Slóvakíska þingið segir "NEI"! Hvað gera bændur nú?

Slóvakía er eitt af þessum löndum sem vanalega vekja litla eftirtekt. Annað launalægsta aðildarland ESB - aðeins í Búlgaríu eru meðallaun lægri, fátækasta aðildarland evru; er statt í því ferli að greiða atkvæði um þær viðbótarvaldheimildir sem samþykkt var af leiðtogum evrusvæðis í júlí sl. að færa björgunarsjóðnum til handa.

 

Skv. eldheitri frétt - féll málið á slóvenska þinginu fyrir örstuttu síðan:

"21.10 BREAKING The Slovakian parliament has REJECTED plans to expand the EFSF"

"Of the 124 votes: 55 voted yes to the EFSF 9 voted no - Crucially, 60 abstained, including the 21 deputies in the Freedom and Solidarity Party (SaS), which is part of the country's four-party coalition government."

Slovakia votes against expanded EFSF

Skv. frétt Financial Times er ríkisstj. landsins fallin.

Einungis Slóvakía er eftir að staðfesta þær breitingar - og við samþykki Slóvaka virkjast þau hin nýju ákvæði, þ.e. heimild sjóðsins til að lána aðildarlöndum til að fjármagna bankastofnanir, heimild sjóðsins til inngripa í skuldabréfamarkaði - þ.e. kaup á bréfum landa sem talin eru í hættu svo vaxtakrafa sigli ekki upp úr öllu valdi, svo var það atriði sem kallaðar voru fyrirbyggjandi aðgerðir sem ég er ekki alveg klár á hvað í felst.

Töluverð gremja virðist ríkja í Slóvakíu með þá hugmynd, að setja þeirra eigið skattfé í sjóð til aðstoðar löndum - sem Slóvakar upplifa sem mun betur stæð. 

En laun t.d. á Grikklandi eru mun hærri, skv. fjölmiðlum eru meðallaun í Slóvakíu cirka á svipuðum slóðum og lægstu lágmarkslaun í Grikklandi. 

Slóvökum mörgum hverjum virðist finnast Grikkir bölvaðir vælukjóar.

En þessi bakgrunnur skapar þá óvæntu, fyrir restina af Evrópu -sem vanalega fylgist lítt með slóvönskum stjórnmálum- andstöðu við málið, sem upp hefur komið á slóvanska þinginu.

Slovakia Dithers on Bailout Vote

Slovakia government looks set to fall before key bail-out vote

Europe Tensely Awaits Euro Vote in Slovakia

Einn af fjórum flokkum ríkisstjórnar landsins - flokkur með últra fjálshyggju viðhorf "libertarian" - stendur þver á móti.

  • Án hans hefur ríkisstjórn landins ekki þingmeirihluta fyrir málinu - nema stjórnarandstaðan greiði atkvæði með.
  • En skv. niðurstöðu slóvakíska þingsins í kvöld, virðist ekki að stjórnarandstaðan hafi tekið þann pól í hæðina, að bjarga málinu fyrir horn - með því að greiða því atkvæði.

Ekki er alveg vitað hver útkoman verður úr því sem komið er - en megin stjórnarandstöðuflokkurinn virðist til í að greiða atkvæði með málinu, koma því þannig áfram.

  • En einungis ef ríkisstjórnin fyrst samþykkir að fara frá.

Samkvæmt forsætisráðherra landsins, er unnt að halda aðra atkvæðagreiðslu um málið. Ef það er rétt, þá er málið ekki endilega endanlega dautt - ennþá.

  • Ef ég gef mér að þetta sé svo - þá á ég frekar von á því en hitt - að ný atkvæðagreiðsla fari fram annaðhvort fyrir lok þessarar viku eða snemma í þeirri næstu.
Styrr getur staðið um þá kröfu helsta stjórnarandstöðuflokksins að ríkisstjórn landsins fari fyrst frá. Eða kannski ekki, því skv. FT.com er stjórnin fallin. Þá bætast stjórnarmyndunarviðræður inn í - flækja væntanlega málið enn frekar.

Reikna má með mjög miklu og virku baktjaldamakki næstu dagana í Slóvakíu.

Spurning hvort þeir njóti þess ekki pínu - að hafa kastljós fjölmiðla heimsins á landinu?

 

Samanburður á Slóvakíu og Íslandi:

Fólksfj.:  5.429.763 ---------------- 318.452

Íbúaþéttleiki:  111/km2 ---------------- 3.1/km2

Flatarmál:  49.035 km2 ---------------- 103,001 km2

Landsframl. per haus:  $15,906 ---------------- $39,025

Eins og sjá má af þessu - er þetta mjög þéttbýlt land, en um leið - fátækt.

 

Hvað gerist ef málið næst ekki í gegnum slóvakíska þingið?

Þá er málið dautt!!

Eða ætti að vera það, vegna þess að breytingarnar á björgunarsjóðnum eru þess eðlis, að öll aðildarríki evru verða að staðfesta gildstöku þeirra breytinga.

En skv orðum forsætisráðherra landins - getur þing landsins tekið málið fyrir á ný og kosið um það í annað sinn. Það voru hennar orð. Hef enga þekkingu á lagaumgjörð þeirri er ríkir um afgreiðslu mála á slóvakíska þinginu.

  • Ef málið fellur dautt.
  • Þá þarf evrusvæðið að finna sér nýja aðferð.

En hugmyndin að láta sjóðinn taka yfir kaup á ríkisbréfum Ítalíu og Spánar - svo Seðlabanki Evrópu losni við þá kvöð; dettur þá upp fyrir.

Þá losnar ECB ekki við þann kaleik. Og bankinn verður þá líklega að halda þeim einfaldlega áfram - "no matter what".

Það gerist einnig með þá hugmynd að nýta sjóðinn - til bankabjörgunar. Sem væntanlega mun þá framkalla þá "default" lendingu að endurtaka leikinn frá því í "sub prime" krísunni, að hvert land fyrir sig beri ábyrgð á eigin bönkum.

Þá verður líklega engin sameiginleg banka-björgun.

Væri þetta mjög slæmt?

Eitt verður að muna að umfang björgunarsjóðsins er hvergi nærri nægilega mikið - til þess að hann ráði við þau vandamál sem við er að glíma - sbr. umfang 440ma.€ en talið er af óháðum aðilum að lágmark sé í reynd 2.000ma.€.

Að ætla sér að bæta við bankabjörgun - þegar sjóðurinn er þegar alltof lítill til að ráða við þau mál sem honum var upphaflega lagt fyrir - - er klárt ekki mjög trúverðug leið til lausnar.

  • Það má því alveg álykta að þessi spennu-tilfinning sem var búin til í dag - - hafi verið dálítið yfirdrifin.
  • Mál eru mjög langt frá því að vera í höfn - þó svo að þetta ferli frá því júlí verði klárað nú í október.

 

Bankabjörgun

EU banks face higher capital thresholds

Skv. frétt Financial Times ætlar Bankaeftirlit Evrópu að leggja til að krafa um lágmarkseiginfé banka, verði hækkuð í 9%. Sem er nokkur hækkun þ.e. úr 6%.

Flestir höfðu talið að tekið yrði vægara skref þ.e. í 7%. Eða 8%.

  • Skv. frétt áætlar Bankaeftirlitið kostnað heilt yfir 275ma.€.
  • Skv. því sem áður hefur komið fram - mun 8% kosta 200ma.€.
  • En 7% um 160ma.€.

Best að taka þessum tölum með fyrirvara - en þær miðast við markaðsverð akkúrat núna þessa dagana. En hagkerfi Evrópu virðast vera stödd í niðursveiflu.

Það er þannig alls óvíst og reyndar finnst mér það mjög ósennilegt, að allar þær lækkanir markaðsvirðis eigna evr. banka sem þá eru í pípunum - séu komnar fram.

  • Ennþá eru ekki komnar fram hagtölur fyrir 3 ársfjórðungi.
  • Sterkar vísbendingar eru uppi um að, þær verði líklega lakari en 2 fjórðung.
  • Reyndar er reiknað með slíku - markaðir sennilega þegar búnir að prísa inn áætlaða niðursveiflu miðað við þær hagspár er liggja fyrir; en hættan er að framvindan verði lakari en spár gera ráð fyrir.
  • Þá munu verð hlutabréfa banka - eigna þeirra heilt yfir sviðið; lækka frekar.

Ég á við, að þær tölur sem fram að þessu hafa verið nefndar, eru örugglega varlega áætlaðar.

 

Niðurstaða

Dramað í Slóvakíu er smávegis hliðardrama í þeirri sögu vanda evrusvæðis, sem hefur verið að spilast síðan í apríl 2009 er vandræði Grikklands komu upp á yfirborðið.

En innan ESB gildir það enn-þá, að breytingar á sáttmálum þurfa að fá staðfestingu allra aðildarríkjanna. Björgunarsjóðurinn er síðan sér dæmi, en hann var hafður algerlega "intergovernmental" þ.e. til hliðar við megin-stofnanir sambandsins - beint undir ríkjunum sjálfum án milligöngu stofnana ESB eða evrusvæðis. 

Um þær reglur sem hann varðar, gildir þá sama regla og þegar sáttmálum sambandsins er breitt, þ.e. að allar aðildarþjóðir hafa neitunarvald.

Slíkt ástand getur einmitt skapað drama af þessu tagi.

---------------------------

Við þær nýju fréttir að ríkisstjórn landsins sé fallin - að þingið hafi fellt málið skv. afgreiðslu í kvöld. Þá færist aukin spenna í leikinn!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Uss Þeir verða bara látnir kjósa aftur og aftur og aftur og aftur, þangað til "rétt" niðurstaða fæst.

kallpungur, 11.10.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Skarfurinn

Þó þú sért evrópufræðingar þá ertu ekki mjög sleipur í landafræðinni Einar minn, þú átt að tala um slóvakíska þingið þar sem við erum að tala um Slóvakíu, en þú marg segir slóvenska þingið sem er rangt, það er í Slóveníu sem var hluti gömlu Júgóslavíu, en Slóvakía var hluti af gömlu Tékkóslóvakíu en var skipt upp í Slóvakíu & Tékkland í dag.       Með kveðju...

Skarfurinn, 11.10.2011 kl. 21:48

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Skarfurinn er búinn að setja inn ábendinguna um Slóveníu/Slóvakíu sem ég ætlað að skrifa.

En Slóvakar verða látnir kjósa aftur. Nú þegar er talað um að Radicova forsætisráðherra finni flokk til samstarfs í staðinn fyrir Sulik og flokk hans. Stokki upp stjórnina og kjósi aftur, helst í þessari viku.

Við vitum að Nei þýðir Já, ef það eru smáríki sem segja Nei en stóru ríkin vilja láta það þýða Já. Spyrjum bara Íra og Tékka!

Haraldur Hansson, 11.10.2011 kl. 22:23

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fljótfærni - maður þarf að flíta sér hægt. Veit að sjálfsögðu að Slóvenía var áður í ríkjasambandi við Júgóslaviu meðan Slóvakía var áður í ríkjasambandi við Tékkland. En nöfnin eru mjög svipuð :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2011 kl. 22:33

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, þetta drama er ekki búið. En spurning hvort þeir taka sér tíma í stjórnarmyndun fyrst eða ekki - áður en þeir kjósa aftur og þá sennilega "rétt" - en eins og við vitum þá gildir regla "Animal farm" í lífinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2011 kl. 22:36

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Slóvakía miðað við síðustu 3 ár er með meðal raunahagvöxt um 1,6% og í 4 sæti í heiminum hvað varðar iðnaðar aukningu.   Íslend verður orði jafn ríkt og Slóvakía innan nokkura ára, hér´á Íslandi er raunsamdráttur í öllu raunvirðistengdu. CIA metur þjóðarframleiðslu Slóvakíu 2010:  $22,000 og Ísland $ 38,300.  Slóvakía flytur líka inn hlutfalls mikið minna af tæknivörum og jeppum, .... Þeir geta étið drukkið og klætt sig og skemmt sér. 

Júlíus Björnsson, 12.10.2011 kl. 00:03

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þar getur munað á milli Gross Domestic Product mælikvarðans vs. Gross Domestic Income mælikvarðans. En þeir geta gefið nokkuð ólíka mælingu - þegar mikið er um svokallað "throughput" í hagkerfinu vegna umsvifamikilla alþjþóðlegra fyrirtækja starfandi innan hagkerfisins.

Þarf svolítið að rína varlega í tölur - þegar mikið "throughput" er til staðar. Því rauntekjurnar eru verulega lægri en sem nemur brúttóstöðunni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2011 kl. 00:37

8 Smámynd: Ómar Gíslason

Mun esb pína Slóvakíu til að samþykkja?

Reyndar er það furðulega að land eins og Slóvakía skulu þurfa að leggja í púkk fyrir land eins og Grikkland.

launa á pr. mánuði í löndum evrópu, samkv. Hagstofu íslands sem miðast við erust. tölur í € gert árið 2006

Slóvakía með € 529 pr. mán
Grikkland með € 1.651 pr. mán
evrusvæðið meðaltal með € 2.313 pr. mán
Ísland með € 3.337

Miðað við þessar tölur mun þá þetta nokkuð verða samþykkt?

Ómar Gíslason, 12.10.2011 kl. 12:37

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skv. þessu: Slovakia to Endorse EFSF

Þá liggur fyrir samkomulag milli flokka á slóvakíska þinginu, um að afgreiða málið með meirihluta á næstu dögum.

Síðan verði haldnar þingkosningar eins fljótt og lög heimila.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2011 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 293
  • Frá upphafi: 847286

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 284
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband