Munu BRIC lönd aðstoða evrusvæði?

Svokölluð BRIC lönd munu funda um næstu helgi og málefnið efst á dagskrá - fjármálakrýsan í Evrópu. En ímis lönd Evrópu - sérstaklega Ítalía og Frakkland, virðast hafa verið að lobbía við ríkisstjórnir BRIC, um að hefja stórfelld kaup á evrópskum ríkis-skuldabréfa-útgáfum, til að styrkja evrusvæðið.

BRIC klúbburinn inniheldur eftirfarandi ríki:

  • Brasilíu,
  • Indland,
  • Kína, og
  • Rússland.

"Finance ministers from the BRIC group - Brazil, Russia, India and China - will meet this week in Washington to discuss the possibility of investment in troubled euro zone sovereign bonds..." - "Between them, the four fast-growing economies have a combined $4.3 trillion in hard cash reserves, three quarters of it held by China."

 

  • Það er óhætt að segja - að fall Evrópu er mikið!
  • En nú virðist leitað logandi ljósi - að aðstoð, frá fjársterkum aðilum erlendis.
  • Að Seðlabanki Evrópu - falist með þeim hætti eftir aðstoð, er skýr viðurkenning þess - að verkefnið er vaxið Seðlabanka Evrópu upp fyrir höfuð.
  • Núna virðist sem, að leitað sé eftir einhvers konar - hnattrænni björgun!
  • Evrópskir sendimenn - ganga nú milli ríkja, með betlistafinn við hönd!

 

Dálkahöfundur Wall Street Journal, Paul Hannon, telur að evrópskir sendimenn í betlileiðöngrum - ættu með réttu að ganga með hauspoka:

Paul Hannon: Help From Brics Shows Europe's Slide to Irrelevance

"And if the euro zone were a person, that person would be stuck in a permanent cringe. Not only has the currency area managed to place its banking system in jeopardy, many of its people on the brink of ruin and several of its members on the road to default, but it has placed the global economy in danger." - "But the fact that the Brics are now in a position to lend a helping hand has to be a wake up call for Europeans. The long slide towards irrelevance has been going on for far too long."

 

Fyrstu vísbendingar fyrir fund BRIC eru ekki mjög jákvæðar!

Brazil Says Europe Must 'Save Itself

Guido Mantega, fjármálaráðherra: ""Europe has to save itself because it has the tools to resolve the sovereign debt problem of Greece and other countries and the problem of bank weakness," - "If they don't, the emerging countries... will have little to do because the central issues aren't resolved," Mr. Mantega said."

Þetta hljómar ekki mjög ólíkt því sem æðsti ráðamaður Kína sagði nýlega!

Wen sets preconditions to help Europe 

Wen Jiabao, forseti Kína: “Countries should fulfil their responsibilities and put their own houses in order,” - en skv. grein þá gerði forseti Kína skilmerkilega grein fyrir þeirri afstöðu kínv. stjv. að Kína gæti ekki bjargað Evrópu frá sjálfri sér.

Að auki, nefndi hann kröfur sem Kínv. hafa lengi haldið fram gagnvart Evrópu - að fá viðurkenningur Evrópu fyrir því að vera "markaðs hagkerfi". 

En þetta er skilgreining innan Heims-viðskipta-stofnunarinnar, þá þarf Evrópa að veita Kína sama aðgang, og öðrum löndum, sem eru viðurkennd - sem fyrsta klassa markaðs hagkerfi.

Evrópa hefur verið treg til þess, því án þeirrar viðurkenningar þá eru meiri hindranir til staðar - fyrir kínv. aðila sem vilja eiga viðskipti innan Evrópu eða fjárfesta þar.

Á sama tíma, nefnir Forseti Kína þetta atriði - sem hugsanlegt verð fyrir veitta aðstoð!

 

  • Punkturinn er, að með yfirlýsingu Guido Mantega, virðist að Brasilíumenn séu að samræma viðhorf sín gagnvart Evrópu, að viðhorfum kínv. stjv.  
  • Það gefur ekki miklar vonir um að BRIC löndin, muni koma fram með eitthvert stórt útspil, rétt fyrir G20 fundinn um helgina. En fundur BRIC er haldinn rétt á undan.
  • Þetta er samt áhugavert sjónarspil!
  1. En Brasilía varð nær gjaldþrota á 9. áratugnum.
  2. Rússland raunverulega var greiðsluþrota 1998.
  3. Ekki nema eftir 1979 sem efnahagslegur uppgangur Kína hefst, og landið byrjar að lyfta sér úr sárri fátækt.
  4. Indland, hefur verið að lyfta sér úr fátækt af krafti allra síðustu ár - þ.e. frá 10. áratugnum.

Þjóðir sem sjálfar hafa efnahags-erfiðleika í frekar fersku minni!

Eru líklega ekki sérdeilis líklegar, til að fyllast samúð yfir efnahagslegum óförum Evrópu, sem koma í kjölfar sukkáratugsins mikla - þ.e. sl. áratugar!

 

Fyrir neðan eru 2 mjög fínar skýringamyndir frá "Der Spiegel" - Mynd1 - Mynd2

Graphic: Interest rates on 10-year government bonds

Efri myndin sýnir áhrif evrunnar - þ.e hvernig um hríð markaðurinn leit á öll löndin sem eins örugg og Þýskaland. Sem gerði löndum innan Evrusvæðis, sem áður höfðu haft lélegt lánstraust, það mögulegt að slá miklu stærri lán en áður.

En að auki, sýnir þetta einnig, hvaða áhrif Evrukrýsan hefur haft á sýn markaðarins á lánstraust.

Það sem þetta segir - - er að meint jákvæð áhrif evrunnar á lánstraust, eru horfin!

  • Nú hafa aðildarþjóðir Evru - ekki lengur meira lánstraust en þær höfðu fyrir evruaðild. 
  • Hugmyndir Evrusinna um bætt lánstraust Ísl. með evruaðild, virðast úreltar.

 

Það var reyndar aldrei rökrétt ástæða að ætla að ríki yrði traustara við það eitt að ganga inn í evruna, heldur virðist sem að fjárfestar hafi talið að ríkjum yrði aldrei heimilað að verða gjaldþrota.

Það virðist hafa verið talið skv. þeirri forsendu, að eins og nú hefur komið í ljós, að markaðinum var þegar ljóst að gjaldþrot hefði mjög neikvæð hliðaráhrif. 

Þannig, að kerfið innibæri loforð þess efnis, að ríkjum yrði alltaf hjálpað - þó svo að ein meginreglan frá byrjun hafi verið "no bailout".

Þeir virðast hafa ályktað samt - að ríkisgjaldþrot yrðu ekki heimiluð, því þau væru svo hættuleg. Nú er aftur á móti búið að leiða það fram, að "no bailout" reglan var ekki dauður bókstafur. Því eins og komið hefur í ljós, þá er vilji og geta aðildarríkjanna, til þess að verja svokallaða skussa - takmörkuð.

Graphic: Steadily climbing bond yields.

Seinni myndin segir einnig - mjög áhugaverða sögu!

  • Bakgrunnurinn sýnir kaup Seðlabanka Evrópu á skuldabréfum aðildarríkja Evru í vandræðum.
  • Sjáið hve aukningin í eign Seðlabanka Evrópu í formi bréfa landa í vandræðum, hefur verið hröð síðan hann hóf kaup á bréfum Ítalíu og Spánar í ágúst.
  • Takið að auki eftir ferlum ríkjanna!
  • Sjáið t.d. bláa ferilinn, sem er Grikkland, en þá lækkar ávöxtunarkrafan á bréfin skarpt um leið og kaup Seðlabankans hefjast, en svo hækka þau aftur smám saman.
  • Sjáið einnig sömu þróun, í dæmum Portúgals og Írlands.
  • Sjáið svo að lokum, að sama þróunin virðist í gangi í dag, þegar ferlar Spánar og Ítalíu eru skoðaðir.
  • Það er, alveg eins og í fyrri skipin, sé ávöxtunarkrafan aftur á uppleið.

 

Niðurstaða

Það verður að segja það eins og er - að auðmýking Evrópu er mikil. Lönd sem um hríð töldu sig fyrirmynd heimsins, um það hvernig ætti að hafa hlutina. Og þ.e. ekki nema örstutt síðan, að það fór að slá fölleika á það dramb, aðila innan Evrópu. Eru nú, svo bersýnilega á leið niður í efnahagslega niðurlægingu, að heimurinn allur er farinn að fyllast skelfingu.

En hrun verður sama og heimskreppa!

PS: Lesið þetta. En það er ótrúlega margt líkt greinilega með hegðan breskra og ísl. evru- og ESB-sinna. Það er eins og að lesa spegilmynd, að þeirra málflutningi hér:

The great euro swindle

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband