Forseti Stjórnlagadómstóls Þýskalands, áréttar að ríkisstjórn Þýskalands, sé ekki heimilt að færa frekara vald til að skuldbinda þýsku þjóðina, yfir á stofnanir á vegum ESB eða aðildarríkja þess, án stjórnarskrárbreytinga!!

Í raun er, Andreas Vosskuhle, forseti Stjórnlagadómstóls Þýskalands, að minna kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, á það hvað nýlegur úrskurður stjórnlagadómstólsins þíðir - þ.e. að valdið til að skuldbinda þýsku þjóðina, sé hjá Sambandsþingi Þýskalands!

  • Tilfærsla frekara valds til stofnana í Brussel, verði ekki gert án breytinga á þýsku stjórnarskránni, sem muni krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu!
  • Þýska þjóðin, verði að fá að taka málið í sínar hendur!

Sjá einnig fyrri umfjöllun mína: Það virðist að Stjórnlagadómstóllinn Þýski, hafi í reynd bannað Evrubréf!

 

Andreas Vosskuhle:

"The sovereignty of the German state is inviolate and anchored in perpetuity by basic law. It may not be abandoned by the legislature (even with its powers to amend the constitution)," - "There is little leeway left for giving up core powers to the EU. If one wants to go beyond this limit – which might be politically legitimate and desirable – then Germany must give itself a new constitution. A referendum would be necessary. This cannot be done without the people,"

Þetta er áhugavert - vegna þess, að nú eru uppi hugmyndir um að skuldsetja björgunarsjóð evrusvæðis! Nú virðist eiga redda hlutum með reyk og hillingum!

  • Í raun, að láta hann ábyrgjast mikið mun hærri upphæð, eða allt af 5-falt hærri, en til stendur að leggja sjóðnum til!
  • En aðildarríkin, bera ábyrgð á sjóðnum, eiga því í reynd skuldbindinguna.
  • Þessa dagana standa einmitt yfir umræður á þýska sambandsþinginu, um tillögu Merkel þess efnis að þingið staðfesti samkomulag fjármálaráðherra Evrusvæðis frá því í júlí sl. - sem víkkar umtalsvert út hlutverk sjóðsins.
  • Meirihluti þingsins, hefur lagt mikla áherslu á, að Þýskaland sé ekki tilbúið til að leggja fram meira fé.
  • Það vekur því víst litla kátínu, að ríkisstj. sé að semja v. Frakka, o.flr., og embættismenn í Brussel; um að auka þá skuldbindingu 5-falt, án þess að þingið fái nokkurt um það að segja.
  • Ég skil Vosskuhle þannig, að hann sé að árrétta fyrir Merkel, að úrskurður Stjórnlagadómstólsins, í reynd banni ríkisstjórninni - að afsala með slíkum hætti, réttinum til þess að skuldbinda þýsku þjóðina, til stofnunar utan Þýskalands.
  • Rétturinn hafi í reynd sagt, að nú sé mælirinn fullur - frekari yfirfærsla valds - krefjist breytinga á þýsku stjórnarskránni.
  • Álit hans, hlýtur að hreyfa við þingmönnum Sambandsþingsins.
  • Það verður áhugavert - mjög svo - að fylgjast með viðbrögðum Angelu Merkel, er hún strögglar við að koma samkomulaginu frá því í sumar, í gegn.
  • En, ef það tekst ekki, er málið algerlega dautt!
  • Spurning hvort hún neyðist til að slá þessa nýjustu hugmynd, þ.e. um skuldbindingu björgunarsjóðsins, af borðinu.
  • En ef hún gerir það - - verður ekki neitt eftir, nema massíf peningaprentun.
  • En hún getur verið til þess, neydd!

Sjá: German turmoil over EU bail-outs as top judge calls for referendum

 

Niðurstaða

Þýski Stjórnlagadómstóllinn, virðist hafa tekið - varðstöðu með lýðræðinu, rétt þýsku þjóðarinnar og þings hennar, til þess að ráða því hvenær og hvernig, þýska þjóðin er hlaðin skuldbindingum.

Hvaða áhrif þetta hefur á tilraunir þær sem uppi eru, til að bjarga evrunni frá falli, kemur í ljós.

En, mér sýnist afstaða Stjórnlagadómstólsins þýska, klárt flækja málið. 

En ég sé ekki, að kanslarinn geti hundsað hana!

En þ.e. mjög snúið að breyta stjórnarskrá Þýskalands, þ.e. öll Löndin þurfa að samþykkja, þing þeirra einnig, síðan almenn atkvæðagreiðsla þjóðarinnar allrar, auðvitað staðfesting Sambandsþingsins.

Ekki framkvæmanlegt með - hraði!

Fylgjast frekar með fréttum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, hvernig eru hlutföllin í mannfjölda milli sterku ríkjanna í norður Evrópu og óreiðuríkjann í suður Evrópu, getur verið að þjóðverjar séu orðnir smeykir um að þeir geti misst tökin og suður Evrópu ríkin geti náð yfirhöndinni í ESB og gert einhverja efnahagslega óskunda?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þjóðverjar hafa tapað tveimur styrjöldum og munu tapa þessari líka :)))))

Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.9.2011 kl. 22:46

3 identicon

Það er vonandi að Angela Merkel sé ekki jafn daufblind og Íslensk stjórnvöld sem fara sínu fram sama hvað stendur í Stjórnarskránni eða hvað Alþingi hefur samþykkt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 23:04

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mjög fróðlegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.9.2011 kl. 01:42

5 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir skynsamlegar og fróðlegar upplýsinga. Svipaðar skoðanir virðist forseti vor hafa ganvart sinni þjóð en vekur litlar vinsældir hjá "vinstri velferðarstjóninni" , sem nú situr við völd - eiginlega verður forsetinn að bjóða sig fram eitt kjötímabil í viðbót - og fylgja eftir stefnu sinni.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 27.9.2011 kl. 04:45

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján - ég er ekki alveg klár á nákvæmum hlutföllum. Að auki er spurning, að hvaða marki einstaka meðlimir - sérstaklega "Executive board", eru undir áhrifum ríkisstjórna þeirra landa, þeirra ríkisborgari viðkomandi er? En mig grunar sterklega að lykilatriði geti reynst vera afstaða Frakka, á hvaða tímapunkti þeir taka afstöðu með Ítalíu og Spáni. Enn sem komið er, virðast Frakkar líta svo á, að það þjóni þeirra hagsmunum að standa með þýsku ríkisst. En þetta getur breyst skyndilega, en bankakerfið franska virðist standa á brauðfótum. Sterkur orðrómur uppi um, að franska ríkisstj. sé stödd nærri þeirrri ákvörðun, að taka helstu banka Frakkl. yfir - sem myndi auka nokkuð harkalega skuldir ríkisstj. Frakkl, sem v. upphaf árs voru v. 82% af þjóðarframl. þ.e. ríkisskuldir. Miðað við engann hagvöxt á 2. ársfj., myndi staða Frakkl. líta mjög ílla út - ef skuldir ríkisins aukast snarlega í 100% eða rúml. 100%, hafandi í huga að Frakkl. er með halla að auki á utanríkisviðskiptum, efnahagsleg kyrrstaða getur mjög auðveldlega snúist yfir í samdrátt. Reyndar er veruleg hætta á einmitt því.

Eina sem ég get ráðlagt er að fylgjast áfram með.

ECB: The Governing Council

ECB: The Executive Board

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2011 kl. 08:45

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur verið Marteinn - en ef svo fer, þá tel ég umtalsverðar líkur á því að Þjóðverjar kjósi að hverfa út úr samstarfinu um evru. Þeir myndu kjósa það frekar, en að búa við þá verðbólgu sem massív peningaprentun mun framkalla, þegar evran verður líkari því sem líran var - - en við erum að tala ekki einungis um peningaprentun til að aðstoða einstök ríki við að fjármagna bankakerfi, heldur að auki til að fjármagna beina aðstoð við einstaka ríkissjóði, svo má ekki gleyma því að þetta er fær leið til að framkalla raunverðfall - sem raunlækkar um leið skuldir einstakra ríkja, bætir þeirra samkeppnisstöðu.

Svo ef af verður, held ég að peningaprentunin verði söguleg að umfangi. Verðbólgan miklu mun meiri, en sumir fréttaskýrendur tala um.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2011 kl. 08:50

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Evrópa kallar á aðstoð til Íslands, aðal sérfræðinga heimsins  í að takast á við og lifa með verðbólgu.-

Eggert Guðmundsson, 27.9.2011 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband