Rifrildið um Pál Magnússon - og Bankasýslu Ríkisins!

Helsta rifrildið á Íslandi þessa dagana er ráðning Páls Magnússonar, sem forstjóra Bankasýslu Ríkisins. Á hann þá væntanlega að taka við af Elínu Jónsdóttur, forstjóra. Það má sannarlega segja að það hafi verið nokkuð hugrökk ákvörðun, að ákveða að ráða fyrrum aðstoðarmann Valgerðar Sverrisdóttur Iðnaðarráðherra, árin 1999-2006.

Hugrökk vegna þess, að einmitt þetta atriði hefur skapað mikla reyðiöldu í þjóðfélaginu - en eins og þekkt er, þá var það einmitt á þessum árum sem alræmd einkavæðing bankanna fór fram - og við þekkjum í dag hvernig þeirri vegferð lauk.

 

Brennimerktir fyrir lífstíð!

  • Í augum fjölmargra Íslendinga eru einstaklingar þeir, sem komu nærri ákvörðunum um þá einkavæðingu - brennimerktir fyrir lífstíð.

Sjá rökstuðning stjórnar Bankasýslu fyrir ráðningu Páls Magnússonar - hér!

Sannarlega er óhætt að segja, að í ljósi þeirrar reiði og sárinda, sem búa undir niðri, hafi það verið ákaflega óskynsöm ákvörðun að ráða Pál Magnússon.

En á hinn bóginn, við lestur rökstuðnings um ráðningu, þá virðist ráðningaferlið hafa verið óvenju vandað - miðað við þ.s. maður hefur heyrt dæmi um frá ríkisgeiranum.

En, það er óhemju mikill skortur á pólitísku nefi - að hafa ekki skynjað hvað að líkindum myndi gerast, að horfa einungis á málið út frá þeim sjónarmiðum sem koma fram í rökstuðningi.

Ég held að óþarfi sé - eins og svo fjölmargir aðrir bloggarar gera þessa dagana, að gera þessum einstaklingum sem sitja í stjórn - upp að hafa verið að taka pólitíska ákvörðun.

Enda er mjög erfitt að rökstyðja að svo sé  - þ.s. einungis einn stjórnarmanna hefur nokkur tengsl meint eða raunveruleg við Framsóknarflokkinn - Þorsteinn Þorsteinsson.

 

Stjórn

Stjórn Bankasýslu ríkisins skipa þau Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur, stjórnarformaður, Sonja María Hreiðarsdóttir, lögmaður, varaformaður, Steinunn Kristín Þórðardóttir, rekstrarhagfræðingur og Jón Sigurðsson, lögmaður, til vara.

Elín Jónsdóttir lögfræðingur er forstjóri Bankasýslu ríkisins.

 

Þeir sem tala um eitthvert Framsóknarplott - eru þá líklega að meina að Þorsteinn Þorsteinsson, einhvern veginn ráði öllu, að þau hin séu eintómar gufur.

  • Til upprifjunar er Bankasýsla stofnuð í tíð núverandi ríkisstjórnar - Steingrímur J. flutti sjálfur frumvarp um stofnun hennar á Alþingi, fékk samþykkt - réð alla stjórnarmenn.
  • Steingrímur J. er sá ráðherra - sem málefnið bankamál heyra undir, þar með Bankasýsla Ríkisins.

Svo þ.e. dálítið furðuleg hugmynd - að þarna sé eitthvert Framsóknarplott. Flokkurinn í stjórnarandstöðu, hefur hvergi nærri þessari stofnun komið.

Þvert á móti sýnir það hve pólitískt eitruð sú ákvörðun reynist vera - að ráða Pál - að sennilega hafa gagnrýnendur rangt fyrir sér; að eitthvert pólitískt plott hafi legið að baki.

Að sennilega sé þetta einmitt eins og rökstuðningur ráðningar Páls sýnir - ákvörðun tekin einfaldlega án nokkurrar hliðsjónar við pólitísk tengsl þeirra einstaklinga er voru undir skoðun - mistök stjórnar Bankasýslu liggi einmitt í því, að hafa einmitt ekki pælt í pólitíkinni - hugleitt sárindin í þjóðfélaginu.

  • Mjög barnalegt af þeim - að hafa ekki velt því fyrir sér.

 

Spurningar til íhugunar?

  • Spurning - hvernig er unnt að útiloka hóp fólks frá opinberum störfum - "einst. sem tengjast hruninu með einum eða öðrum hætti" - þegar þeir liggja sjálfir persónulega ekki undir grun um nokkurt ólöglegt athæfi - hafa ekki verið dæmdir né kærðir?

Fólk svari þessu - en skv. lögum og einnig mannréttindaákvæðum SÞ - er einungis unnt að útiloka fólk frá störfum - skv. sönnuðu lögbroti - - þá þannig að dómur liggi fyrir eða a.m.k. að viðkomandi hafi verið handtekinn, sé í gæsluvarðahaldi eða sæti sakamálarannsókn af einhverju tagi.

  • Ég sé ekki með hvaða hætti er unnt skv. stjórnlögum og lögum, að útiloka tiltekna einstaklinga - án ofangreindra forsenda.
  • Ráðningaskilyrði verða að sjálfsögðu að vera almenn þegar hið opinbera á í hlut.
  • Eina nálgun sem ég sé um ráðningar - ef á að búa til takmarkandi ákvæði - er að skilgreina nánar hæfisskilyrði.
  • Og að auki, hvaða reynsla telst nýtileg - til tekna.
  • Reglur þurfa auðvitað að standast mannréttindaákvæði.
  • Mega ekki fela í sér ólögmæta mismunun skv. þeim ákvæðum.

Þeir einstaklingar, eins og nefndur Páll Magnússon, þeir halda áfram að starfa í þjóðfélaginu, þ.e. alveg klárt að héðan í frá er hann í reynd útilokaður frá nokkru starfi innan ríkisgeirans.

Mér sýnist ljóst að hann hafi öðlast rétt á skaðabótum - en búið var að tilkynna um ráðningu hans.

En augljóst virðist - að hann verður að halda áfram að starfa fyrir sveitarfélög - það verði eina mögulega leið hans til að nýta menntun og þekkingu þá er hann hefur. 

Það er mjög ólíklegt að hann hafi raunverulega ráðið einhverju um söluferli bankanna - enda voru það þeir Davíð og Dóri, er tóku ákvarðanirnar. Meira að segja ráðherra bankamála réð því ekki, hlíddi sínum formanni eins og frægt er.

Páll er í reynd lítill karl í öllu þessu máli - en reiði þjóðarinnar er slík, að Páll er í reynd "ósnertanlegur" þ.e. enginn má koma nærri honum.

 

Niðurstaða

Það sem upphlaupið sýnir kannski einna best, er hve gríðarlega mikil sú reiði er, sem býr hjá þjóðinni. Hún hefur ekki fengið þá lækningu á sinni reiði, að sjá stjórnendur bankanna dæmda. Á sama tíma, upplifir hún ástandið í þjóðfélaginu að mörgu leiti svo að enn ráði í reynd þeir sem settu allt á hliðina. 

Þetta sýnir hve virkilega mikið liggur á - að hraða sem mest rannsókn þeirra mála, sem Sérstakur er með á sinni könnu.

En einungis með því að sjá að einhverjir raunverulega séu dæmdir - er þess nokkur von að menn eins og Páll geti öðlast fyrirgefningu.

Ef enginn verður virkilega dæmdur - þá getur orðið einhverkonar uppreisn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Einar.

Þetta kallaði hins vegar fram ákveðna tilhneigingu sitjandi þingmanna til þess að ástunda eins konar " pólítiskar hreinsanir " sem segir margt um stjórnmálaumhverfið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.10.2011 kl. 01:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

einar eftir sem áður situr það að Páll þótti sístur af þeim sem voru í fyrstu úrtökunni.  Og ekki hefur tekist að sýna fram á það að sú menntun og reynsla sem hann hefur, sem var nóta bene minni en hinna aðilanna, sýni að hann sé hæfastur, þess vegna hljóta menn að álykta sem svo að Þorsteinn sé hér að hygla vini sínum.  Er sammála þér að þetta er ekki framsóknarplott heldur spurning um klíku.  

Menn sem spiluðu með kerfinu í aðdraganda hrunsins og í því eiga að halda sig til hés.  Það verðu aldrei friður um að þeir verði settir í störf á vegum ríkisins.

Ég er þér reyndar alveg sammála um að meðan útrásarvíkingar og bankamenn fá að valsa um með allt sitt og allar sínar stöður og eignir, þá verður aldrei friður, og menn eins og Páll og fleiri fá ekki uppreisn æru meðal fólks.  Þeir spiluðu jú með.

Eftir því sem fleiri svona dæmi koma upp þess meiri þrýstingur verður á yfirvöld að taka á þeim sem eru brotlegir.  Við viljum sjá uppgjör. 
En þetta er ekki það eina.  Þeir ráðherrar sem nú sitja í ríkisstjórn og voru ráðherrar í fyrrverandi ríkisstjórn eru líka búnir að vera um leið og þessi ríkisstjórn leggur upp laupana.  Ég held að þeir viti það innst inni.  Þeirra tími er liðin og þess vegna er hangið á roðinu eins og hægt er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 12:31

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásthildur - ekki gleyma að Þorsteinn tekur ekki ákvörðunina einn.

Sonja María Hreiðarsdóttir, lögmaður, varaformaður, Steinunn Kristín Þórðardóttir, rekstrarhagfræðingur og Jón Sigurðsson, lögmaður, til vara og svo Elín Jónsdóttir lögfræðingur sitjandi forstjóri; undirrituðu þessa ákvörðun. Enginn þeirra lýsti yfir andmælum, svo vitað sé til. Þannig að þetta hafi verið samhljóða ákvörðun.

Svo, segir í röksemdafærslu um ákvörðun sem virkur hlekkur er á að ofan í færslunni, að Páll hafi verið valinn hæfastur.

Það hafa ímsir komið fram - sannarlega, og líst sig perónulega ósammála, þeirra niðurstöðu - að Páll sé hæfastur.

En, ég ætla ekki að kasta mati á þeirra rökstuðning.

Bendi þér einfaldlega á að lesa hann - en ágætt er að lesa ekki einungis gagnríni, heldur einnig þann rökstuðning sem þeir er tóku hina gagnríndu ákvörðun, hafa sett fram.

Ég er fremur þeirrar skoðunar, að þau hafi tekið ákvörðun að vandlega íhuguðu máli - en eingöngu út frá frammistöðu mati skv. þeim prófum, þeim spurningum, er þau lögðu fram + starfsferli viðkomandi. Ath. Páll gegnir stjórnunarstörfum í dag - þ.e. fyrir sveitarfélag.

Þannig, að ég held eiginlega ekki að þarna hafi verið pólit. ákvörðun né þannig að verið sé að hygla vini - þ.e. Páll er ekki vinur þeirra hinna, þó svo Þorsteinn mæli ef til vill með sínum vini að líkindum, þá hafa þau hin keypt þau rök þá væntanlega skv. hans frammistöðu, sem skv. ofangreindri greinargerð, segir að Páll í heildina hafi komið best út.

Ég sé ekki grundvöll beinan fyrir því að draga þá niðurstöðu í efa, enda hef ég ekki þau gögn fyrir framan mig, sem þau notuðu til grundvallar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2011 kl. 14:47

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.s. ég er að segja að mér sýnir, sé að þau hafi ætlað sér að taka ákvörðun algerlega óháð pólit. sjónarmiðum, í hugmyndafræðilegum hreinleika. Það hafi verið barnalegt hjá þeim. Lýsi ákveðinni blindu hjá þeim - reyndar ótrúlegri.

Það kannski segi að stjórn stofnunarinnar sé óhæf - fyrst hún er svo gersamlega blind á samfélagið, viðhorf ríkjandi innan þess.

Það má segja að Páll sé óhæfur - ekki vegna þekkingar eða menntunar, heldur vegna þeirrar reiði og þess samfélagsóróa, sem ráðning hans í svo mikilvægt embætti, myndi skapa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2011 kl. 14:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hlustaði á kastljósið þar sem formaðurinn rökstuddi mál sitt, og það var að mínu mati ansi þunnur þrettándi, þú fyrirgefur.  Burt séð frá þessum ágæta Páli, þá hafa viðbrögð við ráðningu hans fallið í svo grýttan jarðveg meðal þjóðarinnar að það væri til vansa að halda áfram með ráðningu hans.  Skil samt að samflokksmenn hans séu svekktir yfir þessu.  En krafa þjóðfélagsins er að hreinsa upp spillingu og hann kom þar við sögu rétt eins og Valgerður Sverrisdóttir og margir fleiri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2011 kl. 16:53

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Legg aftur til að þú lesir rökstuðning þeirra - en þ.e. hlekkur á hann að ofan.

-------------------

Aftur á móti er þetta smá misskilningur hjá þér varðandi pólit. samherja, því þá í dag er mun fremur að finna innan Samfylkingar - en sá armur Framsóknar er ríkti yfir flokknum þá, þ.e. ESB sinnaði armurinn, á sér frekar pólit. bandamenn meðal annarra aðildarsinna þ.e. Samfylkingarmanna. Enda var Þorsteinn ráðinn ath. af þessari ríkisstj. - Þorsteinn sem aðildarsinni var þar með, þeirra maður vegna þess að hann er aðildarsinni.

Mér sýnist klofninur aðildarsinna vs. sjálfstæðissinna, vera farinn að vera sterkari flokksböndum.

Eða hefur það farið framhjá þér, hve Samfóar hafa verið að hampa þeim aðildarsinnum er hafa undanfarið verið að segja sig út Framsóknarfl.

Þú getur alveg treyst því - að þeir sem ráða flokknum í dag, eru ekki sorgmæddir yfir þessu - ekki þannig að þeir kætist, meir þannig að þeim er skítsama.

Þ.s. Flokkurinn sá ástæðu til að svara, var ásökunin um Framsóknarplott. Þarna var miklu fremur um samtryggingu aðildarsinna - allra flokka. Þau bönd virðast nokkuð sterk í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.10.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 847285

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 283
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband