Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Algert ósamkomulag virðist ríkja um nálgun að lausn, meðal aðildarlanda evrusvæðis

Mér sýnist að ákvörðun sú er tekin var í dag, 10/10, að fresta mikilvægum krísufundi leiðtoga evrusvæðis um viku, þ.e. frá 17/10 - 23/10, sé sterk vísbending um að erfiðlega gangi að ná samkomulagi.

Tilkinning Ráðherraráðsins

FT.com: European leaders delay summit

WSJ.com: EU Postpones Key Crisis Summit

Der Spiegel International: EU Postpones Summit on Debt Crisis

  • Þetta kemur í kjölfar fundar Sarkozy og Merkel sl sunnudag, sem endaði með mjög loðinni sameiginlegri yfirlísingu - í reynd án nokkur raunverulegs innihalds.

Sjá: Merkel og Sakozy gefa loforð án nokkurs innihalds!

  • En sú yfirlísing bendir til þess, að einungis sé samkomulag á mjög almennum nótum - þ.e. að það verði að koma bönkum innan evrusvæðis til bjargar.
  • En akkúrat hvernig - um það virðist ekkert samkomulag ríkja. 

Um fleira er deilt, svo sem Grikkland og auðvitað - björgunarsjóð evrusvæðis.

  • Sem hugmyndir eru uppi um, að hafi ekki einungis það hlutverk að aðstoða ríkissjóði í vanda heldur einnig banka í vanda.

Áhugavert er að þann 23/10 verður einungis vika í "deadline" sem Evrópu var gefin af ríkjum heims á sameinuðum fundi fjármálaráðherra ríkja heims í Washington fyrir nokkrum vikum síðan.

  • En fresturinn er fram að næsta G20 fundi þann 3/11.

Ekki veit ég hvað gerist ef sú "deadline" líður án samkomulags - en einn möguleiki er að heimurinn þá einfaldlega afskrifi evrusvæðið. Hætta á því að markaðir þá geri það einnig.

Þrátt fyrir þetta, hve augljóst það er að fréttir undanfarinna daga bendi ekki til þess, að leiðtogar evrópu séu í nokkru nær samkomulagi en áður - þá gripu markaðir í dag mánudag, hinar óljósu yfirlísingar fegins hendi, og markaðir fóru upp beggja vegna N-Atlantshafsins.

Klárlega á voninni eingöngu um aðgerðir. Vonin um að, nú þegar ástandið er bersýnilega orðið þetta alvarlegt, hljóti samkomulag að nást - því annars gerist eitthvað hræðilegt.

Dow Soars 330 Points -- European Hopes Boost Euro

 

Hver er grunn deilan?

  • Hver á að borga.

Mál eru enn pikkföst á nákvæmlega sömu atriðunum og þau hafa verið, tja - alveg síðan á fyrstu mánuðum ársins.

  • Við erum að tala um kostnað samanlagt hátt á 3 - þúsund milljarða evra.
  • Kannski er það varlega áætlað.
  • Það er, skuldir Spánar + Ítalíu nærri 2.400ma.€. 
  • Talað er um að, björgun bankakerfa Evrópu geti kostað a.m.k. 200ma.€ til viðbótar. En best að taka þeirri upphæð með mikilli varfærni - bendi á að hrun DEXIA kostar a.m.k. þá upphæð. Það er bara einn banki.
  • Ég hef séð nefndar miklu mun hærri tölur um kostnað v. bankabjörguna, jafnvel tölur sem fara yfir 1.000ma.€.

Þýskaland hefur fengið aðvörun frá matsfyrirtækjum um það, að mat verði fellt úr AAA flokki - ef Þýskaland samþykkir ábyrgðir fyrir stækkun björgunarsjóðs Evrópu í 2.000ma.€.

Ég hef heyrt tölur um að, þetta hækki skuldir Þýskalands þá a.m.k. 30% af þjóðarframleiðslu. Og þeir skulda milli 70-80% nú þegar.

Vegna þess að Frakkland sjálft er nú komið að fótum fram, þá getur það ekki tekið á sig nema að litlu leiti þær viðbótar ábyrgðir sem þá þarf. Svo megnið lendir á Þýskalandi.

  • Svo spurningin er einfaldlega - - geta Þjóðverjar borgað?
  • Kannski - en vilja þeir það: Sterk andstaða innan Þýskalands við frekari stækkun björgunarsjóðsins, bendir ekki til þess.

Svo ef Þjóðverjar vilja ekki borga eða geta það ekki, þá klárt getur enginn annað tekið upp þann kaleik - - svo þá er einungis eftir ein, aðeins ein leið.

Fyrir utan fræðilega björgun heimsins á evrusvæðinu - þ.e. AGS pakki fyrir Evrópu. Fjármagnaður af heiminum. En slíkt hljómar mjög "iffy".

Eina leiðin er þá, massíf peningaprentun - að verðfella gjaldmiðilinn, framkalla næga verðbólgu til þess að skuldir og lífskjör falli - og falli að því marki, að ríkjum Evrópu verði bjargað með þeim hætti úr skuldakreppu.

En sögulega eru einungis tvær leiði - þegar allt þrítur.

  1. Óðaverðbólga.
  2. Gjaldþrot.

Í báðum tilvikum verður gríðarlegt tjón. Afleiðingarnar eru þó ekki nákvæmlega eins. En verðbólga dreifir tjóninu jafnar. Á meðan, gjaldþrot leiðir alltaf til þess að einhverjir auðgast óskaplega er þeir viðkomandi kaupa eignir þrotabúa fyrir slikk.

Óðaverðbólga eyðir einnig upp þeirra peningalegu eignum, nema auðvitað að þeim takist að koma þeim undan, með því að skipta þeim í annað form t.d. gull eða demanta, eða einhver önnur tiltölulega lítt forgengileg verðmæti, sem getur t.d. verið ríkisskuldabréf ríkis sem lítil hætta er á að verði gjaldþrota, eða jafnvel gjaldmiðill slíks ríkis.

Þar kemur hættan við slíka verðbólgu, þ.e. flótti fjármagns. Báðir kostir eru arfaslæmir - afleiðingar miklar. Ekki klárt hvor er verri.

 

Niðustaða

Ég get ekki séð að fréttir undanfarinna daga bendi til þess að samkomulag milli ríkja evrusvæðis, um mikilvæga þætti björgunar evrunnar - sé á næsta leiti.

Þvert á móti sýnist mér þær benda til þess, að um nákvæmlega sömu atriðin sé deilt og var við upphaf þessa árs: stækkun björgunarsjóðs evrusvæðis, Grikkland, nema að bankakrísa hefur bæst við á síðustu vikum - sem eykur enn spennuna.

Ráðlegging mín til fólks er hin sama og áður - fylgjast með fréttum!

 

Kv.


Merkel og Sakozy gefa loforð án nokkurs innihalds!

Þetta er óttalegur skrípaleikur hjá þeim greijunum.

En það er augljóst að þau eru ekki sammála nema á mjög almennum nótum, þ.e. að einhverskonar björgun banka á evrusvæðinu sé nauðsyn.

Sú aðgerð þurfi með einhverjum marki, að vera samvinnuverkefni aðildarríkjanna.

Síðan, að áætlunin skuli verða tilbúin fyrir lok október.

Þetta virðist nokkurn veginn allt innihaldið.

Sem segir mér, að fundur þeirra hafi nokkurn veginn verið án árangurs.

Merkel, Sarkozy promise new crisis package, offer no details

Merkel: Euro Leaders Will Do All Necessary to Support Banks

Nicolas Sarkozy and Angela Merkel set a date to save Europe

Merkel, Sarkozy Say Deal is Near to Stabilize Euro Zone

Ég skil þó alveg - hver kjarni deilunnar er!

  • Frakkar vilja að Þjóðverjar borgi. Nota nöfn eins og samstarf, sameiginlega aðgerð sem "cover".
  • Þjóðverjar vilja að hver þjóð fyrir sig borgi - eins og var síðast.

Frakkar vilja sleppa við það að borga - því fjárhagsleg staða Frakklands sjálfs er kominn í hættu.

Frakkland er eftir allt saman, að verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna DEXIA bankans, a.m.k. 200ma.€ tjón vegna þess banka einsamals.

Frakkar eru því ólmir um að, gera þennann kaleik bankabjörgun sameiginlegann - sem þíðir að þá lendir stærsti hluti heildarsummu á Þjóðverjum, en franskir bankar eru mjög fallvaltir - þeirra bréf hafa fallið a.m.k. um helming síðan v. upphaf árs, franskir bankar fá ekki lengur fjármögnun frá utanaðkomandi bönkum nema gegn veðum - sambærilegt ástand og okkar bankar stóðu í síðustu mánuðina sem þeir störfuðu - að vera hvergi treyst, fengu einungis lán gegn veðum, og síðan er veð kláruðust - hrundu þeir. Þetta er einmitt hættan sem Frakkland stendur frammi fyrir vegna eigin bankakerfis, franska ríkið getur orðið fyrir jafnvel enn stærra fjárhagstjóni en síðast þegar það var upp á 18% af þjóðarframleiðslu í kjölfar "sub prime" krísunnar.

Ég er að tala um, að tjón franska ríkisins geti reynst vera - 200ma.€ í einhverju margfeldi. 

OK, aðilar í dag segja að heildarkostnaður af endurfjármögnun banka á evrusvæðinu öllu, sé líklega við þá upphæð þ.e. 200ma.€. En það miðar við verðin eins og þau eru áætluð akkúrat í dag.

En verðlag er mjög hverfult núna - getur breyst mjög hratt og einnig - mikið.

Það miðar ekki við, það viðbótar verðfall sem mjög líklega verður, þegar frekara "loss of confidence" á sér stað, t.d. þegar næsti franski bankinn leggst á hliðina - eða þegar líklega kemur í ljós að Frakklands sem var með engann mældann hagvöxt á 2. ársfjórðungi, var líklega á 3. fjórðungi í samdrætti.

En þessi upphæð hækkar mjög hratt - ef gera þarf ráð fyrir einu eða tveim prósentum til viðbótar, í endurfjármögnun per banka.

 

Niðurstaða

Mér sýnist líklegasta ástæða þess hve innihaldsrýr loforð Sarkozy og Merkel voru, eftir fund þeirra á sunnudag 9/10 sl., sé að þau hafi ekki náð saman um það meginatriði - hvernig á að fjármagna þá sameiginlegu björgun sem þau tala um að hrinda í framkvæmd. 

Merkel vill að þetta sé eins og síðast, þ.e. hvert ríki fyrir sig sá um sína banka, en segist til í að aðstoða lönd sem í ljós kemur að ráða ekki við slíka endurfjármögnun heima fyrir. 

En þá verði það gegnt ströngum skilyrðum.

Aðstoð frá sameiginlegum sjóði verði, einungis nýtt þegar annað bregst. Þetta er mjög skiljanleg afstaða því Þjóðverjar borga alltaf stærsta hluta kostnaðar við slíkar sameiginlega aðgerðir.

Merkel er því að gæta hagsmuna sinna skattborgara.

Frakkland á sama tíma, sem komið er í veika stöðu efnahagslega og mjög líklega fjárhagslega að auki, nýbúið að lenda í stóru fjárhagslegu áfalli vegna DEXIA, vill fyrir alla muni að kostnaðinum við bankabjörgun sé dreift sem mest á sameiginlega sjóði, sem þá þíði að kostnaður Frakklands sjálfs minnki en Þjóðverjar borgi að stórum hluta.

---------------------------

Þarna held ég að hnífurinn standi í kúnni.

Það verður mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig þeim tveim mun ganga út mánuðinn - að leysa þessa grundvallardeilu.

Að mörgu leiti líkist þetta deilunni um það, hvort kostnaður af endurfjármögnun ríkja á að vera sameiginlegur þ.e. Þjóðverjar borgi, eða að hvert og eitt ríki eigi að standa straum af þeim kostnaði sjálft.

Þjóðverjar hafa sett þak þ.e. 440ma.€ á umfang björgunarsjóðs Evrusvæðis. Það er sá sameiginlegi sjóður, sem er verið að ræða um að taki einnig þátt í bankabjörgun.

En augljóslega ræður hann ekki við hundruð milljarða evra viðbótarkostnað af bankabjörgun.

En skuldir Spánar og Ítalíu hlaupa á um 2.400ma.€. Talið hefur verið af óháðum hagfræðingum að sjóðurinn verði að fara í 2.000ma.€ umfang - svo trygging hans hafi lágmarkstrúverðugleika gagnvart vanda Spánar og Ítalíu. Þá er ekki farið að ræða, viðbótarkostnað tengdum bankabjörgun.

Svo, þarna er reyndar kominn nýr þrýstipunktur á Þjóðverja um að stækka sjóðinn - - það er, borga meira.

Miðað við það, hve ákveðnir Þjóðverjar hafa virst um að hafna frekari stækkun björgunarsjóðsins, þá er ég ekki bjartsýnn fyrirfram um að, Frökkum gangi að sannfæra Þjóðverja um að taka við kostnaðinum við að bjarga bankakerfum annarra aðildarríkja evru.

Fylgjast með fréttum - er mín ráðlegging!

 

Kv.


Rök mín fyrir því að Frakkland sé næsta land í vandræðum - líklega!

Það vill svo til, að ég á í fórum mínum gamlar upplýsingar um það, hver kostnaður aðildarríkja ESB var af síðustu banka-endurreisn í kjölfar "sub prime" krýsunnar. Þó svo það segi ekki endilega akkúrat hver kostnaðurinn verður nú. Grunar mig þó, að það veiti einhverja hugmynd.

Ég átti í dag niður í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins smá debatt um þá fullyrðingu mína, að Frakkland væri sennilega næsta land í vanda. Þá var ég ekki með í fórum mínum upplýsingar um kostnað Frakklands frá því síðast er endurreisn banka fór fram skv. útreikningum frá 2009.

En eins og tölur að neðan sýna var minnið mitt ekkert bilað, er ég talaði um kostnað franska ríkisins sennilega við 20% af þjóðarframleiðslu - sjá tölur að neðan.

En ástæður þess að ég tel að Frakkland sé líklegt til að verða næsta land í vandræðum:

  1. Skuldir ríkissjóðs 83% af landsframleiðslu v. upphaf árs, nálgast 90%,
  2. Ef tekið er tillit til skuldbindinga v. ábyrgða annarsvegar tengdum björgunarsjóð evrusvæðis, og hinsvegar tengdum seðlabankakerfis Evópu; að auki gert ráð fyrir því að ábyrgðir Ítalíu detti út. Þá hlaupa þær skuldbindingar á cirka 10% af landsframleiðslu.
  3. Hagvöxtur á 2. ársfjórðungi mældist "0" í Frakklandi, síðan þá hafa tölulegar stærðir frá Evrusvæði, bent fremur til frekari minnkunar í vexti umsvifa í hagkerfi evrusvæðis. Með það í huga, getur það mjög vel verið að Frakkland hafi verið í samdrætti á 3. fjórðungi.
  4. Frakkland er með viðskiptahalla upp á rúmlega 4% af landsframleiðslu, en til þess að geta endurgreitt skuldbindingar við aðila utan hagkerfis þarf afgang. Meðan halli varir, þá setur það spurningarmerki við greiðslugetur lands. Og það ágerist eftir því sem frá líður og hallinn viðhelst, skuldir halda áfram að hlaðast upp - jafnt og þétt. Nú eru 3 ár komin frá 2008.
  5. Að auki er franska ríkið með umtalsverðann halla á fjárlögum. Viðbótar skattahækkunum og niðurskurði, stendur til að hrinda í framkv. til að glíma við þann halla. Slíkar aðgerðir frekar auka líkur á þróun yfir til samdráttar en hitt.
  6. Svo er það franska bankakerfið. En það hefur verið mjög undir þrýstingi fjárfesta undanfarið. Bréf franskra banka hafa hríðfallið þ.e. um helming að andvirði frá upphafi árs. Sem verður að teljast tilfinnanlegt. Nú þegar er fyrsti franski bankinn fallinn - DEXIA. Kostnaður skattgreiðenda a.m.k. 200 ma.€ af þeim banka einum. 
  7. Ef kostnaður franska ríkisins af bankaendurreisn verður svipaður og síðast, þá mun það kosta á bilinu 18-20% af þjóðarframleiðslu. Sjá tölur að neðan, frá 2009.
  8. Þá er mín spá að skuldir franksa ríkisins fari a.m.k. í 110%. Ath. í samhengi, áframhaldandi viðskiptahalla + útgjaldahalla ríkisins + að samdráttur sé hafinn í hagkerfinu.
  • Takið eftir tölunum að neðan, einkum því hver kostnaður franska ríkisins var síðast þegar fór fram fjárhagsleg endurreisn bankakerfa þ.e. í kjölfar "sub prime".

 

Sjá gömul bloggfærsla: 11.7.2009 Framtíð hagvaxtar í Evrópu

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report" 2009 .

Austria             32,8

Belgium           79,2

Cyprus              0

Germany         23,2

Greece            11,4

Spain              12,1

Finland           27,7

France            18,1

Ireland        230,3

Italy                1,3

Luxemburgh  19,3

Malta               0

Netherlands  52,2

Portugal       12,5

Slovenia       32,8

Slovakia         0

Euro Area    24,6

EU 27          30,5%

 

Síðan er gaman að vitna í Mervyn King bankastjóra Bank of England. En skv. honum er núverandi fjármálakreppa sú versta sennilega í heimssögunni. Stór orð. En, ég get vel trúað því.

Mervyn King on QE2: why this time will be different :"The Governor of the Bank of England says the challenge facing the world economy is greater now than during the credit crunch."

World facing worst financial crisis in history, Bank of England Governor says :"“This is the most serious financial crisis we’ve seen, at least since the 1930s, if not ever. We’re having to deal with very unusual circumstances, but to act calmly to this and to do the right thing.”"

Og ef svo er, þá getur kostnaður Evrópuríkja reynst ívið hærri en ofangreindar tölur sýna. 

 

  • Síðan er áhugavert, að skv. fréttum er forseti Frakklands að þrísta á Merkel um að, fá að nýta neyðarsjóð Evrusvæðis, til að aðstoða við fjármögnun fjárhagslegrar endurreisnar franska bankakerfisins. 
  • En Merkel hefur talað á þeim nótum, að hvert ríki fyrir sig eigi að redda sér - eins og síðast. Og einungis komi til greina að nýta sjóðinn, ef um allt þrítur á einhverju landanna.
  • Þau 2 munu eiga fund um helgina - það væri mjög áhugavert að vera fluga á vegg þar!

 

Niðurstaða

Ég hef mjög sterkan grun um að, Frakkland verði innan fárra vikna í litlu síður slæmum málum en Ítalía. Ítalía hefur eitt meira að segja fram yfir Frakkland, að þar mældist smá hagvöxtur. Ekki "0" eins og í Frakklandi.

Það er ekki síst þetta samhengi - viðskiptahalli vs. líklegur samdráttur í hagkerfinu; með þeirri líklegu snöggu aukningu skulda ríkissjóðs, sem fylgja mun líklega nýrri endurfjármögnun bankakerfisins í Frakklandi - sem lætur Frakkland líta ílla út.

Þá standa mál þannig, að ef maður ímyndar sér vegasalt. Með lönd í lagi öðru megin á evrusvæðinu, og lönd í vandræðum á hinni hlið þess. Þá verða löndin í vandræðum klárt orðin heldur þyngri - ef Frakkland annað stærsta hagkerfi evrusvæðis, bætist við Ítalíu það þriðja stærsta og Spán það 5 stærsta.

Við þær aðstæður sé ég einungis eina mögulega björgun frá hruni evru, þ.e. að veita fjármögnun ríkja og banka, beint í verðlag með mjög massívri peningaprentun.

Það er þó ekki víst að slík aðgerð myndi duga, því önnur gjaldmiðlasvæði eru líkleg til að sína viðbrögð - eigin prentun sennlega. Þá erum við að tala um gjaldmiðlastríð sbr. "competitive devaluation" og endimörk slíkrar þróunar, sögulega séð, hafa verið viðskiptahöft.

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu heldur vöxtum óbreyttum, þó svo að hagkerfi evrusvæðis sé í hröðum niðurspíral, kreppa má jafnvel vera sé þegar hafin!

Þrátt fyrir mikinn þrýsting frá mörkuðum, ákvað Seðlabanki Evrópu að halda vöxtum óbreyttum. En óháðir hagfræðingar eru þeirrar skoðunar lang-flestir að vaxtahækkun ECB síðast, reyndar þar á undan einnig, hafi verið mistök.

En mig grunar að vandinn sé ekki síst hvernig fókus bankans var skilgreindur í upphafi þ.e. að hans meginmarkmið sé verðstöðugleiki - með verðbólgumarkmið upp á 1,8% ívið lægra en markmið Federal Reserve sem er 2%.

 

Mr Trichet's opening statement

PRESS RELEASE 6 October 2011 - Monetary policy decisions

At today’s meeting, which was held in Berlin, the Governing Council of the ECB decided that the interest rate on the main refinancing operations and the interest rates on the marginal lending facility and the deposit facility will remain unchanged at 1.50%, 2.25% and 0.75% respectively.

The President of the ECB will comment on the considerations underlying these decisions at a press conference starting at 2.30 p.m. CET today.

 

Skv. verðbólgumælingu mældist verðbólga á evusvæði óvænt hærri en reiknað var með, eða kringum 3%. Hæsta mæling ársins, á meðalverðbólgu svæðisins.

Ég reikna með því, að þessi verðbólga skýri þessa ákvörðun stjórnenda ECB.

En þetta hjálpar alls ekki - því jafnvel þó svo stýrivextir upp á 1,5% séu þannig séð ekki háir, þá er hagkerfi evrusvæðis statt í niðurspíral.

Vextir þurfa í reynd, að fara niður á "0". En ECB er bundinn af þeim reglum, sem honum var sett í upphafi, og hefur ekki verið breytt.

  • Eigum við ekki að segja, að þarna sé að finna enn einn hönnunargallann á evrusvæðinu.
  • En skv. þessu, er það algerlega einkamál stjórnvalda - hvernig hagkerfinu sjálfu lýður. 

Ath. þetta er mjög sambærilegt við hegðun Seðlabanka Íslands vs. ísl.stjv. síðustu árin fyrir hrun, þ.s. Seðlabanki og stjv. létu svo sem hinn aðilinn væri óháður póll. Stjv. létu Seðlabankann aleinann með verðbólguna, létu svo sem þeim kæmi ekki barátta við verðbólgu við - stjv. kintu undir meðan Seðlabankinn hækkaði og hækkaði vexti.

Hin engilsaxneska seðlabankahefð er önnur, takið eftir Bank of England sem var í dag að ákveða að taka upp aukna seðlaprentun: Bank of England launches QE2 with £75bn cash boost. Bank of England hefur að auki haldið vöxtum við "0" þó svo verðbólga sé hærri þar en á evrusvæðinu. En "Bank of England" ber einnig ábyrgð á hagkerfinu sameiginlega með ríkisstjórn Bretlands.

  • Við þurfum að gera Seðlabanka Íslands líkari "Bank of England" og "Federal Reserve of USA".

Hætta að apa eftir Seðlabanka Evrópu - sem er við það að gera sitt til að sökkva Evrópu í kreppuhildýpi, en vaxtastefnan er að auka samdrátt í löndum í vanda, þar með auka líkur á hruni evrunnar.

En ég er viss um það, að ef Seðlabanki Íslands hefði á sl. áratug verið líkari hinum engilsaxnesku seðlabönkum, hefði hann verið til muna virkari í hagstjórninni á sl. áratug - en mér sýnist að sú stefna að láta okkar seðlabanka hegða sér líkt og Seðabanki Evrópu, sé herfilega mislukkuð.

Alveg eins og að stýring Seðlabanka Evrópu á málum innan evrusvæðis, er herfilega mislukkuð. En hann framkvæmir mistök - eftir mistök. Alveg eins og Seðlabanki Íslands framkvæmir mistök eftir mistök.

Þessi hugsun, að seðlabanka komi einungis við verðbólga og bankamál, er ekki að lukkast. Þvert á móti, er hún að reynast ákaflega mislukkuð. Því hún framkallar ákvarðanir eins og hjá Seðlabanka Íslands að halda vöxtum - langtum hærri en nokkur raunveruleg ástæða er til. 

Hið sama er Seðlabanki Evrópu að gera, og þ.s. er verra - auka líkur á því að ekki langt inn í framtíðina, verði einfaldlega enginn seðlabanki Evrópu til.

Ég bendi á að PMI (Purchasing manufacturers index) hefur upp á síðkastið verið að sýna hagkerfis-samdrátt á Evrusvæðinu. 

  • Global manufacturing PMI down from 50,2 in August to 49,9 in September.
  • UK purchasing Index rose from 49,4 in August to 51,1 in September.
  • US purchasing mangagers index rose in from 50,6 in August to 51,6 in September.
  • Eurozone 17 PMI index, fell from 49  in August to 48,5 in September.
Þetta eru tölur sem finna má á vef Financial Times.

Takið eftir að PMI rýnir inn í framtíðina þ.e. er byggt á tölum frá innkaupastjórum helstu fyrirtækja, svo við erum alltaf að sjá hvað gerist í mánuðinum á eftir - cirka. 

  • Svo þetta segir í reynd að cirka 1% samdráttur hafi verið í iðnframleiðslu á evrusvæðinu í október.
  • Og síðan, að það verði líklega 1,5% samdráttur iðnframleiðslu á evrusvæðinu í nóvember.

En tölur innan við 50 eru samdráttur - tölur umfram 50 er aukning.

Ath. allt leikur á reiðiskjálfi á evrusvæðinu - samdráttur er sennilega þegar hafinn - - og Seðlabanki Evrópu alveg eins og Seðlabanki Íslands (hvað ætli að hafi verið fyrirmynd okkar seðlab.?) lætur eins og honum komi ekki við, hvernig hagkerfi Evrópu reiðir af. 

Þetta leiðir til þessa rosalegu vitlausu vaxta-ákvarðana sem ECB og einnig okkar seðlabanki, hafa trekk í trekk, gerst sekir um.

Málið er, að þetta módel um seðlabanka - er kolrangt.

  • Að seðlabanki eigi ekki að skipta sér af hagstjórn - þvert á móti þarf hagstjórn að vera samvinna.

Peningastjórnun er of mikilvægur þáttur hagstjórnar - til þess að það sé óhætt að taka hana út, láta hana lúta einhverjum meintum eigin lögmálum - meðan svo ákvarðanir teknar úr fílabeinsturni skemma fyrir þeim sem eru að leitast við, að stýra málum. Svona lagað gengur ekki.

Því fyrr sem við tökum upp hið engilsaxneska módel - því betra.

 

Niðurstaða

Seðlabanki Evrópu svarar ekki kalli tímans. Þegar Evrópa sennilega þegar er komin í samdrátt. Þegar allt leikur á reiðiskjálfi. Þegar er fyrsti risabankinn fallinn, í þessari viku. Þeir geta mjög auðveldlega orðið fleiri. Þá ákveður Seðlabanki Evrópu, að láta vandræðin eins og vind um eyru þjóta.

Í dag er það ekki verðbólga sem er mikilvægt atriði. Þvert á móti, að koma í veg fyrir hrun er.

En, ákvörðunin um að taka ekki til baka, þau mistök er síðast vaxtahækkun var - getur reynst verða lokamistök ECB. Því við getum verið á hinum síðustu dögum hans.

Þessi ákvörðun flýtir fyrir því.

 

Kv.


Eru evrópskir pólitíkusar loks að kippa við sér, 5 mínútur í 12?

Evrópskur risabanki, Dexia, er fallinn. Fyrsti stóri evrópski bankinn til að falla, síðan 2008 er "sub prime" lánakrýsan geysaði. Sjá: Evrukrýsan kominn á nýtt hættustig!

Lesið skemmtilega grein um sögu evrunnar frá Der Spiegel:  How a Good Idea Became a Tragedy

Það sjálfsagt lýsir vel þeirri örvæntingu er ríkir á mörkuðum, að það þurfti ekki annað til að framkalla stórar hækkanir á miðvikudag, á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandar.

En að Angela Merkel tók vel í það að skoða málið um að taka þátt í mótun nýrrar björgunaráætlunar fyrir evr. banka. Engin loforð. Bara að hún væri til í að ræða það á næsta fundi eftir 2 vikur.

Sjá: European Stocks Rebound - -  Dow Tacks On 131 Points

  • Þó liggur ekkert fyrir um það, hvað hugsanlega verður gert.
  • Né hvert er umfang aðgerða í umræðu milli ríkisstjórna Evrópu.

German Chancellor Angela Merkel backs moves to recapitalise eurozone banks

Merkel willing to recapitalise banks

Angela Merkel: "I think it is important, if there is a general view that the banks are not sufficiently capitalised for the current market situation, that one does it," - "Germany is prepared to move to recapitalise. We need criteria. We are under pressure of time and we need to take a decision quickly," - "If we need to discuss this at the summit then we are certainly ready to do that."

  • Leiðtogafundurinn sem hún talar um, er leiðtogafundur sem til stendur að halda 17/10 nk.
  • Takið eftir orðalaginu hjá henni, hún talar um að ræða um málið - en gefur ekki nein loforð.
  •  Það þurfti ekki meira til - hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, voru verulegar.
  • Miðað við hvað þetta var í reynd þunnt - sýnir þetta örvæntingu aðila á markaði, eins og þeir séu að leita að minnsta strái.

Samkvæmt Financial Times er hugmynd þýskra stjv. ekki sú að þvinga alla evr. banka til að endurfjármagna sig eins og AGS lagði til fyrir rúmum mánuði.

Né er verið að ræða tiltekið viðmið, um það - að hvaða marki krafist verður viðbótar fjármögnunar.

Heldur, að ríkisstjórnir Evrópu búi til einhvers konar nýjan sjóð eða baktryggingu, sem unnt sé að beita með skömmum fyrirvara.

  • Þessu trúi ég vel á Merkel, að leggja til að enn eitt apparatið verði stofnað.

Og, maður veltir fyrir sér - hvort ekki muni verða sama vandamálið um þann sjóð, eins og núverandi svokallaðann björgunarsjóð Evrusvæðis, það er bersýnilega of lítill til að ráða við málið.

En Þýskaland hefur ekki verið til í að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis umfram 440ma.€, þó mjög bersýnilegt sé að það umfang sé hvergi nærri nóg.

Eigum við ekki að segja - að fyrri atburðarás geri mig skeptískann um það, að bankasjóður verði hótinu betri hvað trúverðugleika varðar, en björgunarsjóðurinn.

Vegna skorts á því að vera nægilega digur til að ráða við dæmið.

Banks face new European stress tests

  • Svo er það þessi frétt Financial Times, til að hámarka skrípaleikinn - stendur til að láta framkvæma þriðja stress test evrópskra banka, til að sanna - að þeir séu öruggir.
  • Fyrsta testið tapaði trúverðugleika er írsku bankarnir féllu, en þeir stóðust fyrsta prófið.
  • Próf 2 er nú líka klárt orðið ótrúverðugt eftir fall DEXIA bankans, sem stóðst próf 2. Og það skv. niðurstöðu átti hann að vera hvergi nærri því að vera í hættu.

Tvisvar er búið að framkvæma vita gagnslaus próf - og mér sýnist að þriðja prófið verði ekki hótinu betra. 

En til stendur núna loksins, að gera ráð fyrir stórfelldu tapi vegna grískra skuldabréfa. En ekkert bendir til þess, að gert verði ráð fyrir tapi vegna hugsanlegra dómínó áhrifa.

En málið er, að krýsan er löngu búin að færa sig upp á skaftið, og Grikkland er ekki lengur miðjan. Heldur miklu frekar Ítalía. Eða jafnvel Frakkland. En franskir bankar hafa virst mjög valtir upp á síðkastið.

DEXIA er einmitt fyrsti franski bankinn til að falla, að vísu hálf franskur vs. hálf belgískur. En yfirtaka hans er sameiginleg aðgerð stjv. beggja landa. Markaðir örugglega líta svo á, að þetta sé fyrsti fallni franski bankinn - fremur en einangrað tilfelli.

Ef flr. bankar falla, þá getur hratt - ansi hratt, fjarað undan stöðu franska ríkissjóðsins. Ég er að segja að Frakkland geti orðið hin nýja þungamiðja krýsunnar. 

En Frakkland er með cirka 4% halla á viðskiptum v. útlönd. Halli á ríkissjóði er einnig verulegur. Skuldir ríkissjóðs v. upphaf árs cirka 82% og nálgast 90% v. lok árs. Það mældist enginn hagvöxtur á 2. ársfjórðungi í Frakklandi. Þannig, að ef skuldir fara snögglega í rúmlega 100% af þjóðarframleiðslu - - þá verður Frakkland þungamiðja krýsunnar. Og það getur verið stutt í þá umbreytingu.

  • Ég er hreinlega ekki viss, að það sé í tæka tíð - að hafa fundinn þann 17/10 eða eftir 2. vikur.

En þegar einn banki er fallinn - beinast sjónir manna að næsta, alveg eins og er um ríki í vanda. Vandi franskra banka hefur undanfarið verið einna erfiðastur - markaðir lokaðir. Fá hvergi lánafyrirgreiðslu, nema gegn mjög traustum veðum. Ekki cent út á traust.

 

Niðurstaða

Mér virðist ekki vera mjög öflug sú vakning sem ef til vill gætir meðal evrópskra stjórnmálamanna. Mjög veruleg hætta um það, að enn eina ferðina sé dæmið sem þeir bjóði upp á - of lítið og of seint.

 

Kv.


Evrukrýsan kominn á nýtt hættustig!

Eina ferðina enn, hefur krýsan á evrusvæðinu, komist á nýtt hættustig. Þrír atburðir marka þá útkomu:

  1. Fall Dexia risabankans. Fyrsta fall stórs evrópsks banka, síðan 2008.
  2. Fjármálaráðherrar Evrusvæðis ákváðu að fresta lokaákvörðun um Grikkland, fram í miðjan nóvenber.
  3. Lánshæfismat Ítalíu var lækkað um 3 sæti, í A2 úr AA2 af Moody's.

PS: Mjög merkilegt plagg, nýtt efnahags yfirlit fyrir Evrópu frá AGS. Á eftir að lesa það sjálfur, næ því ekki fyrr en í kvöld, en endilega þeir sem hafa tíma - lesið. Örugglega mjög áhugavert:

Regional Economic Outlokk: Europe

Dexia bankinn

Ég skal viðurkenna að ég veit ekki mikið um þann banka. En skv. fréttum er hann mjög umsvifamikill í lánum til sveitarfélaga í Frakklandi og Belgíu. Talað um hann sem fransk-belgískann. Og yfirtaka hans er sameiginleg aðgerð stjórnvalda beggja landa. En þetta er ákveðin þúfa sannarlega, því þetta er fyrsta fall stórs evrópsks banka, síðan fjármálakrýsa geysaði 2008.

Skv. fréttum verður honum skipt upp. Belgísk stjv. triggja mikilvæga starfsemi á vegum bankans innan Belgíu. Frönsk stjv. gera það sama, innan Frakklands. Aðrar eignir verða seldar, sem taldar eru söluhæfar. Síðan, stendur til að setja rest af eignum í svokallaðann "slæmann banka" sem hafi baktryggingu ríkissjóða beggja landa. 

Með öðrum orðum, skattgreiðendur beri tjónið. Tryggt verði að eigendur skulda Dexia verði ekki fyrir tjóni. Að auki stendur til að triggja að enginn sem á inneign í Dexia verði fyrir tjóni. Ekki liggur enn nákvæmlega fyrir hvert umfang "slæma bankans" verður, upphæðin 200ma.€ er nefnd af fjölmiðlum.

Útlit er fyrir að mikilvæg starfsemi innan Frakklands, verði sameinuð Póstbanka Frakklands, sem er í eigu franskra stjv. - og er hluti af frönsku ríkispóstþjónustunni.

Þetta hlýtur að vera verulegur kostnaður fyrir skattgreiðendur landanna tveggja.

Verulegar líkur eru til þess, að fall Dexia auki óróa á markaði gagnvart stöðu evr. bankastofnana, en Dexia bankinn stóðst öll þau próf sem stofnanir ESB hafa gengist fyrir, skv. þeim átti staða hans að vera góð. Sem klárt sýnir að markaðurinn hafi haft rétt fyrir sér um að, lítið væri að marka þau próf.

Mikil og vaxandi spenna hefur ríkt á evr. bankamarkaði, millibankamarkaður er nær alveg frosinn - bankar lána nú ekki hverjum öðrum nema gegn veðum, ekki gegn trausti. Skuldatryggingaálag evr. banka, er komið nú langt yfir þau mörk, er það hæst fór rétt eftir fall Lehmans bankans.

  • Markaðurinn er því mjög óöruggur með stöðu evr. banka!

Seinni partinn í gær - kom frétt í Financial Times: EU ministers look at bank aid plans

  • Hún varð til þess, að það verðfall sem var í gangi á mörkuðum snerist við - rétt fyrir lokun. Þannig að þeir féllu ekki alveg eins mikið - og fyrst leit út fyrir.
  • En allt er á huldu um, hvaða aðgerðir geti verið að ræða. Nema, að það virðist sem að fjármálaráðherrar Evrópu hafi formlega viðurkennt, að styrkja verði eiginfé evr. banka.
  • En fréttin um lækkun lánshæfis Ítalíu kom ekki fyrr en í gærkveldi. Svo viðbrögð markaða við þeim fréttum, koma ekki í ljós fyrr en við opnun markaða á miðvikudag.

 

Grikkland fær ekki peninga fyrr en fyrsta lagi í miðjum nóvember

Þetta er mjög merkilegt, en þetta var ákvörðun fjármálaráðherra evrusvæðis. Merkilegt ekki síst vegna þess, að allar fréttir hafa sagt síðan í upphafi september, að Grikkland verði að fá pening fyrir miðjan október.

En nú, á allt í einu að vera óhætt að bíða fram í miðjan nóvember. Spurning, hver er að segja satt? Og hver hefur verið að ljúga? 

Haft eftir - Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra:

"Greece has the money it needs to pay pensions, salaries and bond-holders until mid-November, claims finance minister Evangelos Venizelos." - "The country had previously said it would run out of cash in mid-October if it didn't get the next €8 billion installment of the €110 billion eurozone rescue package."

  • Ég reikna fastlega með, að markaðir muni fylgjast mjög nákvæmlega með hvernig stjv. á Grikklandi gengur, að standa við innlendar skuldbindingar - út október mánuð.
  • En, skv. fyrri fréttum þá munu stjv. Grikklands ekki geta staðið við allar innlendar skuldbindingar, í október. Þar er, stjv. verða að forgangsraða - geta ekki greitt öllum eða geta ekki látið alla fá allt þ.s. þeim ber.
  • Sannleikurinn kemur þá einfaldlega í ljós, þ.e. hvort fyrri fréttir voru réttar, þá nánar tiltekið hvenær Venizilos var að ljúga - hvort þ.e. nú eða áður.

Hvað gerist ef reyndin er, að Grikkland verður í vandræði með að standa við allar innlendar skuldbindingar?

  • En málið er, að Grikkland kvá ekki þurfa að greiða af neinum erlendum skuldbindingum fyrr en í desember.  
  • Það má vera, að tekin hafi verið ákvörðun um að - setja Grikkland í þá spennitreyju, að verða að spara - því þeir hafi ekki meiri pening - fái hann ekki.
  • Ef svo er, þá er það leikurinn að eldinum.
  • En hættan á uppþotum er augljós - ef ríkisstj. Grikklands á ekki fyrir því að greiða bætur til atvinnulausra, eða til aldraðra, eða til öryrkja. 
  • Á ekki von á að ríkisstj. spari laun til eigin starfmanna.
  • Spurning hverja ríkisstj. Grikklands mun velja - að setja út á gaddinn?

Þetta verður allt að koma í ljós - en ef þetta gerist, þá eiginlega hlýtur það að eiga sér stað að svokölluð matsfyrirtæki merki "D - default" í kladdann fyrir Grikkland.

Þetta er ekki síður þ.s. ég á við, er ég tala um leik að eldinum - því um leið og "default" matið er komið, mun markaðurinn ráðast af enn meiri grimmd að nokkrum þeim sem á grískar skuldir í umtalsverðu magni.

Markaðurinn munu þá þegar, prísa fullt tjón.

Það getur dugað til að starta hverju því sem mun af stað fara, er Grikkland rúllar.

Vera með öðrum orðum, trigger!

 

Lánshæfi Ítalíu lækkað um 3. sæti í A2 úr AA2

Sjá Moody's full statement.

Uppgefnar ástæður eru:

  1. "The fragile market sentiment that continues to surround euro area sovereigns with high levels of debt implies materially increased financing costs and funding risks for Italy. The country is a frequent issuer with refinancing needs of more than €200b. in 2012."
  2. "The Italian economy continues to face significant challenges due to structural economic weaknesses. These problems - mainly low productivity and important labour and product market rigidities - have been an impediment to the achievement of higher potential growth rates over the past decade and continue to hinder the economy's recovery from the severe recession it experienced in 2009."
  3. " Finally, there is increasing uncertainty for the government to achieve fiscal consolidation targets. Since more than half of the consolidation measures are based on government revenue growth, the plans are vulnerable to the high level of uncertainty around economic growth in Italy and elsewhere in the EU."

Þetta er alveg eins og Moody's segir, að evrurkýsan er að draga jafnt og þétt úr líkum á því, að stjv. á Ítalíu takist að sannfæra markaðinn um það, að risaskuldir ítalska ríkisins - séu sjálfbærar.

Að auki benda þeir réttilega á, að þó svo aðgerðir ítalskra stjv. við það, að auka skilvirkni innan hagkerfisins á Ítalíu - nái að skila árangri, þá sé það ekki atriði sem skili snöggum viðsnúningi. 

Að auki, séu versnandi horfur um efnahagsmál á evrusvæðinu sem heild, að draga úr möguleikum Ítalíu til hagvaxtar.

Ég á samt ekki endilega von á rosalegum markaðsviðbrögðum út af þessu, því aðilar hljóti að hafa verið farnir að reikna með því - að lækkun lánshæfis Ítalíu væri yfirvofandi.

Skv. Moody's er hin nýja einkunn á neikvæðum horfum. Svo líkur eru á frekari lækkun.

 

Niðurstaða

Það er ekki síst að bankakrýsan á evrusvæðinu virðist vera að stigmagnast og það hratt, sem skapar hið nýja hættustig er ég vísa til. En bankahrun væri mjög alvarlegur atburður. Jafnvel þó að stjv. Evrópu takist að forða algeru falli evr. fjármálakerfisins, þá myndi það verða mjög mikið fjárhagslegt áfall fyrir ríkisstj. Evrópu. 

En gagn-aðgerðir munu mjög líklega auka umtalsvert skuldir aðildarríkja. Þannig, magna í reynd skuldakrýsu ríkissjóðanna sjálfra. 

Við þetta, augljóslega - myndi svigrúm ríkja til að koma hverju öðru til bjargar - skreppa saman, hugsanlega svo um munar. Vilji almennings, til þess að aðstoða önnur ríki - myndi þverra enn frekar.

Spurning hvaða ákvörðun yrði þá tekin varðandi evruna, ef nær öll ríkin eru orðin alvarlega skuldug?

En fræðileg útleið - er massíf peningaprentun. Í reynd, að skapa verðbólgubál - láta það brenna upp skuldir, lækka lífskjör - þannig skapa útflutningsatvinnuvegum aukna samkeppnishæfni. Í reynd, væri það verðfelling.

En, önnur gjaldmiðilssvæði eru líkleg til að beita gagnaðgerðum - sbr. tengingu Sviss við evru. Þetta gæti einnig skapað hættu á því, að önnur svæði fari að beita viðskiptahindrunum. Alþjóða verslun gæti brotnað niður.

Önnur leið, væri að grípa til niðurskurðar - þá meina ég, grimman niðurskurð útgjalda af mun fleiri ríkjum en bara Grikklandi. Það væri í reynd að viðurkenna ósigur fyrir kreppunni. En við tæki þá spírall niður í dýpri og enn dýpri kreppu. 

Niðurstaðan væri aftur mjög mikil skerðing lífskjara, en betri möguleiki væri um að verja heims-verslunarkerfið. Ekki væri farið í gjaldmiðlastríð. 

Óljóst er hvor útkoman er minna slæm! 

 

Kv.


Á Íslandi, eru risastór vannýtt tækifæri í áliðnaði!

Ég tek undir margt það sem kemur fram í niðurstöðu vinnuhóps iðnaðarráðherra.

Sjá: Erlend fjárfesting bundin við álver

Við verðum að setja niður deilur um erlendar fjárfestingar á Íslandi. Reglur, verða að vera skýrar og almennar, það gengur ekki lengur að fjárfestingar séu háðar undanþáguákvæðum á grundvelli persónulegs mats.

Á hinn bóginn, er ég ekki til í að aflétta hömlum á fjárfestingum í sjávarútvegi- og um nýtingu orku.

  • Sjávarútvegur - orkauðlyndir og vatnið, eru lykilauðlyndir.
  • Um þær á að gilda sér-reglur. En, þó almennar slíkar. 
  • Ekki þannig - að ráðherra getur veitt heimild eftir geðþótta, eða þá nefnd hefur heimild til slíks. Slíkt fyrirkomulag er ekki einungis óheppilegt vegna þess, að aðilar geta ekki verið vissir um að fá alltaf sömu meðferð, þessu fylgir einnig hætta á spillingu - þá þess eða þeirra, sem sjá um þær ákvarðanir.

Aðalsteinn Leifsson: „Atvinnulífið er þrátt fyrir allt tiltölulega einhæft hér á landi. Þá eru ýmsar hömlur á erlendri fjárfestingu, eins og sjá má í sjávarútvegi. Fjárfesting erlendra aðila hér á landi hefur einnig verið mjög einhæf. Ef horft er á Norðurlöndin má sjá að erlend fjárfesting er á mun fleiri sviðum en hér; dreifist yfir mismunandi þjónustu og breiðir úr sér um allt hagkerfið. Hér á landi er þetta bundið ekki bara við orkufrekan iðnað, heldur beinlínis við álið."

Það er ekki alveg sanngjarnt að bera Ísland við norðurlönd

  • Ísland 318þ. -  Svíþjóð 9.354.000 : 1/29,4
  • Ísland 318þ. - Noregur  4.989.900 : 1/15,7
  • Ísland 318þ. - Finnland  5.388.400 : 1/16,9
  • Ísland 318þ. - Danmörk 5.564.219 : 1/17,5
  1. En þau eru margfalt fjölmennari - því stærra atvinnusvæði og markaður, því áhugaverðari fjárfestingarkostur - fyrir þær ástæður.
  2. En fleira kemur til, Norðurlönd eru einnig í vega og lestasambandi við meginland Evrópu, meðan Ísland er eygja hundruð km. fjær Evrópu en Írland - þetta skapar kostnað bæði til og frá landinu, sem gerir rekstur hér dýrari og því óhagkvæmari.


Þetta fer allt saman:

  • Mjög smár vinnumarkaður - því einhæfur, tiltölulega lítið úrval af þekkingu og reynslu, lítil dýpt í framboði.
  • Mjög smár innanlandsmarkaður - því ekki spennandi að setja hér upp sjoppu, til að selja á okkar innanlandsmarkað.
  • Hár flutningskostnaður - til og frá, en einnig að auki innanlands; gerir rekstrarkostnað hér - mjög háan.
Þessir þættir víxlverkar saman og gera Ísland fjarskalega lítt spennandi til fjárfestinga, á mörgum sviðum.
  • Þetta er veruleikinn sem við glímum við - aðild að ESB breytir þessu ekki að nokkru leiti.
  • Reynd, er aðild að mínu mati "neutral" þ.e. hefur lítil áhrif til eða frá.


Krónan er ekki neikvæður faktor

Ég ítreka sbr. ofangreint, að okkar innanlandsmarkaður er ekki líkleg ástæða fjárfestinga hér, þegar erlendir aðilar eiga í hlut.

  • Þeir eru með áhuga á aðstöðu hér - sbr. ferðamennska t.d. Huang Nubo, eða hugsanlegar siglingar um N-Íshaf.
  • Eða, þeirra áhugi er á orku-auðlyndum.
Fram að þessu hefur sá áhugi komið einkum fram í álverkefnum. Það er ekki furðulegt, því ál er dálítið sérstakt fyrirbæri. Aðgangur að orku á hagstæðu verði - er algert lykilatriði í áliðnaði.

Þ.s. ég er að segja, er að fjárfesting snúist um útflutningsrekstur - eða annann rekstur er hefur megintekjur í erlendum gjaldeyri!

  • Útflutningsrekstur hefur tekjur megni til í öðrum gjaldmiðlum, fer eftir því hver meginmarkaður er hver sá gjaldmiðill er.
  • Þá hefur rekstur, sína reikninga í þeim tiltekna gjaldmiðli - flytur inn aðföng í þeim gjaldmiðli, auk þess að hafa megintekjur í þeim gjaldmiðli.

Krónu-umhverfið, er því einungis laun og skattar til hins opinbera. Lán eru væntanlega í erlendu, þannig að vaxtakostnaður í innlendu - verðbólga - og að auki gengisstöðugleiki eða óstöðugleiki; er ekkert mikilvægt atriði.

  • Í reynd er ég að segja, að upptaka evru skipti ekki máli, um erlendar fjárfestingar hér; vegna þeirra þátta sem ég nefndi að ofan.

 

Á móti er krónan mjög þægilegt hagstjórnartæki

- sérstaklega við það að stýra viðskiptajöfnuðinum. En, ég fæ ekki séð betur, en sú stýring gæti reynst mjög erfið í framkvæmd, innan evru. Bendi á, að gjaldþrot Portúgals er megni til, vegna viðskiptahalla um árabil.

  • En sú stýring fer einfaldlega fram með gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum!

Gengið einnig leiðréttir sveiflur, sem koma frá alþjóðlega umhverfinu og auk þessa, frá öðrum þáttum svo sem, ef veiðar dragast saman vegna aflabrests.

Miðað við hve okkar atvinnuþættir búa við óstöðugann tekjugrunn, - - væri það að mínu viti óðs manns æði, að sleppa krónunni.

  • Nema auðvitað önnur jafn skilvirk leið til sveiflujöfnunar sé fundin í staðinn.

Ég tel það á misskilningi byggt, að þetta sé slæmt fyrir almenning - því hagkerfið er ekki sjálfbært í ástandi viðskiptahalla, skuldasöfnun af hans völdum kemur alltaf almenningi í koll fyrir rest sbr. krísurnar í Portúgal og Grikklandi. Að krónan lækki til að leiðrétta viðskiptajöfnuðinn - þannig komi í veg fyrir slíka uppsöfnun vaxtaberandi gjaldeyrisskulda - í reynd sér vörn fyrir lífskjör almennings, þá frá enn verra tjóni sem eigi sér stað, ef viðskiptahalli safni upp vaxtaberandi gjaldeyrisskuldum. Skuldakreppa er ekkert grín.


Vegna þess að fjárfesting verður að snúast um útflutning, þá snýst hún um þá þætti þ.s. við raunverulega höfum eitthvert samkeppnisforskot - eða þætti þ.s. fjarlægð er ekki atriði:

  • Við erum að tala um sjávarútveg - vegna alls þess magns af fiski sem syndir í sjónum umhverfis landið.
  • Við erum að tala um orkufrekann iðnað, vegna allrar þeirrar orku sem hér er.
  • Einhver tækifæri í landbúnaði t.d. við rækun á mink eða ref, eða hvort tveggja.
  • Einhver tækifæri við fiskeldi í fjörðum og flóum umhverfis landið.
  • Svo huganleg tækifæri, í hugbúnaðargerð og hönnun. Sem þekkir engin landamæri.

 

Á Íslandi eru risastór vannnýtt tækifæri í áliðnaði!

  • Ég er að tala um allt álið sem hér er framleitt - er flutt út sem hrávara í stömpum.
  • Þetta fæst fram þegar, tekið er tillit til áhrifanna af innflutningi á súráli.

Málið er - að þennann virðisauka er unnt að margfalda!

Með því að framleiða verðmæta hluti úr áli - hér á Íslandi.

Það er engin ástæða til að gera þetta ekki:

  • Álið er hérna hvort sem er - þarf hvort sem er að auki að flytja út.
  • Það væri hreinn gróði - að umbreyta því í verðmætari vöru.
  • Við þurfum auðvitað að skríða áður en við getum gengið, eða hlaupið.
  • En, þetta þarf að vera lykilatriði í okkar framtíðar atvinnustefnu. 

En mig grunar að við séum búin að missa af lestinni - með byggingu frekari álvera.

Vegna þess, að kreppuútlit er orðið svo augljóst í heiminum - að aðilar hljóta nú að fresta öllum dýrum fjárfestingar-verkefnum.

En, það hindrar okkur ekki neitt - enda erum við ekki að tala um hluti sem kostar endilega mjög mikið að starta. Það má hefja framleiðslu í smáum stíl. 

Þá er ég að tala um frekar einfalda hluti - íhluti í bíla. Íhluti í tæki. Stoðir og styrktarbita, í brír - hús eða hvað sem er. 

Síðan, vinnum við okkur áfram, færum okkur upp í flóknari og enn dýrari hluti.

En það verður að vera lykilatriði - að auka verðmæti okkar útflutnings.

Þetta er í reynd sambærileg þróun við það - þegar farið var áratugum fyrr að þróa fullvinnslu sjávarafurða hérlendis.

Við getum orðið málmiðnaðarþjóð - ekki síður en fiskiðnaðarþjóð.

 

Niðurstaða

Mín áskorun til þjóðarinnar, er um nauðsyn þess að gera stórátak í málmiðnaði hérlendis, einkum áli. Ég er að tala um mögulega margföldun útflutningstekna af áli. Af áli, sem er til staðar - þarf ekki að flytja inn, er hvort sem er flutt út. Svo, að ef notum hér framleitt ál, gerum úr því aukin verðmæti - og flytjum svo út. Þá er unnt að stórlega auka lífskjör hér.

Til þess þarf engin ný álver. Það ál sem þegar er hér framleitt, er yfrið nægt - til að standa undir verulega umtalsverðum málmiðnaði.

Slík starfsemi - getur mjög hugsanlega orðið mjög verðmæt, ég er að tala um verðmæt störf, í reynd þekkingariðnað ekki síður en hugbúnaðariðnaður er; en það þarf mjög mikla þekkingu til að svara kröfum nútímans, um íhluti úr áli.

Þetta verður að vera lykilatriði í okkar atvinnustefnu.

Stjórnvöld - og atvinnulífið, þurfa að taka upp samstarf um slíka stefnumótun.

 

Kv.


Guðmundur Steingrímsson - segir 20 þingmenn hertaka ræðustóla Alþingis! Hvernig er unnt að bæta vinnubrögð á Alþingi? Mínar pælingar!

Guðmundur Steingrímsson, segir vilja ný stjórnmál. Gott og vel.

Hann segir leiðin vera, nýja flokka og nýtt fólk. OK.

En þetta hefur verð reynt - reynt - og svo reynt, mjög oft áður. En málið er að, þó svo nýir flokkar komi fram. Þó svo nýtt fólk komi fram. Breytist hin undirliggjandi hegðan ekki.

Ástæðan er sú, að ríkjandi fyrirkomulag skapar tiltekna hvata - sem nýir flokkar og fólk lendir sjálf í að þurfa að takast á við; og þeir hvatar framkalla sama hegðunarferli hjá hinum nýju einstaklingum eða nýju flokkum.

Lausnin er því að breyta undirliggjandi hvötum - sem leiða fram alltaf stöðug þetta sama atferli/hegðan.

Guðmundur Steingrímsson - Hin nýja frjálsa pólitík

Sprengisandur - Guðmundur Steingrímsson, Margrét Tryggvadóttir

Eyjan vitnar í Guðmund: „Þingið er komið á mjög furðulegan stað.“ Hreint ofbeldi um tuttugu þingmanna

 

Guðmundur Steingrímsson vill meina - að 20 manna hópur þingmanna stundi frekju og yfirgang gagnvart meirihlutanum, tali út í eitt um oft óskild mál, til að vinna sér völd sem þeir hafi ekki. 

Svo tefjast mál, ekki vinnst tími til að afgreiða fj. mála!

 

Vandinn er sjálft meirihlutræðið á Alþingi

Átök á Alþingi snúast um, að þingmenn eru að leitast við að hafa áhrif á afgreiðslu mála, svo þeir geti komið sjónarmiðum að - haft áhrif á niðurstöðu mála.

Eftir allt saman eru þeir kosnir til að vinna þeim málum brautargengi, sem þeir lofuðu kjósendum að berjast fyrir. Þeir væru að svíkja loforð við eigin kjósendur, ef þeir leituðust ekki til hins ítrasta til að hafa þau áhrif, sem þeir meta að þeirra kjósendur - séu líklegir til að kunna vel að meta.

Nú, það liggur í hutarins eðli, að mismunandi þingmenn eru með þeim hætti, talsmenn mismunandi skoðanahópa, og það þíðir í tilfellum að sjónarmið eru andstæð - er þeir berjast fyrir; eða, eru að berjast gegn, þá jafnvel með hæl og hnakka ef því er að skipta.

En, hverjum þingmanni ber að standa með sínum kjósendum, og leitast til hins ítrasta til við að, sjónarmið hans eða hennar kjósendum hliðholl, nái fram!

Eða berjast til síðasta blóðdropa gegn sjónarmiðum, sem þeir meta að halli mjög á eigin kjósendahóp.

Það er þessi undirliggjandi veruleiki, sem skapar það hegðunarferli sem við sjáum.

 

Alþingi í tveim þingdeildum á ný?

OK, sumir tala um að þingmenn eigi að vera talsmenn allrar þjóðarinnar í heild. En þingið þarf einnig að vera talsmenn, þeirra hópa sem þjóðin stendur saman af. Málið er, að þjóðin sem heild getur ekki verið sammála um, nema mjög almenn sjónarmið.

Þegar tekist er á um mál, þá er slík samstaða - mjög ólíkleg.

  • En svo lengi sem til staðar eru nægilega fjölmennir skoðanahópar, til að ná fj. þingmanna inn, hver með ólíkar skoðanir eða sýn.
  • Eða nægilega öflugir hagsmunahópar, sem geta sannfært nægilega stóra hópa kjósenda til fylgilags.

Verður þetta svo.

Við getum alveg íhugað að hafa Alþingi á ný í tveim þingdeildum.

  • Þ.s. efri deild væri skv. landslista!
  • Þ.s. neðri deild væri skv. kjördæmalistum.

Síðan þurfa deildirnar að ræða saman, því langt í frá alltaf væru þær sammála.

Afgreiðsla beggja, þyrfti - til lúkningar mála.

 

Tökum upp dönsku þingregluna

  • Sögulega séð, hafnar ríkjandi meirihluti einatt þingmálum minnihluta - sem er svipað nú og vanalega þ.e. hvorki betra né verra.
  • Minnihluti leitast við að vinna áhrif með töfum og málþófi, svo meirihluti neyðist -ath. gegn eigin vilja- til að semja við minnihluta um lúkningu mála.
  • Þá kemur alltaf fram þessi klassíski pirringur meirihluta, sem þeir kjósa síðan að gleyma er röðin kemur að þeim sjálfum að vera minnihluti.

Það er alveg unnt að laga þetta - en þá dugar ekki að fá nýtt fólk, né nýja flokka - vegna þess að ef þú breytir ekki ríkjandi grunnástandi sem skapar þá hegðun, vegna þess að undirliggjandi ástand hvetur til tiltekinnar hegðunar; þá mun ástandið áfram vera svipað og áður.

Það þarf rétta greiningu - ég segi ykkur að skv. minni greiningu sem stjórnmálafræðings, til þess að breyta undirliggjandi hegðan, þarf að afnema þörf minnihlutans hverju sinni - til að beita málþófi.

  • Leiðin til þess, er að skapa minnihluta þau áhrif á afgreiðslu Alþingis, sem hann er að leitast við að knýja fram, með málþófsaðgerðum.
  • Það þarf að innleiða reglu, sem neyðir meirihluta, til þess að taka tillit til sjónarmiða minnihlutans.
  • Ég er að tala um 2/5 regluna sem er í gildi á danska þinginu.
  • Á danska þinginu er yfirleitt ekki málþóf. 

Það er ekki vegna þess að á danska þinginu sitji upp til hópa betra fólk, heldur vegna þess að ríkisstjórn hverju sinni, nær ekki málum fram án þess, að semja um mál - ná fram víðtækri sátt.

Ath. ekki þurfa allir að vera sáttir, en til þess þarf þá í reynd stækkaðan meirihluta!

OK, sannarlega væri þetta ekki án galla, en það getur verið tafsamt að ná fram svo víðtækri sátt.

Mál geta orðið mjög útvötnuð!

En, þetta myndi raunverulega breyta Alþingi - minnka til mikilla muna líkur á málþófi.

Skv. þessari reglu, myndu 25 þingmenn af 63 geta knúið mál í þjóðaratkvæði.

Samanlagt eru þingmenn Sjálfstæðisflokks + Framsóknarflokks akkúrat 25 talsins.

Svo ef þessi regla væri í gildi, væri málþóf algerlega óþarft fyrir þá flokka, hótun um þjóðaratkvæði ætti alveg að vera nægilega sterk.

Það væri því alveg óhætt í staðinn, að herða reglur á Alþingi til muna - gegn málþófi.

 

Niðurstaða

Ofangreindar pælingar eru settar fram til íhugunar. En ef Alþingi væri á ný í 2 þingdeildum, þ.s. til annarrar væri kosið með landslista til hinnar skv. hefðbundum listakosningum í kjördæmum, þá væri nokkurn veginn komið fram ástand, sem mig grunar að margir ættu að geta verið sáttir við.

Hitt um 2/5 regluna, ætti að minnka til muna líkur á málþófi - eins og ég greini, að séu ástæður þess að, þingmenn láti freystast til að beita því.

Auðvitað útilokar sú regla ekki málþófsaðgerðir. En, þá má ef til vill á móti - herða reglur, til að erfiðara sé að beita málþófi.

Ef stór ágreiningsmál koma fram, ætti 2/5 reglan að vera bísna sterkt tæki - fyrir minnihlutann.

Ofangeindar pælingar er - ef til vill leið til betri vinnubragða!

 

Kv.


Líkingin um árabátinn vs. stóra farþegaskipið!

Ég ætla aðeins að taka fyrir þá líkingu, sem sumum evrusinnum hefur verið töm, þ.e. líkingin hans Þorvaldar Gylfasonar þ.s. krónunni er líkt við skoppandi árabát og evrunni við stórt farþegaskip - sem lítið hreyfist á öldunni, og flytur farþegana heila heim.

Síðan Þorvaldur sagði þetta árið 2009, hefur margt gerst - en þá leit evran mjög vel út í augum margra.

En síðan árið eftir hófst skuldakreppan á evrusvæðinu, kennd við evrukrýsu.

Meðan sameiginlega hagstjórn vantar - virkar evrusvæðið ekki nema að sumu leiti eins og eitt hagkerfi.

Við erum í reynd að tala um 17 mjög nátengd hagkerfi - tengd mjög nánum böndum, en þó í ástandi sem gengur umtalsvert skemmra en t.d. milli fylkja Bandaríkja Norður Ameríku.

  1. Sá galli er á líkingunni um árabátinn og farþegaskipið, að evran hefur alltaf átt að leiða til sameiginlegrar hagstjórnar.
  2. Ég ætla aðeins að laga líkinguna til - svo hún rými betur við veruleikann.
  • Ef ríkin sem evrusvæðið inniheldur eru skip eða bátar, fer eftir stærð.
  • Vegna þess, að ekki hefur enn verið tekin upp sameiginleg hagstjórn - þá lít ég svo á að rangt sé að nota samlíkinguna um hafskipið stóra um evruna.
  • Þess í stað, er evrusvæðið eins og skipstjórar skipanna og bátanna sem það samanstendur af, hafi fengið þá hugljómun, að ef skipin þeirra væru öll bundin saman - þá myndu þau öll fljóta saman í einu lagi.
  • Hugmyndin hafi verið, að það dygði til þess að í sameiningu, myndi það vera eins gott og, að ef allir væru saman á einu sameiginlegu risaskipi.
  • Meðan veðrið var gott, virtist þetta virka - engir sjóir gengu yfir litlu bátana sem voru með, allt bundið saman í hinn sameignilega hnapp, með stærri skipunum.
  • Ekki virtist það gera til, þó skipin væru mjög misjanfnlega úr garði gerð, þ.e. sum með mjög trausta byrðinga og há borð til að verjast öldunum, meðan önnur voru með lág borð og síður traustlega byggð, og bátarnir sumir hverjir veikbyggðir.
  • Böndin létu þau öll taka þær litlu öldur sem fylgdu góðviðrinu - með sama hætti og stærstu og traustustu, massívustu skipin.
  • En síðan skall á fárviðrið - og þá kemur í ljós að þegar öldurnar verða stórar, þá fara sumir byrðingarnir að leka, sumir mjög verulega - sumir það mikið að dælur hafa ekki undan.
  • En sameiginleg bönd halda þeim uppi svo þeir sökkva ekki.
  • Meðan sumir minni bátanna, sem geta ekki skoppað með ölduföldunum vegna þess að þeir eru bundnir við stærri skip, þess í stað fá ofanígjöf eftir ofanígjöf, þegar öldur brotna yfir lága borðstokka - og sumir minni bátanna eru fyrir bragðið að fyllast einnig af sjó; en þeim einnig er haldið uppi af sameiginlegum böndum.
  • Sumir eigendur lítilla báta voru þó svo forsjálir að kaupa sér há borð á byrðinga sína, svo þau flútti við traustari skipin - og geta varið sig ölduföldunum, þó þeir fylgi meðalhreyfingunni vegna þess að vera bundir við hin stærri skipin.
  • Vandræðin eru svo, að stærri skipin voru einnig misjafnlega traustbyggð, sum hefur komið í ljós að voru farin að leka áður en óveðrir skall á, og voru fyrir komin með töluverðann sjó - innanborðs, sem dregur úr flotkrafti.
  • Svo, að þegar skipin og bátarnir sem fyrst voru til að missa sinn flotkraft, fyrir bragðið þrýsta á þau hin; þá er byrðingur hinna lökust byggðu af stærri skipunum farinn að gefa sig frekar vegna hins aukna álags, austurinn er að aukast, dælur á útopnu þannig að óvíst er orðið að þau haldist sjálf á floti - þannig að þá skapast sú hætta að þá fari þau sjálf að toga niður þau sem eftir eru.
  • Þá versnar í því, en þó að traustbyggðu skipin séu enn sjálf í góðu ásigkomulagi, þá hafa þau takmarkað flot sjálf - og ekki víst að það flotmagn sé nóg til að halda uppi þvögunni, ef lélegustu af stærri skipunum missa sinn flotkraft - fara að toga í þau ásamt þeim sem voru fyrst til að tapa flotkrafti.
  • Þannig að vera má að þá sökkvi hugsanlega allir sem heild.
  • Þá eru góð ráð dýr:
  1. Á að skera á kaðla - allra og leyfa hverju um sig sigla sinn sjó eins og áður.
  2. Á að skera á þau sem minnst flotmagn hafa, í von um að restin þá reddi sér.
  3. Eða, á að halda sjó í von um að ástandið batni - veðrið skáni nægilega mikið.
En spálíkön um veður, eru að spá versnandi veðri, og útlitið er ekki gott fyrir þau verst förnu af stærri skipunum. Sum spálíkönin segja, að þau verst förnu af þeim stærri - muni samt sökkva þó svo skorið sé á þau sem núna líta verst út.


Niðurstaða

Ég held að með ofangreindum lagfæringum, þá flútti líkingamálið betur við raunveruleikann!

 

Kv.


Ég hef áhyggjur af frekari áformum, um niðurskurð útgjalda við löggæslu

Samkvæmt frétt RÚV áformar ríkisstjórnin viðbótar niðurskurð útgjalda til löggæslu á landinu, ofan á fyrri niðurskurð. Sjálfsagt ræður þarna sú hugsun, að sanngjarnt sé að niðurskurði sé dreift milli málaflokka. Aðrir málaflokkar séu einnig mikilvægir - eins og sjúkraþjónusta, menntamál, o.flr.

Sjá frétt: Lögregla fær minna fé á fjárlögum

  1. "Framlög til löggæslu verða skorin niður um eitt og hálft prósent, eða hundrað milljónir króna á næsta ári,..."
  2. "Að auki stendur síðan til, samkvæmt heimildum fréttastofu, að færa til lögreglunnar tugmilljóna verkefni annars staðar að úr stjórnssýslunni. Ekki mun gert ráð fyrir því að neinir peningar fylgi þessum verkefnum."
Seinna atriðið inniber viðbótar niðurskurð - þar við!

Það sem ég óttast að fólk geri sér ekki nægilega grein fyrir - er að löggæsla er algert lykilatriði, ef ríkið á að geta framfylgt sínum vilja, og ef triggja á að mál innan samfélagsins fari ekki úr böndum.

Grunnþættir ríkisins, eru:

  1. Landamæragæsla.
  2. Löggæsla.
  3. Dómsvald. 

Ríkið getur ekki þrifist - ef einhver þessara þátta bregst!

Ríkið getur komist af án:

  • Heilbrigðisþjónustu.
  • Menntamála.
  • auka annarra þátta velferðarkerfis.

Og einmitt á krepputímum, reynir meir á löggæslu en ella!

Það getur einfaldega verið - hættulegt fyrir ríkið, að spara í löggæslu - þegar óánægja í samfélaginu er á háu stigi.

Reyndar ætti frekar að auka framlög til löggæslu við slíkar aðstæður - - skera frekar meir niður í heilsugæslu, menntamálum - sem sagt mikilvægum sviðum, en ekki grundvallaratriði fyrir tilvist sjálfs ríkisins.

En sérdeilis er hættulegt, ef akkúrat á slíkum viðsjálverðum tímum, alvarleg óánægja safnast upp meðal þeirra, sem starfa við löggæslu - við aðstæður kraumandi óánægju innan samfélags, að auki.

  • En, þeir sem starfa við löggæslu, eru allra - allra síðustu starfsmennirnir, sem ríkið hefur efni á að séu óánægðir!
  • Því ef þeir breðgast - þá er tilvera sjálfs ríkisins í hættu!

Mér sýnist því Steingrímur J. með áformum, um frekari niðurskurð á sviði löggæslumála - akkúrat þegar óánægja meðal starfsmanna við löggæslu hefur brotist með áberandi hætti upp á yfirborðið; sé að leika sér að eldi!

  • Vonandi mun ríkisstjórnin ekki verða brennd - af þeim eldi!
  • Því, einhvers konar hrun innan löggæslu, er ógn fyrir allt samfélagið!
  • Ég er að tala um raunverulegt kaos!
  • Eitthvað sem vonandi ekki nokkur maður óskar að verði.

 

Niðurstaða

Ég óttast að ríkisstjórnin skilji ekki, að löggæsla er í reynd mikilvægari en heilsugæsla, menntamál og önnur mál, sem koma við þjónustukerfi við almenning. Því ef lögum er ekki framfylgt - ef ríkið getur ekki fylgt fram sínum vilja; þá breðgast allir aðrir þættir á vegum þess einnig!

Samfélagshrun blasir við að auki.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 548
  • Frá upphafi: 847269

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband