Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, mun sá taka fylgi af Samfylkingu! Gambíttur SDG virðist vera að ganga upp!

Skoðun mín á því, hvert Guðmundur Steingrímsson mun sækja sitt fylgi, alveg frá því hann tilkynnti um úrsögn úr Framsóknarflokknum, og að auki þá sömu viku nokkrir Evrópusinnaðir Framsóknarmenn einnig kusu að yfirgefa flokkinn - - hefur verið sú að hann muni taka fylgi frá Samfylkingu!

Málið er, að innan Samfylkingar er fullt af hundóánægðu fólki, sem er óánægt með ríkisstjórnarsamstarfið - með stefnu ríkisstjórnarinnar í landsmálum, og yfirleitt það hve langt til vinstri stjórnarsamstarfið virðist vera að toga Samfylkingu.

  • Fram að þessu, hefur ekki verið til staðar neinn flokkur fyrir óánægða Samfylkingarliða - að snúa sér til.
  • Ef þeir vilja refsa Samfylkingu fyrir ákvarðanir sem teknar hafa verið í stjórnarsamstarfinu, sem sannarlega hafa haft á sér umtalsverða vinstri slagsíðu.
  • En eitt vilja Samfylkingarliðar alls - alls ekki gera, þ.e. að svíkja lit í ESB aðildarmálinu.
  • Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, þá allt í einu verða óánægðir Samfylkingarliðar komnir með valkost, flokk sem þeir geta kosið án þess að svíkja lit í ESB málinu.
  • Guðmundur Steingrímsson, getur þannig fengið til sín - megnið af óánægðum Samfylkingarliðum.
  • Svo mikil hreyfing getur verið yfir til hans, að Guðmundur Steingrímsson, getur verið næsta öruggur með að komast á þing - jafnvel.
  • Framboð hans, getur því skapað fremur skemmtilega spennu innan stjórnarsamstarfsins, þegar allt í einu stjórnendum Samfylkingar verður ljóst - að Guðmundur Steingrímsson, er í reynd þeirra hættulegasti andstæðingur :)
  • Að hann er, að framkalla mjög verulegann fylgislegann kostnað - af stjórnarsamstarfinu við VG.
  • Spurning hvort framboð Guðmundar - myndi jafnvel sprengja stjórnarsamstarfið - - > En það hlýtur að skapa mikla spennu, vegna þess að ráðherrar Samfylkingar, munu þurfa að keyra af mun meiri krafti á þau mál -- sem VG hefur verið að stöðva eða hindra.
  • En á sama tíma, mun Samfylking vera desperat í því - að halda út nægilega lengi, til að hún geti borið aðildarsamning fram fyrir þjóðina!

Ef af framboði Guðmundar Steingrímssonar verður, þá yrði virkilega gaman að vera fluga á vegg - þegar ráðherrar Samfylkingar eru að ræða sín á milli, og þegar ríkisstjórnarfundir eiga sér stað :)


Gambíttur Sigmundar Davíðs með Framsóknarflokkinn virðist ganga upp!

Eins og kom fram í frétt RÚV: Fylgi Vinstri-grænna minnkar

  • "17% styðja Framsóknarflokkinn,
  • tæp 36% styðja Sjálfstæðisflokkinn,
  • um 3% styðja Hreyfinguna og
  • 22% styðja Samfylkinguna.
  • Fylgi Vinstri grænna mælist nú 14%.
  • Loks segjast níu prósent myndu styðja önnur framboð."

Ég held að þessi niðurstaða hljóti að vera nokkur vonbrigði fyrir þá Evrópusinna, sem sögðu sig úr Framsóknarflokknum, í sömu viku og Guðmundur Steingrímsson tilkynnti um úrsögn sína.

En þetta kemur mér ekkert á óvart - ég sagði strax að úrsögn þeirra myndi engin áhrif hafa!

Hvernig stendur á því?

  • Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér - af hverju Framóknarflokkurinn hefur fylgislega í könnunum staðið að mestu í stað.
  • Mig grunar nú, að ástæðan sé sú að visst gegnumstreymi hafi verið í gangi -
  1. Fylgi Framsóknarflokksins hafi verið að styrkjast meðal andstæðinga ESB aðildar.
  2. Meðan þeir sem vilja ESB aðild, hafa samtímis verið að yfirgefa flokkinn.
  • Þetta sé skýring þess, af hverju fylgið hefur ekki aukist!
  • Sé einnig skýring þess - af hverju brotthvarf nokkurra þekktra fylgismanna ESB aðildar, hafði engin áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, nú!

Einfaldlega - aðildarsinnaðir kjósendur voru þegar farnir!

Flokkurinn hafi færst til í hinu pólitíska litrófi!

Það hafi haldist svo vel í hendur - að flokkurinn hafi hvorki stækkað né minnkað!

 

Niðurstaða

Guðmundur Steingrímsson, getur verið á leið í að verða hættulegasti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. Ég spái því, að áður en yfir líkur - muni einlægir Samfylkingarsinnar bölva hans nafni í hæstu hæðir.

En, því fleiri aðildarsinnaðir flokkar verða stofnaðir - því meiri verður samkeppnin um fylgi aðildarsinna, og því meir mun það fylgi dreifast. Aðildarsinnaðir flokkar geta endað sem kraðak af smáflokkum - ef allir þeir aðildarsinnaðir flokkar, sem látið hafa líklega -- láta slag standa að bjóða fram.

----------------------------

Veðmál Framsóknarflokksins í dag, er klárt að spurningin um aðild - muni verja flokkinn fylgislega gagnvart ásælni líklegra nýrra framboða. En flest þeirra virðast stefna í að verða aðildarsinnuð. Ekki nema hugsanlega framboð Lilju, verður andaðildasinnað - og það mun taka fylgi fyrst og fremst af VG.

Líklegast - ef Samfylking nær því að leggja samning fyrir, þá mun það gerast mjög nærri Alþingiskosningum eða jafnvel, að báðar kosningarnar munu fara fram samtímis.

Þjóðin verður algerlega þá klofin í tvær fylkingar - með eða móti. Það verði óhugsandi fyrir and-aðildarsinnaðann kjósanda, að kjósa nokkurn aðildarsinnaðann flokk. Og öfugt.

Í dag er stuðningur við "and-aðild" mun meiri en við "með-aðild". Svo önnur púlían er klárt stærri. Hvort svo mun vera áfram, mun ráðast af því hvað gerist í Evrópu - ekki síst í efnahagsmálum.

----------------------------------------

Í því samhengi bendi ég á gögn sem fram komu í gær - þ.e. "Purchasing Manager's Index" eða PMI. En það dæmi mælir útistandandi pantanir - og skv. myndinni að neðan er útlitið ekki gott. Tölur innan við 50 þíðir samdrátt. PMI fyrir iðnframleiðslu.

Debt crisis: live

  • "Most PMIs are heading to 50 or below, which means contraction.
  • French PMI has contracted from 49.3 to 49.1;
  • while Italy's PMI has shrunk from 50.1 to 47, and
  • Germany's drops from 52 to 50.9.
  • In the eurozone as a whole, manufacturing PMI fell from 49.7 to 49, first time in two years."
Þessar tölur benda til þess að í september verði samdráttur í iðnframleiðslu í sömu löndum, sem hafa PMI innan við 50. Það boðar ekki gott fyrir framhaldið hagvaxtarlega innan Evrópu í haust.

Ég lít á þetta sem vísbendingu um það - á hvaða leið mál innan Evrópu eru.

En miðað við þetta - verður hagvöxtur í haust mjög nærri "0" og neikvæður ekki - alls ekki, ólíklegur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Úrsögn Guðmundar hefur áhrif á fleiri flokka en Framsókn og Samfylkingu. Mest verða áhrifin vissulega innan Samfylkingar, þ.e. ef Guðmundur stofnar nýjan flokk, en þó má búast við töluverðum áhrifum á VG. Þau munu verða óháð því hvort Guðmundur stofni flokk eða ekki.

Framsókn hefur duflað við ESB um nokkurt skeið og því margir framsóknamenn ekki fundið sig í flokknum. Þeirra eina skjól fyrir sitt atkvæði hefur því verið VG. Við útgöngu Guðmundar og fleiri aðildarsinna úr Framsókn, varð tímabær hreinsun innan flokksins. Því geta gamlir stuðningsmenn flokksins komið með sitt atkvæði aftur til hans.

Gunnar Heiðarsson, 2.9.2011 kl. 09:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fann þetta yfirlit á netinu. Sýnir stöðu markaða sbr. v. upphaf árs vs. stöðuna v. upphaf dags í dag, sést vel hvar mesta verðfallið hefur orðið:

UK: FTSE 100 ............................ -9.6pc
US: Dow ...................................... -0.7pc
US: S&P500 ................................. -4.3pc
US: Nasdaq .................................. -4pc
Japan: Nikkei ............................... -12.5pc
Hong Kong: Hang Seng ................ -12.2pc
Australia: ASX/S&P 200 ............. -10.6pc
Germany: DAX ............................. -18.8pc
France: CAC ................................ -15.7pc
Spain: Ibex ................................. -12.6pc
Italy: MIB .................................... -23.5pc
India: Sensex .............................. -18pc
Brazil: Bovespa ............................... -16pc

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2011 kl. 10:45

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tek annars undir það að - sennilega munu einhverjir sem kusu VG síðast leita nú yfir til Framsóknarfl, þegar and aðildar afstaða flokksins hefur öðlast aukinn trúverðugleika.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband