Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Gríska hagkerfið í frjálsu falli! Ótrúlegur 7,3% samdráttur!

Grikkland er að ganga í gegnum efnahagslegar hamfarir. Það er alls ekki ofsögum sagt. En samdráttur á síðasta ársfjórðungi - er umtalsvert verri en reiknað var með. En algerlega rökréttur!

  • En þvílík grimmd sem Grikkjum er auðsýnd af öðrum aðildarríkjum ESB!
  • Það er látið við Grikki eins og þeir séu sekt fólk - hugsun sem er áhugaverð, því þannig hefur einnig af sumum hér innanlands verið talað um Íslendinga, eins og almennur Íslendingur beri ábyrgð á hruninu.
  • En, innan Evrópu virðist látið eins og að hinn almenni Grikki, sé sekur - vegna þess að elítan á Grikklandi, átti verulegann þátt í því hve hörmulegt ástand mála þar er! 

All Told, a Bad Week for Greece

Greece warned as outlook worsens

Greek economy shrinks by 7.3%: "Greece’s economy remains mired in recession, shrinking by 7.3 per cent in the second quarter on an annual basis...Elstat, the country’s statistics agency."

Enn magnaðra er að skv. endurskoðuðum tölum, minnkaði gríska hagkerfið um 8,1% á 1. fjórðungi.

Svo þ.s. af er ári:

  1. fjórðungur -8,1%.
  2. fjórðungur -7,3%.

Eins og ég sagði, gríska hagkerfið er í frjálsu falli!

  • Gríska ríkisstjórnin hefur viðurkennt - að hún muni ekki ná markmiðum um lækkun halla þetta ár!

En svokallað þríeyki "troika" sættir sig ekki við þessi svör grísku ríkisstj. - og heimtar viðbótar niðurskurð, svo markmið náist fram.

Þeir flugu heim fyrir sl. helgi, og annar fundur verður haldinn í næstu viku.

Talið í N-Evrópu, er um "backsliding" þ.e. Grikkir séu að ganga á bak orða sinna, brjóta sett loforð - og á þýska og hollenska þinginu, er hörðum orðum beint að grískum stjv. - heimtað að Grikkir herði róðurinn tafarlaust, annars fái þeir ekki meiri pening.

Sannarlega er að hluta til a.m.k. hik á grískum stjv. um að losa um margvíslegar hömlur innan geira grísks atvinnulífs - þannig að ekki er enn búið að framkv. allar slíkar breytingar sem krafa hefur verið um - - > sem skýrir sjálfsagt tal um "foot dragging". 

En krafan um verulegann viðbótar útgjalda niðurskurð - á hagkerfi sem klárt er í svo alvarlegu kreppuástandi; virkar á mig sem - grimmd!

 

Úrslitakostir Hollands og Þýskalands!

Germany pushes Greece to the brink in dangerous brinkmanship :"Dutch finance minister Jan Kees de Jager said the Netherlands "will not participate" in further payments to Greece unless it secures the go-ahead from the EU-IMF Troika, which left Athens abruptly last week after talks broke down." - "The Greek parliament's own watchdog said the debt dynamic is "out of control". Public debt will reach 172pc of GDP next year."

Wolfgang Schäuble: no more money for Greece unless IMF and ECB report is positive :""The troika mission must be resumed and it must come to a positive conclusion, otherwise the next tranche for Greece will not be paid out," Mr Schäuble told a budget debate in the German parliament. "Those are the rules.""

Greek Officials Scramble to Find More Cuts :"The troika has demanded another €1.7 billion in cuts this year and an end to Greece's delays in overhauling its economy." - "Officials say deep cuts in the government payroll must now make up for the government's stalled privatization program, which was supposed to raise €5 billion from the sale of state assets by the end of this year." - "Greek officials say the privatization target isn't achievable."

  • Viðbótar niðurskurð - án tafar.
  • Ella engir peningar.
  • Þá verður Grikkland messy gjaldþrota skömmu eftir næstu mánaðamót!

Vísbendingar eru uppi um að gríska ríkisstj. sé að pæla í aðgerðum, fækka ríkisstarfsmönnum um allt að 20% - ekki þó ljóst yfir hvaða tímabil.

Sjálfsagt er einnig krafa um verulegar launalækkanir til annarra ríkisstarfsmanna.

En hvað af þessu er raunverulega pólitískt mögulegt, jafnvel undir þessum óskaplega þrýstingi - verður að koma í ljós.

En klárt dýpkar þetta kreppuna enn meir - og mjög ólíklegt er í reynd, að jafnvel þessar aðgerðir dugi til að minnka ríkishallann, vegna viðbótar samdráttaráhrifa aðgerðanna sjálfra.

Grikkland virðist vera í klassískri skuldakreppu eða "debt depression".

Slíkum lyktar alltaf á einn hátt - með gjaldþroti. Spurning einungis hvort það verðu messy stjórnlaust eða undirbúið og stýrt með einhverjum hætti.

Mun skárr er að stýra hruni - - stjórnlaust hrun, það getur enginn séð fyrir þær afleiðingar til fullnustu.

 

Ég hallast að því, að Drögmuvæðing Grikklands, væri mun skárri leið - en að halda áfram núverandi sirkus!

Bendi á þessa skoðun: Martin Hutchinson - Only Drachmaization can save Greece and euro

  • "Greece's continuing current account deficit, estimated by the Economist at 8.3 percent of GDP in 2011 in spite of deep recession, indicates that the country remains deeply uncompetitive."
  • "This suggests that Greece may require living standards to decline perhaps 30-40 percent to become competitive."
  • "Economically, the drachma's value would decline sharply, but the drop in living standards would be smaller -- the Athens price of a Mercedes would jump, but those of haircuts and Moussaka would not rise immediately. "
  • "The equilibrium drachma rate would make Greek workers internationally competitive, producing a decline in living standards probably between the 50 percent necessary to reach Bulgarian levels and the 18 percent needed to match Portugal, whose 2008 living standards were also over-inflated. "
  • "Greece would quickly achieve a trade surplus, with ultra-cheap tourist offerings, and Greek unemployment would rapidly decline from its current level above 16 percent. "
  • "A debt restructuring similar to Argentina's would then be undertaken, reducing the debt's present value by around the same percentage as the Greek reduction in living standards."

Þetta er góð lýsing. En valkosturinn að halda áfram sama sirkusnum - er mörg ár af samdrætti (þó það sé einungis fræðilega svo því mun líklegra verður messy gjaldþrot í staðinn). Sennilega stórfelldur landflótti Grikkja (öruggt í messy gjaldþroti), en atvinnuleysi nálgast hratt 20%. Grikkir geta aftur orðið fjölmennir meðal farandverkamanna - á flakki um Evrópu, snapandi vinnu (mjög sennilegt í messy gjaldþrots sviðsmynd).

Munurinn á snöggri gengislækkun er sú, að þá ertu kominn snögglega að gangamunninum og sérð ljósið framunda (messy gjaldþroti er forðað).

Lífskjör munu sannarlega hafa lækkað hastarlega í einum hvelli, en þaðan í frá munu þau fljótlega batna aftur - tilveran verður dökk grá en vonir vakna að hún skáni í framtíðinni (klárt tjónar þetta lífskjör minna en messy þrot, vegna þeirra upplausnar sem það mun valda).

Hin leiðin, sýnist mér bara bjóða upp á vaxandi gráleika - nánast eins langt og augað eygir (messy þrot getur fylgt langvarandi óstöðugleiki - "balkanization of Greece"). Þangað til að gráleikinn verður það dökkur, að lítill munur verður á honum og svartnætti (framhaldið af messy hruni gæti orðið mjög svart).

 

Niðurstaða

Það er í reynd 3-ja Grikklandskrýsan í gangi. En, nú í 3-ja skipti stendur Grikkland frammi fyrir þroti. því dýpra sem Grikkland heldur inn á ástand kreppu, því stærri verða líkur á raunverulegu messy. Það er algerlega óhjákvæmilegt, að stefna ESB gagnvart Grikklandi haldi áfram að keyra Grikkland ofan í pitt.

En, sú hagfræði sem ræður innan stofnana ESB og ekki síst Seðlabanka Evrópu, er svokölluð "supply side". En grunnhugmyndin í niðurskurðarstefnu þeirra núna - er, að niðurskurður framkalli hagvöxt - með því að ríkið með þeim hætti, taki minna fjármagn til sín af því heildarfjármagni sem til staðar sé í hagkerfinu. 

Við þetta, þá verði meir til staðar annars staðar í hagkerfinu, og frjálsir aðilar skapi sér með því tækifæri til að auka umsvif, og skapa forsendur til vaxtar.

Eins og allar sviðsmyndir - er þetta einföldun. En spurning - hvort þetta er of mikil einföldun?

Vandinn við þessar hugmyndir er, að þ.e. svo óskaplega langt bil á milli samkeppnishæfs ástands fyrir Grikkland, og þess núverandi. Sem sést á að þrátt fyrir 3-ár af kreppu, gríðarlegann samdrátt hagkerfis Grikklands - - er enn halli á viðskiptajöfnuði upp á líðlega 8%. Við erum að tala um - samlíkingu við hyldýpisgjá.

Þetta er ekki eina vandamálið, nefna má einnig að núverandi kreppa er sérstæð fyrir það, hve ofurskuldsetning er útbreitt vandamál innan hagkerfa Evrópu - ekki síst S-Evrópu. Það þíðir að almenningur - þarf að rifa segl. Sama um fjölmarga starfandi einka-aðila. 

  • Þetta auðvitað takmarkar getu frjálsra aðila - til að nýta sér meint tækifæri, sem niðurskurður á að skapa.
  • Hættan er sem sagt - - að samdráttaráhrif niðurskurðar verði því ríkjandi!

Það virðist einmitt vera að gerast - að auki virðist sem að embættismenn í Brussel, ofmeti hin meintu jákvæðu áhrif sem samdráttur ríkisútgjalda á að skapa - - sbr. hve þeir "concistently" hafa vanmetið líkegann samdrátt í Grikklandi - - vegna þess að þeir virðast ekki nægilega reikna inn í módel sín, lamandi áhrif útbreiddrar skuldsetningar fjálsra aðila starfandi innan hagkerfanna.

Heildarútkoman er - er að þeir vanmeta samdráttaráhrif þeirrar stefnu sem þeir eru stöðugt í dag að þrýsta flestöll aðildarríki ESB inn-á, þ.e. samdrátt útgjalda hins opinbera - í von um að sá samdráttur skapi hagvöxt fyrir rest.

  • Svo bætast við vonbrigði að Seðlabanki Evrópu lækkaði ekki stýrivexti - - þrátt fyrir að Evrópa sé m.a. vegna ofangreindrar stefnu að spírala hratt inn í ástand samdráttar.

Jean-Claude Trichet: "a number of governments have announced additional measures to ensure the achievement of their consolidation targets and to strengthen the legal basis for national fiscal rules. To ensure credibility, it is now crucial that the announced measures be frontloaded and implemented in full."

"Frontloaded" frasinn vísar til þess, að sparnaðar aðgerðir framkalli sem mestann sparnað í nálægri framtíð, eða innan eins skamms tíma og gerlegt er. Svo Trichet er þarna að hvetja löndin, til að skera sem allra - allra mest niður, í nálægri framtíð. 

Seðlabankamenn, eru víst einkar djúpt inni í sýn "supply side" hagspeki. Svo, þeir raunverulega líta svo á, að niðurskurður sé einna vænlegasta leiðin til aukins hagvaxtar í framtíðinni. Auðvitað, kemur einhverntíma vöxtur aftur - en miðað við það hve alvarleg skuldastaða þjóðfélaganna er, þá sé ég ekki annað en að slík aðferð muni framkalla mjög örann niðurspíral - nú fyrir Evrópu alla. Ekki bara Grikkland.

  • En mér sýnist hagþróun Evrópu undanfarna mánuði - akkúrat vera að sanna þetta!
  • Svo kemur bankahrun og greiðsluþrot - ekki bara Grikklands, heldur jafnvel fj. ríkja.

--------------------------------

Það má vel vera - að þetta sé það eina í stöðunni, að taka dýfuna - hvert sem það leiðir. En, "supply side" hagfræðingarnir með stjórnendur Seðlabanka Evrópu í fararbroddi, virðast ekki átta sig á því - að þeir séu að knýja aðildarlöndin til að fylgja fram stefnu, sem muni verða eins og rennibraut niður! Ekki kannski á hraða Grikklands - en nokkurn veginn eins örugglega. Því skuldakrýsan er einungis minna alvarleg í öðrum löndum - en einnig þar til staðar. Afleiðingarnar verða því svipaðar - trigger fyrir hrun verður svo þróun innan bankakerfis álfunnar. En niðurspírall hagkerfanna - mun á einhverjum tímapunkti verða trigger fyrir bankahrun, því eignir rýrna þannig að eigið fé rýrnar - og bankarnir standa nú þegar mög tæpt margir hverjir!

Að lokum - hve ég alla til að lesa þessa grein:

European banks face collapse under debts, warns Deutsche Bank chief Josef Ackermann

 

 

Kv.


Meginfrétt gærdagsins, Stjórnlagadómstóll Þýskalands, hafnaði því að björgunaráætlun Evrusvæðis væri gegn þýsku stjórnarskránni!

Við þær fregnir að Stjórnlagadómstóllin hefði kveðið upp þann úrskurð, nánar tiltekið, að fyrri björgunaráætlun til handa Grikklandi væri ekki brot á þýsku stjórnarskránni, fór að því er virðist hamingjubylgja í gegnum evrópska markaði, og verð á bréfum hækkuðu - ávöxtunarkröfur ríkja lækkuðu, sem og skuldatryggingaálag.

Þetta er þó ekki meira en svo, að markaðir standa cirka á sléttu miðað v. opnun markaða sl. mánudag.

Þetta er samt mikilvæg niðurstaða, skapar vissan frið innan Þýskalands gagnvart deilum um það, hvort það sé löglegt af þýsku ríkisstjórninni að taka fjárhagslega áhættu fyrir hönd eigin umbjóðenda þ.e. kjósenda, við það verk að veita ríkjum í vanda björgunarlán.

Karlsruhe Demands Greater Parliamentary Role in Bailouts

  • Dómstóllinn setti þó skilyrði - alls ekki hörð -- en hann vill að ríkisstjórnin hafi Sambandsþingið með í ráðum!
  • Það er ekki eins og þó í Finnlandi, að ræða þarf slík mál fyrir sameinuðu þingi og greiða atkvæði um heimild í þingsal, heldur dugar að fá samþykki fjárlaganefndar Sambandsþingsins.
  • Það virðist sem Merkel geti í neyð, ákveðið fyrst að framkv. og síðan að skýra málið eftirá fyrir nefndinni.
  • Svo þetta er ekki mjög krefjandi ákvæði - og Merkel er með meirihluta í þessari lykilnefnd þingsins.
  • Hið minnsta við fyrstu sýn, virðist Stjórnlagadómstóllinn ekki hafa brugðið fæti fyrir, björgunaráætlanir Evrusvæðis.

Það er þó eitt sem sumir fréttaskýrendur hafa áhyggjur af:

"However, the judges expressed skepticism over the further deepening of integration within the euro zone when they referred to the violation of the so-called no bailout clause in the Maastricht Treaty under which the EU countries cannot be mutually liable for each other's debts. And they were also critical about the purchase of government bonds from indebted countries, as the European Central Bank has done."

"It still remains unclear whether, in the future, the EFSF rescue fund will be able to buy up government bonds as planned, without first consulting the Bundestag. If this is called into question, it could lead to new problems in the financial markets. "If the decision means that bond purchases also have to be confirmed in advance, that would be fatal," said Henrik Enderlein, professor of political economy at the Hertie School of Governance in Berlin."

  • En Þjóðverjar hafa lagt mikið upp úr "No-bailout" klásúlunni, sem þeir lögðu mikla áherslu á sínum tíma, og var sett inn skv. þeirra kröfu.
  • En hún snýst í reynd um að verja þá sjálfa, gagnvart hugsanlegum kröfum um, tilfærslu á þeirra skattfé til annarra landa.
  • Enn er hún nánast heilög í þeirra augum!
  • Gríðarleg andstaða innan Þýskalands, gagnvart hugmyndum um millifærslubandalag eða "transfer union" því Þjóðverjar vilja ekki halda öðrum ríkjum uppi.
  • Hin pólitíska forysta er þó farin að ræða slíkt opinberlega - Merkel Says EU Must Be Bound Closer Together
  • Sem er tekið þannig, að Merkel sé að hita upp, fyrir atkvæðagreiðsluna á Sambandsþinginu þann 29nk., þegar greitt verða atkvæði um aðra björgun Grikklands. En, mjög verulegrar andstöðu við þá áætlun hefur gætt á Sambandsþinginu, m.a. innan eigin raða hjá Merkel. 
  • Það auðvitað bætir ekki úr skák, að deila er milli svokallaðs þríeykis og grísku ríkisstj. um það, hver akkúrat hallinn á gríska ríkinu verður í ár, og því hve mikinn viðbótar niðurskurð þarf að framkv. - miðað við þær áætlanir sem áður voru fyrirliggjandi.
  • Þríeykið fór frá Grikklandi í fússi um daginn, og gaf stjv. Grikklands 10. daga til að bæta ráð sitt. Það má vera að gríska ríkisstj. sé að gefa eftir - en í gær kom fram yfirlísing þess efnis, að ríkisstarfsmönnum verði fækkað um 20%.
  • Hótunin er að Grikkland fái enga peninga í þessum mánuði! Sem mun ekki þíða gjaldþrot - í þessum mánuði, því Grikkland þarf ekki að borga neina stóra reikninga akkúrat núna. Þetta er þó fyrri björgunaráætlun sem er þarna í vandræðum, sú seinni á enn eftir að komast til framkv.



Niðurstaða

Það má reikna með spennuástandi áfram á Evrusvæðinu. En þjóðþing aðildarríkja þess munu nú í þessum mánuði taka fyrir stór mál: aðra björgun Grikklands og nýjar reglur um björgunarsjóð Evrusvæðis.

Samhliða þessu kraumar áfram krýsan tengd Ítalíu og Spáni, en Seðlabanki Evrópu er enn að kaupa þeirra skuldabréf til að halda niðri vaxtakröfu. Á meðan er þrýst á stjv. beggja ríkja, að framkv. róttækar aðgerðir.

Í gær samþykkti spænska þingið með yfirnæfandi meirihluta að breyta stjórnarskrá landsins, setja inn ákvæði sem skipa á um að regla um hámarksfjárlagahalla verði að vera til staðar. En það veikir það ákvæði, að til stendur að almenn lög ákveði akkúrat hvert það hámark á að vera. Sem líklega dregur verulega úr trúverðugleika þeirrar breytingar. Síðan er eiginlegi vandi Spánar ekki endilega fjárlagahallinn - heldur staða bankakerfisins. En þ.e. hrun innan þess, sem fjárfestar óttast mest. Og þá er lykilatriðið - hagvöxtur. Strangar niðurskurðaraðgerðir, geta þvert á móti aukið ótta fjárfesta - ef þær framkalla viðsnúning yfir í samdrátt í spænska hagkerfinu. En stofnanir ESB eru að þrýsta Spáni til að framkv. sem hraðastann niðurskurð.

Á Ítalíu í gær, var samþykkt ný niðurskurðaráætlun. En einnig þar er of mikil áherla á niðurskurð sbr. áherslu á hagvöxt. En þ.e. skortur á hagvexti sem fjárfestar hafa meiri áhyggjur af, því hagvöxtur er lykiratriðið um það hvort skuldastaða Ítalíu er sjálfbær eða ekki. Ekki fjárlagahalli Ítalíu til skamms tíma. Einnig á við, að stofnanir ESB eru að þrísta á Ítalíu að framkv. sem hraðastann niðurskurð.

Þetta sýnir hve stofnunum ESB gengur ílla að skilja akkúrat hvað fjárfestar óttast einna helst.

En þær virðast ekkert hafa lært af gjaldþroti Írlands, Portúgals og Grikklands. Í öllum tilvikum, var þessi mikli þrýstingur á 11. stundar niðurskurð. Og í öllum tilvikum, var hnýfurinn settur á loft af viðkomandi ríkisstj. En, þessi leið virkaði ekki.

Málið er - að hagvöxtur hefur meir að segja um getu hagkerfis til að standa undir skuldum! 

Og þ.e. merkilegt hve áherslan á hagvaxtarhvetjandi aðgerðir hefur verið sára - sára lítil, af hálfu stofnana ESB. 

 

Kv.


Seðlabanki Sviss, verðfellir svissneska frankann, í aðgerð sem margir telja munu hvetja til gjaldmiðlastríðs!

Sannarlega felur aðgerð Seðlabanka Sviss í sér, að CH-Frankinn, er tengdur við evru. Sumir grunnhyggnir einstaklingar, munu sjálfsagt segja að þetta sýni tiltrú Seðlabanka Sviss á evrunni.
  • Málið er að svissneski frankinn var kominn upp undir 1,5 gagnvart evru, og nýja tengingin er við gengið 1,2.

Svo aðgerðin inniber mjög verulega gengisfellingu frankans, gagnvart evru - og síðan segir Seðlabanki Sviss munu verja þetta nýja gengi, ef með þarf, með ótakmarkaðri prentun á svissn. franka.

  • Með þessu setur Seðlabanki Sviss, sinn orðstýr undir - leggur hann að veði! 
  • Í reynd leggur hann allt undir!

Ástæðan, er auðvitað efnahagslegs eðlis, að útflutningur Sviss til Evrópu var farinn að skaðast verulega, og útlitið hagvaxtarlega farið að dökkna ískyggilega. Líklega, er því þessi aðgerð einkum framkv. fyrir tilstuðlan, atvinnulífs Sviss - en áhættan er þó umtalsverð.

  • En klárt er, aðgerðin inniber það veðmál Svissara, að evran muni lifa af - að evrukrýsan muni ekki versna með dramatískum hætti - frekar! 
  • Svissn. Seðlabankinn, er ekki það stór í reynd, gjaldmiðilssvæði þeirra með það mikla dýpt - að raunverulega sé unnt að verja þetta nýja gengi, hvað sem á dynur!

Swiss Open New Round in Currency War

Switzerland's offensive in the foreign exchange wars could backfire spectacularly

Switzerland abandons floating exchange rate in dramatic 'currency war' twist

Bold move by central bank seen as high risk

Sjá tilkynningu Seðlabanka Sviss: Introduction of a minimum Swiss franc exchange rate against the euro

"International developments, however, have now caused the Swiss franc to appreciate a great deal within a short period of time. This has resulted in a massive overvaluation of our national currency. Switzerland is a small and very open economy. Every second franc is earned abroad. A massive overvaluation carries the risk of a recession as well as deflationary developments." 

"The Swiss National Bank is therefore aiming for a substantial and sustained weakening of the Swiss franc. With immediate effect, it will no longer tolerate a EUR/CHF exchange rate below one Swiss franc twenty. The SNB will enforce this minimum rate with the utmost determination. It is prepared to purchase foreign exchange in unlimited quantities. Even at a rate of one Swiss franc twenty per euro, our currency is still at a high level. It should continue to weaken over time. If the economic outlook and deflationary risks demand it, the SNB will take further measures."

 

Gjaldmiðlastríð?

Þarna er Seðlabanki Sviss, að færa aftur klukkuna í gengishringstiganum við evru, til ársins 2006. Það er, áður en kreppa hefst í Evrópu - löngu áður en nokkur hafði heyrt eða dreymt um evrukrýsu.

  • Skv. heimspressunni, er þetta einhver róttækasta aðgerð sem nokkur hefur heyrt um, í því augnamiði að halda niðri gengi eigin gjaldmiðils.
  • Nokkur fj. fréttaskýrenda óttast að, þetta sé forsmekkur þess framundan, þ.e. seðlabankar ríkja sem fjármagn hefur verið að leita til, í leit að öryggi, t.d. japans, fari einnig að grípa inn - og prenta sína gjaldmiðla.
  • Menn óttast með öðrum orðum "competitive devaluation" eða með öðrum orðum, að stjórnendur seðlabanka heimsins farí í allsherjar seðlaprentunaræði, með öðrum orðum gjaldmiðastríð.

Það sem gerist þá, er að verðbólga fer af stað, því fjármagnið leitar í hráefni - málma sbr. "commodities" svo, afleiðingin verður "de facto" verðfall seðlagjaldmiðla gagnvart raun-verðmætum.

Hið minnsta þeirra gjaldmiðla - sem þátt taka í prentunaræðinu.

Óttinn er að röðin verði gjaldmiðlastríð - síðan þegar það virkar ekki nægilega vel vegna þess að allir eru að prenta samtímis, endurkoma viðskiptahafta!

En gjaldmiðlsstríð og samkeppni í prentun, mun orsaka mjög hraða lífskjarskerðingu - í þeim löndum sem þátt taka í þeim leik.

Sennilega eru lífskjör í Evrópu og Bandaríkjunum - - ósjálfbær!

 

Niðurstaða

Gjaldmiðlastríð framundan? Ég veit það ekki, þó sannarlega séu vísbendingar uppi að það sé möguleiki. En hitt er vísst, að Svisslendingar eiga þetta ekki skilið. Kreppan, er búin til utan þeirra landamæra. Þeir eru leiksoppar aðstæðna, sem aðrir hafa skapað. Þannig er þetta því miður - oft!

Við hér á Íslandi verðum áhorfendur - - en við munum ekki eiga þess annars úrkosti, en að láta þessar kostnaðarhækkanir ganga yfir okkur. 

Verðbólgan sem kemur að utan mun dynja yfir okkur líka - vegna þess, að við getum ekki hætt að selja okkar vörur til nágranna landanna, sem þíðir að svo lengi sem það ástand ríkir, verðum við að lækka okkar lífskjör samtímis því sem þær það gera.

Við erum samt að því leiti í öfundsverðri stöðu - að hér er nægann mat að hafa. Engin ástæða fyrir hungri - þannig að svo lengi sem við pössum upp á þær grunnauðlyndir, þ.e. landið sem fæðir okkur og hafið í kring; þá koma lífskjör okkar aftur til baka fyrir rest, því þjóðirnar í kring verða ekkert endalaust í kreppu. En hún verður þó líklega löng!

Úr þessu tel ég fjarskalega ólíklegt, að nýrri kreppu verði forðað. Evran mun hrynja "one way or other" þ.e. í gegnum verðfellingu með peningaprentun eða með eiginlegu hruni. 

Báðar útkomur innibera mikla lífskjaraskerðingu í Evrópu! Önnur tekur einfaldlega mun skemmri tíma að framkalla það ástand. En heildarútkoman er ekkert endilega hvað það varðar verri, þó evran lifi en þá í ástandi mjög verulegrar verðbólgu.

Það er valið - verðbólga "de facto" gengisfelling eða hrun!

Hvort sú enn verri niðurstaða fram komi - að heimsviðskiptakerfið brotni niður; það þarf ekki endilega að eiga sér stað! En sannarlega hugsanlegt!

 

Kv.


Skuldatryggingaálag Ítalíu, fór síðdegis í 452 punkta! Síðustu dagar Evrunnar nú að koma?

Málið er að 450 er mikilvægur þröskuldur, því að LCH.Clearnet Group - LCH.Clearnet - Wikipedia er markaðsþjónustu fyrirtæki sbr. "clearing house" sem sér um allt að því helming færsla þegar viðskipti eiga sér stað á evrópskum kauphöllum.

  • Málið er að þetta fyrirtæki - sem í gegnum stærð - hefur mikil áhrif, hefur starfsreglu.

Ef skuldatrygginga-álag fer yfir 450 punkta, þá krefst LCH Clearnet aukinnar áhættu-þóknunar "increased margin" - sjá yfirlísingu fyrirtækisins: Management of Sovereign Credit Risk for RepoClear Service - sjá netleitarniðurstöður:  LCH Clearnet 450

Einmitt vegna þess hve LCH Clearnet sér um hátt hlutfall viðskipta í Evrópu - sem þessi regla hefur mikið að segja, gerir ofangreindann atburð - stórann:

  • Það sem þetta þýðir - að kostnaður þess aðila sem nýtir þessi tilteknu bréf í viðskiptum - í þessu tilviki bréf Ítalíu, eykst!
  • Í öllum fyrri tilvikum er þetta átti sér stað, leiddi það til snöggrar umtalsverðrar hækkunar, ávöxtunarkröfu fyrir skuldabréf sem fengu á sig þetta áhættuálag, sbr. þegar bréf Írlands og Portúgal, fóru yfir þennan þröskuld.
  • Þaðan í frá - var leið viðkomandi landa hröð til gjaldþrots.

Á þessari stundu liggur ekki fyrir neitt frá LCH Clearnet - kannski verða verð lægri á morgun, en ef ekki - miðað við fyrri skipti - reglur LCH liggja fyrir - þá á LCH ekki valkost annann en að fara eins að og áður!

Ég hef ekki enn séð nokkra frétt um þetta mál á vefjölmiðli eða erlendum fjölmiðli - svo þið lásuð fréttina fyrst frá mér :)

Sjáum hvort þetta reynist vera skúbb!

En ef svo er - mun LCH Clearnet senda frá sér tilkynningu á morgun eða í vikunni, fer eftir því hve lengi þeir vilja sjá - hvort markaðir eru ákveðnir í núverandi verðum. En ef þetta er þróun sem klárt er ekki að snúa strax til baka. Þá verður vart lengi að bíða eftir þeirri tilkynningu!

 

Verðfall á mörkuðum í Evrópu: Myndin hægra megin sýnir þróun gullverðs þ.s. af er ári!

  • "FTSE 100 index London...ended the day down 3.58pc"
  • " CAC 40 in Paris closed down 4.73pc"
  • "Frankfurt's DAX 30 fell 5.28pc"
  • "FTSE Mib in Milan shed 2.83pc"
  • "Spain's Ibex index also fell 2.1pc.

Gull er komið í: 1.900,18$.

Ekki langt frá hámarkinu síðast, 1.913,50$.

Menn eru farnir að fylgjast einnig með verði á platínu, en verð á því rauk í dag upp í: 1.888$.

Ekki langt frá gullverði per troy únsu!

 

Niðurstaða

Ef það er svo, að CDS Ítalíu helst í 450 + eitthvað, á morgun. Þá mun markaðurinn fljótt átta sig á því hverskonar söguleg tímamót það eru, miðað við það að reglur LCH Clearnet eru vel þekktar af aðilum á markaði, enda sér það um cirka helming allra færsla þegar viðskipti eiga sér stað í evrópskum - kauphöllum.

Þá sýnist mér miðað við reynslu fyrri skipta - að við taki hröð atburðarás, þ.s. Ítalía sigli þá sömu leið, sem Portúgal og Írland áður gerðu. Nema nú eru afleiðingar miklu mun stærri.

Atburðarásin virðist við það að taka flugið.

Spurning hvort þetta reynist vera skúbb hjá mér :)

 

PS: Lesið þessa grein: Berlin Lays Groundwork for a Two-Speed Europe

Elíta Evrópu ætlar sér ekki að gefast upp baráttulaust!

 

 

Kv.


Yfirmaður AGS, í viðtali, hvetur til tafarlausra samræmdra aðgerða ríkja heims til að forða heiminum frá nýrri kreppu!

Það er eiginlega orðið algerlega ljóst, að þegar loks yfirmaður AGS kemur fram og notar orðið kreppa, að þá sé í reynd full ástæða til að óttast að hlutir séu raunverulega að stefna í þá átt. En AGS hefur frekar en hitt verið klappstýra ríku ríkjanna í heiminum. Þannig, að mér finnst ólíklegt að AGS íkji ástandið - - fremur hitt.

  • Svo það sé frekar þannig - að aðilar innan AGS, séu orðnir logandi hræddir!
  • Ég er einmitt á því að ástandið sé orðið "scary"!

 

Hin yfirvofandi kreppa

Sjá viðtal: 'There Has Been a Clear Crisis of Confidence'

Lagarde: "At the International Monetary Fund, we see that there has been, particularly over the summer, a clear crisis of confidence that has seriously aggravated the situation. Measures need to be taken to ensure that this vicious circle is broken."

Spiegel: "What does that circle look like?"

Lagarde: "It is a combination of slow growth coming out of the financial crisis and heavy sovereign debt. Both fuel serious concerns about the capital and the strength of banks, notably when they hold significant volumes of sovereign bonds. Should banks experience further difficulties, further countries will be stricken. We have to break this cycle."

Spiegel: "Is the world on the brink of a renewed recession?"

Lagarde: "We are in a situation where we can still avoid it. The spectrum of policies available to the various governments and central banks is narrower because a lot of the ammunition was used in 2009. But if the various governments, international institutions and central banks work together, we'll avoid the recession."

  • Til þess að forðast kreppu - - > þarf samdræmdar aðgerðir helstu seðlabanka heims og ríkja heims.
  • Heimurinn stendur á gjábarmi - - > hengiflugið blasir við!

Ég tek alveg undir þ.s. Lagarde segir - á endanum getur hún ekki verið mjög grimm við umbjóðendur sína - sem eftir allt saman eru þau sömu ríku ríki sem eiga AGS.

Svo, sérstaklega á seinni hluta viðtalsins - tónar hún töluvert niður. Þegar talið berst að, akkúrat hvað það er sem ríkin geta gert - og leitast við að setja smá jákvætt spinn á þetta.

En vandinn er, að Evrópa eina ferðina enn - er hugmyndafræðilega á allt - allt öðrum stað.

Þar er verið að tala um að bæta við samdráttaraðgerðum - - skuldabremsa skv. þýskum þrístingi.

Á meðan AGS talar um, að forðast að spara of harkalega í nálægri framtíð - - miða frekar við svokallað "medium term" eða næstu 2-4 ár.

En málið er, að Evrópa er á mjög hraðri niðurleið. Á þeim tíma sem Seðlabanki Evrópu hefur einungis gefið til kynna, að frekari hækkunum vaxta skuli slegið á frest. Þarf þvert á móti að lækka þá þegar í 0.

En PMI mælingar sem sýna stöðu pantana hjá helstu fyrirtækjum, benda til samdráttar í iðnframleiðslu í ágúst og september. Ef sama þróun heldur áfram í október einnig. Getur 3. ársfjórðungur jafnvel þá endað í mínus.

En eina ferðina enn, laggar evrópa á eftir. Enn er Framkvæmdastjórnin að heimta - frekari niðurskurð útgjalda, þ.e. samdráttar-aðgerðir. Og, fyrstu viðbrögð hennar hafa verið, að þegar dregur úr vexti - að heimta enn frekari samdrátt útgjalda.

En krafa Framkvæmdastjórnarinnar er að ríkin nái niður halla í 3% fyrir árslok 2013. Þarna er ákveðið "discontinuity" milli aðila. 

Hver stofnunin í sínu horni - bara að passa sitt - - enginn að því er virðist að passa upp á heildarmyndina.

 

Vandinn er í Evrópu - að allar áætlanir um viðsnúning skuldavanda, reikna með þolanlegum hagvexti!

Þetta bendir Wolfgang Münchau á í: The worst of the euro crisis is yet to come

Takið eftir að Münchau er gamall Evrusinni, sem hefur snúið við blaðinu. Er Evrópusinni, sem vill ekki sjá Evrópu lenda í stóru lestarslysi, en getur ekki séð annað en að hlutir stefni í þá átt.

Enn telur hann eins og Lagarde mögulegt að bægja hættunni frá - með samræmdum aðgerðum.

  • Kannski - - en til þess að samræmdar aðgerðir séu mögulegar.
  • Þarf einnig samræmdann skilning - og samræmdann vilja.

Hvort tveggja virðist vanta - þ.e. alveg sama hve mikið stjórnendur Evrópu hafa hreyft sig, þá hefur vandinn alltaf verið einu til tveim skrefum á undan.

Svo virðist enn vera - ég er orðinn mjög skeptískur á að málum verði bjargað.

Ég reikna því með stórslysi -- þó ég enn vonist eftir kraftaverki.

 

Niðurstaða

Því miður sé ég ekki að ákall Lagarde, forstjóra AGS, um sameignlegt átak sé líklegt til að nást fram. En sameiginlegt átaks krefst sameiginlegs skilnings - að auki sameiginleg vilja. En, eins að auki, einhver þarf að taka að sér að stýra aðgerðum.

Síðast þ.e. 2008 var það Bernanke og Federal Reserve. En pólitískt landslag í Bandaríkjunum er gerbreytt nú, og Bernanke bundinn í báða skó, sbr. ummæli eins talsmanns Repúblikana að QR3 væri "treason".

Afstaða seðlabankanna á síðasta fundi nýverið, var að Obama þyrfti að gera eitthvað. En, stutt er í ræðu "policy speech" man ekki hvaða dag, en rámar í þessa viku janfvel næstu helgi.

Svo er það ein spennan enn. Það er, hvað gerir Hæsti-Réttur Þýskalands? En hann er með í skoðun kæru og mun úrskurða, hvort björgungaraðgerðir til handa Grikkandi, standist þýsku stjórnarskrána þann 7/9 nk. Það getur reynst vera stór jarðsjálfti - ef hann dæmir þær aðgerðir ólöglegar skv. þýskri stj.skrá þannig þáttöku Þýskalands í þeim aðgerðum, eða, setur mjög erfið skilyrði. En reiknað er víst fremur með skilyrðum, sem muni þrengja enn að ríkisstj. Merkel í þeirri vinnu, að leiða Evrópu út úr vandaum, með björgunar pakka aðferðinni.

Sjá: A Evans-Pritchard - German endgame for EMU draws ever nearer

 

Kv.


Verður messy gjaldþrot Grikklands - innan næstu 2-ja mánaða?

Það er nefnilega stórt drama í uppsiglingu út af Grikklandi. Þegar nýr björgunarpakki var samþykktur af ríkisstjórnum aðildarlanda Evrusvæðis, var gengið frá því að endurskoðanir varðandi Grikkland myndu héðan í frá verða 3. hvern mánuð. Það þíddi í þessu tilviki, að endurskoðun fer fram nú í byrjun september, í stað þess að eiga sér stað 3. mánuði héðan í frá.

Þetta er mjög áhugaverð tímasetning hjá leiðtogum Evrusvæðis, því samtímis í júlí er þeir tóku ákvörðunina, gáfu þeir þjóðþingum - embættismönnum, frý. Það er, ágúst hefur verið eitt allsherjar sumarfrý - að loknu erfiðu verki.

Myndin er af Evangelos Venizelos fjármálaráðherra Grikklands!

  • Þetta þýðir, að þegar þjóðþingin koma nú saman flest hver í næstu viku, er enn ekki búið að staðfesta hina nýju björgunaráætlun fyrir Grikkland!
  • Það er ekki heldur búið að staðfesta, þær breytingar sem ákveðið var að innleiða á björgunarsjóð Evrusvæðis, en honum á að veita fleiri hlutverk en áður. 
  • En á sama tíma - fer fram nýtt Grikklandsdrama. Svona, skemmtilegt krydd inn í umræðuna á þjóðþingunum, að hafa ferska Grikklandskrýsu - þegar einmitt er verið að ræða hvort á að staðfesta nýjann björgunarpakka - þann sem samþykktur var í sumar. 
  • Leiðtogar Evrusvæðis eru góðir í tímasetningum :)

---------------------------Fréttir

FT.com: Lenders suspend Greek bail-out talks

WSJ.com: Talks on Greek Bailout Are Stalled

Telegraph: IMF talks with Greece stall over deficit-reduction schedule

Reuters: UPDATE 4-Greece, EU/IMF talks on hold, at odds over deficit

Reuters: UPDATE 1-German FDP calls delay in Greek talks blow to euro

Reuters: Finland stands firm on demand for Greek collateral

Reuters: Euro bond would get weakest member's rating: S&P : ""If the euro bond is structured like this and we have public criteria out there then the answer is very simple. If we have a euro bond where Germany guarantees 27 percent, France 20 and Greece 2 percent then the rating of the euro bond would be CC, which is the rating of Greece," he said."

Bloomberg: IMF Said to Oppose Push for Greek Collateral

 

---------------------------Fréttir

Vandamálin hrannast upp varðandi Grikkland!

Grunnástæða þess að endurskoðun Grikklands er í vanda, er sú og reyndar alveg eins og síðast þ.e. í júní, að efnahagssamdráttur í Grikklandi er meiri en væntingar voru um.

Þetta er reyndar sama leikritið aftur og aftur og aftur - ég skil ekki hve ílla gengur að áætla, líklega framvindu Grikklands. En fram að þessu eiga áætlanir sem miðað hefur verið við það allar sameiginlegar að hafa ekki staðist. Í öllum tilvikum verið meiri samdráttur.

  • Þetta skapar nýtt fjárlagagat - sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum!
  • Reyndar vill þríeykið þ.e. sérfræðingar AGS, Seðlab. Evr. og Framkv.stj. meina, að aukinn halli sé einnig vegna þess, að grísk stjv. eina ferðina enn, séu ekki að standa sig.

Reuters:"The government and its international lenders said on Thursday that Greece would miss this year's budget deficit target, but they disagreed on how big the slippage would be." - "An official close to the inspectors said the 2011 budget deficit will be at least 8.6 percent of GDP compared to a target of 7.6 percent. Athens estimates the deficit at 8.1-8.2 percent of GDP, said a government official, adding that the troika believes only a quarter of the budget deviation is due to the recession." - "Venizelos declined to make a deficit projection and said Greece was not considering introducing extra austerity measures." - "Finance Minister Evangelos Venizelos said the talks would resume on Sept 14,..."These 10 days are absolutely essential both for us and the (EU/IMF/ECB) troika in order to work on the data on a technical level and prepare the tables on which the draft budget will be based," he told a news conference."

FT: “How can you expect the Bundestag to vote through a second bail-out for Greece when it isn’t meeting the promises made in the first package?” said one European official."

WSJ:""I expect a hard default definitely before March, maybe this year, and it could come with this program review," said a senior IMF economist who is keeping close tabs on the situation. "The chances for a second program are slim."" - "Finance Minister Evangelos Venizelos told a news conference on Friday that the talks hadn't broken down. But he said Greece must avoid taking further measures that would worsen the country's deepening recession, putting his position at odds with that of the troika." - "Venizelos "What is important for us is to restrain the recession, not to overstep and make things worse," he told reporters.

Það er erfitt að ráða í þetta: En þarna eru vísbendinga um að þreyta sé komin í stjórnendur Grikklands, gagnvart stöðugum kröfum um frekari og enn frekari niðurskurð. 

  • Aðilar virðast ósammaála um stærð hallans á útgjöldum gríska ríkisins.
  • Aðilar virðast ósammála um grunnástæður - grísk stjv. kenna um samdrætti sem auðvitað minnkar skatttekjur gríska ríkisins, meðan þríeykið, vill meina að grísk stjv. hafi ekki innleitt allar þær niðurskurðaraðgerðir, sem þau hafa áður samþykkt að framkvæma.

Miðað við svör  Venizelos, getur verið kominn upp á yfirborðið einbeitt andstaða gegn frekari niðurskurði - en á hinn bóginn getur einnig verið að svör hans feli í sér blöff.

En þetta er klárt vatn á myllu andstæðinga nýs björgunarplans til handa Grikkjum, á þjóðþingum annarra aðildarlanda - þ.s. í september mun verða leitast við að ná fram staðfestingu þjóðþinga á samkomulaginu um aðra björgun Grikklands.

Reuters: "Christian Lindner, general secretary of the Free Democrats, (FDP) junior coalition partners in Chancellor Angela Merkel's centre-right government,..." - ""The breakdown of talks between the Troika and Greece is a blow to the stability of the euro," - "Referring to Greece's failure to meet deficit targets set in exchange for a second bailout package, Lindner said Athens was shirking responsibilities to which it had agreed." - ""This is not about non-binding statements of intent, but contractually secured reciprocity for the emergency loans," he said. "We insist these agreements are observed."

Frjálsir Demókratar, samstarfsflokkur hægri flokks Merkelar, hefur verið í fararbroddi andstöðu á Sambandsþinginu, við björgunaráætlun til handa Grikklandi. En slíkrar andstöðu gætir einnig innan flokks Merkelar, og er hluti þingmanna hennar sjálfrar búinn að mynda andstöðuhóp.

Það virðist því líklegt - að Merkel neyðist til að skjóta á frest staðfestingu Þýskalands, á samkomulaginu um aðra björgun Grikklands. Þar til einhverskonar lending hefur orðið um, endurskoðun þá sem nú fer í hönd um núgildandi-björgunarpakka Grikklands þann er samþykktur var í fyrra. En þeirri endurskoðun á að lykta með greiðslu, þess lánshluta sem Grikkland á að fá nú í september. 

  • Svipuð ákvörðun er líkleg til að eiga sér stað, á fleiri þjóðþingum.
  • Þannig að spenna muni nú hlaðast upp - gagnvart Grikklandi. 
  • "Spekulation" um hrun - vaxa dag frá degi í september, þar til einhverskonar lending verður eða verður ekki. 
  • Eina sem unnt er að gera er að fylgjast með fréttum! 

 

Deilan um veð-kröfu Finna

Reuters: "finland's finance minister..." - ""Our standpoint has not changed. We join the Greece package if we get collateral," Jutta Urpilainen told reporters on the sidelines of a parliament meeting."

Bloomberg: "The International Monetary Fund opposes European plans to force Greece to put up collateral in its second rescue..." - "The use of collateral, a concession to win Finland’s backing for 109 billion euros ($155 billion) of loans pledged by euro leaders in July, would deny the IMF priority creditor status and violate Greek bondholders’ rights, said the people, who declined to be named because the talks are in progress."

Skv. fréttum áður fram komnum, er verið að ræða einhvers konar veðbanda lausn. En Finnar heimta veð og segjast ekki munu staðfesta samkomulagið um aðra björgun Grikklands, nema þeir fái einhvers konar veð eða tryggingu frá Grikkjum. Skv. samkomulagi v. Grikki, sem hefur verið dregið til baka - áttu Finnar að fá 20% af upphæð láns sem veð. En í dag, virðist að verið sé að ræða um annarskonar veð aðferð - einkum í því formi að grískar ríkiseignir verði notaðar sem veð.

En, þá vandast málið, að flestar bestu eignirnar stendur til að selja - vegna kröfu um að Grikkir nái fram 50ma.€ með eignasölu. Og, til að ná fram þeirri upphæð með sölu - er klárt að selja verður eignir að nafnvirði vel yfir 50ma.€ evra - vegna þess að við núverandi ástand eru verð mun lakari en ella.

Góð spurning - hvort unnt sé að finna nægileg veð! En nú stendur til að bjóða öllum sem það vilja - veð.

Þannig - að ef allt fer á versta veg, geta mál endað þannig, að nánast allar eigur gríska ríkisins komist í eigu útlendinga. Hvað svo sem þeir gera síðan við þær eignir.

Eins og ég upplifi þetta - - þá voma þjóðir Evrópu yfir hræinu á Grikklandi, eins og hrægammar.

En ef ekki tekst að ná samkomulagi í tengslum við deiluna um veð - þá er ekki útlit fyrir að björgunarpakkinn verði staðfestur eftir allt saman!

Þá stendur Grikkland frammi fyrir mjög raunverulegu messy greiðsluþroti fyrir árslok a.m.k.

 

Niðurstaða

Björgunaráætlun Grikkland virðist í mjög miklum vandræðum. Ef núverandi endurskoðun fer út um þúfur a.m.k. verður Grikkland ekki greiðsluþrota í september. En, það getur gerst mánuðinn eftir og alveg pottþétt fyrir áramót. En ef endurskoðunin fer út um þúfur - er mjög líklega engin leið að fá t.d. sambandsþingið þýska til að staðfesta aðra björgun Grikklands. Á hinn bóginn, getur deilan um veð- eða áhyrgðarkröfu Finna einnig rústað björgunaráætluninni. Enda segjast Finnar munu neita að staðfesta aðra björgun, ef þeir fá ekki þau veð eða tryggingu sem þeir krefjast. Á sama tíma hafa fleiri ríki óskað eftir því sama. Svo, mjög góð spurning er hvort unnt er að mæta þeim kröfum. Hvort það sé yfirleitt hægt.

Ég held að ég sé ekki að mála skrattann á vegginn með því að segja, að líkur þess að Grikkland verði "messy" greiðsluþrota fyrir lok þessa árs séu verulegar og vaxandi. 

Ef svo verður, kemur það svo ofan í annann vanda - vegna minnskandi hagvaxtar í Evrópu og vaxandi vanda landa eins og Ítalíu og Spánar.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort evran lifir af árið eða ekki. Ég er í dag sterkt efins um að hún hafi það árið út.

 

Kv.


Stærstu bankar Bandaríkjanna - kærðir!

Þetta er mjög áhugaverð frétt. En eftirfarandi bankar hafa verið kærðir: Bank of America Corp. (BAC), Citigroup Inc. (C), JPMorgan Chase & Co. (JPM) and Barclays Plc (BARC). Að auki stendur til að kæra eftirfarandi erlenda banka - Nomura Holdings Ltd., HSBC Holdings Plc (HSBA) and Credit Suisse Group AG. (CSGN).

 

Hver stendur fyrir þessu?

Barclays, BofA, JPMorgan Sued by FHFA

Federal Housing Finance Agency (FHFA) : Þetta er sjálfstæð stofnun á vegum alríkisins, stofnuð 2008 eftir að fjármálakrýsan var hafin í Bandaríkjunum, sem hluti af lagabótum til að bæta eftirlit og styrkja regluramma utan um húsnæðislán.

Það er þessi stofnun, sem er búin að lýsa yfir stríði við marga af stærstu bönkum heims!

Málið snýst um hrun 2-ja stórra húsnæðislánasjóða - og meint hlutverk viðkomandi banka í því hruni.

Federal National Mortgage Association (FNMA) eða Fanny Mae

Federal Hone Loan Mortgage Corporation (FHMC) eða Freddy Mac

Þessar 2-hálfopinberu og hálf einkastofnanir, urðu gjaldþrota þegar bandar. "sub prime" krísan stóð sem hæst, og voru yfirtekin af hinni nýstofnuðu FHFA. Ein stærstu inngrip sögunnar í bandar. fjármálamarkaðinn fram að þessu: Federal takeover of Fannie Mae and Freddie Mac

 

Hver er ásökunin?

"The FHFA has been demanding refunds from banks for loans sold to Fannie Mae and Freddie Mac that were based on false or missing information about borrowers and properties." - "The agency said in today’s filings that Fannie Mae and Freddie Mac bought $6 billion in securities from Bank of America; $24.8 billion from Merrill Lynch & Co., which Bank of America bought; and $3.5 billion from Citigroup." - "The FHFA sued UBS AG, Switzerland’s biggest bank, in July over $4.5 billion in residential mortgage-backed securities sold to Fannie Mae and Freddie Mac, claiming it misstated the risks of the investments."

Þetta eru gríðarlega áhugaverðar kærur - - reyndar sprengiefni sannkallað.

  • En ef þær standast - dómur fellur FHFA í hag,
  • getur það haft mikil áhrif á fleiri aðila, en mikið - mikið fleiri aðilar en Freddy Mac og Fanny Mae urðu fyrir tjóni - þegar keyptar afleiður sem innihéldu neytendapökkuð lán, reyndust mun minna virði - en eigandi reiknaði með skv. upphaflegu kaupverði.
  • Ef það stenst - að aðilar sem seldur slíkar afleiður, er síðar reyndust mun minna virði en söluvirði - þurfi að greiða þeim sem þeir seldu skaðabætur fyrir það tjón.
  • Þá getur opnast sannkallað Pandóru-box!

Það er ekki einungis að fjölmargir aðilar í Bandaríkjunum sjálfum hafi orðið fyrir tjóni - sem nærri því velti fjármálakerfi Bandaríkjanna um koll.

Heldur dreifðist það tjón út um allann heim! Og nærri velti einnig um koll fjármálakerfi Evrópu.

Að auki, stunduðu fjármálastofnanir það að selja sambærilega vafninga í flr. löndum, sem síðar meir einnig verðféllu mjög verulega.

Auðvitað - á þessari stundu, hafa kærur verið sendar út. Málarekstur hefst sennilega ekki alveg strax. Lögfræðingar munu fyrst spila sinn vanalega leik - gá hvort þeir fá kærum vísað frá o.s.frv. 

En þ.e. alveg hugsanlegt að málarekstur fari af stað í vetur.

Þessar fréttir ofan á slæmar efnahagsfréttir - urðu til þess að bréf féllu í kauphöllum víða um heim.

Sjá: U.S. Stocks Fall - Europe's Markets Slump - Viðtal: El-Erian on Aug. Jobs Report, Economic Outlook

Slæmar efnahagsfréttir: U.S Employment Stagnated in August

 

Niðurstaða

Bandaríska alríkið hefur höfðað mál gegn mörgum af stærstu bönkum heims. Þetta er mál, sem getur átt eftir að valda miklu róti. En það gæti haft mjög áhugaverðar afleiðingar fyrir fjármálakerfið - ef FHFA stofnun bandar. alríkisins, vinnur fullann sigur.

Þá myndi sennilega fara af stað holskefla sambærilegra dómsmála víða. Hlutabréf banka í kjölfarið myndu sökkva eins og steinar.

Spurning hvernig það mun víxlverka við núverandi krísu í Evrópu - efnahagsvanda í Bandaríkjunum. 

Spurning hvort þetta er þúfan sem veltir fjármálakerfinu!

 

Kv.


Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, mun sá taka fylgi af Samfylkingu! Gambíttur SDG virðist vera að ganga upp!

Skoðun mín á því, hvert Guðmundur Steingrímsson mun sækja sitt fylgi, alveg frá því hann tilkynnti um úrsögn úr Framsóknarflokknum, og að auki þá sömu viku nokkrir Evrópusinnaðir Framsóknarmenn einnig kusu að yfirgefa flokkinn - - hefur verið sú að hann muni taka fylgi frá Samfylkingu!

Málið er, að innan Samfylkingar er fullt af hundóánægðu fólki, sem er óánægt með ríkisstjórnarsamstarfið - með stefnu ríkisstjórnarinnar í landsmálum, og yfirleitt það hve langt til vinstri stjórnarsamstarfið virðist vera að toga Samfylkingu.

  • Fram að þessu, hefur ekki verið til staðar neinn flokkur fyrir óánægða Samfylkingarliða - að snúa sér til.
  • Ef þeir vilja refsa Samfylkingu fyrir ákvarðanir sem teknar hafa verið í stjórnarsamstarfinu, sem sannarlega hafa haft á sér umtalsverða vinstri slagsíðu.
  • En eitt vilja Samfylkingarliðar alls - alls ekki gera, þ.e. að svíkja lit í ESB aðildarmálinu.
  • Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, þá allt í einu verða óánægðir Samfylkingarliðar komnir með valkost, flokk sem þeir geta kosið án þess að svíkja lit í ESB málinu.
  • Guðmundur Steingrímsson, getur þannig fengið til sín - megnið af óánægðum Samfylkingarliðum.
  • Svo mikil hreyfing getur verið yfir til hans, að Guðmundur Steingrímsson, getur verið næsta öruggur með að komast á þing - jafnvel.
  • Framboð hans, getur því skapað fremur skemmtilega spennu innan stjórnarsamstarfsins, þegar allt í einu stjórnendum Samfylkingar verður ljóst - að Guðmundur Steingrímsson, er í reynd þeirra hættulegasti andstæðingur :)
  • Að hann er, að framkalla mjög verulegann fylgislegann kostnað - af stjórnarsamstarfinu við VG.
  • Spurning hvort framboð Guðmundar - myndi jafnvel sprengja stjórnarsamstarfið - - > En það hlýtur að skapa mikla spennu, vegna þess að ráðherrar Samfylkingar, munu þurfa að keyra af mun meiri krafti á þau mál -- sem VG hefur verið að stöðva eða hindra.
  • En á sama tíma, mun Samfylking vera desperat í því - að halda út nægilega lengi, til að hún geti borið aðildarsamning fram fyrir þjóðina!

Ef af framboði Guðmundar Steingrímssonar verður, þá yrði virkilega gaman að vera fluga á vegg - þegar ráðherrar Samfylkingar eru að ræða sín á milli, og þegar ríkisstjórnarfundir eiga sér stað :)


Gambíttur Sigmundar Davíðs með Framsóknarflokkinn virðist ganga upp!

Eins og kom fram í frétt RÚV: Fylgi Vinstri-grænna minnkar

  • "17% styðja Framsóknarflokkinn,
  • tæp 36% styðja Sjálfstæðisflokkinn,
  • um 3% styðja Hreyfinguna og
  • 22% styðja Samfylkinguna.
  • Fylgi Vinstri grænna mælist nú 14%.
  • Loks segjast níu prósent myndu styðja önnur framboð."

Ég held að þessi niðurstaða hljóti að vera nokkur vonbrigði fyrir þá Evrópusinna, sem sögðu sig úr Framsóknarflokknum, í sömu viku og Guðmundur Steingrímsson tilkynnti um úrsögn sína.

En þetta kemur mér ekkert á óvart - ég sagði strax að úrsögn þeirra myndi engin áhrif hafa!

Hvernig stendur á því?

  • Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér - af hverju Framóknarflokkurinn hefur fylgislega í könnunum staðið að mestu í stað.
  • Mig grunar nú, að ástæðan sé sú að visst gegnumstreymi hafi verið í gangi -
  1. Fylgi Framsóknarflokksins hafi verið að styrkjast meðal andstæðinga ESB aðildar.
  2. Meðan þeir sem vilja ESB aðild, hafa samtímis verið að yfirgefa flokkinn.
  • Þetta sé skýring þess, af hverju fylgið hefur ekki aukist!
  • Sé einnig skýring þess - af hverju brotthvarf nokkurra þekktra fylgismanna ESB aðildar, hafði engin áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, nú!

Einfaldlega - aðildarsinnaðir kjósendur voru þegar farnir!

Flokkurinn hafi færst til í hinu pólitíska litrófi!

Það hafi haldist svo vel í hendur - að flokkurinn hafi hvorki stækkað né minnkað!

 

Niðurstaða

Guðmundur Steingrímsson, getur verið á leið í að verða hættulegasti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. Ég spái því, að áður en yfir líkur - muni einlægir Samfylkingarsinnar bölva hans nafni í hæstu hæðir.

En, því fleiri aðildarsinnaðir flokkar verða stofnaðir - því meiri verður samkeppnin um fylgi aðildarsinna, og því meir mun það fylgi dreifast. Aðildarsinnaðir flokkar geta endað sem kraðak af smáflokkum - ef allir þeir aðildarsinnaðir flokkar, sem látið hafa líklega -- láta slag standa að bjóða fram.

----------------------------

Veðmál Framsóknarflokksins í dag, er klárt að spurningin um aðild - muni verja flokkinn fylgislega gagnvart ásælni líklegra nýrra framboða. En flest þeirra virðast stefna í að verða aðildarsinnuð. Ekki nema hugsanlega framboð Lilju, verður andaðildasinnað - og það mun taka fylgi fyrst og fremst af VG.

Líklegast - ef Samfylking nær því að leggja samning fyrir, þá mun það gerast mjög nærri Alþingiskosningum eða jafnvel, að báðar kosningarnar munu fara fram samtímis.

Þjóðin verður algerlega þá klofin í tvær fylkingar - með eða móti. Það verði óhugsandi fyrir and-aðildarsinnaðann kjósanda, að kjósa nokkurn aðildarsinnaðann flokk. Og öfugt.

Í dag er stuðningur við "and-aðild" mun meiri en við "með-aðild". Svo önnur púlían er klárt stærri. Hvort svo mun vera áfram, mun ráðast af því hvað gerist í Evrópu - ekki síst í efnahagsmálum.

----------------------------------------

Í því samhengi bendi ég á gögn sem fram komu í gær - þ.e. "Purchasing Manager's Index" eða PMI. En það dæmi mælir útistandandi pantanir - og skv. myndinni að neðan er útlitið ekki gott. Tölur innan við 50 þíðir samdrátt. PMI fyrir iðnframleiðslu.

Debt crisis: live

  • "Most PMIs are heading to 50 or below, which means contraction.
  • French PMI has contracted from 49.3 to 49.1;
  • while Italy's PMI has shrunk from 50.1 to 47, and
  • Germany's drops from 52 to 50.9.
  • In the eurozone as a whole, manufacturing PMI fell from 49.7 to 49, first time in two years."
Þessar tölur benda til þess að í september verði samdráttur í iðnframleiðslu í sömu löndum, sem hafa PMI innan við 50. Það boðar ekki gott fyrir framhaldið hagvaxtarlega innan Evrópu í haust.

Ég lít á þetta sem vísbendingu um það - á hvaða leið mál innan Evrópu eru.

En miðað við þetta - verður hagvöxtur í haust mjög nærri "0" og neikvæður ekki - alls ekki, ólíklegur.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 847264

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband