Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Könnun MMR staðfestir að Guðmundur Steingrímsson, er helsti pólitíski andstæðingur Samfylkingar!

Þetta er útkoma sú sem ég er búinn að reikna með allan tímann, alveg síðan ég fyrst heyrði það nefnt að hugsanlegt væri að Guðmundur myndi bjóða upp á nýtt framboð til Alþingis, næst þegar verður kosið.

Sjá fyrri blogg um málið:

25.8.2011 - Guðmundur Steingrímsson - ég skora á þig að stofna þann nýja aðildarsinnaða flokk, sem þig dreymir um!

21.9.2011 - Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. með Besta Flokknum?

Sjá frétt Visi.is: Um 33 prósent segja koma til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar

 

Helstu punktar úr könnun MMR:

  • 33,5% þeirra sem afstöðu taka segja það koma til greina að kjósa flokk Guðmundar Steingrímssonar.
  • 66,5% segja það ekki koma til greina.
  • 36,6% höfuðborgarbúa geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
  • 28,1% landsbyggðarfólks geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
  • 39,4% fólks milli 30-49 ára aldurs, geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
  • 36,1% fólks milli 19-29 ára aldurs, geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
  • 24,2% fólks á milli 50-67 ára aldurs, geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímss.
  • 65,9% Samfylkingarfólks getur hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
  • 47,5% VG-ara geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
  • 17,4% Framsóknarmanna geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.
  • 7,4% Sjálfstæðismanna geta hugsað sér að kjósa Guðmund Steingrímsson.

 

Ekkert af niðurstöðum kemur á óvart!

Það er vitað að stuðningur við aðild er ívið meiri á SA-horninu en annars staðar á landinu. Einnig var þegar vitað, að mestur stuðningur við aðild er í aldurshópnum milli þrítugs og fimmtugs.

Mín tilfinning er að þeir sem segjast geta hugsað sér að kjósa framboð Guðmundar Steingrímssonar, séu nokkurn veginn akkúrat - það hlutfall ísl. kjósenda, sem hallast að aðild að ESB.

Með öðrum orðum, Íslendingar sem hallast að aðild að ESB, upp til hópa lítist vel á Guðmund Steingrímsson, hann höfði til þeirra allra - að einhverju marki.

Ég lít síðan þannig á, að niðurstaðan um stuðning meðal yfirlístra stuðningsmanna núverandi megin stjórnmálaflokka - staðfesti þ.s ég hef hadlið fram. 

En það er:

  1. Að VG sé sá flokkur sem mest sé í hættu - en eins og ég hélt fram síðast er ég fjallaði um málið, þá tel ég VG milli tveggja elda - þ.e. Guðmundur + Besti Flokku höggvi í raðir hans hér á Suðvestur horninu, meðan Framsóknarflokkurinn mun sækja í landsbyggðarfylgi hans. Líkur séu á því - að VG verði því fyrir miklu fylgistjóni næst þegar verður kosið til Alþingis.
  2. Flokkur Guðmundar, verði síðan valkostur fyrir óánægða Samfylkingarliða - sem ég er viss að séu margir hundóánægðir með núverandi ríkisstj. En þeir muni geta kosið Guðmund, vegna þess einmitt að hann og Besti verða aðildasinna-megin. Ég spái skv. niðurstöðu MMR mikilli blóðtöku hjá Samfylkingu - vegna hreyfingar á fylgi yfir til hins nýja framboðs.
  3. Ég lít svo á að könnun MMR staðfesti að framboð Guðmundar Steingrímss. muni hafa óveruleg áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, en 17,4% er ekki nema um 3% af 16% heildarfylgi. Framsóknarflokkurinn muni bæta sér þá blóðtöku ef verður - með því að ræna fylgi af VG. Sennilega gott betur.
  4. Mér sýnist könnunin að auki staðfesta það, að aðildarmálið hefur sára lítið fylgi meðal Sjálfstæðismanna. Þó hugsanlegt sé - að hluti aðildarsinnaðra Sjálfstæðismanna séu einfaldlega ekkert hrifnir af honum Guðmundi. Geti því ekki hugsað sér að kjósa hann, þó aðildarsinni sé hann.


Niðurstaða

Eins og ég sagði í fyrirsögn, þá sýnist mér útlit fyrir að framboð Guðmundar Steingrímssonar verði helsti pólitíski andstæðingur Samfylkingar. En ljóst virðist að þau tvö framboð muni verða í þráðbeinni samkeppni um nokkurn veginn sama fylgi.

Samfylkingin hlítur fljótlega að bregðast við þessari nýju ógn!

En hingað til, hefur Samfylkingin hvatt til stofnunar nýrra aðildarsinnaðra flokka, enda virðist Samfylkingarfólk stórfellt ofmeta fylgi aðildarmálsins - fyrir utan eigin raða.

Þeir hafa haldið að til staðar sé stórfellt ótappað fylgi aðildarsinna, sem kjósa ekki Samfylkingu annaðhvort af einhverri flokkshollustu eða vegna þess, að það vanti meira framboð af aðildarsinnuðum flokkum.

Ég held að niðurstaða MMR, sem ég sá að sjálfsögðu fyrir - og það fyrir margt löngu, komi þeim rækilega á óvart.

En það hlítur að koma að því að Samfylking fer að virkja áróðursmaskínu sína gegn þessari nýju ógn.

Þá verður það ekki lengur sætabrauðsdrengurinn Guðmundur Steingrímsson, sem bloggliðar Samfó tala um - heldur verður farið að leitast við að grafa eitthvað neikvætt upp, gera lítið úr honum, o.s.frv.

Ég held að sjálfstæðissinnar eigi að vera sallarólegir yfir þessari þróun - enda mun sundrung og rígur andstæðinga okkar, vera okkar gróði :)

 

Kv.


Endurfjármögnun evrópskra banka kostar einungis 90ma.€

Þessi lága tala kemur á óvart. En skv. aðvörun AGS frá því í september vantar 200ma.€, svo evrópskir bankar geti tekið á sig líklegt tjón vegna vegna hluta afskrifta skulda Grikklands, og hugsanlega fleiri ríkja. Ekki hefur komið fram, akkúrat hvernig Bankaeftirlit Evrópu komst að þessari niðurstöðu.

EU bank recap could be only €80bn

  • Það sérstaklega áhugavert að AGS segir það kosta 200ma.€ að hífa evr. banka í eiginfjárhlutfall upp á 8%.
  • En nú segir "European Banking Authority - EBA" að 80ma.€ dugi fyrir eiginfjárhlutfalli upp á - tja - 9%.
  • Fj. stórra bankstofnana hafa undanfarið kastað eigin mati á þetta, mat hefur sveiflast frá kringum 160ma.€ upp í 260ma.€.

"Officials said the main reason for the different numbers was the EBA's inclusion of the positive impact on banks' capital position of applying market values to the region's better performing sovereigns, such as Britain and Germany, offsetting the periperal haircuts."

Þessi niðurstaða þíðir víst eftirfarandi:

  1. Þýskir bankar verða knúnir til mun minni endurfjármögnunar - en áður var reiknað með.
  2. Breskir bankar sleppa alveg við þá kvöð.
  • Sjálfsagt má reikna með að stjv. í Bretlandi og Þýskalandi, séu fegin því að sleppa við þ.s. óháðir aðilar, hafa metið sem verulegann kostnað - ekki síst AGS. 

Ábending:

Fram að þessu hafa stress próf sambandsins, skort trúverðugleika.

  1. Það fyrra glataði trúverðugleika er írsku bankarnir hrundu - en þeir stóðust allir það próf.
  2. seinna prófið er nú einnig með hruninn trúverðugleika eftir fall DEXIA bankans - en skv. niðurstöðu þess var DEXIA einn af stöndugri bönkum Evrópu.
  • Eftir að hafa tvisvar feilað svo hraparlega - þá er ljóst að markaðurinn er fyrirfram skeptískur - - og því að auki ljóst að aðgerðir ESB í bankamálum þurfa að ganga fremur en hitt ívið lengra en þarf, með öðrum orðum vera mjög sannfærandi - svo markaðurinn sannfærist yfirleitt.
  • Mér sýnist augljós hætta á því - að markaðurinn muni líta á þessa óvæntu nýju niðurstöðu sem pólitísk "fudge" - þannig að ef aðgerðin verður einungis skv. ofangreindum skala, þá muni hún hafa ákaflega óveruleg jákvæð áhrif á mat markaðarins á stöðu evrópska bankakerfisins.

Ég er einmitt hræddur um, að það sé akkúrat þ.s. hefur átt sér stað - pólitískur þrístingur að tjaldabaki, hafi knúið fram þessa útkomu - einfaldlega vegna þess að valdamiklar ríkisstjórnir, vilja sleppa við þann viðbótar kostnað - sem myndi fylgja endurfjármögnun skv. hugmyndum AGS um það hver þörfin er.

 

Niðurstaða

Tek fram að ég er ekkert viss um það, að það sé hræðileg útkoma - þó svo að það virðist að valdamikil stjv. hafi svínbeygt evrópska bankaeftirlitið - fyrir utan að minnka enn trúverðugleika þess. 

En banka-endurfjármögnun er mjög tvíeggjuð aðgerð. Vegna þess, að ekki er víst að hún myndi skila bættri útkomu heilt yfir litið - þ.s. á móti kemur þá að skuldastaða ríkissjóða þegar í vanda versnar í staðinn á móti, vegna kostnaðarins við bankaendurfjármögnunina.

Það var vafasamt að nettó útkoman hefði verið til bóta.

Spurning hvort þetta sé forsmekkurinn af því - hvernig stóra planið mun líta út?

 

Kv.


Wolfgang Schauble segir að stækka eigi björgunarsjóð evru í 1.000ma.€

Það eru komnar nýjar vísbendingar um frétt Guardian, en í þýsku útgáfu Financial Times hefur fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schauble, sagt að hugmyndir séu á borðinu um stækkun ESFS eða björgunarsjóðs evru í 1.000ma.€.

Fréttir virðast ruglingslegar. Það má vera að annar aðilinn þrýsti á um hærri töluna en Þjóðverjar séu að ræða um lægri töluna.

En skv. óháðum hagfræðingum kostar það 800ma.€ að halda Ítalíu uppi í 3 ár.

Fréttir eru óljósar. En það virðist stefna í að einhvers konar útspil komi raunverulega fram á fundinum um helgina - mín skoðun er reyndar að þessi aðferð sé gagnslaus. En má vera að markaðir muni trúa henni í smá tíma.

-------------------------------------

Stórundarleg frétt dúkkaði upp í Guardian þriðjudagskvöld, þ.s. því er haldið fram að fyrir liggi grunnur að samkomulagi milli Merkel og Sarkozy, um stækkun björgunarsjóðs Evrópu í 2.000ma.€. Þetta er svo undarlegt, vegna þess að einungis Guardian kemur fram með þetta "skúbb" sjá:

France and Germany have reached agreement to boost the eurozone's bail-out fund to €2 trillion (£1.75 trillion)

 

Fréttin lýgi?

Ég stórlega efa að nokkur fótur sé fyrir fréttinni - má vera að þetta sé í samræmi við skjal sem ef til vill Frakkar hafa lagt fram en Þjóðverjar ekki samþykkt; en málið er að Frakkland er orðið "desperat".

En minn grunur er að blaðamanni Guardian hafi verið afhent skjöl af frönskum sendimönnum, getur vel verið að þeir eigi inni greiða hjá einhverjum starfsm. Framkvæmdastj. ESB, enda Frakkar gamlir refir í leynimakki - að þetta sé liður í þrýstingi og áróðursstríði fyrir hinn mikilvæga fund um helgina.

En berið þetta við Merkel sagði í gær: These sovereign debts have built up over decades, so they won’t be ended with one summit,” Merkel told reporters in Berlin late today. While European officials recognize their responsibility to stop the crisis, “this will require tough, long-term work.

Í fyrradag Wolfgang Schaeuble: European governments will not present an ultimate solution for the sovereign debt crisis at an upcoming European Union summit.

Aðstoðarmaður Merkelar í fyrradag, Steffen Seibert: "dreams that are taking hold again now that with this package everything will be solved and everything will be over on Monday won’t be able to be fulfilled.

Takið svo eftir orðum Sarkozy í gær:  "an unprecedented financial crysis will lead us to take important, very important decisions in the coming days" - "Allowing the destruction of the Euro is to take the risk of the destruction of Europe. Those who destroy Europe and the Euro will bear responsibility for resurgence of conflict and division on our continent."

Og orðum fjármálaráðherra Frakklands í gær, François Fillon: "If we don't succeed Europe shall be at a great risk".

Þjóðverjar draga úr - meðan Frakkar hljóma hysterískir.

 

Af hverju er Frakkland desperat?

Moodie's gaf Frakklandi aðvörun á mánudagskvöld:

  1. "Moody's raised the prospect of one of the pillars of the euro zone losing its coveted triple-A status, saying on Monday it could place France on negative outlook in the next three months if the costs for helping to bail out banks and other euro zone members overstretched its budget.
  2. Moody's also cited a downside risk to France's economic growth outlook, which could complicate efforts to cut a budget deficit forecast for 5.7 percent of gross domestic product (GDP) this year—roughly the same level as bailed out Portugal.
  • Fjármálaráðherra Frakklands koma fram í fjölmiðlum í gær, og sagði "AAA" einkunn Frakklands ekki í hættu. 

En hættan er augljós - franska bankakerfið rúml. 4 þjóðarframleiðslur að umfangi, hefur verið mjög fallvalt undanfarið - franskir bankar fá ekki nein skammtímalán lengur - nema út á veð. Mjög nærri það sama ástand og ísl. bankarnir glímdu við síðasta árið áður en þeir hrundu. Þess vegna hafa franskir bankar undanfarið verið að sækja sé neyðarlán til Seðlabanka Evrópu í stórauknum mæli sl. tvo mánuði.

Að auki mældist enginn hagvöxtur í Frakklandi á 2. ársfjórðungi, tölur þess 3. liggja ekki enn fyrir en maður grunar samdrátt - að auki er Frakkland með rúml. 4% per þjóðarframleiðslu viðskiptahalla ennþá 3 árum eftir að kreppa hófst, og að auki verulegann fjármálahalla.

  • Ég sé ekki hvernig Frakkland getur mögulega tekið á sig þær ábyrgðir - sem til þarf, svo björgunarsjóðurinn væri aukinn í 2.000ma.€.
  • Alveg tómt mál að tala um að Þýskaland taki þetta að sér einsamalt.

Ég bendi á ágæta grein: "a leveraged EFSF is pure poison"

En ég sé ekki hvernig í ósköpunum Þýskaland getur mögulega tekið slíkann kaleik að sér - og sjálft viðhaldið eigin lánstrausti.

Ég tek þá afstöðu - þar til annað kemur í ljós, að trúa ekki grein Guardian!

 

Niðurstaða

Skv. nýjustu vísbendingum, virðist að Frétt Guardian hafi ekki verið úr lausu lofti gripin eftir allt saman. Sennilega er það enn í lausu lofti hvaða upphæð Merkel og Sarkozy koma sér saman um.

En ljóst er þó, að ekki stendur til að leggja fram raunverulega nokkurt nýtt fé - ef Þjóðverjar ráða niðurstöðu. Þetta er svona hókus pókus aðgerð - bjóða tryggingu á fyrstu 20%. Sem sagt að ESFS taki á sig fyrstu 20% tjóns - á móti 80% sem þá er áhætta fjárfesta.

Þannig getur núverand upphæð í sjóði - þ.e. sú upphæð sem eftir er, dugað - fræðilega - til að baktryggja allt að 1.000 ma.€. Ef þú miðar við að tryggja bara fyrstu 20%. Þetta er svona leið til að fá eitthvað fyrir ekki neitt.

Orð Wolfgang Schauble benda til þess, að Þjóðverjar enn þverneiti að veita aukið fjármagn til ESFS.

Ef þetta er niðurstaðan - er þetta líklega lokaútspilið. En ég sé ekki líkur á því að þetta virki. Markaðir ef til vill róast í einhverja daga.

En mjög augljósar líkur eru á því að tap fjárfesta verði meira en 20%, mun meira í tilvikum Grikklands og Portúgals - markaðurinn mun sjá þetta reikna ég með þegar samkomulagið verður orðið nokkurra daga gamalt.

 

Kv.


Rifrildið um Pál Magnússon - og Bankasýslu Ríkisins!

Helsta rifrildið á Íslandi þessa dagana er ráðning Páls Magnússonar, sem forstjóra Bankasýslu Ríkisins. Á hann þá væntanlega að taka við af Elínu Jónsdóttur, forstjóra. Það má sannarlega segja að það hafi verið nokkuð hugrökk ákvörðun, að ákveða að ráða fyrrum aðstoðarmann Valgerðar Sverrisdóttur Iðnaðarráðherra, árin 1999-2006.

Hugrökk vegna þess, að einmitt þetta atriði hefur skapað mikla reyðiöldu í þjóðfélaginu - en eins og þekkt er, þá var það einmitt á þessum árum sem alræmd einkavæðing bankanna fór fram - og við þekkjum í dag hvernig þeirri vegferð lauk.

 

Brennimerktir fyrir lífstíð!

  • Í augum fjölmargra Íslendinga eru einstaklingar þeir, sem komu nærri ákvörðunum um þá einkavæðingu - brennimerktir fyrir lífstíð.

Sjá rökstuðning stjórnar Bankasýslu fyrir ráðningu Páls Magnússonar - hér!

Sannarlega er óhætt að segja, að í ljósi þeirrar reiði og sárinda, sem búa undir niðri, hafi það verið ákaflega óskynsöm ákvörðun að ráða Pál Magnússon.

En á hinn bóginn, við lestur rökstuðnings um ráðningu, þá virðist ráðningaferlið hafa verið óvenju vandað - miðað við þ.s. maður hefur heyrt dæmi um frá ríkisgeiranum.

En, það er óhemju mikill skortur á pólitísku nefi - að hafa ekki skynjað hvað að líkindum myndi gerast, að horfa einungis á málið út frá þeim sjónarmiðum sem koma fram í rökstuðningi.

Ég held að óþarfi sé - eins og svo fjölmargir aðrir bloggarar gera þessa dagana, að gera þessum einstaklingum sem sitja í stjórn - upp að hafa verið að taka pólitíska ákvörðun.

Enda er mjög erfitt að rökstyðja að svo sé  - þ.s. einungis einn stjórnarmanna hefur nokkur tengsl meint eða raunveruleg við Framsóknarflokkinn - Þorsteinn Þorsteinsson.

 

Stjórn

Stjórn Bankasýslu ríkisins skipa þau Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur, stjórnarformaður, Sonja María Hreiðarsdóttir, lögmaður, varaformaður, Steinunn Kristín Þórðardóttir, rekstrarhagfræðingur og Jón Sigurðsson, lögmaður, til vara.

Elín Jónsdóttir lögfræðingur er forstjóri Bankasýslu ríkisins.

 

Þeir sem tala um eitthvert Framsóknarplott - eru þá líklega að meina að Þorsteinn Þorsteinsson, einhvern veginn ráði öllu, að þau hin séu eintómar gufur.

  • Til upprifjunar er Bankasýsla stofnuð í tíð núverandi ríkisstjórnar - Steingrímur J. flutti sjálfur frumvarp um stofnun hennar á Alþingi, fékk samþykkt - réð alla stjórnarmenn.
  • Steingrímur J. er sá ráðherra - sem málefnið bankamál heyra undir, þar með Bankasýsla Ríkisins.

Svo þ.e. dálítið furðuleg hugmynd - að þarna sé eitthvert Framsóknarplott. Flokkurinn í stjórnarandstöðu, hefur hvergi nærri þessari stofnun komið.

Þvert á móti sýnir það hve pólitískt eitruð sú ákvörðun reynist vera - að ráða Pál - að sennilega hafa gagnrýnendur rangt fyrir sér; að eitthvert pólitískt plott hafi legið að baki.

Að sennilega sé þetta einmitt eins og rökstuðningur ráðningar Páls sýnir - ákvörðun tekin einfaldlega án nokkurrar hliðsjónar við pólitísk tengsl þeirra einstaklinga er voru undir skoðun - mistök stjórnar Bankasýslu liggi einmitt í því, að hafa einmitt ekki pælt í pólitíkinni - hugleitt sárindin í þjóðfélaginu.

  • Mjög barnalegt af þeim - að hafa ekki velt því fyrir sér.

 

Spurningar til íhugunar?

  • Spurning - hvernig er unnt að útiloka hóp fólks frá opinberum störfum - "einst. sem tengjast hruninu með einum eða öðrum hætti" - þegar þeir liggja sjálfir persónulega ekki undir grun um nokkurt ólöglegt athæfi - hafa ekki verið dæmdir né kærðir?

Fólk svari þessu - en skv. lögum og einnig mannréttindaákvæðum SÞ - er einungis unnt að útiloka fólk frá störfum - skv. sönnuðu lögbroti - - þá þannig að dómur liggi fyrir eða a.m.k. að viðkomandi hafi verið handtekinn, sé í gæsluvarðahaldi eða sæti sakamálarannsókn af einhverju tagi.

  • Ég sé ekki með hvaða hætti er unnt skv. stjórnlögum og lögum, að útiloka tiltekna einstaklinga - án ofangreindra forsenda.
  • Ráðningaskilyrði verða að sjálfsögðu að vera almenn þegar hið opinbera á í hlut.
  • Eina nálgun sem ég sé um ráðningar - ef á að búa til takmarkandi ákvæði - er að skilgreina nánar hæfisskilyrði.
  • Og að auki, hvaða reynsla telst nýtileg - til tekna.
  • Reglur þurfa auðvitað að standast mannréttindaákvæði.
  • Mega ekki fela í sér ólögmæta mismunun skv. þeim ákvæðum.

Þeir einstaklingar, eins og nefndur Páll Magnússon, þeir halda áfram að starfa í þjóðfélaginu, þ.e. alveg klárt að héðan í frá er hann í reynd útilokaður frá nokkru starfi innan ríkisgeirans.

Mér sýnist ljóst að hann hafi öðlast rétt á skaðabótum - en búið var að tilkynna um ráðningu hans.

En augljóst virðist - að hann verður að halda áfram að starfa fyrir sveitarfélög - það verði eina mögulega leið hans til að nýta menntun og þekkingu þá er hann hefur. 

Það er mjög ólíklegt að hann hafi raunverulega ráðið einhverju um söluferli bankanna - enda voru það þeir Davíð og Dóri, er tóku ákvarðanirnar. Meira að segja ráðherra bankamála réð því ekki, hlíddi sínum formanni eins og frægt er.

Páll er í reynd lítill karl í öllu þessu máli - en reiði þjóðarinnar er slík, að Páll er í reynd "ósnertanlegur" þ.e. enginn má koma nærri honum.

 

Niðurstaða

Það sem upphlaupið sýnir kannski einna best, er hve gríðarlega mikil sú reiði er, sem býr hjá þjóðinni. Hún hefur ekki fengið þá lækningu á sinni reiði, að sjá stjórnendur bankanna dæmda. Á sama tíma, upplifir hún ástandið í þjóðfélaginu að mörgu leiti svo að enn ráði í reynd þeir sem settu allt á hliðina. 

Þetta sýnir hve virkilega mikið liggur á - að hraða sem mest rannsókn þeirra mála, sem Sérstakur er með á sinni könnu.

En einungis með því að sjá að einhverjir raunverulega séu dæmdir - er þess nokkur von að menn eins og Páll geti öðlast fyrirgefningu.

Ef enginn verður virkilega dæmdur - þá getur orðið einhverkonar uppreisn.

 

Kv.


Mjög góð greining frá óháðri einkastofnun á vanda evrusvæðis!

Ég hef ákveðið að líma hér inn, greiningu frá STRATFOR, sem er bandarísk einkastofnun sem hefur hóp sérfræðinga á eigin snærum, er hefur þann bissness að greina vandamál út um heim - og selur aðgang. Ef þú hefur keypt aðgang, þá færðu sendar í e-mail greiningar eins og þessa.

Óþarfi að hafa hana óstytta - tek t.d.út formála og nokkur atriði sem eru orðin úrelt í dag í ljósi atburða.

Sjá greiningu www.stratfor.com:--------------------------------------------------------

Germany also faces mathematical constraints. The creation of a transfer union, which has been roundly debated, would regularly shift economic resources from Germany to Greece, the eurozone’s weakest member. The means of such allocations — direct transfers, rolling debt restructurings, managed defaults — are irrelevant. What matters is that such a plan would establish a precedent that could be repeated for Ireland and Portugal — and eventually Italy, Belgium, Spain and France. This puts anything resembling a transfer union out of the question. Covering all the states that would benefit from the transfers would likely cost around 1 trillion euros ($1.3 trillion) annually. Even if this were a political possibility in Germany (and it is not), it is well beyond Germany’s economic capacity.

These limitations leave a narrow window of possibilities for Berlin. What follows is the approximate path STRATFOR sees Germany being forced to follow if the euro is to survive. This is not necessarily Berlin’s explicit plan, but if the eurozone is to avoid mass defaults and dissolution, it appears to be the sole option.

Cutting Greece Loose

...Greece has more than 350 billion euros in outstanding government debt, of which roughly 75 percent is held outside of Greece. It must be assumed that if Greece were cut off financially and ejected from the eurozone, Athens would quickly default on its debts, particularly the foreign-held portions. Because of the nature of the European banking system, this would cripple Europe.

European banks are not like U.S. banks. Whereas the United States’ financial system is a single unified network, the European banking system is sequestered by nationality. And whereas the general dearth of direct, constant threats to the United States has resulted in a fairly hands-off approach to the banking sector, the crowded competition in Europe has often led states to use their banks as tools of policy. Each model has benefits and drawbacks, but in the current eurozone financial crisis the structure of the European system has three critical implications.

  1. First, because banks are regularly used to achieve national and public — as opposed to economic and private — goals, banks are often encouraged or forced to invest in ways that they otherwise would not. For example, during the early months of the eurozone crisis, eurozone governments pressured their banks to purchase prodigious volumes of Greek government debt, thinking that such demand would be sufficient to stave off a crisis. In another example, in order to further unify Spanish society, Madrid forced Spanish banks to treat some 1 million recently naturalized citizens as having prime credit despite their utter lack of credit history. This directly contributed to Spain’s current real estate and constriction crisis. European banks have suffered more from credit binges, carry trading and toxic assets (emanating from home or the United States) than their counterparts in the United States.
  2. Second, banks are far more important to growth and stability in Europe than they are in the United States. Banks — as opposed to stock markets in which foreigners participate — are seen as the trusted supporters of national systems. They are the lifeblood of the European economies, on average supplying more than 70 percent of funding needs for consumers and corporations (for the United States the figure is less than 40 percent).
  3. Third and most importantly, the banks’ crucial role and their politicization mean that in Europe a sovereign debt crisis immediately becomes a banking crisis and a banking crisis immediately becomes a sovereign debt crisis. Ireland is a case in point. Irish state debt was actually extremely low going into the 2008 financial crisis, but the banks’ overindulgence left the Irish government with little choice but to launch a bank bailout — the cost of which in turn required Dublin to seek a eurozone rescue package.

And since European banks are linked by a web of cross-border stock and bond holdings and the interbank market, trouble in one country’s banking sector quickly spreads across borders, in both banks and sovereigns.

  • The 280 billion euros in Greek sovereign debt held outside the country is mostly held within the banking sectors of Portugal, Ireland, Spain and Italy — all of whose state and private banking sectors already face considerable strain.
  • A Greek default would quickly cascade into uncontainable bank failures across these states. (German and particularly French banks are heavily exposed to Spain and Italy.)
  • Even this scenario is somewhat optimistic, since it assumes a Greek eurozone ejection would not damage the 500 billion euros in assets held by the Greek banking sector (which is the single largest holder of Greek government debt).

Making Europe Work Without Greece

Greece needs to be cordoned off so that its failure would not collapse the European financial and monetary structure. Sequestering all foreign-held Greek sovereign debt would cost about 280 billion euros, but there is more exposure than simply that to government bonds. Greece has been in the European Union since 1981. Its companies and banks are integrated into the European whole, and since joining the eurozone in 2001 that integration has been denominated wholly in euros. If Greece is ejected that will all unwind. Add to the sovereign debt stack the cost of protecting against that process and — conservatively — the cost of a Greek firebreak rises to 400 billion euros.

That number, however, only addresses the immediate crisis of Greek default and ejection. The long-term unwinding of Europe’s economic and financial integration with Greece (there will be few Greek banks willing to lend to European entities, and fewer European entities willing to lend to Greece) would trigger a series of financial mini-crises. Additionally, the ejection of a eurozone member state — even one such as Greece, which lied about its statistics in order to qualify for eurozone membership — is sure to rattle European markets to the core. Technically, Greece cannot be ejected against its will. However, since the only thing keeping the Greek economy going right now and the only thing preventing an immediate government default is the ongoing supply of bailout money, this is merely a technical rather than absolute obstacle. If Greece’s credit line is cut off and it does not willingly leave the eurozone, it will become both destitute and without control over its monetary system. If it does leave, at least it will still have monetary control.

In August, International Monetary Fund (IMF) chief Christine Lagarde recommended immediately injecting 200 billion euros into European banks so that they could better deal with the next phase of the European crisis. While officials across the EU immediately decried her advice, Lagarde is in a position to know; until July 5, her job was to oversee the French banking sector as France’s finance minister. Lagarde’s 200 billion euro figure assumes that the recapitalization occurs before any defaults and before any market panic. Under such circumstances prices tend to balloon; using the 2008 American financial crisis as a guide, the cost of recapitalization during an actual panic would probably be in the range of 800 billion euros.

It must also be assumed that the markets would not only be evaluating the banks. Governments would come under harsher scrutiny as well. Numerous eurozone states look less than healthy, but Italy rises to the top because of its high debt and the lack of political will to tackle it. Italy’s outstanding government debt is approximately 1.9 trillion euros. The formula the Europeans have used until now to determine bailout volumes has assumed that it would be necessary to cover all expected bond issuances for three years. For Italy, that comes out to about 700 billion euros using official Italian government statistics (and closer to 900 billion using third-party estimates).

  • All told, STRATFOR estimates that a bailout fund that can manage the fallout from a Greek ejection would need to manage roughly 2 trillion euros.

Raising 2 Trillion Euros

  1. The European Union already has a bailout mechanism, the European Financial Stability Facility (EFSF), so the Europeans are not starting from scratch.
  2. Additionally, the Europeans would not need 2 trillion euros on hand the day a Greece ejection occurred; even in the worst-case scenario, Italy would not crash within 24 hours (and even if it did, it would need 900 billion euros over three years, not all in one day).
  3. On the day Greece were theoretically ejected from the eurozone, Europe would probably need about 700 billion euros (400 billion to combat Greek contagion and another 300 billion for the banks).
  4. The IMF could provide at least some of that, though probably no more than 150 billion euros

The rest would come from the private bond market. The EFSF is not a traditional bailout fund that holds masses of cash and actively restructures entities it assists. Instead it is a transfer facility: eurozone member states guarantee they will back a certain volume of debt issuance. The EFSF then uses those guarantees to raise money on the bond market, subsequently passing those funds along to bailout targets.

 

The second EFSF problem is its size.

  • The current facility has only 440 billion euros at its disposal — a far cry from the 2 trillion euros required to handle a Greek ejection.
  • This means that once everyone ratifies the July 22 agreement, the 17 eurozone states have to get together again and once more modify the EFSF to quintuple the size of its fundraising capacity.
  • Anything less would end with — at a minimum — the largest banking crisis in European history and most likely the euro’s dissolution.
But even this is far from certain, as numerous events could go wrong before a Greek ejection:
  • Enough states — including even Germany — could balk at the potential cost of the EFSF’s expansion. It is easy to see why. Increasing the EFSF’s capacity to 2 trillion euros represents a potential 25 percent increase by GDP of each contributing state’s total debt load, a number that will rise to 30 percent of GDP should Italy need a rescue (states receiving bailouts are removed from the funding list for the EFSF). That would push the national debts of Germany and France — the eurozone heavyweights — to nearly 110 percent of GDP, in relative size more than even the United States’ current bloated volume. The complications of agreeing to this at the intra-governmental level, much less selling it to skeptical and bailout-weary parliaments and publics, cannot be overstated.
  • If Greek authorities realize that Greece will be ejected from the eurozone anyway, they could preemptively leave the eurozone, default, or both. That would trigger an immediate sovereign and banking meltdown, before a remediation system could be established.
  • An unexpected government failure could prematurely trigger a general European debt meltdown. There are two leading candidates. Italy, with a national debt of 120 percent of GDP, has the highest per capita national debt in the eurozone outside Greece, and since Prime Minister Silvio Berlusconi has consistently gutted his own ruling coalition of potential successors, his political legacy appears to be coming to an end. Prosecutors have become so emboldened that Berlusconi is now scheduling meetings with top EU officials to dodge them. Belgium is also high on the danger list. Belgium has lacked a government for 17 months, and its caretaker prime minister announced his intention to quit the post Sept. 13. It is hard to implement austerity measures — much less negotiate a bailout package — without a government.
  • The European banking system — already the most damaged in the developed world — could prove to be in far worse shape than is already believed. A careless word from a government official, a misplaced austerity cut or an investor scare could trigger a cascade of bank collapses.

Even if Europe is able to avoid these pitfalls, the eurozone’s structural, financial and organizational problems remain. This plan merely patches up the current crisis for a couple of years.

-------------------------------------------------Endir á greiningu STRATFOR

 

Hver er núverandi staða?

Hugmyndir um stækkun björgunarsjóðs í 2.000ma.€ virðast af borðinu - en eins og er vel útskýrt af STRATFOR er ekki einu sinni Þýskaland með fjárhagslega getu, til að tækla stækkun hans á þeim skala.

Enn virðist uppi á borðinu hugmynd þess efnis, að sjóðurinn ábyrgist fyrstu 20% af tapi - þegar kemur að tapi á ríkisbréfum - einkaaðilar taka svo tap umfram 20%.

Þetta tengist hugmynd um að stækka hann í 750ma.€. Það virðist gera ráð fyrir því að baktryggja upphæð er nálgast 4.000ma.€.

Þar sem skuldir Spánar + Ítalíu nálgast 2.400ma.€. Svo þarf að gera ráð fyrir skuldum Portúgals, Írlands og Grikklands. Og síðan - baktryggingu fyrir bankakerfi álfunnar að auki.

Þá sennilega er heildarupphæð milli 3.500-4.000ma.€ síst of há.

Þær kostnaðartölur sem STRATFOR setur fram finnst mér trúverðugar.

En sú hugmynd að endurfjármögnun bankakerfa álfunnar kosti einungis 200-260ma.€, hljómar skv. minni tilfinningu - klárt alltof lág.

En þeirra uppreikningur skv. samaburði við það sem átti sér stað í Bandaríkjunum er "Sub prime" krísan náði hámarki í paníkinni í kjölfar hruns "Lehmans" fjárfestinga-bankans, í upphæðir er hlaupa á 800ma.€ - hljómar ekki endilega of hátt.

En hin opinbera upphæð augljóslega tekur ekki mið af paník hegðan, heldur einungis núvirðingu skv. verðum akkúrat í dag.

Þetta tekur ekki heldur tillit til þess, að hagkerfi Evrópu eru að spírala niður - líklega hefur markaðurinn prísað inn sínar væntingar um framtíðar verð hlutabréfa og eigna banka skv. þeim væntingum um efnahagslega framvindu Evrópu sem aðilar hafa til hliðsjónar; en slíkar væntingar geta breyst mjög hratt ef nýjar slæmar fréttir koma, sem benda til verri framvindu en opinberar spár segja, eða markaðurinn miðar við í dag.

Það er þó ekki víst að kostnaðurinn verði þetta hár þ.e. nær 800ma.€ ef Grikkland verður gjaldþrota, en STRATFOR miðar við þá sviðsmynd að Grikklandi verði sparkað úr evru.

  • Það sem nú er rætt, er að Grikkland fái áfram að vera innan evrunnar, í tilraun til að lágmarka tjónið.
  • Að grískir bankar fái áfram stuðning - svo þeir hrynji ekki. Með þeim miklu boðaföllum sem þeirra hrun myndi framkalla.
  • Að auki virðist standa til, að opna samkomulagið um endurfjármögnun Grikklands frá júlí sl. - en krafa er uppi um að bankar taki á sig mun stærri skell en 21%. Það er á bilinu 50-60%.
  • Ég er smá skeptískur á að slíkt sé auð-framkvæmanlegt, en bankar eru ekki líklegir til að taka þátt í slíku af frjálsum vilja - - sem þíðir að matsfyrirtæki munu líta á þá augljóslega þvinguðu skuldaniðurfærslu sem grískt greiðsluþrot.
  • Þá verður svokallaður "credit event" þ.e. þá þarf að greiða út svokallaðar skuldatryggingar sbr. "CDS - Credit Default Swap".
  • Fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar - hafa verið dugleg að selja slíkar baktryggingar. Þannig, að þá kemur í ljós hver raunveruleg geta þeirra stofnana er - við það að taka að sér hlutverk tryggingafélaga.
  • En trygginga-bissness krefst sjóðasöfnunar - svo viðkomandi félag geti greitt út tjón án þess að verða sjálft gjaldþrota.
  • Grískt gjaldþrot getur með þessum hætti - reynt á styrk fjármálastofnana beggja vegna Atlantsála.
  • En einnig, styrk einstakra ríkja eins og Ítalíu - Spánar - Portúgals og Írlands, en þeirra bankakerfi taka stærsta skellinn - líklega.
  • En stóri óttinn er einmitt við þ.s. kallað er "contagion" að það verði dómínó áhrif.
Þess vegna er stöðugt verið að tönnslast á þeirri þörf að skapa nægilega stóra baktryggingu - fyrir allt dæmið - - svo yfirvofandi þrot Grikklands skapi ekki allsherjar paník er skekur allt kerfið í sundur.
 
Mín skoðun er, að allar hugmyndir sem byggjast á ESFS eða björgunarsjóð evrusvæðis sem lausn séu yfirgnæfandi líklegar til að mistakast; einfaldlega vegna þess - hvernig sem málinu er velt upp - þarf einhver að vera til í eða hafa getu til þess að leggja fram þær ábyrgðir eða fjármagn sem til þarf.
  • Þær auknu ábyrgðir eða skuldir - eykur skuld þeirra ríkja sem standa undir þeirri baktryggingu.
  • Og þannig, gera þau ríki sjálf líklegri til að lenda undir - í þeirri bylgju fjárhagslegra hremminga sem er að hríslast í gegnum evrusvæðið.
Hver er þá eina leiðin? Baktrygging Seðlabanka Evrópu - er sú eina mögulega. Það er mín skoðun.
  • Til að virkja hana þarf að veita honum heimild - til að prenta evrur algerlega ótakmarkað .
  • Margir hagfræðingar telja - að sú aðgerð ein og sér dugi til að eyða öllum skorti á trúverðugleika - því fjárfestar muni ekki leggja í ECB eftir að hann hefur fengið slíkt vald.
  • Enginn þarna úti hafi nægilega stóra sjóði - til að tækla ECB með fullt prentunarvald.
Galli á þeirri leið? ECB þarf þá að leggja alveg á hilluna núverandi hugmyndafræði, sem ríkir innan stofnunarinnar. Barátta við verðbólgu hætti þá að vera hans meginhlutverk (getur þarfnast breytinga á reglum um þá stofnun). Heldur, verður hann líkari seðlabanka eins og "Federal Reserve" eða "Bank of England" sem síðan kreppan hófst - hafa haldið vöxtum í "0" samfellt og, að auki hafa verið að prenta peninga til að halda hagkerfum á eigin yfirráðasvæði uppi, þó svo að verðbólga í Bretlandi og Bandar. hafi verið nokkru hærri í reynd en á evrusvæðinu - sem ECB hefur nýtt sem ástæðu til vaxtahækkana.
 
Spurningin er fyrst og fremst - hve stór slík prentun yrði.
  1. En ECB getur án vafa varið bankakerfin með sama hætti og Federal Reserve gerði í Bandaríkjunum, þ.e. með því að kaupa verðlausar eignir fyrir prentaða dollara í þessu tilviki prentaðar evrur. 
  2. ECB getur einnig með alveg sama hætti varið einstök ríki falli - þ.e. keypt verðlítil ríkisbréf þeirra fyrir prentaðar evrur.
  3. Síðan, ef slík stefna verður ofan á, getur ECB farið beint í "QE" þ.e. að prenta á útopnu í þeim tilgangi að örva hagkerfin. 
Þó ECB geri 1. og 2. - þarf hann ekki endilega að gera 3. En 3. er þó líklegt, vegna þeirrar hjöðnunar sem virðist stefna í innan margra hagkerfa á evrusvæði.
 
Ef ECB prentar fyrir öllum 3-þáttunum, þá er ég að tala um virkilega gígantíska prentunar-aðgerð.
 
Svokallaða verðbólguleið - það er að láta verðbólgu éta upp lífskjör sem virðast ósjálfbær, lækka þau með öðrum orðum. Láta verðbólgu éta upp skuldir - ríkis, einstaklinga og fyrirtækja.
 
Þetta er ein af hinum hagsögulegu klassísku útleiðum - út úr skuldakreppu.
 
Hin meginleiðin - er gjaldþrotsleið, sú er farin var í Bandaríkjunum á 4. áratugnum - mig rámar í að fjármálaráðherra Bandar. þá hafi heitið Mellon - hann ráðlagði "liquidation" - banka, fyrirtækja, einstaklinga. 
 
Þetta gerðist - eldstormur gekk í gegnum bandar. hagkerfið, og eftir stóð sviðin jörð.
----------------------------
 
Að mínum dómi stendur Evrópa frammi fyrir þessu sama klassíska vali - sviðin jörð eða verðbólgubál.
 
Báðar leiðir leiða til mikils taps - mikillar lífskjararýrnunar - - en punkturinn er sá að ekki er lengur sá valkostur fyrir hendi, að komast hjá rýrnun lífskjara og miklu tapi.
 
Spurningarnar eru fyrst og fremst - hver ber tjónið, þ.e. hvernig því er skipt upp? Og hve stórt?
 
Mín skoðun er að verðbólguleið - leiði til meiri jöfnuðar. Sviðin jörð leiði ávallt til þess, að einhverjir sem komið hafa peningum undan taka í kjölfarið yfir þrotabú fyrir slikk, sú leið styrki efnahagslega misskiptingu. Á meðan, verðbólguleið - sem eyðir upp verðgildi peninganna sjálfra, hvort sem það eru skuldir eða peningalegar eignir, þannig bjargar fjölmörgum aðilum frá þroti sem ella yrðu gjalþrota vegna of mikilla skulda, samtímis eyðir upp eignum þeirra sem fyrst og fremst eru ríkir af peningalegum eignum - tjónið verður jafnara skipt. Að mínum dómi einnig - vegna þess að færri aðilar hverfa af sjónarsviðinu, verður hagkerfið í reynd fyrir minna tjóni - en þá varðveitist reynsla þeirra fyrirtækja er þá halda velli sem ella myndu það ekki, starfandi aðilar séu fljótari að rétta við sér - en ef ferlið væri að aðilar ríkir af peningalegum eignum myndu kaupa upp fullt af þrotabúum, síðan starta aftur einhverri starfsemi, síðan þurfa að endurskapa þá reynslu - þau viðskiptasambönd, sem starfandi fyrirtækin áður bjuggu yfir.
 
 
Niðurstaða
Það verður að koma í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig evrusvæðinu reiðir af. En ég efa það að ríkin geti ítt vandanum mikið lengur áfram. Ég sé fyrir mér að vandamálin muni sameinast í einhverskonar fullkonum stormi í desember.
 
Þá kemur í ljós - sennilega öðru hvoru megin við nk. áramót, hvað verður.
 
Þetta getur einnig átt sér stað fyrr - en ríki heims gáfu Evrópu frest til 3-4. nóvember nk. á fundi í Washington fyrir nokkrum vikum síðan.
 
Þess vegna eru aðildarríki evrusvæðis að hamast þessa dagana, með eigin tímamörk sett fyrir fund sem halda á nk. föstudag og laugardag. 
 
Ef þeir ná ekki að setja saman trúverðuga lausn fyrir þennan tíma - sem mér finnst afskaplega ólíklegt að takist, þá getur fundur ríkja heims þ.e. G20 leiðtogafundurinn í Canne þann 3.-4. nóv. nk. orðið reglulega sögulegur.
 
En eitt af því sem þá getur dúkkað aftur upp, er hugmynd Brasilíu, Kína, Indlands og Rússlands - svokallaðs BRIC hóps, þess efnist að evrusvæðið sem heild fari í einhverskonar björgunarprógramm í umsjón AGS.
 
Við skulum fylgjast áfram með fréttum.
 
 
Kv.
 

Valdabarátta milli BRIC ríkja; og Bandaríkjanna, virðist vera að skerpast!

Eins og ég útskýrði í gær - Spurningin um hugsanlega hnattræna björgunaráætlun fyrir Evrópu - með milligöngu AGS, kemur aftur upp á yfirborðið! - eru BRIC löndin þ.e. Kína, Indland, Brasilía og Rússland; með hugmyndir uppi um að auka stófellt það fjármagn sem AGS hefur umráð yfir.

  • Þeirra skoðun er að sjóðir AGS séu ekki nægilega digrir - en þ.s. hangir á spítunni er ekki síst valdabarátta, innan alþjóðakerfisins.
  • BRIC löndin ætla sér aukin áhrif innan AGS, og Bandaríkin ásamt bandalagsríkjum - eru að verja sína stöðu.

Sjá - yfirlísing G20: G20 finance ministers communiqué, October 15, 2011 [English]

US-UK rule out wider IMF powers

Átakalínurnar virðast vera - Bandalagsríki Bandaríkjanna vs. BRIC.

  • Fjármálaráðherrar: Canada, Bretlands, Japans, Ástralíu - tóku undir með Timothy Geitner; að viðbótar fjármagn til AGS væri ekki nauðsynlegt að sinni. 
  • Þeir lögðu allir með tölu áherslu á að Evrópa þurfi að leysa sín mál sjálf.
  • Lausn fjármála- og skuldakreppunnar á evrusvæðinu, væri það mikilvægasta framlag sem Evrópa gæti þessa dagana lagt til heimsmálanna.

Athygli vakti samt hjá mér eftirfarandi úr yfirlísingu G20 fundarins: - sjá lið 3.

En það virðist sem að megnið af deilumálum sé frestað og skuli taka til nánari skoðunar á næsta fundir, þ.e. Canne 3-4 nóv. nk.

  1. As a contribution to a more structured approach, we called on the IMF to further consider new ways to provide on a case by case basis shortterm liquidity to countries facing exogenous, including systemic, shocks building on existing instruments and facilities and called on the IMF to develop concrete proposals by the Cannes Summit.
  2. We committed that the IMF must have adequate resources to fulfill its systemic responsibilities and look forward to a discussion of this in Cannes.
  3. We call for the full implementation of the 2010 quota and governance reform of the IMF, as agreed.
  4. We look forward to making progress by the Cannes Summit on a criteriabased path to broaden the SDR basket, as a contribution to the evolution of the IMS, based on the existing criteria. We will continue our work on assessing developments on global liquidity, country specific analysis of drivers of reserve accumulation, avoiding persistent exchange rates misalignments, and the role of the SDR.

Atriði 2. og 3. eru megin átakalínurnar, því þetta snýr að valdabaráttu milli stórveldanna.

Það er BRIC löndin með Kína og Indland í fararbroddi, sem vilja stórlega aukin áhrif innan stofnana eins og AGS.

En fram að þessu hafa Bandaríkn og Evrópa, eiginlega átt AGS. En nú þegar Evrópa er í alvarlegri krísu - er fyrir bragðið veik fyrir; er ekki undarlegt að BRIC löndin gangi á lagið.

Innan AGS eru kvótar svokallaðir þ.e. fjármagni því sem til staðar er - er deilt niður skv. kvótakerfi. En þegar á reyndi, var ekki farið eftir því - sem dæmi fékk Ísland lán lang - langt umfram kvóta.

Ein leið til þess, að skapa jafnvægi í því kerfi er að stófellt að stækka sjóð AGS - þannig að AGS geti veitt nægilega stór lán, án þess eins og hefur gerst, að nauðga kvótakerfinu. 

Á sama tíma, vilja greinilega BRIC löndin að það sé stokkað upp í valdapíramýdanum innan AGS, að auknu framlagi fylgi aukin völd - að sama skapi.

Í þessu ljósi skal skoða orð Timothy Geitner frá sl. föstudag - þess efnis að AGS hafi nægar fjárhagslegar bjargir til umráða "adequate resources" - að það sé hlutverk Evrópu að redda sjálfri sér.

4. atriðið er áhugavert ekki síður, en SDR er fræðilega unnt að útfæra sem einhvers konar hnattrænt gjaldmiðils viðmið - hvort sem að SDR verður nokkru sinni prentaður eða gefinn út.

  • En einnig þessu máli - er ítt áfram til stóra fundarins í Canne!

En í Canne 3-4 nóv. verður fundur leiðtoga ríkja heims - þ.e. G20 leiðtogafundur.

Fundurinn sl. föstudag, var G20 fundur fjármálaráðherra. Því minna mikilvægur!

  • Þá á að taka á stóru málunum!
  • Það getur orðið mjög merkilegur fundur!

 
Niðurstaða

G20 fundur fjármálaráðherra sl. föstudag, sýnir að átakalínur í heiminum um völd og áhrif eru að skerpast. En það má sannarlega segja svo, að fundurinn sl. föstudag hafi áréttað afstöðu sem kom fram fyrir 3 vikum á stóra ráðherrafndi ríkja heims í Washington, árlegum fund aðildarríkja AGS - sem eru nær öll ríki heims. Þar var meira að segja ráðherra frá Íslandi.

En Evrópu var þá gefinn frestur fram að G20 leiðtogafundinum í Canne þann 3.-4. nóv. nk. til að koma fram með lausn á skulda- og fjármálakreppunni innan evrusvæðis.

Ef tilraunir aðildarríkja evrusvæðis til að leysa þau mál mistakast - þ.e. aðgerðir sem samstaða næst um duga ekki til eða að samstaða næst ekki um nægilega öflguar aðgerðir.

Þá - get ég ekki séð annað, en að BRIC löndin muni standa með pálmann í höndunum.

En nær einungis þau hafa yfir því fjármagni að ráða - sem mun þurfa til að aðstoða Evrópu.

Bandaríkin munu ekki treysta sér til að leggja fram slíkar upphæðir.

Þá mun heimurinn standa á barmi efnahagslegs hengiflugs - annaðhvort að hrökkva eða sökkva.

Þá sennilega verður breyting á valdahlutföllum í heiminum - Evrópa missir þau miklu völd sem hún hefur haft innan AGS.

Áhrif Bandaríkjanna dala þá hlutfallslega einnig - þó svo þeir sennilega haldi áfram að vera með hæsta eignarhlutfallið innan AGS, þá missi bandamenn þeirra áhrif og þar með þeir einnig.

Áhrif Evrópu á heims mál - munu dala hressilega.

En í kjölfar þess - verður erfitt að sjá hvernig Frakkland mun geta haldið sínu neitunarvaldi innan Öryggisráðs SÞ, þegar Frakkland verður komið upp á náð og miskunn BRIC landanna - í eiginlegri merkingu.

 

Kv.


Spurningin um hugsanlega hnattræna björgunaráætlun fyrir Evrópu - með milligöngu AGS, kemur aftur upp á yfirborðið!

G20 fundur fer fram í næsta mánuði. En síðan á sameinuðum fundi fjármálaráðherra ríkja heims fyrir nokkrum vikum, og reyndar hófst það nokkru fyrr, hafa ráðherrar svokallaðra BRIC ríkja verið að ræða sín á milli um hugsanlega þátttöku þeirra landa, í einhverskonar hnattrænni björgunaráætlun fyrir Evrópu.

BRIC: Brasilía, Kína, Indland og Rússland.

Eurozone: Brics back to the rescue?

G20 strains cast shadow over meeting

Emerging countries in talks on IMF boost

  • Það sem þessi ríki virðast ekki síst vera að horfa á, er að styrkja stöðu sína innan AGS. En þau virðast ekki síst horfa á vandræði Evrópu - sem tækifæri til að breita valdahlutföllum innan AGS, þ.s. víða er litið svo á að Evrópa eigi ekki skilið þau miklu áhrif sem hún hefur þar enn.
  • Talað er um þörf fyrir að auka fjárhagslegann styrk AGS - svo AGS geti komið meir til skjalanna, t.d. veitt beinar lánalínur til Grikklands o.flr. landa innan evrusvæðis - til að minnka hættu á útvíkkun krísunnar, og að auki lánalínur til aðstoðar evrópuríkjum er þurfa að endurfjármagna banka o.s.frv.

Domenico Lombardi - “The emerging market countries are hoping to put pressure on the Europeans by readying their own contribution and insisting that the euro area adopts sustainable economic policies”

  • Sú leið sem er einkar rædd, virðist vera að búa til "Special purpose vehicle" þ.e. sérstakann sjóð undir formerkjum AGS, undir umsjón starfsm. AGS, en sem fjármagnaður er af BRIC ríkjum - og úr honum séu veitt lán.
  • Einnig virðist rætt að BRIC ríkin láni AGS peninga - kaupi sérstök skuldabréf, sem AGS gefi út. Það hefði þann kost fyrir BRIC ríkin - að þeirra áhætta væri mun minni en ef skuldabréf ríkissjóða einstakra evruríkja væru keypt.
  • Punkturinn er einnig, að slík óbein lántaka gæti einnig verið minna pólitískt séð vandræðabarn heima fyrir hjá þeim sjálfum.
  • Svo einnig, getur verið að aðilar innan Evrópu eigi auðveldar með að taka við peningum frá Kína, með milligöngu AGS - en að fá lán beint frá Kína án milligöngu. En nokkur tortriggni ríkir gagnvart Kína.
  • Það má fastlega reikna með að lántökum fylgi ströng skilyrði - krafa um eftirfylgni o.s.frv. Í reynd að um væri um AGS prógramm að ræða, í megindráttum.

Á fundi fjármálaráðherra heims í sl. mánuði, þá var Evrópu gefinn 6 vikna frestur til að koma málum sínum í lag. G20 fundurinn fer fram í fyrstu viku nóvember - um fyrstu helgina.

Ef niðurstaðan er að Evrópu hafi ekki tekist að leysa sín mál á þessum tíma - mun skapast mjög öflugur þrístingur á Evrópu, að þiggja þá lausn sem BRIC ríkin eru að ræða sín á milli.

Nákvæmlega hvernig þetta færi fram er ekki enn ljóst.

 

Niðurstaða

Ef Evrópa endar með því að þurfa að leita eftir utanaðkomandi aðstoð. Verður Evrópa komin á sama stall og S-Ameríka var stödd á seinni hluta 9. áratugarins og fyrri hluta 10. Þegar skuldakreppa stóð yfir í S-Ameríku. Henni lauk ekki fyrr en ríki heims undir forystu Bandaríkjanna, komu S-Ameríku til aðstoðar. Snerist sú aðstoð ekki síst um aðstoð við skuldbreytingu lána. En einnig fylgdi með í pakkanum skilyrði um tiltekt í efnahagsmálum o.s.frv.

Evrópa mun þá fá yfir sig alveg sambærilegann pakka!

Missa að stórum hluta sitt efnahagslega sjálfstæði eins og átti sér stað um S-Ameríku.

Mun þetta gerast? Ég held að það sé alls ekki slæmur möguleiki á því að þessi útkoma verði ofan á.

En ríki heims vilja ekki að Evrópa detti alveg niður í eitthvert efnahagslegt svað - svo þau munu aðstoða Evrópu þeirra sjálfra vegna. 

En niðurlæging Evrópu verður mikil!

Eiginlega eftir slíka atburðarás - hljóta hugmyndir um evrópskt stórveldi að hljóma hálf hjákátlega.

 

Kv.


Bankaendurfjármögnun í Evrópu, getur í reynd gert íllt verra!

Það eru nefnilega nokkur erfið vandamál við banka-endurfjármögnun við núverandi aðstæður innan Evrópu. En grunnorsök núverandi vanda, er að sumu leiti lík "sub prime" krísunni. En þá hrundi verðgildi mikils magns afleiðusamninga sem áður voru taldir mjög traustir pappírar, og því keyptir af mörgum aðilum í miklu magni. Bankar notuðu slíka pappíra sem hluta af eiginfjármyndandi eign.

  • Þegar undirláns-vandræðin hófust af krafti, skapaðist mikil óvissa um raunverulegt virði lánavafninga eða afleiða, sem leiddi til umtalsverðs verðfalls þeirra.
  • Þetta leiddi til þess að eiginfé margra bankastofnana skrapp saman - og um tíma rambaði fj. bankastofnana á barmi gjaldþrots. 

Einungis með umsvifamikilli aðstoð ríkissjóða var víðtæku bankahruni forðað 2008. 

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report" 2009 - samantekt sýnir kostnað aðildarríkja ESB sem hlutfall af landsframleiðslu, af bankabjörgun haustið 2008 og útmánuði 2009.

Austria             32,8

Belgium           79,2

Cyprus              0

Germany         23,2

Greece            11,4

Spain              12,1

Finland           27,7

France            18,1

Ireland        230,3

Italy                1,3

Luxemburgh  19,3

Malta               0

Netherlands  52,2

Portugal       12,5

Slovenia       32,8

Slovakia         0

Euro Area    24,6

EU 27          30,5%

Innan Evrópu var aðgerðin fjármögnuð af mörgum ríkjum með mikilli útgáfu skuldabréfa, sem bankar voru fengnir til að kaupa. Við þessa endurfjármögnun snarversnaði skuldastaða marga aðildarríkja ESB, sem átti örugglega sinn þátt í því að núverandi skuldakreppa aðildarríkjanna hefur verið svo erfið úrlausnar.

  • Það sem hefur svo gerst eftir að evrukrísan hófst í apríl 2010, er að óvissa hefur skapast um raunvirði útgefinna skulda nokkur fj. aðildarríkja evrusvæðis - sem hefur leitt til raunverðfalls slíkrar skuldabréfa eignar.
  • Það með svipuðum hætti og er vafningar/afleiður verðféllu - er að skapa sístækkandi holu í bókhaldi bankastofnana víða um Evrópu.

Í reynd eru krísurnar að víxlverka í nokkurs konar dauðadansi þ.e. í nokkrum tilvikum starfa svo hlutfallslega stórir bankar í aðildarríki evru, að fall banka getur leitt ríkissjóð viðkomandi lands í vandræði - eins og átti sér stað um Írland, en óttast er bankahrun á Spáni, Ítalíu, Belgíu og að auki Frakklandi.

Á hinn bóginn, eftir því sem efnahagslega niðursveiflan á evrusvæðinu heldur áfram að ágerast, dregur úr trúverðugleika getu nokkurra aðildarríkja til að standa undir eigin skuldbindingum, sem veldur frekara verðfalli þeirra skuldabréfa - sem svo stækkar enn frekar fjárhagslegu gjána innan bankakerfanna.

Ekki má gleima heldur, að þegar hægir á hagkerfunum - þá einnig verðfalla aðrar eignir bankastofnana - nettó niðurstaðan er að staða evr. bankastofnana fer hríðversnandi.

Ég bendi á áhugaverða grein George Soros og Sony Kapoor:

A routemap through the eurozone minefield

Wolfgang Münchau: Eurozone quick-fix will create political monster

German banks attack recapitalisation plan

 

Af hverju getur það verið mjög tvíeggjað fyrir aðildarríki evru - að endurfjármagna bankana?

  1. Ef ríkissjóðir Evrópu dæla fé í evr. banka, þá hækka skuldir viðkomandi ríkja - nettó vandamálið er því ekkert betra, því skuldakreppa aðildarríkjanna versnar - sem veldur enn frekara verðfalli skuldabréfa þeirra og þannig því að hola myndast á ný innan bankanna.
  2. Ef þetta er gert með þeim hætti, að ríkisstjórnirnar láta sameiginlega stofnun sem þeir sömu ríkissjóðir bera ábyrgð á, sjá um þá endurfjármögnun - þá í reynd verður útkoman lítt eða ekkert betri. En ég sé ekki að ríkissjóðir Evrópu komi skár út eða að ráði skár út, ef skulda-aukning er vegna ábyrgða til sameiginlegs sjóðs er síðan veitir lán. En ég get ekki séð að sú skuldaaukning er þá verður hjá viðkomandi ríkissjóðum - sé neitt síður raunveruleg. Ég bíst því við því, að markaðurinn muni einnig verðfella skuldir aðildarríkjanna vegna þeirrar skuldaaukningar. Þannig, að eins og í 1. skapist á ný hola innan bankakerfanna.
  3. Síðan ef ætlast er til að bankarnir sjái að mestu um það sjálfir að stækka sitt eiginfjárhlutfall. Þó skv. hótun helstu bankstjóra Evrópu, er líklegast að bankarnir þá bregðist við með því: A)Draga saman útlán - þannig safna fé í gegnum eigin starfsemi. Galli að þetta - sérstaklega ef margir bankar beita þessu úrræði - mun hafa mjög mikil samdráttaráhrif innan hagkerfa Evrópu. B)Ástæður þess að bankastjórar segjast munu fara þá leið, sé að markaðs-aðstæður geri eiginfjáraukningu með sölu bréfa sérstaklega erfiða og að auki séu verð mjög léleg. Vænlegra sé því fyrir hvern og einn banka, að draga saman seglin - selja eignir. Ná með þeim hætti að standa við hinar nýju kröfur.

Bæði George Soros og Sony Kapoor benda á vanda nr. 3, en þeir leggja til sitt hvora lausnina.

  1. Soros telur vænlegt að ríkissjóðir einfaldlega - lýsi yfir fullri ábyrgð á starfsemi evr. banka. Engin eiginleg endurfjármögnun fari fram að sinni. En Soros telur of varasamt fyrir ríkissjóði að beita sér með slíkum hætti við núverandi aðstæður. Svo hann mælir gegn þeirri áætlun sem virðist standa til innan Evrópu, að setja af stað.
  2. Á meðan Kapoor leggur í reynd til, að bankakerfi Evrópu fái fulla bakábyrgð Seðlabanka Evrópu. Sem þíðir peningaprentun.


Niðurstaða

Áhugavert er að nú koma fram hinir og þessir, og vara við hugmyndum um endurfjármögnun banka innan Evrópu. Þetta er umdeilt mál meðal hagfræðinga.

En mér sýnist sjálfum að rökrétt sé, að fyrst að svo er að núverandi bankakrísa sé að stærstum hluta komin til fyrir tilverknað skuldakrísu einstakra aðildarríkja evru.

Og auk þess, að ljóst er að endurfjármögnunar-aðgerð mun annað af tvennu, auka skuldir ríkjanna beint eða óbeint, sem skilar sömu niðurstöðu í reynd, því gera skuldakrísu þeirra sjálfra verri - þannig í reynd ekki skila bættri útkomu; eða auka samdrátt þegar bankar losa sig við eignir og draga úr útlánum, og þá verður það samdráttur sem gerir skuldakrísuna verri, sem mun aftur verðfella skuldabréf ríkja í vanda og því framkalla á ný fjármögnunarholu innan bankanna.

Að sennilega sé það rétt sem bent er á, að banka-endurfjármögnunaraðgerðin hver leiðanna 3-ja er valin, muni ekki draga úr kreppunni á evrusvæðinu.

---------------------------

Niðurstaðan er að, það er sjálf skuldakrísa aðildarríkjanna sem er vandinn. Ef hún leisist hverfi bankavandinn einnig að stórum hluta.

 

Kv.


José Manuel Durão Barroso leggur fram sína áætlun um björgun evrunnar

Skv. vefsvæði Framkvæmdastjórnarinnar, er fullt nafn hans - José Manuel Durão Barroso - þ.e. forseta Framkvæmdastjórnarinnar. Hina nýju áætlun: Roadmap for Stability and Growth - og ræða hans: Full speech .

 

Hvernig áætlun er þetta eiginlega?

I. Varðandi Grikkland, kemur ekkert nýtt fram í reynd. Barroso undirstrikar mikilvægi þess að endurreisnar áætlun Grikklands komist til framkvæmda, Grikkir standi við sitt og aðstoð við Grikkland haldi áfram. Grikklandi verði snúið til baka.

Ég reikna með því að málefni Grikklands séu á það viðkvæmu stigi að Framkvæmdastjórnin hafi ekki treyst sér til að leggja neitt sérstakt til málann.

II. Varðandi björgunarsjóð evrusvæðis - má einnig sjá mikla varfærni. En í þeim lið kemur nær ekkert nýtt fram. Lögð er áhersla á að flýtt verði sem mest, því að virkja ákvæði þau sem samþykkt voru í júlí sl. og gefa björgunarsjóð evru viðbótar valdheimildir. Eiginlega það eina nýja, er að Framkvæmdastjórnin hvetur til þess - að hinn nýji framtíðar björgunarsjóður, er á að taka við núverandi björgunarsjóði, verða til staðar til frambúða; taki til starfa ári fyrr en nú er ráðgert. 

Það er 2012 í stað 2013. Áhugaverð hugmynd. En miðað við núverandi fjármögnunar-áætlun verður sá sjóður ekki fullfjármagnaður fyrr en 2014. En í apríl fékk Merkel það fram að teygt var úr því ferli sem þíðir að sá sjóður miðað við núverandi forsendur, mun lítt geta lánað fyrr en 2014.

  • En skv. Barroso "Early introduction of the ESM would...reinforce confidence in the crisis resolution mechanism and bring the advantages of a more robust, permanent instrument."
  • Framkvæmdastjórnin telur sem sagt, að ef nýji sjóðurinn tekur til starfa fyrr, þá skapi það aukinn trúverðugleika.
  • Spurning hvort Barroso var búinn að ræða þetta við Merkel. En, til þess að af þessu geti orðið, þarf þá að taka aftur upp áætlun um fjármögnun nýja sjóðsins, en án fjármagns getur sá sjóður ekki beitt sér - eðlilega.

III. Svo eru það bankamál, og þar hefur Barroso loks eitthvað til málanna að leggja.

  • Covering all potentially systemic banks across all Member States – i.e. the banks that were covered by EBA's July 2011 stress tests, excluding some smaller domestic banks with no international activities.
Takið eftir því að Framkvæmdastjórnin passar sig á að vera ónákvæm í orðavali. En væntanlega þarf að semja um það hvaða bankar teljst kerfislega mikilvægir. En hann leggur til þess að þeir fái allir skjól þó það sé ekki beint skilgreint.
  • Accounting for all exposures to EU sovereign debt of the banks concerned (prudent valuation of all sovereign debt, whether in the banking book or the trading book) to ensure full transparency on asset quality.
Loksins skal gefa upp allar mikilvægar upplýsingar, til að skapa aukið traust um stöðu bankanna. En þ.e. ekki síst hve óljós staða margra banka hefur verið, sem hefur skapað ótta.
  • Requiring a temporary significantly higher capital ratio of highest quality capital after accounting for exposure. The definition of capital broadly equates to the definition set out by the Basel III international agreement for attainment in 2015. 
Þarna passa menn sig á því að skilgreina ekki akkúrat hvert viðmiðið skal vera. En hugmyndir á bilinu 7 - 9% eiginfjárhlutfall, hafa verið ræddar.
  • Banks that do not retain the necessary capital should present recapitalisation plans and implement them as swiftly as possible. In practical terms, national supervisors should set these requirements through their existing supervisory powers in the form of additional buffers which prevent the distribution of dividends or bonuses pending the recapitalisation. 
Þarna er sett inn svipa er beinist að hluthöfum og stjórnendum, þ.e. að bannað verði að greiða arð og bónusa, þar til að slík áætlun liggur fyrir. Þetta er ekki vitlaust.
  • Banks should first use private sources of capital, including through restructuring and conversion of debt to equity instruments. If necessary the national government should provide support, and if this support is not available, recapitalisation should be funded via a loan from the EFSF. Any recapitalisation from public sources should be compatible with the EU state aid rules. The Commission intends to extend the applicability of the existing state aid framework for bank support beyond 2011. 

Eins og málið er sett fram, þá er ríkisaðstoð síðasti valkosturinn ef allt annað bregst. Þessari leið fylgir þó áhætta sbr.: EU banks could shrink to hit capital rules

  • Þar er bent á að við það erfiða markaðs ástand er ríkir, þá muni bankar eiga erfitt með að útvega sér fjármagn. 
  • Að auki sé verðlag hlutafjár lágt - og bankarnir muni því fá tiltölulega lítið fyrir sölu hluta.
  • Sérfræðingar sem blaðið ræðir við, telja að vænlegra sé fyrir banka við núverandi aðstæður, að beita þeirri aðferð að draga enn frekar en orðið er úr lántökum - þ.e. draga að sér fé sem mest þeir mega, og að selja eignir.
  • Með þeim hætti, hækki eiginfjárhlutfall.
  • Stór galli - að ef bankar fylgja þessari aðferð, þá myndi það vera mjög samdráttaraukandi. En samdráttur í lánveitingum dregur úr hagvexti - er bremsandi aðgerð.
  • En einkabankar - sem hver um sig hugsar um eigin hag - séu líklegir til að fylgja þessari línu.

IV. Varðandi hagvaxtarhvetjandi aðgerðir - er lítt bitastætt að finna. En fram kemur að aðildarríkin hafi ekki efni á að hvetja hagkerfið með eyðslu. Svo Framkvæmdastjórnin leggur áherslu á að flítt verði sem mest innleiðingu aðhaldsaðgerða annars vegar og hins vegar aðgerða í því skini að draga úr samkeppnishindrunum, auka skilvirkni o.s.frv. Þetta er eiginlega gamla lumman.

  • Það er í sjálfu sér ekkert að því að draga úr samkeppnishömlunum, auka skilvirkni.
  • Vandinn er sá að slíkar aðgerðir skila árangri yfir tímabil - ekki með snöggum hætti.
  • Engin skjót aukning hagvaxtar.
  • Punkturinn er sá, að það þarf að finna einhverja leið - til að halda hlutum uppi, í gegnum það millibils ástand, er það tekur slíkar aðgerðir að skila sér.
  • Brasilía er oft nefnd sem land, er tókst að snúa við með aðhaldi og endurskipulagningu.
  • Sem er út af fyrir sig rétt - en þ.s. fólk virðist ekki muna eftir, er að Brassar nutu þess, að á sama tíma var ágætur hagvöxtur í heiminum þ.e. uppgangur.
  • Tekju-aukning af útflutningi hjálpaði Brössum mjög mikið við það verk - að komast í gegnum þann tíma.
  • Evrópu stendur ekki sambærileg leið til boða - þ.e. að stórauka útflutningstekjur.
  • Það má segja að helvíti hart sé að, á sama tíma og kreppa er í Evrópu - skuli vera kreppa í Bandaríkjunum, og að Kína heldur gengi síns gjaldmiðils lágu gagnvart evru - sem minnkar mjög samkeppnishæfni hugsanlegs útflutnings til Kína.
  • En það virkilega þarf einhvern - KODDA. 
  1. Ef ekki er sá möguleiki til staðar - að stórlega auka tekjur af útflutningi.
  2. Ef ekki er heldur mögulegt að beita "stimulus spending" þ.e. eyðslu ríkissjóða til að örva hagkerfið.
  3. Er einungis einn möguleiki til staðar - - PENINGAPRENTUN.
  4. Ef ekkert af 1-3, þá verða samdráttar-áhrif ríkjandi eins og verið hefur undanfarna mánuði.
  5. Þá heldur Evrópa einfaldlega áfram þeirri vegferð sem hún hefur verið á, er viðsnúningur hófst í maí sl. - síðan þá hefur jafnt og þétt dregið úr hagvexti, mánuði til mánaðar. Þróun sem endar í kreppu - nema gripið sé til mjög ákveðinnar aðgerðar.

V. Samhæfðari efnahagsstjórnun fyrir Evrópu. Þetta er reyndar ekkert sérstaklega róttækt. Framkvæmdastjórnin leggur til að þær hugmyndir sem þegar hafa verið settar fram, um aukna samhæfingu efnahagsstjórnunar meðlimaríkja, aukið eftirlit - verði innleiddar sem allra fyrst. Þarna er ekki beint verið að ræða að stíga skref til fullrar samhæfrar efnahagsstjórnunar. Þarna vill Barroso sennilega ekki trufla þær viðræður sem eru í gangi.

 

Niðurstaða

Ég get vart sagt að þetta nýja stefnuplagg Framkvæmdastjórnarinnar boði snöggann og róttækann viðsnúning mála í Evrópu. Sennilega sýnir hið varfærna orðalag hve umræður að tjaldabaki eru á viðkvæmu stigi.

En þarna vantar í reynd aðgerðir - sem raunverulega myndu duga.

 

Kv.


Slóvakíska þingið segir "NEI"! Hvað gera bændur nú?

Slóvakía er eitt af þessum löndum sem vanalega vekja litla eftirtekt. Annað launalægsta aðildarland ESB - aðeins í Búlgaríu eru meðallaun lægri, fátækasta aðildarland evru; er statt í því ferli að greiða atkvæði um þær viðbótarvaldheimildir sem samþykkt var af leiðtogum evrusvæðis í júlí sl. að færa björgunarsjóðnum til handa.

 

Skv. eldheitri frétt - féll málið á slóvenska þinginu fyrir örstuttu síðan:

"21.10 BREAKING The Slovakian parliament has REJECTED plans to expand the EFSF"

"Of the 124 votes: 55 voted yes to the EFSF 9 voted no - Crucially, 60 abstained, including the 21 deputies in the Freedom and Solidarity Party (SaS), which is part of the country's four-party coalition government."

Slovakia votes against expanded EFSF

Skv. frétt Financial Times er ríkisstj. landsins fallin.

Einungis Slóvakía er eftir að staðfesta þær breitingar - og við samþykki Slóvaka virkjast þau hin nýju ákvæði, þ.e. heimild sjóðsins til að lána aðildarlöndum til að fjármagna bankastofnanir, heimild sjóðsins til inngripa í skuldabréfamarkaði - þ.e. kaup á bréfum landa sem talin eru í hættu svo vaxtakrafa sigli ekki upp úr öllu valdi, svo var það atriði sem kallaðar voru fyrirbyggjandi aðgerðir sem ég er ekki alveg klár á hvað í felst.

Töluverð gremja virðist ríkja í Slóvakíu með þá hugmynd, að setja þeirra eigið skattfé í sjóð til aðstoðar löndum - sem Slóvakar upplifa sem mun betur stæð. 

En laun t.d. á Grikklandi eru mun hærri, skv. fjölmiðlum eru meðallaun í Slóvakíu cirka á svipuðum slóðum og lægstu lágmarkslaun í Grikklandi. 

Slóvökum mörgum hverjum virðist finnast Grikkir bölvaðir vælukjóar.

En þessi bakgrunnur skapar þá óvæntu, fyrir restina af Evrópu -sem vanalega fylgist lítt með slóvönskum stjórnmálum- andstöðu við málið, sem upp hefur komið á slóvanska þinginu.

Slovakia Dithers on Bailout Vote

Slovakia government looks set to fall before key bail-out vote

Europe Tensely Awaits Euro Vote in Slovakia

Einn af fjórum flokkum ríkisstjórnar landsins - flokkur með últra fjálshyggju viðhorf "libertarian" - stendur þver á móti.

  • Án hans hefur ríkisstjórn landins ekki þingmeirihluta fyrir málinu - nema stjórnarandstaðan greiði atkvæði með.
  • En skv. niðurstöðu slóvakíska þingsins í kvöld, virðist ekki að stjórnarandstaðan hafi tekið þann pól í hæðina, að bjarga málinu fyrir horn - með því að greiða því atkvæði.

Ekki er alveg vitað hver útkoman verður úr því sem komið er - en megin stjórnarandstöðuflokkurinn virðist til í að greiða atkvæði með málinu, koma því þannig áfram.

  • En einungis ef ríkisstjórnin fyrst samþykkir að fara frá.

Samkvæmt forsætisráðherra landsins, er unnt að halda aðra atkvæðagreiðslu um málið. Ef það er rétt, þá er málið ekki endilega endanlega dautt - ennþá.

  • Ef ég gef mér að þetta sé svo - þá á ég frekar von á því en hitt - að ný atkvæðagreiðsla fari fram annaðhvort fyrir lok þessarar viku eða snemma í þeirri næstu.
Styrr getur staðið um þá kröfu helsta stjórnarandstöðuflokksins að ríkisstjórn landsins fari fyrst frá. Eða kannski ekki, því skv. FT.com er stjórnin fallin. Þá bætast stjórnarmyndunarviðræður inn í - flækja væntanlega málið enn frekar.

Reikna má með mjög miklu og virku baktjaldamakki næstu dagana í Slóvakíu.

Spurning hvort þeir njóti þess ekki pínu - að hafa kastljós fjölmiðla heimsins á landinu?

 

Samanburður á Slóvakíu og Íslandi:

Fólksfj.:  5.429.763 ---------------- 318.452

Íbúaþéttleiki:  111/km2 ---------------- 3.1/km2

Flatarmál:  49.035 km2 ---------------- 103,001 km2

Landsframl. per haus:  $15,906 ---------------- $39,025

Eins og sjá má af þessu - er þetta mjög þéttbýlt land, en um leið - fátækt.

 

Hvað gerist ef málið næst ekki í gegnum slóvakíska þingið?

Þá er málið dautt!!

Eða ætti að vera það, vegna þess að breytingarnar á björgunarsjóðnum eru þess eðlis, að öll aðildarríki evru verða að staðfesta gildstöku þeirra breytinga.

En skv orðum forsætisráðherra landins - getur þing landsins tekið málið fyrir á ný og kosið um það í annað sinn. Það voru hennar orð. Hef enga þekkingu á lagaumgjörð þeirri er ríkir um afgreiðslu mála á slóvakíska þinginu.

  • Ef málið fellur dautt.
  • Þá þarf evrusvæðið að finna sér nýja aðferð.

En hugmyndin að láta sjóðinn taka yfir kaup á ríkisbréfum Ítalíu og Spánar - svo Seðlabanki Evrópu losni við þá kvöð; dettur þá upp fyrir.

Þá losnar ECB ekki við þann kaleik. Og bankinn verður þá líklega að halda þeim einfaldlega áfram - "no matter what".

Það gerist einnig með þá hugmynd að nýta sjóðinn - til bankabjörgunar. Sem væntanlega mun þá framkalla þá "default" lendingu að endurtaka leikinn frá því í "sub prime" krísunni, að hvert land fyrir sig beri ábyrgð á eigin bönkum.

Þá verður líklega engin sameiginleg banka-björgun.

Væri þetta mjög slæmt?

Eitt verður að muna að umfang björgunarsjóðsins er hvergi nærri nægilega mikið - til þess að hann ráði við þau vandamál sem við er að glíma - sbr. umfang 440ma.€ en talið er af óháðum aðilum að lágmark sé í reynd 2.000ma.€.

Að ætla sér að bæta við bankabjörgun - þegar sjóðurinn er þegar alltof lítill til að ráða við þau mál sem honum var upphaflega lagt fyrir - - er klárt ekki mjög trúverðug leið til lausnar.

  • Það má því alveg álykta að þessi spennu-tilfinning sem var búin til í dag - - hafi verið dálítið yfirdrifin.
  • Mál eru mjög langt frá því að vera í höfn - þó svo að þetta ferli frá því júlí verði klárað nú í október.

 

Bankabjörgun

EU banks face higher capital thresholds

Skv. frétt Financial Times ætlar Bankaeftirlit Evrópu að leggja til að krafa um lágmarkseiginfé banka, verði hækkuð í 9%. Sem er nokkur hækkun þ.e. úr 6%.

Flestir höfðu talið að tekið yrði vægara skref þ.e. í 7%. Eða 8%.

  • Skv. frétt áætlar Bankaeftirlitið kostnað heilt yfir 275ma.€.
  • Skv. því sem áður hefur komið fram - mun 8% kosta 200ma.€.
  • En 7% um 160ma.€.

Best að taka þessum tölum með fyrirvara - en þær miðast við markaðsverð akkúrat núna þessa dagana. En hagkerfi Evrópu virðast vera stödd í niðursveiflu.

Það er þannig alls óvíst og reyndar finnst mér það mjög ósennilegt, að allar þær lækkanir markaðsvirðis eigna evr. banka sem þá eru í pípunum - séu komnar fram.

  • Ennþá eru ekki komnar fram hagtölur fyrir 3 ársfjórðungi.
  • Sterkar vísbendingar eru uppi um að, þær verði líklega lakari en 2 fjórðung.
  • Reyndar er reiknað með slíku - markaðir sennilega þegar búnir að prísa inn áætlaða niðursveiflu miðað við þær hagspár er liggja fyrir; en hættan er að framvindan verði lakari en spár gera ráð fyrir.
  • Þá munu verð hlutabréfa banka - eigna þeirra heilt yfir sviðið; lækka frekar.

Ég á við, að þær tölur sem fram að þessu hafa verið nefndar, eru örugglega varlega áætlaðar.

 

Niðurstaða

Dramað í Slóvakíu er smávegis hliðardrama í þeirri sögu vanda evrusvæðis, sem hefur verið að spilast síðan í apríl 2009 er vandræði Grikklands komu upp á yfirborðið.

En innan ESB gildir það enn-þá, að breytingar á sáttmálum þurfa að fá staðfestingu allra aðildarríkjanna. Björgunarsjóðurinn er síðan sér dæmi, en hann var hafður algerlega "intergovernmental" þ.e. til hliðar við megin-stofnanir sambandsins - beint undir ríkjunum sjálfum án milligöngu stofnana ESB eða evrusvæðis. 

Um þær reglur sem hann varðar, gildir þá sama regla og þegar sáttmálum sambandsins er breitt, þ.e. að allar aðildarþjóðir hafa neitunarvald.

Slíkt ástand getur einmitt skapað drama af þessu tagi.

---------------------------

Við þær nýju fréttir að ríkisstjórn landsins sé fallin - að þingið hafi fellt málið skv. afgreiðslu í kvöld. Þá færist aukin spenna í leikinn!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband