildu veði.

Spurning hvað akkúrat er gilt veð - en ekki kemur fram hvort reglur um slíkt hafi verið samræmdar milli seðlabankanna.

Bankar geta samt farið á hausinn - þó þeir taki þátt í slíkri áætlun.

En, þetta dregur úr líkum þess að banki rúlli vegna skammtíma fjármögnunar vandræða.

Það virðist vera meining aðila - að bankar séu flestir hverjir til lengri tíma litið - ofan moldu.

Að vandræðin séu tímabundin - muni líða hjá!

Fram kemur í fréttum að markaðir hafi tekið við sér - og hlutabréf bankastofnana í Evrópu fari nú hækkandi - seinni part dags.

 

Öllur neikvæðari frétt:

The European Commission has put out its growth forecasts for the eurozone in the second half of the year, and has cut its estimates "considerably" because of the impact of the debt crisis.

The commission now expects the eurozone to expand by just 0.2pc in the third quarter and 0.1pc in the final quarter.

  • 0,2% hagvöxtur á 3. ársfjórðungi á Evrusvæði.
  • 0,1% hagvöxtr á 4. ársfjórðungi.

Hagvöxtur á evrusvæðinu er að nema staðar!

Þetta auðvitað magnar upp vandamál banka á evruvæðinu, því þeirra vandamál eru ekki síst vegna mikilla eigna þeirra í formi ríkisskuldabréfa. 

Og þau bréf, hafa verið í vandræðum einmitt vegna, slæms útlits nokkurra ríkja.

Vísbendingar hafa verið um vaxandi líkur á að þeir bankar tapi verulegu fé - út á þær eignir.

Það hefur verið megindrifkraftur vaxandi vantrausts fjármálamarkaða gagnvart evr. bönkum.

Enn versnandi horfur í efnahagsmálum, að sjálfsögðu draga úr tiltrú á ríkjum í vanda, sem þá framkallar enn meira vantraust á stöðu þeirra banka, sem eiga mikið af þeirra bréfum.

Þannig víxlverkar þetta hvað um annað - ekki má gleyma að þegar meðalvöxtur er orðinn þetta lítill, verða einhver lönd sennilega kominn alla leið yfir í samdrátt!

 

Niðurstaða

Þessi sameiginlega björgunaráætlun seðlabankanna, sýnir meir en mörg orð - hve alvarlegt ástand mála á evrusvæðinu er orðið. En hrun væri mjög alvarleg ógnun við heimshagkerfið.

Hrun í Evrópu myndi líklega valda enn alvarlegri heimskreppu en "sup prime" krýsan í Bandaríkjunum orsakaði.

Með versnandi efnahagshorfur í huga að auki,  þá er þetta sennilega mjög nauðsynleg aðgerð.

Fögnum henni - - orustan um evruna er sennilega hafin fyrir alvöru!

 

Kv.


Grikkland áfram með evruna - skv. sameiginlegri yfirlísingu Merkel, Sarkozy og Papandreo!

Vandinn við þessa yfirlísingu, að ekkert nýtt í reynd kemur fram. Merkel og Sarkozy ítreka enn eina ferðina, að Grikkland verði að herða róðurinn, framfylgja fyriskipuðum áætlunum - sem fyrir lifandi löngu síðan er ljóst að munu ekki ganga upp; og Papandreo kemur með enn eina innantóma loforðið, um að Grikkland muni standa við sitt.

Ég reikna ekki með því að markaðir muni sannfærast!

Greece's Future Is With Euro Zone, Say Merkel and Sarkozy

  • Sl. mánudag lýsti ríkisstj. Grikklands því yfir að hún myndi leggja á nýjan eignaskatt - sem á að ná inn þeim 2ma.€ sem vantar inn í fjárlög skv. útreikningum svokallaðs þríeykis.
  • Áhugavert að sjá hernig mun ganga að innheimta það fyrir nk. áramót. Stutt eftir af árinu.
  • Ég reikna með því fremur en hitt, að þegar þríeykið fundar með ríkisstj. Grikklands á allra næstu dögum, muni koma í ljós að þríeykið geri sér þessa yfirlísingu að góðu.
  • Þó svo að fram að þessu, hafi engin áætlun ríkisstj. Grikklands, um tekjur af innheimtu skatta - gengið eftir.
  • Að auki, þó svo að til þessa, hafi efnahagssamdráttur alltaf reynst meiri en reiknað var með sbr. nýlegar tölur þess efnis, að samdráttur 1. ársfjórðungs hafi verið 8,1% og 7,3% 2. fjórðung.

 

En Timothy Geitner fjármálaráðherra Bandar. sagði í dag - að leiðtogar Evrópu muni ekki heimila að Lehman Brothers skala hrun, eigi sér stað.

Svo reikna má með því, að stjv. Evrópu og Bandar. hafi talast við - og bandar. stjv. hafi tjáð evr. að það væri mjög slæm hugmynd að láta Grikkland verða gjaldþrota.

Þannig, að það tal sem verið hefur í Evrópu, um yfirvofandi gjaldþrot Grikklands - ekki síst meðal þýskra stjm.manna - meira að segja Merkel nefndi þetta; verður þá líklega sett á hilluna í bili.

Stjórnmálamenn Evrópu og í Bandar. muni leitast við að blöffa það - að Grikkland muni standa við sitt - - svo eins og ég sagði, reikna ég fastlega með því að ákveðið verði af þríeykinu vegna þrýstings stjv. evr. og bandar. - að fresta gjaldþroti Grikklands að sinni.

Grikkland fái því þá greiðslu sem grísk yfirvöld eiga að fá, ef þau teljast hafa staðið við prógrammið - nú í september.

Næsta Grikklands drama verður þá aftur eftir 3. mánuði!

Þegar kemur að næstu endurskoðun.

Nema auðvitað - að það komi mjög fljótt í ljós að þetta skattheimtu plan grískra stjv. gangi alls ekki upp.

  • Annars er af nógu að taka - bankakrýsa - Ítalíu og Spánarkrýsa, ofan á Portúgalskrýsu.
  • Svo er möguleiki meira að segja - - á Frakklandskrýsu.

 

En heyrst hefur orðrómur um það, að stutt sé í að frönsk stjv. neyðist til að taka yfir sína helstu stóru banka - og endurfjármagna þá. En bréf þeirra hafa fallið nú um rúmlega helming, síðan sl. áramót.

Það er mikil blóðtaka! Hlýtur að setja stórt spurningamerki við raunverulega eiginfjárstöðu þeirra.

Maður er jafnvel farinn að velta upp möguleikanum á banka-áhlaupi, að hrunið verði jafnvel fyrir rest með meginfókus á sjálft Frakkand - þar hrynji spilaborgin. 

En franskir bankar eru bersýnilega mjög viðkvæmir núna - ef kostnaður af endurfjármögnun leggst á frönsk stjv. - þá geta skuldir Frakkl. nálgast skuldastöðu Ítalíu þ.e. cirka 120% en í dag skuldar ríkisstj. Frakkl. cirka 82%. 

Á 2. ársfjórðungi var hagvöxtur í Frakklandi meira að segja lélegri en á Ítalíu. Mældist í reynd akkúrat "0" - svo ef skuldastaða ríkisins snöggversnar hastarlega, þá er langt - langt í frá unnt að útiloka; að Frakkland taki við af Ítalíu sem fókus markaða NO 1.

 

Niðurstaða

Leiksýningin á Evrusvæðinu heldur áfram. Pólitíkusar hlaupa í kringum vandamálin eins og kettir í kringum heitan graut. Á meðan vandamálin hlaðast upp - skaflinn hækkar. Spurningin virðist einungis um það - hvenær skaflinum verður ekki lengur ítt áfram, eitt skiptið enn.

Mögulegum trigger atburðum er alltaf að fjölga: Grikkland, Ítalía, Spánn - bankakrýsa, jafnvel sjálft Frakkland, ef bankakrýsan heldur áfram að vinda upp á sig. Svo er það hagvaxtarvandinn - sem víxlverkar við öll ofangreind vandamál; og ef 3. ársfjórðungur mælist enn lélegri en sá nr. 2, þá mun eitt stóra verðfallið enn verða - þvert yfir, hvort sem það eru bankabréf, bréf annarra fyrirtæka eða bréf einstakra ríkja. 

Svo þá versna öll þau vandamál, sem hvert og eitt getur verið trigger.

----------------------------

Því miður þá lækkaði Seðlabanki Evrópu ekki vexti um daginn. Hélt þeim óbreyttum í staðinn. Meðan flestir óháðir hagfræðingar eru á því að síðasta vaxtahækkun hafi verið mistök, og að bráðnauðsynlegt hafi verið að bregðast við því hve dregur mjög bersýnlega úr hagvexti - mánuð eftir mánuð; með snarlegri vaxtalækkun. 

Og enn er Framkvæmdastjórnin að þrýsta á sem mest af útgjaldaniðurskurði - sem allra fyrst.

  • Eins og menn fatti ekki, að markaðir óttast í reynd enn meir, ef það gerist að hagvöxtur snýr við alla leið í samdrátt!

Engin vaxalækkun - og - sá skilningur stofnana ESB, að best sé að mæta minnkandi hagvexti með enn frekari niðurskurði; þ.e. samdráttar aðgerðum. 

Hvergi er að sjá stað - hagvaxtarhvetjandi aðgerða, sem hafa nokkuð að segja til skammt tíma.

  • Strúktúr breytingar - skila sér á endanum, en ekki nægilega hratt til að hafa áhrif á vöxt næstu mánaða, eða næsta árið. 

Ég er því afskaplega hræddur um að, það verði samdráttur á 4. ársfjórðungi. 

Ef það ræstist, í samhengi við allt hitt sem er í gangi - þá geta lokamánuðir ársins orðið mjög spennandi - þannig séð!

 

Kv.


Spurning til Jóhönnu Sigurðardóttur - "Ertu viss um að þú treystir andstæðingum þínum að fara með þau auknu völd sem breytingar á lögum um Stjórnarráð færa forsætisráðherra"?

Ég ætla að velta upp einni spurningu varðandi umdeildar breytingar á lögum um stjórnarráð Íslands:

Þskj. 1191  —  674. mál. - Frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands.

Þskj. 1192  —  675. mál. - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna heildarendurskoðunar á lögum um Stjórnarráð Íslands.

 

  • 675. mál er á sinn hátt merkilegt - en einhver hópur fólks hefur lesið sig í gegnum allt ísl. lagasafnið, og fundið alla staði þ.s. skilgreint er hvaða ráðherra eða ráðuneyti koma að máli!
  • Í staðinn koma almennu orðin "ráðherra" eða "ráðuneyti".

Þannig, að þá þarf ekki lengur að breyta fj. laga þó eitt ráðuneyti sé lagt niður - eða málefni færð milli ráðuneyta. 

Slík breyting getur því verið mjög fljótleg - þannig séð skilvirk í framkvæmdinni.

 

I 674. máli, er svo að finna þá breytingu sem mest er umdeild:

2. gr.

    Ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands skulu á hverjum tíma ekki vera fleiri en tíu. Fjöldi ráðuneyta innan þeirra marka skal ákveðinn með forsetaúrskurði, sbr. 15. gr. stjórnarskrárinnar, samkvæmt tillögu forsætisráðherra.
    Stjórnarráð Íslands hefur aðsetur í Reykjavík.

                                                                        3. gr.
    Forseti Íslands skipar forsætisráðherra. Forseti Íslands skipar aðra ráðherra samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Forseti Íslands veitir forsætisráðherra og ráðuneyti hans sem og einstökum ráðherrum lausn frá embætti samkvæmt tillögu forsætisráðherra.

 

Hugmyndin virðist vera að forsætisráðherra geti hér-með án nokkurs sérstaks fyrirvara:

  • Lagt niður ráðuneyti!
  • Sett ný ráðuneyti á fót.
  • Fært mál milli ráðuneyta. 

Rökstuðningur er á þeim grundvelli, að þetta snúist um hagræðingu - aukningu skilvirkni opinberrar stjórnsýslu.

  • Það er bersýnilega unnt að beita þessu nýja fyrirkomulagi með þeim hætti, að skilvirkni sé aukin.

En, það sem er gagnrýnt, er að á sama tíma fela þessar breytingar í sér umtalsverða aukningu valda embættis forsætisráðherra - yfir náttúrulega samráðherrum sínum.

Þetta er í reynd gerbreyting á eðli ráðuneyta - og hefðum um Stjórnarráðið, þ.s. hver ráðherra hefur verið mjög sjálfstæður - hvert ráðuneyti nánast eins og eyland.

Ath., það er í sjálfu sér ekki endiilega gagnrýnisvert - að vilja breyta hlutum.

En þau auknu völd sem þetta færir forsætisráðherra eru umtalsverð!

  • Með þessu getur hún þá fyrirvaralaust rekið ráðherra!
  • Einfaldlega með því að leggja niður þeirra ráðuneyti - færa þá málaflokka annað.

Ég mynni fólk á þá valdsmannlegu aðgerð Davíðs Oddssonar á sínum tíma, er hann lagði niður Þjóðhagsstofnun, en forstjóri hennar hafði þá um nokkurt skeið komið með aðvaranir um efnahagsstjórnun, sem ekki voru Davíð að skapi.

Mér sýnist að, með þessu sé Jóhanna hugsanlega í samanburði að færa sig upp á skaptið!

Það fer auðvitað eftir því hvernig hún hyggst beita þessu ákvæði!

Marga grunar að til standi að losna við tiltekinn ráðherra VG, sem hefur verið sérstaklega óþægur.

Það er þá pent gert með því að leggja hans ráðuneyti niður - færa þau málefni til annars ráðherra.

 

Hver er punkturinn?

Treystir Jóhanna Sigurðar andstæðingum sínum til að fara vel með þessi auknu völd, t.d. formanni Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins?

En, þegar völd mikilvægs embættis eru aukin, innan lýðræðisfyrirkomulags, þá þarf alltaf að muna að andstæðingarnir munu fara með þau völd - í framtíðinni.

  • Þú átt því aldrei að búa til völd - sem þú treystir ekki þínum verstu pólitísku andstæðingum með að fara.
  • Svona mikilvæg breyting má ekki vera - skammsýni

 

Niðurstaða

Spurning hvort aukin samþjöppun valda innan Stjórnarráðsins, sé einmitt sú lexía sem vinstrimenn eiga að velja - í kjölfar ára sem þeir sjálfir telja að ríkisstjórnir hægri manna, hafi verið að misnota völd sín?

Það á alltaf að reikna með möguleikanum á misnotkun valda!

Þú átt aldrei að búa til nýtt vald - innan lýðræðiskerfis, sem þú treystir ekki andstæðingum þínum fyrir!

Því enginn getur vitað fyrirfram - hverjir munu sytja á valdastóli!

---------------------------

Spurning hvort ekki verður enn mikilvægara en áður - að efla embætti forseta, sem mótvægi við hin miklu völd Stjórnarráðsins á Íslandi? Sjá eldri færslu:

Legg til öflugara embætti forseta sem mótvægi við ofurvald Stjórnarráðs/Alþingis!

 

 

Kv.


Það virðist að Stjórnlagadómstóllinn Þýski, hafi í reynd bannað Evrubréf!

En, nokkrir aðilar sem hafa verið að fjalla um úrskurð Stjórnlagadómstóls Þýskalands í sl. viku, sem úrskurðaði að Þýskalandi væri heimilt að taka þátt í björgunaráætlun Grikklands, hafa bent á að úrskurður hans hafi einnig verulegar neikvæðar hliðar - þegar dómurinn er íhugaður út frá þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um það, hvernig á að leysa svokallaða Evrukrýsu.

 

Dómurinn virðist banna Þjóðverjum að undirgangast ábyrgð!

Þar sem umfang skuldbindingar er ekki undir fullri stjórn þýskra stjórnvalda og þings!

The German High Court, Eurobonds—and a New Euro Area Treaty? :"Karlsruhe was quite unambiguous, saying that “the Bundestag, as the legislature, is also prohibited from establishing permanent mechanisms under the law of international agreements which result in an assumption of liability for other states’ voluntary decisions, especially if they have consequences whose impact is difficult to calculate.” - "What would be required for eurobonds,...are changes to both the European Treaty and the German Constitution. This is a monumental but not impossible political and legal challenge for Europe in the years ahead."

German court may silence euro bond debate - for now :"The Constitutional Court's stance on Wednesday" - "The Bundestag (lower house of parliament) is "forbidden from setting up permanent legal mechanisms resulting in the assumption of liabilities based on the voluntary decisions of other states", reads a passage of the verdict. " - "I understand this passage to mean that assuming liability for the debt of other member states, and with that euro bonds in which Germany would have to vouch for another member's debt, is not currently admissible," said Ulrich Haede, professor of law at the European University Viadrina in Frankfurt/Oder."

Wolfgang Munchau, hjá Financial Times:"It says the German government must not accept permanent mechanisms – as opposed to the EFSF, which is temporary – with the following criteria: if they involve a permanent liability to other countries; if these liabilities are very large or incalculable; and if foreign governments, through their actions, can trigger the payment of the guarantees. " - "The court, quite cleverly, did not mention eurobonds. It talked about liabilities. The Bundestag is not precluded from giving money to Greece, but it cannot empower a third party, such as the EFSF or ESM, let alone a hypothetical European Debt Agency, from usurping sovereign power. Sovereignty can be delegated in small slices, but not permanently." - "A eurobond is, of course, a permanent mechanism. It also involves a permanent loss of control. Its size is very likely to be substantial. "

Fræðilega virðist unnt að komast framhjá þessu:

  • Að ef þýskaland hefur formlegt neitunarvald - þannig að í hvert sinn sem annað land vill taka út lán í formi evrubréfa, þurfi málið að fá formlega heimild frá þýska þinginu og ríkisstj. Þýskalands.
  • Þannig að það verði algerlega háð vilja Þýskalands - hvort land fái að nýta sér slík lán, og þá í hvert sinn sem það land, vill eða telur sig þurfa að nýta sér slíkt lán.
  • Ég reikna með, að þetta feli þá í reynd í sér, að þær þjóðir sem myndu vilja nýta sér lán á þessu formi - í reynd verði að afhenda þjóðverjum sitt sjálfstæði eða sjálfsforræði í efnahagsmálum.
  • Þetta gæti reynst vera - dálítið stór hindrun!
Þetta skapar í reynd nýja bráðskemmtilega flækju innan Evrusvæðis!

Eins og heyra má í fréttum - er Grikkland á brún hengiflugs messy gjaldþrots.

Ég ætla ekki að spá því að hrun Evrunnar verði á næstu dögum - en gjaldþrot Grikklands mun samt auka mjög spennuna í peninga- og bankamálum innan Evrusvæðis - sjónir markaða hljóta næst að beinast að Portúgal sem er í reynd í mjög litlu leiti betur statt.

Bréf banka hafa verið að hrynja undanfarið á evrusvæði - ef Grikkland hrynur á næstu dögum, þá mun verð bréfa banka, hrynja enn frekar.

En, ríkisstjórnir geta líklega aðstoðað banka við það verk, að brúa þá gjá sem fall Grikklands eins og sér - myndar. En geta þeirra til slíkrar endurfjármögnunar, er ekki ótakmörkuð.

Það mun því ráðast af því - hver þróun mála verður á Ítalíu og Spáni - sérstaklega, hver örlög evrunnar verða. En vonir standa til að þau lönd, nái að bjarga sér sjálf frá falli. Og þannig evrunni sjálfri.

Hvort þetta tekst eða ekki, tel ég koma í ljós á næstu mánuðum!

 

Kv.


10 ár liðin frá 9/11 atburðinum! Samsæri Bandaríkjanna sjálfra? Stríðin hafa flýtt fyrir hnignun veldis Kana, þ.e. klárt!

Tek fram að ég er ekki talmaður samsæriskenninga. Tel ekki að Bandaríkin sjálf hafi framkvæmt þetta. Á hinn bóginn, þá er hefur mikill áhugi verið á samsæriskenningum - vefir spruttu upp. T.d. var um tíma eins vinsæll sem hér 9/11truth.org Langt síðan að ég hef heimsótt þá síðu. Kannski enn til. Kannski ekki.

En öfugt við það sem Ný-Íhaldsmenn héldu á sínum tíma, þegar þeir töldu að 9/11atburðurinn væri tækifæri fyrir Bandaríkin, til að jafna reikninga við þá sem þeir töldu hættulega andstæðinga þeirra. Þá hafa stríðin þvert á móti - sýnt heiminum takmörk getu Bandaríkjanna sjálfra til að hafa áhrif.

Þau hafa mjög bersýnilega veikt valdastöðu Bandaríkjanna bæði í nútíð og hið minnsta í nálægri framtíð. Verða að skoðast hvort tveggja sem slæm taktísk sem og strategísk mistök.

The 9-11 Commission Report

Þetta er mjög áhugaverð skýrsla, sú sem var unninn á vegum bandar. þingsins.

Iraqi Perspectives Project Report - The IPP Report

IPP skýrslan var unninn undir "joint operational command" þ.e. á vegum hersins, en var framkv. af sérfræðingum, sem yfirheyrðu starfsmenn fyrrum ríkisstj. Íraks, og einnig unnin úr gögnum sem fundust í skjalasöfnun Íraksstjórnar. Mér sýnist þessi skýrsla ekki vera áróðursgagn, heldur tilraun hersins til að komast að því - hvað bjó að baki ákvörðunum þeim sem ríkissj. Saddams Hussain tók.

 

Myndin að neðan er tekin eldsnemma að morgni 9/11 2001, einni og hálfri klukkustund fyrir atburðinn!

Virkilega mögnuð mynd - sem í dag prýðir nú bakgrunninn á tölvuskjánum mínum!

Samsæriskenningar

Skoðum 2 vídeó af falli Suður Turns:

South Tower of World Trade Center Collapse

911 Call in World Trade Center, while tower collapse

Skoðum vídeó af falli Norður Turns:

New Footage of WTC North Tower Collapse

Árásin á Norður Turn: September 11, 2001 - As It Happened - The South Tower Attack

 

Það sem vekur auðvitað eftirtekt, sést vel á myndunum, er að turnarnir í bæði skiptin - að hrunið hefst á þeim hæðum þ.s. flugvélarnar tjónuðu byggingarnar. 

Þetta er sérstaklega áberandi í fyrra hruninu, að stór hluti byggingarinnar er fyrir ofan þann stað þ.s. hrunið hefst. Og um nokkurn tíma, eru hæðirnar fyrir ofan heilar en á leið niður. Síðan hverfur það allt í rykmökk.

Svo hafa sumir vakið eftirtekt á strók sem sést á myndinni sem sýnir hrun N-turns, að strókur af lofti stendur út um skamma hríð nokkrum hæðum fyrir neðan hrun-staðinn. Síðan nær hrunið þangað niður.

Ég held að fólk sem horfir á þann strók eigi flest að geta séð, að honum veldur loft sem streymir út úr byggingunni af miklum krafti, ekki sprenging. Heldur er þetta stöðugur strókur um hríð.

Enda eru hæðir byggingarinnar fullar af lofti, og það þarf að leita eitthvert þegar hæðirnar fyrir ofan kremjast saman af ógnarkrafti - stigagangar voru opnir milli hæða, enda fólk sent niður þá leið. Svo þ.s. við sjáum er að loft leitar niður stigagang, inn um opnar dyr sem standa opnar nokkrum hæðum fyrir neðan, og síðan í gegnum næsta glugga - sem væntanlega er lítil fyrirstaða þegar svo mikill þrýstingur kemur á hann.

Að auki, það sést alltaf mjög öflugur strókur í allar áttir er hver hæð fellur saman, sem einnig skýrist af loftinu sem hver hæð inniheldur - sem er þrýst út um glugga hæðarinnar á örskammri stundu, og því af mjög - mjög miklum krafti. 

Þarna er hvergi að sjá neinar sannanir fyrir því að sprengingar séu að eiga sér stað af mannavöldum - ekki heldur um að röð sprenginga af mannavöldum sé að fella hverja hæð "in sequennce".

Að auki er sprengjubúnaður slíkur viðkæmur þ.e. vírar, móttökutæki. Einhver á að hafa komið slíku fyrir á strategískum stöðum á hverri hæð, tímasett sprengingarnar af nákvæmni - og ég bendi á að enginn getur módelað nákvæmlega hvernig fluvélarnar myndu rekast á, svo því ekki hvernig tjóni það myndi valda á sprengibúnaðinum. En, vírar og móttökubúnaður - grunar mig fer ílla í svo mikilli sprengingu sem sjá má, ítrekað er flugvél rekst á N-turninn. Á myndunum sést að þetta er gríðarleg sprenging. Ógnarkraftur. 

Það væri engin leið að vera viss um það, hve margar sprengjur verða óvirkar við þær hamfarir. Fyrir þá sem trúa því ekki, að samalögð áhrif áreksturs - þess tjóns er hann orsakaði, og þeirra ógnarelda sem sjást á myndunum að brenna í turnunum; hafi orsakað hrunið. En mér skilst að þegar hitinn er kominn í um 1000°C þá sé einungis um 10% eftir af styrk stáls. Að auki þenst það út í hita. Stál þarf ekki að bráðna, til þess að stálstrúktúrar verpist, þeir hætti að geta staðið undir þeim þunga er á þeim hvílir.

Strúktúrinn að auki skemmdur af völdum árekstranna. Endurtek, hrunið í bæði skiptin hefst á þeim slóðum cirka sem flugvélarnar fljúga inn í hvorn turn.

Varðandi Turn 7 er hrundi degi síðar. Þá náttúrulega var hann brunarúst, eldur hafði brunnið þar og síðan dáið út, eftir að allt sem brunnið gat var brunnið. Að auki sést á myndum að hann hafði orðið fyrir tjóni af braki, sem hafði fallið á hann. Síðan má nefna, að undir byggingunum var risastór kjallari þ.s. miklir eldar brunnu í þúsundum bíla er þar hafði verið lagt. Menn hallast að því í dag, að þeir eldar geti hafa skipt máli, veikt undirstöður þess turns. Það þarf hið minnsta sterkan vilja til að álykta - að það geti alls ekki verið, að samverkandi áhrif ofangreindra þátta, sé nægileg skýring þess að sá turn féll.

 

Stríðin

Afganistan: Ég hafði vissa samúð með Afganistan stríðinu sem Bush háði mjög fljótt í kjölfarið. Enda var Al-Qaeta gestur Talibana. Þeim var gefinn sá kostur að vísa Al-Qaeta úr landi, en tóku ekki þann kost. Bandaríkin ákváðu að líta á þá neitun sem "act of war" sem að mínu viti, rúmast innan sanngyrnissjónarmiða.

Þeir síðan mjög svipað og NATO gerði nú nýverið í Lýbíu, aðstoðuðu vopnaða Afganska andstæðinga Talibana, með loftárásum - með því að senda fámennar sérsveitir til að veita þeim aðstoð og ráðgjöf, og til að leiðbeina flugvélum til árása á skotmörk - lísa þau upp með laser. Með aðstoð Bandaríkjanna, þá náðu andstæðingar Talibana eftir nokkra vikna stríð helstu borgum Afganistan.

Síðan hefur fókus Bandaríkjamanna verið á eltingaleik við Osama Bin Laden innan Afganistan og Pakistan, og var hann drepinn fyrr á þessu ári í Pakistan. Samtímis, hefur verið leitast við að byggja upp nýjan her Afganistan, svo hann geti tekið við. Meðan her skipaður hermönnum frá Nato þjóðum ásamt fjölmennum Bandar. her hefur verið að leitast við að sigra skæruliða Talibana. En, Talibanar hafa seinni árin þrátt fyrir allt, aftur verið að sækja í sig veðrið, verið að eflast. Ljóst virðist mér að í reynd sé stríðið í Afganistan tapað. En vilji Bandar. til dvalar þar er bersýnilega hratt þverrandi.

Það skársta í stöðunni sé eins og í S-Víetnam, að pakka saman og fara heim. 

Írak: Írakstríðið sennilega verður að skoðast sem einhver verstu mistök í sögu Bandaríkjanna. Þetta segi ég sem vinur þeirra. En ég er þar ekki beint að vísa til þess mannlega harmleiks er þar varð, og skaðaði mjög orðstýr Bandaríkjanna. Heldur það, að það felur í sér "sttategískann" ósigur Bandaríkjanna á svæðinu.

En í dag er ástandið svo, að niðurstaðan er í reynd stórsigur Írans. Íran hefur losnað við sinn hættulegasta fjandmann, þ.e. ríkisstj. Bath flokksins í Írak undir stjórn Saddams Hussain. Innrásarhættan er farin. Íranar geta andað léttar. Og þ.s. meira er, þeirra her er nú stærsti herinn á svæðinu. Enda eru þeir farnir að hagnýta sér ástandið, beita Saudi Araba þrístingi, einnig Sameinuðu Arabísku Furstadæmin. En ljóst er að þeir stefna að því, að verða ráðandi veldi við Persaflóa.

Að því í reynd að ráða yfir olíustreyminu frá Persaflóasvæðinu. Ég er ekki endilega að tala um innrás, heldur fyrirbærið "hegemony" eða drottnun. Þeir segja hinum fyrir verkum, og þeir hlíða.

Íranar virðast ef til vill nú hafa náð fram í reynd neitunarvaldi um veru Bandar. innan Íraq. Reyndar hefur mjög fækkað í her þeirra þar. En, þeir hafa verið að leitast við að semja við Íraksstjórn, um áframhaldandi herstöðvar. Íraksstjórn núverandi virðist vera að spila varfærinn leik, milli Bandar. og Írans. Íranir hafa mjög mikil ítök innan Íraks, vegna þess að þeir eru meginþjóð shíta og flestir Írakar eru það einnig. Ekki er þó gott að henda reiður á, hvort þeir geti tryggt að Bandar. fari. En það má vera.

Án Íraks, hafa Bandaríkjamenn herstöðvar í Quatar á Persaflóa. En mér sýnist miklar líkur á að útkoman sé, að Írak að miklu leiti tilheyri í reynd yfirráðasvæði Írans. Þeir hafi ekki enn séð sér hag af því að efna til íllinda. Reikna sennilega með því að tíminn vinni með þeim.

 

Spurningin er hvað gerir Íran svo? Mér sýnist stríð ólíklegt. En, í mínum augum er augljós ástæða fyrir Íran, að leita samstarfs við Kína. Áhrif Kína fara vaxandi í næsta landi, Pakistan. Kínv. hafa flotastöð þar, og eru að byggja veg frá höfnum í Pakístan til Synkiang í Kína. 

  • Sumir hafa velt því fyrir sér, að raunverulega ástæða veru kana í Afganistan og Pakistan, sé að tefja fyrir útþenslu áhrifa Kínv. á svæðinu.
  • Kanar þurfa að íhuga fljótt hvað þeir ætla að gera! En efling áhrifa Kínv. í Pakistan. Og síðan ef þeir efla svo samskipti við Íran - fá jafnvel herstöðvar á írönsku landi á Persaflóa.
  • Það hlýtur að vera versta martraðar sviðsmynd hugsanlega í augum Kana.
  • En, ef til vill ekki svo íkja fjarlæg í tíma! 

Ein djörf leið, væri að þeir sjálfir myndu bjóða Írönum - bandalag! Enda hafa þeir í reynd meir upp á að bjóða, ef báðir aðilar geta hafið sig upp úr hatrinu og tortryggninni.

En Íranar eru ekki vinir Rússa - sem eru gamlir fjandmenn þeirra. Bandaríkin þrátt fyrir allt eru auðugari en kínv. Þeir - sem skiptir mestu máli fyrir Íran - búa yfir mjög mikilli tækniþekkingu á olíuiðnaði. 

Íran væri óhjákvæmilega mjög sjálfstæður Bandamaður, hvort sem þeir gerast bandamenn kínv. eða ameríkana. Sennilega tregir í taumi - í besta fallinu.

Mér sýnist stefna hraðbyri í einhvers konar kalt stríð á Indlandshafi!

En Indverjar eru nú bandamenn kana, gegn kínv. sem indv. óttast mjög. Báðar þjóðir efla nú flotaveldi sitt hratt á svæðinu. Kínv. eiga nú flotastöðvar beggja vegna Indlands í Myanmar og Pakistan.

Freystingin fyrir Kína að höfða til Írana - sýnist mér augljós! En á sama tíma eru Íranar að spila sinn eigin leik.

Svo má ekki gleyma Tyrklandi, sem eflist hratt - fyrir norðan Íran. Þeir eru bandamenn kana. En einnig tyrkir eru að spila sinn eigin leik. Þeir eiga eftir að verða mjög sjálfstæðir bandamenn.

Veldi kana er í augljósri hnignun á svæðinu. Samtímis eru gömlu veldin 2. Tyrkland og Íran, að eflast á ný. Þau bæði stefna að því að fylla það valdatóm sem getur verið að skapast.

En vaxandi áhrif Kína flækir málin. Auk þess, að Rússar hafa verið að eflast fyrir Norðan. Fyrir utan að þó veiktir séu, eru Kanar ekkert á förum af svæðinu. Þeir munu halda sér þar, eins fast og þeir geta.

Ef menn skoða kortið, þá sést alveg af hverju Kína hefur áhuga á Myanmar og Pakistan. Það er vegna þess, að í gegnum þau lönd er leiðin styttri til tiltekinna héraða innan Kína frá sjó, en frá eigin strönd Kína. Þetta getur hver maður er horfir á kortið séð.

Indv. sem hafa háð landamærastríð við Kína, eru eðlilega ekki kátir með að hafa kínv. flotastöðvar beggja vegna. Samskipti þjóðanna eru stöðugt mjög stirð. Auk þess að milli þeirra geysar enn landamæradeila - en Kína gerir tilkall hvorki meira né minna en til gervalls Arunachal Pradesh fylkis, sem er á landamærum við Kína austan meginn. En að sögn Kína, var það hérað áður leppríki Tibets. og Kínv. telja ólöglegann samning sem Bretar gerðu fyrir meir en 150 árum við stjórnendur Tíbets. Kínv. ganga svo langt að mótmæla því í hvert skipti sem háttsettir starfsmenn Indlansstjórnar heimsækja það hérað.

Indv. finnst þeim stafa mikil ógn af vaxandi uppbyggingu Kína á svæðinu. Eru að auka sinn herstyrk, sem og flota. Og hafa brugðist við með því að leita eftir bandalagi við Bandaríkin, sem hentar Bandaríkjunum ágætlega.

Fyrir Pakistan er ástæða til að leita samskipta við Kína augljós, en eitt ræður það ekki við Indland. Ef Bandaríkin fara frá Afganistan - sem þó virðist einungis spurning um tíma, virðist mér að þeim muni reynast mjög erfitt að viðhalda samskiptum við og áhrifum á Pakistan. Pakistönum mun finnast þeir nauðbeygðir til að efla sinn herstyrk, er þeir sjá indverja efla sinn, þó efling indverja sé ekki beint að þeim.

Nettó áhrifin eru, að spenna fer vaxandi á Indlandshafinu. Og hernaðaruppbygging hratt vaxandi.

Bandaríkin eru ekki að fara, eiga herstöðvar á þægilega staðsettum eyjum á Indlandshafi, sem Bretar létu þá áður hafa. En sá jafnvægisleikur sem þeir munu leitast við að spila, á eftir að verða ærið flókinn á næstu árum.

Þeir verða ekki drottnandi veldi með sama hætti og áður, heldur munu neyðast til að beita bandamönnum fyrir sig, spila í reynd mjög klassíska pólitík af því tagi, sem Bretar voru áður fyrr sérfræðingar í!

 

Niðurstaða

Ég hafna öllum 9/11 samsæriskenningum, um það að Bandaríkin hafi sjálf skipulagt verknaðinn, hrint honum í framkvæmd. En, að mínum dómi eru þær mun fjarstæðukenndari, en sú skýring sem er kölluð hin opinbera skýring. En samsærissinnar virðast þó kaldhæðið séð, hafa gríðarlega trú á getu Bandaríkjanna, skv. þeirra hugmyndum eru leyniþjónustur Bandaríkjanna skipaðar afreksfólki, sem nánast virðist ekkert ómögulegt. Að tryggja þögn þúsunda ólíkra einstaklinga út um allan heim, ekkert mál. Að skipuleggja óskaplega flókin skím - no problem. Og allt gengur eftir - aldrei nein mistök.

Varðandi stríðin. Tel ég að Bandaríkin hafi lagt of mikið í stríðið í Afganistan. Þeir hefðu átt að vera löngu búnir að pakka saman og fara. Því fyrr sem þeir fara, því betra.

Íraksstríðið - um það er hreinlega ekkert jákvætt unnt að segja. Undirbúningur þess var eins og margir muna örugglega enn, röð ótrúlegra mistaka. Sú mistaka röð ætti nú eiginlega að sanna fyrir samsæriskenningasmiðum, að Bandaríkin eru ekki skipuð afreksfólki - sem allt getur.

En, það sem meira er, framkvæmdin sjálf var ekki bara mistök. Sjálf hugmyndin að ráðast inn og velta Bath flokki Saddam Hussain voru mistök. Niðurstaðan er í reynd "strategic defeat". Bandaríkin sjálf grófu undan stöðu sinni á Persaflóasvæðinu, og heildarniðurstaðan hefur stórelft helsta óvin Bandaríkjanna á svæðinu þ.e. Íran.

Ég verð að segja, að sagan mun ekki fara mildum augum um Bush yngri! Hans forsetatíð.

Hann flýtti fyrir hnignun Bandaríkjanna!

Niðurstaðan af hans ferli, verður höfuðverkur - sem Bandaríkin munu vera mjög lengi að vinna sig út úr.

En, það er ekki bara strategísk mistök á Persaflóasvæðinu. Meðan Bandaríkin hafa verið með sinn her upptekinn. Hafa þau ekki getað brugðist við útþenslustefnu Rússa yfir sama tímabil. Sem hafa verið að sækja í sig veðrið. Þeir hafa að mestu rúllað til baka þeim áhrifum sem Bandaríkin voru búin að byggja upp, innan Mið Asíu. 

Svo við erum í reynd að tala um, mun viðari strategískann ósigur, en einungis á Persaflóasvæðinu.

Í ofan-á-lag, rak Bush yngri bandar. alríkið með mjög miklum halla, og það í efnahagslegu góðæri. Þetta má vera, að reynist vera stærstu mistökin hans Bush. Því þetta þíðir að nú þegar kreppa geysar, þá eiga Bandaríkin erfiðara með að beita sér - með klassískum Keynesískum hætti.

Nú er útlit fyrir, að alríkið neyðist til að draga saman seglin, víða um heim. Vegna þess skuldavanda sem er að hlaðast upp. En skuldasöfnun Bush spilar þar inn, þó svo að skuldasöfnun gangi nú enn hraðar fyrir sig en í hans tíð; þá bætist það ofan á þær skuldir sem Bush bjó til og hefðu annars ekki verið til staðar.

Óhjákvæmilega verða hermál fyrir miklum niðurskurði í nálægri framtíð. Fyrir þessa ástæðu eina sér, geta Bandaríkin ekki lengur haldið uppi herjum í Afganistan og Írak. Þau verða að pakka saman og fara heim.

Það er þá "unfortunate" að á sama tíma, eru önnur veldi að eflast. Bandaríkin munu mjög líklega hitta á nokkurra ára lægð að þessu leiti, á meðan þau eru að hefja sig upp úr kreppunni.

Sú lægð verður sá tími sem hin veldin hafa, til að koma sér sem best fyrir - meðan Bandaríkin munu lítt geta beitt sér. Fyrir bragðið, er þau síðar á ný fara að efla styrk sinn, getur heimurinn verið orðinn nokkuð breyttur.

Þau munu þó leitast við að hanga á því allra mikilvægasta. Þau munu njóta bandalaga við þau ríki, sem áfram munu óttast önnur 3. ríki meir en Bandaríkin, og því sjá sér hag af því að fylgja þeim að málum.

 

Kv.


Legg til öflugara embætti forseta sem mótvægi við ofurvald Stjórnarráðs/Alþingis!

Ólafur Ragnar Grímsson, hefur verið harðlega gangrýndur fyrir hörð ummæli sem hann lét falla gegn ríkisstjórn, fyrir réttri viku.

En, ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Ólafs Ragnars er virkjaði tvisvar neitunarvald sitt, sem hann hefur skv. Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands skv. 26. gr. þá væri Ísland búið að samþykkja þann brjálæðislega vitlausa Svavars samning - sjá gamlar bloggumfjallanir að neðan.

 

ÓRG:Áttum ekki að láta undan fáránlegum kröfum Breta og Hollendinga. AGS var notaður sem „hnefi“

Jón Baldvin: Ábyrgum ráðamönnum er skylt að svara landráðabrigslum forseta Íslands

Styrmir: Forsetinn gekk alltof langt, segir Styrmir. Vill að Ólafur geri grein fyrir nýju hlutverki forseta

Sjá gamlar færslur um Svavars samninginn:

Icesave - Lánið: Er bilun að hafna því?/eða liggur hún í því að samþykkja það?

Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

 

Eins og Icesave málið sýnir - eins og sala bankanna á sínum tíma sýnir - eins og ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um stuðning við Íraksstríðið sýnir; er stjórnskipan Íslands í vandræðum!

  • Þau vandræði eru ekki að Ólafur Ragnar Grímsson sé að taka sér of mikil völd!
  • Heldur nær ótékkað ofurvald framkvæmdavaldsins á Íslandi.
  • Til mótvægis má alveg hugsa sér ívið sterkara embætti forseta, en við hingað til höfum verið vön.
  1. En galli við þá skipan sem verið hefur, er að Alþingi hefur ekki verið sjálfstæður valdaaðili heldur hefur Framkvæmdavald ráðherra drottnað yfir því í gegnum árin nær gersamlega. Svo, í reynd hefur Alþingi/Stjórnarráðið eða framkvæmdavaldið, verið einn valdaaðili.
  2. Síðan er það með okkar blessuðu dómstóla, að þeir hafa í gegnum árin, mjög hallað sér að framkvæmdavaldinu, sem sést á því að þeir hafa nokkrum sinnum orðið fyrir því að dómar hafa lent á kant við alþjóðlega Mannréttindadómstólinn. Ríkinu sé vanalega dæmt í hag, þegar deila á sér stað fyrir dómi, um atriði er víkja að deilum einstaklinga eða aðila gagnvart ríkinu. Svo dómsvaldið, hefur í besta lagi, verið veikt í því að tékka af miðstjórnarvaldið.
  3. Kosningar á 4. ára fresti, hafa því orðið eina tékkið á völd framkvæmdavalds, sem hefur verið nær algerlega einráða, hefur farið sínu fram.
  • Þetta er nákvæmlega hættulegt ástand.
  • Hér vantar "checks & balances".
  • Miðstjórnarvaldið, vill náttúrulega halda þessu nær alræðisvaldi.
  • Fulltrúar þess, eru mjög óánægðir með það, ef einhver dirfist að stíga á tærnar á því.


ÞAÐ ER EINMITT Þ.S. ÓLAFUR RAGNAR HEFUR GERT!
Ein leið að því að draga úr ofurvaldi því sem miðstjórnarvaldið á Íslandi hefur orðið, er að efla embætti forseta - - sem mótvægi.

Það er ekki beint forsetaræði - því framkvæmdavaldið er enn til staðar og áfram mjög öflugt, áfram með nær fulla stjórn á löggjafarvaldinu, í gegnum það að ráða yfir Alþingi í krafti meirihlutavalds.

  • Til Alþingis er kosið á 4. ára fresti.
  • Það skipa stjórnmálaflokkar - innan þeirra hafa hagsmunaaðilar áfram mikil áhrif.
  • Það meginástand breytist ekki!
  • Það sem breytist er - - að völd þessarar valdamaskínu minnkar.
  • Hún verður ekki að sama marki og áður, ráðandi.
  •  Væri það - hræðileg útkoma?

Og er það ekki einmitt þetta sem þarf að gerast - - góðir Íslendingar?

Forseti sem sáttasemjari:

  1. Við getum bætt þeirri reglu inn, að NEITUNARVALD FORSETA VIRKI ÞANNIG að ef 35þ. undirskriftir nást raunverulega fram - - þá sé forseti skildugur til að segja "NEI".
  2. Þá er það ekki lengur geðþótta ákvörðun.
  3. En, á móti felum við forsetanum, að miðla málum milli framkvæmdavalds og þeirra aðila sem safnað hafa undirskriftum. 
  4. Við setjum í stjórn-lög, að embætti forseta fari þá í hlutverk sáttasemjara, og framkvæmdavaldið og þeir sem hafa safnað undirskriftum, verði að setjast niður með honum.
  5. Aðilar fá segjum mánuð til að semja.


Ef samkomulag næst, nýtir forseti þann rétt sem stjórnarskrá veitir honum skv. 25. gr., til að fá þingmann til að flytja fyrir Alþingi, sem fumvarp að lögum - sátt aðila um málið, og síðan fær sáttin þinglega meðferð og væntanlega verður að lögum.

Ef slíkt samkomlag næst ekki, fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Að auki, tel ég rétt, að setja óháðar stofnanir undir forseta:

  1. Umboðsmaður Alþingis verði umboðsmaður forseta.
  2. Ég vil einnig endurvekja Þjóðhagsstofnun, og hafa hana undir embætti forseta.
  3. Aðra svokallaða umboðsmenn, mætti einnig setja undir forseta.
  • Embætti forseta hafi það hlutverk að horfa vítt yfir svið - hafa heildarsýn.
  • Forseti hafi fullan rétt til að tjá sig um málefni - sem í reynd talsmaður þeirra óháðu stofnana sem undir hann eru settar, t.d. ef Þjóðhagsstofnun setur fram slæma spá, sem ekki passar við þá mynd er stjv. vilja upp draga.
  • Embætti forseta verði jafn mikilvægt a.m.k. - jafn öflugt - jafn rétthátt - Alþingi/Stjórnarráði.

Með þessu, skapist nauðsynleg dreifing á valdinu á Íslandi!


Niðurstaða

Ég er stuðningsmaður sterkara embættis forseta - en áður hefur verið hefð fyrir hér. En, ef maður skoðar Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, þá þarf mjög litlar orðalagsbreytingar, til þess að skipan eins og þá er ég tala um, komist á. 

Auðvitað, þá mun skapast keppni innnan flokkakerfisins um forsetann, þegar það embætti er laust í hvert sinn. Flokkarnir munu fá áhuga á að triggja sér - sinn einstakling.

Á hinn bóginn, þ.s. um aðeins einn einstakling er að ræða, sem getur náð kosningu. Þá myndi t.d. vinstri þurfa að sameinast um einn frambjóðanda eða hægri, til að eiga raunhæfa möguleika. 

Það má auðvitað setja það skilyrði, að frambjóðandi megi ekki vera meðlimur í stjórnmálaflokki. Ef út í það er farið. Að frambjóðanda sé óheimilt að koma fram, fyrir hönd tiltekins stjórnmálaflokks. Að stjórnmálaflokkur megi ekki styðja tilekinn frambjóðanda fjárhagslega.

Slík ákvæði munu flækja málið, fyrir stjórnmálaflokka - en ekki þó gulltryggja það að forseti sé óháður aðili.

Á móti, er ekkert sem segir að líklegt sé að forseti sé hægrimaður á sama tíma og hægri menn fara með meirihluta á Alþingi. Það getur auðvitað átt sér stað.

------------------------

En ég bendi einnig á að ef ákvæðið næst fram, sem ég legg til um það hvernig neitunarvaldið virki í framtíðinni - þannig að það sé sjálfvirkt, ef 35þ. undirskriftir nást. Fyrir utan kvöð um sáttaumleitanir.

Þá þrátt fyrir hugsanlega veikleika lýst að ofan  - sé heildarniðurstaðan veruleg valddreifing á Íslandi, umfram það ástand sem hefur ríkt!

Svo ég tel það til umtalsverðra bóta!

Kvöðin um sáttaumleitanir - er hugsuð til þess að fækka þjóðaratkvæðagreiðslum þeim sem í reynd myndu fara fram!

 

Kv.


Hvaða afleiðingar hefur afsögn Jürgen Stark, aðalhagfræðings Seðlabanka Evrópu?

Hið fyrsta augljósa við afsögn Jürgen Stark, er að með brottför hans - er enginn þjóðverji lengur í stjórn Seðlabanka Evrópu. Og það eru sannarlega tímamót. En, eftir brottför Max Weber, var Stark einn eftir. Til stendur, að Ítali taki yfir stöðu seðlabankastjóra í október, Mario Draghi.

Það er ljóst að markaðir brugðist ílla við þessari frétt, en bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, féllu verð á töluvert í kjölfar þessarar fréttar. Og eitt enn, evran féll gagnvart dollar í sitt lægsta gengi gegn dollar í um 6 mánuði.

Á sama tíma uppi, mjög alvarleg Grikklandskrýsa. Sterkur orðrómur uppi um yfirvofandi gjaldþrot Grikklands! Þ.e. talið hafa haft meðvirkandi áhrif - í því að auka svartsýni.

 

Dow Falls 303.68 Points

  • "The Dow Jones Industrial Average tumbled 303.68 points, or 2.69%, to 10992.13, its fifth drop out of the last six sessions."
  • "The Standard & Poor's 500-stock index shed 31.67 points, or 2.67%, to 1154.23, led lower by energy, material and financial stocks. All 10 of the S&P 500's sectors fell. "
  • "The technology-heavy Nasdaq Composite dropped 61.15, or 2.42%, to 2467.99."
Economic, Debt Worries Mount in Euro Zone
  • "The Stoxx Europe 600 index lost 2.6% at 224.59. "
  • "London's FTSE 100 fell 2.4% to 5214.65, "
  • "Frankfurt's DAX dropped 4% to 5189.93 and "
  • Paris's CAC-40 was 3.6% lower at 2974.59."

 

Fréttaskýrendur hafa bent á, að með brottför Jürgen Stark sé aftur einum íhaldsmanninum færra í stjórn Seðlabanka Evrópu, og því auknar líkur á því að meirihluti skapist í Seðlabankaráðinu, fyrir tilslökun í peningamálum. 

En það má einnig velta fyrir sér, hvort þetta þíði að áhrif Þjóðverja hafi minnkað, innan bankans?

Það er þó reiknað með að Þjóðverji muni koma í stað Jürgen Stark.

Það samt þíðir, að enginn þjóðverji er í stjórn Seðlabanka Evrópu á næstunni! Það á tímabili, sem evrukrýsan er að versna hratt - en það verður að segjast eins og er, að vera má að Seðlabankinn muni haga ákvörðunum sínum með eitthvað öðrum hætti, án bremsandi viðveru Þjóðverja í stjórn.

ECB's Top German Representative Resigns

ECB resignation hits global markets

Markets tumble after ECB's Jurgen Stark resigns

Eitt er þó öruggt, að þetta kemur á versta hugsanlega tíma fyrir Angelu Merkel, sem einmitt er að undirbúa jarðveginn fyrir atkvæðagreiðslu á þýska Sambandsþinginu, um aðra björgun Grikklands. Á sama tíma, glýmir hún við þ.s. jaðrar við uppreisn innan eigin raða og erfiða andstöðu þingmanna samstarfsflokks hennar, Frjálsra Demókrata - við það að senda frekari peninga í Grikklandshýtina.

Brottför Jürgen Stark er líklegt til að magna andstöðu, draga úr líkum á að Merkel hafi erindi sem erfiði, um það að fá Sambandsþingið til að samþykkja 2-björgun Grikklands. 

Að auki, þarf þingið einnig að staðfesta frekari framlög Þjóðverja í björgunarsjóð Evrusvæðis, þess utan einnig, að staðfesta breytingar á reglum um þann sjóð, svo hann geti hrint í verk þeim viðbótar heimildum, sem leiðtogar Evrusvæðis samþykktu sl. júlí að veita honum.

Nóg að gera hjá Merkel, og þetta kemur síðan ofan í - hina spánnnýju Grikklandskrýsu, sem nú geisar!

 

Orðrómur um yfirvofandi greiðsluþrot Grikklands!

Fjármálaráðherra Grikklands, neitaði því a.m.k. tvisvar í dag - að nokkuð væri hæft í þessum orðróm. En sagan segir, að vænta megi þessa atburðar jafnvel nú um helgina. Þ.e. sennilega ekki rétt.

Evangelos Venizelos:"It is not the first time that we see an organized wave of “rumors” about an upcoming Greek default. This is a game of a very bad taste, an orchestrated speculation that is targeting the Euro and the Euro Area as a whole."

Áhugavert að rifja upp, að í máí 2011, sagði Jürgen Stark - að gjaldþrot eða endurskipulagning skulda Grikklands, væri mjög hættulegur atburður fyrir fjármálakerfi Evrópu: Greek debt restructuring would do 'massive harm' to the eurozone.

Skuldatryggingaálag Grikklands er orðið ótrúlegt!

  • Grikkland: 3.000
  • Portúgal: 1.105
  • Írland: 850
  • Ítalía: 451
  • Spánn: 397

Þetta hlýtur að vera spá um þrot Grikklands, með nærri 100% öryggi!

Samkvæmt Bloomberg, er Angela Merkel að undirbúa yfirvofandi greiðsluþrot Grikklands!

Germany Said to Ready Plan to Help Banks If Greece Defaults

En Grikkland er búið að fá úrslitakosti frá Þjóðverjum - sjá: Gríska hagkerfið í frjálsu falli! Ótrúlegur 7,3% samdráttur!

Spurningin sem brennur á vörum fjölmargra - er gjaldþrot Grikklands loks að verða? En, ef Grikkland fær ekki peninga frá björgunaráætlun þeirri frá því í fyrra, en endurskoðun er í gangi - þríeykið svokallaða krefst frekari aðgerða af grískum stj. annars fái Grikkland ekki peninginn; þá verður Grikkland messy gjaldþrota rétt eftir næstu mánaðamót.

 

Niðurstaða

Evrukrýsan er á hraðferð þessa dagana. Eina ferðina enn, er það gjaldþrot Grikklands - sem er spurning sem brennur á vörum margra. En í kjölfar óskaplegs samdráttar sem af er ári þ.e. 8,1% á 1. ársfjórðungi 2011, og 7,3% á 2. ársfjórðungi 2011. Þá finnst mér krafan á hendur Grikkjum, nánast vera sambærileg við að reyna að kreista blóð úr steini. Ég skil Grikki vel, að ætla sér ekki að selja 5ma.€ að andvirði af ríkiseignum á þessu ári. Það væri brunaútsala. Verðin yrðu hræðileg!

--------------------------

Mér líst mjög ílla á ástand mála í Grikklandi, og möguleikinn á messy gjaldþroti mjög raunverulegur. En sennilega, dugar þó ekki sá atburður til að velta evrunni eða evrópska bankakerfinu. En ríkisstj. Evrópu eru mjög líklega færar um að mæta því tjóni - sem þeirra bankar verða fyrir.

En messy þrot, getur samt haft margvísleg slæm hliðaráhrif. Ekki síst, fólksflótti frá Grikklandi geti orðið umtalsverður, þá meina ég flótti fólks í atvinnuleit - þegar lífskjör í orðsins fyllstu merkingu hrynja. 

Að auki, er veruleg hætta á pólitískum óstöðugleika - ekki unnt að útiloka átök innanlands. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt, að spá valdatöku hersins.

Svo má ekki gleyma, að eftir messy þrot Grikklands - fara menn að spá í sambærilega atburði á fleiri stöðum, t.d. Portúgal. Jafnvel á Ítalíu eða Spáni, eða báðum.

Jürgen Stark sjálfur sagði, að þrot Grikkland myndi hafa mjög slæm áhrif á fjármálakerfi Evrópu. 

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband